Kop.is Podcast #51

Hér er þáttur númer fimmtíu og eitt af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 51. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú, Maggi og Kristinn Geir.

Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Bournemouth, Everton og West Brom, fórum yfir endalok leikmannagluggans og spáðum í spilin fyrir tvo leiki gegn Arsenal.

37 Comments

 1. Ég er skíthræddur um að meiðsli og lítið breidd setji strik í reikninginn í þessari baráttu um 4. sætið. Langt frá því að vera klár í að afskrifa Utd enda einungis 7 stig á milli og þau eru fljót fara ef hlutirnir klikka hjá okkur.

  Tækifærið okkar er núna. Ég er raunsær maður og ég sé ekki hvernig við getum saxað á þessi lið án þess að hafa þessa keppni og sömu fjárhæðir. Ofan á það allt yrðu svo hrókeringar einsog t.d. brottför Luis Suarez og jafnvel fleiri.

 2. Sælir

  Ég hlustaði á þetta podcast eins og ég hef hlustað á hin 50 og nýt þeirra alltaf jafn mikið.

  Ég er ósammála nokkrum ykkar um ykkar sýn á 4. sætið og hversu mikilvægt það er. Fyrir mér er að enda í 4. sæti, eða ofar, algjörlegt lykilatriði fyrir tímabilið og sérstaklega á þessum tímapunkti. Það kom mér á óvart að Einari Erni fannst allt í lagi að enda ekki í 4. sætinu þetta tímabilið, eða að “geta þolað” að sjá Liverpool ekki í meistaradeildinni næsta á tímabili.

  Ég held að fólk verði að gera sér grein fyrir mikilvægi fyrir þessu fjórða sæti. Mikilvægi deildarsætisins sást kannski best í sjónvarpsviðtali við Steven Gerrard um jólin (á undan útileikjun við City og Chelsea). Hann var spurður í þessu viðtali hvort hann myndi taka 4. sæti núna ef honum yrði boðið það og hann svarði því játandi. Mér persónulega fannst það sérkennilegt svar, þar sem Liverpool var í efsta sæti deildarinnar á þessum tímapunkti. En nú virðist þetta mikil speki.

  Ég talaði um mikilvægi tímasetningarinnar áðan. Á þessum tímapunkti þá getum við slegið því föstu að Luis Suarez er þriðji besti leikmaður heims, við getum líka slegið því föstu að ef Liverpool kemst ekki í meistaradeildina þá verður þriðji besti leikmaður heims ekki leikmaður Liverpool á næsta tímabili. Hér kemur tímasetningin inn. Það verður dýrkeyptara að enda utan meistaradeildar núna en fyrir 2-4 árum þar sem við höfum Suarez (í þessu formi) í okkar herbúðum. Að missa hann væri að taka ótrúlega mörg skref aftur á bak að mínu mati.

  Vissulega myndum við fá yfir 100 milljónir punda fyrir Suarez. En hvernig fylliru skarð hans með yfir 100 milljónum og fyrir utan meistaradeildina? Höfum við ekki séð þetta áður? Hæ Tottenham. Staðreyndin er sú að við höfum ekkert við 100 milljónir punda að gera í leikmannakaup fyrir utan meistaradeild og án Suarez.

  En endum við í 4. sæti eða ofar erum við á grænni grein. Hvaða leikmaður í sumar myndi ekki vilja spila fyrir risaklúbbinn Liverpool, í meistardeild, með heitasta framherjapari á jörðinni og vera hvattir áfram af stærsta fanbase í heimi. Svarið er engin.

  Þetta er ástæðan fyrir mínu svekkelsi með janúargluggann. Aftur er tímasetningin lykillinn. Ég set mjög stórt spurningamerki við að geta ekki keypt neinn leikmann í þessum glugga. Það að fá leikmann inn, hvað svo sem hann heitir, hefði sýnt smá pung og baráttuvilja hjá FSG. Það hefði sýnt ekki bara stuðningsmönnum heldur leikmönnum liðsins líka að hér eru eigendur sem eru að fara inn í meistaradeildina með liðið á næsta tímabili. Hópurinn okkar er það þunnur að við megum nánast ekki við neinum meiðslum til að veikja ekki verulega byrjunarliðið okkar.

  Hér finnst mér FSG ekki vera að berja járnið á meðan það er heitt og það er hálf sorglegt. FSG munu ekki geta kennt neinum en sjálfum sér um ef við endum Suarez-lausir, 100 milljónum ríkari og án meistaradeildarbolta.

  Ég tel okkar besta 11 manna lið vera mjög sterkt. Ég tel okkar næsta 11 manna lið afleitt. Staðreyndin er sú að hópurinn er smár. Komumst við í meistaradeildina þurfum við að bæta við okkur þó nokkrum leikmönnum til að vera nálægt því að hafa hóp í það að spila í deild, báðum ensku bikurunum og svo meistaradeild. Þetta er spurning um að fá 5-7 leikmenn inn í sumar sem eru á pari eða betri en núverandi byrjunarliðsmenn. Þess vegna hefði mér fundist mjög eðlilegt að kaupa leikmann/menn í þessum janúarglugga til að dreifa leikmannakaupum á lengri tíma til að láta þessar breytingar ganga betur og hikstalausar fyrir sig. Fyrir náttulega utan það að gefa leikmönnum meiri tíma að aðlagast.

  Mín tvö.

 3. Nr. 3. Algerlega frábærir punktar og ég sammála hverju orði þarna.

  Þetta tímabil er alveg gríðarlega mikilvægt. Kaupi ekki fyrir fimmaura þessar vangaveltur um að BR sé eitthvað á undan með liðið og það væri bara bónus að ná 4. sætinu og bla, bla, bla…

  Ég fullyrði að pressan á LFC að ná 4. sætinu hefur ekki verið eins mikil í mörg ár…….og aðalástæðan??: Suarez!!

  Náum við ekki 4. sætinu þá mun klúbburinn taka stórt skref afturábak og gangi okkur vel með að keppa við stóru klúbbanna næsta sumar um stærstu bitanna á markaðnum og geta ekki boðið upp á UCL.

 4. Algjörlega sammála nr. 3, einnig held ég að það yrði skandall að ná ekki 4. sætinu með Suarez 30+ mörk og Sturridge 20+ mörk, ef ekki þetta tímabil þá hvenær

 5. Númer 3. Vel skrifað, hnitmiðað og right to the point. Með því betra sem ég hef lesið lengi hérna.

  Þetta sæti skiptir gríðarlegu máli uppá framtíðina. Þetta er í okkar höndum og ef við förum að fá þessa meiðslapésa inn í liðið á nýjan leik hef ég mikla trú á okkar mönnum.

 6. Er þá ekki hætta á að Suarez hætti að leggja sig fram til að komast til Real? Stefni bara á markamet, 5 sætið og brottför sem allir gúddera.

  Held þetta sé ekki alveg svona svart hvítt, er samt sammála um að líkurnar á að Suarez verið áfram séu meiri ef við náum 4 sæti.

  Annars gott podcast að venju. Hefði viljað stór kaup í janúar, 15-20m, þó ekki væri nema bara til að sá leikmaður væri til fyrir næsta tímabil. Líst ekki a kaupstefnu Liverpool, Brendan er hinsvegar maðurinn!!!

 7. Gaman að fá að taka þátt í þessu í gær og skemmtilegar umræður um okkar ástsæla klúbb.
  Fyrir utan að kalla Einar Babú Magga og finnast sæti í CL vera “gúrka” þegar ég átti við að það væri þvílík “rúsína í pylsuenda” (maður talar bara í gátum) þá held ég að þetta hafi verið fínt 🙂

  #3 og #6 svo sammála ykkur.
  Verðum að ná topp 4 og halda Suárez. Saman skiptir það miklu bæði peningalega og við að fáum nýja leikmenn inn ef við erum í CL og verðum raunverulegir “contenderar” á næsta ári í titilinn með því að fá inn öfluga leikmenn í ákveðnar stöður.

 8. Ég hef engar áhyggjur af því að Manchester United nái 4. sætinu af okkur, en ég er drullu hræddur við það, að þeir taki uppá því að vinna Meistaradeildina og nái þannig meistaradeildarsætinu af okkur.
  Það er eitthvað svo típískt.

 9. #tg

  Mæl þú manna heilastur! Góðir punktar. Vil einnig segja að við ættum að gefa allt í Arsenal leikinn um helgina eins og á móti Everton, þrjú stig þar takk fyrir. Leyfa svo Aspas, Alberto, Moses og helst eitthvað af unglingunum sem hafa fengið að prófa bekkinn síðustu vikur að spila bikarleikinn viku síðar á Emirates. Tek 4. sætið allan daginn fram yfir FA bikarinn!

 10. Þetta drasl sem united er orðið er ekki að fara að vinna meistaradeildina svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Enda ætti okkar markmið að klára okkar leiki og ná inn þessum stigum á meðan að menn eru heilir og áfjáðir í að komast í meistaradeildina.

  Svo þurfum við að detta inn á almennileg kaup á varnarmanni. Johnson orðin þungur og áhugalaus, enrique alltaf meiddur, Sakho hefur afleita boltameðferð, Kolo er kominn yfir sitt besta, Kelly virðist ekki ætla að stíga upp. Agger, Skrtel og Flanagan eru þeir einu sem virðast ætla að stíga upp og gera eitthvað. Coates og Illori virka ekki sem þeir varnarmenn sem við bjuggumst við af þeim. Cissokho, Þarf ekki að segja meira.

  Þurfum að endurnýja allverulega í vörninni og auka svo breiddina í liðinu. Eins og staðan er á hópnum núna þá höfum við ekkert að gera í CL. Eigum eftir að fljúga á rassgatið með svona þunnan hóp.

  Og hvað þá?

  Maður skilur ekki stefnu LFC í leikmannamálum. Sumarið vonbrigði svo ekki sé minnst á janúargluggann þar sem átti sko að bæta fyrir afleitan sumarglugga. Það vantar það sem sem Brendan hefur verið að hamra á, quality player sem flýgur beint inn í liðið og rífur hina með sér. Það er enginn að koma á meðan að þetta er allt rekið með hálfum huga.

  Mig hlakkar ekki einu sinni til sumargluggans þar sem ég er hættur að nenna að búast við einhverju “svakalegum kaupum”. Það er skemmtilegra að hlakka yfir óförum scums…

 11. Bara nokkrar pælingar.

  Mjög sammála nr3. Hann er að segja nákvæmlega það sem ég hef verið að hugsa.

  Mér er andskotans sama um einhverja helvítis auglýsingasamninga sem að Liverpool er að gera og alla peningana sem við eigum að vera að fá. Þeir eru klárlega ekki að fara í leikmannakaup og það færir mér enga ánægju að vita það að Dunkin doughnuts séu orðnir styrktaraðilar klúbbsins míns.

  Ef að það er ekki verið að styrkja liðið stöðugt, og þá á ég við að bæta við einum og einum leikmanni til að auka breidd eða setja meiri gæði heldur en voru fyrir í hópnum, að þá er liðið að fara aftur á bak.

  FSG misstu af gullnu tækifæri til að styrkja hópinn í þessari baráttu fyrir fjórða sætinu og ég er farinn að velta fyrir mér hvað þeir ætlast fyrir með þennan klúbb okkar. Liverpool er með eitt stærsta fanbase í heimi. Það var verið að gera einhvern risa sjónvarpssamning fyrir þetta tímabil og þeir eru alltaf að tilkynna um nýja og nýja styrktaraðila. HVAÐ VERÐUR EIGINLEGA UM ÞÁ PENINGA? Þeir eru allavega ekki settir í nýja leikmenn og það er andskotinn ekkert að gerast í leikvallarmálum. Eru þessir gæjar bara hreinlega að nota LFC sem mjólkurkú og ætla að kreista eins mikið úr henni og þeir geta? Ég held til dæmis að það að selja Suarez ekki í sumar hafi bara verið út að því að tilboðið sem þeir fengu í hann var ekki nógu hátt, ákvörðunin var ekki út frá fótbolta ástæðum. Ef við hefður fengið um 50 miljón punda tilboð að þá hefðu þeir samþykkt það.

  Svo verð ég að segja að það er óþolandi að eftir svona klúður glugga eins og við höfum ýtrekað verið að lenda í, að þá fara menn í einhvern Pollýönugír og fara að réttlæta þetta klúður einhvern vegin fyrir sér. Þetta var alger skita og það að fara að reyna að tala þetta eitthvað upp er bara kjaftæði.

 12. Nr 8. miðað við það sem ég hef séð af Suarez þá held ég að hann eigi ekki eftir að slaka á og sætta sig við 5. sætið og markakóngstitilinn, held hann hafi meira keppnis skap en það.

 13. Held að það yrði skelfilegt að lenda ekki 4. sætinu eins og langflestir eru sammála um. Ég er samt, af einhverjum furðulegum ástæðum, ekki alveg jafn hræddur um að við missum Suarez í sumar (ekki spyrja mig afhverju, köllum þetta gut feeling).

  Hins vegar að þá er ég nokkuð viss um að Man Utd vinni deildina með nokkrum yfirburðum á næsta tímabili… ég leyfi mér að láta spá mína fyrir næsta tímabil fylgja með…

  1. Man Utd
  2. Derby
  3. Nottingham
  4. Reading

 14. Menn hérna ansi margir mjög heitir eftir þennan janúar-glugga og ég er klárlega einn af þeim 🙂

  Það þýðir samt ekki að tapa sér í neikvæðninni. Við skulum heldur ekki gleyma því að okkar ástkæri klúbbur var á barmi gjaldþrots eftir ömurlega stjórnatíð G&H þegar Henry og félagar tóku við. Það er fullt af jákvæðum hlutum að gerast hjá okkur í dag. Við erum með frábært fótboltalið og það sem er ekki síður mikilvægt, frábæran þjálfara.

  Hitt er svo annað mál að eigendur hafa alls ekki spilað rétt úr spilunum síðustu tvo leikmannaglugga. Við virkilega ÞURFTUM á liðsstyrk að halda í janúar-glugganum. Þrátt fyrir frábært lið er hópurin okkar þunnskipaður. Nú er bara að krossleggja fingur og vona það besta að við fáum lykilmenn inn úr meiðslum á allra næstu dögum og við sleppum við meiðsli lykilmanna næstu 14 vikurnar.

  Burtséð frá pælingum með 4. sætið og Suarez. Hvað gerir BR eftir þetta tímabil ef hann nær ekki markmiðum sínum? Það er alveg deginum ljósara í mínum huga hverjum stuðningsmenn LFC munu skella skuldinni á ef þetta blessaða 4. sæti næst ekki. Ekki þjálfarann. Það vita allir að BR er búinn að ná ótrúlegum góðum árangri á skömmum tíma með þunnskipaðan hóp og þið getið alveg treyst því kæru púlarar að það eru líka aðrir en stuðngsmenn Liverpool sem hafa tekið eftir því. Ég er skíthræddur um að BR fái bara nóg og yfirgefi okkur í lok þessa tímabils nái hann ekki 4. sætinu. Hann bara sætti sig ekki lengur við þessa meðalmennsku og að ekki sé hlustað á og farið eftir því sem hann er að biðja um.

  Og það er akkúrat það sem klúbburinn þyrfti á að halda, nýr þjálfari fyrir næsta tímabil……eða ekki.

 15. Af hverju ættum við ekki að ná 4 sætinu spyr ég nú bara? Ég sé ekki í fljótu bragði hvað ætti að koma í veg fyrir það satt best að segja.

  Keppinautar LFC um téð sæti eru ManU, Tottenham, Everton og hugsanlega Newcastle (varla).

  LFC á minnst eftir 15 leiki en mest 17. LFC á að vísu útileik við ManU en að öðru leyti er leikjadagskráin sæmilega þægileg.
  ManU á minnst eftir 16 leiki en mest 23 leiki. ManU á eftir Arsenal, Everton og Newcastle á útivelli.
  Everton á minnst eftir 15 leiki en mest 17. Everton á eftir Arsenal og Chelsea úti og á þar að auki eftir að fá ManU og ManCity heim.
  Tottenham á minnst eftir 16 leiki en ég átta mig ekki alveg á hvað þeir gætu átt eftir mest. Líklega 23 eða 25 leiki. Tottenham á eftir að fara til Chelsea og Liverpool.

  Er ManU eitthvað líklegt til að hrökkva í svo rosalegan gír að liðið vinni upp 7 stig á okkur? Ef LFC er með þunnskipaðan leikmannahóp hvað má þá segja um Everton? Er Everton líklegra enn okkar menn til að halda dampi? Hvað þá Tottenham!

  Ég ætla mér bara að vera bjartsýnn og fullyrða að ekkert bendi neitt sérstaklega til að við eigum ekki a.m.k. jafna möguleika og keppinautar á 4 sætinu og líklega heldur meiri.

 16. Vissulega rétt að við eigum í minnsta lagi 15 leiki eftir. Leikirnir geta hinsvegar orðið fleiri en 17 talsins enda erum við einungis í 16 liða úrslitum. Liðið hefur alla burði til að fara alla leið og svo geta endurtekningaleikir átt sér stað – ekki ólíklegt t.d. gegn Arsenal.

 17. Gleymum því ekki að Liverpool er nú í fjórða sæti og deilir því ekki með neinum. Liverpool þarf því “aðeins” að halda því.
  Mér finnst stundum umræðan vera eins og við séum 10 stigum frá 4. sætinu.
  Jákvæðnin ein getur fleytt mönnum yfir nokkra skafla 🙂

 18. Ég sé að ég misreiknaði væntan mesta leikjafjölda en punkturinn er sá að hvorki leikjaálagið eða þeir andstæðingar sem við eigum eftir að spila við gefur tilefni til svartsýni nema að síður sé.

  Ég vel því að vera bjartsýnn þangað til annað kemur í ljós.

 19. Takk kærlega fyrir gott podcast eins og alltaf.

  TG er mikið með þetta og takk fyrir innleggið, ég er mjög sammála þér en mig langar að snúa peningnum í 2/4 hring og orða þetta svona:

  Næsti leikur er alltaf mikilvægasti leikurinn okkar. Við vorum hræddir við Everton en ekki við WBA. Ergó: Þú verður að koma þér af stað á fullum dampi á besta liðinu þínu og ná afgerandi forskoti.

  Það er ekkert ógnvænlegt í leikjaplaninu okkar, ef við klárum okkur á því af okkar bestu getu á fullum dampi getum við unnið öll liðin sem eiga eftir að koma.

  Já vissulega væri gott að hafa meiri breidd og meiri gamachangera í liðinu en akkúrat þannig hugsanir eru vondar, sérstaklega fyrir þá sem eru þarna og eru inn á. Já hópurinn er of lítill og þrátt fyrir mikin yfirballance í t.a.m. hafsentinum erum við með Kelly sem backup þarna núna !

  Mér finnst Brendan vera gera fína hluti, hann er með tiltölulega fá brainfart daga þar sem hann stillir liðinu kolvitlaust upp eða tekur vondar ákvarðanir en hann hefur ekki úr mjög miklu að moða, nema þegar allir eru heilir og það hefur ekki gerst lengi.

  Varðandi janúargluggan er ég bara sáttur með að enginn squad player var keyptur eins og ég sagði áður. Við eigum Alberto, Moses, Aspas og Kelly sem squad spilara og við þurfum ekki fleiri. Eina stóra nafnið sem hreyfði sig fór til Man Ure og veðri honum að því þar, við þurftum heldur ekki svona gaur to be honest.

  M.ö.o. það er í okkar höndum að klára prógramið og enda í 4 sæti. Það þarf að ganga vasklega til verks og klára alla leiki á fullum dampi.

 20. Það á enginn sætta sig við að missa af CL sæti í ár, fyrir mér er það ekki hugsun sigurvegara. Það er gríðarlega mikilvægt að enda í topp 4 því ef það heppnast ekki að þá getum við búist við því að eiga ekki möguleika á CL næstu árin. Ég trúi ekki öðru en að Suarez fari ef við náum þessu ekki í ár, þetta er leikmaður sem á að spila í CL.

  Annars er þetta flott podcast, Maggi fór hamförum og sagði allt sem mér hefur langað að segja. Takk fyrir podcastið.

 21. Takk fyrir flott podcast.

  Varðandi leikmannagluggann þá er mín skoðun á þessu sú að það er áhyggjuefni hversu oft í síðustu gluggum við höfum misst af leikmönnum. BR kom í viðtöl við lok gluggans og sagði gera ráð fyrir að við myndum kaupa einn sterkan leikmann áður en glugginn lokaðist. Þetta segir enginn framkvæmdastjóri nema hafa sterka vissu fyrir því að það sé að koma leikmaður inn. Þetta er klúður og ítrekað hefur þetta gerst og því segji ég að klúbburinn þurfi að endurskoða hvort hann sé sáttur með það vinnufyrirkomulag sem viðgengst í leikmannakaupum.

  Einnig er ég furðu lostinn yfir mörgum af þeim leikmannakaupum sem hafa verið gerð. Miklum fjármunum hefur verið varið í leikmenn sem hafa nkvl engu skilað til liðsins og sumir jafnframt ekki einu sinni spilað leik en það finnst mér vera frjálsleg meðferð á takmörkuðum fjármnunum sem klúbburinn hefur varið í leikmannakaup.

  Þrátt fyrir flottann árangur liðsins er ég stórlega efins um transfer policíu klúbbsins og vilja eigenda til þess að koma liðinu í fremstu röð…..hitt er svo annað mál að menn eru að gera hlutina með öðruvísi hætti en áður og það eitt og sér er jákvætt þar sem eldri aðferðafræði hefur ítrekað ekki skilað okkur meðal þeirra bestu.

  Höldum niðri í okkur andanum fram að vori 🙂

 22. Sælir drengir,
  Er einhver hér svo fróður að vita hvernig maður fer að því að redda sér miðum á Anfield, hef einungis farið í hópferðir til þessa þannig að ég er ekki með það á hreinu hvar skal leita.

  Með fyrirfram þökkum.

 23. Alltaf hægt að treysta því að fá nóg af góðri umfjöllun á Kop.is og ekki skemmir þegar menn henda í svona góð komment eins og #3. Liverpool verður alltaf í 1. sæti hvað þetta varðar.

  Er of snemmt að afskrifa Aspas?
  Ef þið hugsið út í það aðeins þá hefur Aspas í raun verið notaður næstum nákvæmlega eins hjá Liverpool eins og Sturridge var hjá Chelsea. Fær afar lítið að spila og þeir fáu leikir sem hann fær hefur hann almennt ekki fengið að spila í sinni bestu stöðu.
  Hann er á besta aldri og hann var búinn að sanna sig í einni af sterkustu deildunum annað en t.d. þeir sem var verið að reyna að kaupa núna í glugganum.
  Það hlítur allavega að vera hægt að nota hann eitthvað og þá í sinni bestu stöðu sem einn af tveimur strikerum. Hann er nú varla að fara að byrja neina leiki en væri ekki tilvalið að nota hann eitthvað af bekknum fyrir Sturridge sem er ansi meiðslagjarn?
  Ég neita að minnsta kosti að trúa því að hann sé verri kostur en Bendtner sem hefur komið af bekknum hjá Arsenal og hjálpað þeim að ná í dýrmæt stig.

 24. Takk fyrir frábært podcast drengir, enn og aftur. Ekki hafa áhyggjur að engine hlusti þó þið séuð “bara” þrír eftir 🙂

  Ég tek heilshugar undir með Magga með þennan leikmannaglugga og aðra á undan, að það virðist alltaf vera eins og þeir leikmenn sem Liverpool sé að spá í sé alltaf komið í fjölmiðla löngu áður en við erum búnir að ganga frá kaupum á þeim. Mér finnst þetta áhyggjuefni, sérstaklega þegar við erum með einhvern markaðsmann sem á að ganga frá þessum kaupum fyrir okkur og er með bókina “How to buy a football player- for dummies” með sér á fund með öllum umboðsmönnum.

  FSG er enn og aftur að skíta uppá bak með leikmannakaup í janúar glugganum, og Henry á bara eftir að breyta dagsetningunni og umorða aðeins bréfið sem hann sendi frá sér vegna klúðurs í janúar glugga her um árið, enn og aftur sama skitan.

  Ég er á því að við hefðum átt að kaupa tvo leikmenn , ca 30 mill punda, og það hefði getað fleytt okkur langt í því að koma með smá bil á liðin fyrir neðan okkur, hvað um það, hvenær læra FSG menn af klúðri fyrri ára ? ALDREI ?? Ég spyr bara…..

  Ég tek líka 100% undir með #3 tg, vel mælt.

  Nú er hinsvegar ekki annað hægt en að styðja við bakið á BR og liðinu okkar fyrir rosalegan heimaleik á sunnudaginn. Ég hef fulla trú á því að við náum einhverju út úr þeim leik, en vonandi fara okkar menn ekki að blammera einhverju grobbi í fjölmiðla fyrir leik eins og undanfarin ár, og svo kemur wenger í nýju úlpunni sinni og treður sokk í þá.

  VINNUM baráttuna á vellinum á sunnudaginn ! svo við getum verið glaðir eftir leik. Ég hlakka allavega mikið til og held að leikmenn taki sig saman í andlitinu eftir vonbrigðin á móti wba.

  ÁFRAM LIVERPOOL ! ! !

 25. Talað um að Tom Ince og Seydou Keita hafi hafnað okkur í janúar. Það er mikið áhyggjuefni ef svo er komið.

 26. Held að það hljóti allir að sjá það að mv. fréttaflutning, viðtöl við leikmenn og umboðsmenn að Liverpool Football Club var enn sem fyrr með drulluna upp á axlir á leikmannamarkaðnum í Janúar.

  Öllum stuðningsmönnum Liverpool að undanskildum pollýönnum á Íslandi er ljóst að mennirnir sem sinna leikmannaviðskiptamálum hjá klúbbnum eru ekki starfi sínu vaxnir.

 27. Tímabilið 2012/13 dugðu 73 stig til að ná 4.sætinu
  Tímabilið 2011/12 endaði liðið í 3.sæti með 70 stig.
  Tímabilið 2010/11 endaði liðið í 2.sæti með 71 stig.
  Tímabilið 2009/10 endaði liðið í 4.sæti með 70 stig.

  Eftir 24 leiki er Liverpool með 47 stig.

  Heimaleikirnir sem eftir eru: Arsenal, Swansea, Sunderland, Tottenham, City, Chelsea og Newcastle
  Útileikirnir eru: Fulham, Southampton, Manchester United, Cardiff, West Ham, Norwich og Crystal Palace.

  42 stig í pottinum, eigum erfiðustu liðin á ANFIELD. 28 stig af 42 skila okkur 75 stigum í lok tímabils sem ætti að duga fyrir 4.sætinu. Lykill að tapa ekki stigum á móti Manchester United og Spurs.
  Held að flestir af okkur sætti sig alls ekki við það að LFC lendi neðar en 4.sæti og þessu leikjaplani eigum við að koma sæmilega vel út úr ef lykilmenn haldast heilir.

  Fer að grenja ef við náum ekki inn í Champions League takk fyrir og bless.
  http://www.youtube.com/watch?v=uhdC1r4SBsI

 28. Ok, ég var einn af þeim sem vonaðist eftir að fá einhvern sterkan leikmann í janúarglugganum til að styrkja liðið á lokametrunum. Svo varð ekki og verð ég að viðurkenn að ég var nokkuð svekktur með þá niðurstöðu. Þýðir að sjálfsögðu ekkert annað en að treysta á liðið að það klári þetta. Gleymum því ekki að þessi hópur er búinn að skila liðinu þangað sem það er komið í dag.

  Hins vegar held ég að við verðum að anda aðeins með nefinu þegar sagt er að FSG sé ekki tilbúið að eyða neinum fjárhæðum í einn leikmann heldur vilji bara einhver nobody sem eiga hugsanlega eftir að slá í gegn. EF síðan slíkur leikmaður er keyptur fara menn að blóta FSG eða BR fyrir. Gleymum því ekki að það eru njósnarar sem skoða þessa leikmenn, mæla með og þess háttar. Ef leikmaður er ekki nægilega góður að þá verður að setja spurningamerki við þá njósnara sem skoðuðu leikmanninn.

  Hvað varðar eyðslu á í einn og einn leikmann má gera ráð fyrir að FSG séu frekar brendir en þeir sýndu það að þeir eru tilbúnir að eyða upphæðum í einn leikmann sbr. Downing fyrir um 20 millj, Hendo 20 millj, Suarez um 25 millj og svo að sjálfsögðu Carroll fyrir 35 millj. Nú í sumar bættist svo Sakho við þennan hóp. Síðan hafa verið settar undir 10 í aðra leikmenn að Allen undanskyldum. Þeir eyddu í leikmenn og töpuðu feitt. Suarez og Hendo eru þeir einu sem hafa smollið inn en það tók líka tíma. Við bíðum enn eftir Sakho og jafnvel Allen.

  Nú kvörtuðu menn mikið yfir að þeir væru að hugsa um að kaupa einhvern leikmann sem hefði enga reynslu í sterkri deild (Konoplyanka) en aftur er hægt að minnast á Downing, Carroll sem höfðu allavega einhverja reynslu.

  Í þessum dæmum hér að ofan var peningunum kastað og bara borgað sem var sett upp. Menn lærðu af mistökunum og ætla greinilega ekki að gera það aftur, negla verðið niður og í sumum tilvikum sætta sig við að samningar náist ekki. Hinsvegar er það mjög skiljanlegt að menn verði órólegir þegar 1-3 millj. skilja á milli í samningsgerð og menn klári bara ekki dílinn.

  Svona aðalpunkturinn í þessu er að FSG hafa sýnt að þeir séu tilbúnir að eyða í leikmenn. Þeir hafa bara ekki eytt þeim í réttu leikmennina (Suarez og Hendo undantekningar) og því slík gagnrýni ekki að öllu leyti réttmæt. Hinsvegar, eins og ég sagði fyrst, að þá hefði liðið haft gott af einum til tveimur mjög sterkum leikmönnum til að negla fjórða sætið. En úr því sem komið er verðum við að treysta á að hópurinn sem þó er kominn svona langt klári dæmið og endi í 3. sæti (bara svo spáin mín rætist að lokum 😉 )

 29. Þegar fólk er að tala um FSF hafa verið brenntir varðandi kaupin á Carroll&Suarez tvieykinu á sirka £58 milljónir þá verður taka tillit að sala Torres á £50 milljónir þýðir að FSG eyddi £8 milljónir fyrir þá. Með sölu Carroll þá dæmið komið í plús. FSG tapaði ekkert á þessum kaupum auk þess er verðmiðinn á Suarez kominn i £75 milljónir. Svo heildina litið þá var þetta ekki svo slæmt er það ekki.

 30. #36
  Já þarna er einmitt vandamálið. Fólk er of fast í því að Torres hafi verið seldur fyrir 50 millj. og kaupin á Suarez og Carroll eigi þá bara að ,,núllast út”. Umræðan hefur bara ekki beint snúist um það heldur að FSG vilji ekki eyða of miklu í einn leikmann. Staðreyndin er hins vegar sú að í þessu dæmi og svo öðrum sem nefnd voru sýnir það sig bara að þeir hafa verið tilbúnir að eyða fjárhæðum í leikmenn, hvort sem fjárhæðin hafi komið með sölu á öðrum leikmönnum eða ekki. Hins vegar hefur valið á leikmönnunum sem keyptir hafa verið fyrir þessar háu fjárhæðir oft á tíðum verið stór furðulegar (eftir á að hyggja í það minnsta)

Auglýsing: Útsala hjá Jóa Útherja & ReAct!

Gúrkan – opinn þráður