West Brom á morgun!

togetherness

Horfið á myndina hér fyrir ofan. Skoðið hana vel. Jú, gærdagurinn var vonbrigði og janúarglugginn í heild var stór vonbrigði. Hvernig sem við lítum á málið var það algjört áfall að reyna við tvo leikmenn og ná í hvorugan þeirra í þessum glugga. Ekki endilega af því að liðið sé að leika illa heldur af því að þetta er að gerast í þremur af síðustu fjórum gluggum núna og það er orðið mikið áhyggjuefni. Liðið okkar á við meiðsli að stríða og sárvantar breidd en fyrst og fremst er það slæmt að Liverpool FC skuli aftur og aftur mistakast að kaupa þá leikmenn sem allir sjá og vita að þeir eru að reyna að kaupa.

En það var í gær. Í dag er fyrsti febrúar. Nýr dagur, nýr mánuður og nýr leikur fram undan. Á myndinni hér að ofan sjáið þið leikmenn sem hafa skilað okkur í toppsætið um jólin og topp fjóra í allan vetur. Þar eru þeir enn, leikmenn eru að skríða inn úr meiðslum og eftir að hafa gjörsamlega valtað yfir bláklæddu nágrannana síðasta þriðjudag getið þið bókað að þetta lið okkar er hvergi nærri hætt að berjast fyrir sínu takmarki.

Á morgun heimsækja okkar menn West Bromwich Albion í 24. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Tottenham, Everton og Man Utd eiga öll leiki í dag í þessari fjögurra liða baráttu um Meistaradeildarsæti þannig að pressan gæti verið orðin þung á okkar mönnum þegar kemur að þessum leik á morgun, og er hún þó næg fyrir. Á þessum velli töpuðum við 3-0 í fyrsta leik Brendan Rodgers með Liverpool á síðustu leiktíð, en það er alveg eitt og hálft ár síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá; okkar menn hafa tekið stórstígum framförum og eru nær óþekkjanlegt lið frá því sem lék þann leik í ágúst 2012 á meðan West Brom hafa gengið í gegnum stjóraskipti og misst flugið á þessu leiktímabili frá þeim hæðum sem þeir náðu í fyrra.

rodgers-trainingHeimamenn koma inn í þennan leik í 15. sæti deildarinnar með 22 stig. Í janúar unnu þeir 1 leik, gerðu 1 jafntefli og töpuðu 3 leikjum. Sigur þeirra kom í deildinni á nýársdag gegn Newcastle og hafa þeir því ekki unnið leik í mánuð í dag. Í 11 heimaleikjum í vetur hafa þeir unnið 3, gert 4 jafntefli og tapað 4 og er markatalan 13-13 þannig að það er ekki hægt að segja að við séum á leið inn í einhverja ljónagryfju. Hér á vel að vera hægt að sækja sigur, að því gefnu að okkar menn eigi góðan leik.

Okkar menn eru í öllu betra formi. Á útivöllum í vetur höfum við spilað 11 leiki og unnið 4 þeirra, gert 3 jafntefli en tapað 4. Þrír af þessum tapleikjum eru hins vegar gegn City, Arsenal og Chelsea sem eru topplið deildarinnar og það skekkir því kannski aðeins okkar frammistöðu á útivelli. Síðast þegar við lékum útileik skoruðum við 5 mörk gegn Stoke og við höfum skorað 12 mörk í síðustu 4 útileikjum í deild sem verður að teljast magnaður árangur. Þá hefur Liverpool skorað mark eða mörk í hverjum einasta leik síðan 2. nóvember síðastliðinn, þannig að við getum verið nokkuð bjartsýn á að það haldi áfram á morgun.

Hvað byrjunarliðið varðar stórefa ég að Brendan Rodgers geri einhverjar breytingar, enda engin þörf þar á. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir helgi að Joe Allen væri orðinn leikfær á ný og kemur kauði væntanlega inn í leikmannahópinn en ég sé nákvæmlega enga ástæðu til að breyta byrjunarliðinu sem kafsigldi Everton fyrir fimm dögum.

Ég spái því óbreyttu liði og einni breytingu á bekk:

Mignolet
Flanagan – Skrtel – Touré – Cissokho
Henderson – Gerrard – Coutinho
Sterling – Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Kelly, Allen, Ibe/Smith, Moses, Alberto, Aspas.

Sem sagt, annar af unglingunum Brad Smith eða Jordon Ibe víkur fyrir Allen sem sest á bekk. Það eykur breiddina og valkosti Rodgers talsvert í þessum leik en byrjunarliðið okkar er á miklu flugi og á að geta klárað þennan leik á venjulegum degi.

Mín spá: Vonbrigði janúargluggans voru mikil en þau hafa ekki bein áhrif á liðið í þessum leik. Okkar menn unnu 5 og gerðu 1 jafntefli í 6 leikjum í janúar og ég sé enga ástæðu til annars en að það gengi haldi áfram. Sturridge og Suarez eru sjóðheitir og ég spái því að þeir sigli þessum sigri í höfn fyrir okkur. Við vinnum þetta 3-1 og SAS skora báðir.

Áfram Liverpool!

72 Comments

 1. Held að það sé engin ástæða til að vinna ekki þetta WBA lið. Held að þetta fari 1-4 og SAS skipti þessu bara bróðurlega á milli sín.

  Það er ekki langt síðan að maður var stressaður fyrir svona leik sem kom strax á eftir leik við stærri klúbbana eða litla liðið í Liverpool en nú er eins og menn séu farnir að átta sig á því að það eru 3 stig í boði fyrir alla leiki.

 2. Mikil vonbrigði á að ná ekki meiri breidd í þessum glugga. Við erum þó á flottri leið og mikið af flottum ungum strákum sem eiga eftir að fá að sýna sig á næstu tveimur leiktíðum. Ég er á því að þessi Konoplyanka hefði styrkt liðið, en fyrst hann kom ekki þá má hann frosna í heimalandi sínu. Hann var ekki meira virði en það sem talað var um að við hefðum verið að bjóða í hann.

  Nú er bara að hirða næstu 3 stig sem í boði eru, Rodgers er að sýna kænsku og flottan leik, drulluflottur þegar hann púllaði Sturrige út af, þurfum gamla skólann inn í þetta með. Við skorum alltaf tvö mörk á morgun. Þurfum bara að halda hreinu áfram og klifra ofar upp töfluna. Eitt að lokum, við erum að fara hirða helv.. dolluna þetta tímabilið ! Ég er alveg 100% viss 🙂

 3. Frábær pistill.
  Erum alltaf að fara að taka þennan leik og nokkuð örugglega 1-4.
  Sá þetta á Fótbolti.net áðan

  “Liverpool virkjaði samningsákvæði sem neyddi Dnipro Dnipropetrovsk til að samþykkja tilboð í hinn 24 ára Yevhen Konoplyanka. Meðlimir sjúkrateymis félagsins flugu til Úkraínu og þegar leikmaðurinn hafði staðist læknisskoðun neitaði forseti Dnipro, Ihor Kolomoyskyi, að skrifa undir pappírana til þess að kaupin myndu ekki ganga upp. (The Guardian) ,,

  Er þetta ekki svipuð staða og var þegar Arsenal bauð í Suarez í sumar 40 mills+ 1£
  What goes around comes around, spyr sá sem ekki veit?

 4. :3 af tessum tapleikjum eru hinsvegar gegn city, arsenal og chelsea, og tad skekkir tvi kannski adeins okkar frammistodu a utivelli: NEI, stadan er akkurat eins og hun er, 4 utileikir tapadir.

 5. Það er ferlegt fyrir Brendan Rodgers að þurfa að starfa með þessum trúði Ian Ayre og vinnuaðferðum hans og FSG. Þetta er þriðji glugginn þar sem hann er skilinn eftir með ekkert nema #$%#% í höndunum, niðurlægður eftir samskipti sín við fjölmiðla þar sem hann virðist ávallt trúa því að hann sé bakkaður upp eins og hjá sambærilegum klúbbum.

  Það er langt síðan slíkt dauðafæri gafst á topp 4 og ef Manchester United skríður upp fyrir Liverpool á lokametrunum skrifast það á þunnan hóp vegna algers getuleysis þessa mótórhjólatöffara og jafnframt eigenda. Það er búið að vanta þennan leikmann á vinstri kantinn í allt season og átti að vera löngu búið að ganga frá þessum, en að láta dílinn falla á tíma með Ayre í Úkraínu er náttúrulega algerlega í anda þess sem við var að búast.

  Fyndna er, að engum kemur þessi atburðarás á óvart. Bjóst allan tímann við þessu allaveganna.

  En við tökum WBA létt. 0-3 SaS setja öll þrjú og Ayre tilkynnir samning sem hann náði að gera við Úkraínska tyggjóframleiðandan Candy Czar

 6. Já…… kíkið aftur á myndina hér að ofan og nemið staðar við Stevie G! Ef menn fyllast ekki bjartsýni, eldmóði og berja sér á brjóst yfir þessu mómenti hjá fyrirliðanum okkar varðandi framhaldð þá er eitthvað að!!

 7. Utd hefur tapað veit ekki hvað mörgum leikjum á heimavelli, skekkir þessvegna svoldið þeirra frammistöðu. C’on, tap er tap, sama hvað liðið heitir.

 8. Ef þeir spila á hálfri getu meðað við seinasta leik þá vinnum við samt !

 9. Það þarf greinilega að bæta vinnubrögð við kaup á mannskap. Það er enginn vinnubrögð að bregðast við þegar örfáir dagar eru eftir á glugganum. Mín skoðun er að Ian Ayre eiga að hætta greinilega ekki starfi sínu vaxinn. Hann hefur skitið rækilega á sig.

 10. Já það er gott að fá strax leik eftir þetta fíaskó. Hið jákvæða er að nú ber Rodgers baráttuanda í brjóst og segir hópnum að hann treysti þeim fullkomlega til að ná því sem ætlast er til. En eins og menn hafa sagt, ef þetta klúðrast þá verður auðvelt að benda á orsökina fyrir því. Ég óttast svolítið að liðið hafi verið að overperforma, amk. nokkrir af leikmönnunum. Og það yrði út af fyrir sig ótrúlegt ef Suarez og Sturridge halda þessu tempói áfram út tímabilið.

  En að leiknum á morgun, þá skal enginn efast um að þetta verður mígandi erfiður leikur. Þótt WBA hafi ekki gengið vel þá sjá þeir augljósa veikleika Liverpool liðsins og ef þeir ná að halda sig nógu aftarlega á vellinum þá er alls ekkert víst að við munum ná að komast í gegnum þá. Og þeir geta hæglega beitt skyndisóknum á okkur. Plúsinn er sá að WBA hefur ekki hugmynd um hvaða liði þeir eru að fara að mæta. Hvort það verði possession fótbolti, skyndisóknabolti, 442, 4231 eða hvað og það er ótvíræður kostur fyrir okkar menn. Við getum amk. verið þokkalega bjartsýnir og eins og HaukurJ segir hér að ofan, hversu encouraging er þessi mynd hérna að ofan. Held að Rodgers ætti að hengja hana upp í klefanum fyrir leik!

  2-1 fyrir okkur, nú verður það Henderson sem skorar ásamt Sturridge. En ég ítreka, þetta verður erfiður andskoti að klára.

 11. Það er alltaf sama vælið í ykkur, þú telur upp 5 leikmenn sem við missum af útaf hverju? Er það vegna þess að þér langar svo mikið í Dempsey og Gylfa i liðið. Eða af því að þú getur ekki gert þér grein fyrir afhverju Mkhitaryan tók akvörðun um að fara til Dortmund, eða er það Costa sem er ennþá hjá A.Madrid eftir að flest allir stórklúbbar evropu séu búnir að reyna lokka hann til sín. Eða ertu kannski vælandi yfir því að Liverpool hafi ekki fengið sitthvoran leikmanninn sem þú hafðir ekki séð spila fyrir utan einhverja 3 leiki fyrir mánuði síðan.

  WBA er á morgun ekki einhver helvítis gluggi. Annars er þetta eini leikurinn i þessum mánuðnum sem maður getur haft einhverjar áhyggjur af en miðað við hvernig Stevie er að taka við sér sem holding man þá ætti við að komast í gegnum þetta slysalaust.

 12. Var svo sem ekkert sérstaklega spenntur fyrir Kono en þarna skein svo greinilega hvað stjórnun er svo léleg í sambandi við mannakaup. Ef Liverpool missir af eftu 4 sætin þá er ekkert hægt að kenna um hvað illa tókst til við að styrkja hópinn. En vonandi tekst þetta að ná 4 sætinu og ég get brosað að nýju.

 13. Sælir félagar

  “Aldrei verður of góð vísa kveðin” eins og kallinn sagði. Því vil ég enn og aftur minna á þá staðreynd að minn pirringur og margra annara er ekki vegna þess að við missum af tveimur sóknarmönnum í janúar. Heldur vegna algers getuleysis þeirra sem um véla til að klára þau kaup sem klúbburinn rær að “öllum árum”. Einnig og ef til vill ekki síður það að hópurinn er þunnskipaður og þarf á meiri þykkt að halda aðallega í bakvarðastöðum og svo vantar vernartengilið.

  Hvað leikinn varðar þá hefur sá hópur sem til staðar er alla getu til að klára þennan leik á morgun. Þar af leiðir spái ég minni klassísku deildarspá sem er 1 – 3.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 14. Borini búinn að skora fyrir Sunderland á móti Newcastle. Ég held að við eigum eitthvað inni hjá þeim strák.

 15. Spái frekar þægilegum sigri, samt sem áður hræddur að vera fámannaðir á miðjunni. Erfitt að dæma það hvort þessi uppstilling virkar þrátt fyrir frábæran leik gegn Everton, enda leggja menn alltaf sig 110% framm í þeim leik.

  Vona svo sannarlega að leikmennirnir sanna að þeir geta spilað á sama tempói alla leiki.

  Spái 2-0 sigri!

  Borini annars með frábæran leik gegn Newcastle, mark og assist!

 16. Enn á ný erum við að reyna horfa á björtu hliðarnar daginn eftir að leikmannaglugganum lokar eftir eintóm vonbrigði allt of oft. Fimm af síðustu sex leikmannagluggum Liverpool er auðveldlega hægt að flokka sem vonbrigði, lesist alls ekki eins góða og þeir hefðu getað verið. Tveir af þessum gluggum enduðu án viðskipta þó liðið væri í bæði skiptin á tæpasta vaði hvað hópinn varðar.

  Nú er bara að leggjast á bæn að þrællangur meiðslalisti okkar fari ekki af eins miklum þunga á okkar sóknarþenkjandi leikmenn eins og vörnin hefur lent í undanfarið. Guð hjálpi okkur ef við lendum í meiri skakkaföllum þar. Á þessu tímabili hafa nánast allir okkar leikmenn lent í meiðslum (eða banni) á einhverju stigi nema kannski Mignolet, eini leikmaðurinn sem keyptur var í sumar og hefur náð að nýtast byrjunarliðinu, ennþá ekki búið að úrskurða hvort hann styrkti það.

  Það er nefninlega eðlilegt að stóru liðin sigli framúr á þessum árstíma meðan þau litlu hellast úr lestinni þegar langt tímabilið fer að bíta. Ég vona að hópurinn okkar sé nógu stór, ef þið skoðið bekkinn hjá okkur í flestum leikjum þessa tímabils þá er ljóst að hópurinn getur varla talist nógu stór.

  Það hjálpar mikið að vera ekki í evrópukeppni enda enganvegin með hóp í það en við erum bara með það lítinn hóp að lítið leikjaálag jafnast nokkurnvegin út við hópa liðanna sem við erum að keppa við.

  Það er svo margt mjög jákvætt við liðið okkar og spilamennskan á þessu tímabili hefur á köflum verið með því betra sem við eigum að þekkja. Sérstaklega þá hvað liðið skapar mörg færi. Það má samt alls ekkert slaka á enda sjáum við bestu liðin jafnan halda áfram að bæta hópinn hjá sér, vonandi erum við ekki að taka of mikinn séns. Það verða ekki eins margir að horfa á björtu hliðarnar ef við náum ekki takmarkinu í ár, það er ljóst. Eins er liðið að tapa allt of mörgum stigum m.v. hversu mikið því hefur verið hrósað og bilið í Spurs og United er 1-2 leikjum frá því að verða að engu.

  Eitt að lokum til að klára leikmannagluggann, það segir nákvæmlega ekkert þó einstaka sófaspakingur hafi ekki séð þá leikmenn sem við erum að reyna að ná í spila. Flestir eru bara að horfa á Liverpool og hafa bara alls ekkert nægjanlega þekkingu á markaðnum í heild til að gagnrýna þá sem eru að svekkja sig á að missa enn á ný af okkar helsta skotmarki. Ástæðan fyrir því að lið eru með njósnaranet um allann heim, sérstaka leikmannakaupanefnd og hvaðeina er til að sigta út leikmenn sem styrkja okkar lið.

  Það er ævintýralega pirrandi þegar umræddir leikmenn hafa verið sigtaðir út og þeim tekst nánast aldrei að landa þeim. Hvað höfðu margir heyrt um Alonso, Hyypia, Suarez o.s.frv. áður en þeir komu til Liverpool. Það segir nákvæmlega ekkert þó einstaka sófaspekingur hafi ekki sé leikmennina spila. Það er búið að leita í marga mánuði að umræddu skotmarki og á einhverju leiti þarf að treysta þeim sem taka þessar ákvarðanir fyrir því að þeir viti hvað þeir eru að gera, betur en við.

  Konoplyanka er reyndar alls ekkert leikmaður sem var algjörlega óþekktur í knattspyrnuheiminum áður en Liverpool fór að sýna honum áhuga en það er annað mál og pirringurinn snýst ekki um það.

  Það skal enginn segja mér að Rodgers sé sáttur núna þegar þessum glugga er lokað þó annað hafi komið fram í klaufalegu bréfi inn á opinberu síðuna um leið og glugganum lokaði.

  Hvað WBA varðar þá er líklegt að Rodgers haldi sig við sama lið og rúllaði yfir Everton. Það er ekki í boði að misstíga sig í þessum leik og eins og KAR segir er líklegt að pressan verði orðin töluverð eftir daginn í dag enda liðin fyrir neðan okkur að anda í hálsmálið á okkur.

  Treysti á að Suarez klári þetta fyrir okkur og segi 1-2 sigur í mjög erfiðum leik.

  Síðast þegar þessi lið mættust á þessum velli í fyrstu umferð síðasta tímabils er eitt af þessum skiptum sem mér leið eins og ég hefði verið laminn, tap á morgun væru ekki mikið minni vonbrigði.

 17. Kalla Borini og Suso til baka úr lánum. Er það ekki hægt? Ef það var hægt í janúar þá skil ég ekki af hverju það var ekki gert.

  Vill sjá Kelly taka stöðu Cissokho í liðinu en Flanno í vinstri bak.

  Annars ætti liðið að vera óbreytt. Sturridge var flottur á móti Everton að koma inná miðju og taka boltann niður og koma honum í spil. Pressa W.B.A. framarlega og þá koma mörkin.

 18. Ég vorkenni þeim ekki neitt……… en Arsenal var að missa lánsmanninn Kim Kallstrom í meiðsli, þeir segja nokkra mánuði. Meiddist á fyrstu æfingu. Hann ásamt Ramsey, Wilshere, Walcott og Flamini í banni ekki á móti okkur í febrúar. Er þetta ekki byr í okkar segl og skjóta þá í kaf í báðum leikjum???

 19. Shane Loooooong… áfram Hull!

  Svo lengi sem Tottenham, Manchester United og Everton halda áfram að misstíga sig þá eigum við alltaf góða möguleika. Tek þó ekkert af vonbrigðum gærkvöldsins, þau voru gífurleg! Við erum að lifa þessi meiðsli af núna af því að vörnin okkar og að hluta til miðjan er með mun breiðara bak en aðrir hlutar liðsins, þótt brothætt sé. Myndi ekki bjóða í að 3-5 menn í fremstu víglínu myndu meiðast á sama tíma, væri þá einhver eftir í þær stöður?

  En það er gríðarlega mikilvægt að það komi jákvæðir hlutir útúr fyrsta leik eftir þennan glugga. Menn eiga eftir að detta í þunglyndi ef liðið dettur niður á sama performance level og samningamennirnir okkar síðasta mánuðinn eða tvo!

  Spái mjög erfiðum leik sem við merjum í lokin 1-2.

 20. Það er ekkert að liðinu okkar, þeir eru að standa sig frábærlega en þegar leikmannastjórnin fer í hverjar samningaviðræðurnar á fætur annarri og tíma ekki að borga þá er það náttúrulega eins og að fá á sig sjálfsmark fyrir liðið. Hlýtur að vera slæmt móralskt séð að vita að hjálp sé á leiðinni en svo kemur hún ekki.

 21. ef leikirnar enda svona í dag, eins og staðan er í hálfleik, everton, tottenham og utd öll undir, þá er það nú smá sárabót eftir gærkvöldið :).

  en hverjar eru líkurnar á því……

 22. Hafa menn sem eru að kalla á Kelly horft á Liverpool leiki síðustu 2 ár?

  Þó Cissokho sé ekki að brillera neitt þá er hann langt fyrir framan Kelly núna. Að setja Kelly inná sem eitthvað statement er ekki skynsamlegt.

 23. Þórðargleðin grípur mig þegar erkiféndur og nágbúar í stigaganginum eru undir á móti minni spámönnum. Eykur það líkurnar á að við komust í topp fjóra. Þeirra dauði er okkar brauð.

  Moyes og co. eiga auðvitað blauta framtíðardrauma um að vinna CL og henda því liðinu í fjórða sæti út úr meistaradeildinni. Það yrði síðbúin hefnd og sæt, en hversu líklegt er það að þetta höfuðlausa djöflagengi vinni mót með andstæðingum á borð við Bayern Munchen, Real Madrid, Barcelona og City?

  Held við þurfum ekki að hafa of þungar áhyggjur af því.

  En leikurinn á morgun verður vonandi vitnisburður um það að Liverpool er réttum lærdómsvegi. Eitt af því allra ánægjulegasta við BR er það hversu góður nemandi hann er í þeim kennslustundum sem við því miður höfum neyðst til þess að sitja. Það er magnað hvernig hann gat snúið vörn í sókn og rústað Everton með sama liði og sama strúktúr og tapaði tveimur stigum gegn Aston Villa.

  Eins og fram hefur komið í þessu spjalli er svo engin leið að spá fyrir um það hvernig stillt verður upp á morgun.

  Gaman? Já, mjög!

 24. Svekkelsi og ekki svekkelsi með leikmannagluggan? Það hefur vonandi ekki áhrif á leikinn á morgun, treysti Rodgers til að blása eldmóð í drengina, mér sýnist úrslitin pínulítið vera að falla með okkur. Með sigri á morgun verðum við 4 stigum fyrir ofan Everton og einu stigi á eftir Chelsea. United situr eftir og Spursararnir líka.

  Hvað varðar gluggan þá er ég eiginlega sáttur við útkomuna þrátt fyrir að við augljóslega misstum af tveimur mönnum. Einum sem vildi síðan frekar fara til Chelsea og öðrum sem lenti í einhverjum freak aðstæðum þegar allt á að vera klárt að einhver apaköttur í Úkraínu neiti að skrifa undir !!!! Ég hreinlega skil það dæmi ekki, það mætti halda að stjórnarformaðurinn hafi ætlað að fá eitthvað sérstakt vasafóður [MÚTUR] fyrir að skrifa undir eða þá að Ambramovic vildi ekki að umræddur Kónó væri á leiðinni til okkar. Við eigum nóg af squad playerum í Moses, Alberto, Apsas og Kelly um til að kóvera það. Þess vegna er alveg eins gott að keyra þetta áfram á þunnum hóp heldur en að fá einhverja sem geta ekki bofs. En jú það er sárt þetta með Salah, ef það var í raun búið að ganga á eftir honum í tvo mánuði …..

  En … game on. Tökum þetta á morgun. March on.

 25. Og manhu tapadi! 🙂

  Annars frabær skyrsla og eg er algjørlega a tvi ad thad muni byrja mikill medbyr med okkur næstu vikurnar.

 26. og UTD tapar :), jibbý :).

  sigur á morgun enn mikilvægari, verðum 9 og nánast 10 stigum á undan UTD með sigri ! Og 4 og 5 á undan tott og everton + markatala = gríðarlega mikilvægur leikur.

  Þetta er alvöru formula !

 27. Fín úrslit í dag fyrir utan að Everton kom til baka gegn Villa. Sá “góði drengur” Mirallas kláraði dæmið.

  En hafið þið spáð í botnbaráttunni? Kannski ekki enda kemur Liverpool þar hvergi nærri. En með sigri Stoke á Man Utd þá fór liðið úr fallsæti upp í 11.sæti. Þar verður eitthvað rosalegt í gangi fram í lokaumferð.

 28. ég skil ekki, Mata spilaði allan leikinn fyrir man utd en samt töpuðu þeir.

  það er eins og maður fái enginn auka stig fyrir að kaupa leikmenn í janúarglugganum

 29. Æðisleg úrslit í dag, þ.e. fyrir utan að Everton náði að kára Aston Villa á lokamínútunum.

  Leikurinn á morgun verður svakalega mikilvægur líkt og allir leikir okkar sem eftir eru.

  Svona til að setja punktinn yfir i-ið út af þessu svekkjelsi yfir getuleysi eigenda LFC að styrkja liðið, þá er það nú þannig að auðvitað hefur maður fulla trú á okkar frábæru leikmönnum til að klára móti með stæl og ná þessu 4. sæti. Málið er bara það að breiddin hjá okkur er frekar lítið og við megum alls ekki við því að fara að missa fleiri lykilmenn í meiðsli. Í ljósi þess hversu mikið er í húfi á þessu tímaili (4. sætið og Suarez) þá finnst mér eigendur vera að gambla með því að styrkja liðið EKKI í janúar-glugganum. Ef við náum ekki 4. sætinu þá er alveg ljóst að stuðningsmenn verða alveg brjálaðir og reiði þeirra mun EKKI beinast að leikmönnum.

 30. við skulum róa okkur aðeins.. þetta er sami hópur og kom okkur á toppinn og búnir að vera í topp 4 í allan vetur.. og liðin í kringjum okkur voru ekkert að styrkja sig.. jújú man jú fékk mata en hey hvað skilaði það þeið í dag.. hmm.. ekki neinu.. svo fara leikmenn vonandi að koma tilbaka úr meiðslum og kemur smá pása á þessi meiðsli hjá okkur…. núna þurfa okkar menn bara að mæta með hausinn í leikina og skila 3 stigum og þá erum við í góðum málum í sær ef við vinnum á morgun þá erum við komnir með 4-9 stiga mun á liðinn sem eru að keppa við okkur um 4 sætið.. þess vegna segji ég að við skulum vera ánægðir með árángurinn hjá okkar mönnum og styðjum þá í gegnum súrt og sæt 😉 loove ya all…

 31. Já og flest lið í neðri hlutanum að taka þrjú stig í dag, vonum að West Brom fari ekki að taka uppá því að vinna vel fyrir nýja stjórann!!

 32. Mjög góð úrslit í dag, klassískt Liverpool að tapa stigum á morgun en sem betur fer er liðið í ár ekki klassískt að neinu leiti nema á leikmannamarkaðnum. Sigur á morgun er fáránlega mikilvægur og yrði litlu minni en sigurinn gegn Everton.

  Maður er samt ekki vanur að fá tvö svona flott úrslit eins og Hull og Stoke náðu í dag.

 33. Þið vitið að F.A. veitir sérstök aukastig fyrir kaup í janúarglugganum er það ekki? Skandall að miss’afessum stigum.

 34. Er möguleiki að fa suso aftur ur láni, það myndi ekki leysa varnar stöðurnar en auka möguleikana fram a vi, eg hef tröllatrú af þessum dreng

 35. Með sigri á WBA morgun þyrfti Manchester United að lágmarki FJÖGURRA leikja sveiflu (WWWD vs LLLL) til að ná okkur, að teknu tilliti til markatölu. 🙂

 36. Utd tapar á móti Stoke (sem er jú djók) með rándýran Mata og Kjell Kellström eða hvað hann heitir frændi ykkar meiðist á fyrstu æfingu með ARSenal og er off í þrjá mánuði. Kannski bara ágætt að spara péningana í þessum janúarglugga…

 37. Við vinnum leikinn á morgun ef allt er eðlilegt. Þetta fer mjög mikið eftir taktíkinni hjá Brendan og hann á stundum slæma daga.

  Minni á það sem ég hef sagt hér nokkrum sinnum áður; Borini er smám saman að líkjast sjálfum sér. Frammistaða hans með Sunderland síðustu leiki er stórbrotin og ekki amalegt að eiga þennan leikmann á kæli.

 38. Miðað við úrslit leikja í dag er leikur okkar á morgun enn mikilvægari, ef við náum að vinna þá komumst við 9 stigum fyrir ofan manutd. Ég er drulluhræddur við þennan leik á morgun, þó svo þeir séu ekki með sama stjóra og þegar við töpuðum 3-0 fyrir þeim í agúst 2012 þá er það bara svo að þetta wba lið er ekki auðveldlega sigrað á þeirra heimavelli.

  Við skulum vona að vonbrigði okkar á leikmannamarkaði smitist ekki til leikmanna og að þeir haldi áfram að sanna fyrir okkur að þeir geti ráðið við það verkefni að enda í topp 4 í maí.

  Ég óttast jafntefli í þessum leik, en vonast eftir 0-6 sigri 🙂

 39. Já já tökum þetta á morgun segi ég bara verðum. En hversvegna eru Liv að auglýsa hvern þeir eru að spá í að fá til sín og hin liðin treysta á að Liv sé að tæla góðan leikmann og stela honum með yfirboði peningalega séð. það hlýtur að vera hægt að gera þetta í felum og að sá sem við erum að versla við þegi líka,finnst þetta smá kjánalegt.

 40. Nú á þessi leikamður eftir að blómstra í vetur og önnur lið koma og kaupa hann. Alltaf sama sagan með þessa sem stjórna þessum hlutum hjá Liverpool. Annars verðum við að vona að menn verði nokkuð heilir það sem eftir er af vetri, þá getum við haldið þessu 4 sæti. Allavega þurfum við ekki að hafa áhyggjur af mu…

 41. Eins og restin af tímabilinu þá er þetta ótrúlega mikilvægur leikur en sérstaklega núna þar sem að united menn töpuðu í dag og þá hlýtur það að verða sálrænt ef við myndum ná 9 stiga forystu á þá.
  Við erum við flott lið þó svo að margir lykilmenn séu meiddir, og með þessa sóknarlínu þá er allt mögulegt. Vissulega hefði verið sterkt að fá inn mann/menn í þessum glugga en so be it. Við keyrum bara áfram á þessum mönnum og vonum að restin skili sér fljótlega í þessa baráttu og að við missum ekki fleiri menn út.

  En leikurinn á morgun verður allt annað en auðveldur eins og flestir útileikir en ég ætla að hafa trú á þessu og segi að við siglum heim nokkuð öruggum sigri og fáum þessi 3 stig sem í boði eru.

  YNWA.

 42. Út af úrslitunum í dag þá er leikurinn á morgun orðinn gífurlega mikilvægur, verðum að nýta tækifærið og ná 9 stiga forystu á Utd. Ekki gleyma því að á mánudaginn er chelsea-city á etihad og ef city vinnur þann leik og við vinnum West Brom þá erum við bara einu stigi á eftir Chelsea.

 43. Það er rétt jafntefli hjá City og Chelsea væri líka fín úrslit, væri samt enþá meira til í city sigur því að ég held að besti sénsin til að hirða 3 sætið sé að lenda fyrir ofan Chelsea sé okkur ekki enda fyrir ofan city eða arsenal, chelsea er mjög sterkt lið hins vegar gætu framherja vandræði þeirra reynst þeim dýrkeypt þannig það er möguleiki að hirða 3 sætið af þeim

 44. Samkv mörgum hér er leikurinn á morgun gríðarlega mikilvægur vegna úrslita dagsins. En ef öll hin liðin í kringum okkur hefðu unnið, þá væri leikurinn á morgun gríðarlega mikilvægur.

  ERGO: hver einasti leikur í þessari deild er mikilvægur, þeir eru ekkert misjafnlega mikilvægir.

 45. Held það sé klárt að uppáhalds þjálfari Liverpool manna í dag er David Moyes

 46. hér eru tvær góðar fyrir svefnin:
  [img]https://pbs.twimg.com/media/BfaI2qdCEAI-W6i.jpg:large[/img]
  [img]https://pbs.twimg.com/media/BfaSrICIcAAddRX.jpg[/img]

 47. [img]https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10151967520473285&set=p.10151967520473285&type=1&theater[/img]

 48. Höldum áfram á þessari sigurbraut. Verð sáttur með 5 marka sigur okkar manna 🙂 og sýnum að okkur er full alvara á þessu 4 sæti.
  YNWA

 49. Ég vil bara benda mönnum á það til gamans að Liverpool er nú þegar búið að skora 10 mörkum meira en allt timabilið 2011/12 og er 6 stigum frá því að jafna stigasöfnun þess tímabils… talandi um framför! 🙂

 50. Tekið ad raudufjoflarnir.is: “Guð minn góður, Liverpool á pottþétt eftir að vinna West brom á morgun. Ég hengi mig ef að þeir ná meistaradeildarsæti á okkar kostnað. Ég er að verða geðveikur á Moyes, hann er með ríkjandi Englandsmeistara í höndunum og talar eins og að hann sé að stjórna Cardiff.

  MOYES OUT”

  Mikið voðalega er gaman að lesa Utd spjallið þessa dagana. Næstum æli á flest ummæli sem þeir punga út. En það er ekki hægt að gera neitt annað en að njóta þess á meðan maður getur! Æðislegt!
  YNWA

 51. Vá hvað ég vona að okkar menn nái að knýja framm sigur gegn WBA!! mikilvægt hefur sjaldan átt jafn vel við !! Annars langaði mér að pósta hérna áhugaverðum pistli um Joe allen og Jordan Henderson.. Liðið spilaði marga af sínum bestu leikjum þegar Gerrard var meiddur og Allen fékk tækifærið (afskaplega vanmetið að eiga þennann mann inni að mínu mati). Tékkið á þessu ef þið hafið ekkert betra að gera:

  http://anfieldindex.com/7219/jordan-henderson-joe-allen-dynamic-duo.html

  Eftir síðasta leik á Gerrard reyndar ekki neitt skilið að detta úr liðinu, en við verðum að fara að nota þennan litla hóp okkar betur!!! Liverpool er með fæstar skiptingar ALLRA liða í EPL ! Er allen ekki treystandi til að byrja leik gegn WBA? Er Aspas, alberto og moses ekki treystandi fyrir neinum leikjum? Fá þessir drengi ekki að byrja neina leiki á þessu tímabili nema einhver annar meiðist?

  Áfram Liverpool !!!

 52. Ef hann skellir Allen beint í liðið mun þá ekki Sterling fara út ?
  Einhvern veginn svona uppstilling.

  —————Sturridge
  Suarez——Coutinho——Hendo
  ———–Allen—–Gerrard
  Cissokho–Toure–Skrtel–Flanno
  —————-Mignolet

  Ég held að þetta væri það sterkasta sem í boði er, svo ættum við Sterling á bekknum sem gæti komið með banvænan hraða í seinni hálfleik til þess að klára þetta.

  Hendo myndi líka nýtast vel þarna í hápressu með Allen og Coutinho.

 53. Það hljómar reyndar fáránlega vel að eiga Sterling inni í seinni Bond! Ein pæling er samt að hann virðist eiga betri leiki þegar hann byrjar en þegar hann er varamaður, það gæti samt alveg lagast hjá honum..

 54. Er að vera vægast sagt mjög spenntur fyrir þessum leik. Miða við hvernig tímabilið hefur þróast hjá okkur, þá fer þessi leikur annað hvort 1-1 eða 2-2 eða þá við rústum þessu 4 – 0 eða 5 – 0.

  Er nokkuð viss um að við vinnum þennan leik EKKI með einu marki. Það væri ekki Liverpool-way á þessu tímabili.

  Vil sjá Allen í byrjunarliðinu. Coutinho eða Sterling fara þá á bekkinn. Gott að eiga þá inni ef á þarf að halda í seinni hálfleik.

  Koma svo LFC!!

 55. Það er sannarlega plús að eiga Allen núna eftir 4-0 sigur í síðasta leik. Efast um að Rodgers breyti einhverju (sem gæti þó vel verið, sterkt að fara á útivöll og geta lagt upp með skyndisóknir en ef miðjan verður í tómu tjóni verður hægt að setja Allen inn fyrir þá annað hvort Coutinho eða Sterling.

 56. Liðið komið:

  Substitutes: Jones, Kelly, Ibe, Allen, Alberto, Aspas, Moses.

  The Liverpool XI in full is: Mignolet, Cissokho, Skrtel, Toure, Flanagan, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sturridge, Sterling, Suarez.

 57. The Liverpool XI in full is: Mignolet, Cissokho, Skrtel, Toure, Flanagan, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sturridge, Sterling, Suarez.

  Sama og síðast.

 58. Sama lið og síðast, vonast eftir graðleika og hungri í að skilja manhú, smurfs, neverton og hina eftir í rykinu á meðan við reykspólum í dag og hölum inn þremur HRIKALEGA mikilvægum stigum!!

Gluggavaktin: Janúar 2014

Liðið gegn West Brom