Gluggavaktin: Janúar 2014

Þá er hann runninn upp, lokadagur janúargluggans þetta árið! Við á Kop.is fylgjumst að sjálfsögðu með öllu sem gerist í dag og það gæti orðið talsverður hasar á okkar mönnum. Í lok dags munum við svo taka upp Podcast-þátt og setja í loftið um leið og glugginn lokar seint í kvöld. Fylgist með og endurhlaðið þessa færslu reglulega fyrir nýjustu uppfærslur og endilega takið þátt í umræðunum.

Nýjustu uppfærslurnar eru jafnan efst hér fyrir neðan. Hefjum fjörið!


23:17 (KAR): GLUGGINN ER L O K A Ð U R !

Staðan er einföld: klukkan er orðin 23, glugginn er lokaður og engin voru leikmannakaupin hjá Liverpool. Ekkert verið tilkynnt en heldur ekkert staðfest, hvorki af né á. Slúðrið segir að ekki hafi tekist að klára málin en svo eru einhverjir að segja líka að Liverpool hafi klukkustund í viðbót til að tilkynna kaupin og skila pappírum þar sem þetta séu kaup á milli landa. En allt stefnir í að Konoplyanka verði áfram hjá Dnipro.

Við gerum það allt upp í rólegheitum en leyfum kvöldinu að klárast áður. Ég örvænti svo sem ekki fyrir hönd liðsins ef Konoplyanka kemur ekki; það eru aðeins 16 leikir eftir af tímabilinu (19 í mesta lagi ef liðið fer alla leið í bikar) og við eigum nóg af sóknarmönnum til að klára þá leiki. Einn frábær í viðbót sakar aldrei en þetta var ekki make-or-break díll upp á Meistaradeildarsæti fyrir mér.

Þetta var hins vegar make-or-break díll fyrir innkaupastefnu FSG og Ian Ayre. Hverjum þeirra sem um er að kenna (þeir hljóta að axla byrðina saman) þá held ég að þessi gluggi sýni, ofan á allt klúðrið sumrin 2012 og 2013, að það þarf að endurskoða innkaupastefnuna frá grunni.

Ég skal allavega hundur heita ef Ian Ayre er bara látinn sjá um þessi mál og fær að spila póker í fleiri vikur með öll skotmörk í sumar. Ég bara trúi ekki að þeir læri ekki af þessum gölluðu tilraunum öllum saman.

Læt það verða mín lokaorð í kvöld. Ég er farinn í harða Twitter-afvötnun.


21:10 (Eyþór): Ben Smith (BBC) var að segja að læknisskoðun væri lokið. Þá hlýtur tilkynning þess efnis að þetta sé klárt að fara detta í hús!


20:50 (Babu): Enn bíðum við og vonum, fréttir frá Rússlandi og Úkrínu segja að þetta sé done deal, tökum því mátulega trúanlega og bíðum eftir einhverjum frá einhverjum sem við “þekkjum).

En á meðan við bíðum er hér mynd af Berbatov í læknisskoðun í Monaco


20:30 (Babu): Það eru stanslausar fréttir á twitter um að Konoplyanka sé on og jafnmargar um að hann sé off, það kemur í ljós bráðum en við erum ekki bjartsýnir.

Gerum bara eins og Wimbeldon og höldum í húmorinn ennþá


20:07 (KAR): EKKERT PODCAST Í KVÖLD! Því miður tökum við ekki upp þátt í kvöld vegna lélegrar þátttöku. Það er fjandanum erfiðara að hafa þátt á föstudagskvöldi, ekki síst þegar þrír okkar eru með veik börn á heimilinu. Við stefnum í staðinn á að koma með næsta þátt á mánudaginn. Sorrý.


19:11 (KAR): Það nýjasta í fréttum er að það er ekkert að frétta. Menn virðast vera sammála um það á Twitter að Konoplyanka sé búinn með flýti-læknisskoðun í Úkraínu og allt sé klappað og klárt … nema að það er enn verið að reyna að leysa hnútinn varðandi borgunaraðferðir til Dnipro. Olíurisinn sem á það félag er víst að heimta allt féð í einni staðgreiðslu á meðan Liverpool vill borga í skömmtum. Við höfum heyrt það allt áður, svo sem. Það styrkir hönd eiganda Dnipro að sá veður í peningum, hvorki liggur á að selja né þarf þess, og að hann á víst gott samband við Konoplyanko og föður hans.

Með öðrum orðum: hvort hnúturinn leysist í kvöld er engin leið að giska á. Það virðist sem allt annað sé klárt varðandi þessi kaup þannig að hlutirnir geti klárast hratt um leið og samkomulag næst … ef það næst. Það er stóra spurningin.

Annars er Ben Smith hjá BBC búinn að staðfesta að þetta eru einu viðskiptin – inn eða út – hjá Liverpool í dag. Konoplyanka eða óbreyttur hópur fram á vorið.

Það eru fjórir tímar tæpir eftir. Við Kop.is-menn förum að hlaða í podcast einhvern tímann fyrir 20:30 í kvöld. Það verður með öðru sniði en venjulega. Fylgist með þessari færslu, við uppfærum hana væntanlega með YouTube-myndbandi þar sem hægt verður að horfa á okkur í beinni. Ef ég græja þetta rétt, allavega, sem er langt því frá öruggt. Ég er Ian Ayre tölvutækninnar.

Við uppfærum með fréttir um leið og þær berast en annars er rúm klst. í podcast.


17:50 (Babu): Nú jæja:


17:40 – (Babu): Liverpool ætlar að tryggja sér titilinn af Arsenal sem mest pirrandi félag leikmannamarkaðarins með því að klúrða kaupunum á Konoplyanka m.v. síðustu fréttir. Það væri nú ekki ólíkt okkar mönnum. Spurning hvort það verði jafn aulaleg útsending á LFCTV núna og var fyrir 2 árum?

Tek þó fram að þessi sannaði það í sumar (Mkhitaryan) að það er ekkert endilega staðfest þó hann tjái sig á twitter. En ég er orðinn afskaplega svartsýnn á þetta núna.


16:40 (KAR): Við rjúfum dagskrána fyrir skilaboð frá styrktaraðila okkar:

ÚTSALA hjá Jóa Útherja & ReAct!

Verðin eru frábær eins og sjá má hér fyrir neðan:

LFC Keppnistreyja 13/14 á aðeins 9.990 kr.

LFC Stuttbuxur 13/14 á aðeins 5.990 kr.

LFC Sokkar 13/14 á aðeins 1.990 kr.

LFC Barnasett 13/14 á aðeins 8.990 kr.

Útsöluvörurnar er einnig hægt að versla á netinu:

JóiÚtherji.is // ReAct.is

Kíkið við og gerið frábær kaup!


16:25 (Babu): Það hafa ekki verið góðar fréttir undanfarið og talað um að Konoplyanka sé OFF. Talað um fake umboðsmenn og hvað eina, ekta gluggadags slúður semsagt. Þessi er þó a.m.k. í Úkraínu en ég held að hann sé nú enginn insider neitt og stóð sig ekki vel þegar Mkhitaryan átti að vera svo gott sem kominn til Liverpool


14:14 (Babu): Rodgers tjáði sig á blaðamannafundi fyrir leikinn um helgina. Hann er auðvitað ekkert að fara að tala af sér:

Þetta væri öllu verra (og rúmlega það):


13:24 (KAR): James Pearce hjá Echo staðfestir tvennt fyrir okkur í þessu: Liverpool eru bara að reyna við Konoplyanka í dag og það fer enginn úr aðalliðinu neitt:

Þetta stendur sem sagt allt og fellur með Konoplyanka. Níu tímar eftir.


13:05 (Eyþór): Ngoo að fara til Walsall að láni, gott mál. Einnig orðið ljóst að ef af kaupum LFC á Kono verður þá mun læknisskoðun fara fram í Úkraínu og skrifað undir samning þar. In Ayre we trust!


11:49 (KAR): Ben Smith hjá BBC var að setja inn nokkuð ógnvænlegt tíst. Ætla menn ekki að ná að klára þennan díl fyrir lok dags?

Maður krosslegur bara fingur og tær. Spurs eru ekki einu sinni að reyna lengur að stela honum og ætla menn samt að klúðra þessu?


11:44 (Babu): Óhætt að segja að maður er aðeins farinn að stressast upp, þetta virðist ætla að vera ofsalega flókið eitthvað.


10:20 (Babu): Þetta er mögulega ekki staðfest, virðist samt vera ósvikin mynd:


10:00 (Eyþór): Samkvæmt James Pearce (Echo) er búið að semja um kaupverðið, nú á bara eftir að ganga frá strúktúrnum á dílnum. Þetta virðist vera á síðustu metrunum.


9:30 (Babu): Látum snillinginn hjá Gunnerblog keyra þennan dag í gang


8:54 (KAR): Góðan dag. Nýjustu fréttir eru að ekkert er enn að frétta frá Úkraínu. Umboðsmaður Konoplyanka var að setja inn þessi tvö tíst sem lýsa deginum fram undan nokkuð vel:

Slúðrið á Twitter segir að Liverpool sé þegar búið að semja um kjör við Konoplyanka og sé bara að reyna að klára smáatriði kaupverðsins við Dnipro. Eins og umboðsmaðurinn segir hér að ofan geta þessi smáatriði verið ótrúlega flókin. Þetta er ekki Football Manager og þegar lið vill helst ekki borga alla upphæðina staðgreitt (eins og FSG reyna jafnan að forðast) getur það verið flókið að finna lendingu á greiðslumáta, fjölda afboragna og slíkt.

Við bíðum enn. Það er vonandi ekki langt í staðfestingu um að samkomulag hafi nást. Annars er ekkert að heyra af neinum öðrum dílum, hvorki inn né út.


Miðnætti (KAR): Byrjum á að renna yfir það sem er að gerast í upphafi dagsins. Okkar menn eru enn á fullu að reyna að klára kaupin á Yevhen Konoplyanka frá Dnipro. Echo sagði nú seint í gærkvöldi að samningaviðræður stæðu enn yfir og Tony Barrett hjá Times og Ben Smith hjá BBC staðfestu það báðir á Twitter:

Ég hef þó nákvæmlega engar áhyggjur enda erum við með okkar besta mann í Úkraínu og hann lokar þessum samningi alveg örugglega án þess að láta Spurs stela undan sér hrossinu. Ekki satt, Ian Ayre?

ayrefather

Það fokkar enginn í The Ayrefather á leikmannamarkaðnum.

Annars hefur heyrst óljóst slúður um að Liverpool sé líka að reyna að tryggja sér Nigel De Jong á láni. Engar staðfestar fregnir hafa heyrst af því en einhverra hluta vegna tjáði Lucas Leiva sig um mögulega komu De Jong og sagðist styðja það ef annar varnartengiliður kæmi inn til að auka á breiddina og samkeppnina. Flott hugarfar hjá Lucas en af hverju er hann að tjá sig um eitthvað sem er í besta falli óljóst slúður? Var spurningin sem hann fékk svona frábær að hún plataði hann í þessi ummæli, eða veit Lucas eitthvað sem við hin vitum ekki og talaði af sér? Kemur í ljós í dag.

Þannig að við gætum mögulega fengið Konoplyanka, De Jong og Jack Robinson inn í hópinn í dag, en sá síðastnefndi var gripinn glóðvolgur á Melwood í gær þar sem hann ku hafa rætt við Brendan Rodgers en Rodgers er að spá í að laga Cissokho-holuna í vörn sinni með því að kalla Robinson til baka úr láni:

Kono, De Jong og Robbo inn í dag? Já takk. En allt eins líklegt að enginn þeirra komi inn. Þetta er jú einu sinni Liverpool á leikmannamarkaði, það er ekkert öruggt fyrr en í hendi komið.

Þetta er það helsta í upphafi dags. Við uppfærum um leið og eitthvað djúsí gerist. Fylgist með.

Þetta er að sjálfsögðu opinn þráður – ræðið hvað sem þið viljið í dag.

245 Comments

  1. Ég verð bara að viðurkenna að ég ber ekki mikið traust til Ayre í þessum leikmannakaupum. Hvað þá þegar hann hefur bara einn til tvo daga til þess að ganga frá díl.

    Vonum það besta, en ég óttast það versta, vonandi erum við með fleiri menn í þessu en bara hann, og þá á öðrum stöðum.

  2. Ég hef mestar áhyggjur af því að það muni taka Konoplyanka langan tíma að aðlagast deildinni. Þ.e.a.s. ef hann nær því yfir höfuð. Sáum menn eins og Shevchenko, Voronin, Rebrov og Luzhny ströggla í deildinni.

    Rakst einmitt á þetta eftir þann síðastnefnda:
    http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-target-yevhen-konoplyanka-headless-3092867#.Uur9c_l_stI

    Hann má a.m.k. ekki taka alltof langan tíma til að aðlagast. Þurfum mann sem getur hjálpað okkur strax og maður setur kröfur á að leikmaður sem kostar 15-20m geri það.

  3. Væri ekki best að hafa janúargluggann bara opinn í einn dag, 31. jan? Það yrði allavega alvöru stuð þann daginn.

  4. Þetta lýsir deadline day hjá Liverpool seinustu ár.

    Maður 1: This is madness!
    Maður 2: No! THIS IS DEADLINE DAY!

  5. JÆJA! Þá er komið að þessum ,,frábæra” degi okkar. Ég hef mikla trú á að við verðum ánægð á miðnætti í kvöld… Bring it on!

    Hlakka mikið til að hlusta á podcastið í kvöld.

  6. Ég fínnst þessi áhugi á úkraníumanninum vera svolitið panic buy eftir við misstum af Salah. Auk þess lýsir fyrrverandi leikmaður Arsenal hann óhentugan fyrir ensku deidina og myndi aðlagast illa hraðanum.
    Ef það er einhven sannleikur í þessu þá tel ég við ættum frekar einbeinna okkur að Tom Ince og mögulega fá Jong og Robinson þá.
    Þessi gluggi hefur verið vonbrigði so far og gætti verið okkur dýrkeyptur ef við náum ekki fjórða sætinu.

  7. Spennandi!!

    Svona til ad æra óstødugan ad thá sé ég ad vinur okkar hann Kono hefur verid valinn leikmadur ársins thrisvar á sídustu fjórum árum í Ukrainsku deildinni..sá sem var valinn í hitt skiptid var….taradammm..Andriy Voronin 😀

  8. Þetta er ekki panic buy. Konoplyanka var á innkaupa listanum fyrir næsta sumar og un leið og kom í ljós að Salah kæmi ekki þá var farið í að tryggja sér Konoplyanka strax.

  9. Hreint ótrúlegt að þessi blessaði klúbbur okkar þurfi alltaf að bíða fram á síðustu stundu með það að gera nokkurn skapaðan hlut.

    Hef því miður ekki mikla trú á Ian Ayre sambandi við neitt sem við kemur félagaskiptum, þó vissulega hafi klúbburinn sýnt dug fyrir ári að klára kaup á Sturridge og Coutinho, en menn mega þó ekki gleyma klúðrinu gluggann þar á undan þar sem við lánuðum Carroll og fengum engan í staðinn.

    Núna eru 31. dagur gluggans og ekkert búið að gerast. Í millitíðinni er Lucas búinn að meiðast og svo eru menn búnir að vita það síðan í nóvember að Cissokho er úti að aka í bakverðinum og Enrique virðist þjást af öllum mögulegum og ómögulegum sjúkdómum.

    Tel það þó góðan árangur mv. hvernig komið er fyrir okkur ef næst að klára þessi kaup á úkraínumanninum fyrir lokun.

  10. “I’m excited about it and soon everyone will know where I will play,” Konoplyanka is quoted in the Daily Star.

    “Is it very serious with Liverpool? I am shocked myself at how serious it is. I think in the near future everything will become clear.”

    Jæja… ef satt er þá ágætt…

  11. Nr. 7

    Ég fínnst þessi áhugi á úkraníumanninum vera svolitið panic buy eftir við misstum af Salah. Auk þess lýsir fyrrverandi leikmaður Arsenal hann óhentugan fyrir ensku deidina og myndi aðlagast illa hraðanum.

    Ef það er einhven sannleikur í þessu þá tel ég við ættum frekar einbeinna okkur að Tom Ince

    Ekkert illa meint, en takk fyrir þetta, hló upphátt. Konoplyanka í staðin fyrir Salah væru hriklega jákvæðar fréttir og ég efa að hraði sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af hjá Konoplyanka. Ekki frekar en hvað Oleg Luzhny hefur að segja.

    Hvernig Tom Ince á að vera líklegri til að bæta okkar lið núna væri ég til að fá að heyra meira um?

  12. Það kemur alltaf einhver og segir að þessi og hinn eigi ekki eftir að aðlagast enska boltanum útaf því hann kemur úr slappari deild.

    Sannleikurinn virðist hinsvegar bara vera að árangurinn er bundinn við persónuleikann, ég man hvað menn sögðu um Suarez þegar hann kom úr Hollensku deildinni, það tók hann smá tíma að komast í gang en maður sá alltaf þessi gæði hjá honum og viljann til að vinna leiki.

  13. Jú Babu… þú hlýtur að sjá að Tom Ince er eftirsóttur af öllum stærstu liðunum í ensku deildinni.

    Hann fer frá Liverpool til Blackpool og spilar þar í Championsdeildinni. Jú hann er ef til vill ungur en 23 leikir, 7 mörk og 5 stoðsendingar er kannski ágætt hjá svo ungum leikmanni, en bíddu við, hann er 22 ára gamall og ekkert svo hrikalega ungur lengur. Hann getur eflaust bætt sig en persónulega efast ég stórlega um að hann sé að fara í það að verða einhver nauðsynlegur leikmaður sem Liverpool þarf að kaupa. Höfum nóg af álíka leikmönnum og þar að auki flestir yngri en hann.

  14. Vonandi er þetta rétt!!

    I bleed Red. ?@LFC_news_YNWA_ 2m
    Now that the Konoplyanka deal is done, some late attempts at MF & DF players..#LFC #Pastore #Matuidi #Diame #Romelu #Cuence #Menez #Montoya

  15. Það er greinilegt að nr.9 Bond er beintengdur inn á Anfield bara komin með kauplistann fyrir næsta sumar í hendurnar. Segðpu okkur sem minna vitum hverjir fleir eru á þessum lista Bond?

  16. “I’m gonna’ make him an offer he CAN refuse” 🙂 :p
    Veit ekki hvort þetta var viljandi sett upp svona en allavega þá hefur þetta nú oft verið niðurstaðan hjá kallinum :p

  17. Þá er þetta staðfest m.v. myndina frá Babu kl. 10:20 – HAHAHA, þetta er of gott!

  18. FNN Ukraine ?@FNN_Ukraine 42m
    Just got the Info (not confirmed) that Konoplyanka will fly in 2 hours to England in order to complete his deal with LFC

  19. Gunnar Ómarsson – jú það er einmitt húmorinn í þessari mynd.

    Annars er ég byrjaður að fagna eftir að hafa séð þessa mynd hjá Babú. Þetta er sko (STAÐFEST) núna.

  20. Um leið og Konoplyanka er farinn að halla sér upp að einhverju á Anfield skal ég fagna. Ekki fyrr.

  21. Fínt að klára King Yanka snemma og nýta restina í daginn í að finna DM..

  22. What we can tell you is Liverpool really are keen to bring in at least one, if not two players today (David Maddock, Mirror)

  23. Deus#18
    Það er greinilegt að nr.9 Bond er beintengdur inn á Anfield bara komin með kauplistann fyrir næsta sumar í hendurnar. Segðpu okkur sem minna vitum hverjir fleir eru á þessum lista Bond?
    —————————————————————————————————————-

    Það voru tengdir blaðamenn sem komu með þetta í gær eða fyrradag að þetta væri málið, ég bý ekki til fréttirnar heldur reyni að gera eins og hinir hérna, sem er að miðla þeim til hinna.

  24. Svona drengir. Gluggadagur á að vera skemmtilegur, ekki tuð okkar í milli.

  25. Blaðamenn segja það þá er það staðfest “ÞETTA ERU EKKI PANIC KAUP”. Enda hafa enskir blaðamenn alltaf rétt fyrir sér

  26. Breaking News: AC Milan have confirmed the loan signing of Adel Taarabt with a view to a permanent deal.

    Ótrúlegt, QPR eiga hann en lánuðu hann til Fulham sem gátu ekki notað hann en svo fer hann til stórliðs AC Milan, sem reyndar hafa verið ansi slappir í vetur.
    .

  27. TheSPORTBible ?@TSBible 10m

    2008 – AC Milan sign Ronaldinho
    2011 – AC Milan sign Ibrahimovic
    2014 – AC Milan sign Adel Taarabt
    2017 – AC Milan sign Emile Heskey

  28. Gluggadagurinn ?@Fotboltinet 32m
    Félagaskipti Yevhen Konoplyanka til Liverpool eru í óvissu þar sem faðir leikmannsins er ekki viss um að um sé að ræða rétt skref #glugginn

    Að fara í sterkara lið í sterkari deild er klárlega ekki rétt skref 😛

  29. Ég vona að menn fari nú ekki að klúðra þessu á endanum.

    Ben Smith ?@BenSmithBBC 6m

    There are no plans to fly Konoplyanka back to UK. If #LFC do this deal for him, it will all be done out in Ukraine. #DeadlineDay

    Ótrúlegur seinagangur alltaf á þessu hjá okkur.

  30. Það er ekki jafn flókið að semja við lið og leikmann eins og Liverpool lætur út fyrir að vera.
    Ef Harley Davidson klúðrar þessu þá mæli ég með að senda hann bara til tottenham á láni eða frjálsri sölu.

  31. Er þetta eins og ég skil það, Vandræðin eru ekki upphæðin sem slík enað menn vilja ekki staðgreiða kappann heldur kaupa hann á raðgreiðslum, að það sé tímafaktorinn sem situr í hinum úkraínsku herramönnum?

    Hver er þessi Konoplyanka annars, Skítt með Tottenham en hafa einhver önnur topp 10 lið verið á eftir honum?

  32. Maður er bara að springa úr spenningi.

    Maður á leiðinni, hugsanlega, fer eftir því hvað pabba honum finnst, sem enginn veit hver er, nema þeir sem fylgjast með Úkraínsku deildinni, í stöðu sem er vel mönnuð í augnablikinu og nánast öruggt að komist ekki í liðið, nema að hann slái út Alberto sem varavaramann, sem bæðövei var keyptur sl. sumar á dágóðan skilding.

    Áfram Liverpool!uy

  33. Gary Lineker að mínu mati með besta gluggabrandarann það sem af er degi:

    ” Can’t sleep with the window open”

  34. Þessi segir okkur að hafa engar áhyggjur:

    I bleed Red. ?@LFC_news_YNWA_ 1h
    As i told you at 9am, Deal will be complete in Ukraine regardless. Anything you hear is speculation. Ben smith also just confirmed. #LFC

  35. Það mætti halda að við værum að fara að negla Messi eða álíka mann. Þetta er nobody sem 99% af þeim sem hingað koma höfðu aldrei heyrt um í lífinu fyrr en fyrir tveim dögum. Núna stendur og fellur tímabilið með þessum manni.

    Anda rólega. Ef hann kemur, flott, ef ekki, so be it.

  36. Ég fæ mér Ian Ayre á næstu treyju ef hann nær þessum díl í gegn.

  37. Ég keypti Konoplyanka í FM 12, hann var þrælgóður þar. Ekki lýgur FM12. En svona án gríns, þá verður þetta alltaf happdrætti, hvort hann eigi eftir að brillera eða floppa. En hann er með flottan prófíl og sá prófíll er eitthvað sem er eftirsóknarvert fyrir klúbb eins og Liverpool að ná í. Betri kaup en Adel Taarabt og Kim Kallström en ekkert í líkingu við Mata eða Zouma býst ég við.

  38. James Pearce ?@JamesPearceEcho 3m

    Konoplyanka is currently the only deal #LFC are working on today. If that doesn’t happen, highly unlikely that anything will.

    Ég hélt nú í vonina að það kæmi allavega einn miðjumaður líka í dag 🙁
    En ef þeir klára þennan Konoplyanka þá verð ég nokkuð sáttur en kannski hefði átt að leggja áherslu á að fá inn miðjumann en ætli Rodgers hafi ekki meira vit á þessu.

  39. Hann nær vonandi að hjálpa liðinu sem fyrst enda þurfum við styrkinguna hvað mest núna. Ekki eftir 1-2 ár.

  40. Komið? tjah – ekki miðað við fréttamannafund BR rétt í þessu… Held ég slökkvi á tölvunni og tékki bara á þessu í kvöld :þ Maður verður galinn annars…

  41. Meistararnir á TAW verða með Transfer Deadline Day Special í kvöld LIVE en það er víst eitthvað vesen með að heyra þetta fyrir utan UK. Ég ætla að pósta link hérna ef ég finn þetta einhverstaðar, ef að það eru einhverjir sem eru í sömu hugleiðingum þá væri það vel þegið að deila link hingað inn ef að menn finna þetta.

    Þátturinn verður frá kl 6 til 11 í beinu framhalda af The Anfield Wrap Live Show.

    Takk fyrir og góða skemmtun 🙂

  42. Rodgers gat ekki staðfest neitt með Konoplyanko því miður en hann segir að Allen verði klár um helgina en þeir séu vonsviknir með endurhæfinguna hjá Enrique.

    En ef þetta er rétt með Richards hjá City þá eru þeir frekar bjartsýnir.

    It would appear #LFC had a loan bid for Micah Richards turned down by Man City.

    City færu aldrei að lána þennan leikmann frá sér.

  43. #52 Bond, þú veist ekki nema að spyrja. Mjög flott ef svo er, það sýnir að við erum ekki bara að spá í þennan í Úkraínu, eins og þessi hjá Liverpool Echo hélt fram.

  44. Það er enginn spenntur fyrir þessum manni.En það verða allir brjálaðir ef hann kemur ekki.Sérstakt að lesa þessi comment.

  45. Það er auðvitað ekki rétt að enginn sé spenntur fyrir þessum manni, ég er allavega spenntur fyrir honum. Fljótur, sterkur og leikinn kantmaður sem skorar í 4.-5. hverjum leik, mér lýst stórvel á það.

    Hellingur af stórum liðum hefur verið á eftir þessum leikmanni í ágætis tíma, ef hann kemur þá verður hann búinn að slá Sterling eða Coutinho út úr liðinu á 2-3 vikum held ég, enda mun mótaðari leikmaður en þessir tveir.

    Hann bætir vídd og breidd í okkar sóknarleik, ég skil eiginlega ekki hvernig er hægt að vera á móti því. Það er ekkert heimskulegra að gera ráð fyrir því að hann verði frábær en að gera ráð fyrir því að hann verði glataður.

    Að benda á aðra úkraínumenn sem hafa ekki meikað það hefur síðan akkúrat ekki neitt forspárgildi.

    Vonandi gengur þetta í gegn í dag.

  46. Kannski er ég orðinn of gamall í þetta, eða tala af reynslu, en ef þetta gerist, þá gerist þetta, annars ekki.

    Ég er vitanlega spenntur fyrir góðum vinstri kantara og líka góðu cóveri fyrir Lucas og bæði úkraínumaðurinn og M’Vila eru það. En það er ekkert mega stress í gangi.
    Algjörlega ekkert rugl í gangi en styrking fyrir lokasprettin væri fín.

    Do us proud.

  47. Stuðningsmenn Liverpool F.C. á Íslandi
    Það nýjasta.

    Konoplyanka’s agent: “Deal very unlikely. We have a v.good relationship with the president Kolomoyskyi. He doesn’t want to sell”

    “Yehven and his father respect that.” Deal off? “No. Not yet. But it’s very unlikely.”

  48. Skv. @FNN_Ukraine þá snýst þetta um að Liverpool vilja ekki borga 15 millur strax, en borga 12 núna og svo 3 ef Liverpool kemst í meistaradeild og eftir að hann hefur spilað 50 leiki.

    https://twitter.com/FNN_Ukraine

  49. Fyrir þá sem eru að spyrja verðum við með Podcast sem hefst rúmlega 20 í kvöld. Það verður að öllum líkindum með öðruvísi sniði að þessu sinni þar sem við ætlum að senda það út beint á YouTube. Þið getið því hangið með okkur yfir síðustu klukkutímunum og jafnvel séð framan í okkur til tilbreytingar.

    Þetta er allt í vinnslu en við ætlum að vera klárir kl. rúmlega 20 í kvöld.

  50. Úkraínskur leikmaður á lokadegi gluggans það hljómar eins og vodka, kavíar og strippbúlla. Vonandi kom Ayre með pening.

  51. Sky Sports News – Liverpool are interested in Tottenham winger Chadli

    Hahaha, þetta mun algjörlega fokka þeim upp hjá Tottenham, ætli þeir reyni að kaupa hann aftur 😉

  52. Já Bond, ef að google translate er ekki að ljúga þá eru þeir að tilkynna þetta á heimasíðu liðsins í Úkraníu að þetta sé rétt að detta í gegn

  53. Ég verð að viðurkenna það að ég er ekkert að missa svefn yfir þessum félagsskiptaglugga. Mér finnst liðið ágætlega mannað en ef það er hægt að styrkja hópinn með skynsamlegum kaupum þá er það flott.

    Annars vona ég svo sannarlega að React gangi vel. Flott verð og í þau skipti sem ég hef lagt leið mína til þeirra hef ég fengið mjög góða þjónustu.

    Kv.

  54. If you wanna hang out youve got to take her out; ukraine.
    If you wanna get down, down on the ground; ukraine.
    She don’t lie, she don’t lie, she don’t lie; ukraine.

    If you got bad news, you wanna kick them blues; ukraine.
    When your day is done and you wanna run; ukraine.
    She don’t lie, she don’t lie, she don’t lie; ukraine.

    If your thing is gone and you wanna ride on; ukraine.
    Don’t forget this fact, you can’t get it back; ukraine.
    She don’t lie, she don’t lie, she don’t lie; ukraine.

    She don’t lie, she don’t lie, she don’t lie; ukraine.

  55. Nú ef við horfum á jákvæðu hliðarnar þá er enginn leikmaður Liverpool búinn að leggja inn transfer request í þessum glugga.

  56. Tekið af sky

    Liverpool’s pursuit of Dnipro winger Yevhen Konoplyanka has been one of the big stories of the past few days, and it is understood that their move for the Ukrainian remains ongoing. But negotiations over a £15m transfer have hit complications, and there is work still to be done ahead of the 11pm deadline.

  57. Hvað er málið með Grétar Rafn Steinsson skiltið hjá theRedmenTV?

  58. Jæja held að með þessum glugga er það alveg ljóst að Suarez fer frá okkur. Hann sættir sig ekki við þeesa meðalmennsku.

  59. United að ganga frá kaupum á Ander Herrera. Þar eru menn að láta verkin tala. Bæta þær stöður sem bæta þarf fyrir þessa baráttu. Kæmi ekki á óvart ef þeir myndu klára þann díl á undan Ayre og co. austur í rassgati.

  60. Jæja þá er Sky dottið út hjá mér, kannski segir það mér að þessir 11 klukkutímar af ENGU sé bara komið gott.

  61. Moyes fer í viðtal og segir að þeir kaupi engann í dag en svo eru þeir að vinna bak við tjöldinn, svona á að gera þetta. Á meðan okkar vinnulag er að blaðra út um allt og draga allt á langinn með prútti…hvaða fuckings rugl er þetta.. Ef þetta springur framan í menn þá vill ég menn rekna………..

  62. Friðfinnur þú verður samt að athuga að okkar menn eru ekki að blaðra útum allt, þeir vita betur en það og afhverju ættu þeir að vera gera það ? Það eru umboðsmennirnir sem eru að blaðra til að fá fleiri tilboð í leikmenn sína og þar af leiðandi meiri pening í kassann.

  63. Andrew Hudson ?@atwinny 11m
    £16m rising to £18.5m. 5 year contract. 60k p/w. As I said, announcement at 8:30-9ish. Due in Liverpool on Monday.

    A Nony Mous ?@stevebuckleylfc 14m
    Announcement not expected until close of transfer window – but can assure you Yevhen Konoplyanka is now a LFC player

    Ef þetta er rétt er staðfestingu að vænta eftir ca klst 🙂

    Mat S ?@Mat_S_LFC 16m
    OFFICIAL #Konoplyanka is a Liverpool player. Announced in at 9pm. Get in! #lfc #liverpool

  64. LFCZA @LFCZA

    Deal supposedly announced at 11pm SA time/9pm UK time with #Konoplyanka arriving on Monday to Liverpool. #LFC
    7:39 PM – 31 Jan 2014

  65. Hefði viljað fá Kostas Mitroglou í sumar glugganum.En ég er ekki viss um að þessi Konoplyanka komi,því miður…Hérna er það satt að Liverpool er að skoða De Jong hjá AC Milan?

  66. Mörg tveet núna að segja að það sé búið að ná saman í úkraníu og það verði tilkynnt eftir klukkutíma…

  67. “Due to the failed negotiations on the Konoplyanka deal, he was promptly sacked and told never to return to Liverpool again.” Skemmtilegar staðreyndir á wikipedia-síðunni hjá Ian Ayre 🙂

  68. Karl ?@Karlton81 19s
    Done done done done done! #Kono #JumpingOnBandwagen #Spoofer

    Þessi á að teljast sæmileg heimild.

  69. ég nenni þessu ekki lengur, ætla að eyða tímanum frekar í að horfa aftur á liverpool – everton 🙂

  70. Mið Ísland. Það þyrfti að borga mér að sitja undir þeim fjanda! En ég myndi greiða háar upphæðir fyrir að fá pod cast í kvöld:)

  71. Deadline Day may be great to follow but spare a thought for FIFA’s Transfer Matching System. There have been so many signings around Europe that FIFA’s system for registrations has been unable to cope with the demand. No transfer can through without this TMS system. Tonight FIFA has confirmed it’s moving more slowly than normal, but FIFA has told us they hope to clear the backload. Any deals held up will be given the green light.

  72. Ef það væri keppni í því hvert getulausasta liðið á leikmannamarkaðinum er þá væri Liverpool að vinna þann titil í annað skiptið í röð núna og væri því meistari. Maður spyr sig þegar Ayre fer að semja um leikmanna kaup og liðði segir við viljum fá 12 miljónir fyrir leikmanninn þá segir hann “sko ég skal láta þig fá 5 milljónir og taka þig svo einn hring á Harleyinum mínum.

  73. af officail fansíðu kono kannski ekki besta heimildin en djöful vona ég að þetta fari að klárast nenni ekki að hanga lengur á f5
    •Yevhen Konoplyanka • Medical Nearly Done Get Ready To Welcome Me At Liverpool FC.

  74. er ekkert að frétta strákar?? konan bíður upp í rúmi og ég get ekki sinnt henni fyrr en þetta mál klárast… Hvað er að frétta?

  75. Af sky
    21:44

    Liverpool’s pursuit of Yevhen Konoplyanka had appeared to falter earlier in the day but Sky Sports sources understand that all parties remain desperate to get the deal over the line. The player is undergoing a medical but the Reds still face a race against time to agree a fee with Dnipro.

  76. Hvað er með þetta hjá þeim á redman TV, af hverju eru þeir að dissa þennan Jim White á skysports ???

  77. Bara til að bæta við dramann hérna:
    Sky Sports confirming Liverpool deal could go to as late as 01-00 AM due to the serious backlog of the FIFA transfer system.

  78. Er ég glataður ef ég segi þetta gott í kvöld. Frúin að dobbla mig í True Blood maraþon. Það endar reyndar alltaf með því að við klárum ekki heilan þátt, enda ekkert smá sexy þættir.
    Við klárum Kono en jafnvel ekki fyrr en eftir lokun.

  79. Er algjörlega miður mín að það skuli ekki vera neitt Podcast í kvöld…
    Var búinn að skipuleggja kvöldið í kringum það 🙁

  80. Við allra hörðustu Liverpool menn á Íslandi munum safnast saman við tjörnina í Reykjavík í kvöld kl. 23:44 og kveikja á kertum fyrir þá alla menn sem stjórnarmenn Liverpool hafa mistekist að fá til sín. Áfallahjálp verður einnig á staðnum. Fleytum kertum. Það er engin spurning að nú þarf að tryggja meistaradeildasæti.

  81. Farinn að horfa á True Blood með kellingunni. Þetta er bara of erfitt.

  82. Ég hef aldrei horft á True Blood en er að spá í að kíkja á það líka, enda gjörsamlega bugaður eftir að hafa starað á Twitter síðan kl. 8 í morgun og eftir að hafa valdið fjöldabugun með því að fresta podcasti.

    Ég iðrast!!!

  83. Ekki yfir neinu að hanga, farin í bjórinn. Lít á þetta á eftir.

  84. Liverpool eru sagðir hafa hætt við kaupinn og hafa ákveðið að líta á aðra möguleika síðustu 10 mín. Þeir eru víst að hringja í random fólk í úkraínu úr símaskránni og athuga hvort að það vilji spila fyrir liverpool.
    Ein gömul hjúkrunarkona var við það að skrifa undir en ekki tókst að semja við hana sökum þess að liverpool var ekki með penna tilbúinn.

  85. Eini sénsin til að hafa þennan leikmann í sínu liði er bara að fara halda með Dnipro

  86. Það er eins gott að hann standi sig eftir allt þetta strit og peninginn sem við borgum fyrir hann. Fer fram á að hann styrki liðið strax á fyrsta degi enda 15-20m punda leikmaður.

  87. Beint a sky nuna ekki buið að klara en vonast til aðgeta sagt betur fra sem fyrst

  88. Ian Ayre fór aldrey til að semja um kominn á honum, hann fór til Úkraínu til að taka þátt í mótmælunum það…..

  89. Vinny O’Connor of Sky Sports says he’s heard from sources inside the club that it’s ‘close-ish’.

  90. Þetta er orðið eins og leiðtogafundurinn í höfða. Fólk beið og beið eftir að e-ð gerðist.

  91. Reporting from Liverpool, Vinny O’Connor says it will be a nervous wait to see if a deal has been finalised for Dnipro winger Yevhen Konoplyanka, with the two clubs in negotiations right up until the window closed and the deal still in the balance.

  92. Jæja, aldrei hef ég orðið fyrir svona miklum vonbrigðum. Liverpool ekkert að kaupa og konan, fór út á lífið, varð svo hundfúl af því ég fór ekki með hana í leikhús. Núna hringdi hún svona ofan í allt og sagðist hafa hitt einhvern Nonna. Nú ætla ég að fara sofa, bæ. Svo svekktur út í allt.

  93. Þegar Liverpool geta ekki einu sinni klárað kaup á einhverjum Úkraínumanni úr einhverju krummaskuði einhverstaðar í austri. Þá er fokið í öll skjól!

  94. off er sky að segja en ekki staðfest,,,,,,, vonandi kemur hann i uppbotartima,,,,

  95. frá BBC: It’s important to stress that although the window has closed there is still a drip-drip effect that deals can still be announced. I must stress that because Yevhen Konoplyanka is an international deal Liverpool have an extra hour to file the paperwork. But there’s still no word from Liverpool.

  96. Verður það ekki bara einhver afsökun hjá Ayre og co – að hann hafi ekki viljað koma?
    Þetta er ekkert annað en getuleysi.

  97. Þetta er orðið svo þreytt. Burt með alla sem koma að samningum og kaupum á leikmönnum til Liverpool

  98. Það sem við vitum.
    Lækniskoðun búinn, leikmaðurinn vill koma, búið að semja við hann. Liðin voru sögð búinn að semja um kaupverð en eigandi liðsins (milljónamæringur) vill ekki láta hann fara.

  99. Jæja helvítis aumingjarnir náðu ekki að klára þetta. Leikmenn og þjálfari að standa sig en Ayre er að drulla á sig og eigendurnir.

  100. BenSmithBBC
    Deal off. Liverpool won’t be signing anyone

    Þessi transfer committee og Ian Ayre. OUT!!!!

  101. Ayer þýðir gærdagur (Yesterday) á spænsku.
    Ef glugginn verður eins og hann lýtur út núna, þá fer ég fram á að hann verði “yesterday´s news”

  102. þetta er allt saman mjög dapurt.eitthvað þarf að stokka upp í sambandi við kaup á leikmönnum.

  103. Var aldrei spenntur fyrir honum. Þetta sýnir samt glögglega getuleysið hjá klúbbnum. Mistakast trekk í trekk að ná þeim leikmönnum sem þeir telja sig þurfa.

    Gluggi upp á 10 hjá Utd og 0 hjá okkur. Baráttan um 4. sætið verður á milli þessara liða.

  104. Sky segir off sem og BBC þannig að þetta hlýtur að vera off. Held samt að það sé of mikil einföldun að kenna Ian Ayre um allt saman. Sama hvað manni finnst um þennan Harley keyrandi uppa að þá hlýtur hann að fara eftir því einhverri stefnu sem að eigendurnir halda uppi.

  105. Þetta verða einu kaupin sem verða gerð fyrir söluverðið á Suarez í sumar. Sumarglugginn er orðinn svo fyrirsjáanlegur að það hálfa væri hellingur.

  106. Hvernig væri bara að reyna að gefa Ayre til Tottenham þá getur hann farið að klúðra dílum fyrir þeim þessi maður er algjörlega vanhæfur í leikmannakaupum. Annars er ég frekar rólegur bara ég var alveg 100% viss í hádeginu í dag að Ayre væri ekki að fara að klára þetta getuleysi Liverpool í leikmannamálum er eigilega orðið fyndið bara.

  107. Djöfull eru menn lélegir að kaupa leikmenn þarna í Liverpool. Hef hinsvegar ekki miklar áhyggjur erum með gott lið og ættum að ná 4 sætinu með þessum hóp.

  108. Sammála Kobbih #148
    Mér finnst líklegt að einhver 3. aðili hafi átt þátt í þessu klúðri.

  109. ég bara skil þetta ekki. Búið að eyða svo miklum effordi í að ná í þennan leikmann en svo bara búið, gekk ekki.

    Er sammála KAR að þetta er svo sem ekkert meik or breik fyrir okkur í baráttunni um 4. sætið að kaupa þennan leikmanna. Það er bara þessi niðurlæging og getuleysi fyrir þennan klúbb að enn einu sinn fokka upp mögulegum kaupum á sterkum leikmanni. Þetta svíður hrikalega og það er hlegið að okkur alls staðar.

    Djöfull er ég fúll yfir þessu.

  110. Yep SKY segir að “Liverpool fail to sign KOLO”

    Farinn að sofa, sé ykkur í fyrramálið 🙁

    Avanti Liverpool…

    PS, ef strákarnir okkar (LFC) spila eins og þeir gerður á móti Everton, þá höfum við ekkert að óttast og spilum í Meistardeildinni á næstu “VERTÍД – Segi það og skrifa hér fyrstur manna.

  111. Mikill vonbrigði þessi janúar gluggi hefðu þurft að fá allavega einn hörkuleikmann, en að öðru hversu mikið er bullað inná twitter menn með inside imformation og eitthvað, í bæði Salah og Kono kaupunum var marg fullyrt að þetta væri allt klappað og klárt sem reyndist síðan algjör steypa. Þó að twitter sé sniðugt fyrirbæri þá er galli við það að svona 98 % leikmannafrétta er tómt bull.

  112. Iss Piss. Yanks out!
    Þetta getuleysi er skammarlegt. Við erum með þunnskipaðan hóp í hörku sjéns á 4. sæti. Það er eins gott að fleiri menn meiðist ekki. Guð mun ráða örlögum þessa klúbs á næstu vikum…

    Ég hefði reyndar frekar viljað fá back up fyrir Lucas en einhvern á kantinn á þessum tímapunkti.

  113. Spælandi … mest með Salah til Chelski. En ég næ ekki af hverju einhver hér segir að glugginn hjá ManUtd sé upp á 10 en 0 hjá okkur. Er Mata svona súperfrábær leikmaður að hann gerir baráttuna um fjórða sætið við Liverpool ennþá meira spennandi? Og nöfnin sem maður sér í þessum leikmannaglugga … ja, kannski er ég bara svona mikill asni (þekki ekki nógu mikið) að ég virðist ekki hafa miklar áhyggjur.

  114. Afskaplega er þetta niðurdrepandi, að menn skuli ekki geta klárað nein kaup er alveg út í hött!
    Ég vill benda á það að liðin í kringum okkur styrktu sig og við féllum af lestinni. United er einungis 6 stigum á eftir okkur og þeir keyptu Juan Mata, einn besta leikmann Ensku Úrvalsdeildarinnar síðustu tvö árin og við svörum fyrir okkur með því að kynna Auglýsingasamning við Dunkin Donuts!

    En að öllu gamni slepptu þá finnst mér alveg kominn tími á það að Ayre fjúki! Þvílíkt klúður hjá honum og tja, bara öllum sem komu að þessu.. Er ekki að segja að okkur hafi sárvantað Konoplyanka, En við klúðruðum þeim viðskiptum og svo einnig misstum við af Salah.

    Við styrkjum okkur ekkert á miðjunni þrátt fyrir augljósa veikleika þar í fjarveru Lucas, Everton leikurinn lúkkaði vissulega vel, en t.d. Villa leikurinn… Guð, þarf að minnast á hann? Það var Horror! Að fá De Jong á láni hefðu verið býsna góð viðskipti held ég..Þetta gæti orðið dýrkeypt.

  115. Ayre og co burt og Camolli og hans menn inn hann kunni þó að landa kaupum, þessi gluggi er alger skíta fyrir svona stóran klúbb eins og okkar, þó að þessi Kono hafi komið er það nobody sem enginn utan Ukraínu vissi um og þessi one Big Sign orð sem gáfu mér 3 daga standpínu voru lýgi

  116. BBC segir núna rétt í þessu að formaður Dnipro hafi neitað að skrifa undir félagaskiptin. Hefur ekkert að gera með Ayre eða Konoplyanka eða fjölda umboðsmanna eða neitt, hann bara neitaði gæinn.

  117. Ágætis tilbreyting að leikmaðurinn fór ekki eitthvert annað, eins og til Dortmund, Chelsea, Tottenham eða jafnvel Southampton eins og Gaston Ramirez, þetta bara mistókst, og sennilega verst fyrir leikmanninn sjálfan.

    Komum í 30m + út úr januarglugganum, geri aðrir betur.

  118. #kony2014

    Heh, ég er þó ekki að stressa mig mikið á þessu. Sé markatalan tekin með, erum við með tvo leiki á Tottenham og þrjá á Manchester United, svo mikið betri er markamunur okkar. Þurfum að vinna 1-2 stóra leiki og halda haus í rest. Þessi kappi hefði bætt við breiddina, en það er ekki eins og okkur vanti mikið fram á við. Hef meiri áhyggur af DM/holding stöðunni.

    Enginn heimsendir í þessu, fjarri því.

  119. Svekkjandi, ekki bara útaf Kono – þetta er allt svo vandræðalegt, sem er faranlega vandræðalegt og sem betur fer er helgi, nenni ekki að díla við vinnufélagana steax eftir þetta fíaskó sem þessi gluggi hefur verið. Hvað ætli LFC faí fyrir Suarez ísumar ? Vonandi fer hann ekki til annars liðs à Englandi.

  120. Reka Ian Ayre takk… og alveg sama þó eigandinn hafi neitað að skrifa undir – að hann hafi verið þarna í Úkraínu í 4 daga til að komast að því kl. 11 á lokadegi, er ástæða út af fyrri sig til að reka þetta fífl…

  121. 163 Ívar Örn

    já, gott og vel, eigandinn vildi ekki selja og við áttum þ.a.l. aldrei séns.

    Af hverju í ósköpunum vorum við þá að eyða öllum þennan tíma í að eltast við þennan leikmann? Ég er bara ekki að skilja þetta. Var þetta allt saman eitt leikrit? Eigum við peninga til að kaupa sterka leikmenn?

  122. af hverju gat eigandinn og/eða dnipro ekki bara gefið það út strax að Kono væri ekki til sölu. Ég er að reyna að vera ekki brjálaður en það gengur illa 🙁

  123. Jæja á þá getum við farið að undirbúa okkur undir að segja bless við Suarez, getuleysið kemur fram aftur og aftur og guð já ég held að maður skilji bara Suarez full vel stuðningsmenn og leikmenn eiga ekki að sætta sig við þetta.

  124. Skil ekki hvernig menn geta verið ánægðir með vinnubrögð þessara manna sem fara fyrir klúbbnum, þ.á m. BR. Lygar eftir lyga í hverjum einasta glugga. Rodgers er ekki með pung, þessi Ayre getur ekki einu sinni landað meðalmönnum frá klúbbum sem enginn hefur heyrt um áður og Henry hefur engan áhuga á því að byggja upp klúbbinn, þetta er bara fjárfesting sem hann ætlar að græða á. Hefur ekki og mun ekki leggja cent inn í þetta. Svo má einnig benda á það að maðurinn hefur mætt á svona nema 2-3 leiki síðan hann tók við. Sýnir vel áhuga hans á þessu. Allir þessir menn mega taka pokann sinn.

    Þarf bara ein meðsli í viðbót og þá er þetta allt farið. Sjálfvalið í liðið þar sem við höfum bara 11-13 góða leikmenn, restin til uppfyllingar. Leikmenn byrjaðir að hrynja niður út af álagsmeiðslum. Það er ekki svo langt niður í 9 sætið félagar.

  125. Það var orðið spennandi að fá einhvern leikmann inn í Janúar.
    góð lið þurfa alltaf að endurnýja sig og bæta inn í hóp.
    í sumar komu nokkrir inn shako kannski stórukaup þess glugga.

    það tókst ekki að landa neinum í þessum glugga ég held svosem að þessi leikmaður hafi kannski ekki breytt svo miklu það sem eftir lifir tímabilsins það eru vísu allskonar fréttir að berast enþá t.d. þessi

    James Pearche hjá Echo:

    Medical & personal terms were done, LFC triggered buyout clause. Owner refused to sign paperwork.”

    ef þetta er rétt þá ætti lfc að leita réttar síns.

    held að við jöfnum okkur fljótt á þessu ég allavega treysti þeim leikmönnum sem eru þarna að klára þetta mót enda enginn ástæða til að halda annað.

  126. annars sé ég að einhver hefur editað owner hlutann í wikipedia-greininni um Dnipro… Það er víst A Massive Cunt sem á það núna.

  127. Það hefði nú verið frábært að hafa Podcastið í gangi núna um “kleinuhringinn” sem signaði hjá okkur í þessum glugga 🙂

  128. hvaða djö……fíflagangur er þetta…eyða 2 og hálfum mánuði í hinn sem endaði svo hjá chelsea og eyða nokkrum dögum í þennann, hvað er að ? var ekki hægt að ganga frá borði og fara yfir á plan b fyrst að enginn vildi selja heldur en að skríða á hnjánum á eftir einhverjum dúddum. Eigum nóg af kantmönnum áttum bara að hjóla í eitt stk varnarsinnaðan miðjumann.. búið að hafa klúbbinn að fíflum finnst mér. Algjört klúður!!!

  129. Stóíska róin á erfitt í kvöld.

    Bara eins og með Salah þá var þarna vissulega óvissubiti sem maður vissi ekki hvernig spjaraði sig en ég sit eftir með pirring og mest yfir.

    * Öll okkar leikmannapælingarflóra virðist vera í blöðum mjög fljótt. Berið saman kaup Arsenal á Kallstrom í dag við Kono-fréttirnar. Það veit ekki á gott.

    * Leikmannanefndin þarf að svara fyrir það að velja leikmann sem virðist vera hjá býsna miklum gaur í Úkraínu til að leggja sitt traust á í glugganum. Þegar hún var kynnt til sögunnar þá var talað um að hún færi í viðamikið “scouting” dæmi til að finna sína valkosti. Costa sagði sjálfur nei, manni skilst að Mkhitaryan hafi verið vandi út af eignaraðild þriðja aðila, Willian of dýr eins og Dempsey. Er það ekki hluti af því að velja leikmenn til að kaupa, þ.e. skoða umhverfi og líkurnar á því að þeir vilji koma?

    * Salah var eltur í tæpa þrjá mánuði, það finnst mér rosalegur tími að eyða til að fá svo ekkert út úr því. Þar þarf nefndin eða Ayre að svara hvað gekk eiginlega á?

    * Rodgers hefur nú í tvo mánuði notað ansi oft frasann “very thin squad” um liðið sitt. Margir töldu innáskiptingu Brad Smith vera ákveðin skilaboð til eigendanna. Á sunnudaginn eftir leik verður væntanlega hann enn spurður um þetta “very thin squad” sitt. Ég er sammála Roy Evans sem sagði á twitter í kvöld að það sem hann hefði mestar áhyggjur af væri að þessi kaupnefnd eða eigendurnir væru ekki að bakka hann nægilega upp í glugganum og að það væri í raun í þriðja skiptið af fjórum síðan Rodgers kom. Það finnst mér slæmt.

    Að því sögðu þá er það ekki heimsendir í dag að horfa fram til sunnudags og hlakka til leiksins við WBA, ég hef enn alveg trú á því að liðið haldi dampi og geti keppt um 4.sætið, en vissulega má þá ekki neitt bregða útaf meir á miðjunni í 5 vikur, hafsentaparinu allavega í 3 vikur og veturinn út með Suarez. Ef það gengur eftir eru margir vegir færir.

    OG. Þá kemur sumarið 2014. Vonandi verða þá eitthvað af þeim milljónum sem bættust í með samningum í janúar (t.d. Dunkin’ Donuts sem verður brandarinn úr leikmannaglugganum núna) hent í að kaupa marquee leikmann.

    OG. Vonandi tekst að landa því á stuttum tíma og án þess að fá fréttir af því á 3ja mínútna fresti.

    Over and out…nenni ekki meiri pirring.

    Áfram Liverpool FC!!!

  130. Ef að klúbburinn borgar klásúluna í samningnum þá hélt ég að það gæti enginn hjá Dnipro neitað….voðalega er það þægilegt ef Liverpool geti gert það sama með Suarez ef það er klásúla í samningnum hans þegar/ef Real mætir í sumar

  131. Auðvitað kaupum við marquee leikmann í sumar Maggi…

    …það verða til fullt af peningum eftir söluna á Suarez.

  132. @178 – endurtek það sem ég sagði að ofan um að Rodgers og no balls.

    Merkilegt líka hvernig þið félagar látið svo plata ykkur með einhverri “leikmannakaupanefnd”. Hverjir eru í þessari nefnd? Er það ekki bara Ayre, Rodgers og Henry? Endalausar afsakanir. Í þessum glugga var hægt að undirbúa alvöru atlögu að meistaradeildarsæti. Eins og Maggi bendir á er það mjög líklega fjarlægur draumur núna því það þarf allt að ganga liðinu í vil meiðslalega séð út tímabilið.

  133. Geinilega ekki metnaður til að komast lengra með þetta lið !!! Efast stórlega að við náum þessu 4 sæti sem við svo nauðsýnlega þurfum á að halda !!!

  134. Amen Maggi.

    Ég er ekki að skilja þetta. Eru menn ekki að átta sig á því að þeir eru að taka töluverða áhættu með því að styrkja hópinn EKKI. Við erum í algeru dauðafæri með að ná 4. sætinu þetta tímabil og það er alls ekki sjálfgefið að við fáum svona tækifæri á næstu árum. Það er líka alveg ljóst að Suarez fer ef við náum ekki 4. sætinu. Þess vegna var ég nokkuð sannfærður um að menn myndu spíta í lófanna og kaupa 1 – 2 sterka leikmenn í janúar til að auka breiddina í liðinu og leggja þ.a.l. allt í sölurnar með að tryggja 4. sætið.

    Þessi leikmannanefnd er klárlega ekki að standa sig og ímynd klúbbsins hefur skaðast, engin spurning.

    Ef Suarez fer þá fáum við einhverjar 70 – 80 milljónir punda og hvað svo? Hvaða leikmenn fáum við í staðinn? Engan sem er nálægt því í í sama kalíber og Suarez og topp leikmenn vilja spila í UCL.

    Jú, jú, við vorum frábærir á móti Everton, en við vorum líka ömurlegir á móti Villa stuttu áður. Svona jójó spilamennska mun ekki skila okkur 4. sætinu og guð hjálpi okkur ef við förum að missa fleiri lykilmenn í meiðsli.

    Það er erfitt að vera ekki fúll núna! Ég er bara ekki að skilja þetta. Svo eru þeir með tilbúið pep-up viðtal við aumingja BR. Hann er klárlega ekki sáttur með þetta.

  135. Þetta er mjög vandræðalegt fyrir klúbbinn hvernig sem á það er litið. Stuðningsmenn liðsins eru ekki ánægðir. Stórir bitar eins og Mata á lausu og Liverpool aldrei nefnt til sögunnar í því sambandi. Salah fer til Chelsea eftir að hafa verið sagður á leið til okkar í vikur. Svo fara þeir í nauð að elta leikmann í Úkraínu sem fæstir þekkja nema á síðasta “transfer” degi, og tapa þar líka, og allan tímann er BR að berjast í fjölmiðlum um að eitthvað sé hugsanlega eða ekki á leiðinni….vandræðalegt.

  136. Alls ekki hægt að neita að ég er alveg sjóðandi fúll yfir þessari típísku Liverpool niðurstöðu á leikmannamarkaðnum og kaupi ekki í eina sekúndu að þetta skrifist á vonda Úkraínumanninn sem allt í einu hætti við allt saman. Þetta eru verri vonbrigði en ömurlegi janúarglugginn árið 2012.

    Þessi ÓÞOLANDI innkaupastefna Liverpool virðist vera eitthvað sem þarf verulega að endurskoða enda nær Liverpool ekki einu sinni að vinna kapphlaup um leikmann þrátt fyrir að vera eina liðið í kapphlaupinu. Hvað er það svo mikið Liverpool að vera búið að semja um kaup og kjör, senda leikmanninn í læknisskoðun og ná samt ekki að sigla þessu í höfn, er hægt að vera mikið meira óþolandi?

    Benitez kvartaði hátt og snjallt yfir því að fá aldrei þetta litla aukalega til að landa þeim leikmönnum sem hann vildi helst fá og þurfti því alltaf að kaupa annan eða þriðja kost. Sá held ég að væri búinn að snappa ansi oft undir stjórn núverandi eigenda og núverandi innkaupastefnu.

    Pirringur minn beint svo algjörlega að FSG, ekki manninum sem fer fyrir félagið í samningsviðræður (að því er virðist) með aðra hönd bundna fyrir aftan bak.

    Staða Liverpool er auðvitað ekkert vonlaus og tímabilið heldur áfram, það breytir þó engu um þessa thunderskitu á leikmannamarkaðnum núna í janúar, enn á ný lokar leikmannaglugga án þess að Liverpool styrki byrjunarliðið svo vel sé hægt að greina (auðvelt núna).

    Það er svo bara kjánalegt að láta þetta fara alla leið á lokadaginn og enda svo enn á ný eins og kjánar. Hvað var verið að gera í allann vetur eftir að félagið klúðraði því að kaupa sóknarþenkjandi leikmann? Hvað þá í janúarmánuði? Glugginn hefur verið opinn síðan um áramót ekki bara í dag og í gær. Það er svo sannarlega ekki afsökun að hafa sóað nokkrum vikum í Salah þegar Konoplyanka var valkostur, mikið meira spennandi leikmaður.

    Ég hef enga trú á að Liverpool verði einir í kapphlaupi um hann næsta sumar ef hann verður ennþá target þá og guð hjálpi okkur ef það verður of seint þá, lesist við misstum á 4. sætinu og þá 100% pottþétt okkar langbesta leikmanni.

    Brendan Rodgers mætti sleppa því á sunnudaginn að tala um þetta frábæra starf sem unnið er bak við tjöldin hjá Liverpool við að ganga frá leikmannakaupum. Það ættu allir að sjá það núna að Liverpool er ekki nógu samkeppnishæft hvað þetta varðar.

  137. Menn búnir að hafa allan heilvítis mánuðin til þess að kaupa leikmenn í hóp sem verður að styrkja ef baráttan um 4 sætið á að vera! But no. Þetta er algjört getuleysi á háu stigi og annaðhvort Rodgers eða Ayre verða að taka pokan sinn ef meistaradeildarsæti næst ekki í vor. Þessir tveir munu standa eða falla næstu mánuði fram á sumar!

  138. Andrew Beasley ?@BassTunedToRed 6m
    Oh well, looks like #LFC will have to make do with a squad that’s got them more points so far than in 20 of last 21 years… LETS DO THIS!

  139. Er ekki bara verið að spila Ian úr stöðu ? Frábær í að negla auglýsinga-díla og reka fyrirtæki en vonlaus í leikmannakaupum!

    Þegar menn eru að vinna fyrir heimsklassa fyrirtæki eins og Liverpool þá á ekki að hlusta á menn útskýra að

    “þeir hafi gert allt sem var hægt að gera”

    þú átt að spurja þá hvernig í andks þeim hafi tekist að fá þennan gæja ( #eigandinn) til að skrifa undir!

  140. Fói, hvernig getur þú blandað BR inn í þetta? Hann hefur ekkert með leikmannakaup að segja. Heldur þú í alvöru að hann hafi ekki viljað styrkja liðið? Eigum við ekki að beina reiði okkar að rétta mönunnunum sem er Ayre og eigendurnir?

  141. Jæja þetta var fúlt! Það heyrir sögunni til.

    Enn jæja, við verðum þá líklega bara með 45 mörk+ í lok leiktíðar og 4 sætið tryggt…

    Ef Suarez,Sterling,Sturridge og Coutinho haldast heilir í þessa 16 leiki þá hef ég litlar áhyggjur. Skorum okkar share af mörkum og Gerrard lítur vel út í DMC…

    Flanno komin aftur, hann og Sterling verið frábærir, ekki veit ég hvað þeir gáfu þeim að borða þetta ár sem þeir voru saltaðir en það var eitthvað sterkara en spínat. Og virðast hafa vitað upp á hár hvenær rétti tíminn var að henda þeim aftur í djúpu laugina.

    Við erum með frábært lið! Framtíðin er björt.

    Áfram LFC!

    Kær kveðja, Ofurjákvæðni stuðningsmaðurinn….

  142. @189 – Auðvitað á BR líka sök að máli. Það er hans hlutverk að pressa á kaup á leikmönnum í þær stöður sem bæta þarf. Henry, Ayre og Rodgers eiga þetta allir í sameiningu. Hvað er Rodgers búinn að búa til mikið af væntingum seinustu mánuði með því að tala um 1-3 kaup í þessum glugga og talaði nú bara seinast um það í viðtali í vikunni.

    Fyrir minn smekk er svaðaleg skítalykt af þessu úkraínudæmi “save face”. Þeir skitu svo hressilega upp á haus með Sahla málið að ég gæti alveg trúað þeim til þess að hafa verið að reyna við leikmann sem var aldrei í boði til þess að hafa annan blóraböggul fyrir miklum vonbrigðisglugga.

  143. Sælir félagar

    Það er með þessi (ekki)kaup eins og kaupin á Salah að þau voru ef til vill ekki það sem mest á reið fyrir þessa leiktíð. Pirringur minn samanstendur ekki af missi þessara tveggja leikmanna

    Hitt er aftur á móti morgunljóst að innkaupastefna/innkaupanefnd, eða hvað á að kalla þennan skrípaleik, er ömurleg. Þessir sauðir hafa engin kaup klárað sem eru í lagi nema ef til vill kaupin á Sakho. Ég treysti þessum rumpulýð ekki á milli húsa hvað þá meir.

    Það verður þessum aumingjum að þakka/kenna ef 4 sætið glutrast niður vegna þynnku í hópnum. Fari þeir og veri og þrífist aldrei. Einhver mesta skita sem ég man eftir. Ég vona að Ayre og Henry hafi vit á því að halda kjafti það sem eftir lifir þeirra samtíðar með þessu liði. Aumingjar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  144. Rodgers á að hafa pung í að sannfæra þessa leikmannanefnd og FSG að honum virkilega vanti leikmenn til að fara með liðið í 4 sætið. Dalglish náði nú heldur betur að opna veskið hjá eigendum þegar hann stjórnaði liðinu!

  145. Ég er alveg vel rúmlega viss um að við náum fjórða sætinu! En ég er líka skíthræddur við að Moyesarinn og félagar í utd vinni meistaradeildina a la Liverpool style 2005 og lendi í 5-7 sæti og hirði meistaradeildarsætið af okkur!

    Hversu viðurstyggilega súrt væri það? Minnir að þessi regla hafi verið búinn til þegar við tókum meistardeildina 2005!

    Ég hugsa að ég myndi loka mig inni yfir allt sumarið og gráta!

  146. Ég held nú að veskis opnun kóngsinn er sá eldur sem fsg se að forðast Floi, annars er þetta umhugsunarefni að enginn yfir meðalmennsku vill spila með besta leikmanni í heimi

  147. Oh well, looks like #LFC will have to make do with a squad that’s got them more points so far than in 20 of last 21 years… LETS DO THIS!

    Nákvæmlega svona sem liðin sem ná árangri hugsa, við erum í flottum málum núna og því alveg óþarfi að styrkja hópinn! Alveg sammála því að það er óþarfi að leggjast í þunglyndi en þetta hugarfar finnst mér ekki heillandi. Liverpool þurfti að þétta hópinn með gæðaleikmanni núna, rétt eins og t.d. United gerði.

    Liverpool hefur verið að kvarta yfir þunnum hóp undanfarið og voru augljóslega að reyna að styrkja sig. Tveir tapleikir og við erum ekki lengur í 4. sæti. Gæti trúað að færri reyni þá að fegra þessa janúarskitu.

  148. Im totally flabbergasted hérna. 🙁
    Mig langar að nota virkilega ógeðsleg orð um þessa nísku kaupstefnu hjá Liverpool og mannveruna Ian Ayre sérstaklega en ég held ég sleppi því. Skulum bara segja að störf og orðspor margra eru í húfi eftir því hvort Liverpool nái í CL eða titilbaráttu í ár.
    Við erum búin að keyra sóknarmennina okkar út á stöðugum skyndisóknabolta með tilheyrandi hlaupum og með hrikalega þunnan hóp í dag.

    Spurning að við birtum aftur orðrétt á forsíðu kop.is hjartnæma bréfið sem Henry skrifaði haustið 2012 um að algjört aulaklúður þess sumarglugga (keyptu engan Striker í staðinn fyrir Carroll) myndi aldrei aldrei nokkurn tímann endurtaka sig? 🙂 Þeir væru sko alvöru playerar á leikmannamarkaðnum sem gætu keppt um hvaða leikmann sem er við hvaða lið sem er.
    Í þetta vorum við ekki einu sinni að keppa við neitt lið, bara okkar eigin djöfla sem halda aftur af liðinu.

    Halda þessir Kanar að við stuðningsmenn Liverpool séum algjörir fábjánar? Ég segi alltént bara áfram Liverpool og sendi leikmönnum stöðug jákvæð hugskeyti það sem eftir er leiktíðar. Ég elska Liverpool og allt sem liðið stendur fyrir. 4.sætið er það minnsta sem við eigum skilið eftir þessa leiktíð. Erum búnir að spila einna besta boltann í deildinni ásamt Man City og eigum að geta komist í CL þrátt fyrir allt. Vörnin hjá Man Utd og Tottenham er svo hrikaleg að ég sé þá ekki vinna þetta forskot okkar upp.

    Hérna er allavega bréfið fræga frá Henry í heild sinni. Lesið og hlægið;

    ————————-

    “I am as disappointed as anyone connected with Liverpool Football Club that we were unable to add further to our strike force in this summer transfer window, but that was not through any lack of desire or effort on the part of all of those involved. They pushed hard in the final days of the transfer window on a number of forward targets and it is unfortunate that on this occasion we were unable to conclude acceptable deals to bring those targets in.
    But a summer window which brought in three young, but significantly talented starters in Joe Allen, Nuri Sahin and Fabio Borini as well as two exciting young potential stars of the future – Samed Yesil and Oussama Assaidi – could hardly be deemed a failure as we build for the future.
    Nor should anyone minimise the importance of keeping our best players during this window. We successfully retained Daniel Agger, Martin Skrtel and Luis Suarez. We greatly appreciate their faith and belief in the club. And we successfully negotiated new, long-term contracts with Luis and with Martin.
    No one should doubt our commitment to the club. In Brendan Rodgers we have a talented young manager and we have valued highly his judgement about the make-up of the squad. This is a work in progress. It will take time for Brendan to instill his philosophy into the squad and build exactly what he needs for the long term.
    The transfer policy was not about cutting costs. It was – and will be in the future – about getting maximum value for what is spent so that we can build quality and depth. We are avowed proponents of EUFA’s Financial Fair Play agenda that was this week reiterated by Mr Platini – something we heartily applaud. We must comply with Financial Fair Play guidelines that ensure spending is tied to income. We have been successful in improving the commercial side of the club and the monies generated going forward will give us greater spending power in the coming years.
    We are still in the process of reversing the errors of previous regimes. It will not happen overnight. It has been compounded by our own mistakes in a difficult first two years of ownership. It has been a harsh education, but make no mistake, the club is healthier today than when we took over.
    Spending is not merely about buying talent. Our ambitions do not lie in cementing a mid-table place with expensive, short-term quick fixes that will only contribute for a couple of years. Our emphasis will be on developing our own players using the skills of an increasingly impressive coaching team. Much thought and investment already have gone into developing a self-sustaining pool of youngsters imbued in the club’s traditions.
    That ethos is to win. We will invest to succeed. But we will not mortgage the future with risky spending.
    After almost two years at Anfield, we are close to having the system we need in place. The transfer window may not have been perfect but we are not just looking at the next 16 weeks until we can buy again: we are looking at the next 16 years and beyond. These are the first steps in restoring one of the world’s great clubs to its proper status.
    It will not be easy, it will not be perfect, but there is a clear vision at work.
    We will build and grow from within, buy prudently and cleverly and never again waste resources on inflated transfer fees and unrealistic wages. We have no fear of spending and competing with the very best but we will not overpay for players.
    We will never place this club in the precarious position that we found it in when we took over at Anfield. This club should never again run up debts that threaten its existence.
    Most of all, we want to win. That ambition drives every decision. It is the Liverpool way. We can and will generate the revenues to achieve that aim. There will be short-term setbacks from time to time, but we believe we have the right people in place to bring more glory to Anfield.
    Finally, I can say with authority that our ownership is not about profit. Contrary to popular opinion, owners rarely get involved in sports in order to generate cash. They generally get involved with a club in order to compete and work for the benefit of their club. It’s often difficult.
    In our case we work every day in order to generate revenues to improve the club. We have only one driving ambition at Liverpool and that is the quest to win the Premier League playing the kind of football our supporters want to see.
    That will only occur if we do absolutely the right things to build the club in a way that makes sense for supporters, for us and for those who will follow us. We will deliver what every long-term supporter of Liverpool Football Club aches for.

    JOHN W HENRY

  149. Getum við ekki fengið Harry Redknapp til þess að sjá um samningagerð fyrir Liverpool í staðin fyrir vanhæfann mótorhjólakappa, sem er í markaðsfræði frekar en allt annað ! !

    Guð minn góður hvað þetta er ömurlegt hjá fsg og ayre litla.

    Þetta verður dýrt, ef við náum 4 sætinu þá verður það kraftaverk.

  150. Sælir félagar. Ég skrifa þennan póst gjörsamlega úturhellaður eftir vísindaferð frá því kl. 17.00 í Advania, því fína fyrirtæki sem þó vilja meina að Brad Pitt sé aðalpersóna Snatch, sem er einfaldlega ekki satt.

    Nú sé ég að enn ein kaupin hafi klikkað og kemur það vægast sagt á óvart þar sem ég hélt að þetta væri “done deal” þegar ég steig út úr húsi með það markmið að hella í mig. Því leyfi ég mér að efast um FSG, bandaríkjamenn og allt sem tengist hálfleiksræðum í kvikmyndum og fótbolta því það á enga samleið. Deildin verður ekki unnin með “inch by inch” ræðu frá Al Pacino, hún verðu unnin með alvöru kaupum. Og þau hafa algjörlega vantað síðustu 12 mánuði. Nú stökkva örugglega margir til og benda á Sturridge og Coutinho en þá bendi ég aftur á síðustu 12 mánuði. Frá 1. febrúar 2013 hafa engin gagnleg kaup genging í garð. Ég elska Sturridge og ég elska Coutinho en seinasta sumar fór ekki í neitt. Jú Sakho kom en hvað hefur hann gert á þessu tímabili? Loksins þegar við urðum almennt ánægðir með hann þá stökk hann í meiðsli. Aspas og Alberto eru líklegri til að bæta við svartholskenningu Stephen Hawkings frekar en að gera gagn af bekknum og ekki segja mér að þið sjáið vott af potential í þeim, ef þið gerið meira gagn í fjósum kl. 6 en inn á knattspyrnuvelli þá skuluð þið finna ykkur aðra starfsgrein. Salah, Konnsdofnaosdnfoasf, Mykasjdflkajfs, og restin af þeim sem þessum meisturum tekst á klúðra, hverjum er sama? En hei, það er ekki eins og þetta 1-4 sæti skipti einhverju? Við gerðum samning við kleinuhringi svo nú eru alli vegir færir. Verst að Johnson hefur fengið sér full mikið af þeim síðustu 2 mánuði svo nú þarf að kaupa 2 bakverði. Ég man ekkert hvernig þessi póstur byrjaði en FSG og USA og eitthvað má bara fokka sér burt.

    Hvar er næsti olíufursti? Ég nenni þessu ekki, fæ að horfa á besta fótbolta míns liðs frá því 2008, loksins möguleiki á CL sæti, 1-2 alvöru kaup hefðu tryggt það núna í janúar en nei. Excel skjalið sagði að það skyldi aðeins borga 15.72 milljón punda í raðgreiðslum næstu 44 mánuði og því skal ekki bjóða neitt öðruvísi en það. Deildin hefur alltaf unnist skv. stærðfræðijöfnum og því skal fara eftir þeim. Þess má geta að ég er búinn með þá allri þeirri stærðfræði sem ég þarf að klára til að ná verkfræðigráðunni minni og er enn að reyna að átta mig á tilgagnum með þessu helvíti. EN þessir USA men eru með þetta. Come on u Yanks! Inch by inch, play by play… Rodgers vinnur deildina á smáaurum og flottum hálfleiksræðum.
    Ég er off, hugsanlega endanlega, enda nenni ég ekki þessu svartnætti sem fylgir þessu liði. Hver er ekki búinn að vera þunglyndur síðustu 3 ár? Svo loksins þegar Gandalfur ríður fram gegn orkaskaramum ásamt útlögum Rohans og orkarnir flýja út í forboðna skóginn þá stöndum við kyrrir og neitum að borga fyrir toppmenn því þeir eru of dýrir.

    Blessaðir og djöfull vona ég að ég vakni á morgunn og sé að við höfum keypt einhvern og félagi minn er bara að fokka í mér,,, veit ekki einu sinni af hverju mín fyrstu viðbrögð voru að keyra hingað inn og skrifa póst og það undir fullu naffni en mér er sama. Blessaðir! 4-0 sigurinn var snilld, og ég ætlaði m.a.s. að sleppa að horfa til að lesa í kennlsubók en ákvað að kíkja á leikinn og sé seint eftir því.

    Liiiiivvvvveeeeeeerrrrpoooolllll !!!!

  151. Ekki yfir neinu að kvarta og fer sáttur í háttinn.
    110% viss um að þeir leikmenn sem hafa komið okkur þetta langt það sem af er tímabili, klári dæmið.
    MEISTARADEILD

    YNWA

  152. Við skulum ekki gleyma því að leikjaálag á hópnum er nánast EKKERT og þrátt fyrir meiðsli í hópnum þá eru þessir leikmenn sem hafa sem sterkast verið orðað við okkur ekkert haft neitt uppá að bjóða sem bætir úr þar sem við erum veikastir fyrir. Fæ enganveginn séð að hvaða leyti þessir ákv. leikmenn bæti hópinn fyrir utan að vera dýrari og meiri áhætta en þeir sem við eigum fyrir.

  153. Ég vildi að ég gæti “lækað” kommentin hjá Babú og Magga þúsund sinnum vegna þess að þeir hitta vel í mark.

    Ég er virkilega leiður yfir þessum glugga, það munar svo litlu að við séum með vel frambærilegt lið til að enda í topp 4. Að fá Konoplyanka hefði geta leyst ýmislegt, til dæmis það að Coutinho gæti spilað stöðuna sína sem sóknarþenkjandi miðjumaður. Ég hef enga trú á að við náum honum í sumar, enda er hann stútfullur af hæfileikum sem gætu gagnast hvaða liði sem er og miðað við vinnubrögð klúbbsins seinustu misseri að þá bendir ekkert til þess að við hreppum hann. Ég hef haft annað augað á þessum leikmanni síðan EM 2012 og langað í hann til Liverpool síðan.

    Mér finnst mjög sérstakt að Rodgers hafi talað um fyrir stuttu hversu lítill hópurinn er, en svo kemur klukkan 23:55 í kvöld frétt frá LFC.tv með fyrirsögninni: “My confidence in current squad”. Héldu þessir menn að aðdáendur myndu bregðast svona við: “ahh ok, þá skiptir þessu gluggi engu máli” ?

    Gat Rodgers virkilega ekki geymt þetta fyrr en eftir leikinn gegn WBA eða rétt fyrir hann? Ég skil samt ekki af hverju menn kenna Ian Ayre um þetta sérstaklega, hann notast bara við þær upplýsingar sem yfirmenn hans gefa honum. Þessi gluggi er 31 dagur og Liverpool var næstum því búið að fá tvo leikmenn, jafnvel þótt klúbburinn hafi verið búið að skoða annan þeirra síðan í október.

    Rodgers og klúbburinn geta allavega ekki vælt yfir janúarglugganum eða að þeir séu með of þunnskipaðann hóp.

  154. Við skulum ekki gleyma því að leikjaálag á hópnum er nánast EKKERT og þrátt fyrir meiðsli í hópnum þá eru þessir leikmenn sem hafa sem sterkast verið orðað við okkur ekki neitt uppá að bjóða sem bætir úr þar sem við erum veikastir fyrir. Fæ enganveginn séð að hvaða leyti þessir ákv. leikmenn bæti hópinn fyrir utan að vera dýrari og meiri áhætta en þeir sem við eigum fyrir.

  155. jæja grunaði ekki gvend. Þetta var bara ekta úranískur sirkus sem Ayre og FSG buðu okkur á síðasta degi gluggans. Hvílík hörmung ef þetta er málalokinn. Ég bara vorkenni Rodgers þurfu vinna með þessum fjábjánum.
    Kannski hafði verið betra reyna við hann Tom Ince enn fara þessu sirkusferð og spara flugmiðan sem Ayre eyddi i ekkert.

    Annars ég er með fína aætlun svo klúbburinn okkar getur keppt við stóru liðinn. Safna saman milljón liverpool stuðningmönnum sem geta lagt sirka 1000 pund í bankabók sem ætti þýða 1000 milljón pund. Kaupa þessa kana út, reka leikmannannefndina, byggja nýjan völl við Stanley Park og 150-200 milljón pund i leikmannasjóð fyrir sumarið.
    Frekar einfalt.

  156. ég er ekki stuðningsmaður liverpool en mér fynnst brendan rodgers ekki eiga það skilið sem fsg er að bjóða honum upp á .. hann á bara vera harðari seigja að hann fari ef þeir styrkja hopin ekki almennilega ….

    hvernig ætliði að trekkja almennilega leikmenn að liverpool ef þeir frétta að þið getið ekki klárað samninga við leikmenn sem enginn þekkir!?

  157. Ef þú getur ekki einu sinni fengið eigendur til að rífa upp veskið þegar þú ert í topp 4 og þær gríðarlegu tekjur sem því fylgja þá hlýtur það eingöngu að sýna framm á það að metnaðurinn er ekki til staðar eingöngu verið að horfa á tölur. Stefnan er greinilega að eyða engu sýna fram á sem bestan rekstur og selja á toppi. Að ætla kenna Ayre um þetta er bara kjánalegt hann er peð sem tekur við fyrirmælum frá þessum helvítís könum.Finnst ótrúlegt að hann væri sendur og látinn gera sömu mistökin 2 ef hann réði einhverju. Það er til lítils að vera 12 ríkasta félag í heimi þegar við missum af hverjum leikmanninum á fætur öðrum út af krónum og aurum. Vona bara að þeir drullist til að selja félagið sem fyrst og ekki til kana.

  158. Þeir ættu að kynna sér hið breska “7 p’s” (Prior Proper Planning Prevents Piss Poor Performance).
    Það er vonandi að þeir læri nú af þessu til tilbreytingar og gangi næst frá þessu með undirskriftum og öllu ÁÐUR en janúar- eða sumargluggi opnar.

  159. Sælir félagar. Síðasta sumar gerðum við allt sem við gátum til þess að halda Suarez og það gekk eftir. Nú hefur gengið okkar verið framúr væntingum og okkur hefur gengið virkilega vel. Ef okkur tekst ekki að ná fjórða sætinu er alveg ljóst að Suarez fer frá okkur. Hann sættir sig ekki við þessa meðalmennsku, heldur vill berjast um titla og komast í meistaradeildina.
    Eigendur liðsins gátu sannfært hann og okkur í þessum glugga en það misstókst algerlega. Nú er því staðan sú að margir vankantar eru á liðinu okkar og þurfum við að treysta á mikla heppni til þess að enda þetta tímabil vel.

  160. Held að við fáum hann ekki. Hvað með holtby eða carlton cole? Ég er bjartsýnn á þetta, hvar fær maður bestu LFC truflana í dag? Á góðu verði samt, er að safna fyrir ferð á leik.

  161. Þetta lætur okkur líta svo illa út man að það er svakalegt. Hvernig horfir fólk almennt á Liverpool í dag ef þeir geta ekki druslast til þess að klára ein panic leikmannakaup… Lítum út eins og kjánar… =(

  162. Ég næ ekki alveg pirringnum hjá sumum hérna af því að kaupin kláruðust ekki. Vilja afhausa mann og annan út af þessu. Mér skilst þó að ekki hafi staðið á Liverpool að klára þessi kaup heldur þeirri einföldu staðreynd að eigandi Dnipr vildi ekki selja og skrifaði ekki undir eina einustu pappíra.

  163. Pirringurinn Kristján, að mínu mati er að menn fara allt of seint í málið og eru að þrátta um krónur og aura. Ef FSG hefðu sent mann út í byrjun des og gefið honum tvær vikur, þá hefðum við allavega einn og hálfan mánuð upp á að hlaupa.

  164. Rúnar, kannski, kannski ekki. Við vitum ekkert hvað gengur á bakvið tjöldin en bara af því að kaupin kláruðst ekki þá eru menn aumingjar og lyddur. Ég veit ekki betur en FSG hafi verið í tvo og hálfan mánuð að reyna að kaupa Salah en svo hafi Chelsea komið og keypt hann. Því var farið í að kaupa Kono en það gekk ekki heldur upp, aðalega vegna tregðu eiganda Dnipr að selja. Svo láta menn eins og þetta sé einhver dauðadómur, liðið sé hlægilegt út á við, að menn séu ekki starfi sínu vaxnir; að liðið eigi bara að hegða sér eins og lið sem eiga olíufursta sem “sugardaddy’s”, staðreiða leikmanninn og engar refjar.

  165. Það þurfti að styrkja hópinn í þessum glugga, það er alveg á hreinu. En ég hef ekkert sérstakar áhyggjur af stöðunum fremst á vellinum. Við þurftum svo klárlega að fá inn mann í DM stöðuna, eitthvað hálftröll til að styðja við Stevie, Hendo og Allen í fjarveru Lucas.

    Ég er skíthræddur um að framhaldið verði strembið og 4. sætið náist ekki. Ef það er rétt hjá mér þá er Suarez á förum í sumar og það hægist á framþróun liðsins.

    Svo þurfa menn að fara að vanda sig betur í þessum kaupum. Við þurfum meiri gæði.

    Vonandi hef ég rangt fyrir mér og við verðum öll skælbrosandi með Suarez í sumar og hlökkum til Meistaradeildarkvöldanna næsta haust. Vonandi.

  166. Þessir síðustu leikmannagluggar minna að vissu leyti á myndina Liar Liar. Við stuðningsmennirnir erum litli strákurinn og Liverpool-klúbburinn er pabbinn, Jim Carrey, sem sífellt lofar upp í ermina á sér en veldur svo sárum vonbrigðum hjá stráknum sínum þegar hann stendur ekki við stóru orðin.

    Einhvern veginn var maður orðinn æstur í að fá Salah og Konoplyanka, þrátt fyrir að hafa ekkert þekkt til þessara leikmanna, en skýjaborgin hrundi sem fyrr – nú í n-ta skiptið þ.s. n er mjög stór tala. Ég hef þó engar svakalegar áhyggjur, sérstaklega þ.s. leikmenn eins og Sterling og Flanagan hafa farið langt fram úr mínum væntingum í vetur og liðið er búið með flest af bestu liðunum á útivelli … og svo mun Meistaradeildin auðvitað ekki trufla (væri þó frekar til í að hafa þá truflun).

    Við megum ekki gleyma því að eigendurnir eru hreinræktaðir viðskiptamenn og hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Þeirra áætlun var eflaust ekki að dæla peningum í félagið hugsunarlaust og það hefur svo sannarlega sýnt sig undanfarið. Þeir eru afar langt frá olíufurstunum í hugsun, eru ekki með peningatré í garðinum eins og þeir, og virðast ætla að tryggja tekjustraumana félagsins áður (sbr. kleinuhringina) en þeir opna veskið til að eyða peningum (svona eins og alvörufyrirtæki). Olíufurstarnir og rússnesku olígarkarnir hafa sannarlega breytt jafnvæginu í þessum heimi og skekkt myndina.

    Ég hef þó áhyggjur af því að John Henry og félagar séu einum of miklir viðskiptamenn í eðli sínu og of litlir fótboltaáhugamenn til að skilja fótboltaheiminn. Henry sést allt of sjaldan á Liverpool-leikjum og ég er ekki viss um að hann skilji til hlítar hvað er að gerast inni á vellinum. Það getur verið að hann þekki leikreglurnar í ruðningsheiminum en mögulega gilda aðrar reglur í fótboltaheiminum. Frammistaða Liverpool í þessum leikmannamálum er náttúrulega hálfhlægileg og stundum ímynda ég mér að Ayre sé ekki alltaf í skemmtilegustu aðstöðunni að þurfa að díla á sama tíma við tregt tékkheftið hans Henrys og kexruglaða olígarka í Úkraínu. Ég vil þó ekki fara sömu leið og lið eins og Tottenham og kaupa þúsund miðjumenn á 30 milljónir punda og hefta þá svo við bekkinn. Það þarf að vera einhver skynsemi í þessu en á sama tíma þarf líka að vera einhver trúverðugleiki í aðgerðum félagsins.

    Áhyggjurnar verða ekki minni næsta sumar þegar Suarez fær fararfiðringinn aftur eftir HM og eigendurnir munu virkilega þurfa að sanna fyrir stuðningsmönnunum að þeim sé alvara með liðið. Ef liðið endar neðar en í 4. sæti er alveg ljóst að Ayre og eigendunum verður kennt um hafa ekki náð að styrkja liðið í janúar … og varla nennir Suarez þá að hanga í Liverpool lengur. Það verður ekki auðvelt að fylla hans skarð ef hann fer. Ég býst við að næstu mánuðir verði uppfullir af yfirlýsingum Rodgers, Ayers og eigendanna um að keyptir verði toppleikmenn í sumar, að Suarez sé ofsaánægður og að allt verði frábært í sumar. Sjáum hvað setur.

  167. Ég þekki aðeins til Rússa var yfirmaður á rússneskum togara í Barenshafinu í nokkur ár.
    Jeltsin gerði þessa menn ríka þegar hann komst til valda til að tryggja völd sín. Þetta eru
    mafíósar upp til hópa og mjög erfiðir í öllum samskiptum,og sérstaklega hvað varðar
    alla samninga.

  168. @198

    Redknapp hefur lika staðið í samningagerð í yfir hundrað ár. Var hann ekki 36 ára árið 1893? Minnir ég hafi lesið það einhversstaðar. Kallinn kann’etta !!!

  169. Þetta er einfalt! Ef þú ert með leikmann í höndunum sem þú “átt” og vilt fá ákveðna upphæð fyrir, ekki hluta heldur uppsett verð. Þá er leikmaðurinn falur annars ekki. Ef menn eru ekki með peningana til staðar þá getur þú hoppað upp í r***gatið á þér.

    Þetta er bara hrikalega slappt og vonbrigðin mikil. Algjört metnaðarleysi því við “verðum” að ná þessu 4 sæti. Annars fer Suarez í sumar. We need a miracle !!!

  170. Ég er ekki að missa svefn yfir þessu fokki frekar en Salah.

    Merkilegt er að pirringurinn er ekki vegna leikmannsins, sem enginn veit haus né sporð á, heldur vegna þess að við fengum hann ekki! Ekki vegna þess að okkur sárvanti endilega mann í þessa stöðu heldur af því að það lítur illa út að missa af leikmönnum sem voru target. Við verðum aðeins að passa okkur sérstaklega með dílinn sem klikkaði í gær.

    Ef marka má fréttir er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þennan leikmann eitthvað sem enginn sá fyrir. Svona “black swan event”. Í gær virðist sem að einhver léttgjeggaður oligarki með mikilmennskubrjálæði neiti að skrifa undir samning sem lá á borðinu. Uppákoma af þessu tagi er sjaldséð sem betur fer en þetta er Úkraína. Landið er líklega spilltasta land í Evrópu og á heimsmælikvarða er það á pari við Kamerún og Sýrland. Það er nákvæmlega engu að treysta í Úkraínu nú um stundir og því er ráðlegt að hafa ekki uppi stór orð um vanhæfni Ian Ayre og félaga. Þeir hafa örugglega gert það sem þeir gátu.

    Ég er ekki svekktur yfir Salah eða þessum Konoplyanka en spyr mig hins vegar um innkaupastrategíuna? Þó að LFC sé í dauðafæri við þær 40-80 m evra sem þátttaka í CL gefur er samt enn verið að leita að miklu fyrir lítið. Rétta strategían hefði verið, að mínum dómi, að leita frekar í þessum glugga að miklu fyrir mikið.

  171. Ég var hérna inni í allan gærdag að fylgjast með hvernig færi með þennan Úkraínska leikmann. Vissi að hann var til, en annars ekkert meira fyrr en við vorum sagðir vera að kaupa hann, sem síðan gerist ekki.

    Mér finnst hinsvegar alveg óskiljanlegt hvernig við getum farið úr því að vera í 4 sætinu (þar sem við erum í dag) í það að eiga ekki lengur séns á því sæti, við það eitt að missa af leikmanni sem hefur aldrei leikið í annarri deild en þeirri úkraínsku. Hann hefði vonandi skilað okkur meiri breidd en t.d. Aspas en ég hef enga trú á því að það að hann hafi ekki komið sendi okkur niður í eitthvað svarthol.

    Hópurinn í dag hefur komið okkur í 4 sætið, þrátt fyrir veruleg meiðsli í allan vetur. Auðvitað erum við þunnskipaðir en þó við höfum misst af þessum leikmanni þá hef ég fulla trú á verkefninu!

    Hitt er rétt að þetta lítur ekki nógu vel útávið hjá okkur, og við erum svolítið kjánalegir. EF við hinsvegar endum í 4+ í vor þá mun þessi gluggi ekki skipta nokkru máli.

  172. Hvað eiga þessir leikmenn sameiginlegt: Suarez (2x), Carroll, Henderson, Adam, Downing, Enrique, Coates, Bellamy, Coutinho, Sturridge, Assaidi, Borini, Allen, Yesil, Sakho, Ilori, Mignolet, Aspas, Alberto, Toure (plús nokkrir lánsleikmenn)?

    Ég treysti FSG og Rodgers fullkomlega til að koma Liverpool í röð þeirra bestu og þó svo í þessum glugga hafi ekki heppnast að fá inn leikmann þá er það enginn heimsendir. Þetta er erfiður tími að kaupa leikmenn. Það hefur ekkert með metnaðarleysi að gera, frekar að vilja ekki láta taka sig ósmurt í óæðri endann. Eins og ég hef áður spurt, vilja menn olíufursta sem eigendur þessa liðs? Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að þurfa að halda með liði sem rekið af olíufurstum, einstaklingar sem eru að arðræna þegna sína og dæla svo peningum í fótboltaklúbba úti í heimi. Kann ég betur við þá stefnu sem er núna. Kannski vegna þess að ég er alinn þannig upp. Og við eigum FSG allt að þakka að Liverpool varð ekki gjaldþrota og er nú rekið á mjög svo skynsamlegan hátt. Þeir eiga klúbbinn, þeir ráða, eru með metnað og það sem er meira vert, reksturinn er ekki í tómu tjóni.

    Liðið hefur spilað gríðarlega vel í vetur (og þegar maður hefur efast þá hefur liðið troðið upp í mann, sbr. Tottenham úti og Everton heima) og engin ástæða að örvænta eða vera svartsýn(n). Liðið er í fjórða sæti og á auðveldasta eftir prógrammið af þeim líðum sem eru á topp 7. Liðið á mun meiri mökuleika að enda í 2.-4. sæti en í sætum fyrir neðan.

  173. Afhverju þurfum við Costa, Mikytarian, Willian, Salah eða Konoyplanka þegar við höfum Moses?

    Án gríns hérna er greinilega búið að finna einhvern veikleika í okkar liði og 5 tilboð farið forgörðum í sóknartengilið.

    Sterling er búinn að troða sokk ofaní flesta þannig að kannski er ekki eins akút að finna leikmann í þessa stöðu.

  174. Ekki nóg með það að vakna upp og svekkja sig á því að það kom enginn nýr leikmaður, heldur komst maður líka að því að Liverpool spilar ekki í dag 🙁

  175. Ja hérna hér!

    Það mætti halda að himnarnir hafi hrunið yfir jarðarbúa í gærkvöldi, geimverur komið og tekið yfir jörðina og niðurtalningin væri hafin til endaloka.

    Auðvitað hefði verið sterkt og gott að styrkja hópinn í þessum glugga, helst með tveimur leikmönnum. Ég vissi ekki betur en að okkar menn hefðu verið að vinna í því, akkúrat því!

    Það er bara því miður að koma í ljós í enn eitt skiptið að við eigum ekki séns í að keppa við rússagullið þegar kemur að leikmannakaupum. Ég veit svo sem ekkert hversu góður þessi Salah er en ég segi bara við hann ,,Verði þér að góðu að sitja á bekknum hjá þessum skítaklúbb, sem chelskí er”.

    Varðandi Konoplyanka að þá þarf tvo til að klára bissness (nema þú hafir verið eigandi íslensku bankanna í ,,góðærinu”) sem sagt það þarf seljanda og það þarf kaupanda. Í Úkraínu virðist seljandinn hafa verið moldríkur og áhugalaus einstaklingur. Það er ákaflega erfitt að kaupa ákveðna vöru þegar maður hefur ekki djúpa vasa og þegar seljandinn er ekkert spenntur fyrir að selja.

    Okkar fólk vinnur eftir ákveðnum struktúr og stór partur af honum er að eyða ekki peningum í glapræði sbr. Carroll og auðvitað launakjörin. Hið besta mál að mínu mati enda sýnir staðan hjá liðinu okkar að okkar menn eru ekkert að fíflast. Við héldum besta sóknarmanni heims í sumar og það var langt frá því að vera sjálfsagt! Við stefnum ótrautt í að klúbburinn okkar verði sjálfbær og það eingöngu örfáum árum eftir tæknilegt gjaldþrot.

    Ég veit ekki með ykkur en ég hef bullandi trú á hópnum okkar, á BR og FSG, burtséð frá einhverjum erfiðum kaupum í janúar glugga. Annað hvort ganga svona mál upp eða ekki.

    Við förum að fá til baka úr meiðslum núna á næstu dögum: Allen, Sakho, og svo koma Agger og Johnson einnig á næstu dögum. Lucas og Enrique koma ekki alveg strax en tíminn vinnur með okkur, sérstaklega þegar CL og EUFA fara af stað og álagið eykst mikið á hin liðin í kringum okkur.

    Ég er helvíti brattur á lokasprettinn enda erum við að bursta hvert liðið á fætur öðru, skorum fleiri mörk en flestir aðrir overall og spilum hrikalega flottan fótbolta. Þurfum að klára í topp fjögur og þá verður sumarið ein stór fótboltaveisla hjá okkur!

    Y.N.W.A!

  176. “Vellkominn Yevhen Konoplyanka ! !”

    A samt ekki birta pistilinn sem var buid ad semja ? værri allveg til i ad lesa hann 🙂
    þessi gluggi er nu buinn og var mikil vonbrigði.
    nuna er thad bara næsti leikur, WBA 3 stig i bodi thar.

  177. Mér finnst þetta allt voðalega skrýtið. Afhverju var verið að eyða dýrmætum tíma í þessa samninga þegar sá sem við var samið hafði greinilega ekki umboð til að semja. Þetta er elkert annað en klúður frá upphafi til enda og auðvitað bera stjórnendur Liverpool ábyrgð á því. Það er ekki hægt að afsaka sig með því að eigandi liðsins hafi ekki viljað skrifa undir. Afhverju var það ekki komið fram fyrr í ferlinu. Nokkuð ljóst að þetta þarfnast frekari útskýringa. Síðan þarf líka að koma fram hvort viðsemjendur hafi brotið reglur með atferli sínu.

  178. Sælir félagar

    Kristján#214 Ég kopiera handa þér skýringu á pirringi manna í samantekt Guderian#223 “Ég er ekki svekktur yfir Salah eða þessum Konoplyanka en spyr mig hins vegar um innkaupastrategíuna? Þó að LFC sé í dauðafæri við þær 40-80 m evra sem þátttaka í CL gefur er samt enn verið að leita að miklu fyrir lítið. Rétta strategían hefði verið, að mínum dómi, að leita frekar í þessum glugga að miklu fyrir mikið.”

    Þetta er nákvæmlega það sem menn pirra sig á. Það að menn skuli ekki kosta því til sem kosta þarf og hætta að hirða aurinn og henda krónunni

  179. Ég er svo svekktur að ég nenni varla að tala um þetta en langar samt að spyrja;
    Við hvern var samn.nefnd Liverpool að tala í Úkraínu í tvo sólarhringa??
    Hvernig stendur á því að leikmaður eftir leikmann er kroppaður úr faðmi samn.nefndar Liverpool, og sumir jafnvel “búnir að leigja sér íbúð í Liverpool”?
    Kannski veit enginn svarið, en ég er búinn að spyrja.

  180. Svona fór þetta bara og lítið sem ekkert við því að gera nema að bölva á netinu og öskra á næsta mann, nei kanski ekki alveg.

    Fyrst svona fór þá er bara eitt í stöðunni, liðið sem kom okkur i þessa stöðu verður bara að standa saman og halda áfram á sömu braut og tryggja okkur í CL á næsta ári.

    Rodgers er með flott lið í höndunum og núna þarf að keyra á þessum mönnum næstu 15 leiki eða svo.

    YNWA.

  181. Björn (@230) og þið hinir sem nennið ekki að lesa færslurnar hérna áður en þið postið sama tenglinum með sama kommentinu.

    Skiljanlega neitaði eigandinn. Þegar búið var að semja um verð á leikmanninum fékk einhver þá frábæru hugmynd að bjóða “visa-raðgreiðslur í 10 ár”. Það var ekki eigandinn sem stakk upp á því.

  182. Ég er ekki að kaupa það að eigandinn hafi neitað að skrifa undir kaupsamniginn.

  183. Búinn að fleygja þessum glugga yfir öxlina og spái ekki í honum meir.

    Mikilvægur leikur á morgun á móti WBA og City vs Chelsea svo sigur takk á diskinn minn.

    Ef við verðum ekki óheppnir með meiðsli þessa 15 leiki sem eftir eru í deild þá verðum við klárlega í top 4.
    En áhættan er að ef við byrjum að missa fleiri lykil(sóknarogmiðju) menn í meiðsli þá þyngist róðurinn.

    Mín spá, top 4 í maí og fullt af peningum á borðinu til að styrkja liðið fyrir næsta vetur.
    Leiðin liggur stöðugt uppá við.

    YNWA

  184. afhverju þarf alltaf að vera þetta svakalega væl hérna inni útaf leikmannakaupum? það eru bara 15 leikir eftir af tímabilinu og ég treysti þessu Liverpool liði fullkomnlega til þess að klára þetta tímabil á sama róli og það hefur verið á hingað til. við vorum meirasegja á toppnum á aðfangadag og nú láta menn eins og að við munum lenda í fall baráttu því við náðum ekki að kaupa einhvern úkraínumann sem enginn vissi hver var fyrir 4 dögum.

    liðið okker er búið að skora 57 mörk í 23 leikjum og við erum nýbúnir að slátra Everton 4-0. svo má ekki gleyma því að ef við vinnum á morgun gegn WBA þá er bara eitt stig í Chelsea og 3 sætið. en þeir eiga erfiðan leik við Man City á mánudag. hvernig væri að lýta frekar upp á við heldur en að hafa áhyggjur af því hvað liðin fyrir neðan okkur gætu hugsanlega gert.

  185. Þetta snýst ekki um persónur, hvorki Salah né Kono.

    Það voru til peningar fyrir Mikitarian, Costa og Willan. Við vorum, mjög opinberlega, á eftir þessum köllum. Gekk ekki, alltaf einhverjum öðrum að kenna.

    Svo átti að styrkja liðið í janúar. Við sátum einir að borðinu með Salah í 1-2 mánuði. Chelsea kom og kláraði það á tveimur dögum. Þá förum við á eftir kosti nr#2. Þremur dögum áður en glugginn lokar. Þeir ná að klúðra þeim díl korter í lokun.

    Hvað núna, þetta var auðvitað ekki okkuar að kenna. Afsökunin? Jú, hann var með klásúlu (sem enginn viss af fyrr en eftir að ljóst var að við höfum klúðrað þessu) en eigandinn vildi ekki skrifa undir.

    Ef það var málið, að þessi einn ríkasti maður heims vildi ekki skrifa undir afhverju var leikmanninum þá leyft að fara í gegnum læknisskoðun, hann þarf jú leyfi frá klúbbnum til að gera það. Afhverju var verið að ræða við þá í 2-3 daga ef að þeir vildu ekki og ætluðu ekki að selja hann? Merkilegt líka að þessi klásúla hafi hvergi verið nefnd fyrr en eftir að það náðist ekki að klára þetta. Hver er tilgangurinn með svona klásúlum ef þú segir samt bara nei, hlýtur að virkjast sjálfkrafa, hægt að klára kaupin og látið UEFA um að skera úr um rétt liðanna.

    Það er bara svo margt í þessu sem gengur ekki upp. Mér finnst líklegast, og hef nákvæmlega ekkert fyrir mér í þessu, að við höfum gert þá pirraða með lágum boðum eða lélegu greiðsluplani. Þeir hafa því farið í baklás og neita að selja. Það kæmi mér ekkert á óvart.

    Fjórða sætið ræðst kannski ekki á þessum leikmanni. En þetta snýst heldur ekkert bara um það. Þetta snýst um að styrkja hópinn. Ef þessir leikmenn eru betri en það sem við erum með í byrjunarliðinu í dag þá myndi það klárlega hjálpa liðinu að enda ofar. Gæðaleikmenn hjálpa alltaf til. Það er smá munur að eiga Coutinho/Sterling á bekknum í stað Aspas. Við getum ekki einu sinni notað þessa varamenn okkar gegn Bournemouth.

    Nú erum við í dauðafæri til þess að ná því sem eigendurnir hafa stefnt að síðan þeir keyptu klúbbinn. Samt var ekki sett pund í að styrkja minnsta hópinn af top 5-6 liðunum.

    Það koma ekki allir leikmenn okkar til með að haldast heilir þar til í maí. Það koma heldur ekki allir til með að spila vel þar til þá, eins og með alla leikmenn þá munu þeir detta í lægðir sem og spila óaðfinnanlega þess á milli. Sérstaklega þegar byrjunarliðsmennirnir okkar eru margir hverjir 19-21 ára gamlir. Í síðasta leik spiluðu Sturridge, Suarez, Coutinho og Sterling. Þeir hafa allir verið í byrjunarliðinu s.l. 2 leiki. Á bekknum, í þeirra stað, voru Aspas, Alberto og Moses. Það er breiddin.

    Við erum með flott lið – og vantar örlítið uppá til að vera komnir með lið sem getur gert hærri kröfur en bara fjórða sætið. Hljómar þetta kunnuglega? Við höfum verið í þessari stöðu amk tvisvar sinnum síðasta áratuginn eða svo en aldrei tekið þessi skref.

    Auðvitað er ekkert annað að gera en að girða í brók, flykkja sér á bak við liðið og styðja það á komandi vikum og vona að við náum að halda þessu gengi áfram. Þetta er gríðarlega jafnt og þá má ekkert útaf bregða.

    Ég ætla bara að vona að allur þessi peningur sem aldrei var notaður, sé raunverulega til og verði þá notaður í vor þegar við erum búnir að tryggja okkur CL sæti. Ef við ætlum hér eftir að kaupa menn sem styrkja liðið okkar þá mun vera samkeppni um þá leikmenn, þeir verða í þeim gæðaflokki. Getum við þá treyst því að við getum unnið þá samkeppni? Við verðum að hafa í huga að það eru ekki allir þarna úti Liverpool stuðningsmenn. Og ungir leikmenn í dag verða að fara á þjóðarbókhlöðuna og fletta í gömlum dagblöðum og skoða myndir í svarthvítu þegar Liverpool lyfti síðast deildartitlinum. Við getum ekki endalaust lifað í fortíðinni.

    Ef það aftur á móti næst ekki þá skoða menn vonandi hvað fór úrskeiðis og noti ekki Andy Carroll kaupinn sem afsökun enn og aftur. Skoðið frekar þetta allt í samhengi. Þremur dögum fyrir þau stóru mistök keyptum við Luis nokkurn Suarez og fannst mörgum hverjum það vera talsvert mikill peningur fyrir mann úr bara Hollensku deildinni. Tapið á Andy Carroll eru smápeningar m.v. gróðan af kaupunum á Suarez.

    Mitt point er – ef við ætlum að styrkja liðið þá eru þetta gæðaleikmenn. Við getum öll verið sammála um það. Oft þarf þá að borga premium. Sérstaklega þegar samkeppni er um leikmenn og það mun verða samkeppni um leikmenn í þeim gæðaflokki. Getum við treyst því að þeir sömu nái að landa þessum leikmönnum? Ef við hræðumst Tottenham í þeim slag er þá e-h von gegn stærri liðum? Maður spyr sig.

    En já. Það þýðir ekki að gráta Björn bónda og allt það.Nú er bara að ná þessu úr systeminu á sér og taka þrjú stig á morgun!

  186. Tek undir orð Guderian, Kristjáns Kristins og Svavar Station og annarra sem hafa tekið þann pólinn í hæðina að anda með nefinu og sýna stillingu þrátt fyrir nett vonbrigði. Þeir sem úthrópa FSG, Ayre, BR og kaupnefndina bendi ég á að hafa orð Shankly í huga varðandi stuðning við LFC í mótlæti. Við “töpuðum” fyrir stolti og stælum úkraínsks ólígarks. Stöff gerist. Erum með gott lið sem getur unnið hvern sem er á góðum degi. Moving on.

    YNWA

  187. Það er tvennt sem er neikvætt í þessu að mínu mati. Fyrir það fyrsta að Ayre hafi ekki lokað kaupunum. Já ég ætla að kenna honum alfarið um það (kv. bitri gaurinn). Þetta er afleiðing af Salah-dílnum, sem tók alltof langan tíma að klúðra, og þá var lítill tími til að klára þennan díl. Ef við hefðum viðtað það fyrir tveimur dögum að forsetinn myndi ekki skrifa undir þá hefðum við etv getað breikkað hópinn aðeins. Ég veit að klúbburinn gerði allt sem hann gat, en hann gerði það samt of seint. Mér er alveg sama þó að þetta og hitt sé ekki gert fyrr en á síðustu stundu osfv, það var vitað mál síðasta sumar líka að forsetinn væri moldríkur og “þyrfti” ekkert að selja Kono…

    Annað neikvætt er að þetta þýðir fleiri leikmannakaup í sumar vænti ég, sem þýðir minni tími fyrir þann leikmann að aðlagast lífinu á Englandi. Kono hefði ekki verið make-or-break leikmaður, en hann hefði etv byrjað eina 10 leiki og spilað slatta, og getað verið klár í allt á næsta tímabili. Í staðinn þarf hann, eða einhver annar, meiri tíma til að aðlagast, enda augljóst að það þarf að auka breiddina fram á við í sumar.

  188. Enn og aftur er þetta eins aulalegt og hægt er hjá Liverpool Football Club.

    Skipti engu hvern er verið að kaupa. Menn borga 7 milljón pund fyrir Alberto sem engin hefur heyrt um og önnur 7 milljón pund fyrir Aspas sem nokkrir sáu fá boltann tvisvar á móti Real eða Barca um árið. Á engan hátt er verið að yfirborga menn sem geta ekki einu sinni gert tilkall í byrjunarlið á móti Bourmouth.

    Svo eru menn búnir að “scouta” og “scouta” í nokkra mánuði leikmann eins og Salah sem er búin að standa sig vel í meistaradeild á móti jú, liðum sem spila í sömu deild og Liverpool. Þá vilja menn ekki “yfirborga” 11-12 milljón pund heldur láta Chelsea mæta á svæðið og klára málið á nokkrum klukkutímum.

    Þá snúa okkar menn sér að Koloplyanka og ætla aldeilis að stökkva til og klára það mál. Nei þá kemur í ljós að eftir að leikmaðurinn er búin að fara í læknisskoðun og semja um kaup og kjör að forseti liðsins vill ekki selja. Eru menn gjörsamlega gengnir af göflunum?
    Í hvaða samningarviðræðum er það að koma í ljós þegar skrifa á undir að annar aðilinn vill ekki gera business?

    Það versta í þessum glugga er samt að menn hefðu frekar átt að eyða tíma sínum í að klúðra inn leikmanni í stöðu miðjumanns eða bakvarðar. Jafnvel yfirborga einhvern spaða sem spilar í portúgölsku 1. deildinni eða fyrir B lið Barcelona.

    Held svei mér þá að það væri allra hagur ef okkar blessaði framkvæmdastjóri Ian Ayre yrði bara eftir í Úkraínu, held að þeir hafi meiri not fyrir hann heldur en LFC. Hvað eru þessi menn að gera í vinnunni frá 8-5?

  189. Sælir.

    Slakið á. Okkar vantar ekki sérstaklega kantmann. Sérstaklega einhver sem fáir hafa heyrt um.

    Í máli Úkraníumannsins og í ensku deildinni erum við að keppa olíuauð. Við vinnum ekki deildina með að eyða meiri pening en Man City og Chelsea sem lifa á olíuauð. Við vinnum á ekki heldur að borga yfirverð til eiganda Úkraníumannsins sem á einmitt nóg af peningum.

    Slakið á og horfið á Moneyball með Brad Pitt í aðalhlutverki. FSG hefur staðið sig frábærlega í því að byggja félagið upp.

    Sjáið til við eigum eftir að gera góða hluti.

  190. Arfaslakur árangur hjá LFC í þessum glugga. Bíða fram á síðustu mínútu og semja ekki fyrst við eigandan sem ræður þarna öllu. Og missa einn til Chelsea.

Konoplyanka á leiðinni?

West Brom á morgun!