Bournemouth – Liverpool 0-2

Það var alveg ljóst að Brendan ætlar sér langt í þessari keppni, hann stillti í raun okkar sterkasta liði fram í dag, utan Mignolet og Sterling.

Lucas, Allen, Johnson, Enrique, Sakho og Agger frá vegna meiðsla. Það má alveg færa rök fyrir því að þarna fari amk 5 byrjunarliðsmenn.

Aspas og Alberto voru á bekknum. Svei mér þá ef að Alberto kæmist í liðið ef við værum með 11 leikfæra. Myndum líklega spila með 10 og eiga hann á bekknum. Skrítin kaup svo ekki sé meira sagt.

En svona var liðið:

Jones

Kelly – Skrtel – Toure – Cissokho

Moses – Gerrard(c) – Henderson – Coutinho

Suarez – Sturridge

Þetta fór rólega af stað. Bournemouth voru að fá 2-3 hornspyrnur á fyrstu 10 mínútum leiksins. Það var svo á 8 mínútu sem að Gerrard átti frábæran bolta inn fyrir vörnina á Suarez sem var aleinn, en var ranglega dæmdur rangstæður. Bournemouth héldu áfram að ógna næstu mínúturnar og vinna hornspyrnur sem svo lítið kom úr.

Það gerðust reyndar stórtíðindi á 13 mínútu þegar Moses tók ekki bara á móti bolta, heldur hljóp hann framhjá tveimur varnarmönnum einnig. Ég veit, ég trúði þessu heldur ekki fyrr en ég sá þetta endursýnt. Moses endurtók svo leikinn á 18 mínútu þegar hann skellti í ein skæri í þokkabót, fíflaði tvo varnarmenn en lokasendingin var slök.

Á 26 mínútu unnum við svo boltann á okkar vallarhelmingi og sóttum hratt upp, Suarez fékk boltann hægra megin og sendi háan bolta yfir á vinstri vænginn þar sem að títt nefndur Moses tók boltann niður, skaut á milli fóta varnarmanna Bournemouth og í nær hornið, 0-1, og það án þess að eiga færi sem heitið getur. Moses að stimpla sig inn, loksins!

Á 35 mínútu áttu Bournemouth að jafna. Tveir tvöfölduðu á Kelly, Gerrard kom allt of seint í hjálparvörnina en Toure náði að kasta sér fyrir skotið eftir að Skrtel hafði runnið í teignum, dauðafæri. Það var svo úr horspyrnunni í kjölfarið sem að leikmaður Bournemouth fékk nánast frían skalla úr miðjum teignum en skallaði rétt yfir.

Í kjölfarið fékk svo Liverpool sókn þar sem að Suarez fíflaði varnarmenn Bournemouth, sendi út í miðjan teig á Henderson en hann skaut talsvert langt yfir. Það öskrar á mann hve fáa markaskorara við erum með, dauðafæri.

Síðustu fimm mínúturnar lifnaði svo aðeins yfir þessu hjá okkur. Áttu fína spretti en vantaði herslumuninn uppá. Þetta var nánast okkar eini góði leikkafli í þessum hálfleik sem var heldur slakur.

Staðan því 0-1 í hálfleik og spilamennskan ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Við vorum undirmannaðir á miðjunni og mér finnst Gerrard bara ekki vera týpan í þetta varnarhlutverk á miðjunni. Ég sé hann mikið frekar sem Alonso týpu með mann eins og Masch (Lucas) sér við hlið. Til að spila þessa stöðu þarftu, umfram allt, að vera með staðsetningarnar uppá 10. Það er einmitt sú hlið Gerrard sem hefur verið gagnrýnd hvað mest í gegnum tíðina. Líklega hans eini veikleiki. Mitt mat, vona að ég hafi rangt fyrir mér eða að Brendan hafi kjarkinn í að viðurkenna að þetta sé ekki að virka ef þetta batnar ekki fljótlega.

Mér fannst Suarez leiðinlega mikið útá kannti í þessum hálfleik. Ég er mikið hrifnari af honum í tíunni, ef hann er ekki fremsti maður. Það sama má í raun segja með Coutinho. Þarna kristallast kannski okkar vandamál í þessum leik, sem og leiknum um síðustu helgi. Það vantar jafnvægið í liðið, því er fórnað á kostnað sóknarinnar. Vandamálið er bara að þú átt erfiðara með að sækja og dóminera þegar þú ert að lenda í vandræðum á miðju vallarins, það er bara þannig. Auðvitað spila meiðsli sína rullu í þessu, en gerðu það ekki í síðasta leik.

En nóg af neikvæðninni, við erum yfir, hvað er að þér?

Síðari hálfleikur:

Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Bournemouth voru líklegri, Gerrard lét línuvörðinn heyra það á 56 mínútu og uppskar gult spjald fyrir. Kelly púllaði svo Skrtel í hornspyrnunni sem fylgdi. Fáránlega augljóst og vitlaust peysutog að það hálfa væri nóg. Víti allan daginn.

Það var svo á 59 mínútu sem við spiluðum frábærlega út úr pressu á miðjunni, Gerrard á Coutinho, Coutinho á Suarez, Suarez inn á Sturridge, 0-2. Frábær sókn og virkilega vel klárað! 33 leikir, 25 mörk og 6 stoðsendingar. Geri aðrir betur!

Eftir þetta kom afskaplega rólegur kafli í leiknum. Hvorugt liðið skapaði sér nein færi sem heita getið og tempóið í leiknum ekki hátt.

Á 71 mínútu átti Henderson 50-60 metra sendingu inn á Sturridge, sem freistaðist til að setja hann yfir markvörð Bournemouth í fyrsta. Fín tilraun en í slánna fór boltinn.

Flanno kom inn í stað Kelly, virkilega jákvætt. Verður vonandi klár í leikinn á þriðjudaginn. Við erum ekki beint að drukkna í (góðum) leikfærum bakvörðum. Staðan er þannig í dag að hann er líklega sá besti. Ef ég hefði sagt það í upphafi tímabils þá hefði ég verið kosinn fyndnasti maður Íslands.

Á 76 mínútu átti Sturridge frábæra sendingu inn á Suarez, sem var kominn einn inn fyrir. Hann ákvað að taka hann, skoppandi, í fyrsta og setja yfir markvörðinn sem kom æðandi á móti. En yfir fór skotið. Hefði svo sannarlega átt að vera 0-3 þarna.

Þarna var ég farinn að bíða eftir skiptingum. Aspas og/eða Alberto inn og hvíla einhverja af þeim Suarez, Sturridge, Gerrard eða Henderson. Það átti þó ekki eftir að gerast fyrr en á 83 mínútu. En þá var það Moses sem fékk hvíldina eftir erfiði síðustu vikna og svo Coutinho (Sterling og Alberto inn). En restin spilaði 90 mínútur + uppbótartíma.

Við áttum aftur að skora á 78 mínútu þegar við komumst fjórir á þrjá. En Sturridge átti lélegt skot beint á markvörðinn eftir sendingu Moses. Hefði átt að leggja boltann út í teiginn í þetta skiptið og klára leikinn.

Síðustu 10 mínúturnar voru afskaplega rólegar. Bournemouth var komið á hliðina og farið að sýna kviðin. Og Liverpool var ekkert að taka of fast á þeim, bara að sigla þessu rólega í land.

Niðurstaða:

0-2 sigur og við komnir í næstu umferð. Það er það eina sem telur og því getum við verið sáttir. Það er ekkert alltaf gefið, þessir útileikir gegn neðrideidlarliðum í þessari bikarkeppni. En við gerðum okkar, sýndum klassa þegar við þurftum og unnum fínan sigur.

Síðari hálfleikur var mun betri en sá síðari. Við hefðum alveg getað skorað 2-3 í viðbót. Kannski skiljanlegt þar sem að þeir þurftu að koma framar á völlinn til þess að skora. En þetta var samt nokkuð öruggt. Náðist betra jafnvægi í liðið þegar leið á leikinn. Sem er jákvætt.

En þegar maður skoðar svo næstu leiki og vikuna sem er framundan. Þá er ýmislegt sem ég hef áhyggjur af. Við erum með tvo leikfæra miðjumenn og erum að fara inní baráttuleiki gegn Everton (h), WBA (ú) og Arsenal (h). Amk í þessum heimaleikjum eru andstæðingarnir með virkilega góða miðju og ég hef áhyggjur. Ég verð að viðurkenna það. Þau koma klárlega til með að pressa Cissokho upp að hornfána og ekki gefa Gerrard svo mikið sem frímerki til að athafna sig á. Nú þarf Brendan að koma með lausn á þessu – líklega best að koma Flanno inn í vinstri bak og halda Kelly inni. Af tveimur slæmum kostum þá hef ég mikið mun meiri trú á Kelly, sérstaklega í nágrannaslag!

Þegar maður horfir á þá kosti sem eru á bekknum, skoðar sumarkaupin og hvað þau koma með í liðið sem og atburða vikunnar sem er að líða, þá er bara eðlilegt að maður hafi efasemdir um þessaða blessuðu transfer committee. Þeir tóku einn og hálfan mánuð í að klúðra Salah dílnum og eyddu 20 mp í menn eins og Ilori, Aspas og Alberto. Þeir áttu að vera squad leikmenn. En hvaða gagn er af slíkum leikmönnum þegar gæðin eru ekki meiri og þeir koma með nákvæmlega ekkert inn í liðið, jafnvel þó að helmingurinn af byrjunarliðinu sé frá vegna meiðsla.

Það er RISA þriðjudagur framundan og ekki er vikan sem tekur við eitthvað minni. Allir keppinautar Liverpool eru að styrkja sig á. United kaupir Mata, Chelsea kaupir Matic og líklega Salah, Arsenal virðist vera að kaupa Draxler, Everton fá Lacina Traore að láni frá Monaco og Liverpool fær sér kleinuhringja-díl. Æðislegt alveg! En ég læt þessar pælingar varðandi kaup og sölur bíða þar til eftir Everton leikinn, það er löng vika framunda þar sem margt getur gerst!

Við tökum svo upp podcast á föstudagskvöld þegar þeir eru að fara að loka glugganum og förum yfir atburði vikunnar. Vonandi verður það ekki jafn vandræðalegt og hjá Liverpoolfc.tv hér fyrir tveimur árum síðan þegar þeir klúðruðu Dempsey dealnum (dodge a bullet þar, úff) og lokuðu búðinni snemma.

Maður leiksins:

Ég verð að velja Moses. Fannst Sturridge líka koma sterklega til greina. En það er bara himinn og haf á milli þess standards sem þeir hafa sett, því kom frammistaða Moses mér ánægjulega á óvart. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.

50 Comments

 1. Flott að taka þetta 0-2 þrátt fyrir að vera á hælunum allan leikinn.
  Tek ofan fyrir leikmönnum Bournmouth fyrir að vera sífellt ógnandi, og voru óheppnir að fá ekki víti en ekki græt ég það.

  Ég er orðinn skíthræddur við leikinn á þriðjudag.

 2. Sæl og blessuð.

  Lærðum vonandi sitthvað af þessu. Sárt að horfa á nafna ganga marklaus úr þriðja leiknum í röð. Hefði átt að skora. Einnig Henderson sem verður aldrei gæðagæðaleikmaður fyrr en honum er treystandi fyrir færum. Kelly-kjéllinn hefði getað verið utan vallar þegar þeir voru í sókninni.

  En nú þegar hinir stóru hafa verslað sig metta er ekki von á því að við getum í þetta skiptið lokið samningu við einhvern þann sem við höfum augastað á án þess að þeir taki þá frá okkur

  Og hvað er málið með þessa Everton lánsmenn?

 3. Jones 5 – ástæða fyrir því að hann er varamarkvörður
  Cissokho 3 – alveg skelfilegur
  Toure 5 – lélegur
  Skrtel 6 – var solid
  Kelly 5 – var ekki að sanna sig í þessum leik.
  Gerrard 6 – var ágætur
  Henderson 5 – Er hann ekki örugglega á skotæfingum á öllum æfingum? Ef ekki, þá þarf að laga það.
  Coutinho 5 – var ekki að fíla baráttunu í andstæðingunum.
  Moses 7 – okkar besti leikmaður í dag. Var áræðin og átti nokkra fína spretti
  Sturridge 7 – var fín í þessum leik og virkaði stórhættulegur
  Suarez 7 – lagði upp tvö mörk og var ógnandi

 4. Frábært að vera komnir áfram, takk Dolli fyrir að benda á filmon, er á ferðinni með stoppum, alveg það sem mig vantaði.

 5. Hvernig getur liðið spilað vel saman með SAS frammi? Mér finnst liðið hálfpartinn vera að þvælast fyrir hvor öðrum og engan veginn ljóst hver á að hlaupa hvert og gera hvað. Enn, liðið gerði 2-2 jafntefli í síðasta leik með sama kerfi og vann núna 2-0. Ekki alslæmt.

 6. Skyldusigur, professional. Ég er mjög sáttur, enda var þetta tiltökulega átakalítið og engin ný meiðsli.

  Set stórt spurningamerki hvort við getum leyft okkur þann munað að vera með tvo framherja á móti Neverton. Miðjan er bara alls ekki sannfærandi með það upplegg, svo ég tali ekki um þegar okkur vantar bæði Lucas og Allen. Vil þjappa á miðjunni í miðjunni og spila með Suarez einan frammi í næsta leik.

  Er nokkuð viss um að Neverton á eftir að lenda í vandræðum í leiknum á eftir.

 7. Það jákvæðasta við leikinn, fyrir utan að komast áfram, var að Jón nokkur Flanagan kom aftur í liðið. Ekki veitir af að fá inn einn bakvörð sem getur spila fótbolta.

 8. Bara skyldusigur!!!!!!!!!!!! Verðum að taka Everton á þriðjudaginn!!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!

 9. Sá ekki allan leikinn, lungann úr fyrri og er að horfa á seinni á dánlódi með stoppum.

  Vandi klúbbsins fyrir þriðjudag er hvern í ósköpunum ætti að setja á miðjuna með Hendo og Gerrard, hvað þá þar sem það er málið að fá inn DM-C ef vel ætti að vera?

  Luis Alberto hefur að mínu mati EKKERT að gera inn í Merseyside derby. Bara ekki neitt. Meðan að enginn bætist við í hópinn af meiðslalistanum þá sé ég ekki hvað í ósköpunum er hægt að gera annað en að stilla upp svipuðu liði en setja Sterling inn fyrir Coutinho…þá er ég að meina framávið. Hraðinn og agressívheitin í leik Everton er eitthvað sem umræddur Alberto ræður bara ekkert við, hann er gríðarlega dapur í varnarleik, þ.á.m. í pressunni sem þarf að vera í lagi gegn þeim bláu.

  Í mínum villtustu draumum væru Agger eða Sakho tilbúnir á þriðjudaginn og þá annað hvort væri hægt að stilla upp 3-5-2 eða að setja annan hvorn þeirra í DM-C. En ég er óskaplega hræddur um að það muni ekki takast.

  Jákvæðast finnst mér af því sem ég hef séð er auðvitað Moses sem vonandi er að sýna hvað hann vill gera í treyjunni og svo náðu Skrtel og Toure ágætlega saman. Bakverðirnir eru auðvitað bara sér kapítuli og Jesús hvað vandinn er þar mikill. Vissulega vitum við af þessu vinstra megin en ég sá ekkert í leik Martin Kelly í dag sem vakti mér gleði fyrir þriðjudeginum.

  Ég er bara á því að Rodgers ætti að hringja í Derby og sækja Wisdom úr láninu. Hann er búinn að spila nær alla leiki fyrir þá hvít svörtu og einn af þeirra betri mönnum. Hann tel ég miklu betri kost en Kelly og fyrst Johnson er meiddur þá finnst mér við ættum að sækja hann.

  En ég er glaður með það að vera kominn áfram í þessari keppni. Til að búa til stórlið þarf að fylla leikmannahópinn “winning mentality” og það gerist bara með því að vinna leiki og þefa af árangri. Nú erum við í síðustu 16 og nú vonast ég eftir heimaleik í næstu umferð.

  Og fyrst við fengum ekki upp ný meiðsli þá var í fínu lagi að spila nöfnunum. Það á alveg að vera nógur tími í endurheimt fram á þriðjuda. Málið er bara hvort að bætist í leikmannahópinn fyrir þann leik af meiðslalistanum. Annars gæti róðurinn framundan verið þungur.

 10. Þokkalegur leikur Sturridge og Moses bestir en Cissokho skelfilegur að vanda einnig fannst mér kelly einstaklega riðgaður. Skil ekki af hverju menn eru að blanda kaupunum á Alberto og Aspas inní Salah dílinn ástæðan fyrir því að við keyptum ekki Salah er ekki af því eyddum pening í sumar í spánverjana heldur vegna þess að Fsg fannst hann greinilega ekki 11 milljóna punda virði. Þessi kaup á þeim félögum hafa vissulega verið vonbrigði en mér finnst stundum menn ganga of langt í að kenna þessum kaupum um allt.

 11. Ef ég væri að fara að stilla liðinu upp fyrir Everton leikinn(og gefum okkur það að Joe Allen er ekki með og Sakho ekki með – annars Sakho inn fyrir Toure)

  Mignolet

  Kelly Skrtel Toure Flannagan

  Gerrard Henderson

  Couthinho

  Sterling Sturridge

  Suarez

  Ef Allen er með þá fer Coutinho út og Allen fyrir framan vörnina og Henderson og Gerrard fyrir framn Allen.

 12. Andartak……. vorum við ekki á fljúgandi siglingu þegar Gerrard var meiddur?? Ef allir væru heilir (dagdraumar) þá Gerrard út!

  En…… raunveruleikatékk, meiðslavandræði og sex stiga derbyleikur, Gerrard inni! Bara ekki annan Aston Villa leik takk fyrir!!

 13. ætli það sé eitthvað til í þessum orðróm?

  “Liverpool have been giving the green light to sign Nigel de Jong after Milan signed essian deal to be announced by Wednesday”

 14. Skyldusigur í dag. Sækja þá Wisdom strax, hörkuduglegur og góður skallamaður líka ekki veitir af.

 15. Sammála Magga, hreinlega spurning um að lána Kelly til Derby og fá Wisdom aftur. Ekki það reyndar að líklega væri gott að hafa þá báða upp á breiddina að gera, en svona ef við gefum okkur að það séu einhverjir að koma úr meiðslum þá væri gott að gefa Kelly meiri spilunartíma.

 16. af hverju kaupum við ekki Ross Barkley .. hann er Rooney + Gerrard í sama manninum. Skítt með að hann “muni alrei vilja fara í LFC” Kaupa hann bara á 30 millur og borga manninum bara 100 þús pund á viku, eða meira ef þarf. Case closed.

 17. Virðumst hafa komist upp með þetta sem eru frábærar fréttir. Ef við miðum við hversu margir hafa verið að hrynja í meiðsli eða spila meiddir undanfarið er ekki skrítið að maður var mjög stressaður með okkar bestu menn inná gegn Championship liði á mjög lélegum velli í janúar.

  Það var mjög flott að vinna þennan leik og það í 2.gír allann tímann og við höfum oft misstigið okkur í svona leikjum.

  Það vantar auðvitað alla fyrstu kosti okkar í vörninni í þessum leik nema kannski Skrtel. Cissokho virðist hreinlega hafa falsað ferilsskránna sína því hann virðist alveg ákaflega klunnalegur leikmaður og hefur aldrei hugmynd um hvað hann ætlar að gera þegar hann fær boltann. Ég er ekki eins mikill aðdáandi Jon Flanagan eins og margir aðrir og sérstaklega ekki í vinstri bakverði en svei mér ef ég treysti honum ekki mun betur gegn Everton en Cissokho.

  Kelly fannst mér ekki eins tæpur en það er ljóst að hann þarf að fara fá spilatíma reglulega og það án þess að meiðast. Þennan spilatíma á hann ekki að fá hjá Liverpool, frekar hjá liði í neðri hluta EPL eða í Championship deildinni. Hann er ekki í standi fyrir hraðan í úrvalsdeildinni. Hann hefur hinsvegar hæfileika til að spila þar þegar hann er 100% heill og í leikformi.

  Toure og Skrtel bundu þetta saman í dag og hafa svosem átt erfiðari leiki, þetta er engu að síður okkar versta samsetning af miðvarðapari og Sakho gæti ekki komið nógu fljótt til baka. Einhver sagði að Toure liti út fyrir að hann þyrfti að fara stelast aftur í megrunarpillur konunnar sinnar og það fékk mig til að hlæja.

  Steven Gerrard er síðan einhver stöðuvilltasti leikmaður Liverpool og nýtur sín langbest þegar hann hefur nokkuð frjálst hlutverk og það helst framarlega á vellinum. Miðjan er í tómu tjóni með hann og einhvern einn annan og ég veit ekki hversu marga leiki þarf til að sanna það. Liverpool átti ekki miðjuna í þessum leik og það kom ekki á óvart. Henderson virðist líka hverfa svolítið þegar hann spilar með Gerrard á miðjunni, mögulega var þó vegna þess að þeir voru svo undirmannaðir og ekki í hlutverkum sem nær mestu úr þeirra leik.

  Coutinho fannst mér vera okkar versti leikmaður í dag og þá er ég ekki að gleyma Cissokho. Hann vinnur ekki neitt til baka sem olli Kelly vandræðum til að byrja með og satt að segja sást hann ekki á mjög löngum köflum í leiknum. Við töluðum um það í sumar þegar Liverpool var orðað við menn eins og Mkhitaryan, Willian og Costa að við þyrftum að eiga breidd í stöðunum fyrir aftan sóknarmennina því það væri ekki raunhæft að ætlast til þess að Coutinho myndi halda dampi á sama leveli heilt tímabil. Það er að koma á daginn núna og getur ekki komið á óvart. Það kemur meira á óvart að ekki sé ennþá búið að bregðast við þessu. Það vill stundum gleymast hvað hann er ungur. Eins finnst mér hann ekki finna sig í þessu hlutverki sem ætlast var til af honum í dag eins og mjög margir aðrir leikmenn liðsins enda holningin í tómu tjóni, það er enginn tilviljun að hann var mikið betri í fyrra þegar Liverpool spilaði með einn frammi og þrjá fyrir aftan með hann í holunni að teikna upp sóknir. Hann er ekki búinn að spila það hlutverk mjög mikið á þessu tímabili.

  Það er erfitt að meta hvort gæði Sturridge og Suarez komi niður á holningu liðsins. Þeir eru báðir sjóðandi heitir og ná frábærlega saman en með þá báða frammi er holningin á liðinu mikið verri og samherjar þeirra í stöðunum fyrir aftan eru alls ekki búnir að spila í sama klassa og þeir. Þeir hafa verið frábærir og skora og skapa gríðarlegan fjölda af mörkum en sumir samherjar þeirra virðast stundum líða fyrir það, spilandi úr stöðu og í hlutverkum sem þeir þekkja ekki vel og líta illa út.

  Rodgers þarf að finna lausn á þessu og finna jafnvægi í leik liðsins, það er ljóst að það gengur ekki að treysta á mörk SAS endalaust þegar við lekum svipað mörgum inn hinumegin.

  En mínum mönnum í Bournemouth var sýnd mikil virðing í dag enda þó staðan væri orðin 0-2 var ekki tekið neina sénsa. Gerrard sem var tæpur á gulu spjaldi kláraði leikinn (rautt og hann væri í banni gegn Everton), Suarez og Sturridge spiluðu einnig 90.mínútur þrátt fyrir að Aspas væri klár á bekknum og hafði ekkert að gera. Frekar var hvílt Moses eftir átökin undanfarið og sett Sterling inná til að tryggja þetta endanlega. Svipað má segja um Kelly, hann fékk hvíld eftir mikið álag undanfarið þó líklega hafi Rodgers verið að spila Flangagan aðeins til fyrir þriðjudaginn.

  Ég er mjög stressaður fyrir næstu viku, vægt til orða tekið. Vonandi fáum við einhverja leikmenn til baka úr meiðslum, sérstaklega Allen og Sakho og það er make or brake fyrir þetta tímabil að ná að styrkja liðið í næstu viku. Stóra málið er samt derby slagurinn, sigur þar væri gríðarlega stór fyrir Rodgers með hópinn í þessu standi.

 18. Þetta var bara nokkuð vel gert sérstaklega í ljósi þess að við vorum einum færri (tel Kelly ekki með og ef hann verður með á móti Everton fáum við svona eins og 3 til 4 mörk á okkur.)
  Gott mál að Flanagan er mættur en miðjan!maður lifandi. þurfum að fara að gera eitthvað róttækt þar þegar lið eins og við vorum að spila á móti í dag tekur miðjuna yfir!
  Brendan PLEASE keyptu varnarsinnaðan miðjumann í þessum glugga PLEASE!

 19. Annað, þetta er mögulega eitthvað sem við ættum að gefa einhvern gaum.
  http://www.beyondthekop.com/8/post/2014/01/oneguardiansaid.html

  Það á að tilkynna nýjan styrktaraðila á mánudaginn og fyrir leik í dag var hitað upp í boltum sem á stóð #OneGuardianSaid

  Getgátur uppi um að það sé Gurada Indonesia flugfélagið sem er nú þegar opinbert flugfélag Liverpool og fyrst verið er að markaðssetja þetta svona hressilega er spurning hvort þetta sé stór samningur sem við erum að tala um, mögulega sponsor á nýjum velli?

 20. Þá er skylduverkinu lokið í dag. Nú getum við farið að einbeita okkur að leiknum á þriðjudaginn. Við misstum allavega ekki leikmenn í meiðsli í þessum lei sem er jákvætt, fyrir utan skurð á höfði Skrtel. Everton hvíldi mannabarnið í leik sínum í FA cup í dag, en þeir misstu Oviedo útaf fótbrotinn.

  Næsti leikur er sá leikur sem maður hefur aldrei áhyggjur af hvort leikmenn séu ekki mótiveraðir fyrir. Ég sé rauð spjöld og rosalegan leik fyrir mér. Það væri síðan ekkert að því að dragast á móti everton líka í FA cup, á Anfield. 🙂

 21. Þessi búningur sem spilað var í í dag, kemst á topp tíu yfir ljótusu búninga allra tíma.

 22. Hvernig er það, hvað er að frétta af honum Enrique ?
  Er engin dagsetning á hans meiðslum eða er hann bara ónýtur kall greyjið.

  Sama með Sakho, átti hann ekki að vera klár í þar seinasta leik, kom eitthvað bakslag í þetta hjá honum.

  Verður Allen klár fyrir Everton leikinn ?

  Er einhver hérna sem er með eitthvað update á þetta rugl ?

 23. 59m for RVP and Mata

  55m for Downing and Carroll

  hahahah let that sink in ¨!!

  koma svo liverpool getum unnið þessa deild!

 24. Það er alltaf hægt að gera svona.

  Man utd
  Fellaini 27,5 m punda
  Young 17 m
  Bebe 7,4 m
  Anderson 15m
  Hargreves 17
  Veron 28 m
  Taibi 4,5 m

  Liverpool
  Coutinho 8,8 m
  Sturridge 13 m
  Suarez 23 m – gjafaverð
  Agger 7 m
  Alonso 14 m

  Það er hægt að telja upp góð kaup og slæm hjá öllum liðum í Ensku úrvaldsdeildini.

  Suarez/Sturridge 36 milljónir punda > Mata 37 milljónir punda eða

  Sturridge/Coutinho 21,8 m punda > Fellaini 27 m punda

  Það er alltaf hægt að gera svona.

 25. Eðli málsins samkvæmt eru menn lítið að rýna í þennan leik, fyrir utan Babu sem á persónulega tengingu við þennan leik. Þetta var fagmannlega gert, öruggur sigur en ég set risastórt spurningamerki við það að Steven Gerrard hafi klárað allar 90 mínúturnar. Að öðru leyti var þetta bara mjög gott.

  Stóra málið er eins og flestir fjalla meira um hér að ofan, leikurinn á þriðjudaginn. Það verður algjört sjálfsmorð að mæta Everton með Henderson og Gerrard á miðjunni. Við náum engri stjórn á leikjunum með 4-2-4 kerfi (sem þetta raunverulega er). Jafnvægið er ekki til staðar og staðreyndin er einfaldlega sú að við þurfum að fórna einum af eftirtöldum: Coutinho, Sturridge, Sterling eða Suarez. Eins og staðan er í dag þá myndi ég allan daginn fórna Coutinho. Getur líka verið frábært að eiga hann á bekknum. Suarez, Sturridge og Sterling myndu þá skipta stöðugt um stöður og finna sér pláss þar sem það er að finna.

  En til að þetta gangi upp þá vantar okkur miðjumann (ef Allen verður áfram frá). Þessi hópur er orðinn svo hrikalega tæpur að ef einhvern tímann var öskrandi þörf á miðjumanni þá er það núna. Við höfum svosem rætt þetta hérna undanfarnar vikur. Og ég er sammála þeim sem hafa efasemdir um “nefndina”. Hlutirnir ganga ekki nógu vel fyrir sig og plönin hafa ekki gengið nógu vel upp. Hópurinn er ekki nógu sterkur til að ná 4. sætinu.

 26. Sælir félagar

  Góðum skyldusigri siglt í höfn og allir heilir eftir sem er gott. Ég spáði þessum leik 2 – 2 en það miðaðist við liðið sem Babu stillti upp í upphitun. Það lið hefði aldrei unnið þennan leik og sem betur fer setti BR allt sem hann átti í leikinn til að vinna hann.

  Ég eins og fleiri, hefi áhyggjur af hvernig hann stillir liðinu upp með Gerrard og Hendo á miðjunni og SAS frammi. Andstæðingur okkar í dag, tugum sæta fyrir neðan LFC í töflunni tók miðjuna yfir og hafði þar öll völd mátti segja leikinn á enda. Ég trúi ekki öðru en BR átti sig á þessu og stoppi í þetta gat með breyttri uppstillingu á liðinu.

  Ég sé ekki fyrir mér að kominn verði djúpur miðjumaður fyrir Everton leikinn eins og staðið hefur verið að leikmannakaupum hjá þessum “snillingum” sem stjórna þeim málum. Því miður. Það þýðir að BR verður að draga hausinn út úr dimma staðnum á sér og gera þær breytingar sem til þarf.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 27. Martin Kelly – Er ekki hægri bakvörður, hann sýndi það enn og aftur í dag.
  Cissokho – Ég veit ekki hvort hann kæmist að sem skemmtikraftur hjá Mið-Ísland, en hann ætti amk að finna sér eitthvað annað að gera en að spila knattspyrnu.
  Gerrard – Er að mínu mati einn af bestu miðjumönnum heims, en Rodgers er algjörlega að sóa hæfileikum hans þessa daganna. Hann þarf ekki að spila 90 mín í öllum leikjum, færa kappann fremstan á miðjuna.
  Henderson – Þarf klárlega að bæta skottæknina eins og menn hafa oft bent á, en vinnusemin í honum er alveg frábær.
  Moses – Jæja maður þurfti ekki að skammast sín fyrir hann í dag, loksins hélt hann breiddinni á vellinum.

  Að lokum, ég skil ekki afhverju Alberto fékk ekki tækifæri í dag í stað Coutinho sem er búinn að vera ömurlegur í síðustu leikjum.

 28. Væri til í að sjá þetta lið óvænt í næsta leik.

  Suarez
  Coutinho Alberto Sterling
  Henderson Gerrard
  Cissokho Skrtel Toure Flanagan
  Mignolet

 29. Stór spurning hvort viljiði sjá Kelly eða Cissokho í bakverðinum á móti hinum stórbrotna Flanagan sem allt í einu er orðin okkar skársti heili bakvörður.
  Ég veit að valið er slæmt en af tvennu illu þá vil ég sjá uppalinn Kelly sem ég veit að mun leggja allt sitt í derby leikinn. Hafa þá 2 uppalda bakverði í þessu leik.

 30. Er virkilega ánægður með úrslitin, ekki hægt að biðja um meira. Héldum hreinu, skoruðum tvö mörk, enginn meiddist og við komnir áfram í næstu umferð.

  Vona að við fáum manhjú á Anfield í næstu umferð… Nei bíddu, þeir eru fyrir löngu dottnir út úr FA-Cup thíhíhí.

 31. Við komumst áfram í bikarnum og erum sem stendur í fjórða sæti deildarinnar, er það ekki frábært! Samt er ca. 90% af því sem ég les á þessu spjalli neikvæð umfjöllun um liðið og leikmenn þess. Get alveg tekið undir með mönnum að oft hefur spilamennskan verið betri en er það ekki eitthvað sem flest lið glíma við á einhverjum tímapunkti á hverju tímbili! Get líka tekið undir það að hópurinn er heldur þunnskipaður vegna meiðsla, en þetta eru samt þeir leikmenn sem eru búnir að koma okkur þangað sem við erum. Getum við ekki haft aðeins meira gaman af liðinu okkar og fækkað sleggjudómum um hinn og þennan leikmaninn. Við vitum jú flestir að í knattspyrnu er auðvelt að vera skúrkur einn daginn en hetja þann næsta 🙂 Vona svo að skúrkarnir breytist í hetjur á þriðjudaginn, því það er alveg ljóst að einhverjir “skúrkar” byrja þann leik. YNWA

 32. Jú fullt að gerast, stjórinn segist í slúðrinu í dag ekki vera búinn að gefa Salah upp á bátinn
  og er búinn að bjóða 18,5millur í hann þannig að ef Móri vill hann þar hann að eyða minst
  20m af mata(r)peningunum.

 33. Fá komment enn eftir leik gærdagsins, er það kannski til marks um að það er í rauninni minni áhugi á FA Cup en öðrum keppnum?

  Vona ekki, ég held að heimsókn á Wembley, eða tvær, í vor væri frábært innlegg á þroskabraut liðsins okkar, því það þarf að skapa sigurhefð sem með allri virðingu næst frekar með sigri í flottum úrslitaleik og opinni rútu í kjölfarið heldur en koma yfir strik í fjórða sæti.

  Svo í öðru lagi þá var vinalegt að heyra viðtalið við Victor Moses þar sem hann benti á það augljósa, að hann hefði ekki verið líkur sjálfum sér að undanförnu og hann vildi nota þetta mark til að sparka ferlinum á Anfield í gang. Eftir gærdaginn þá myndi ég setja hann á undan Coutinho karlinum á skýrsluna.

  Eins frábært efni og mér finnst hann þá er hann að lenda á einhverjum vegg og ég held að það væri upplagt að láta hann nú koma inn af bekknum í einhverjum leikjum, bara svona eins og ungir menn þurfa. Ég er alveg sannfærður um að hann er lykilleikmaður í framtíð félagsins en það þarf að passa hann finnst mér.

  Svo er auðvitað lykilatriðið að bikarkeppni kallar yfirleitt ekki á einhverjar silkiframmistöður fyrr en þá hugsanlega í undanúrslitum. Þetta snýst um það að vinna þann leik sem liggur fyrir hjá þér og helst sleppa við replay. Punktur. Í gær gerðum við það og eftir að ég er búinn að horfa á allan leikinn þá er ég bara nokk sáttur, seinni hálfleikurinn fannst mér fínn miðað við allar aðstæður og það er alltaf spennandi að fylgjast með kúlunum koma upp úr skálinni eins og verður í dag. Tvö skref eftir á Wembley. Um það snúast þessir leikir…

  Brosi út í kinnar í dag og nú er bara að massa sig upp í litla bróðir, kominn tími á að Rodgers vinni hann. Þó hann sé enn taplaus þá þarf núna að stíga á þá bláu takk!

 34. Góður punktur hjá Birni S. nr. 33. Hættum þessu svartsýnisröfli.

  Það er margt mjög jákvætt í kringum klúbbinn og ég hef fulla trú á að við munum styrkja okkur með a.m.k. einum öflugum leikmanni í lok janúar-gluggans.

  Við verðum bara að horfast í augu við þá staðreynd að hópurinn okkar er rosalega þunnskipaður vegna fjölda meiðsla um þessar mundir. Því er gríðarlega mikilvægt að leikmenn eins og Moses, Coutinho og Sterling stígi nú upp. Vonandi verður Sakho tilbúinn í derby-slaginn.

  BR og eigendurnir eru engir vitleysingar. Við erum í dauðafæri með að ná þessu fucking 4. sæti og við höfum ekki efni á því að styrkja okkur ekki í janúar-glugganum. Það væri gambl að gera það ekki! Það er gríðarleg pressa á klúbbnum að ná 4. sætinu á þessu tímabili því við vitum allir hvað verður um Suarez ef við náum því sæti ekki. Er sannfærður um að unnið sé “twenty four seven” í því að redda okkur öflugum leikmanni (leikmönnum).

  Leikurinn á þriðjudaginn er klárlega einn af úrslitaleikjum um 4. sætið. Við bara verðum að vinna hann, það er ekkert flóknara. Er ekki sannfærður um að skynsamlegt sé að hafa 2 framerja í þeim leik. Ég vil að áhersla verði lögð á miðjuna í þeim leik með Suarez einan frammi.

 35. Ég er ekki virkur á öðrum spjallborðum eða drekk í mig upplýsingar erlendis frá. En ég er mjög forvitinn hvað er sagt um þetta 4-2-4 kerfi sem er dottið í gang núna?

  Liðið er ekki að spila vel, hljóta flestir að vera sammála um það. Liðið var hinsvegar að spila stórkostlega fyrir jól með 4-3-3. Afhverju er verið að breyta um skipulag?

  Varla hægt að kenna meiðsli um þessa breytingu, eina sem ég sé er að það er verið að troða 2 strækerum saman inná í einu. Hvað eru mörg lið í heiminum sem ráða við það í nútíma fótbolta?

  Man. City er eina liðið sem ég veit um og þeir fá á sig mörk í búnkum en eru auðvitað með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum til að skora fleiri en andstæðingurinn.

  Bara svona að spekúlera…

 36. Er ekki gáfulegt að taka 4-2-3-1 kerfi á móti Everton?
  Sturridge
  Coutinho-Suarez-Sterling
  Henderson- Gerrard
  Flanagan-(Sakho)Toure-Skrtel-Kelly
  Mignolet
  Setja verður ríka varnarvinnuskyldu á Coutinho og Sterling!!! og hraðar gagnsóknir.
  Margir hafa verið að dissa okkur uppá síðkastið(Ferguson) og verið með hroka gagnvart okkur (Mourinho)…. Nú sendum við skýr skilaboð……:):) Áfram Liverpool

 37. Flottur leikur hjá okkar mönnum. Skiptir ekki máli að vinna 1-0 eða 4-0 sigur er sigur. Gott að sjá að Moses sé að taka sig á. Ef hann verður öflugari heldur en hann hefur verið þá erum við með einum fleiri sem gæti verið í byrjunarliðinu og gert eh gagn.
  Ég held að menn séu að undirbúa sig undir sölu á suarez í sumar. Spara peningin og kaupa fyrir 100 mills næsta sumar.

 38. erum við kannski á undan áætlun ? vitum að það vantar í liðið enn til að bera af, en þetta finnst mér allt að koma. Hinn “stóru” geta keypt einn og einn stóran að meðan við þurfum fleiri , en það má nú samt setja stórt ? við nokkur kaup en maður vonar að menn viti hvað þeir eru að gera til að koma okkur á toppinn. Greinilega er eitthvað plan í gangi, það tekur tíma til að hreinsa upp alla vitleysuna sem dunið hefur yfir okkur síðan 1989 eða þar um bil. Sjáið bara eitt,,Ferguson er orðinn skíthræddur og tekur kæra sála á þetta þegar að “gleymir að” nefna uppgang okkar og sjénsin á topp 4, Móri er farinn að gera grín af okkur, bara fyrirsláttur……….menn eru bara orðnir hræddir um að Risinn sé að vakna……….

 39. Leikjaplanið hjá Arsenal: LFC (a)
  ManU (h)
  LFC (h)
  Bayern (h)
  Sland (h)
  Stoke (a)
  Swan (h)
  Bayern (a)
  Spurs (a)
  Chelsea (a)
  ManCity (h)
  Everton (a)”

 40. Ef Liverpool áekki pening þá eru þetta ekki fyrstu kanarnir sem mæta á Anfield með báða vasa tóma 🙂

 41. helginn: það sem ég kalla 4-2-4 er uppstillingin sem jói #42 setur upp. Hún þróast út í það að þessir fjórir fremstu verða pjúra sóknarmenn og hjálpa lítið sem ekkert miðjunni. Hvorki varnarlega né sóknarlega.

Liðið gegn Bournemouth

Arsenal á Emirates næstu mótherjar