Kop.is Podcast #50

Hér er þáttur númer fimmtíu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 50. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babu) stýrði þættinum þar sem á tíma leit út fyrir að KAR gæti ekki verið með en við vorum á endanum allir með að þessu sinni þannig að með okkur voru Maggi, Einar Örn, Eyþór og SSteinn.

Í þessum þætti ræddum við leikinn gegn Aston Villa, Gerrard, Lucas og Cissokho. Fórum yfir leiki Liverpool það sem af er þessu ári og spáðum aðeins í það sem er framundan hjá okkar mönnum.

12 Comments

 1. Suarez og Coutinho myndu vera fyrstir á blað hjá mér. Finnst að Brendan eigi að aðlaga liðinu að þeim tveim en ekki Suarez og Sturridge. Okkur vantaði playmaker á móti Aston Villa, Coutinho reyndi að vera það en þá var enginn í vörninni og einhvern veginn var hann í einskis manns landi í þessum leik.

 2. Er Steve Clarke nokkuð að gera í dag?

  Væri ekki flott fyrir Brendan að fá hann til að taka vörnina í gegn? Hann gerði flotta hluti með varnarleikinn þegar Dalglish var stjóri, ekki satt?

 3. Ég er sammála Ben hér að ofan, það væri þjóðráð að signa Steve Clarke.

  http://www.liverpoolfc.com/news/media-watch/forzaitalianfootball-milan-midfielder-linked

  Haldiði að það sé einhver fótur fyrir þessu? Er ekki Nigel de Jong einmitt leikmaðurinn sem okkur vantar, sérstaklega ef Lucas er out. Hann er líka 30 ára og ætti ekki að vera of dýr, með reynslu í ensku deildinni, og er alger sláttuvél. Engin snillingur, en sláttuvél. Og sláttuvél er það sem við þurfum núna.

  G.

 4. Get nú ekki séð að Clarke hafi haft einhver úrslitaáhrif á vörnina okkar þegar hann var hjá liðinu og ekki var liðið að skora nægjanlega mikið af mörkum svo mikið er víst. Hann var mjög flottur hjá Mourinho í varnarboltanum hans og er eflaust hinn klárasti aðstoðarmaður en ég sé ekki að það sé einhver ofur þörf á að leita aftur til hans og engin umræða um það.

 5. Snilld. Maður setur þetta á eftir vinnu. Takk 🙂

  En mig langar að skjóta einu inn hérna sem tengist þessu ekki beint og ég vona að stjórnendur hér fyrirgefi mér það.

  Næsta þriðjudag (28.01.2014) eigum við leik gegn Everton eins og alþjóð veit. Liverpool stuðningsmenn á Akureyri og nágrenni ætla gera sér glaðan dag á Sportvitanum og halda fánadag. Húsið mun opna 17:00 þar sem boðið verður upp á að spila Fifa14 í PS4 á 400″ tjaldinu. Upphitun fyrir leikinn hefst svo 19:30 með happdrætti og fleiri skemmtunum.
  Ég vil hvetja alla til að mæta. Facebook eventið er hér:
  https://www.facebook.com/events/1380081255585202

  Það væri jafnframt fallegt af stjórnendum síðunnar að minna á þetta í upphitun sinni fyrir þennan leik 🙂

  Ég bið ykkur vel að lifa!

 6. Þú kannski minnir mig á það Birkir ef svo líklega vill til að ég gleymi að setja það inn í upphitunina 🙂

 7. Nr. 3… Nigel de Jong?!

  Nei fyrr læt ég steikja mig í helvíti en að klappa fyrir þeim mannfjanda!

 8. Margir farnir að kvarta yfir varnarleiknum hjá Liverpool í dag sem má að miklu ef ekki öllu leiti rekja til meiðsla okkar bestu varnarmanna og þess vegna engin ástæða til að fara á límingonum yfir því.
  Síðast þegar Liverpool lék svona skemmtilegann sóknarbolta var þegar Roy Evans var með liðið og Macmannaman og Fowler sáu um að skemmta okkur.
  þá var náð í Houllier til Frakklands til að laga varnarleikinn og það endaði með því að Evans var rekinn eða hætti sjálfurog við erum búnir að bíða síðan eftir alvöru sóknarleik.
  Evans var jú alinn upp af Peisley og Shankley sem vissu báðir að sókn var besta vörnin og
  þá speki virðist Rodgers hafa tileinkað sér svo að ég bið menn um að fara varlega í það að óska sér að fá einhverja varnarþjálfara til að laga vörnina.
  Það er miklu skemmtilegra að sjá fótbolta með nokrum mörkum í hverjum leik heldur en varnarbolta þar sem maður nær varla að halda sér vakandi í sófanum fram að hálfleik.
  Vörnin mun lagast af sjálfu sér þegar varnarmennirnir koma aftur úr meiðslum eftir nokkra daga.
  Svo drengir be cerfoull what you wish fore. Engann Houllier eða Hodgson á minn disk Takk fyrir en Brendan Rodgers er velkominn allann daginn!

 9. Lucas frá í um það bil 2 mánuði nú þarf að rífa upp veskið það gengur ekki lengur að vera bara með einn frábæran en meiðslagjarnan Varnarsinnaðan miðjumann

 10. Úff, Lucas frá í 8 vikur. Nú þarf að taka upp veskið og finna einhvern í staðin. Það hefur of oft gerst siðustu misseri að Liverpool velur frekar að spara pening á kostnað þess að komast í meistaradeild, sleppa því að kaupa leikmenn sem þeim finnst of dýrir, en svo blómstra þeir annars staðar.

  Valið er á milli þess að eyða pening til þess seinna að græða pening, eða spara pening og tapa svo á því að komast ekki í meistaradeild.

  Ég ætla að vona að Henry sé ekki enn með matareitrun eftir að hafa verið á Anfield á laugardaginn.

 11. Það verður að segjast eins og er að maðuri er farinn að óttast Utd enn meira en áður. Sérstaklega ef þeir ná að landa mönnum eins og Mata og Dante.
  Horfi á þá sem keppinauta okkar þar sem City, Chelsea og Arsenal verður ekki haggað í fyrstu þremur sætunum enda með sterkustu hópana.

  Við verðum eindfaldlega að styrkja okkur. Vörnin míglekur og miðjan í tómu rugli.
  Væri til í að sjá okkur gera tilboð í Luiz Gustavo, djúpann miðjumann hjá Hoffenheim sem ég tel betri kost en Lucas og þennan Mohamed Salah. Erum ekki að fara að ná þessu 4. sæti án þess að styrkja okkur, svo einfalt er það.

Liverpool 2 – Aston Villa 2

Opinn þráður – Lucas frá í 6-8 vikur