Fulham á morgun

Lestarstjórar London gerðu forráðamönnum Fulham mikinn grikk í morgun þegar þeir sömdu um kaup og kjör og hættu því við fyrirhugað verkfall. Fulham reyndi eðilega að nýta sér þetta verkfall til að fá leiknum við Liverpool frestað enda gengi liðsins svo lélegt um þessar mundir að þeir bara rétt náðu að merja jafntefli á Old Trafford á sunnudaginn. Líklega sáu þeir líka leik Liverpool og Arsenal og því fullkomlega eðlilegt að reyna að fresta leiknum, afsökunin var reyndar að starfsmenn vallarinns kæmust ekki á völlinn sem verður að teljast með verstu afsökunum allra tíma enda nokkur þúsund Scouserar að fara til London á sama tíma.

Leikurinn verður því spilaður, guði sé lof en ég held að ég hafi ekki mikið meira um hann að segja en hefur verið gert í þessari viku.

Ég gerði sigrinum á Arsenal skil á laugardaginn.

Fór yfir gengi liðsins og hópinn á sunnudaginn

og tók upp podcst með Kristjáni Atla og Einari Erni á mánudaginn sem fjallaði að mestum hluta um okkar menn og aðeins um Fulham leikinn.

Lið Liverpool velur sig einfaldlega sjálft eftir síðasta leik og eina stressið er að liðið haldi einbeitingu líkt og það gerði í síðasta leik. Álíka skita og við fengum gegn Villa og WBA er ekki í boði núna.

Mignolet

Flanagan – Skrtel – Toure – Cissokho

Gerrard(c) – Henderson

Sterling – Coutinho – Sturridge

Suarez

Agger og Johnson gætu hugsanlega verið á bekknum í þessum leik enda mættir til æfinga á ný. Eins var Joao Texeira að æfa með aðalliðinu í vikunni og stóð sig víst mjög vel. Hann verður hugsanlega í hóp á morgun.

Einu sem eru frá núna eru því Jose Enrique (hné), Lucas Leiva (hné), Mamadou Sakho (nári) og Sebastien Coates (hné)

Fulham er í næðsta sæti deildarinnar og í næstversta formi allra liða undanfarið. Einn sigur og eitt jafntefli í síðustu sex leikjum. (KAR það gera fjóra tapleiki).

Fulham skipti um stjóra nýlega og reyndu aðeins í janúar að laga hópinn eftir ævintýralega léleg kaup Martin Jol fyrir tímabilið. Það var eins og hann væri að reyna að skapa lélega holningu á liðinu.

Geri auðvitað ráð fyrir að Stekelenburg eigi leik lífs síns á morgun. Þeir eru síðan komnir með menn eins og Heitinga í vörnina. Steve Sidwell, Holtby, Parker og Dempsey á miðjuna og einhverjir þeirra hafa reynst okkur erfiðir áður.
Gríska tröllið Mitroglou er líklega á meiðslalistanum ennþá og því þarf Darren Bent að sjá um að innsigla sigurinn eftir að Demspey kemur þeim yfir.

Það styrkir síðan lið Fulham þó nokkuð að John Arne Riise er meiddur.

Spá:

Ég spái Fulham að sjálfsögðu sigri, 2-0 með mörkum frá Dempsey og Bent. Fulham getur nákvæmlega ekki neitt og leggja líklega upp með því að pakka bara í vörn. Okkar menn eru fljúgandi eftir síðasta leik og bara eiga ekki að geta tapað þessum leik, þekkjum öll hvernig slíkir leikir fara.

Sama viðureign í fyrra endaði með 1-3 sigri Liverpool. Fyrri leikur liðanna á þessu tímabili endaði 4-0 fyrir Liverpool og eins og staðan er núna hefur Liverpool skorað næst mest í deildinni á meðan Fulham hefur lekið inn flestum mörkum. Það styrkir mig bara í trúnni á að þessi leikur er að fara tapast.

Röfl yfir spánni fer fram í ummælum

Babu

85 Comments

  1. 12 Feb 2014 v Fulham (A)
    23 Feb 2014 v Swansea (H)
    1 Mar 2014 v Southampton (A)
    10 Mar 2014 v Sunderland (H)
    16 Mar 2014 v Man Utd (A)
    22 Mar 2014 v Cardiff (A)

    Þetta eru næstu sex leikir í deildinni, það er alveg ljóst að Liverpool er í dauðafæri til að nálgast fyrsta sæti deildarinnar með hagstæðum úrslitum úr þessum viðureignum.

    Takk fyrir flotta upphitun Babu.

  2. Einbeitum okkur eins og strákarnri að einum leik í einu og stefnan er sett á 4.sæti og allt annað væri bónus.

    þetta verður erfiður leikur og ræður fyrsta markið úrslitum leiksins. Sá Fulham spila í bikarnum um daginn og þeir voru skelfilegir og ekki nóg með það þá virkuðu þeir andlausir og duttu sangjart úr keppninni.
    En á móti Man utd þá náðu þeir að skora og liðið barðist eins og ljón. Þeir voru miklu veri í fótbolta en baráttan kom upp. Ég er á því ef Man utd hefðu komist yfir í byrjun leiks þá hefði þetta verið rúst hjá Man utd.
    Ekki gefa Fulham von og skorum vonandi í fyrrihálfleik og látum þá koma úr skotgröfunum og þurfa að sækja á okkur og þá erum við í góðum málum.

    YNWA – spái hörkuleik. Ef við skorum fyrst þá verður þetta 2-0 sigur en ef þeir komast yfir þá verður þetta 1-1 leikur.

  3. Fulham er allan tímann að fara að spila uppá jafntefli, þetta er ótrúlega leiðinlegt fótboltalið. Er sammála Sigueina #2, við verðum að setja 1 mark í hvelli og draga þessa fjóshauga framar á völlinn. Takist það – þá eru líkur á að við fáum að sjá gíraffa-atriði á Craven cottage.
    Annars er hætta á því að sagan frá Old Trafford endurtaki sig – hversu marga þannig leiki höfum við upplifað á undanförnum árum?

    Sökkva þessu andstyggilega leiðinlega liði á fyrsta korterinu – og leyfa einhverjum kjúllum að leika sér síðasta hálftímann.

  4. Ætla spá 1-3 erfiðum leik, en vona að við skorum snemma og tökum þetta stórt.

  5. Borðleggjandi sjö marka sigur og því er nánast hægt að bóka jafntebbbli í þessum leik, þess vegna spái ég 2-2.

  6. Við erum allan tímann að fara að lenda á rútu heimamanna við markteiginn. Við eigum auðvitað a.m.k. 2-3 dósahnífa sem eiga að geta unnið á þannig; Suárez, Coutinho, Gerrard (föst leikatriði, en svo sem ekki eingöngu).

    2-3 aukaspyrnur nálægt teignum gefa allt að því 50% líkur á marki með Suárez í liðinu. Þeir rauðklæddu hljóta að ná að vinna þetta, en það er mikið til í þessu hjá Sigueina #2. Fyrstu 15-20 mínúturnar verða crucial og einkum fyrsta markið.

  7. Sæl og blessuð og takk fyrir góðan útvarpsþátt.

    Ég nenni ekki að bölsýnast yfir þessum leik. Hið gamla Liverpool sem aldrei lærði neitt af mistökum sínum og lét örlögin spila með sig, væri víst til að renna á rassinn annað kvöld en ekki hið nýja lið. Til þess eru gæðin of mikið, hugarfarið of gott og þekkingin of mikil.

    Ætla að horfa á þennan leik eins og ég væri að fylgjast með skemmtilegri óperettu, Ævintýri í Krákukoti, þar sem höfundi mistekst algerlega að skapa spennuþrunga fléttu og endalokin eru skrifuð stórum stöfum á leiktjöldin áður en þau eru dregin frá. Eftir sem áður verða sólóin, dúettarnir, tríóin og hópatriðin hvert öðru skemmtilegra og maður sofnar með ljúfar melódíur í kollinum ánægður með að hafa ekki misst af dýrðinni.

    Lið sem vinnur Spurs 0-5, vinnur Fulham 0-7.

  8. Það er alveg skrifað í skýin að Fulham er að fara að ná góðum úrslitum í þessum leik.

    Þeir eru í neðsta sæti, í tómu rugli, og hafa ekki unnið síðan ég veit ekki hvað.

    Okkar menn spiluðu frábærlega í síðasta leik.

    Hafið þið ekki heyrt þessa sögu áður?

    En ef allt væri eðlilegt þá ætti þetta að enda a.m.k 0-4.

  9. Lorem Ipsum iaculis lacus egestas beiðni til þín donec Netu aliquam á suscipit nibh aliquam Eget mig Lacinia áhorfendur.

    Sitja urn lobortis accumsan Magna ESB Felis Sagitta FERMENTUM massa donec Litor Tortora aliquam ullamcorper hendrerit Quis.

    Egestas et augue Raccoon pellentesque Maecenas, beiðni Lacinia Tempus aliquam aliquet, conubia adipiscing dictum tork.

    Fusce feugiat frægð fyrst ENIM congue curabitur Orna Sapien curabitur, tímasetningu hatur ENIM öflugur nisl aenean lígula.

    Orna nisl Lectus laoreet Hac Hac fyrsta imperdiet Tempus dictum venenatis lobortis FERMENTUM.

    ….Semsagt 5-0 fyrir fulham.

  10. Neikvæði gaurinn mættur.

    Eins og venjulega, eftir stórkostlega frammistöðu þá dettum við niður í meðalmennskuna.

    Verðum betri aðilinn í leiðinlegu 1-1 jafntefli.

    Býst við símhringingu frá Suarez þar sem hann segir mér að troða sokk upp í mig

  11. Er á sömu skoðun núna eins og eftir leikinn á laugardaginn, þ.e. að þessi leikur verði langt í frá eitthvað auðveldur, og líklegustu úrslitin eru jafntefli, næst líklegustu úrslitin eru 1-0 fyrir Fulham.

    Nokkuð ljóst að það verður engin helvítis rúta fyrir framan mark Fulham, heldur langferðabíll. Ég skal þó taka öllum sokkum sem verður troðið upp í mig (í óeiginlegri merkingu að sjálfsögðu) fagnandi.

  12. skrifaði í skýin, 5 – 0 fyrir Fulham. Skrtel setur 2 sjálfsmörk og Mignolet fær 3 klaufamörk á sig.

  13. Mjög skemmtileg grein um Texeira
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/joao-carlos-teixeira-giving-liverpool-6696730?utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter

    Ljóst að félagið hefur tekið algjöra U beygju hvað akademíuna varðar og eins er líklega alveg ljóst að Steve Heighway var orðin algjör risaeðla sem yfirmaður þarna í 10-15 ár án þess að koma einum leikmanni upp í aðalliðið.

    Þetta er mögnuð tölfræði af tveimur ástæðum

    There is the feeling he is in good hands. If utilised by Rodgers in a competitive match day squad, Teixeira would become the 31st player born in 1990 or later to feature since the summer of 2012, with 25 still at the club.

    Annarsvegar að Liverpool hefur gefið 30 leikmönnum sem eru yngri en 23 ára séns og sumum þeirra mjög mikinn séns. 25 þeirra eru ennþá hjá félaginu komnir með smjörþefinn af aðalliðinu. Hvað gæti það reynst okkur dýrmætt ef 5+ ná að festa sig í sessi úr þessum hópi?

    Maður vonar nú að Sterling, Coutinho og Sturridge sé nokkuð langt frá því að hafa toppað og á yngriflokka leveli hafa leikmenn eins og Texeira, Suso og Ibe ekki verið skrifaðir neitt lægra en þessir þrír. Með Rodgers við stýrið ætla ég ekki að veðja gegn því að einhver af þessum strákum (o.fl.) nái að stíga skrefið upp og það fyrr en seinna.

    Þá eru t.d. Wisdom ótalinn sem er að standa sig mjög vel í Championship deildinni og hefur staðið sem vel nú þegar með aðalliði Liverpool.

  14. Líst vel á það að leiknum sé ekki frestað. Er ekki bara loksins kominn tími á að ná einum tæpum sigri og halda hreinu? Spáum góðum 0-1 sigri eftir erfiðan leik.

  15. Meiri bövuð neikvæðninn, spauguð eða ei. Búið að opna lestarkerfi London til þess að leikurinn fari fram! 0-4. Einfalt.

  16. Ég spáði Liverpool 1-3 tapi í síðasta leik og held mig við þá spá. Það er hundleiðinlegt að ferðast frá Liverpool til London og mun það sitja í mönnum. Markvörður Fulham mun eiga leik lífs sín og Dempsey helvískur skora þrennu. Spurs komast upp að hlið okkar og allt í upplausn.

  17. Ég spái 2-6 sigri, Suarez skuldar okkur nokkur mörk, slepti því að skora í síðustu 2 leikjum, ætli hann setji ekki fernu og Sturridge 2, Sterling með 3 assist.

  18. Ætti að vera nokkuð öruggur sigur miðað við gengi liðanna og að spilastíll okkar gæti varla verið ólíkari spilastíl manchester united sem leikmenn Fulham fögnuðu mjög um helgina.

    Annars skil ég ekki hversu lengi Riise karlinn þarf endalaust að fá skítkast frá okkur púllurum, það er nú ekki eins og hann sé versti bakvörður sem við höfum átt eða hann sé einhver skítakarakter. Það eru fimm og hálft ár síðan hann var seldur, hvað er hægt að hanga lengi á þessu gamla lúna roði?

  19. WBA – Chelsea 1-1

    Þetta er ekki flóknara en svo að við erum í dauðafæri að minnka forskot toppliðsins á okkur niður í fimm stig, af því gefnu að Arsenal vinni manutd (sem hlýtur að teljast nokkuð líklegt).

  20. Og þá er bara að minnka bilið á Chelsea. Anichebe er eini maðurinn 🙂

  21. jahérna, Chelsea var að gera jafntefli við WBA rétt áðan, 1 – 1. WBA voru mjög öflugir í seinni hálfleik og voru nær því að stela þessu í lokin.

  22. Jafntefli í stórleiknum á morgun og sigur hjá okkur þýðir að það eru aðeins 4 stig í efsta sætið. Chelsea og City eiga eftir að mæta á anfield og Arsenal er í one hell of a programmi.

  23. Ég er ekki frá því að maður styðji Manu á morgunn, í fyrsta sinn á ævinni.

  24. Frábært hlaðvarp og skýrsla, takk fyrir mig!

    Ef klúðrið hjá leiðinlegasta liði heimsins í kvöld virkar ekki sem vítamínsprauta á okkar menn annað kvöld þá heiti ég Geirfinnur og menn hafa verið að leita að mér í áratugi!

    Y.N.W.A!

  25. Hafa menn velt því fyrir sér að við verðum að ná þriðja sætinu amk til að koma í veg fyrir að hið ómögulega gerist. Sá möguleiki er fyrir hendi að mu vinni meistaradeildina. Þá taka þeir umspilsréttin af liðinu í 4 sæti er það ekki ? Hversu óþolandi væri það. .Liverpool gerði þetta.

    Rústum Fullham, við verðum að fara að hugsa eins og meistaraefni annars gerist ekkert.

    1:1 hahahhah

  26. Er þetta ekki svona leikur þar sem Suarez setur þrennu?

    Svo á hinn bóginn gæti þetta alveg verið leikur þar sem menn mæta hauslausir í eftir frábærann leik gegn Arsenal, að sjálfsögðu með Gerrard fremstann í flokki!

    Spái 0-2 sigri okkar manna. Suarez að sjálfsögðu með bæði.

  27. spáll nr. 31

    United vinni meistaradeildina??? Þú hlýtur bara að vera að grínast?!

    Fyrr taka svín upp á því að fljúga!

  28. Chelsea misstigur sig og Arsenal gæti auðveldlega tapað stigum á morgun. Hugsið ykkur nú ef okkar menn færu nú á eitt stykki run 🙂

  29. Jón #28.

    Búinn að panta 1-1 jafntefli á arsenal-mu á morgun. Það eru frábær úrslit fyrir okkur púllarana Ykkur er velkomið að leggja smá undir á Lengjunni 😉

  30. Nr. 21

    Nei það er rétt hann á ekki skilið skítkast hjá okkur blessaður og stóð sig vel hjá Liverpool þó ég hafi verið á vellinum þegar hann skoraði helvítis sjálfsmarkið í undanúrslitum CL.

    Hann hefur þó ekki beint verið að gera miklar rósir hjá Fulham í vetur.

  31. Takk firir flotta skírslu.

    Verð að seigja það að það liggur svo í loftinu, eins og reindar hefur komið hér fram að þetta endi í leiðindar jafntefli á morgun. Menn virðast bara ferðast illa, þrátt fyrir að eiga stórleiki rétt áður.

    En þrátt fyrir það þá ætla ég mér að vera nokk bjartsínn og seigja að við prófum einn 0-1 leik 🙂

    Y.N.W.A.

  32. Sælir félagar

    Mér er alveg sama um allar sögur. Þær segja að okkar menn muni skíta í buxurnar í þessum leik eftir frábæra frammistöðu gegn Arsenal. Ég trúi því ekki. Nú loksins eru þeir komnir í þann gír að djöflast í að vinna alla leiki hvað sem það kostar. Ég spái erfiðum leik sem þó vinnst sanngjarnt 1 – 3.

    það er nú þannig.

    YNWA

  33. Ég horfði á allan WBA – Chelsea leikinn. Fyllilega verðskuldað stig hjá WBA, Chelsea voru komnir alveg í skotgrafirnar lungann úr síðari hálfleik. Við getum endað fjórum stigum frá toppnum þegar þessi umferð er úti með heimaleiki eftir á móti tveimur af efstu liðunum. Jahérna hér. 🙂

    Ég þori samt varla að hugsa mikið upp á við í töflunni, þótt mig dauðlangi í 3. sætið. Við eigum auðvitað nánast engan buffer á 5. og 6. sætið.

    Maður er nánast farinn að vonast eftir Manchester United sigri annað kvöld (jafntefli væri flott)! Segir mikið um þetta sjúka tímabil! 🙂

  34. fuckit… er hættur að giska á jafntefli eða töp, þetta lið ætti ekki að hræðast neitt lið, við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni á góðum degi sem slæmum! áfram liverpool!

  35. Já og nú er glasið kjaftfullt, vinnum 0 – 2 á morgun, heyrir þú það Babú????

  36. Ég vona svo innilega að okkar menn hafi fengið nægjanlegt sjálfstraust frá síðustu helgi til þess að koma einbeittir í þennan leik. Ég held að almennt hljóti lið að vera farin að óttast liverpool m.v. hvað þeir hafa átt marga glæsta sigra á þessu tímabili. Þó svo að við poolarar erum drullusmeikir um að liv grýlan vakni á morgun og við töpum stigum á móti liði sem við ættum að sigra þá held ég að fulham menn séu ekki síður smeikir við að mæta liði sem hefur refsað öðrum liðum með grimmilegum hætti í vetur.

    Í mínum huga er bara 100% einbeiting og pressa það sem mun tryggja okkur sigur á morgun. fulham munu bakka og liggja aftarlega og beita skyndisóknum (sem sýndi sig á móti utd að geta verið stórhættulegar). Við munum þurfa að treysta á að okkar fremstu 6 leikmenn hafi orku og úthald til þess að pressa fulham hátt og vonast til þess að þeir geri mistök sem við getum nýtt okkur. Það gæti reynst liv dýrmætt að hafa náð að hvíla bæði sturridge og gerrard aðeins undir lok síðasta leik.

    Andskotinn hafi það, ef við ætlum að glopra þessu tímabili getum við þá please gert það að móti toppliðunum.

  37. Ekkert væl hérna Liverpool stuðuningsmenn ! ! ! ! Við tökum þetta Fulham lið í bakaríið, og vinnum þá 2-6 ! Við rúlluðum yfir arsenal síðustu helgi, það er lið sem er svona 10 sinnum betra en þetta Fulham lið. Mætum þarna fuller sjálfstraust og tökum þetta, og hættum að eiga lélega leiki inná milli þess að rústa góðum liðum.

    Steklenburger þarf að vera með 10 hendur til þess að eiga möguleika á að stöðva stórskotaárás Liverpool manna.

  38. Setjun Skrtel fram og miðum á höfuðleðrið á honum, ekkert annað í stöðinni en langþráða þrennan hans. Þar að auki getum við bara byrjað hápressuna snemma með hann þessum stað!

    0-3 Liverpool í vil!

  39. Að halda með Liverpool er æðislegt, en oftast eftir svona leiki eins og á laugardaginn þá sér þetta lið sér kleift að rífa mann niður á jörðina. Ég er skíthræddur við þennan leik, þetta fer annað hvort jafntefli eða liverpool vinnur þetta ósannfærandi.
    En djöfull vona ég eftir að okkar menn láti kné fylgja kviði og sýni man utd hversu auðvelt er að skora mörg mörk á þetta Fulham lið.

  40. Nr. 44

    Loud and clear, rétt þetta. Ekki sáttur við hversu litlar skammir þessu ömurlega spá mín fær.

  41. “…eða hann sé einhver skítakarakter…” Sorry mate, I beg to differ. Algjör skítakarakter inn að mergi og það veit ég af persónulegum kynnum. Einn af þessum sem reyna að lúkka vel í TV en gefur algjöran skít í allt utan myndavélanna.

    Annars er ég bara á algjörlega öfugum meiði við alla aðra, hundsvekktur yfir að leiknum hafi ekki verið frestað. Þýðir bara að ég missi aftur af leik. Er þetta eitthvað samsæri að hafa leikina akkúrat á þeim tíma sem ég er í miðju flugi? Missti af þessum Arsenal “marningi” og svo aftur af næsta leik. Man hreinleg ekki eftir því að hafa misst af tveimur leikjum í röð. Fari það bara í fúlann, hvað voru þessir starfsmenn í London að pæla að semja bara einn tveir og bingó?

    Einu áhyggjurnar sem ég hef fyrir leiknum er að Cling freaking Dempsey er með þeim. Hann er svona Tim Cahill copycat sá durgur. Engar áhyggjur af leiknum, þetta verður klárað, enda hafa okkar menn aldrei klikkað þegar er búið að senda mig í 30.000 fetin.

  42. Newcastle – Tottenham 1
    Arsenal – Man Utd X
    Fulham – Liverpool(1-0) 2

    Svona ef þú vilt græða smá pening fyrir helgina og styrkja íslenska getspá í leiðinni!

  43. Maður er orðinn óeðlilega áhugasamur um leiki united þessa dagana. Ég býst passlega við því að maður noti split screen á þann leik í kvöld. Það eru ekki öll tímabil stanslaus þórðargleði, af hverju ekki að njóta þess?

  44. Babú í upphitun:

    „Fulham er í næðsta sæti deildarinnar og í næstversta formi allra liða undanfarið. Einn sigur og eitt jafntefli í síðustu sex leikjum. (KAR það gera fjóra tapleiki).“

  45. “Kostas Mitroglou, dýrasti leikmaðurinn í sögu Fulham, mun ekki geta spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Liverpool í dag. ” Af fotbolti.net

    Eru fleiri að finna Ferguson lykt af þessu? Hve oft dúkkuðu stórslasaðir menn upp í byrjunarliði hjá kallinum.

  46. Ég spáði okkur tapi gegn Tottenham og var tekinn af lífi í ummælum. Svo kemur Babú og spáir okkur tapi gegn Fulham og menn taka bara undir með honum….. 🙂

    Ég er með bulletproof plan sem getur ekki klikkað. Komum bara boltanum á vængina og sendum fyrirgjafir allan leikinn. Ef það hefur ekki gengið upp eftir 60 tilraunir þá höldum við bara áfram.

    0-3 Suarez þrennu, allir sáttir!

    Annars er ég skíthræddur við þennan leik. Sagan segir okkur að LFC kemur til með að klúðra þessu, ef ekki vegna Arsenal leiksins þá vegna þess að Chelsea, Arsenal og/eða Man Utd eru að fara tapa stigum í þessari umferð.

  47. Chelsea eru búinir að tapa stigum í þessari umferð og það væri ekki leiðinlegt að sjá Arsenal og Manchester United gera jafntefli. (Get bara ekki óskað Manchester United sigurs)
    Það á bara ekki að vera hægt að tapa þessum leik og þá einfaldlega af því að við erum með mun betra lið en Manchester United.

    Tökum þetta 0-3

  48. Sagan má segja sitt en liðið í dag er bara allt annað en það var. Ekki fyrir svo löngu stilltum við þessu liði og það bara virkar ekki að skoða liðið í dag útfrá því hvað t.d. þetta lið gerði. Liðin sem hingað til hafa unnið deildina hafa nú ekkert farið þá leið að tapa aldrei stigum gegn minni liðum, tala nú ekki um liðin sem hafa endað í 4. sæti. Þó að LFC hafi tapað stigum af og til á tímabilinu eigum við ekkert að búast við því að tapa stigum gegn Fulham. Þetta er með lélegri liðum sem ég man eftir í EPL. Verður amk 5 marka sigur.

  49. Mikið verður vinnudagurinn miklu skemmtilegri þegar liðið á leik að kvöldi. Þetta létta kitl í maganum og spenningur fyrir því að koma heim í kvöld. Við verðum að komast í CL!

  50. Stórt kvöld framundan fyrir okkar menn. Við getum með sigri kvatt United í þessari keppni um fjórða sætið ef svo fer að þeir sigri ekki í kvöld. Þá er eftir Tottenham og Everton og hef ég meiri trú á að Everton veiti okkur harðari keppni.

    En það er alveg fáranlega skemmtilegt að vera enþá í umræðunni um titilbaráttu í 2-3 viku febrúar mánaðar, verandi fæddur árið 1988 þá hefur maður ekki upplifað það oft á sínum “liverpool ferli”. Vonandi halda okkar menn áfram að taka einn leik í einu og þá eru allar dyr opnar þegar Chelsea og Man.City koma í 6 stiga leikina á Anfield, það þarf enginn að segja mér að þeir labbi yfir okkur þar.

  51. spáll #31
    “Hafa menn velt því fyrir sér að við verðum að ná þriðja sætinu amk til að koma í veg fyrir að hið ómögulega gerist. Sá möguleiki er fyrir hendi að mu vinni meistaradeildina. Þá taka þeir umspilsréttin af liðinu í 4 sæti er það ekki ? Hversu óþolandi væri það. .Liverpool gerði þetta.”

    LFC forever #34
    “United vinni meistaradeildina??? Þú hlýtur bara að vera að grínast?!

    Fyrr taka svín upp á því að fljúga!”

    Nákvæmlega! Ég hef akkúrat engar áhyggjur af því að Man Utd séu að fara sigra CL. og hirða þar með CL sætið af því liði sem endar í 4. sæti.
    Ég hef hinsvegar meiri áhyggjur af því að ef LFC klárar tímabilið í 4. sætinu þá er liðið að fara í umspil og er væntanlega í 2nd seed pottinum sökum dapurs árangurs undanfarin ár í Evrópukeppnum.
    Það er því langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komist í CL þrátt fyrir að ná 4. sætinu því andstæðingurinn í umspilinu gæti verið mjög sterkt lið.

    1st seed liðin í ár þegar dregið var í umspilið voru:
    Basel
    Celtic
    Steaua Bucuresti
    Viktoria Plzen
    Dinamo Zagreb
    Arsenal
    Lyon
    AC Milan
    Schalke 04
    Zenit St. Petersburg

    Held ég sé að fara með rétt mál, endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur.

    Annars að leiknum í kvöld þá á þetta að vera skildusigur og ef að liðið mætir í þennan leik eins og það gerði á móti Arsenal þá þarf Stekelenburg á áfallahjálp að halda eftir að S,SAS verða búnir að skjóta þetta Fullham lið í kaf.

  52. Við erum að fara að vinna þessa deild, sigurinn á Arsenal var upphaf kraftaverks.

  53. Þetta tímabil er að verða ansi spennandi. Ekkert lið búið að stinga af. Öll liðin í toppbaráttunni tapa stigum gegn minni spámönnum. Hver veit…kannski er þetta “næsta tímabil” sem við höfum beðið svo lengi eftir.

    Ég ætla að leggja mitt á vogarskálarnar og hvet ég alla til að hafa snúa fótboltaguðinum á okkar band. Mín fórn verður eftirfarandi:

    “Ef Liverpool FC. landar Englandsmeistaratitlinum vorið 2014 mun ég, Snæþór Halldórsson, hlaupa heilmaraþon (42.195 metra) daginn eftir að Steven Gerrard lyftir bikarnum fagra í maí komandi.”

  54. Ísköld spá:

    Miðað við tímabilið hingað til gildir þetta að meðaltali:

    Á útivelli skorar Liverpool rúm tvö mörk í leik og fær tæp tvö mörk á sig.

    Á heimavelli skorar Fulham rúmt eitt mark í leik og fær rúm tvö á sig.

    Þar með er ljóst að Liverpool tekur með 2,1 marki gegn 1,5 mörkum Fulham.

  55. 61 Ísak Stefán.

    Erum við ekki að jinxa allt til helvítis með þessum pælingum okkar um UCL? 🙂

    Það er enn ansi langt í land og margt getur breyst á skömmum tíma.

    En þessar áhyggjur þínar varðandi forkeppnina eru svo sannarlega á rökum reistar. Svona leit þetta út fyrir dráttinn í 4. umferð forkeppni UCL (non-champions route) sl. sumar/haust:

    Seeded teams coef. Unseeded teams coef.
    ———————— — —————- ———————— — —————-
    Arsenal Eng 113.592 PSV Eindhoven Ned 64.945
    Olympique Lyon Fra 95.800 Metalist Kharkiv Ukr 62.451
    AC Milan Ita 93.829 Fenerbahçe *3 Tur 46.400
    Schalke 04 Ger 84.922 Real Sociedad Esp 17.605
    Zenit St. Petersburg Rus 70.766 Paços de Ferreira Por 12.833

    Liverpool eru með 58,464 þannig að þeir myndu að öllum líkindum lenda í “unseeded”

  56. Fagna þessu og legg mitt á vogarskálarnar:

    Ef LFC vinnur deildina mun ég, bjössi, synda 200 ferðir í sundlaug Seltjarnarness.. ( nenni þessu hlaupi ekki). Það gera 200 * 25 mtr = 5 km, með blandaðri aðferð. Að því loknu grípa eina glóðvolga petsu af Wilson, og slútta kvöldinu með ca. 15-20 bjórum + sterkt inn á milli.

  57. Nr. 61

    Það að United myndi vinna CL væri ekki kraftaverk neitt en vissulega ólíklegt. En þessi hópur getur unnið hvaða lið sem er og því ekki hægt að afskrifa þá fyrr en þeir hafa lokið keppni, stuðningsmenn Liverpool ættu allra liða best að vita þetta.

    Fjórða sætið gefur ekki sjálfkrafa þáttökurétt í meistaradeildinni, þetta vitum við mætavel og þetta er ekkert nýtt. Hinsvegar gefur þetta þeim ensku liðum sem ná 4. sæti dauðafæri á að komast í hana og við verðum að byrja einhversstaðar eftir undanfarin ár. 4. sætið yrði frábært þó að sætin fyrir ofan væru auðvitað betri (döh).

    Auðvitað yrði umspilsleikurinn aldrei auðveldur enda þetta keppni bestu liðanna í boltanum.

  58. Árið 2005 lentum við í 5 sæti deildarinnar með 58 stig. Bolton var líka með 58 stig en færri mörk skoruð. Chelsea vann deildina með 95 stig. Við unnum meistaradeildina þetta ár með því ma að slá út Chelsea. Everton var í 4 sætinu með 61 stig. Meistaradeildin er annað plattform þar sem allt getur gerst, það sáum við árið 2005 þegar Liverpool hefði getað verið 5-0 undir í hálfleik á móti Milan. Það ár var Lpool spáð úr leik í hvejum einasta legg í 16 liða úrslitunum en endaði uppi sem sigurvegari. Þetta gæti mu líka gert.

    Því segi ég, setja stefnuna á 1 sætið núna og ekkert múður.

    YNWA

  59. Varðandi CL að þá er bara einfaldast að setja stefnuna á þriðja sætið eða ofar og þá þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað aðrir gera.

    Einfalt ekki satt!!!

  60. Ég ætla að leggja líka á vogarskálarnar og horfa á Snæþór #63 og Bjössa #66 þegar þeir standa við stóru orðin.

  61. Vitið þið nokkuð hvar verður hægt að horfa à leikinn ì Rvk ì kvöld? Kannski fà börger og bjòr ì leiðinni?

  62. Gunnar

    Klúbburinn er alltaf á Spot og bugerinn þar er ljómandi góður.

    ATH: Reykjavík/Kópavogur/Garðabær/Hafnarfjörður þetta er eins og Hella og Hvolsvöllur, allt sama tóbakið og kemur með sömu rútinni (á Selfoss). 🙂

  63. Ég neita að trúa því að leikmenn mæti ekki 110% klárir í þennan leik og klárir í að brjóta niður varnarmúr Fulham. Við getum með sigri vonandi blandað okkur enn frekar í titilbaráttuna og haldið áfram að styrkja stöðu okkar í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

    Liðið hefur klikkað á þessum leikjum áður en ég bara neita að trúa að það gerist í kvöld. Það má ekki og mun ekki gerast!

    Eins og sást í síðasta leik Fulham þá eru þeir gífurlega þéttir og þeir munu vilja liggja aftur og halda jafnteflinu. Þeir eru að mæta liði sem er óútreiknalegra og með meira sjálfstraust en liðið sem þeir mættu í síðasta leik og hef ég trú á að Liverpool gæti reynst þeim erfiðari viðureignar en Man Utd var í síðasta leik.

    Þetta snýst allt um að ná að brjóta þennan múr sem fyrst. Ef við náum að skora á þá tiltölulega snemma þá þurfa þeir að færa sig framar til að fá eitthvað út úr leiknum og þá getum við refsað þeim þegar þeir reyna það og gert út um leikinn.

    Ég vil ekki sjá neitt annað en sigur í kvöld – það er bara ekkert annað í boði. Maður er farinn að setja þá kröfu á liðið að það nái sigrum í nær hvaða leikjum og á hvaða velli sem er í dag. Við mætum botnliðinu og eigum að ganga frá þeim. Engar afsakanir!

  64. Ég er eins og margir hér drullustressaður fyrir þennan leik í kvöld. Aðalástæða: Jú, við erum á útivelli. Það er himin og haf á milli þegar skoðaður er árangur okkar liðs á heimavelli og útivelli þetta tímabil.

    Við erum í 8. sæti í deildinni þegar skoðaður er árangur liða á útivelli! Newcastle er með betri árangur en við! Ok. ég geri mér grein fyrir því að við erum sennilega eina liðið af þessum 8 sem eru þegar búin að spila við öll topp 3 liðin á útivelli, en engu að síður þá tala þessar tölur sínu máli.

    Hin ástæðan fyrir því að ég er stressaður fyrir þennan leik er að við erum að fara að sjá allt öðruvísi leik en á móti Arsenal um daginn. Fulham mun þjappa á miðjunni og pakka í vörn. Þeir munu leyfa okkar að dúllast með boltann á okkar vallarhelmingi og bíða bara eftir að við færum okkur fram yfir miðjuna. Það verður mjög erfitt að brjóta þá og mikið þolinmæðisverk. Þeir munu ekki pressa okkur framarlega því þá munum við slátra þeim. Þeir vita alveg hvernig þeir eiga EKKI að spila á móti okkur. Ef við skorum hins vegar snemma í leiknum þá ætti þetta að verða auðvelt.

    Er samt nokkuð viss um að þetta verður drulluerfitt í kvöld.

  65. Thetta verdur allt i lagi i kvøld krakkar minir. Spai storkostlegu kvøldi i kvøld hvad vardar urslit annarra leikja einnig! 🙂

    Okkar menn munu mæta trylltir i thennan leik og vilja sko EKKI klikka a thvi ad saxa nidur forskot topplidanna.

    YNWA!!

  66. LFC Forever #75,

    Þrír lykilleikir eru ansi stórt frávik þegar úrtakið er ekki stærra en ca 12 leikir.

    En vá hvað við verðum að vinna í kvöld, Arsenal leikurinn + þessi umferð gæti orðið upphafsorrustan í möguðu stríði til loka tímabilsins. Smá tölfræðinördun um Rauða krossinn (Manchester United):

    Með tapi í kvöldi þyrftu nágrannar okkar 2.58 stig að meðaltali í leik (ppg) til að ná 72 stigum í deildinni, ígildi 98 stiga tímabils, en 2.83 ppg til að ljúka keppni með 75 stig, ígildi 107.6 stiga tímabils. Úr þessu finnst mér ólíklegt að 72 stig dugi í 4. sætið, til þess þurfa sennilega a.m.k. 3 lið að detta úr formi fyrir lok tímabilsins. Staða þeirra gagnvart 4. sæti er tölfræðilega mun verri en okkar staða gagnvart 1. sæti.

    Athugið þó að það er ögn vafasamt að framreikna 12 leikja syrpu í 38. Óheyrilegt form er ekki óþekkt upp undir hálft tímabil. Engu að síður er þetta farið að verða ansi áhugavert. 🙂

  67. Restin af tímabilinu= 10 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap
    Það gera 82 stig. Endurtekning frá 05/06 tímabilnu þar sem við lentum í 3.sæti.

    Heyrðuð það fyrst hér, ekkert jinx

  68. Eyjólfur #77

    veit ekki alveg hvort rétt sé að tala um 3 leikja frávik. Hin liðin eru allavega búin að spila 1 – 2 leiki á útivelli á móti topp 3 liðunum.

  69. Vonandi fáum við annað svona glott í kvöld, ég get horft endalaust á þetta

    [img]http://farm4.staticflickr.com/3674/12423015214_6e396d2c7a_o.gif[/img]

  70. goð upphitun.. tek undir spánna erum alltaf að fara tapa 2-1 eda gera 1-1 eda 2-2 jafntefli sem er sama og tap
    .

    ef hef svo slæma tilfinningu fyrir þennan leik en gratbið að eg hafi rangt fyrir mer og okkr menn taki 3 stig með ser heim 😉

  71. The Liverpool starting XI is: Mignolet, Flanagan, Cissokho, Toure, Skrtel, Gerrard, Henderson, Sterling, Coutinho, Suarez, Sturridge.

    Substitutes: Jones, Agger, Kelly, Allen, Moses, Teixeira, Aspas.

Kop.is Podcast #52

Óbreytt lið gegn Fulham