Konoplyanka á leiðinni?

Góðan og gleðilegan miðvikudag. Liverpool vann víst knattspyrnuleik í gær, heldur betur, og er á góðu róli. Eftir töpin tvö gegn stórliðunum í lok síðasta árs hefur liðið byrjað árið 2014 með stæl og er með 10 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum deildarleikjum. Í gær urðu svo vatnaskil í baráttunni um Bítlaborgina, eins og Maggi gerði svo góð skil í frábærri leikskýrslu.

Næsta mál á dagskrá er svo að ljúka yfirstandandi leikmannaglugga á mannsæmandi hátt. Nú berast fréttir af því að okkar menn ætli að vera fljótir til í kjölfar Salah-missisins og hafi auðkennt Yevhen Konoplyanka hjá Dnipro Dnipropetrovsk (segið þetta fimm sinnum, hratt) sem næsta skotmark. Chris Bascombe hjá Telegraph skrifar frétt um málið og Tony Barrett hjá Times staðfestir söguna. Þeir tveir eru gríðarlega vel tengdir inn í klúbbinn og því er þetta allt að því eins sönn saga og hægt er að fá á þessum tímapunkti. Brendan Rodgers staðfesti sjálfur eftir leik í gær að félagið vonaðist til að klára ein stór kaup (“major signing”) fyrir lok gluggans.

Það eru þrír dagar eftir og því ljóst að það stefnir í F5-törn hjá okkur Púllurum.

Eins og skyldan segir til um sjáum við nú myndband. Ég hef séð til kauða með úkraínska landsliðinu og hann virkar mjög flottur þar. En, dæmið sjálf:

http://www.youtube.com/watch?v=UODXHNAVdeA

Koma svo. Nú er orðspor FSG og Ian Ayre undir, kláriði þetta dæmi fyrir Rodgers!

Uppfært: Barrett hjá Times er núna búinn að birta grein sína og segir Liverpool hafa boðið 15m punda í kauða. Menn tímdu ekki að fara svo hátt í Salah sem var skotmark nr. 1 en bjóða svo þessa upphæð í Konoplyanka? Ókei. Erfitt að lesa það öðruvísi en sem örvæntingu. Allavega, sjáum hvort þetta hefst fyrir vikulok.

161 Comments

  1. Voðalega væri nú gaman að sjá FSG taka þumalinn úr ra** á sér og gera eitthvað sem tæki skemmri tíma en 10 ár að kaupa en er þetta virkilega staðan sem við þurfum að eyða í? er ekki betra að skoða DM og LB fyrst ég bara spyr, ef það er til 15 mill fyrir (ætla ekki einusinni að reyna við nafnið) er þá ekki til money fyrir t.d. Luke Shaw bara svona áður en scumms eða city taka hann þótt að hann kosti 5 mills+ meira þá er það nú örugglega betri kaup.

    En flott ef satt er að FSG hafi fundið veskið sem hefur verið týnt síðan í sumar og að panic buy sé farið af stað… það virka nefnilega alltaf svo vel….

    Frábær leikur í gær.

    YNWA……

  2. Alltaf gott að fá góða menn en er vængmaður akkúrat sá sem við þurfum núna?

  3. Þetta var sá leikmaður sem ég var hvað mest spenntur fyrir í sumar.

    Ég er búinn að sjá marga leiki með Dnipro 2013 og hann…. einmitt 🙂 Nei ég hef bara lesið um kauða, var auðvitað frábær gegn Englandi og hlóð í eina BOBU þar. Hann er klárlega eftirsóttur, og þetta myndi flokkast sem stór kaup hjá okkar mönnum. Er t.a.m. mun stærra nafn en Salah, hvað sem nú verður. Nú er bara að klára málið. M.ö.o. getur ekki einhver annar en Ayre tekið þetta að sér?

    Okkur vantar vissulega mann á vinstri vænginn. Kannski ekki sú staða sem við þurfum hvað mest að styrkja (bakvörður og miðjumaður). En hann getur engu að síður leyst flestar stöður þarna frammi, tía og sem fremsti maður.

    Klárið þetta!

  4. Viðurkenni að þegar að ljóst var að þeir hættu við Salah, þá hélt ég að það væri lóðbein tenging við meiðsli Lúkasar. Svo aurunum ætti frekar að eyða í DM og/eða LB. Svo að þessi kaup skil ég illa (ekki að ég sé á móti þeim, ekki mínir peningar og við þurfum klárlega að þykkja þunnan hóp) en DM er vandræðastaða og sú versta í raun, sérstaklega þar sem að sú ryksuga er helmingi mikilvægari nú þegar að við spilum með bæði Sturridge og Suarez inná. Ástandið er lítið skárra í LB, þar sem Sissokho blessaður er bara hjákátlegur í rauninni. Það er svo mikill getumunur á honum og öðrum að það er vandræðalegt. Svo: plonkoplanko er velkominn – en það er skrítin forgangsröðun.

  5. þeir voru 2 rosalegir orðaðir við okkur i sumar báðir frá ukrainu.

    yarmolenko og konoplyanka, hvor þeirra er betri ? vitiði það ?

    eg man að eg var spenntur fyrir þeim baðum..

  6. Við, sem höfum gagnrýnt LFC fyrir að hafa misst af Salah, getum horft á þetta þannig að Kono var alltaf target númer eitt, við sýndum Salah áhuga til að Tottenham eða Chelsea keyptu hann, og fórum svo á eftir aðal targetinu eftir að þeir höfðu keypt Salah. Þvílík snilld! Eða….

  7. Frekar væri ég til í kollega hans hjá Kiev, hann Yarmolenko en ætli verdmidinn á honum sé ekki talsvert hærri

  8. ja yarmolenko hja kiev virðist flottari leikmaður a youtube, hann skorar lika meira en hinn..yarmolenko er með 50 mork i 136 leikjum fyrir kiev en konoplyanka með 25 mork i 125 leikjum fyrir sit lið.

    þeir eru báðir fæddir 1989..

    en eg spai þvi nu samt að tottenham geri tilboð nuna i dag i konoplyanka og þa vonandi taka okkar menn yarmolenko i staðinn…

  9. Oft þykir mér eins og þeir sem skrifi á þessa síðu telji sig hafa eitthvað að segja í leikmannamálum Liverpool, liðsuppstillingu, etc. Sitji við stærðarinnar hringborð ásamt Ian Ayre og Brendan Rodgers. Því miður er það ekki raunin, eða kannski sem betur fer?

    En ég ætla að ímynda mér að ég geri það núna. Ég rís upp og æpi bandbrjálaður á þessa gæja: “AF HVERJU Í FJANDANUM FÁUM VIÐ EKKI ÖRVFÆTTAN MANN?” Salah var örfættur, og bauð upp á þá ógn að geta “skorið inn” frá hægri kanti og hótað skoti. Með því að fá örfættan kantara getum við sett Sterling yfir á vinstri. Svo geta þessir menn svissað ef út í það er farið.

    Vandamálið er, að Sturridge er eini örvfætti leikmaðurinn fyrir utan varnarmenn. Ég skil ekki af hverju við ættum að eyða 15 milljónum punda í stöðu sem við erum ágætlega mannaðir í. Ég veit að Sterling getur meiðst og þá er fátt um fína drætti, en Ibe er efnilegur og svo er fullt af leikmönnum sem geta leyst þessa stöðu. Ef það á að kaupa í hana, kaupið þá örvfættling!

    G.

  10. Ástæðan fyrir því að Konoplyanka er dýrari en Salah er sjálfsagt sú að hann er 3 árum eldri, spilar í töluvert betri deild og er einnig búinn að vera flottur á international leveli með Úkraínu. Ég er reyndar mikið spenntari fyrir landa hans Yarmolenko sem virkar skemmtilegri leikmaður sem að skilar fleiri mörkum! Í fullkomnum heimi hefði verið hægt að styrkja 3 stöður: LB, DM og þar að auki einn Winger. Maður yrði svosem nokkuð sáttur í lok glugga ef að gengið yrði frá einum stórum kaupum, liðið er ekki að spila í evrópu þannig að budgetið leyfir ekki meira að svo stöddu sem er svosem skiljanlegt!

  11. Ef af verður eru þetta auðvitað bara góðar fréttir, það að breikka hópinn smám saman með mönnum sem eru kandídatar í byrjunarliðið er auðvitað bara jákvætt. Og það má öllum vera ljóst að það þarf að breikka hópinn.

    Hvað varðar forgangsröðun, þá er staðan vissulega þannig að ef við skoðum t.d. bara liðið eins og það var í gær, þá var maður bara mjög sáttur með mennina í nánast öllum stöðum. Einna helst að það væri hægt að “upgrade”-a Cissokho og Toure. Staðan sem Toure spilaði verður auðvitað ágætlega mönnuð þegar Sakho og Agger koma úr meiðslum, en fáliðaðra í vinstri bak.

    Bottom line: fínt að breikka hópinn, og svo væri gaman að fá 1-2 í viðbót. Best væri auðvitað ef það gerist í þessum glugga, það þarf jú ekki annað en að Gerrard meiðist og þá er allt í tómu tjóni á miðjunni.

  12. Er mig að dreyma? Eru menn ósáttir ef þessi Konop kemur? Við þurfum vissulega DMC en við þurfum líka breidd í sóknarleikinn og menn til að mata og þjónusta SAS. Ég verð mjög glaður ef þetta klárast…og svo kemur vonandi líka eitt stykki defensive midfielder.

  13. Hvort sem þessi gaur er stórt nafn eða ekki, þá er hann allavega með stórt nafn… 11 bókstafir bara í eftirnafninu!

  14. Ástæðan fyrir því að *skrolla upp til að taka copy/paste af nafninu* Konoplyanka er dýrari en Salah og tilboðið í hann mun hærra er að þetta er mun stærra nafn í boltanum og mun meira spennandi kostur. Eins er hann eldri og líklega nær því að vera klár í slaginn.

    Þori ekki að vona að þetta sé að fara gerast enda búið að svekkja okkur andskotans nógu oft. PSG, Dormund, Arsenal eða whoever kemur inn á lokakaflanum og klárar þetta mál á korteri.

  15. Hvaða hálfviti er ekki til í að koma til LFC þessa dagana? Ég velti því fyrir mér hvað Gylfi var að hugsa þegar hann horfði á Derby-slaginn í gærkvöldi með poppskálina og sódavatnið.

    Við munum fá styrkingu og þegar hún kemur þá verður hún gerð með leikmönnum sem hafa áhuga á að spila með Liverpool en ekki gullgröfurum sem horfa eingöngu í aurana.

  16. Má kannski segja að BR hafi “fúlað” Móra og Tjélskí? Þetta hljómar eins og kenningin með Eyjabakka og Kárahnjúka.

  17. Ég verð að segja að ég vill frekar sjá þennan dreng koma af bekknum heldur en greyið hann Moses! Það er fínt að fá þennan pilt og ég efast ekki um að Rodgers og félagar hafa unnið sína heimavinnu þegar kemur að því að vega og meta hans hæfileika.

    Ég yrði ekkert hissa ef við fáum svo eitt stykki DMC að láni áður en glugganum verður lokað.

  18. Við þurfum að auka breiddina í liðinu það er alveg klárt mál og því væru þessi kaup vel þegin. Það má færa rök fyrir því að það þurfi að setja meir áherslu í backup fyrir Lucas.
    Menn eru búnir að vera æpa eftir því í nokkur ár en ég hinsvegar sé ekki ástæðu til að Rodgers kaupi mann í þá stöðu því það er klárt mál að hann sér meistara Captain Fantastic í þá stöðu ef að Lucas er meiddur. End of story.

    Hvað varðar vörnina þá ættu flestir að sjá það að meiðsli eru ekkert í eðlilegu ástandi, það eru allir byrjunarliðsmennirnir meiddir fyrir utan Skrtel. Það eðlilega heggur stór skörð í liðið og myndi gera það hjá hvaða liði sem er. Ef hinsvegar allir eru heilir þá er varnarlínan hjá okkur bara býsna góð.

  19. Hef aldrei heyrt um kauða en á myndbandinu að meta er hann töluvert fljótur, snöggur af stað og heldur boltanum vel hjá sér. sæmilegasti skotmaður, en erfitt að dæma gæði hans út frá myndböndum… Úkraínska deildin er heldur ekki sú sterkasta. Þó er oft gott við austur evrópubúa að þeir eru mjög ákveðnir.
    Sjáum hvað verður. Ég vona að þetta séu samt ekki “stórkaupin” sem Rogers á að hafa verið að tala um…

  20. Las einhver staðar að Henry hafi ekki verið allskostar ánægður með klúðrið á Salah og pirraður á þessari transfer committee. Hefur því líklega skipað Ayre að gyrða upp um sig og eyða smá pening til að hjálpa liðinu.

    Koma Konoplyanka er væntanlega til þess að Coutinho þurfi aldrei að spila aftur á vinstri kantinum (sem kom berlega í ljós gegn Aston Villa að hentar honum illa ) heldur geti verið þar sem hann spilar langbest: Í holunni fyrir aftan Strikerinn að mata hlaup inní teig með stuttum hárnákvæmum sendingum.

    Konoplyanka er skruggufljótur, líkamlega sterkur, frábær skotmaður og með góðar sendingar og ágætis tækni. Allt hlutir sem kantmenn verða að hafa í enska boltanum. Rodgers er því að fá leikmann sem hentar í hans leikkerfi og kaupa fyrir hans framtíðarsýn með Liverpool. Það er mjög jákvætt.

    Ég hef auglýsti eftir því lengi hér að Liverpool hætti að kaupa einhverja óharnaða spagettíbossa frá Ítalíu og Spáni (Borini, Aqualani, Aspas, Alberto o.s.frv.) og einbeitti sér frekar að squad leikmönnum hjá ríkustu félögum heims sem eru ekki að fá mikinn spilatíma og vilja sanna sig (Sturridge, Montoya o.fl.) eða leikmönnum frá Þýskalandi og Austur-Evrópu sem eru agaðir og líkamlega sterkir. Menn sem eru tilbúnir í enska boltann strax. Koma Konoplyanka smellpassar inní það og ég yrði því hæstánægður með þessi kaup.

    Hinsvegar megum við ekki halda að eftir frammistöðu Gerrard í gær að við þurfum ekki lengur að kaupa alvöru mann í þessa holding midfielder stöðu. Gerrard leggur sig alltaf 200% fram í leikjum gegn Man Utd og Everton og því er lítið að marka þetta auk þess sem við öfugt við Aston Villa leikinn þá lágum við aftarlega í gærkvöldi og vorum minna með boltann. Við virkilega þurfum að kaupa alvöru mann í þessa stöðu. Sennilega væri best að fá einhvern á láni út leiktíðina og hafa svo allt sumarið í að finna arftaka Lucasar.

  21. Góður leikmaður sem ég verð sáttur með að fá til Liverpool, þetta myndi væntanlega þýða að Coutinho mun spila meira sem fremsti miðjumaður. Einhverjir kalla eftir vinstri bak og varnarsinnuðum miðjumanni, og það er klárlega eitthvað sem okkur vantar, en… ég man nú ekki eftir neinum sérstökum sem væri hægt að fá á góðum prís núna í janúarglugganum. Ég vil amk ekki að félagið fari að yfirborga fyrir miðlungsleikmann í þessar tvær stöður.

  22. Ja hér,hvað vitið þið um það nema að annar leikmaður sé á leiðinni,menn hér á þessari síðu
    tala bara einsog þeir viti bara allt um hvað LFC er að gera í leikmannamálum,slakið aðeins á og sjáum hvar þessi gluggi endar.

  23. Úkraínumaður, væng eða varnarmenn……….. who cares…. ég er ennþá í skýjunum eftir gærkvöldið! :O)

  24. Segi eins og Babú, ætla ekkert að fagna fyrr en ég sé mann með trefil búinn að skrifa undir.

    Man eftir þessum strák úr umræddum leik gegn Englandi þar sem hann olli miklum vanda með sínum hraða, en auðvitað eins og alltaf eru öll kaup spurningamerki, líka þessi.

    Við skulum ekki gleyma því að í haust talaði Rodgers um það að hann vildi fá markainput frá fleiri leikmönnum liðsins, það vantaði upp á leikmann/leikmenn í hópinn sem skora og/eða skapa 30 mörk á ári.

    Svo að þó að þörf á vinstri bakverði og nýjum miðjumanni sé nokkuð augljós að mínu mati þá þurfum við ennþá þessa eiginleika inn í hópinn sem Rodgers talaði um. Þó að Sterling sé magnaður, þá er það bara unglingurinn Ibe sem bakkar hans eiginleika upp og ég styð því algerlega að fá slíka týpu inn í hópinn.

    En bíðum eftir undirskriftinni…það er þetta með barnið og að það læri að forðast eldinn…

  25. Og ég sem hélt að það væri komið í lög félagsins að kaupa aldrei aftur Úkraínumann

  26. Tekið af Wikipedia-síðunni um Konoplyanka:

    He also has a penis the size of a redwood tree, with which he intimidates his opponents.

    Hljómar spennandi

  27. Ég tek öllu með fyrirvara og varðandi nyjasta orðrómin þá bara veit ég ekkert um þennan úkraníumann. Hafa úkraniumenn meikað sg í ensku úrvalsdeildinni. Ég bara spyr. Voroin gat litið sem ekkert og aðrir bara vonbrigði.

  28. Já, Wikipedia-síðan hans Konoplyanka hefur verið mikið breytt í dag, enda mikið til af fyndnu fólki í heimunum.

  29. Ben Smith á BBC segir að Yevhen Konoplyanka hafi verið skotmarkið fyrir næsta sumar en vegna Salah klúðursins hafi verið ákveðið að fara í þessi kaup núna í januar.
    Þessi strákur virkar hrikalega snöggur með góðan hægri fót.

    Vonandi verður þetta klárað áður en önnur lið fara að kíkja á netið og sjá að Liverpool séu á eftir honum.

  30. Þeir segja einnig að Dave Fallows sé á leiðinni að semja um þessi kaup og vonandi þíðir það að Ian Ayre sé á leiðinni eitthvert annað að semja um annan leikmann.

  31. Er ekki fínt að fá einn frá Síberíu. Vetrarmánuðirnir á Englandi eru eins og Ibiza fyrir hann.

  32. Það má vel vera að þetta nafn sé ekki kunnugt mörgum, en þessi strákur hefur verið orðaður við okkur og marga aðra í talsverðan tíma. Nú hefur maður verið að “skanna” vefsíður hér og þar og alls staðar eftir leikinn í gær (enn brosandi í nokkra hringi) og sjúga í sig allt þetta jákvæða sem er í gangi hjá Liverpool FC. Þrátt fyrir að Twitter í gær liti út fyrir að við værum aðeins spölkorni frá því að lenda í bullandi fallbaráttu, þá geta glöggir séð á öllu að við erum með algjörlega stórbrotið fótboltalið sem er að fara fram út væntingum flestra. Gera menn sér almennt grein fyrir því að við erum búin að sjá liðið skora 57 mörk í þessum 23 leikjum sínum? Við vorum að setja 4 kvikindi framhjá nágrönnum okkar sem voru fyrir leikinn með næst fæst mörk fengin á sig?

    Nei, ég bara neita að taka þátt í einhverju neikvæðu rausi. Núna strax eftir leik er þessi leikmaður orðaður sterkt við okkur og það frá mjög ábyggilegum fréttamönnum. Leikmaður sem hefur verið einn sá albesti í virkilega öflugu landsliði Úkraínu og spilar í deildinni í heimalandinu. Við höfum séð 2 risakaup úr þeirri deild nýverið, Fernandinho kom á 30 milljónir punda til City og hefur smollið vel þar inn. Hinn fór frá Shaktar, með örstuttri viðdvöl hjá Anzhi og þaðan til Chelsea á risa upphæð, já, hann heitir Willian. Sem betur fer eru margir að fagna mögulegum kaupum á þessum kappa, enda klárlega MAJOR signing ef það tekst að landa honum.

    En samt sér maður ekki færri athugasemdir hjá íslenskum Poolurum sem telja þetta ekki nægilega stór kaup, ekki nógu stórt nafn og eitthvað þar fram eftir götunum. Hvað vilja menn eiginlega? Vita menn í alvöru ekki að við erum ekkert á sama level og City, Chelsea og Man.Utd þegar kemur að peningaupphæðum? Er það bara eitthvað big surprise?

    Ég kynnti mér þennan leikmann talsvert í sumar þegar orðrómurinn var hve hæstur og leist alveg hrikalega vel á. Ekki ætla ég einu sinni að reyna að ljúga því til að ég sé búinn að sjá eitthvað marga leiki úr deildinni í Úkraínu, en hef þó sé þennan kappa nokkrum sinnum með landsliðinu. Kaup á leikmönnum er alltaf ákveðið Lottó, en þessi kaup (ef af verður) meika svo perfectly sens fyrir okkur að það hálfa væri hellingur.

    Einhverjir vilja reyndar meina að við þurfum að styrkja slatta af fleiri stöðum en þessa, gott og vel og geta menn vel fært rök fyrir því. Ég er þó á því að við erum aðeins einum meiðslum frá því að vera mjög illa settir þegar kemur að sóknarstöðunum okkar, þá er ég að meina annað en uppi á toppnum. Með Coutinho sem miðjumann (sem hentar honum lang best) þá erum við einfaldlega mjög þunnskipaðir í kantframherjastöðunum, og lið sem snýst um góðan sóknarleik, það má ekki við því að vera í þeirri stöðu að þurfa að fara að treysta á mjög unga og óreynda menn í þær stöður.

    Auðvitað væri maður til í góðan DM. Lucas er þó ekki lengi frá og við gætum alveg notað Gerrard og Hendo þar fram á sumar. Sama með vinstri bakk, vantar klárlega að bæta þá stöðu, en Enrique er á leið tilbaka og svo erum við með Cissokho og Flanno til taks líka. Í mínum huga er þessi staða sem virðist eiga að styrkja núna, sú staða sem við þurfum að leggja mesta áherslu á, á þessum tímapunkti.

    Ég myndi því gleðjast óstjórnlega mikið ef tækist að landa þessum laxi. Eigum við ekki bara að “tsjilla” aðeins, sjá hvað verður gert í glugganum og minnka aðeins svartsýnisrausið (þá er ég ekki bara að tala um hér inni, er að tala um okkur í heild).

    Get ekki beðið eftir næsta leik.

  33. Æði… inn með þennan eins og skot og svo einn þýskan múrbolta á miðjuna og við siglum fjórða sætinu heim!

  34. Hef aldrei séð þennan leikmann spila og veit ekkert um hann. Þess vegna er maður mjög forvitinn. BR hefur aktað mjög fljótt á þau skotmörk sem hann hefur haft áhuga á og ekki beðið lengi fram í gluggann til þess að fá menn. Því virkar þessi frétt skringilega á mig og lyktar dulítið eins og panic kaup.

    Hinsvegar er ljóst að Moses og Aspas eru ekki í þeim klassa (allavegana m.v. það sem maður hefur séð í vetur) að þeir geti veitt okkur nægjanlegan styrk komandi inn af bekknum eða byrja leiki. Því er alveg hægt að réttlæta að fá inn sóknarþennkjandi mann þó svo að við höfum ítrekað kallað eftir styrkleika í vörnina og DMC en eins og ísak #21 bendir á þá erum við að glíma við meiðsli hjá nánast allri byrjunarliðsvörninni og er slíkt mjög óeðlilegt. Ef gerrard verður fyrsti kostur í DMC hjá BR þá er lucas væntanlega hugsaður sem cover og squad leikmaður og því kannski ekki mikil þörf á styrkingu þar.

    Núverandi hópur kom okkur þangað sem við erum í dag og ég er fullkomlega sáttur við að hann fái traustið til þess að klára veturinn. En ég slæ ekki hendinni á móti liðsstyrk.

    YNWA

  35. Amen Steini!

    Svo annað. Við höfum verið að gráta breiddina undanfarið, en hver er breiddin frammá við?

    Suarez, Sturridge, Sterling, Coutinho og….. og…. og hver? Við spilum alltaf með amk 3 sóknarsinnaða leikmenn (4 í gær).

    Aspas? Alberto? Borini? Assaidi? Ég bara spyr. Þeir hafa nú ekki beint verið að slá í gegn hingað til þegar þeir hafa fengið sénsinn. Og þeir sem hafa fengið fáa sénsa, spyrjið ykkur að því. Kæmust þeir í 18 manna hóp hjá liðunum fyrir ofan okkur? Ekki? Þá þarf ekkert að ræða þetta neitt frekar.

    Sturridge hefur hingað til varla getað spilað 5 leiki í röð án meiðsla eða vera tæpur. Sterling er nýorðinn 19 ára og er á þeim aldri að hann á ekki að bera liðið. Sama má segja um Coutinho. Þar að auka held ég að kaupin, ef þau ganga eftir, geti hjálpað honum þar sem að Kono er vinstri kanntur. Það er engin tilviljun að PC hafi átt sýna langbestu leiki fyrir klúbbinn fyrir aftan striker.

    Auðvitað vantar okkur leikmenn í aðrar stöður einnig. En að segja að þetta séu ekki stórkaup er einfaldlega vitleysa. Þetta er mjög heitur biti og virkilega spennandi leikmaður.

  36. Það hlýtur að vera frekar notalegt að stjórna klúbbi og fá tilboð í leikmann tveimur dögum fyrir lokadaginn, svona ef maður er í sölumannsjakkafötunum.
    Annars gæti ég varla haft minni áhyggjur af því hvort við borgum 3 millum meira eða minna.
    Ég velti því annars fyrir mér hvort leikmaður eins og úkraínumaðurinn sé ekki eins frekur til fjársins og Salah, sökum eftirspurnar þess síðarnefnda, og komandi að austan.

  37. Hæ,hæ, allir. Maður er nú orðinn soldið spenntur. Ég er ógó glaður með gærdaginn og kátur babar að við séum að kaupa Yevhen. Alla vega betra en Fu Kin No Wan.
    Sjáumst á röltinu.

  38. Held líka að þeir sem séu að tala um að þetta séu ekki “major” kaup séu að blindast aðeins af kaupverðinu. Gaurinn á bara 1 ár eftir af samningi sínum og það setur kaupverðið mun lægra en ella. Þegar rætt var um hann síðasta sumar, þá voru mun hærri fjárhæðir í umræðunni. Þessi náungi er búinn að vera á radar lengi, bara acta núna og tryggja sér hann takk fyrir.

  39. Menn hafa talað um að kaupa varnarsinnaðan miðjumann en ég var að spá, hefur Agger ekki spilað einn eða tvo leiki sem djúpur miðjumaður fyrir Liverpool ?
    Hann hefur allavega allt til þess myndi ég telja.
    Ef að Sakho væri klár í miðvörðinn og Agger kominn til baka þá gæti þetta kannski verið möguleiki eða hvað ?

    Munið þið hvort að Agger hafi spilað á miðjunni fyrir Liverpool. ?

  40. Var það ekki Yarmolenko sem var orðaður við okkur í sumar. Eða kem ég af fjöllum?
    Annars þekki ég ekkert til leikmannsins og dreg mig því í hlé þegar kemur að því að dæma hann. 🙂

  41. Þeir voru báðir mikið orðaðir við okkur sl. sumar og voru bara orðaðir við mjög mörg félög og kom það manni á óvart að hvorugur skyldi flytja sig um set.

  42. Aðeins þessu ótengt, en Liverpool eru búnir að spila 6 leiki á þessu ári og vinna 5 af þeim.
    Markatalan er 17 mörk skoruð og 5 fengin á okkur.

    Við erum að byrja þetta ár mjög vel þrátt fyrir að vera með mjög svo vængbrotið lið, hlakka til að sjá þegar að allir menn verða klárir.

    En þessi leikmaður er svo sannarlega meira en velkominn í að hjálpa að bæta við mörkum
    hérna eru nýjustu fréttir af þessum málum.

    Reports from Ukraine that Liverpool have agreed 18m euros fee for Konoplyanka. Are also said to have offered a 4.5 year deal.

  43. Steini jarðar þessa umræðu.

    Fyndið að sjá fólk skíta yfir Konoplyanka þegar þegar það segist ekki skilja að við séum að kaupa einhvern “nobody”. Hvernig getur fólk komið með skoðun á einhverju sem það hefur ekki rassgats hugmynd á? Rodgers getur vel náð því sama úr Konoplyanka og Coutinho og Sturridge.

  44. Ég er alveg sammála því að það þurfi að fá meiri breidd frammi líka, mér leist vel á hinn vængmanninn sem var bendlaður við okkur sl sumar en ekkert varð af því að hann kæmi.

    Ég er ekki klár á hvað Lucas er lengi frá ? Hvað er það langur tími, ef við erum að tala um 2 til 3 vikur þá ættum við að geta brúað það bil þangað til hann kemur aftur. Veit ekki mikið um þennan vængmann, en það sem ég hef séð virkar vel á mig.

    Nú þarf bara að klára þetta áður en Mori og Sheerwood fara að lesa fréttir 😉

    DJÖFULL VAR ÞETTA ANNARS GÓÐUR LEIKUR Í GÆR ! ! ! ! !:-) 🙂

  45. I bleed Red. ?@LFC_news_YNWA_ 6m
    BREAKING: Ian Ayre is Currently in Spain, meeting with the Dnipro director on a training camp there. Then on to meet Barca regarding Montoya

  46. Þetta steinliggur hjá Ssteina og AEG er líka með “alveg einstök gæði” í sínu kommenti.

    Skil ekki að mönnum finnist eitthvað undarlegt við að vera til í að borga 16 millur fyrir Kanaplyenko en ekki Salah þar sem sá fyrrnefndi er klárlega hærra metinn en sá egypski. Svo dæmi sé tekið þá verðmat hið ágæta Transfermarkt Salah á 7,5 millur punda fyrir söluna til Chelskí en á sömu síðu er Kanaplánkinn metinn á 15 millur í dag. Skv. áreiðanlegum heimildum frá Reiknistofu bankanna er það 100% hærra verðmat og ef við erum að landa honum á því verði sem nefnt er þá værum við að fá ansi gott “value for money” en sú hugsun ku fara afar illa í taugarnar á sumum. Sóun og sukk er í tísku.

    Ég hef engu við það að bæta… í bili. Vona það besta og sem fyrr tel ég okkar forráðamenn og eigendur vel hæfa til verksins, velviljaða og vonandi heppna líka.

    YNWA

  47. frábær leikur í gær, ótrúleg úrslit og sýnir hver vilji liðsins er bara magnað.

    Ég veit lítið sem ekkert um þennan leikmann og youtube vídjó ljúga oft.

    En það þarf engann sérfræðing til að sjá það að þessi drengur er alveg skotfljótur.
    Menn voru missjafnlega spenntir fyrir Salah svo keypti Chelsea hann og þá varð allt brjálað af því að missa af honum.
    þessir gæjar sem og flest öll kaup eru alltaf spurningarmerki.
    svona fyrirfram þá er ég mjög spenntur fyrir þessum leikmanni og treysti því að Rodgers og co hafi horft á fleiri en 1 og 2 leiki með honum.
    Plan B veit ég ekkert um en menn eru tilbúnir að borga meira fyrir þennan mann en Salah hvort það sé örvænting er líka erfitt að segja um kannski mátu menn það svoleiðis að þarna væru 2 frambærilegir leikmenn og töldu sig geta fengið annan þeirra á minni pening og ákveðið að reyna frekar við þann pakka og eftir að það hafi ekki gengið upp þá hafa menn séð að það væri ekkert annað í stöðuni en að borga þá meira til þess að fá mann í þessa stöðu enda fer breidd að telja meira eftir því sem líður á.

  48. Amen Steini. Við þurfum gæðaleikmenn því þeir geta leyst aðrar stöður á vellinum. Vil fá þennan úkraníska með “alltoferfiða” nafnið á diskinn minn. Klárum þennan díl, plís!

  49. Enn og aftur…

    Menn voru missjafnlega spenntir fyrir Salah svo keypti Chelsea hann og þá varð allt brjálað af því að missa af honum.

    Pirringurinn var ekki per se vegna þess að Liverpool keypti ekki Salah heldur vegna þess að enn og aftur missti Liverpool af sínu skotmarki eftir allt of margra vikna viðræður. Óþolandi að sjá lið sem er í beinni samkeppni ítrekað kaupa leikmenn sem Liverpool er að reyna fá til sín. Gylfi Sig, Dempsey, Mikhitaryan, Willian o.s.frv. hafa verið nýleg og mjög pirrandi önnur dæmi. Misjafnlega þó.

    Konoplyanka í stað Salah er eitthvað sem fyrir mér er ennþá of gott til að vera satt, mun hærra skrifaður leikmaður hingað til og myndi henta Liverpool gríðarlega vel. Guð má vita hvort það breytist á næstu árum.

    Ég er líka meira spenntur fyrir 24 ára leikmanni sem hefur spilað helling undanfarin ár og sannað sig upp að vissu marki frekar en 21 árs og tiltölulega óreynds leikmanns sem spilar sömu stöðu og Sterling og næði líklega ekki að slá hann úr liðinu. (Þó sá kappi sé spennandi leikmaður líka).

  50. Er ástæðan fyrir því að Salah var nr. 1 í röðinni ekki bara sú að hann er yngri, ódýrari og Rodgers hefur metið það svo að hann gæti náð sömu hæðum og Konoplyanka innan skamms = gróði?

    En ef þessi kaup ganga í gegn þá hafa þau líka gríðarlega jákvæð áhrif á aðra stöðu hjá okkur… framherja-stöðuna. Þá væri jafnvel hægt að hvíla Sturridge og Suarez annað slagið og stjórna álaginu á þá betur og vonandi fyrirbyggja meiðsli. Suarez myndi að vísu sennilega froðufella yfir að vera settur á bekkinn í einn hálfleik eða svo. Aspas greyið yrði þá sennilega ekki í hóp einu sinni.

    Ég yrði sem sagt yfir mig ánægður ef þetta gengi upp fyrir lok gluggans ég einhver var ekki búinn að átta sig á því 🙂

  51. Tek undir með Steina en verð að viðurkenna að þrátt fyrir að liðið hafi misst af nokkrum bitum á markaðinum að þá skil ég alveg þá kaupstefnu að vilja ekki ofgreiða fyrir leikmenn ef mögulegt er að fá þá á lægra verði. Það er löngu orðið ljóst að við erum ekki að fara keppa við Chelsky og Man City í peningamálum og ef þessi lið hoppa inní hugsanleg kaup á leikmönnum sem við erum orðaðir við að þá er alveg ljóst að þessi lið einfaldlega leggja meiri pening í heldur en við erum tilbúnir að gera.

    Hins vegar að þá var Konuplankinn orðaður við mörg lið síðasta sumar og virðist mjög góður fengur… nú er bara að klára dílinn strax áður en önnur lið hoppa inn með tilboð.

  52. @Babu (55)

    Já, en pirringslegu viðbrögðin voru fullkomlega yfirdrifin hjá fjöldamörgum hér á spjallinu sem og víðar í lendum Púlara. Yanks out og álíka histería er okkur ekki sæmandi þegar hinn egypski Messi kýs að fara á bekkinn hjá Chelskí í yfirborguðum díl. Það eru fjöldamargir þættir sem við höfum ekki innsýn í á bakvið tjöldin en það er frekar dapurt þegar viljinn er svona sterkur til að trúa öllu hinu versta upp á okkar eigendur, stjóra eða starfsmenn.

    Það er nefnilega ansi skondin þversögn að þeir sem bölva kaupum á t.d. Alberto eða Aspas sem mest eru þeir hinir sömu sem taka æðiskast yfir því að sama kaupnefnd hafi mælt með því að kaupa Salah. Bíddu, er þessi kaupnefnd svona vitlaus og vanhæf eða ekki? Make up your mind.

    Nú er ég ekki að taka þig sem dæmi um þessa æsimennsku heldur þá þráðstuttu sem bölsótast við hvert tækifæri og það þrátt fyrir að mikill meðvindur sé á félaginu okkar á mörgum vígstöðvum. Skynsamlegt aðhald og gagnrýni er sjálfsögð en eldur og brennisteinn er fjandi hvimleiður.

    Mæli ennfremur með þessari lesningu í samhengi við nefndarstörfin, kosti þeirra og galla.
    http://tomkinstimes.com/2014/01/the-case-for-a-sporting-director-at-liverpool-fc/

    Vona það besta með Kono.

  53. Þetta hljómar spennandi og vonandi ná menn að klára kaupin á 2 dögum. Það er mjög eðlilegt að tala um styrkingu á miðjuna. Breiddin þar er ekki mikil með Lucas frá í 2 mánuði, Allen meira og minna meiddan í vetur og svo er keyrt leik eftir leik á 33 ára gömlum Gerrard. Ef Henderson eða Gerrard meiðast í næsta leik hver á þá að taka stöðu þeirra á miðjunni? Alberto kannski?

    Ef Liverpool nær að kaupa Yevhen Konoplyanka og fá lánaðan/kaupa miðjumann líka þá lítur þetta betur út fyrir næstu 15 leiki í deild og vonandi nokkra bikarleiki.

  54. Mætti nú fara í nafnasamkeppni á þessum nýja leikmanni – sting upp á Jakinn

  55. Nr. 58

    Núna eru t.d. fréttir frá Úkraínu um að Tottenham sé komið í kapphlaupið um Kono. Ekki beint áræðanlegt eins og er en við höfum séð þetta áður.

    Ertu á því að við eigum bara að taka því með jafnaðargeði og helst gagnrýna klúbbinn alls ekki ef við töpum þeim slag enn og aftur? Eru þeir bara svona heimskir hjá Spurs að borga meira en Liverpool?

    Ég er svosem sammála þér í grunninn en þetta fer að verða ansi oft sem Liverpool er allt of lengi að eltast við mismerkilega leikmenn aðeins til að tapa slag um þá við keppinauta okkar.

    Leikmannakaup síðasta sumar hafa t.a.m. alls ekki verið að nýtast okkur nægjanlega vel á þessu tímabili og því eðlilegt að maður hafi smá efasemdir um innkaupastefnuna.

  56. Við gætum líka snúið vörn í sókn og boðið í Draxler. Arsenal eru víst tregir til að bjóða uppsett verð 37 millz. Eitthvað held ég að Mr.Burns og hans menn yrðu brjálaðir þá.

  57. A) Frábær leikur í gær
    B) Hér eru greinilega allir að horfa á leiki í úkraínsku deildinni – svo mikið vita menn um Kono… Konopla.. þennan gæja. En svona án gríns – skv wikipediu er hans aðalstaða vinstri kantur/framherji – og hefur skorað 33 mörk í 157 leikjum fyrir DniproDnipro. Nú veit ég ekkert um hversu sterk úkraínska deildin er – en þetta eru ekki hrikalega impressive stats, við erum ekki að tala um einhvern ungling hérna.
    Er passlega spenntur fyrir þessum gæja – en ég er auðvitað ekki að fylgjast með Supreme League í Úkraínu.

    Ég sá einusinni flott youtube vídeó með Anthony LeTallec – hefur einhver spáð í honum?

  58. Ég sem hélt að Sheerwood hefði verið að segja um daginn að Tottenham þyrfti frekar að losa sig við miðjumenn en að bæta við ???

    Ég bara spyr mig, af hverju er Liverpool ekki að vinna þessa vinnu bak við tjöldin ? og án þess að þessir Bascombe og hinn þarna á times séu alltaf komnir með nefið í þessi mál ? Þarf ekki að fara að útloka að svona fréttir komist alltaf í fréttir áður en við erum búnir að ná samkomulagi við viðkomandi leikmann ???????

    Þurfum við ekki að fara að senda Tottenham reikning vegna þessara scouta sem við erum með ? Þeir eru að vinna meiri vinnu fyrir Tottenham en nokkru sinni fyrir okkur ???

  59. #64 hef þú ekki séð marga hérna verið að segja að þeir horfi á úkrainsku deildina, síðan segir þú þetta “En svona án gríns – skv wikipediu er hans aðalstaða vinstri kantur/framherji – og hefur skorað 33 mörk í 157 leikjum fyrir DniproDnipro” semsagt vitnar í Wikipediu um verðandi leikmann.. eins það segi manni eitthvað um hvað hann getur eða hversu góður hann er.

    Annars held ég að nafnið Kono sé gælunafn á hann ef hann kemur. Kono 2014!!

  60. Hm.. já – það má alveg koma fram að Wiki er ekki óskeikul heimild, held samt að hún sé hundraðfalt betri en youtube. Hef á tilfinningunni að ansi margir horfi þetta í gegnum rósrauð gleraugu.

    En ég er alls enginn sérfræðingur – mér fundust kaupin á Sturridge öskra meðalmennska á sínum tíma.

  61. 35 landsleikir og 8 mörk fyrir Úkraínu er nokkuð impressive. Til samanburðar hefur Gylfi Sigurðsson skorað 5 mörk í 20 leikjum fyrir Ísland, líklega leikmaður af svipuðu kalíberi, bara aðeins eldri og kominn aðeins lengra.

    Það er rétt sem nefnt er hér að ofan að öll kaup eru happdrætti. Lucas var keyptur á 6 milljónir og var hataður fyrstu 3 árin. Downing var jafn dýr og Henderson, Aquilani og Johnson líka jafn dýrir og svona má lengi telja. 15 milljónir punda er gott verð fyrir þennan prófíl af leikmanni en við getum ekki vitað fyrirfram hvort hann verði farsæll eins og Glen Johnson hjá liðinu eða með stöðuga heimþrá eins og Aquilani.

    Að því sögðu þá fer ég ekki ofan af því að miðjan er eitthvað sem mér þykir frekar þurfa að styrkja. Ef Rodgers er hins vegar ekki með leikmann af þessu kalíberi í sigtinu í miðjustöðurnar þá er þetta auðvitað miklu betra en að kaupa engan. En ég segi eins og Maggi, best að halda sér alveg rólegum þangað til maður sér mynd í búning og með trefil. Of margir leikmenn hafa verið nokkurn veginn garanteraðir…

  62. Jæja, núna þarf Tottenham að vinna 28-1 til að ná fjórða sætinu í þessari umferð. Jafntefli væri nú samt alltaf besta niðurstaðan.

  63. Daníel ég held að við náum að halda 4. sætinu úr þessu. Úr því að Spurs eru manni færri, annars væri þetta allt opið ennþá.

  64. Slúðrið segir að tvö önnur ensk lið séu á eftir honum líklega Spurs og ManU svo að öllum líkindum eru ekki miklir möguleikar að hann komi til okkar sem væri slæmt fljótur og leikinn leikmaður fó oft illa með Walker í landsleik í fyrra.

  65. Við verðum að vinna eh bardaga í þessum kaupum á leikmannamarkaðinum.

  66. Og Tottenham tapa stórt aftur og Chelsea gera markalaust jafntefli.
    Bara gott 🙂

    Svo eru það Tottenham vs Everton næst svo að þá tapar annaðhvort liðið eða bæði stigum 🙂

  67. Big Sam er með etta. Lagði rútunni í handbremsu og náði 0-0 á Stamford Bridge vel gert!

  68. jæja, City rúllaði yfir Spurs en West Ham tókst að hanga á jafntefli á móti Chelský. Þar með eru þeir fjórum stigum fyrir ofan okkar lið. Það er ekki óyfirstíganlegt og þessi leikur sýnir vonandi fúa í stoðunum hjá Mourinho og félögum.

    Erum nokkuð notalega í fjórða sætinu en frábært væri að skríða upp yfir Chelský einhvern góða veðurdaginn í vor og svo auðvitað Arsenal. Þeir eru sjálfsagt ofar í töflunni en þeir eiga skilið.

  69. Flest úrslit okkur vel í hag í þessari umferð. Chelsea, Arsenal, Everton og Tottenham tapa öll stigum, Everton og Tottenham ansi rækilega. Við sjáum líka að Everton og Tottenham eiga við ansi rækileg vandamál að stríða, mun verri en við. Ég á von á því að sjá okkur berjast við Man Utd. um fjórða sætið, spurning hvort eitt af þessum þremur efstu komi síðan í þá baráttu. En ég sé varla nokkra lifandi sálu stöðva Manchester City. Skoruðu 4 eftir að Aguero fór meiddur út af og Arsenal og Chelsea lentu í vandræðum gegn mun slakari liðum.

  70. Vonandi var hann Konoplyanka að horfa á enska boltann um helgina og sá að þetta Tottenham lið er eitthvað sem hann vill ekki koma nálægt nema þá til þess að sigra þá með Liverpool.

    Í dag trúi ég ekki öðru en að Liverpool hljóti að vera ansi spennandi staður til þess að fara á og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í gangi þar.

  71. sammála Ívari Erni. Ég er nokkuð sannfærður um að við munum berjast við Man.Utd og Arsenal um 3. og 4. sætið. Að mínu mati eru 2 efstu sætin frátekin.

  72. Við skulum nú vera alveg rólegir í að afhenda celski eða shitty deildartitilinn. Bæði þessi lið eru í CL og líka í bikarkeppnum. Augero meiddist núna aftur, og svo þegar leikmannaglugginn lokast núna á föstudaginn geta þessi lið ekki keypt leikmenn, ég er á því að það eigi eftir að taka góðan toll af þeim báðum að vera í 3 til 4 keppnum ennþá, það ættum við að geta nýtt okkur, vonandi, arse og scum eru líka í CL þannig að ég spyr bara að leikslokum, tökum einn leik fyrir í einu og sjáum hvar við stöndum í mai.

  73. Farinn að halda að allt njósnateymi Tottenham innihaldi einn starfsmann sem hefur komið fyrir hlustunarbúnaði á skrifstofum Liverpool.

    Liverpool menn verða að ganga hart að þessum kaupum ef þeir eru vissir að leikmaðurinn muni styrkja þá vel.

  74. Tottenham er í 5 sæti deildarinnar en samt með -1 í markatölu. Við erum í 4 sæti deildarinnar með +29 í markatölu! Everton og Utd eru svo með 11 mörk bæði í +.

    Þannig að í raun erum við með eitt aukastig á öll þessi lið! Því þau eru aldrei eftir að ná okkur í markatölu!

  75. @ Babu (#62)

    Við vorum aldrei að fara að sitja aleinir að Kono enda verið linkaður við hàlfa eðal-Evrópu síðustu àr. Þannig að Spurs eða fleiri voru alltaf líklegir að blanda sér í slaginn um leið fyrsta boð kæmi í kauða. Verandi ekki í CL, ekki í London eða fjarri heitu loftslagi þà þarf alltaf blöndu af heppni, pening og góðri tímasetningu til að landa eftirsóttum stórlax.

    Og engan veginn tala ég um algera fylgispekt eða að kyssa vöndinn. Nefni einmitt að eðlileg gagnrýni sé fín. Það hljómar bara þannig þegar kommon sens mætir úthrópun að þeir öfgaminni virka sem halelújakór. Mér finnst einfaldlega ódýr lausn að flokka Ayre & co sem vanhæfa snigla þegar hlutir ganga ekki upp, sérstaklega þegar eðlilegar màlsbætur eru à boðstólunum.

    Ég vona bara að uppàhaldslitur Kono sé rauður, uppàhalds bandið Bítlarnir og að honum finnist rigningin góð. Þà erum við í góðum màlum 😉

    YNWA

  76. ég tel þetta vera mjög góða lausn, þá getur Coutinho farið aftur í AMC þar sem hann er lang bestur, Gerrard og Hendo fara þá í MC eða DMC hvernig sem þið viljið túlka það. En okkur vantar samt virkilega vinstri bakvörð ASAP!

  77. Mér er nokk sama um hvaða leikmaður kemur til okkar. Sá eða þeir leikmenn sem verða keyptir verða verða að passa inn í liðið og henta þeim bolta sem við erum að spila. Talaði um það fyrir mót að það væri liðsheildin sem skipti máli og ég ýtreka það hér og nú. Eins og liðið spilaði í gær þá voru allir að berjast og leggja sig 100% fram og þegar liðið spilar svona þá getur það unnið alla leiki.

  78. tottenham er svo mikið að fara klára þennan leikmann bjóða honum betri laun en við eins og vanalega!

  79. Spurning dagsins?

    Hvaða 5 leikmenn hafa leikið með bæði Everton og Liverpool síðan úrvalsdeildin var stofnuð ?

  80. Nick Barmby, Abel Xavier, Don Hutchinson og gott ef Sander Westerveld hafi ekki einnig litið í heimsókn.

    Er ekki með fimmta nafnið í kollinum í augnablikinu og er of heiðarlegur til að gúggla svarið :/

  81. Ein pæling;
    af hverju er Rodgers að tilkynna að unnið sé í einu stóru nafni fyrir lok gluggans – og þar með tilkynna að við séum komnir á fullt og búinn að búa til væntingar hjá stuðningsmönnum, hækka verðið á leikmanninum, auka samkeppnina um leikmanninn (Tottenham) og klúbburinn sem er að selja getur farið fram á hærra verð !

    Hvað varð um Liverpool Way ?, að fara bara hægt og hljótt ?

    Mikil vonbrigði ef ekki næst að klára þetta Konoplyanka mál :), hvað þá ef Tottenham eða aðrir ná að klára málið !

  82. Jack Robinson was at Melwood yesterday. Seems #LFC might be recalling him to replace Cissokho and cover Enrique.

    Það væri held ég flott að fá hann til baka því að þessi Cissokho er engan veginn nægilega góður til þess að spila fyrir LFC og þá er alveg eins gott að hafa einn uppalinn til þess að bæta sig hjá Liverpool en þá er kannski spurning hvort að meiðslin hjá Enrique séu verri en áætlað var, vonandi ekki því hann er klárlega lang besti bakvörðurinn sem við eigum.

    En það er líka pínu spennandi að vera með 2 uppalda bakverði á sitthvorum kantinum.

  83. Gott ef að Jack Robinson er að koma til baka. Hefur spilað slatta (23 leiki) í slöku liði Blackpool sem er á hraðri niðurleið. Byrjuðu vel en ekki unnið leik af síðustu 12 og eru við það að missa sinn besta mann (Tom Ince). Liðið var ekki að spila neitt frábæran fótbolta undir pápa Ince þannig að hversu mikið Robinson lærir fyrir utan að spila reglulega má deila um. Jack strögglaði til að byrja með og fékk tvö rauð spjöld en það hefur verið stígandi í hans leik og um síðustu helgi var hann maður leiksins skv. Whoscored. Fínt að fá hann í samkeppni við “varnarjaxlinn”Cissokho.

    Wisdom er að gera ágæta hluti hjá Derby og að mínu mati öflugur og efnilegur, en í ljósi þess að við eigum Flanno og Kelly í hægri bakvörðinn þá myndi ég leyfa honum að taka þátt í toppbaráttunni í Championship áfram. Derby eru að spila sókndjarfan posession-bolta þannig að námslega er hann í góðum skóla hjá McClaren. Hann gæti líka lagt inn góð vísdómsorð fyrir okkur í eyrað á Will Hughes. Þá fór McLauglin bara í 4 vikna lán til Barnsley fyrr í mánuðinum og hægt að endurheimta hann auðveldlega í byrjun febrúar ef þörf er þá.

    En ef að við löndum ekki varnartengilið fyrir lok gluggans þá finnst mér alger möst að fá Conor Coady til baka frá Sheffield United. Planið var að hafa okkar uppöldu pjakka sem cover og um að gera að fá þá til baka ef að þörf er á sökum meiðsla hjá fastamönnum. Svo langar mig bara að sjá hvort hann eigi séns á að meika það hjá okkur og þarna væri komið fínt tækifæri til að leyfa honum að spreita sig.

  84. Ef þetta yrði raunin að þessi Konoplyanko kæmi til liðsins þá færi hann trúlegast í sína stöðu sem vinstri kantmaður, en hver myndi detta út að ykkar mati ?

    Í dag er liðið svona

    Sturridge—Suarez—Sterling
    ————-Coutinho
    ——–Gerrard—Hendo
    xxxx—-xxxx—-xxxx—-xxxx
    ————-Mignolet

    Ég veit að það koma auðvitað til meiðsli og annað slíkt en ef við miðum við gæði, er þá Sterling að fara á bekkinn ?

  85. Hann fer bara á bekkinn. Eins og staðan er núna á enginn af þessum leikmönnum sem þú telur upp skilið að detta út úr liðinu. Sterling hefur verið að spila eins og engill og um Sturridge og Suarez þarf ekki að fjölyrða. Ég veit að það þykir dýrt að kaupa mann á 16 mill punda og láta hann sitja á bekknum, en hann mun þó aldrei vera þar lengi. Það koma meiðsli og það þarf að hvíla þessa menn. Það er líka gott að hafa alvöru ógn á bekknum. Einnig held ég að hann og Sterling gætu skipt leikjunum svolítið á milli sín, því þótt STerling hafi verið að spila vel þá þyrfti nú stundum að hvíla þessar ungu lappir.

    Ekkert að þessum kaupum (ég dreg til baka komment mitt nr. 10 um að við þyrftum örvfættling, eftir að hafa skoðað myndbönd af þesusm gæja), en það er líka ekkert að því að bíða með að troða honum inn í byrjunarlið sem er að standa sig feykivel.

  86. Mér finnst að við ættum að reyna við matuidi og coentrao.Samningur matuidi er að renna ut og coentrao fær litid ad spila hjá madrid og þá væru DM og LB vandamálin leyst

  87. Nr.95 Bond

    Þetta er bara ekki svona einfalt í dag og það er algjört “möst” að hafa svona gæðamenn á bekk líka til að brjóta upp leiki.

    Sturridge, Coutinho og Suarez hafa spilað sárafáa leiki saman t.a.m. og Sterling hefur alls ekkert alltaf spilað eins vel og hann er að gera um þessar mundir. Eðlilegt að hann sé ekki alveg stöðugur á þessum aldri.

    Konoplyanka held ég að yrði fljótt fastamaður hjá okkur og það fer bara eftir andstæðingi og meiðslalista hver hvílir. Gæti verið Sterling, Sturridge eða Coutinho. Hann myndi a.m.k. leysa holuna sem er í liðinu hvað varðar vinstri vænginn í 4-2-3-1 leikkerfinu.

  88. Hvort mynduð þið kalla Mourinhol “Allardyce ríku liðanna” eða mynduð þið kalla Allardyce “Mourinho blönku liðanna” ?

  89. Sæl…

    Jæja þá þurfum við ekki að hafa frekari áhyggjur af þessum Konoplyanko samkvæmt mbl.is er Tottenham komin í málið og þá getum við fara hætt. Er ekki hægt að kaupa leikmann í leyni og kynna hann svo bara einn daginn. Ég bara þoli ekki þegar leikmönnum er stolið nánast við dyrnar á Anfield. Hvað um að bjóða í Bjarna Fel og kanna hvort Tottenham bjóði ekki í hann lika. Hafa þeir virkilega ekkert annað að gera en að fylgjast með Liverpool.

    Já ég er ferlega pirruð og fúl yfir þessu.

    þangað til næst
    YNWA

  90. Gat nú verið að þessir drullusokkar væru að gera það enda geta þeir ekki fundið menn öðruvísi.
    En hverjum langar í Tott þessa dagana þeir eru lélegir

  91. Allerdyce tók Móra bara á eigin bragði. Chelsea hefur spilað einhvern leiðinlegasta bolta sögunnar á útivelli gegn stóru liðunum. Hræsnari og viðbjóðsleg persóna sem ætti að grjóthalda kjafti!

  92. er ekki lag hjá BR á næsta fréttamannafundi að klæða sig upp eins og Ástríkur og gera grín að Móra fyrir að draga steinaldarbolta inní umræðuna. Móri gaf það í skyn í gær eftir West ham leikinn og var ekkert kátur með dómarana….

  93. kaupa varnarsinnaðamiðjumanninn hjá Kiev í leiðinni. Þeir hljóta eiga einn.

  94. Haldiði virkilega að slúðrið um okkar target komi frá okkar mönnum? Þótt ég þekki þessa umboðsmenn ekki neitt þá skal ég leggja lók minn undir það að um leið og Liverpool hefur samband við liðið og umboðs manninn þá fer hinn ágætis umboðsmaður rakleiðis í símann með hann beinstífann og hringir í öll félög sem hafa nokkurn tímann hafa sýnt leikmanninum áhuga og segja “now or never” og reyna þannig að hækka verðið á leikmanninum sínum!

    Ég er allavega ekki tilbúinn að samþykkja að það séu okkar skrifstofu rassar sem eru að básúna um okkar target út um alla Evrópu. “The Liverpool way” er bara ekki jafn einfalt mál og það var, því miður! Ég væri alveg til í að fórna Twitter, Facebook og tölvupósti í nokkrar vikur til að ein kaup kæmu einhvern tímann einhverjum á óvart. Þannig ert það bara ekki lengur. Á móti fáum við nú að fylgjast svolítið betur með og það getur verið jafn gaman fyrir suma allavega eins og “element of surprise”.

    Hættum nú að ergja okkur á þessu og úthúða mönnum hjá félaginu okkar og gerum það eina rétta í stöðunni… hötum umboðsmenn 🙂

  95. 102 Sigríður

    Málið er ekki svona einfalt, það er fu**** umboðsmennirnir sem leka þessu út.

    Annars er ég ekki að fatta þetta Tottenham-módel, eru þeir ekki á fleygiferð á hausinn. Þeir eru búnir að versla allrosalega.

    Hef samt trú á að við löndum þessum laxi og helst einum öflugum DM fyrir lok dags á morgun.

  96. 103#

    “Gat nú verið að þessir drullusokkar væru að gera það enda geta þeir ekki fundið menn öðruvísi.
    En hverjum langar í Tott þessa dagana þeir eru lélegir”

    Úff hvað það er girnilegt að snúa útúr þessari setningu.

    En ég held að við getum alveg unnið Tottenham í kapphlaupi um þennan gaur. Það gengur ekki eins vel hjá þeim í dag og hjá okkur (þó bara 3 stig). Þeirra leikur er ekki eins spennandi og þeirra leikmenn ekki eins spennandi. Hvort viltu spila með Adebayor og Soldado eða Suarez og Sturridge? Hvort viltu spila með Dembele og Eriksen eða Gerrard og Coutinho?
    Ég er vissulega litaður en mér finnst Liverpool mennirnir meira spennandi. Einnig höfum við söguna, fanbase-ið og Anfield allt með okkur. Eins sem þarf að gerast er að Ian Ayre taki höfuðið útúr rassgatinu og landi þessum samningi!

  97. Ef þeir kaupa ekki Kónó þá er ekkert annað að gera en að banka upp á hjá nágrönnum og heimta til baka það sem þeir fengu lánað í fyrra. Sé ekki betur en að Borini sé bara orðinn kynþroska og hin ungmennin eru öll að koma til. Ekki höfðum við nú mikið álit á Flanagan, blessuðum, og ekki heldur Henderson ef því er að skipta. Nú er aldrei að vita nema hinir strákarnir hafi fengið dýpri rödd og hljóm. Þeir gætu vel tekið við sér nú á vormánuðum þegar fermingar eru á næsta leyti.

    Missum ekki vonina. Við erum í fjórða sæti án Kónó og við munum örugglega upplifa meiri gleði en óhamingju þótt hann sláist í hóp hinna lánlausu Tottenhamsmanna.

    Ég stend við spá mína um þau fjögur stig sem ein munu fara forgörðum það sem eftir lifir móts… þar til annað kemur í ljós.

  98. Liverpool eru auðvita ekki að kjafta þessu heldur umboðsmenn og liðið sem er að selja . Þeir vilja auðvita sem hæðsta verð fyrir leikmanninn og gætu verið að ljúga að Tottenham hafa áhuga(sagan segjir reyndar að Tottenham eltir allt sem Liverpool vill).

    Ef tölurnar eru réttar þá er eins og Liverpool séu tilbúnir að borga uppset verð og ef leikmaðurinn þarf að velja á milli þá gæti hann skoðað síðustu leiki liðana eða kannski síðasta Tottenham vs Liverpool leik 😉

    Við sjáum til hvað gerist í þessu máli en ef ég mætti velja um að fá þennan leikmann eða að Enrique , Sakho, Agger, Allen, Glen og Lucas næðu heilsu þá myndi ég velja heilsuna.

  99. Ég skil ekki þetta argelsi út í Tottenham. Ef þú starfar á svona markaði þar sem allir berjast um bestu bitana þá þarftu að bjóða betur, vera fljótari og frekari.
    Ef Liverpool ætlar að hangsa við alla leikmenn sem við ætlum að bjóða í þá er stór hætta á að bráðin verði farin þar sem díllinn er betri.
    Auðvitað skiptir meistaradeildin miklu máli í þessu samhengi, en líka internal samvinna þeirra sem starfa við þessi mál hjá Liverpool.

    Svo er reyndar annað í þessu. Af öllum þeim leikmönnum sem hefur verið stolið frá okkur í dagsbirtu hafa sumir ekki staðið sig neitt sérstaklega vel. Ég sé t.d. ekki að Dempsey, Gylfi hefðu gert stóra hluti með Liverpool. Það má örugglega nefna fleiri. Við hefðum kannski átt að láta stela fleiri leikmönnum frá okkur, Downing, Cole svo einhver nöfn séu nefnd.

    Hins vegar er ég mjög spenntur fyrir þessum Úkraínumanni. Held að hann yrði svakaleg viðbót við liðið okkar. Vonandi hafa Ayre og félagar lært af mistökunum og klára málið áður en hákarlarnir með stærri peningatösku mæta á staðin.

  100. Manni finnst þessi Tottenham-linkur ekki sá mest sannfærandi sem maður hefur heyrt. Vissulega hafa þeir nappað Gylfa ManYoo-manni, Dempsey frá Fúlham (sem vildu hærri upphæð frá LFC útaf fýlu) og Willian sem endaði hjá hæstbjóðandanum títtnefnda. Þeir eru því “usual suspect” varðandi okkar skotmörk og auðvitað á sömu slóðum í baráttunni um CL-sæti.

    En Tottarar eru með tonn af vængframherjum eða framliggjandi miðjumönnum. Townsend, Dembele, Lennon, Bentaleb, Holtby, Gylfi, Eriksen, Lamela og Chadli en þessir þrír síðastnefndu voru keyptir fyrir samtals 50 millur í sumar. Þurfa þeir ekki að selja einhvern áður en þeir færu í að yfirtrompa okkur í 16-18 millu díl um úkraínskt undur? Veitiggi….

    Í það minnsta veltir maður fyrir sér hinu fornkveðna:

    To Tott or not to Tott, that is the question!

    YNWA

  101. Kannski hafa Tottenham fylgst með þessum mönnum lengur en Liverpool, hver veit? Svo þegar Liverpool virðast líklegir til að bjóða í þá, þá setur Tottenham málið í forgang, viljum við hann eða ekki, ef svarið er já, þá er þetta bara spurning um samning og kaupverð. Þar hefur Tottenham haft betur. Að undanförnu. Græt ekki þá menn sem þeir hafa stolið frá Rodgers samt.

    Tel Liverpool í sterkari stöðu í dag en síðasta sumar, vona innilega þetta gangi í gegn sem fyrst með þennan Konoplyanko. Virkar góður. Ef þetta er bara keppni milli Liverpool og Tottenham núna í Janúar þá hef ég trú á okkar mönnum.

  102. Eins spenntur og ég er alltaf fyrir þessu slúðri þá get ég ekki beðið eftir því að glugganum lokar.
    Ég sé ekki þörf á að kaupa vinstri bakvörð eins og er og ég held að það verði ekki gert. En ég vona að þeir klári þennan Konoplyanko og kannski eitt miðjutröll í viðbót.

    Væru menn ekki til í að fá Diame frá West Ham ?
    Rosalegt tröll sem að myndi sóma sér vel á miðjunni hjá okkur og vegna þess að hann kom frítt til hamranna þá er það í samningnum hans að hann sé falur fyrir eihverjar 5 miljónir (samkvæmt slúðrinu að sjálfsögðu )

  103. Slúðrið á Liverpool Echo er þanng að við séum að landa Úkraníumanninum, tala um að hann verði nr. 11 og fái 60 þús. pund á viku…..

    Þetta er áreiðanlega allt saman helvítis kjaftæði…..en skemmtilegt samt 🙂

    Slúður líka um viðræður séu í gangi við aYann M’Vila hjá Rubin Kazan.

    Er þetta ekki gaman? 🙂

  104. Það væri gaman að fá hann Jóa Konn á Planka til Liverpool. Klárt að stuðningur við klúbbinn á Akureyri myndi stóraukast. Gott að fá mann til að taka pressuna af Sterling og geta haldið mönnum frískum á lokakafla mótsins.

  105. Ef að menn geta klárað samning við Konoplyanka og M’Vila þá yrði þetta frábær gluggi!

  106. bond 117

    eg er sammala með diame, það er leikmaður sem gæti nyst okkur og eftir a að hyggja er eg hundfull að okkar menn toku hann ekki fritt fra wigan aður en hann for til west ham. hann var orðaður við okkur aður en hann for til west ham en þa vissi maður ekki einu sinni hver þetta var en eg hef mikið hrifist af honum hja west ham og væri svo sannarlega til i hann til liverpool…

    en nuna er maður dottinn i F5 girinn og að tapa glórunni utaf Konoplyanka , kemur hann eða kemur hann ekki.. eg væri vanur að giska a að hann kæmi ekki en a þessu tímabili er meðbyr með okkar mönnum og margt að ganga upp sem maður kannski bjóst ekkert endilega við að gengi upp svo eg ætla að skjota a það að við klarum þennan dreng til okkar fyrir lokun gluggans..

    KOMA SVO IAN AYRE !!!

  107. af Teamtalk

    have it from a good source that Liverpool are not chucking all there eggs in one basket .
    they are pushing hard to bring in the Russian winger and a fee is all but agreed, the sticking point might come with personnel terms as he will not come cheaply.
    but I have been told that at least 3 other players will be arriving tomorrow and deals have already been done behind the scenes.
    im really looking forward to tomorrow as normally sit in front of tv only to get to 11 and find we got nobody.
    something tells me this one is going to be very differentby CrazyRed 3:34 PMComment ?0 Likes

  108. Ef við missum af Konoplyanka, þá heimta ég að þessi “transfer commitee” verði bara rekin öll eins og hún er. Auðvitað hefði maður haldið að við gætum náð í hann framm yfir Spurs, hvaða heilvita manni “langar í Tott”? Ég hugsaði þetta nú í sumar líka, en við sáum hvernig það fór. En bíð með að ergja mig þangað til að þetta kemur í ljós, það er víst best.

  109. Mikiterian – Costa – Salah – Konoplyanka – og fl. – Alltaf tekst Liverpool að finna einhvern leikmann sem ég hef aldrei heyrt um og því aldrei misst svefn yfir því að viðkomandi sé ekki okkar leikmaður. Eftir tvö-þrjú Youtube myndbönd er ég síðan orðinn sannfærður um að þetta sé akkúrat leikmaðurinn sem okkur vanti, og framtíð klúbbsins velti á því að þessi vanhæfa stjórn nái að klára kaupin á viðkomandi. Það bregst síðan vanalega. Við erum orðnir sérfræðingar að finna sætustu stelpuna á ballinu, mönnum okkur jafnvel upp í að tala við hana, en alltaf er það einhver annar sem fer með henni heim. Endum alltaf á að fara heim með einhverri svona meðalmyndarlegri, kannski sexu-sjöu, þess fullvissir að með réttu matarræði, nýjum fötum og klippingu og smá maskara verði hún hin bráðhuggulegasta. Það hefur því miður ekki alltaf heppnast

    Ég vona að þessi Úkraína reynist fegurðardrottning hin mesta. Ég er búinn að skoða 2-3 youtube myndbönd og er orðinn sannfærður um að framtíð klúbbsins velti á því að hún fari með okkur heim í kvöld.

    Það eru oft svipuð lögmál í leikmannaleit og makaleit – Money talks!

  110. Það er dýrt að vera fátækur…. það er bara málið. Við finnum bita sem okkur langar í en höfum ekki efni á þeim þegar á reynir.

  111. Já það er víst ekki nóg að vera lang fallegasti maðurinn á ballinu ef maður er of nískur

  112. @Sigmar nr 123. Þessi „transfer commitee“ sér ekki um samningaviðræður er ég ansi viss um.

  113. OK

    Ég var einn af þeim sem var að pirra mig á því að Tottarar væru alltaf að eltast við okkar leikmenn en svo rakst ég á eitt sem að útskýrir þetta mjög vel og gladdi mig mikið hehe

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/tottenham-hotspur/8238319/Tottenham-target-17m-Ajax-striker-Luis-Suarez.html

    Þeir eru einfaldlega ennþá í sárum yfir því að við fengum þennann gullmola 😀
    Hættum nú að væla yfir því hvað önnur lið eru vond við okkur og taka leikmenn frá okkur… ég persónulega vill bara fá leikmenn sem vilja spila fyrir Liverpool en ekki fyrir $$$$$$$

    YNWA

    kv, G

  114. Kannski eitthvað til í þessu:

    EDIT: Seeing as certain people seemingly can’t comprehend simple English, I will restate my argument:

    * I am questioning the sudden willingness on LFC’s part to overpay for a player when the club has spent the last three months haggling over Salah, and, ironically (as Ian Ayre confirmed) refusing to ‘overpay’.

    * It is not about Salah, or Konoplyanka’s ability per se, it’s about the contradiction, which suggests (IMO) that this could be a panic buy.

    * Unless LFC’s transfer committee is stupid, it should know that launching a new bid for a player with TWO DAYS of the transfer window remaining will inevitably lead to an inflated transfer fee and/or other clubs possibly entering the race.

    * The same thing (arguably) happened over the summer. Sakho signed for LFC on transfer deadline day, and cost €19m, which is clearly overprice.

    Sjá betur á:
    http://www.liverpool-redarmy.com/news/lfc-transfer/item/2899-transfer-farce-lfc-in-talks-to-sign-18m-star-with-3-player-of-the-year-wins.html

  115. Það er eitt að blómstra í Rússlandi/Úkraínu og svo allt annað að koma til sterkustu liða í Evrópu til að sanna sig. Margir leikmenn hafa verið keyptir til stærri liða í Evrópu. Menn einsog Kerzakhov, Arshavin, Rebrov, Tymoshchuk, Luzhny og fleiri.
    Finnst menn ansi öruggir með að þessi leikmaður eigi eftir að blómstra á Englandi.
    Í landsliðshópum Rússlands og Úkraínu spila allir leikmennirnir í heimalandinu. Aðeins ein undantekning og það er Tymoshcuk sem spilar með Zenit í Pétursborg. Það hlýtur að segja manni e-ð.

    Auðvitað getur leikmaðurinn blómstrað eins og landi hans Andriy Shevchenko.
    Þessi kaup eru samt mikil áhætta og geta endað á báða vegu.

  116. Liverpool er allavega búnir að spara sér svona 40 milljónir í leikmannakaup með Flanagan og Sterling.

  117. @133 Bjössi

    Tymoshcuk er Úkraínumaður og spilar í Rússlandi. Það gerir hann að eina Úkraínumanninum sem spilar utan heimalands síns. Vonum að Konoplyanka feti í fótspor Shevchenko sem átti stórkostlegan feril. Hinsvegar má hann taka Voronin til fyrirmyndar ef hann fer til Spurs. 😉

  118. KOMA SVO!!

    Klára þenna díl… Þetta að klára ein svona stór og fín kaup fer að minna mig á þegar kýrnar voru að bera í sveitinni í gamla daga. Það var slímugt og mikið ferli en loksins þegar kálfurinn rann út að þá ríkti gríðarleg gleði og bóndinn skvetti í sig.

    Í þessari samlíkingu má segja að tottenham sé slímið og rembingurinn.

    I bleed Red. ?@LFC_news_YNWA_ 7h
    BREAKING NEWS: BID ACCEPTED. #Konoplyanka #LFC

  119. Var að tala við mann sem var að tala við mann sem á frænda sem slær grasið á Anfield og hann sagði mér að eftir Williams hneykslið hafi transfernefnd Liverpool ákveðið að kasta ryki í augu andstæðinganna og þykjast ætla kaupa leikmenn. Til dæmis þóttust þeir ætla kaupa Salah en ætluðu í raun að kaupa Úkraínumanninn. Taktíkin gekk upp – Chelsea keypti þann leikmann sem þeir héldu að Liverpool vildu (en vildu í raun ekki). Ef einhverjir, eins og Tottenham, stela Úkraínumanninum kemur í ljós að Liverpool voru í raun að eltast við José María Antón sem spilar með þriðjudeildar liði Nemzeti Bajnokság III í Ungverjalandi. Það er verið að setja saman frábært Youtube myndband með þessu gæja þar sem hann sólar afa sinn, sem er reyndar látinn og liggur bara hreyfingarlaus í grasinu. Það þykir nokkuð öruggt að Jose María verði milli tannanna á mönnum á morgun!!

  120. Spurning hvort að Ian ayre taki ekki kono á rúnt á mótorhjóli sínu. Það ætti að sannfæra hann um að koma kannski.

  121. Sælir félagar

    Til að bæta aðeins í glatkistuna um það sem verið er að kjafta um. Skemmtilegt og guð láti gott á vita. ;)))

    Latest transfer news/rumours:

    Rumours:

    Liverpool are becoming hot favourites to sign the Ukrainian international Yevhen Konoplyanka with multiple sources stating that Ian Ayre is now in Ukraine negotiating a deal. However it’s believed Ian Ayre is again being too slow with multiple news outlets reporting that Tottenham could hijack the deal.

    Yann M’Vila could be on his way to join Liverpool it’s believed. M’Vila was at the Everton vs Liverpool derby last year, Here is a picture of him meeting with Sakho .

    Barcelona forward Isaac Cuenca, a player who has been riddled with knee injuries in the past, could potentially make a switch to Liverpool. Isaac hasn’t seen much 1st team football since his last injury in March of 2013.

    Það er nú þannig

    YNWA

  122. Það er svolítið undarlegt af hverju það tekur Liverpool alltaf svona langan tíma að ganga frá svona kaupum. Svo er eins og paparazzi sé bara búin að græða GPS í handlegginn á Ian Ayre, þeir vita m.a.s. hve oft og hvenær hann fer á WC, FFS.

    Þetta hlýtur að detta í gegn núna í kvöld eða snemma á morgun. M.Villa væri svo bara bonus 🙂

  123. •Yevhen Konoplyanka • Official Fan Page •
    Yevhen Olehovych Konoplianka is a Ukrainian football midfielder for FC Dnipro Dnipropetrovsk

    Breaking News: Liverpool Football Club are delighted to announce to have agreed a fee for the services of Yehven Konoplyanka with FC Dnipro Dnipropetrovsk. The Ukrainian will now travel to Merseyside to finalise the deal.

    þessar fréttir um komu hans til Liverpool eru að detta á fleiri og fleiri staði á netinu…

  124. Á ég von á Live podcast á morgunn yfir nokkrum öller? Hvernig verður þetta?

  125. Styð hugmyndir um live podcast. Ef mönnum vantar aðstoð við að græja slíkt þá er ég til í að hjálpa.

  126. Eru menn ekkert farnir að fá sér pint eða tvo þarna úti og tweeta frá barnum eftir gott dagsverk?

    Nema Ian hafi lent á milli fylkinga í umsátrinu um Úkraníu og týnt símanum sínum.
    Talandi um það … úkranískir fótboltamenn hljóta að standa í röðum eftir að sleppa frá þessu veseni, verst að það eru últra nískir bretar á hinum endanum.

    Morgundagurinn verður eitthvað.
    YNWA

  127. Það væri náttúrulega snilld að hafa lifandi hlaðvarp með opið fyrir athugasemdir inn á einhverjum þræði á síðunni. Vinstri höndin verður a.m.k. á F5 og sú hægri á ölkrúsinni. 🙂

  128. Nr. 142 Kolo Toure.

    Jú við verðum með Podcast sem ætti að detta inn einhverntíma eftir 22 annað kvöld.

    Nr. 130 Rúnar

    * The same thing (arguably) happened over the summer. Sakho signed for LFC on transfer deadline day, and cost €19m, which is clearly overprice.

    Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég sé einhvern tala um að Sakho hafi verið kepytur á augljósu yfirverði og get bara alls ekki tekið undir það. Svona varnarmaður á þessum aldri er ekkert fáanlegur á lægra verði.

    Nr. 131 Krummi

    Það er auðvitað áhætta að kaupa leikmenn á mikinn pening, alveg sama hvaðan þeir koma. Ég var viss um að Arshavin yrði rosalegur hjá Arsenal en hann átti ekki góðan feril þar. Var þó alls ekki alveg vonlaus heldur eins og við þekkjum mjög vel og spilaði ekki mikið í því hlutverki sem hann var að spila hjá Zenit.

    Konoplyanka hefur bara spilað hjá einu liði á ferlinum og því gæti þetta orðið mikið stökk komi hann til Liverpool. Hann er þó búinn að spila í evrópukeppninni nokkuð oft og standa sig vel. Hann á 35 landsleiki með Úkraínu þar sem hann er þeirra besti maður og hefur alveg sannað sig gegn Englendingum þar.

    Síðan er ágætt að hafa í huga að hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í Úkraínu árið 2013 (líka bestur 2010 og 2012). Þar var hann m.a. á undan Mkhitaryan sem við vorum á eftir í sumar. ATH: hann var þar með auðvitað líka kosinn bestur á undan öðrum leikmönnum Shakthar og Dinamo Kiev, t.a.m. Yarmolenko.

    Óþolandi að þetta fari á síðasta dag og það sé ennþá hellings óvissa en guð minn góður hvað ég vona að minn maður Ian Ayre landi þessum leikmanni. Hann er fyrir mér jafn spennandi og Mkhitaryan var í sumar og mest spennandi leikmaður sem kæmi til Liverpool síðan Suarez kom (ég vissi ekki að Sturridge yrði svona góður).

    Nokkuð stressaður fyrir lokadaginn og finnst vera komið yfirdrifið nóg af vonbrigðum hjá Liverpool á leikmannamarkaðnum.

  129. Sælir krakkar.

    Veit að við erum að ræða möguleg kaup á þessum manni frá liðinu sem ég nenni ekki að reyna skrifa nafnið á sem heitir nafni sem ég nenni ekki að reyna skrifa…. en ég taldi fyrir víst að hérna fyndi ég e-n sem vissi vel hvernig ætti að snúa sér í því að fá miða á Liverpool leik á Anfield. Er það ekki, þið eruð á öðrum hverjum leik þarna úti ekki satt? En endilega hjálpið mér við þetta hef aldrei farið og löngu orðið tímabært að drífa sig.

    Með fyrir fram þökkum Raggi… sem er næstum því líkur Hyypia.

  130. #151 Raggi.

    Ég ætti að geta reddað þér númeri hjá einum breskum sem er alveg 100% öruggt,
    en ekki fyrr en á morgun.

  131. Hann var ekki bara valinn bestur í deildinni 2013, líka 2012 og 2010 🙂

  132. En hinn magnaði Andriy Voronin var bestur í þessari svakalegu deild 2011, ef ég man rétt 🙂

  133. 150 Babu
    Hann hefur þá væntanlega líka verið á undan mönnum eins og Willian og Fernandinho sem eru að gera ágæta hluti í PL.

  134. Já ekki vanmeta úkranísku deildina.

    En ég ætla ekki að taka mark á neinu varðandi þessi mögulegu kaup fyrr en ég sé (staðfest).

  135. Geta þeir ekki tekið Yarmolenko með sér fyrst að þeir eru komnir til Úkraínu að semja?

  136. Ég skal viðurkenna eitt að ég vissi ekkert hver þessi leikmaður frá Úkraínu var fyrr en fyrir en liverpool voru sagðist vera að kaupa hann(þá fór maður að leita sér að upplýsingum um kappan).

    B.Rodgers er aðeins að auka dýpt í liðinu með að fá þennan gaur og efast ég um að hann geti verið miklu betri en Coutinho, Sturridge eða Sterling þessa dagana en vonandi er hann góður ef við náum í hann. Þetta myndi vera en ungileikmaðurinn sem við semjum við (24 ára) og á hann bestu árinn eftir.

    Ef við fáum hann ekki þá gætu verið smá kostir líka í stöðuni. Þá tel ég að Sterling fá enþá fleiri leiki til þess að bæta sig enþá meir og að það getur stundum þjappað hópnum saman þegar .

    ” við hófum þetta mót saman og við endum þetta mót saman strákar” ræðan kemur frá Rodgers.

    En sjáum til hvað gerist

  137. Kop 305 ?@Kop305 1m
    RT @Andrew_Heaton: A medical HAS booked in due to start in the next 90 minutes. No idea of names nor am I going to explain how, why or where

    Kop 305 ?@Kop305 1m
    Heaton is always correct on medicals by the way. And it’s not Konoplyanka unless he slipped out of Ukraine about 4 hours ago.
    Retweeted by TalkLiverpoolFC

  138. Komið á hreint; skv e-soccer.com.

    Úkrainski Óligarkinn eigandi Dnipnr sagði nei!

    Sumsé engin kaup LFC í janúar 2014.

    Í mínum huga eru það góðar fréttir.

    Nóg til af uppöldum og innvígðum ungum leikmönnum. Gefum drengjunum tækifæri!

Liverpool 4 – Everton 0

Gluggavaktin: Janúar 2014