Aston Villa gera atlögu á virkið!

Eftir ævintýrið í Stoke er komið að lærisveinum Paul Lamberts að gera áhlaup á virki það sem Anfield völlurinn er orðinn þetta tímabilið.

Tíu heimaleikir, níu sigrar og eitt tap. Markatalan 27-6. Eitt af stóru verkefnum Brendans var klárlega að gera heimavöllinn okkar þannig út að þangað hræddust lið að koma og það hefur algerlega tekist.

En nú ber svo sérkennilega við að við erum að fara að eiga við lið sem hefur náð sér í fleiri stig á útivelli heldur en heima. Aston Villa hafa náð í 15 stig á ferðalögum sínum en bara 8 á heimavellinum. Ég hreinlega nenni ekki að rifja upp síðasta leik þessara liða á Anfield sem var í desember í fyrra. Þá féll það í minn hlut að skrifa leikskýrslu eftir einstaklega ömurlegt 1-3 tap í desember 2012, á tímapunkti þar sem bjartsýni var aðeins að vakna að framundan væri gleðilegur tími.

Sú er einmitt staðan núna. Eftir mjög erfitt prógramm í desember hafa drengirnir í rauðu byrjað árið vel í deildinni með öflugum sigrum gegn Hull og Stoke. Þau lið sem eru í kringum okkur hafa þó líka verið að hirða stig en nú eru þau mörg hver á leið í prógramm sem er erfiðara á pappírnum en okkar og því lykilatriði að við höldum fullum dampi og krækjum í stigin sem verða í boði á morgun kl. 17:30.

Mótherjinn

Birminghamdrengirnir í fjólubláu er mótherjinn á morgun. Liðið er mikið jójó lið þessi árin. Á það til að vinna sterka sigra en er svo jafnlíklegt að gera upp á bak í næsta leik á eftir.

Við sátum á Spot nokkrir kop.is pennar yfir hamborgurum og fyrri hálfleik leiks þeirra gegn Arsenal um síðustu helgi (by the way það voru 3 nallar mættir að horfa á leikinn þar, hvursu sorglegt) og þar virtist á ferðinni eitt daprasta lið deildarinnar. Vörnin í bulli og varla eitt skapað færi. Þegar ég labbaði út í 0-2 stöðu var ég á því að Arsenal ynni þetta 0-4 minnst. En svo las maður umsögn um gríðarlega baráttu Villa manna í seinni sem nærri því tryggði þeim stig.

Þeir eru einmitt svona lið. Ég fer enn ekki ofan af því að stjórinn þeirra er efnilegur. Paul Lambert byggir þessa dagana liðið upp á mikilli baráttu, vill halda sér aftarlega á vellinum, senda langt á Benteke og láta liðið síðan fylgja á fullri ferð. Þegar hann getur lætur hann liðin sín pressa hátt, enda töluverður hraði í framherjunum.

Þegar aftar dregur á vellinum verður erfiðara að manna stöðurnar og að auki hafa þeir þurft að díla við töluverð meiðsli. Þetta upplegg held ég að við sjáum á morgun, Lambert veit að til að vinna stig í Liverpool þarf að endurtaka leikinn í fyrra og það mun hann reyna. Líklegt byrjunarlið Villa:

Guzan

Luna – Vlaar – Clarke – Lowton

Weihmann – Westwood

Agbonlahor – Delph – Luna

Benteke

Lykilmennirnir þeir Vlaar, Weihmann, Agbonlahor og Benteke.

Okkar lið

Ætla að byrja á að endurtaka gleði mína yfir því að Stoke draugurinn var grafinn um síðustu helgi. Var á því að þar væri á ferðinni líklegasta bananahýðið fyrir okkar lið í þeirri dagskrá sem við nú dílum við og alveg ótrúlega jákvætt að hafa unnið þar.

Eins og við höfum rætt hér hefur pressan á leikmannakaupum eitthvað bara minnkað við þennan sigur, ekki síst þar sem það er klárt að Sturridge getur verið með um helgina frá upphafi leiks og þeir Sakho og Joe Allen líka. Svo styttist í Flanno og Enrique svo að það er að líta vel upp í leikmannahópnum okkar.

Í vikunni hefur mér fundist Rodgers áræðinn að tala um að við ætlum að vera í titilbaráttunni fram á vor og hann er óspar á að hrósa liðinu fyrir samheldni, kraft og áræði. Nú síðast dembdi hann hrósi yfir eigendurna okkar sem einmitt munu verða á Anfield á morgun og síðan einhverja daga í borginni til að fara yfir stöðu klúbbsins og næstu framfaraskref.

Það er því á töluverðri bjartsýnisbylgju að við siglum inn í þennan leik og það er feykilega mikilvægt að við náum að sigla þá öldu af fullum krafti líkt og við höfum gert lengstum í virkinu okkar.

Enda er ég handviss um að uppleggið verður að hápressa Villa-menn og reyna að vinna boltann ofarlega af þeirra lítt reyndu varnarmönnum (utan Vlaar), halda boltanum af krafti og þreyta mótherjann.

Það byrjunarlið sem ég spái að Brendan treysti til verksins er eftirfarandi:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Cissokho

Sterling – Gerrard – Lucas – Henderson

Suarez

Sturridge

Semsagt að Sakho og Sturridge komi inn fyrir Toure og Coutinho. Ég set leikkerfið upp sem 4-4-1-1 en það má alveg heita 4-4-2 eins og við gerum þegar við sækjum eða 4-2-3-1 þegar við verjumst. Ég held að Sturridge verði oftast uppi á topp en það munu vissulega koma sóknir þar sem meistari Suarez verður á toppnum.

Gerrard og Lucas verða á djúpu vaktinni, en ég er þó á því að nú verði það Lucas sem komi neðar að sækja boltann á móti Gerrard síðast.

Og hvað

Eins og ég hef margtuggið skiptir öllu að við höldum áfram fullri ferð á heimavelli, þó ég sé bjartsýnn þá er þetta Villa-lið búið að eiga nokkra ólseiga leiki í vetur og hafa strítt okkur oft áður á Anfield.

Ég held hins vegar að gæðin í sóknarleik okkar séu einfaldlega of mikil fyrir drengina hans Lambert og um það leyti sem ég fer að græja mig í karaokekeppnina í Félagsheimilinu Röst á Hellissand um kl. 19:30 laugardaginn 18.janúar séum við að fagna nokkuð öruggum þremur stigum.

Lokastöðuspáin er 3-1, Aston Villa ergir okkur með að stinga einu marki á okkur í lokin…

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!

24 Comments

  1. Nákvæmlega sammála upphitara dagsins með úrslit leiksins. Þetta er þó eitt bananahýðið sem hægt er að renna á en við reiknum með því að það gerist ekki. Ég er að vísu ekki sammála því að Sturridge komi inn fyrir Coutinho þótt það sé alveg fullkomlega rökrétt breyting. Held að Rodgers hafi aðeins meira vaðið fyrir neðan sig og ákveði að eiga Sturridge inni í seinni hálfleik ef illa gengur að opna eða klára færin. Og hann komi þá jafnvel frekar inn fyrir Lucas ef kostur er á.

  2. ÞAÐ VAR LAGIÐ MAGGI – Flott upphitun oooooooooooooog KOMA SVO ALLIR RAUÐIR 🙂

    AVANTI LIVERPOOL – LFC4LIFE – IN BRENDAN WE TRUST – JUSTICE4THE96 – Y N W A

  3. Já koma svo 🙂
    maður er farinn að spá í þessu alltíeinu þá kemur ekki inn í hausin á manni að Liverpool sé að fara tapa á Anfield gegn liði eins og Aston Villa manni finnst það ekki vera séns.
    maður er bara vanur 4 mörkum í leik á heimavelli og Aston Villa er aldrei að fara skora 5 mörk á Anfield.
    Það er svo stutt síðan að maður var stressaður fyrir alla leiki og bara ef liðið lenti 1-0 þá bara hugsaði maður oh við verðum að skora 2 mörk
    núna ef við lendum undir þá er maður bara rólegur og bíður eftir þessum 4 mörkum frá liðinu.
    það er svo gaman að vera poolari í dag svona texta hefði maður aldrei skrifað fyrir nokkrum árum síðan aldrei.
    spái 4-2 sigri í þessum leik

  4. Þessi leikur er rétt eins og restin af tímabilinu algjör úrslitaleikur og ég vona að menn mæti þannig í þennan slag á morgun. Þetta Villa lið getur vel strítt okkur á góðum degi og ekki hjálpaði það til að Benteke skoraði sitt fyrsta mark í langan tíma í seinasta leik og hann má ekki vera á skotskónum á morgun.

    Og eitt annað, menn tala um að Anfield sé orðið svakalegt virki.
    Það má ekki gleyma því að við erum búnir að fá öll léttustu liðið í heimsón í vetur og núna fara að streyma stóru liðin í heimsókn og kannski og vonandi eftir þetta tímabil getum við farið að kalla þetta virki.

  5. Sælir félagar

    Algerlega sammála Magga í góðri upphitun hans. Þar að auki hefur Maggi tekið upp mína sígildu spá 3 – 1 og við það stöndum við gamlir félagar. Mæti menn til leiks með sama hugarfari og síðast verður þetta aldrei spurning.

    það er nú þannig

    YNWA

  6. Kæmi mér á óvart ef að Sturridge byrjar en gæti komið inn í hálfleik ef það er enn 0-0 eða ca 55-60mín ef staðan er betri. En svona miðað við aldur og fyrri störf þá ættu varnarmenn Villa að vera ágætis brunch fyrir Suarez.

  7. Flott upphitun, vona Liverpool skori fleiri mörk en Villa á morgun, ættla að spá 3-2 sigri. Mundi smat kjósa 1-0 sigur frekar. Vil sjá Sakho byrja ef hann er tilbúinn í slaginn.

    Áfram Liverpool !!!

  8. Mig dreymdi fyrir c.a viku um að Aston Villa myndi vinna liverpool 0-1 á Anfield og var ég ekki einu sinni búinn að pæla í á Liverpool væru að fara að spila við Villa.

    Ég vona að þetta hafi bara verið skelfileg martröð sem á ekkert sameiginlegt við raunveruleikan.

    Það sem gerir þessa spá skrítna er auðvita að lið með Suarez, Sturridge, Coutinho, Sterling og Gerrard skori ekki mark í 90 mín á Anfield.

    Go Liverpool og megi mörkinn rigna inn fyrir Liverpool á Anfield á morgun

  9. Guð minn almáttugur hvað ég vona að Cissokho verði EKKI í liðinu á morgun, maðurinn getur ekki neitt, lætur mann sakna enrique nánast.

  10. Ekki sammála með byrjunarliðið á hjá Villa… Efast í fyrsta lagi um þar þeir fari úr þriggja miðvarða systeminu, og ef þeir gera það þá er Luna lélegur bakvörður og Weimann kantur/striker. Hugsa frekar að El Ahmadi komi þarna inn og Weimann taki kantinn af Luna, þeas ef þeir fara úr þriggja miðvarða kerfinu

  11. Tökum þetta, það verður svo að vera og hef trú á því. Lukas á bekknum og Coutinho inná, Hendo er fínn stoppari, held að Coutinho verði að æfa að hitta og gerir það örugglega í þessum leik, 5-7 mörk hjá Liv, Aston V, 0-1 en væri gott að halda hreinu. Bara gaman.

  12. Ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þá eru það svona leikir sem verða að vinnast, örugglega og því miður, fyrir AV 🙂 þá er enn einn stórsigurinn handan við hornið :-). Þetta verða þeir SAS, Hendo Skrölti og Sakho sem verða með flugeldasýningu í dag. Þetta verður góður eftirmiðdagur bæði í handbolta og fótbolta 🙂
    YNWA

  13. Sammála Ívari Erni.. Ég held persónulega að BR velji þá leið, það virkaði líka svona vel á móti Stoke! .. Hann sagði sjálfur að það hefði verið alveg frábært að eiga einhvern á bekknum sem gat komið inn og haft þetta mikil áhrif.

    Áfram LIVERPOOOOOOL !

  14. Fyrir áhugasama þá verð ég í hringborðsumræðum um enska boltann í þætti Fótbolta.net á X-inu 97.7 kl. 12:50 á eftir. Endilega tékkið á því.

    Annars er ég sammála upphituninni hjá þér Maggi en þú gleymir að taka Ryan Bertrand og Grant Holt með í reikninginn. Villa fengu þá báða lánaða í vikunni (eftir Arsenal-tapið) og Lambert staðfesti í gær að þeir verða báðir í leikmannahópnum, og þá jafnvel byrjunarliðinu.

    Ég býst sem fyrr við að við höldum ekki hreinu í þessum leik en hef nákvæmlega engar áhyggjur af því að við skorum ekki fleiri en þeir. 5-1 í dag og SAS með tvö hvor takk fyrir. 🙂

  15. Ég hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik einungis vegna síðasta heimaleiks okkar á móti Aston Villa. En ef við skiljum allt kæruleysið eftir heima þá á þessi leikur að vinnast, við sjáum þetta á fyrstu 15 mín.

    Hundleiðinlegt að leikurinn sé samt á sama tíma og landsliðið okkar. En hvort eru menn (konur eru líka menn) spenntari fyrir Liverpool leik eða lansleik í handbolta? Þeir sem velja Liverpool þumla upp hinir þumla niður 😉

  16. 19 Ívar Örn.

    Að mínu mati er það ekkert slæmt að Johnson fái hvíld í dag og sennilega löngu tímabært. Hann er að mínu mati sá leikmaður sem er búinn að valda mestum vonbrigðum undanfarið því við vitum allir hvað hann getur. Hann hefur hins vegar lítið sýnt af því síðustu 3 – 4 vikurnar.

    Eins fúlt og það var að skíttapa á móti Aston Villa á heimavelli í fyrra þá held ég að það hafi verið dýrmæt lexía fyrir okkar menn og ég hef ekki nokkra trú á því að mönnum detti í hug að vanmeta þetta lið og tapa fyrir þeim aftur á heimavell. Við mætum í þennan leik fókuseraðir, grimmir, fullir af sjálfstrausti og af fullum krafti.

    Ég vona svo sannarlega að þetta verði byrjunarliðið eins og Maggi stillir því upp, að því undanskyldu að ég vil sjá Kelly í byrjunarliðinu í stað Johnson. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að BR taki sénsinn á Sakho í dag og að Toure spili því þennan leik. Sömu sögu er að segja með Sturridge. Býst við að Coutinho byrji leikinn og að hann eigi þá Sturridge inni til að setja inn á fljótlega í seinni hálfleik.

    4-1 fyrir Liverpool. Suarez 2, Henderson og Sturridge sitthvort markið.

  17. Borini að skora fyrir Sunderland og var að öðru leyti drjúgur í leiknum. Assaidi er að gera góða hluti hjá Stoke. Suso hefur verið fínn hjá Almeira og líklega besti maður liðsins á leiktíðinni. Andre Wisdom hefur farið á kostum í vörninni með Derby County. Conor Coady veit ég ekki mikið um en eitthvað hlýtur hann að geta fyrst Peter Taylor lætur hann leiða U-20 landslið Engands. Þá er Pepe Reina frábær í marki Napoli.

    Loks má nefna akademíuna en þar er að finna efni eins og Jordan Ibe, Jordan Rossiter, Tiago Ilore, Samed Yesil, o.fl.

    LFC á ýmislegt í pokahorninu.

  18. Held ad kaupa yohan cabaye myndi vera rosalega sterkur leikur, getur skorad leggur reglulega upp og byr til margt upp ur engu

  19. Sturridge inn, Lucas út, að öðru leyti óbreytt lið frá Stoke leiknum.

Nokkrir punktar

Liðið gegn Villa