Everton á morgun

Ég veit ekki alveg hvort ritstjórum síðunnar sé hreinlega illa við einhverja af lesendum hennar, eða hvað það er. Allavega þá er það enn og aftur í mínum verkahring að taka upphitun fyrir leik gegn Everton. Ég hreinlega hélt að menn væru búnir að fá nóg af því að lesa röfl og þus yfir þessum ná-grönnum okkar á Merseyside, því ég held að það sé enginn í neinum vafa með hug minn í garð þeirra bláu. En hér erum við, enn og aftur og stóra málið er að reyna að hafa þetta á svona nokkurn vegin sómasamlegum nótum. Ég veit að það tekst ekki alltaf, og ef einhverjir verða fúlir, þá geta þeir farið og fengið sér að éta á BK kjúklingi og Halli býður þeim þar upp á fría máltíð. Verst að hann er ekki með Bitter bjór þar, því hann ætti vel við.

Það hefur verið sérlega auðvelt í gegnum tíðina að hafa óþol fyrir þessum mótherjum okkar. Tim Cahill, Drunken Ferguson, Andy Greyið, Peter Reid, Alan Stubbs, David Weir, David Moyes, Tony Hibbert og núna Kevin Mirallas. Það þarf ekkert að útskýra þetta neitt nánar, þrátt fyrir að til séu ógrynni af fleiri persónulegum ástæðum. En hvað var að stjórnendum þessa klúbbs í sumar? Hvernig í ósköpunum datt þeim í hug að velja svona likable stjóra í stað Gollum? Svo tók steininn gjörsamlega úr þegar þeir fóru í þokkabót að spila fótbolta í leikjum sínum, eitthvað sem við vorum alveg laus við í fjölda ára. Mér fannst þetta hreinn og klár óþarfi og alveg úr karakter, spurning hvort menn geti ekki endurskoðað þessa fáránlegu ákvarðanatöku sína. Þetta fer bara ekkert saman.

Það hefur verið ákveðið tómarúm hjá manni (jákvætt tómarúm) eftir að Tim Cahill var sendur til Ameríku til að refsa þeirri þjóð fyrir að vera að reyna að setja upp atvinnumannadeild. Mér hefur þó borist umsókn frá Mirallas, hann hefur beðið um að fá að taka sæti hins á vinsældarlistanum mínum. Ég verð að gefa honum það að hann hefur bara þó nokkuð til síns máls og eftir síðasta leik þessara liða, þá styrkti hann stöðu sína verulega. Með sama áframhaldi á hann sætið sitt svo sannarlega skilið. Meiðsli Seamus Colemann hafa þó sett allt í uppnám, enda opnaði það dyr fyrir Hibbert inn í liðið og við vitum öll hvað það þýðir.

En Everton liðið er sterkt, það hafa þeir svo sannarlega sýnt á þessari leiktíð og eru að gera virkilega öfluga hluti undir Martinez. Þeir eru með besta vinstri bakvörðinn í deildinni, solid miðverði og svo hafa miðjumenn þeirra verið sterkir. Síðan eru þeir sem feeder club að koma upp með leikmann sem Manchester liðin eru nú þegar byrjuð að máta inn á töflufundina sína. Ross Barkley er nefninlega fjári góður í fótbolta og fer því frá þeim fljótlega. En líklegast þurfum við ekki að etja kappi við hann á morgun, hefur verið meiddur og síðast þegar ég vissi, þá er ólíklegt að hann nái leiknum á morgun. Oviedo varð fyrir því óláni að fótbrotna um helgina og hann verður því fjarri góðu gamni og ekki er heldur búist við að Coleman nái leiknum. Pienaar og Deulofeu eru þó á batavegi og gætu verið með.

Áhyggjuefnið er þó alltaf Lukaku. Það hefur verið alveg fáránlegt að sjá hversu illa varnarmenn Liverpool ráða við svona stóra og sterka framherja. Það liggur við að það séu bara bókuð mörk þegar okkar menn eiga við uxa eins og Lukaku eða Benteke. Þessu verður bara að ráða bót á. Þeir hafa hvorugir verið að salla neitt inn af mörkum, en þeir gera það þó þegar þeir spila gegn okkur og hvað þá þegar menn hafa fyrirgjafir frá mönnum eins og Baines. Ég reikna með að Everton verði svona skipað í leiknum:

Howard

Hibbert – Jagielka – Distin – Baines

McCarthy – Barry

Mirallas – Osman – Pienaar

Lukaku

Já, hörku sterkt lið, þrátt fyrir að það vanti nokkra menn hjá þeim. Það er algjört lykilatriði hjá okkar mönnum að þeir hætti að gefa miðjusvæðið eftir. Everton munu fjölmenna á því svæði og það bara gengur ekki að menn fái að valsa þar um að vild. Ég hef af því verulegar áhyggjur ef Joe Allen er ekki leikfær, eins skringilega og það nú hljómar. Coutinho hefur bara hreinlega ekki verið að standa sig nægilega vel undanfarið og varnarvinna hans er bara ekki nægilega mikil að mínum dómi, til að hægt sé að stilla honum upp í stöðu á miðjunni. Ég er þó hræddur um að það verði akkúrat raunin.

Everton eru aðeins einu stigi frá okkar mönnum og því verður þetta alveg fáránlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið, en það er ekki eins og þessir leikir hafi ekki verið mikilvægir í gegnum tíðina. Lið Everton hefur skorað 35 mörk í sínum 22 leikjum, en aðeins fengið á sig 20. Þeir eru því ásamt Chelsea, með næst besta árangurinn í deildinni þegar kemur að því að varna andstæðingum sínum að skora mörk. Okkar menn hafa til dæmis lekið 28 mörkum á leiktíðinni, en reyndar sett 53 kvikindi í netið hjá andstæðingum sínum. En þeir bláu hafa líka verið ferlega þrjóskir, þeir eru það lið sem hefur tapað fæstum leikjum eða tveim. Þeir töpuðu á útivelli gegn Man.City og svo heima gegn Sunderland. Þeir hafa aftur á móti gert heil 9 jafntefli. Þeirra markahæsti maður er títtnefndur Lukaku með 9 mörk. Næstur í röðinni er Coleman með 5.

Það eru ekki minni meiðslavandræði hjá okkar mönnum en mótherjum okkar. Eins og áður sagði, þá er Allen tæpur á að ná leiknum. Lucas er auðvitað úr leik (hroðalegt að vera án hans í svona leik) og Glen Johnson er einnig frá vegna meiðsla. Þá á ég bara eftir að telja upp Daniel Agger, Sakho og Enrique. Það er því nokkuð ljóst að við erum að fara að horfa upp á enn einn leikinn með þá Toure og Skrtel í miðvörðunum. Þeir hafa bara ekki verið að virka vel saman, simple as that og hræðist ég mjög viðureign þeirra gegn Lukaku. Ef ég mætti svo ráða (sem gerist afar sjaldan) þá værum við að fara að sjá Flanagan í hægri bakk og Cissokho í þeim vinstri. Ég einfaldlega treysti Kelly ekki ennþá í alvöru leiki. En ég er engu að síður nokkuð viss um að Kelly spili þennan leik. Það mætti líka svo sannarlega færa rök fyrir því að Flanno tæki stöðu Cissokho vinstra megin, en ég er á því að Brendan sé á annarri skoðun.

Eins og áður sagði, þá hefði ég helst viljað hafa Allen kláran inn á miðjuna með þeim Henderson og Gerrard, en ég held að Coutinho verði þar á sínum stað, fremstur á miðjunni. Hendo og Stevie verða í sínum djúpu rullum í þessum leik og ég spái því að Sterling komi inn í stað Moses á vinstri kant og Sturridge haldi áfram í svona væng rullu hægra megin. Hann og Suárez munu þó rótera mikið sín á milli. Ég ætla að spá liðinu svona:

Mignolet

Kelly – Skrtel – Toure – Cissokho

Gerrard(c) – Henderson

Sturridge – Coutinho – Sterling

Suarez

Bekkurinn: Jones, Flanagan, Sama, Alberto, Moses, Ibe, Aspas

Hópurinn okkar er einfaldlega alveg hrikalega þunnur þessa dagana og bara spurning hvaða kjúklingar eru settir á bekkinn til að vera til taks. Engu að síður þá er það engin spurning í mínum huga að lið Liverpool er með betri mannskap og á að hafa gæðin til að klára svona leik. Pumpan í mér hreinlega getur ekki leiki á milli þessara liða og vonandi að drengirnir okkar ákveði að hafa heils mína í huga þegar þeir spila þennan leik og sleppi svona rugli eins og var í fyrri viðureign liðanna, get alveg verið án slíks. Svei mér þá, ég er líklegast rólegri yfir úrslitaleikjum hjá Liverpool heldur en leikjum gegn þessum bláu.

Lykillinn verður miðjan, við verðum að halda henni sómasamlega og gefa ekki of mikið af færum á okkur í gegnum hana. Maður hefur ekki teljandi áhyggjur af sóknarleiknum, þetta er bara orðið þannig að maður veit að liðið muni skora í leikjum, bara spurning hvort menn nái að skora nægilega mörg mörk til að taka þrjú stig úr leikjunum, því alltaf skal leka inn hinum megin. Það eru nefninlega frábær fræðin hjá Kristjáni Atla með mörkin. Fyrir þá sem misstu af þessu í Podcast-i á sínum tíma, þá er það víst orðið þannig í boltanum, að það lið sem skorar fleiri mörk en andstæðingurinn, vinnur leikina. Skilst að Brendan spili þetta fyrir drengina fyrir leiki núna (í þýddri útgáfu).

Ég ætla að spá hörkuleik á morgun sem endar með 3-2 sigri okkar manna. Suárez er alltaf að fara að skora í þessum leik og Gerrard hatar það ekki heldur, setur líklegast eitt úr rosalega vafasömu víti. Það verður svo Sturridge sem setur eitt af þessum þremur, sem í þetta skipti duga fyrir sigri. Lukaku setur að sjálfsögðu mark fyrir þá bláu og nýjasta verðandi uppáhaldið mitt, Mirallas setur hitt. Mikið hrikalega vona ég samt að þetta verði öruggur 16-0 sigur, en því miður eru bara c.a. 25% líkur á slíku. Þá er það bara áfram skjálftavaktin, en ég hef verið beðinn um það af Ragnari Skjálfta að halda mig fjarri öllum mælum svo menn haldi ekki að Katla sé að gera vart við sig.

Ég vil svo minna stuðningsmenn Liverpool fyrir norðan á fánadag sem þar verður haldinn í kringum leikinn á morgun. Nánari upplýsingar er að finna hérna.

Come on you REDS.

66 Comments

  1. Flott upphitun. Mikilvægur leikur þar sem við getum aukið bilið milli okkar og Everton í 4 stig og mögulega aukið bilið milli okkar og Tottenham í 3 stig þar sem ég sé þá ekki vinna City.

    En mig langar einnig að minna Akureyringa og nærsveitunga á Fánakvöld Liverpool klúbbsins á Akureyri. Hann verður haldinn hátíðlegur á Sportvitanum. Húsið opnar kl 17:00 þar sem gestum og gangi verður boðið að spila Fifa14 í Playstation 4 á 30 fermetra tjaldi.
    Einnig verða fleiri leikir og hægt að vinna treyjur og fleiri flotta vinninga. Hvet alla til að mæta

    YNWA!

  2. Fín upphitun.

    Get ekki annað en verið sammála því að maður sé alltaf skíthræddur við þennan leik en fyrst Suarez hefur tekið þann pólinn í hæðina að leyfa öðrum leikmönnum að skora í síðustu leikjum held ég að það verði ekki í þessum leik. Hann á eftir að salla 2-3 mörkum á þá bláklæddu, eitt úr aukaspyrnu (að sjálfsögðu) og hitt eftir að hafa klobbað uppáhaldið hans Steina þ.e. Hibbert. Er ekki alveg pottþéttur með þriðja markið 🙂 gæti endað á stoðsendingu á Sturridge. Við vinnum þennan leik 3-1 (vonandi)

    Svo verður maður greinilega að halda sig við það sama og aðrir sem skrifa og það er:
    ,,En mig langar einnig að minna Akureyringa og nærsveitunga á Fánakvöld Liverpool klúbbsins á Akureyri”

  3. Algjörlega sammála liðinu nema að Sturridge og Suarez mega alveg sleppa því að rótera. Suarez er strækerinn!!….1-0 sigur takk.

  4. Ég er svo stressaður fyrir þennan leik að ég ætla að dæla í mig róandi og mun því að öllum líkindum sofna sultuslakur í sófanum áður en leikurinn hefst.

    Flott upphitun b.t.w.

  5. Flott upphitun ! Ég er á báðum áttum með þennan leik, mannabarnið var hvílt hjá þeim bláu í síðasta leik og því kemur hann inn ferskur á móti laskaðri vörn okkar manna. Við erum alltaf að fara að fá á okkur mark eða mörk í þessum leik, því miður, spurningin er bara hvort við náum að skora fleiri. Þessi leikur gæti alveg endað 4-4, en það er 99,9% öruggt að hann fer ekki 0-0.

    Ég vona að Flanaghan byrji inná í staðin fyrir Kelly, en fyrir utan það er liðið nokkurn vegin sjálfvalið. Það eina sem stjórn LFC virðist vera að spá í í þessum janúar glugga er að fá inn einhverja stuðningsaðila. Það fer að læðast að manni kvíði fyrir næstu mánuðum, með þvílíkt þunnan leikmannahóp. Ekki bjartsýnn á að við náum topp 4 🙁 en tökum samt bara næsta leik. Barátta uppá líf og dauða, rauð spjöld, og við vinnum þetta 5-2

  6. Takk fyrir góða upphitun.

    Frábært að fá svona leik í byrjun/miðri viku. Lífið verður svo miklu skemmtilegra.

  7. Samkvæmt physioroom eiga Allen og Sakho að vera klárir á morgunn. Það á bara að taka áhættuna með þá. Sakho er eini varnarmaðurinn okkar sem kemst nálægt því að ráða við Lukaku og ef hann á ekki að setja 2-3 mörk þá þýðir ekkert annað en að byrja honum. Þurfum þétta miðju. Vona að Rodgers nái því. Breyta kerfinu aðeins, Henderson, Gerrard, Allen og Coutinho á miðjunna. Suarez í 10una og Sturridge uppá topp. Ef Lukaku er haldið á fjórum fótum og miðjan er þétt, þá hef ég engar áhyggjur af þessu, þá spái ég jafnvel stórsigri. Ef hann ætlar í 4-2-4 þá Fowler hjálpi okkur.

    Tjaslið ykkur saman Allen og Sakho, við þurfum á ykkur að halda.

    YNWA

  8. flott upphitun.

    Ótrúlega mikilvægt að fá Allen og Sakho inn. Ég óttast mikið að hafa Toure og Skrtel saman en þeim þó til varnar þá héldu þeir hreinu í síðasta leik 🙂

    Miðjan okkar verður lykilatriði í þessu og vantar okkur sárlega einn sterkan þar inn ef Allen er ekki reddí. Spurning hvort það væri þess virði að reyna að geyma Sturridge á bekknum og þétta miðjuna og eiga hann síðan inni í seinni hálfleik???

    Alger 6 stiga leikur og okkar menn verða örugglega á tánum. Mér sýnist bæði liðin vera í miklum meiðslavandræðum þannig að þetta ætti að jafnast eitthvað út.

    YNWA

  9. Það væri alls ekki amalegt ef að við myndum henda peningunum á borðið og fá smá extra ‘Talent’ til liðs við okkar. En núna þurfum við að fókusera á þennan blessaða Derby-Leik, og guð hvað Bláu nágrannarnir hafa breyst síðan á síðasta seasoni eins og Sigursteinn minnist á, Martinez er topp stjóri en Brendan Rodgers er það líka og vonandi verður þetta bráðfjörugur leikur þar sem við munum bera úr bítum, 3-2!

  10. Sælir félagar

    Þakka Steina fyrir góða og málefnalega upphitun. Ekki veitir af þegar ástandið á liðinu er þannig að við fáum alltaf á okkur mörk (ath. fleirtala) í hverjum einasta leik. Það er sama á móti hverjum við spilum mörkum rignir og það er eins og Steini segir bara spurning um hvort okkur tekst að skora fleiri en andstæðingurinn.

    Mér er sama hvernig menn reyna að verja innkaupastefnu félagsins, eins og staðan er núna er óþolandi að menn girði sig ekki í brók og styrki liðið eins og til þarf. Auðvitað kostar það peninga. En ég spyr eins og ég hefi gert áður hver er ágóðinn/tapið af því að ná/ná ekki meistaradeildarsæti. Liðið er nú loks eftir margra ára dapra vist utan meistaradeildar í góðu færi á að komast þangað inn. Það verður samt sífellt erfiðara eftir því sem við töpum fleiri stigum. Það er ekki flókið.

    Hvað leikinn á morgun varðar þá er ég skíthræddur um að við töpum honum og það illa. Miðað við leikinn á móti Villa þá er ekkert annað í spilunum. Af hollustu við liðið mitt spái ég þó sigri, 3 – 2 skal það vera.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  11. Er ekkert að deyja úr bjartsýni. Spilamennskan ekki góð undanfarið og það er manni hulin ráðgáta af hverju menn eru ekki að fylla í götin og styrkja liðið í þessari baráttu. Liðið að spila glimrandi fyrir jól en nú þegar hellist úr lestinni og meiðsli gera vart við sig þá er það enginn vafi að liðið þarf og verður að styrkja. Hvernig Liverpool FC er að “fúnkera” á markaðnum er eitthvað sem veldur manni miklum áhyggjum. Veit lítið um þennan Salah annað en það að Liverpool hefur eytt talsverðu púðri í að skoða leikmanninn. Vilja ekki borga meira en 8m en Chelsea afgreiða þetta mál með 11m á skömmum tíma. Þetta er “dejavú” og hefur gerst allt of oft áður.
    Önnur lið eru að styrkja sig, meira að segja Everton. United taka Mata á uppsprengdu verði en samt eru þarna ákveðin skilaboð sem eigendur United eru að senda, þeir ætla ekki að sætta sig við þetta kjaftæði (slakan árangur) lengur. Það á að hrista uppí þessu. Við Liverpool menn höfum verið sáttir með gengið hingaðtil en það er samt eins og eigendur okkar fari ekki “all in” í þennan slag sem framundan er… glugganum er ekki lokað en það er ekki ástæða til bjartsýni.
    Spái leiknum á morgun 2-1

  12. Setja Sturridge á toppinn og láta Suarez taka Hibbert eins og vængjahurðina á Sögu! Svo bara að vona að það takist oftar en þeir bláu komast gegnum feykiveika varnarlínu okkar!

  13. mikið rosalega verð ég ánægður eef ég sé hibbert í byrjunarliðinu þeirra á morgun. Þeir gætu alveg eins sleppt hægri bakverði, myndi vilja sjá sterling færðan yfir á vinstri og hamra bara á hann. Þetta verður samt aðeins minna spennandi þegar maður hugsar um vörnina okkar…

  14. Þá er það staðfest, greinilega ekki til peningur til leikmannakaupa hann vill nefnilega bara gæða LÁNSMENN til klúbbsins. Vill bara alls ekki hauga inn leikmönnum enda nóg til. Voru 15 á æfingu núna um daginn sem er greinilega yfir drifið nóg!

    http://www.dailystar.co.uk/sport/football/362621/VIDEO-Brendan-Rodgers-wants-quality-Liverpool-loan-deals-but-refuses-to-stockpile-players

    Úff, var alveg kominn með kvíðaröskun á því að það myndi bara allt fyllast þarna af fótboltamönnum….

  15. Óttast að þessi liðsuppstilling hjá Steina myndi svo gott sem klippa þá Suarez og Sturridge út úr leikjum. Það er allt of auðvelt að klippa á spilið hjá okkur þegar miðjan er svona veik og fáliðuð. Þetta er auðvitað bara 4-2-4 með þennan mannskap og engan varnarsinnaðan af fremstu sex leikmönnunum. Miðjan hjá Everton er mjög þétt og með Lukaku frammi gegn okkar varnarmönnum gætu þeir fengið allt of mikinn tíma sóknarlega.

    Við áttum afar fá færi gegn Bournemouth og vorum varla með á löngum köflum gegn Villa, Everton er með betra lið en þessi tvö til samans.

    Persónulega myndi ég fórna Sturridge í þessum leik og hafa hann á bekknum, sérstaklega fyrir Allen ef hann er klár í slaginn.

  16. Þetta verður skelfilega erfiður bardagi og sérstaklega þegar að miðjan okkar er svona lömuð, vonandi verður Allen tjaslað saman því hann er mjög mikilvægur í þessum leik í hápressu og að við verðum ekki undirmannaðir.

    —————-Suarez
    Moses——————–Sterling
    —–Allen—Hendo—Gerrard
    Flanno–Toure–Skrtel–Kelly
    ————-Mignolet

    Já þið sáuð rétt, ég held að Moses verði inná í þessum leik í staðinn fyrir Coutinho og Allen komi inn fyrir Sturridge. Það væri flott að byrja þetta svona og eiga þá þessa 2 snillinga á bekknum til þess að hrista upp í þessu ef á þarf að halda.

    Moses og Sterling á köntunum því að þeir vinna vel til baka og eru með meiri hraða heldur en Coutinho.

  17. Það eru 7 meiddir hjá báðum liðum.
    Svo erum við með ” varalið ” þar sem ég hélt í einfeldni minni að verið væri að ala unga menn til að koma inn í aðalliðið og er þá ekki rétti tíminn þegar meiðsli hrjá liðið til að reyna aðeins á þessa ungu menn, og ef þeir reynast ekki vel nú þá er bara að losa sig við þá og fá aðra í staðinn.

  18. Mignolet
    sterling Sakho Skrölti Flanno
    Gerrard. Henderson.
    Sturridge. Allen. Moses.
    Suarez

    Mitt lið á morgun. Skíthræddur en við verðum að taka þetta.
    YNWA

  19. Þetta á að vinnast en vandamálið er bleiki fíllinn í stofunni þ.e. vörnin þannig að allt getur gerst.

    Nokkur orð í belg um leikmannakaup. Í mínum huga er enginn vafi á að LFC mun kaupa þá menn sem ætla má að styrki liðið að því gefnu að þeir fáist keyptir. Þetta Salah mál er blásið upp úr öllum hlutföllum. Vel má vera að þessi náungi sé stórkostlegur og allt það en um það er ekkert hægt að segja í dag.

    Ástæðan fyrir því að LFC mun kaupa þá leikmenn sem vantar, að því gefnu að þeir fáist keyptir, er einfaldlega sú að það borgar sig fjárhagslega. Maður þarf ekki að vera PhD í fjármálaverkfræði til að reikna út hvað þátttaka í CL gefur í aðra hönd. Vitanlega fer endanleg tala eftir því hvað liðið nær langt þannig að þetta er spekúlatíft big time. En OK; beinar tekjur frá UEFA og sjónvarpstekjur liðs sem kemst í undanúrslit er a.m.k. 40 m evra. Eru þá ótaldar aðrar tekjur s.s. frá styrktaraðilum, sala minjagripa, treyja, o.s.frv. Fyrir sofandi risa eins og LFC gætu þessar tekjur þess vegna verið annað eins eða meira. Nái liðið síðan enn lengra erum við að tala um þvílíkar afleiddar upphæðir að erfitt er að skilja þær. Sem dæmi þá jókst svokallað vörumerkjavirði (brand value) Bayern um meira en 100 m evra við að sigra í CL samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes! En varlega áætlað er áhættuvirði leikmanns/a fyrir lið í dauðafæri eins og LFC ekki minna en 50 m evra og líklega nær 80 m evra.

    Það sem ég er að reyna að segja er að vitanlega vita þeir sem stjórna LFC nákvæmlega hvað mikilvægt er að komast í Cl. Þeir vita ennfremur nákvæmlega hvað er í húfi fjárhagslega. Að sama skapi er ekki tekin fjárhagsleg áhætta nema að yfirveguðu ráði. Aftur að Salah dílnum sem floppaði. Menn eru fyrst og fremst sárir yfir að Chelsea snappaði hann upp en síður yfir því að missa af hinum “egypska Messi” enda grínlaust; hvað margir trúa því í rauninni að hann sé 14 m evra virði? Ég þekki a.m.k. engann, ekki einu sinni fársjúkan Chelsea aðdáenda sem ég tjatta stndum við. Ég segi bara; keep your head cold and your lady hot.

    Ég segi loks ekki eins og Cato gamli; að lokum legg ég til að keypt verði þýskt stál í vörn LFC megi það kosta hvítuna úr augunum.

  20. Ég sé að Osman er að babbla eitthvað um það að Everton sé ekki lengur í skugga Liverpool. Hvað er hann að ibba gogg. Veit hann ekki að Everton er þriðja besta knattspyrnuliðið í Liverpool borg: Númer eitt er Liverpool. Númer tvö eru Liverpool stelpurnar ooooog loks vei bakk númer þrjú kemur Everton.
    Einfalt, svona er þetta nú bara 🙂

  21. Jói#27 Ekki gleyma Tranmere og varaliði Tranmere þannig að Everton er nr. 5 😉

  22. Ég held að þetta verði erfiður leikur fyrir okkur en spái okkur 3-2 sigri.
    Sá inni á physioroom.com að Sakho verður áfram frá allavega næstu 3-4 vikurnar 🙁

  23. Sælir aftur félagar

    Það sem ég hefi minnst á í tveimur athugasemdum hér á kop-inu undanfarið er nákvæmlega það sem Guderian#26 er að segja svo skilmerkilega. Og ég er honum alveg sammála um Salah dæmið. Og ég vona að hann hafi rétt fyrir sér með það að okkar menn kaupi þá styrkingu fyrir liðið sem þörf er á. En ég hefi áhyggjur af að svo verði ekki, því miður.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  24. SAS teymið bjargar okkur á morgun. Ekkert lið stoppar þá þegar þeir eru on fire!

  25. ef Kelly byrjar inná þá er Rodgers ekki aðhorfa á leikina….frammistaða hans á í bikarnum um helgina, er lélegasta performance sem ég hef nokkurn mann spila með Liverpool…..hvernig geta svona leikmenn fengið samning hjá Liverpool?hvar er standardinn ?

  26. Ég spái 1-3 fyrir Everton. Munu rústa miðjunni, og Liverpool sér aldrei til sólar.

  27. Þetta verður klassa Derby og drama.
    1 rautt á okkur og 2 á hina.
    Við kreistum sigurmarkið fram á síðustu fimm.
    Ég ætla ekki að missa af þessu.
    YNWA

  28. Þetta er algjörlega tvíeggjað sverð og fyrir mig skiptir öllu máli að vinna þennan blessaða leik ef það á að vera einhver sjens á því að ná þessu fjórða sæti. Hef trú á óvæntri uppstillingu frá Brendan með jafnvel 3 hafsenta þar sem hann vill ekki fá á sig aulamörk eins og vanalega. Spurning hvort að Kelly verði í hafsenti, Flannó hægra meginn og svo Chissoko vinstra meginn en hinir tveir hafsentarnir eru sjálfkjörnir.
    Miðjan verður þá sennilega Gerrard og Hendó með Sterling líklega og Suarez fyrir framan sig, Sturridge á toppnum, eða einhverneginn svona:

    Mignolet

    Kelly Skrtel Kolo
    Flannó Chissoko

    Gerrard Hendó

    Sterling Suarez

    Sturridge

  29. “Hvernig í ósköpunum datt þeim í hug að velja svona likable stjóra í stað Gollum?”
    Lollaði upphátt. Snilldar upphitun að vana.

  30. Úff… Þetta verður þvílíkur slagur og það er í rauninni óþolandi hvað miðjan okkar er þunnskipuð en ég er fullviss um að virkið okkar muni hafa úrslitaáhrif og við vinnum þetta 2-1 í hörkuleik. Suarez og Sterling með mörkin.

    KOMA SVO!!

  31. Tilkynning frá æðri máttarvöldum: Örvænting vegna félagaskiptagluggans hefur verið sett á bið fram yfir þennan dag, þriðjudaginn 28. janúar á því árinu 2014. Í dag ber öllum Liverpool-mönnum að lesa upphitun SSteins á Kop.is, hlæja að Andy Greyinu og öllu hinu sem gerir Steina að besta Everton-umfjallara norðan Alpafjalla. Síðan skulu menn telja niður í stærsta Merseyside-derby síðari ára og að lokum ber mönnum að vera í rauðu treyjunni yfir leiknum í kvöld, hvar sem þeir sjá hann.

    Á morgun getum við rætt allt hitt. En í dag ætlum við að vinna Blueshite The Bitters Everton og skilja þá eftir í rykinu í þessari deild!

    Koma svo! Mér er skítsama hverjir byrja þennan leik hjá okkur eða ekki. Það eru bæði lið í meiðslum, þýðir ekkert að örvænta yfir því til eða frá, en við erum á Anfield, við erum með Luis Suarez, við erum með Daniel Sturridge, við erum með Steven Gerrard sem er eins mikill sérfræðingur í þessari viðureign og finnst, og við ætlum bara að vinna þennan helvítis leik. Ég tek ekkert annað í mál!

    Djöfulli hlakka ég til í kvöld. Allt annað getur beðið þar til á morgun. Það er úrslitaleikur fram undan.

    Fokking Blueshite hefur verið fyrir ofan okkur í deildinni síðustu tvö ár. Það er kominn tími til að leiðrétta þá vitleysu. Ef liðið getur ekki gert það á Anfield í kvöld verður tekið á því og við skiptum þá bara um eigendur, þjálfara og leikmenn eftir þörfum en í kvöld bara skal þetta gerast. Það bara skal!

    Ég ætti kannski að anda rólega næstu klukkutímana, fara í göngutúr eða eitthvað. Einbeita mér að vinnunni og svona. Það er allt of langt í þennan leik. 🙂

  32. Leikurinn í kvöld verður spennandi, en það verður líka spennandi að sjá hve marga leikfæra menn við höfum eftir þennan leik. Hve margir meiðast og hve margir verða reknir út af? Eitt af hvoru kæmi t.d. ekkert svakalega á óvart.

  33. Spáði í því að vera með 10 menn á meiðslalistanum og vera að fara mæta Suarez á Anfield, sennilega fleiri stressaðir fyrir kvöldinu en Liverppol aðdáendur.

  34. Ég myndi bara hringja í Carragher og fá hann til þess að mæta í leikinn í kvöld.
    Taka fram skóna í einn leik.

  35. Við erum með betri sókn…þeir eru með betri vörn…jafntefli?

    Reyndar þoli ég ekki Martinez, fannst Moyes alltaf ágætur en að hlusta á Spánverjann í viðtölum er verra en tákmálsfréttir. Mikið hrikalega vona ég að liðið rífi sig upp og menn spili ágætlega þótt þeir séu út úr stöðum, þreyttir eða eitthvað….þetta er Everton!!! ENGAR AFSAKANIR

  36. Já, gera eitthvað í vinnunni í dag…

    Þegar ég tala um Mekka í sögutíma þá er ég að meina Anfield, held að flestir nemendur mínir átti sig á því. Pílagrímsferðir á Anfield, borgir sem byggjast við ár, eins og Mersey, Liverpoolborg er hjarta og lungu Evrópusögunnar, svo einfalt er það nú. Og Liverpool Football Club er hjarta Liverpoolborgar. En nú er maður byrjaður í óráði yfir þessum blessaða leik í kvöld.

    Ég er ógeðslega svartsýnn fyrir leikinn. Það vantar allt of mikið af lykilmönnum til að geta stillt upp þolanlega sterku liði í þessum leik. Varnarlína með Kelly, Skrtel, Toure og Flanagan getur að vísu farið langt á Merseyside ríg, held að Kelly amk. ætti að vera inni þótt hann geti ekki neitt. Hann fer þetta á adrenalíninu. Svo verður hægt að skipta honum út fyrir Cissokho ef hann verður í ruglinu.

    Ég ætla rétt að vona að Rodgers dirfist ekki að stilla Henderson og Gerrard einum á miðjunni, það er ávísun á tap. Það verður bara að teipa, sprauta, setja spelkur, og verkjalyf á Allen svo hann nái þessum leik. Þótt hann missi fótinn neðan við hné verður hann að spila leikinn. Jæja ok, segi það kannski ekki alveg.

    Svo verður bara að vera brjálaður djöfulgangur og æði á Suarez í kvöld. Við verðum að fá hann geðveikan í þennan leik, þótt hann megi helst ekki gera neitt geðbilað af sér. Svo mega Sturridge og Sterling djöflast í kringum hann og éta upp það sem veltur undan honum.

    Þetta er eins og réttilega er sagt hér að ofan, stærsti derby-slagur síðustu ára. Hann er sjúklega mikilvægur og ég er andskotanum svarstýnni. Hef grun um tap, vonast þó eftir jafntefli og læt mig dreyma um sigur. Held við eigum ekki breik í Lukaku en vonast eftir frábærum leik frá Suarez snillingnum okkar.

    Góða skemmtun!

  37. KRISTJÁN ATLI! Ef þetta var ekki hálfleiksræða fyrir leik þá veit ég ekki hvað! Þú fékkst “læk” frá mér……… VIÐ VINNUM LEIKINN!!

  38. Skemmtileg upphitun!

    Liverpool – Everton eru yfirleitt mínir uppáhalds deildarleikir á tímabilinu, ekki það að mér sé eitthvað ílla við Everton, heldur eru þetta nánast undantekningarlaust, stórkostlegir fótboltaleikir. Mikill hraði, hörku tæklingar, gul og rauð spjöld, fullt af mörkum og brjáluð stemmíng á pöllunum.

    Það skemmir líka ekki fyrir að Steven G. á oft sýna bestu leiki á móti Everton. Hann er búinn að vera mikið gagnrýndur undanfarið svo ég býst við því að hann svari þeirri gagnrýni eins og hann kann best.

    En það sem ég er kominn með nóg af þessum pælingum um leikmannakaup. Maður veit aldrei almennilega hvað er að gerast og helmingurinn af því sem maður lest er bara bull. Menn (og þar með talið ég) verða líka oft eins og kerlingar í skóbúð, þeim langar svo í þennan og þennan og þennan eeeeen svo er ekki til peningur og þá er allt ömurlegt 🙂 Ég hlakka allavega til þegar gluggin lokar svo maður geti hætt að pæla í þessu.

    Annars er ég orðinn aðeins of spenntur fyrir leiknum en er þó frekar bjartsýnn og spái 3-1 fyrir Liverpool!

  39. Þakka hrósið.

    En er svo sammála KAR hér að ofan, hvernig væri nú bara að leggja þetta transfer dæmi á hilluna, bara svona rétt fram yfir leik allavega. RISA stór leikur hjá okkar mönnum og ég get svo svarið það að ég er í alvöru farinn að mælast á Richter skala. Við erum með hóp manna sem eru atvinnumenn í fótbolta og það getur bara ekki verið að það verði eitthvað motivation issue í kvöld, menn hljóta bara að koma all verulega peppaðir inn í þennan leik.

    Twitter er brunninn yfir, allavega þegar kemur að LFC og varla hægt að fara þar inn í augnablikinu. Ég vona bara að leikmenn okkar séu lítið að kíkja þar inn og sjái ekki að þeir séu rétt við það að hefja fallbaráttuna í deildinni. Ég skal fúslega viðurkenna það að það yrði algjört freaking svartnætti í kvöld hjá mér ef svo illa færi að við töpuðum leiknum. Ég bara einfaldlega leyfi mér ekki þá hugsun eins og er. Svei mér þá, er ekki viss um hvort ég geti horft á þetta í kvöld.

    Hafið þið samt pælt í einu? SUÁREZ, STURRIDGE, GERRARD (í Merseyside derby), HENDERSON, COUTINHO, STERLING. Ætlið þið að segja mér það að þessir gaurar geti ekki átt góðan leik og tryggt það að okkar menn skori allavega einu marki meira en þeir bláu? Að sjálfsögðu. Keep the spirit high.

  40. Smá athugasemd við upphitunina !
    Þetta er svo rosaleg auglýsing fyrir BK að hann neyddist til að hafa lokað í dag og á morgun 🙂

  41. Dagskrá:

    1. Reyna að klára þennan vinnudag og ekki hugsa um leikinn í 5 mínútur.
    2. Fara í göngutúr út í kuldann, fá frískt loft og reyna að hugsa ekki um leikinn í 5 mínútur.
    3. Elda rótsterkan Kashmir kjúkling og kveikja í heilafrumunum í 5 mínútur.
    4. Fara á pöbbinn og horfa á Liverpool sigra Everton.
    5. Muna eftir sigrinum í 5 áratugi.

  42. Svo er bara róa sig niður varðandi leikmannakaup……. það gerist ekkert fyrr en í sumar skv þessu, allavega túlka ég BR þannig.

    More from Liverpool manager Brendan Rodgers, on the subject on new additions in the transfer window: “We have to wait and see, there is certainly nothing imminent. I wouldn’t bring in a player here in January unless he was a really outstanding player who we could get on a loan that is going to really help.”

  43. Er búin að vera horfa á gömul myndbrot úr leikjum þessara liða og djöfull er dívufagnið hjá Suarez mikil snilld. Beint fyrir framan nefið á Moyes. Sannkallað Golden Moment.

  44. Öll kaupmál á pásu í dag. Vopnahlé fram að leikslokum!

    Til að hita upp fyrir Bítlaborgarbrjálæði ætla ég að skella inn link á meistarann sem spilaði með báðum liðum og var dáður beggja vegna. Skylduáhorf fyrir yngri kynslóðina sem þarf að vera meðvitað um að fyrr á tímum voru líka til flinkir fírar með fáránlega flotta þrumufleyga. Messi er bara hinn argentínski Beardsley!

    Enjoy:

    http://www.youtube.com/watch?v=yLdRuLZNvgg

    Í syrpunni skorar minn maður tvö fyrir Púlara gegn Tonverjum, en setur svo eitt fyrir strumpana gegn rauðum. Í takt við það markahlutfall spái ég okkur 2-1 sigri í kvöld og Beardsley skorar öll mörkin 🙂

    YNWA

  45. Gott að hér eru svona margir bjartsýnir því ég er það ekki.
    Hef þá tilfinningu að nú fari allt til fjandans, leikmenn pirra sig á því afhverju það er ekki verið að styrkja liðið, menn fara að velta fyrir sér hvort Suarez fari fyrst það er ekki gert, stemningin í klefanum fer til fjandans, bitnar á stigatöflunni o.s.f.v…. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en sú er tilfinningin því enn einn félagaskipta glugginn var/er að fara down the pooper og það var/er í það skipti sem við máttum/megum hvað minnst við því!!!

  46. Svipuð tilfinning og fyrir Tottenham leikinn, er skíthræddur við þennan leik. Vona svo innilega að tilfinningin eftir leikinn í kvöld verði sú sama og eftir Tottenham leikinn. Nenni ekki að koma með spá, en djöfull hlakka ég til.

  47. Hjálp krakkar mínir! Ég er nýfluttur til Stokkhólms, nánar tiltekið Rågsved og bráðvantar að finna stað sem sýnir leiki með okkar áskæra. Er einhver sem veit eitthvað?

  48. Rumir 4 timar i leik og eg er onytur i vinnunni… Er madur rugladur eda hvad?

    Eftir tvi sem styttist i leikinn tha hef eg betri tilfinningu fyrir thessum leik.

    KOMA Fokking SVO!

  49. Ef að Brendan spilar með Steven Gerrard á miðri miðjunni þá töpum við þessum leik. Það er bara þannig.

  50. [img]http://news.bbcimg.co.uk/media/images/72548000/jpg/_72548701_140618329.jpg[/img]

    Greinilega fleiri heldur en Suarez mannætur á Anfield

  51. Byrjunarliðið komið: 4-2-4 og ávísun á tap í kvöld. Liverpool FC ?@LFC 1m
    Confirmed #LFC team v @Everton: Mignolet, Cissokho, Skrtel, Toure, Flanagan, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sturridge, Sterling, Suarez

Arsenal á Emirates næstu mótherjar

Byrjunarliðið gegn Everton