Johnson frá um óákveðinn tíma, leikmannaslúður (opinn)

Brendan hélt í dag blaðamannafund fyrir leikinn gegn Bournemouth þar sem helstu fréttir tengdust meiðslamálum.

Glen Johnson hefur spilað meiddur undanfarnar vikur, með ökklameiðsli auk nokkurra annarra minni meiðsla. Það ætti ekki að koma á óvart, strákur spilað undir getu klárlega að undanförnu en stjórinn hrósaði honum fyrir að fórna sér fyrir liðið. En nú yrði hann að hvíla og allsendis er óvíst hversu lengi. Rodgers talaði um að Lucas yrði í burtu í “couple of months”, sem kemur eilítið á óvart miðað við tvít Lucasar í gær. Þó getur það verið málfarsskilningur á milli bara og stjórinn vonast eftir Lucasi fyrr úr meiðslum en gert er ráð fyrir, enda það að verða regla.

Jon Flanagan hefur æft alla vikuna á Melwood og verður klár í slaginn um helgina en hann sagði ekkert um Sakho, Agger og Enrique sem segja má staðfestar fregnir.

Hann var að sjálfsögðu spurður um leikmannagluggann og möguleg kaup en engin svör komu frá honum, enda þetta ekki vettvangurinn auðvitað. En hann vill bæta við hópinn, það er ljóst.

Twitter logar í dag af ummælum okkar Liverpoolfólks í kjölfar þess að leikmaður sem við höfum verið orðuð við í 2 mánuði, Salah að nafni, skrifaði undir hjá Chelsa í dag. Að sögn sumra miðla tók það Chelsea 8 klukkutíma í gær að klára málin við félagið og hann sjálfan.

Ég veit ekkert hvað hann getur, góður vinur minn sem er svissneskur aðdáandi Basel telur hann henta mjög vel í enska boltann en nú vona ég að það sé rangt.

Hins vegar logar twitter líka af þeirri umræðu hvernig klúbburinn okkar vinnur þegar kemur að leikmannakaupum og það er satt að segja að verða eitthvað sem ég er uggandi yfir. Það virðist unnin gríðarleg undirbúnings- og njósnaravinna til að finna leikmenn sem passa inn í hugmyndafræðina. Fínt mál, en ef tekst svo ekki að landa þeim leikmönnum þá er vinnutap teymismeðlima orðið gífurlegt í ofanálag að ekki fæst fyrsti kostur í stöðuna.

Gylfi, Dempsey, Mkhitariyan, Willian og nú Salah hafa allir farið á þá leið. Ég er ekki að dæma neitt um getu þessara leikmanna, en ég viðurkenni það fúslega enn og aftur að mér finnst ástæða til að velta upp hvort eitthvað í vinnulagi félagsins er ekki á réttum nótum, því þetta er að leggjast á mína sál allavega að fylgjast með margra daga (vikna) umræðu um einhvern leikmann þegar svo lið í beinni samkeppni við okkur klárar málið á klukkustundum jafnvel. Vonandi verður Salah algert flopp hjá Chelsea.

Annað slúður finn ég ekki merkilegt, þráðurinn er opinn að öllu leyti elskurnar!

70 Comments

  1. Þetta fylti mælinn hjá mér endanlega, ég vill þessa kana skratta í burtu og það strax. Það er augljóst mál að við töpum 4 sætinu, enda erum við ekkert búnir að kaupa og allir meiddir. Þessi árátta að halda að það sé hægt að kaupa alla leikmenn á Walmart verði er fáránleg, við erum aðhlátursefni allstaðar. Nú er maður á leið á leikinn á móti Everton en tilhlökkunin er eiginlega horfin, mér lýður eins og ég haldi með Aston Villa en ekki Liverpool, það er jú þangað sem við stefnum. Hvað við munum gera næsta vetur þegar að suarez fer og mögulega Coutinio einnig veit ég ekki en við kaupum örugglega einhvern sem enginn vill nema við það eru jú kjallaraverð á slíkum leikmönnum. Skjóta þessa helvítis kana hvar sem þeir sjást !!

  2. Við skulum bíða með að dæma stjórn Liverpool fyrr en leikmannaglugginn lokast. Það er enn von að við kaupum leikmenn þar sem Rodgers sagði að þeir væru með nokkra í sigtinu.

  3. Ég verð að vera ósammála bleiku górilunni hér að ofan. Vissulega töpuðum við þessum díl, en ljósi punkturinn er að við getum þá kannski notað þessa peninga í að styrkja liðið á öðrum svæðum, t.a.m. á miðjunni eða í bakvarðastöðunum.

    Ég er hinsvegar búinn að átta mig á því að ef að olíufursti kaupir ekki Liverpool, þá verður þetta alltaf svona. Nema að við komumst í Meistaradeilina ár eftir ár. En frá fagurfræðilegu sjónarmiði er það ekki svo slæmt. Ég vil ekki að Liverpool verði að svona ógeðslegum klúbbi eins og City og Chelsea, sem taka bara það sem þeim sýnist, þegar þeim sýnist. Þetta er bara einelti í sinni verstu mynd.

    Ef við kaupum tvo leikmenn áður en glugginn lokar þá er ég sáttur. Ég vil ekki sjá kantara keyptan, heldur einhvern ógeðslegt varnarmiðjutröll. Þannig leikmann þurfum við núna, hvort sem Lucas er heill eða ekki.

  4. Þetta eru ekki góðar fréttir þrátt fyrir að Johnson hafi ekki verið upp á sitt besta enda Liverpool ekki með góða breidd til að takast á við þessi meiðsli lykilmanna.

    Í síðasta opna þræði sagði einhver þessa mögnuðu settningu : Hvernig væri bara að treysta því að stjórnendur LFC séu að gera sitt besta í að meta stöðuna út frá hag félagsins? Og að þeir hafi grannskoðað leikmanninn og viti meira en við um hans getu og virði?

    Þetta er ein besta setning dagsins í ljósi leikmannkaupa síðustu 2-3 ára. Hafa grandskoðað leikmennina og vita hvað þeir geta og virði þeirra. Eru þetta sömu menn að telja Alberto 6,8 milljón punda virði (einu í heimunum sem finnst það). Eru þetta sömu menn að telja Aspas 7 milljón punda virði? Eru þetta sömu menn og telja Borini 10,4 milljón punda virði? Eru þetta sömu menn og telja Allen 15 milljón punda virði? Eru þetta sömu menn og telja Shelvey ekki meira en 6 milljón punda virði (búinn að vera einn besti leikmaður Swansea á tímabilinu).

    Síðan les maður í Echo að þessir fróðu menn telja Salah bara 8 milljón punda virði, leikmann sem er búinn að spila frábærlega í meistaradeildinni í vetur og var í fyrra valinn besti leikmaður deildarinnar í Sviss. Þessir fróðu menn töldu líka Christian Eriksen ekki 11 milljón punda virði. Vita menn hér að Eriksen er jafn gamall Alberto sem á að vera framtíð Liverpool. Er nema vona að maður hafi efasemdir um verðmat Liverpool á leikmönnum.

    Eins og staðan er í dag verður Liverpool að styrkja liðið til að halda sér í baráttunni um 4. sætið, síðustu 2 leikir hljóta að hafa opnað augu eigendanna fyrir því.

  5. Skil ekki alveg menn sem hugsa eins og “G”. Mín heitasta ósk væri hugsanlega sú að fá einhven múltímilljóner sem eiganda svo við gætum einmitt keypt þá leikmenn sem við viljum.
    Ég vil nefninlega vinna leiki og titla og er nokkuð sama hvernig það gerist bara ef það gerist!!!

  6. Einhver talaði um Salah sem B týpuna af Mata???
    ég þekki hann ekki það vel , En mér finnst hann duglegri að vinna til baka en Mata gerir. En Mata klárlega betri leikmaður og verður mikill fengur fyrir Manutd.

    Það sem er vont við þetta er að það er búið að senda ákveðna strauma að Liverpool fc sé að vakna! Og liðið þarf að viðhalda því og sýna að þeim sé alvara og gera alvöru kaup.

    Það getur ekki annað verið rétt það sem John Aldridge sagði í viðtali um daginn að Suarez hefði aldrei skrifað undir nýjan samning nema vera búinn að fá stefnuna á leikmannamálum og annað á hreint.
    Ég neita að trúa öðru en menn séu með hugmyndir í gangi og nota þá sumarið í þær þótt þeir reyni að fá einhvað í Janúar ef það fæst fyrir rétta upphæð.

    Um leið og menn sjá Suarez ósáttan og pirraðan á ný þá fyrst vitum við að loforð hafa verið svikinn!
    þá meiga FSG líka koma sér í burtu.

    Ég neita að trúa öðru en menn séu með hugmyndir af alvöru spilurum sem menn séu tilbúnir að eyða í.

  7. Afsakið orðbragði…… en mikið djöfull er ég sammála Krizza G. hér að ofan! Hvað eru allir þessir 6 til 15 milljón punda menn að gera fyrir liðið í dag? Vildi miklu frekar hafa Jonjo mögulega á miðjunni í dag en Alberto á bekknum! Menn keyptir og settir í lán aðrir fengnir að láni og skyndilega erum við með “litla breidd” og þurfum að styrkja okkur í janúar. Er ekkert að gerast í akademíunni?? Fyrirgefiði, ég er ekki alveg að fatta……….

    Já já…… best að rífa ekki meiri kjaft, sjáum hver staðan verður í maí!!!

  8. Þetta útskýrir samt eitthvað um ömurlega framistöðu Glen undanfarið. Hann hefur verið að spila meiddur og getur ekki beit sér að fullu.

    Látum okkur sjá stöðuna á bakvörðum okkar

    HB – Glen, Flanagan Toure og kannski Kelly. Þarna eru tveir sem eru að upplagi miðverðir
    VB – Enrique, Cissokho og þá er það búið(höfum látið Flana spila þarna í neið).

    S.s ef Enrique meiðist þá erum við í vandræðum og ef Glen meiðist þá erum við í vandræðum og viti menn það er einmit að gerast núna.

    Hvaða fleiri stöður eigum við í vandræðum með -Jú varnasinnaðan miðjumann því að við eigum bara einn svoleiðis Lucas og viti menn hann er meiddur.
    Joe Allen, Gerrard og Henderson eru ekki varnasinnaðir leikmennn.

    Eitthvað meir hjá við eigum eiginlega engan hreinræktaðan kannt mann.
    Sturridge er sóknarmaður, Coutinho er sókndjarfur miðjumaður, Sterling var alltaf sóknarmaður sem hefur verið látinn spila kannt út af hraðanum. Moses er drasll og það er ekkert annað.

    Ég vona að Liverpool bæti við einum eða tveimur leikmönum því að við erum með miklu minni hóp en Man utd og Tottenham sem er að berjast um 4.sætið og Everton er í svipuðum málum og við nema að þeira aðalgaurar hafa ekki verið að meiðast eins mikið og okkar.

  9. Eru menn ekki bara að vinna á bakvið tjöldin, og síðan bara bammm, verður einhver keyptur sem hefur aldrei verið orðaður við okkur.

    Menn mega svo ekki gleyma því að það getur vel verið að Salah hafi bara ekki viljað koma til Liverpool. Hann gæti verið metnaðarfullur ungur maður sem spilar í Meistaradeildinni og vill gera það áfram.

  10. Mætti halda að Chelsea væru hræddir við Liverpool að ræna Salah. Losa sig við Mata til United til að kaupin geti gengið í garð. Skil ekki hvað þessi Salah er að pæla, Hazard og Willian spila 75% af leikjunum í hans stöðu…á eftir að verða algjör bekkjarmatur þar.

  11. Það getur vel verið að við höfum misst af Salah til Chel$ki. Það virðist reyndar vera með alflesta leikmenn sem við höfum verið orðaðir við síðustu mánuði að aðrir geti keypt þá þegar við erum búnir eða við að leggja inn tilboð. Mögulega finnst leikmönnum að LFC sé ekki spennandi kostur og hafa ekki trú á hvað sé að gerast núna hjá liðinu þó að stigataflan segi annað. Ég held að varnartengiliður sé málið, sóknin hefur verið mjög fín og við raðað inn mörkum en að sama skapi fengið á okkur mörk. Þannig að það er stuðningur við vörnina sem við þurfum. Einhvern sem getur bundið þetta allt saman sókn, miðju og vörn ( t.d 7árum yngri Capt.Fantastic). Held reyndar að hann sé ekki til eða á lausu. Og já, þá koma einhverjir með tilboð í hann þegar við erum búnir að finna hann.

  12. Varnarmiðjutröll mun ekki skila okkur 4 sæti. sama hvaða kaup við gerum úr þessu þá verðua það panic kaup. Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti, Nú er Glen j meiddur, Lucas úti, Agger úti Shako úti. Gerrard algerlega óhæfur sem DM og við eigum engan til að taka þá stöðu, nú er 23 jan og við erum ekki búnir að gera nokkurn skapaðan hlut á leikmannamarkaðnum, orðið úti í Liverpool var að við fengjum bara að kaupa þennan eina leikmann. Gæti verið að við förum í lánapakkann til að fá mann í stað Lucasar en það verður aldrei maður í sama klassa. Við erum að skíta í heyið enn einn gluggan með þessa menn við stjórn. Það er hlægilegt að vera að eiða tíma í leikmenn í hæsta gæðaflokki en ætla á sama tíma að verðmeta þá á helmingi minna en ásett verð er, þá er betra að eiða tímanum í þá leikmenn sem við getum fengið fyrir bottom price.

  13. Ég er sannfærður um að menn hafi farið vísvitandi í að leka út upplýsingum um að við værum að kaupa Salah til að beina sjónum Chelsea og Tottenham þangað.

    Á meðan er verið að ganga frá kaupum á Messi til LFC. 😉

  14. Þetta er óneytanlega pirrandi. Góð grein um málið.

    https://www.facebook.com/LFCTransSpec/posts/716332855065393

    Er svo sammála þeim sem commenta á mistökin við að láta Shelvey fara. Hvernig má það vera í ljósi hans getu í vetur og þeirra manna sem voru keyptir “í staðinn”?

    En sjáum hvað glugginn færir okkur. Það eru e-ir dagar eftir af honum.

  15. Fjöldafundurinn sem þessi transfer nefnd er, rennur enn einu sinni á rassgatið. Það hefði verið hægt að landa Salah 2. jan. Mkhytarian breyttist í Moses, Diego Costa í Aspas og núna munu þeir fá einhvern outcast að láni. Mögulega De Jong.

    Þetta fyrirkomulag takmarkar mögulega “vond kaup” en er greinilega allt of lamandi. Mjólkursamsalan væri skilvirkari í að flytja inn austurrískan Brie ost en þessi stofnun er að landa leikmönnum.

    Slökkvum bara á Twitter, we have been here before. Í mesta lagi kemur einn outcast að láni og einhver spænskur úr B-deildinni. Nýtum janúar í eitthvað uppbyggilegra en að vona annað

  16. Þetta er ekkert annað en heimska virðist manni vera.
    Er þessi maður ekki jafngamall og Llori sem var keyptur á 7 millj. punda og er hugsaður til framtíðarinnar og lánaður út. Þarna er á ferðinni maður sem ætti að styrkja liðið miðað við það sem maður hefur heyrt og þá er verðmatið nánast það sama og á einhverju efnilegu dóti (llori og Alberto) sem kannski munu eitthvað geta í framtíðinni.

  17. Hvad er ad I alvorunni kommon Geta þeir bara ekki klárad tessi f****** kaup strax nú er ég ordin pirradur

  18. Jonjo var ekki nógu góður burtséð hvað Alberto er lélegur, sem sést best að hann er orðinn leikstjórnandi Swansea og þeir geta ekki blautan. Skil ekki alveg hvað menn eru að lofa hann svona mikið, Swansea eru búnir að vera mjög slakir á tímabilinu og rythminn í þeirra liði, með stuttum sendingum er farinn.

    Margt sameiginlegt reyndar með leikstíl Jonjo og Gerrard, einhvern veginn fellur tempó liðsins að þeirra stíl en ekki öfugt eins og það ætti að vera. Ég vill miklu frekar hlaupadýr sem lætur boltann ganga heldur en allstar hollywood leikmann inn á miðjuna. Við erum með nóg af þeim þarna frammi.

  19. Það er alveg sama hvernig menn lesa þetta í lok gluggans, í maí eða hvenær sem er.

    Þegar Liverpool hefur áhuga á einhverjum leikmanni og sá leikmaður ákveður að sínum hag sé best borgið í öðru liði sem á í samkeppni við Liverpool, þá hefur klúbburinn tapað í baráttunni um viðkomandi leikmann.

    Þýðir ekkert að tala um það að hann fái ekki að spila hjá Chelsea, eða að Liverpool hafi greinilega ekki haft það mikinn áhuga á honum.

    Nú geta þessir helvítis Ameríkanar annað hvort togað upp um sig buxurnar og gert eitthvað í málunum á meðan þessi gluggi er opinn eða hreinlega losað sig við félagið og troðið þessu money-ball drasli upp í rassgatið á sér.

    Ég er allavega farinn að dusta rykið af “Yanks OUT” skiltinu góða…

    Takkfyrir!

  20. Nú spyr ég eins og asni, en eru sumir hérna ekki aðeins að ruglast á muninum á orðrómi um að Liverpool hafi áhuga á einhverum leikmanni, og því að actual tilboð hafi verði gert í vikomandi leikmann.

    Ég nefnilega kannast ekki við að hafa séð það nokkurnstaðar að Liverpool hafi gert tilboð í þennan Salah, en vissulega getur það hafa farið framhjá mér.
    Liverpool getur ekki misst af leikmanni sem hefur eingöngu verið orðaður við félagið, hólí sjitt hvað við erum þá búnir að missa af mörgum gullmolum í gegnum tíðina.

    En ég er algerlega sammála þeim sem furða sig á þessum 7-15 milljóna kaupum á mönnum sem eru ekki klárir í liðið eða fara svo beint í lán.
    En mér sýnist á öllu að eigendur Liverpool séu skynsamir þegar kemur að fjármálum og ég held að Henry og Co hafi ekkert með kaupin á Alberto og Aspas að gera t.d. nema að borga.
    Og ef B.R. segir að þarna séu leikmenn sem eru flottir fyrir framtíðina og á viðráðanlegu verði þá treysta Henry og Co stjóranum væntanlega, enda yfirlýst stefna hjá þeim að kaupa unga talenta sem eiga (vonandi) eftir að borga sig sem fjárfesting.

    Og talandi um að vera skynsamir í fjármálum þá grunar mig að risaklúbburinn sem ég ætla ekki að nefna á nafn, en er að ganga frá kaupum á dýrasta leikmanni sögu sinnar, Juan Mata eigi ekki bjarta tíma framundan ef þeir ná ekki meistaradeildarsæti í vor.
    Yfirskuldsett félag sem mun þurfa að selja stjörnurnar sínar ef Champions League stefið þagnar á Gamla Klósettinu.
    En vonandi mun Liverpool halda þeim frá því fallega fjórða sæti 🙂

  21. Þetta virðist bara vera enn einn gullgrafarinn sem eltir peningana í staðin fyrir að spá í hvaða spilatíma hann muni fá. Við munum aldrei geta kept við celski og shitty varðandi laun leikmanna.

    Liverpool þarf leikmenn með hjarta, alvöru karaktera sem vilja takast á við þá áskorun að koma Liverpool aftur á þann stall sem við eigum heima. Salah mun bara taka við sæti Mata, og halda hans sæti á bekknum heitu, verði honum að góðu.

    Ég vona samt að RB og hans teymi hafi notað þetta salah dæmi til þess að villa fyrir um bæði celski og tottenham, vonandi erum við með einhverja ása í rassvasanum.

    Vika til stefnu ! !

  22. Er svakalega pirraður. Fyrst þeim langaði svona í þennan spilara þá á bara að klára það mál. Ekki eyða vikum í samninga.

  23. Þetta er alltaf sama sagan. Þessi orðrómur hófst í desember. í staðinn fyrir að klára þetta mál strax þá tekst okkur alltaf að bíða þangað til einhverjir aðrir steli leikmönnunum fyrir framan nefið á okkur alveg óþolandi..

  24. Ég hef ekki miklar áhyggjur af vinnulagi LFC við leikmannakaup nema að síður sé. Þessi Salah er efnilegur leikmaður af arabískum uppruna. Hann hefur staðið sig vel í svissnesku deildinni sem er 13 sterkasta deildin í Evrópu samkvæmt styrkleikamati UEFA. Næsta deild fyrir ofan þá svissnesku er sænska deildin! Væri einhver að fara á taugum ef að ungur Egypti í Allsvenskan væri að fara til Chelsea á uppsprengdu verði?

    Salah er, eins og aðrir efnilegir leikmenn sem koma úr miklu veikari fótboltadeild, áhætta. Verðmatið er um 8 m evra eða lægra. Þá koma líka inn þættir eins og Afríkukeppnin og þó að Egyptar séu hin merkasta þjóð er ekki að leyna að hugarfar Araba og Evrópubúa er ólíkt. Ástæðan fyrir því að Chelsea gengur frá dílnum á nokkrum klst. er einfaldlega að innkaupastefna er þeirra er tóm vitleysa en okkar ekki. Að Salah komi í staðinn fyrir þann frábæra leikmann Mata sisona er þvílíkt bull að ekki tekur að ræða það einu sinni.

    Ekkert bendir til þess að LFC geti ekki keppt við hvern sem er um réttu leikmennina út frá fjárhagslegu bolmagni. Mkhitariyan og Willian eru leikmenn sem völdu önnur lið vegna þess að LFC er ekki að keppa í fremstu röð. Áhuginn fyrir Gylfa var hreinlega ekki nógu mikill og Dempsey málið var einfaldlega klúður sem hefur ekkert með innkaupastefnu að gera. Að mínum dómi er nákvæmlega ekkert út á innkaupastefnuna að setja heldur er hún til eftirbreytni ef eitthvað er.

    Það er furðu lítill munur á fjárhagslegum styrk LFC og t.d. Arsenal. Hvorugt félagið skuldar mikið og veltumunur er aðeins um 8% Arsenal í hag. LFC á þó mun meira inni í duldri eign. Ef LFC færi á markað kæmi í ljós markaðsvirði leikmanna eins og Suarez, Couthino og Sturridge. Leikmenn sem keyptir voru fyrir hagstætt verð en hafa margfaldað virði sitt þökk sé innkaupastefnu félagsins. Hvað haldið þið að markaðsvirði hins uppalda Sterling sé? Fjárhagslegur styrkur LFC er því á pari við það besta sem þekkist og félagið á mikið inni.

    Fyrir þá sem syrgja Salah, hinn “egypska Messi”, mætti kannski minna á Assadi, hinn “marókóska Messi” sem spilar líka á kantinum. Kom sá síðarnefndi þó úr alvöru fótboltadeild sem er rönkuð margfalt sterkari en sú svissneska. Þessi taugaveiklun er með öllu óþörf að mínum dómi

    Allt er í himnalagi að mínum dómi. Allt er á réttri leið og allt er eins og ég gæti óskað mér í umgjörð félagsins. Verkefnið er að koma okkur í CL. Punktur!

    En það verður aðeins gert með því að styrkja vörnina svo um munar. Það er verið að orða okkur við Christoph Kramer. Snilld. Betra væri að bjóða grimmt í Benedikt Höwedes og lang best væri að fá annanhvorn eða báða Bender tvíburana. Þýskt gæðastál í vörnina og þá er LFC komið með þvílíkt lið þökk sé t.d. frábærri innkaupastefnu.

  25. er einhver sem hefur séð til þessa Kramer og veit hvað hann getur í raun og veru?

  26. Guderian, mikið óskaplega var gaman að lesa loksins komment með einhverju viti.

  27. Í gær var Salah en einn meðalmaðurinn en i dag er hysteria af þvi að við náðum ekki að signa hann.

  28. Guderian finnst mér hitta naglann á höfuðið!
    Auðvitað hefði verið gaman að fá inn eftirsóttann leikmann eins og salah virðist vera, en á móti kemur að það er alls óvíst hvort að þetta hefði verið leikmaður sem hefði stokkið inní byrjunarlið. Fyrir mér er þetta einfalt, ef við hefðum staðið jólatörnina aðeins betur af okkur og sigrað þenna aston villa leik þá væri allt annað hljóð í mannskapnum hérna! Eru menn að gleyma því að við erum enn staddir í þessu krúsíal 4. sæti sem gefur þáttökurétt í meistaradeildina!?

  29. Jæja varðandi Salah á ætla ég ekki flippa út að við höfðum misst hann til Chelski. Ég verð þó áreitta að það þarf koma reglu á þessum tranfer málum í ensku deildinni. Það er ekki hægt að keppa við City eða Chelski vegna eigendur þeirra eru moldríkir. Þarf setja þak á þetta.

    Annars bið ég þolimóður til lokun gluggans. Það er augljóst við þurfum styrkja okkur til geta keppt við Spurs og Manu U um fjórða sætið.

  30. Ég er viss um að þessi Salah sé bara annar Moses. Chelsea mun bjóða okkur hann á láni fyrir næsta tímabil.

    Vona að við styrkjum varnarleik okkar, helst með bæði bakverði og varnarmiðjumanni. Þá munum við eiga séns á 4. sætinu.

    Er hins vegar sammála mönnum hér sem segja að núverandi uppbygging er á síðasta séns, þ.e. ef við komumst ekki í CL á þessu ári, þá munum við sjá Suarez (og husanlega fleiri) yfirgefa félagið og klúbburinn verður aftur á byrjunarreit. Þetta er einfaldlega algjört “make or break” tímabil.

  31. Reynum ekki við besta bitann á markaðnum sem fer til Utd og Chelsea stelur enn einum gaurnum sem búið var að analisera alveg örugglega í frumeindir af okkar mönnum. Mata til Utd eru líklega verstu fréttirnar, Rooney, Persie inn og þá gæti þetta farið að smella hjá þeim.

    Jú á toppnum á aðfangadag en núna erum við í tómu meiðslaveseni, þrjú efstu liðin eru búin að kveðja restina af pakkanum og þetta verður helv… erfið barátta við sterk Everton, Tottenham og nú endurnýjað Utd lið með þessum frábæru kaupum þeirra.

    Same shit different day.

  32. Persónulega sé ég ekkert of mikið eftir Salah… Eflaust klassa leikmaður, en miðað við hvernig Sterling, Coutinho og Henderson hafa spilað það sem af er af vetri þá finnst mér síst vanta mann í þessa stöðu (og persónulega tel ég að Suso muni reynast okkur gríðarlega mikilvægur þegar hann kemur tilbaka úr láni næsta sumar).

    Ég hef fulla trá á Rogers, og tel að hann viti hvað hann er að gera. Jú hann hefur verið að spá í Salah í langan tíma, en skv. t.d. miðlum eins og http://www.teamtalk.com þá sendu Liverpool aldrei Basel official tilboð i mannin, heldur voru aðeins að spyrjast fyrir um hann. Getur ekki verið að atburðir síðustu daga hafi nokkur áhrif… Lukas og Johnson frá í lengri tíma, og miðað við það þá er leikmaður eins og Salah aldrei að fara að hjálpa okkur… Er ekki skynsamlegra að vera rólegur og finna afturliggjandi miðjumann sem getur leyst Lukas af hólmi. Ég vona að Rodgers sé með tromp uppi í erminni hvað það varðar, og það kemur í ljós á næstu dögum.

    Að lokum þá finnst mér það jákvæða sem við getum dregið upp úr þessu að Liverpool hafa lært sína lexíu á leikmannamarkaðinum eftir ýmislegt skrautlegt síðustu ár, og það er það að Rodgers vinnur heimavinnuna vel, hann vildi Sturridge 100% og fékk hann, hann vildi Coutinho 100% og fékk hann líka, hann vildi Sakho 100% og fékk hann. Punkturinn hjá mér er sá að ef Rodgers er ekki sannfærður um að einhver kaup, afhverju að “henda” peningunum? Packupið frá FSG er til staðar, ef Rodgers er 100% sannfærður um það að aurunum sé vel eitt!

    Þetta er amk mín skoðun á þessu, en hvað veit ég? Ég er bara enn einn Liverpool aðdáandinn sem reynir að snúa öllu sem gerist á Englandi klúbbnum okkar í hag 🙂

  33. Ég sé að menn eru komnir í pollýönnuleikinn, best að skella sér í þann gírinn, lítum á björtu hliðarnar, Chelsea fékk Salah en við höfum alltaf Moses.

    Algjörlega burtséð fráþví hvort hann sé meðamaður eður ey þá vantar okkur leikmenn, Brendan og félagar eru búnir að eiða öllum janúar glugganum í að ná honum svo látum við stela honum fyrir framann nefið á okkur. ég persónulega hefði viljað hægri bakvörð og varnarsinnaðan miðjumann þar sem við höfum Sterling í þessa stöðu og hann er að spila vel.

    ENN Þetta var aðaltarget klúbbsins og við buðum 8 en hann fer á 12-16 milljónir evra. Svo hlægjum við að Arsenal fyrir 40 mills og 1 pund.

    Í sumar keyptum við sandpoka í stórum stíl sem greinilega ekki nógu góður til að byrja og sumir ekki einu sinni nógu góðir til að fá séns. Þó erum við með mikið af meiðslum.

    Því miður er það þannig að við munum ekki að óbreyttu vera í keppni um 4 sætið úr þessu. Mikil meiðsl eru að hrjá okkur og við eigum enga menn í þær stöður, við keyptum menn sem ekki er hægt að nota þó margir séu meiddir. Þó við höfum spilað erfiðu leikina flesta á útivelli, þá erum við búnir að fá á sama tíma léttu leikina á heimavelli. Kemur mér ekki á óvart að við séum að fara að tapa stigum ört á heimavelli, sérstaklega þegar við spilum eins og við gerðum á móti Aston V.

    Ef við ætlum að vera með í baráttu um 4 sætið þá er það 3 leikmenn í þessum glugga DM, sóknarmaður og hægri bakv.

  34. Jæja, jæja, jæja…….nú er upp á ykkur tippið 🙂 Hvernig geta menn hraunað svona yfir allt og alla sem tengjst liðinu sem ég hélt að við öll héldum með. Ekki fara á taugum þótt svo að man utd kaupi einn gaur eða chelsea steli eða steli ekki af okkur öðrum gaur. Drögum djúpt andan og vonum að stjórinn og leikmennirnir leiði lið okkar í meistaradeildarsæti…..eitthvað sem ég hafði svo sem ekki miklar væntingar til í haust. Ég ætla í það minnsta að halda í vonina um að liðið sem ég hef fylgt hátt í fjörutíu ár haldi áfram að fikra sig til fyrri frægðar og frama á vellinum.

  35. Held að aðalmálið hér sé auðvitað að Liverpool hafði áhuga á því að fá Salah, enda fittar hann inn í það sem FSG vilja gera og hefði klárlega uppfyllt þær kröfur sem margir hér inni á spjallinu skrifa um: að styrkja byrjunarliðið.

    Ég er eins og margir hér orðinn þreyttur á þessum 7-10 milljón punda gæjum, sem er verið að hirða héðan og þaðan um Evrópu og ekki nokkur maður hefur séð spila og eru síður en svo sama leveli og Liverpool er á.

  36. Guderian er fullkomlega með þetta. Uppreisn uppà dekki hjà Útvarpi Kop-Saga og Kanahatur à línuna hjà sumum. Og af hverju? Af því að hinn egypski Messi valdi bekkinn og rúblurnar hjà Chelski með sitt örugga CL-sæti og stjóra að nafni Móri spes. Fram yfir okkur sem vorum að spà í honum og líklega með þreyfingar en buðum víst aldrei í hann.

    Heldur einhver raunverulega að þetta sé dæmi um seinagang, nísku eða jafnvel vanhæfni okkar forràðamanna? Chelskí mætti Basel tvisvar í haust og Móri þrælgreinir sína andstæðinga í tætlur. Salah skoraði í BÁÐUM leikjunum! Chelskí vissu allt um leikmanninn og það þarf enginn að segja mér að þeir hafi ekki verið með dílinn í farvatninu síðan þà. Basel, Salah og umbinn hafa klàrlega verið með allt í biðstöðu fram að nàkvæmlega þessari niðurstöðu. Við höfum beðið í sníkjunni ef eitthvað klikkaði en að við séum einhver skíttapari í þessari atburðaràs er algerlega masókísk söguskoðun. Verði þeim að góðu sem sér það bitra hlutskipti kjósa.

    Onwards and upwards

    YNWA

  37. Hmmm, Marchisio-Hamsik-Hernanes-Arda Turan-M´Vila nei nei ekki til að tala um. Fáum líklega Dan Gosling frá Newcastle. LÁNAÐANN AÐ SJÁLFSÖGÐU…. Þetta má ekkert kosta, það skal barasta að komast í CL fyrir ekkert. Það virðist erfitt fyrir þessa Exel kalla að sjá að það kostar pening að græða pening.

  38. Arsenal var sigurvegari sumarsins með Özil kaupunum á 40m. Man Utd tekur janúar með Mata kaupunum á 40m. Það eru stóru kaupin sem telja, borga allavega yfir 20m og þá er viss áhætta farin. 30m og við eru með nokkuð pottþéttan mann.

    Auvitað eru undantekningar eins og Carroll, og Alberto Aquilani, enda skil ég ekki hverjum datt í hug að það gæti orðið góð kaup. Carroll hefði jú getað skilað mörkum og stigum fyrir liðið ef allt hefði gengið eftir en aldrei 35m punda virði. Aquilani var sennilega Rafa að hefna sín á fyrri eigendum.

    Mohamed Salah, velkominn í Ensku deildina, sjáum nú hvað þú getur.

    Áfram Liverpool !!!

  39. Hvaða væl er þetta, Rodgers gerði flottann glugga í sumar. Keyptum Alberto og Aspas, tvo mjög góða B deildar leikmenn frá Spáni og fengum Moses að láni. Þetta er meistaradeildaruppskrift.

  40. Að öllu gríni slepptu þá sá ég þetta áðan. Staðreynd eða góð saga veit ég þó ekki.

    Ok guys, I was the source the RAWK source during this whole thing. I didn’t want to reveal myself cause I didn’t want to get bombarded with PMs every couple of hours about him, but since this one is basically as good as over for us, there is no harm in pointing out some details about this transfer to let the RAWK universe know how much we fucked up during this transfer as my source is as close to the player as you can get.

    First of all, let me tell you that I’m not a fan of the club overpaying by any stretch, I hate it when clubs like City or Chelsea pay over the top fees for the likes of Lescott or Shaun Wright Phillips cause that means the market is inflated. However, just because the market is inflated doesn’t mean that there are some players out there who are worth a good chunk of money to be paid for.

    There is also a fine line between being too smart and being too smart for your own good, I didn’t exactly followed the ins & outs of our other negotiation models with the other targets in the summer but there is a pattern developing of us missing out on first targets like Dempsey, Mkhitaryan, Costa, Willian and bar a miracle now, Salah. It is hard to properly judge the transfer committee plus I feel for the scouts who have their hard work cut out for when a club comes in and gets the players we have been following for months.

    Now we were following Salah closely since October, we sent a lot of scouts to Basel games, began negotiating in November and his agent met with Ayre in the West Ham game to discuss terms with them. We had a verbal agreement with Basel regarding everything and we quickly became Salah’s favoured destination as he saw us as a club where he can grow, get a lot of 1st team action and become a world class player. I don’t know what happened between Salah’s agent and Ayre, but the impression that the club got from that meeting was that, in reality there is no way Salah is going to leave for anyone bar Liverpool and/or there are no real offers on the table for Basel bar us. When we got to sending Basel our opening offer, it was a laughable offer well below what was verbally agreed upon, think of Wenger 40 million plus one pound bid, this was even more laughable.

    Basel raised their as a result of being pissed off. We tried to up our offer but it was again well below what was previously agreed upon and Basel didn’t want to lower their demands as they sensed that we were wasting their time. They even began courting other clubs that Salah is available. Milan & Inter thought that Basel’s original demands were too high for them, Leverkusen, Wolfsburg & Monchengladbach were ready to pay but Salah didn’t want to go to Germany. Basel tried to claim that Atletico was interested but it was a bluff by all accounts, however a host of other clubs wanted to be kept updated on the deal one of whom was Chelsea.

    Since we saw that Salah didn’t want to go to the Bundesliga and with no other club offering Basel any offer, we assumed he’ll stay there till the summer and we can re-open negotiations, but Newcastle offered Basel a good first offer and now him coming to us in the summer was in doubt if Basel & Newcastle agree a fee. That’s why we came back with a much more improved offer, almost what was verbally agreed upon before the window even started. Salah’s personal demands were also agreed previously so there was no problems with him & his agent, just us agreeing some minor details with Basel. Chelsea, who were updated on the deal, at last asked about his availability and Basel asked about 8 million more than what we were offering (they tried to fleece Chelsea and I’m sorry last night I got confused cause I misunderstood my source as telling me Chelsea offered 8 million more, which isn’t true) but Chelsea really offered a couple of million more than us but with a lot of add ons that favour Basel heavily, we didn’t even hesitate and backed off, not even matching their deal.

    The only thing stopping Salah from going to Chelsea is that he doesn’t want to go there, full stop. Him & his advisers believe he won’t get much playing time there and if it is in his hands, it is better to stay at Basel and wait till the summer to get his move, however Basel want to sell & get their money now and begin scouting their next target (who will also be from Egypt). There is a third club who asked for Salah’s availability (my source won’t tell me cause Salah doesn’t want this to go public as he prefers to join that third club over Chelsea and doesn’t want a repeat of the fiasco surrounding his negotiations with Liverpool) but like I said barring a miracle, most probably he won’t be our player come the end of the window.

    What makes this irritating is that we wasted three months of scouting him, weeks of negotiations and then tried to lowball Basel and looked stupid at the end when we fell flat on our arses. Board wise, there have to be some questions asked about how good we are at negotiating some deals.

  41. Það má nú líka hafa aðeins gaman af þessu 🙂

    Ian Ayre goes into a pub:
    “pint please”
    “That’ll be £2.40 please”
    “I value it at 47p”
    “Fine, you aren’t having it then”
    “Didn’t want it”

  42. Það er auðvitað leiðinlegt að hafa misst af þessum Salah ef hann reynist síðan eitthvað alvöru. Hins vegar er augljóst að Liverpool þarf núna fyrst og fremst leikmann í eina stöðu á vellinum, þ.e. afturliggjandi miðjumann vegna meiðsla Lucas.

    Þessi orðrómur um Christoph Kramer er mjög áhugaverður. Hér er athyglisverð grein sem fjallar reyndar um að Manchester United eigi að kaupa hann frekar en Gundogan sem segir kannski eitthvað um leikmanninn.

  43. Það er ekki leikmaðurinn sem vill ekki koma til okkar, það eru Liverpool sem hafa ekki viljað borga sanngjarnt verð. Það sama kom fyrir willan og Armenan sem ég neni ekki að reyna að stafa LOL. Það kom aldrei til þess að þeir töluðu við klúbbbinn af því að við buðum aldrei verð sem var samþykkt. í stað þess keyptum við tvo menn sem ég veit ekki hvað við ætlum að gera við Alberto og Aspas.

  44. Guderian nokkuð góður og alveg vert að benda á styrkleika deildarinnar sem hann kemur úr.

    Það sem mér finnst þó athyglisverðast er að hlusta á alla tala um að Chelsea hafi “stolið” honum frá Liverpool. Kannski vert að minna menn á að hann komst fyrst í kastljósið í leik Chelsea gegn FC Basel í september hvar hann brilleraði eins og í seinni leiknum í nóvember. Það er því ekki ólíklegt að hann hafi verið undir smásjánni hjá Chelsea mun lengur en Liverpool. Þessir nafnlausu insiders eru náttúrulega álíka trúverðugir og 9/11 samsæriskenningarnar. Verst af öllu er þó fórnarlambsstemmarinn hjá mörgum sem byrja að hrópa yanks-out og svo videre. Eins og gæinn hafi verið dreginn múlbundinn gegn vilja sínum niður í kjallarann á Stamford Bridge.

    Hann er farinn, hefðum líklegast einungis átt séns í hann með því að ofborga stórkostlega. Nei, takk. Engir eru óbrigðulir í leikmannakaupum en á meðan CL er ekki á borðinu keppum við ekki við Chelsea, City, Utd og slíka greifa. Þangað til fáum við einn Coutinho fyrir hverja 3 Albertoa og Aspasa en því verður ekki neitað að þetta er á uppleið undir Rodgers og því ber að fagna. Missum okkur ekki í óraunhæfum væntingum á meðan vel gengur. Skál.

  45. Vissulega vill maður hvorki að félagið kaupi leikmenn á yfirverði, né að það sé bara verið að kaupa efnilega leikmenn sem svo ná kannski ekki þeim hæðum sem vonast er til.

    Á hitt ber samt líka að líta að það eru víst bara 15 leikfærir menn (a.m.k. skv. Rodgers, hann er þá væntanlega að sleppa því að telja með alla kjúklingana), og það er bara of lítið. Ekki nógu gott að liðið velji sig sjálft af því að það er bara einn í hverri stöðu. Slíkt þýðir líka meira álag og því enn meiri möguleika að þessir sem þó eru eftir meiðist líka.

    Ég held því að það sé morgunljóst að það verði að breikka hópinn.

  46. Hef laumað því hérna inn af og til en djöfull væri ég til í að sjá James Milner í okkar liði. Henderson og Milner hlið við hlið eru að fara taka maraþonhlauparann box to box í 90 mínútur. Væri smá fínt plan…

  47. Ég elska það að halda með þessu liði.
    Og ekki verra að hafa svona marga sérfræðinga á snilldarsíðunni kop.is til að anal æsa.

    Þessi síðasta Salah er skemmtileg. Gæinn getur kannski eitthvað og vinnur sér sæti.
    En þá fáum við bara fínal lánsdíl í sumar ódýrt, Willian líklegast, nema það væri egypska eldingin sjálf með flís í rassinum.

    Ég á alveg eins von á því að menn geri eitthvað sniðugt núna. Það þarf þýskan DM og það þarf L/R back.

    Þeir sem eru verulega góðir í þessum stöðum eru ekki endilega alltaf í séð og heyrt og það ætti að hjálpa skátateiminu okkar sem finnur fyrir pressunni í dag.

    Kúturinn helst heill og fer að hitta rammann. Sterlingspundið verður sá besti pund fyrir pund.
    SAS lifa rest af ef það vorar snemma.

    Engar áhyggjur.
    YNWA

  48. Verð að vera alveg hreinskilinn og viðurkenna að ég tek þetta ekki svo mikið nærri mér að missa af Salah, enda finnst mér engin þörf á að bæta við framlínuna hjá okkur að sinni. Finnst mun meiri þörf á að fá inn öflugan DM t.d. M´Vila, N´Zonzi frá Stoke eða e-n álíkan þessum tveim. Finnst N´Zonzi haf bætt sig mikið og tel að það sé dálítið vanmetin leikmaður.

    Einnig þurfum við á hægri bakverði að halda eftir seinustu fréttir af G.J. Montoya væri vel þegin.

  49. #AYREOUT

    Nei svona í alvöru, hvað er að? Við scoutum endalaust af talent, og undirbjóðum svo bara í það og látum aðra klúbba hirða leikmennina. Hvað þá núna þegar að hópurinn er gjörsamlega farinn að bera þess merki að vera útkeyrður vegna þess hvað hann er fámennur og hvað við spilum intense bolta.

    #AYREOUT

  50. hahah mata til united og salah til chelsea hvað eru við poolarar að geraa .. þetta stefnir i sama skitinn .. united að fá rooney og rvp og mata alla i liðið vitum hvað það þýðir þeir eiga eftir að komast í topp 4 sé okkur ekki enda þar

    erum bara ekki nógu sterkir þeir eru ekki að ná þessu

  51. Alveg óháð mögulegu getuleysi eigenda LFC í janúar og hvað manni kann að finnast um Wenger, þá er ég ekki frá því að frakkinn hafi lög að mæla varðandi janúargluggann. Jú, hann er hálfgerð nískunös karlinn,og jú, auðvitað ættu þeir hjá FA að skottast til spila umferðirnar speglaðar um mitt mót. En gæti ekki bara verið meira spennandi og refresh-sparandi að hafa engan janúarglugga? Það gæti allavega komið í veg fyrir að ríkustu liðin keyptu sig út úr miðvetrar-vandræum.

  52. Ætlaði að skrifa smá romsu en Guderian hefur hreinlega bara sagt það sem segja þarf.

    YNWA

  53. Ian Ayre goes into a pub:
    “pint please”
    “That’ll be £2.40 please”
    “I value it at 47p”
    “Fine, you aren’t having it then”
    “Didn’t want it”

  54. Já þið meinið.

    Las þetta viðtal hér:

    http://www.kopsource.com/liverpool-manager-brendan-rodgers-retains-hope-of-beating-chelsea-to-signing-of-mohamed-salah/

    Það allavega segir fullkomlega frá því að félagið hefur fylgst með Salah mjög lengi, Rodgers sjálfur farið að horfa á hann og það þarf ekki að velkjast í neinum vafa að stjórinn telur hann vera mann sem styrkir byrjunarlið okkar. Svo það er held ég ástæðulaust að gera mönnum upp einhverjar samsærisskoðanir eða að menn hafi “lesið að vild í slúðurfréttir”.

    Rodgers vill fá Salah inn í byrjunarliðið sitt. Það hafa verið viðræður lengi um þennan leikmann. Nú er þetta klárt. Hins vegar virðist eitthvað innan félagsins koma í veg fyrir að við klárum þetta mál (þó reyndar fréttir á twitter í gærkvöldi hafi bent til þess að við höfum hækkað boð okkar í 15 milljónir punda).

    Þar liggja áhyggjur mínar. Þær liggja í því að mér finnst FSG hafa farið í að leggja upp með ameríska hugsun um það að njósnateymi og sérfræðinganefnd fari í að finna kosti á “ásættanlegu” verði og helst byggja upp til framtíðar.

    Þessi nefnd samþykkti í sumar að eyða 22 milljónum í Luis Alberto, Iago Aspas og Tiago Ilori sem allt eru leikmenn sem nýtast ekki í ensku Úrvalsdeildinni hingað til. Í allan vetur hefur stjórinn talað um að það vanti meiri gæði í byrjunarliðið og ég hef verið sammála þeirri skoðun hans.

    Ég held líka að þetta sé ekki gert af vondu innræti FSG eða út af einhverri heimsku. Þeir eru að vinna eftir módeli sem þeir þekkja og hefur nýst þeim. En mér hefur frá upphafi fundist það gerast of oft að þeir nái ekki í leikmenn sem áhugi er fyrir hjá stjóranum að fá.

    Þar liggja mínar áhyggjur, sem og af því að ég er einhvern veginn á því að ítrekuð tilvik um fréttir af svona málum geri liðinu ekki auðveldara fyrir á nokkurn hátt að eiga við umboðsmenn og lið þeirra leikmanna sem við viljum ná af. Það nennir enginn að selja níska einstaklingnum hluti ef annað er mögulega í boði.

    Svo að minn punktur í greininni snerist ekki um Salah, heldur þá augljósu þörf (að mínu mati) að auka þarf gæði í leikmannahópnum í janúar. Það gangi ofar því en að setja einhverjar milljónir inn í kaupverð.

    Því að við erum á brauðfótum. Fyrir einhverjum mánuðum vorum við ekki að horfa á Flanagan eða Sterling í byrjunarliðinu, Moses er týndur og Coutinho hefur ekki átt góða leiki svona sem dæmi um það að þó við séum í frábærri stöðu núna þá stöndum við tæpt í leikmannahópnum. Við megum ekkert við einhverri niðursveiflu á nokkrum tímapunkti fram í maí.

    Til að sleppa við það þarf að styrkja liðið, með þeim leikmönnum sem Rodgers treystir til að hafa tafarlaus áhrif í leikmannahópnum…

  55. Sammála Magga!

    Það er löngu orðið augljóst að Rodgers vill/vildi Salah í liðið. Augljós gæði til að bæta ekki bara leikmannahópinn heldur byrjunarliðið.

    Við þurfum styrkingu núna; kaupa leikmenn sem eru hugsaðir í byrjunarliðið – til að berjast við þá sem eru nánast áskrifendur af sæti í liðinu. Samkeppni um stöður ýtir undir betri frammistöður inn á vellinum.

    Eins og leikmannaglugginn hefur þróast væri kraftaverk að ná að landa 2 leikmönnum. Að mínu mati hefði samt þurft að styrkja 3 stöður: hægri bak, djúpann miðjumann og auka breydd í sóknina (helst kantmann).

  56. @Maggi (#63)

    Það er klárt mál að þetta er leikmaður sem er að mörgu leyti spennandi og bæði Rodgers & nefndin hafa haft áhuga á og við skoðað hann síðustu mánuði með janúar- eða sumarkaup í huga. En með sigurmörkunum tveimur gegn Chelskí þá er hann augljóslega búinn að stimpla sig inn í sviðsljósið og það hafa fleiri en við verið að fylgjast náið með honum, þýsk og rússnesk lið sérstaklega nefnd til viðbótar. Hann skoraði líka gegn Chelskí í Europa League í fyrra þannig að ef einhver ætti að vita mikið um hann þá er það Chelskí. Allur þessi áhugi gerir það að verkum að Basel eru ekki viðræðuhæfir um neitt nema algjört yfirverð og gera að sjálfsögðu það rétta út frá sínum hagsmunum sem er að bíða eftir hæsta boði. Fréttirnar allar síðustu vikur er að okkar verðmat var um 8 millur (álíka og t.d. hjá Transfermarkt) og kannski hægt að kreista 1-2 í klásúlur til viðbótar, en Basel vildu 16-18 sem er fáránlega hátt að mínu mati. Á endanum eru Chelskí þeir einu sem fara nálægt því verði með 12 á borðið, endar í 16 með klásúlum og það er auðvelt að ljúka slíkum díl á stuttum tíma ef maður borgar toppverð. Það er afskaplega ríflega borgað fyrir þennan leikmann sem kemur úr veikri deild og er ekki að spila stöðu sem okkur bráðvantar mann í.

    Ég er í raun bara ánægður að við tökum ekki þátt í svona rugli og hefði fundist hálf kjánalegt og óábyrgt að eyða stóru hlutfalli af okkar takmörkuðu sjóðum í óreynda skrautfjöður á meðan meiri þörf er á styrkingu í aðrar stöður. Sterling er keimlíkur leikmaður þótt að réttfættur sé og við eigum von á hinum örfætta vængframherja Suso fyrir næsta tímabil. Þess utan þá þætti mér betri nýting á fjármunum okkar að kaupa Tom Ince á ca.4 millur (að frádregnum 35%) ef að kaupa ætti 21 árs örfættan og sókndjarfan hlaupagikk nú í janúar.

    Það þýðir ekki kvarta yfir að við séum að ofborga fyrir unga leikmenn sem koma til félagsins en vera svo sárreiðir þegar við ofborgum ekki fyrir ungan Egypta. Það er ansi mikil þversögn. Við ofborguðum að mínu mati fyrir Borini og Allen en það var áður en kaupnefndin tók til starfa og þeir höfðu þessa verðhækkandi PL-reynslu. Ég skil að vissu leyti af hverju Rodgers vildi fá leikmenn sem hann gjörþekkti, svona nýbyrjaður í starfi og ætla að fyrirgefa honum það. Ég ber reyndar enn vonir til þess að Allen muni standa undir sínum verðmiða seinna meir líkt og Henderson hefur gert, en ég vildi óska að við hefðum frekar ofgreitt fyrir Gylfa heldur en Borini.

    En Maggi kvartar yfir að nefndin samþykki í sumar eyðslu uppá 22 millur fyrir Aspas, Alberto og Ilori sem reyndar er 20,8 millur skv. LFChistory.net til að vera leiðinlega nákvæmur. Ef þetta væri hárrétt upphæð og öll staðgreidd þá myndi maður líta á það sem slæma fjárfestingu til að nýtast okkur á þessu tímabili. En Rodgers sagði beint út í síðasta mánuði að upphæðin sem nefnd er fyrir Ilori sé víðsfjarri þannig að annað hvort erum við að miða við ranga tölu eða að við viljum kalla Rodgers lygara. Það má líka spyrja sig hvort að álíka upphæð fyrir Alberto sé ónákvæm líka eða í það minnsta hressilega frammistöðu- og klásúlutengd. Upphæðir greiðist á löngum tíma eða jafnvel ekki yfir höfuð ef að menn standa ekki undir væntingum, leikjafjölda o.fl. Það væri í það minnsta mikið úr „karakter“ hjá nefndinni að vera þrælsparsamir einn daginn en sérlega eyðslusamir þann næsta. Svo má að sjálfsögðu bæta lægri launakostnað við en það er margrætt svo sem.

    Mér finnst líka skrýtið að tala um ameríska hugsun í samhengi við kaupnefndina þar sem að í US of A er venjulega einn yfirráðandi General Manager sem annast slík mál. Sá GM svarar bara beint til eigandans og þeir ráða algerlega hvaða leikmenn koma eða fara og ekkert sjálfgefið með að þjálfari hafi mikið um það að segja, nema kannski stórlaxar eins og Phil Jackson eða álíka. Í raun er hin ameríska hugsun keimlík Director of Football / Sport Director á meginlandinu og sum staðar á Englandi. Þannig að fyrirkomulagið hjá Liverpool er frekar einstakt og ekki þekki ég mörg slík dæmi um nefndarstörf. Maggi getur kannski nefnt þau ef hann veit um einhver.

    Ég get skilið svekkelsi eða nettan pirring af löngum við að fá styrkingar en mér finnst þessi stormur sem blæs upp útaf meintri vangetu LFC vera ósanngjarn og algerleg yfirdrifinn, sérstaklega í þessu tilviki. Ég hef ekkert miklar áhyggjur af frammistöðu kaupnefndarinnar þegar leikmenn eru að velja að fara til eða vera áfram hjá liði sem eru í CL (Salah, Costa, Mikki, Willian) og í sumum tilvikum augljóslega að yfirborga í kaupverðum eða launapökkum. Þetta er bara staðreynd sem við þurfum að lifa við. Þangað til að við komumst aftur í CL þá er róðurinn erfiðari og allar forsendur verða að ganga upp þegar landa á toppklassa leikmönnum eða jafnvel bráðefnilegum gaurum eins og Salah. Það eru mun fleiri lið í fótboltaheiminum í dag sem eru með bolmagn til að borga háar fjárhæðir heldur en á árum áður, t.d. tvö lið í Frans, nokkur í Þýskalandi ásamt rússnesku rugli.

    Það er verra að gera dýrkeypt mistök í ofborgun sem gætu sett okkur nokkur ár aftur í tímann heldur en að sýna stillingu og skynsemi. Ef eitthvað er þá er Rodgers & co að uppskera mikla óþolinmæði vegna þess að liðið er á undan áætlun og að standa sig betur í ár heldur en búist var við. Krafan var að vera í baráttunni um 4.sætið en við höfum eiginlega verið í toppbaráttunni fram að tveimur erfiðum jólaleikjum. Auðvitað er ákveðið tækifæri fólgið í góðri stöðu en það er ekkert endilega betra að ofborga fyrir leikmann sem okkur bráðvantar ekki og hefði líklega alltaf valið CL og $$$. Fyrir mér er félagið, eigendur og starfsmenn að gera fína hluti heilt yfir þó að auðvitað sé ekkert hafið yfir gagnrýni, þ.e.a.s. sanngjarna og málefnalega gagnrýni. Það er framför í gangi og lengi megi gott batna.

    YNWA

  57. þetta þurfum við í þessum glugga Ivan Rakiti?,Yarmolenko og kanski einn varnarmann:)

  58. Auðvitað er ég í grunninn sammála þér Peter Beardsley.

    Enginn vill eyða peningum í vitleysu, en hausverkurinn finnst mér að ef þú ætlar að ná einhverjum árangri þá þarftu stundum að eyða peningum í vitleysu. Ég hef alla ævi verið talsmaður þess að menn byggi til lengri tíma en ekki horfa á snöggan gróða.

    En þetta er ekki klippt og skorið. Ef kjaftasagan um að Comolli hafi verið rekinn fyrir gluggann sem gaf Adam, Downing, Enrique og Henderson þá núna má segja að 50% kaupanna hafi virkað og við seldum Adam á sama pening og við fengum hann.

    Við unnum United í kapphlaupi um Hendo og Arsenal í keppninni um Downing. Önnur keppnin vitlaus en hin bara fín held ég. Síðan Comolli fór held ég að við höfum tapað öllum “boðkeppnum” sem við höfum lent í.

    Það held ég að muni ekki ganga endalaust, við verðum að þora að taka sénsa þó að einhverjir klikki. Sá á twitter í dag að Roy Evans velti upp sömu spurningu og ég, er nefndin að styðja nægilega við bak hugmynda Rodgers?

    Um það snýst mín vangavelta, en ég er fyllilega sammála þér um að í grunninn er svona nefnd hið ágætasta mál. En það er ekki enn að sýna að það sé eitthvað betri árangur með henni en hefur áður verið hjá klúbbnum.

    Varðandi Ameríkanana þá er ég nú bara að tala um Red Sox. Þar er valnefnd sett saman og fer yfir statistík og græjar leikmenn. Þar virtist allt í einu beygt af leið fyrir nokkru þegar liðið var með þeim slökustu í hafnaboltanum og ákvað að henda sér í að borga vel fyrir nokkra leikmenn. Taka sénsa. Það skilaði þeim ansi vel og ég vona enn að þeir FSG menn geri eins hjá okkur.

    Sjáum til, það virðist vera að kjaftasagan um að Salah vilji ekki til Chelsea, heldur bara Liverpool hafi eitthvað fyrir sér og við skulum sjá hvernig síðasta vikan fer.

    Ég held að við séum sammála um það Beardsley að ef að t.d. við náum ekki neinum úr meiðslum fram að Everton verði býsna strembið að stilla upp varnarþætti liðsins, bæði í bakvörðum og djúpri miðju…

  59. @Maggi (#68)

    Jú jú, auðvitað erum við mest megnis sammála ef allt er borið saman en því mun meiri ástæða til að diskútera það sem ber í milli 😉

    Auðvitað er þetta alltaf matsatriði hvenær eigi að taka sénsinn sem gæti endað með vitleysu. Það er okkar áhangendum mikið sport að spá í spilin eins og vera ber, en það er vinna kaupnefndarkauða að taka þær ákvarðanir í alvörunni og þeirra atvinna og orðspor í húfi ef illa fer. Nefndarmenn hafa aðgang að öllum upplýsingum um ítarlega tölfræði og samskiptum við seljendur, umba og leikmann. En við pöpullinn höfum bara þúvarp, Whoscored og Twitter þannig oft fiskum við í gruggugu vatni með ályktunarhæfnina eina að vopni. Svo er nú það.

    En þegar þú talar menn verði að þora að gera vitleysu og stundum rætist úr því eins og Henderson verður þá ekki hið sama að gilda um Aspas, Alberto og Ilori?? Verðum við ekki að gefa því lengri tíma en hálft ár og sárafáa leiki áður þeir flokkast sem flopp? Þarna finnst mér samræmið og svigrúmið vanta, sérstaklega þar sem allir koma utan PL og stjórinn talar beint út að gefa þurfi tíma til aðlögunar.

    Þegar Sturridge og Coutinho voru keyptir var það alveg áhætta eins og öll leikmannakaup. Sturridge þótti eigingjarn og talað var um stjörnustæla áður en hann kom og Kúturinn var ansi píslarlegur fyrir hina kröftugu PL, en þeim gekk samstundis svo vel að kaupin snérust strax í dæmi um snilldar innkaup og þjófnað. Og talandi um kapphlaup þá var alveg samkeppni um þó að snemma var ljóst að þeir væru harðákveðnir á Anfield. Mörg lið höfðu hug á DS og Southampton vildu Coutinho. Þá vildu Swansea og Valencia fá Aspas, sérstaklega Laudrup en það mál olli senu milli hans og stjórnarinnar. Sakho hefur verið orðaður við fjöldamörg stórlið síðustu ár, sérstaklega Arsenal, en þar virðist kapphlaupið hafa unnist með góðri grunnvinnu þannig að varnartröllið hafði bara hug á LFC. En erfiðast er að fara í kapp við CL-liðin enda með dýrustu og bestu hlaupaskóna 😉

    Varðandi Red Sox þá hélt ég að hinn ungi Theo Epstein hefði verið GM og með sinni nálgun skilað tveimur titlum. Eftir það kom stórstjörnu-múltimillsplæsingar sem enduðu með hörmung og hruni. Farið var í uppgjör og aftur í grunninn sem skilaði frekar óvæntum titli nú í vetur. Ég hafði ekki heyrt um kaupnefnd hjá Red Sox og rengi þig alls ekki, en ætla að grannskoða það mér til fræðslu. En ef svo er þá finnst mér það einfaldlega fínn rökstuðningur fyrir nefndinni enda hefur það þá skilað 3 titlum á áratug og fínt að hafa þar samhljóm hjá FSG.

    En nóg um þetta, Aspas skorar að sjálfsögðu þrennu á morgun og allt eftir stoðsendingar Alberto 😉

    YNWA

  60. Sælir,

    ég verð að segja það fyrir mitt leiti að mér finnst það rosalega fyndið hvernig þessir kanar hafa náð að plata okkur stuðningsmenn Liverpool. “Við vinnum eftir módeli í leikmannamálum” . Hehehe það vinna öll lið eftir einhverskonar módeli okkar er bara þannig að það skal vera arðbært fyrir eigendur. Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu “MÓDELI” sem þeir nota. Jú reyndar er það nýtt að geta sannfært fólk út frá hafnarbolta að þetta sé hið eina rétta. Hlutverk leikmanna í hafnarbolta er mun einhæfara en í fótbolta og breyturnar í leiknum sjálfum, sem hafa áhrif á t.d. ákvarðanatöku leikmanna eru miklu fleiri í fótbolta. Liverpool þarf 2-3 gæða leikmenn á aldrinum 24-28 sem labba beint first 11 og geta miðlað reynslu og tekið ábyrgð af mönnum líkt og Sterling og Coutinho sem eru allt of ungir farnir að vera uppi sýnar stöður. Það eru fullt af liðum sem kaupa unga ódýra og selja hámarksvirði, það er stundum kallað “feeder club” og mér líkar bara alls ekki sú hugsun.

Laust í ferðina, en ekki flug!

A.F.C. Bournemouth