Luis Garcia leggur skóna á hilluna

chel

Luis Garcia er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna. Lagið um hann er enn sungið á Liverpool leikjum og við munum án efa lengi minnast þessa skemmtilega leikmanns.

Er þetta ekki ágætt tækifæri til að rifja upp þessa leikskýrslu frá því 2005 og rifja upp frábæra stundir sem við áttum með árin sem hann var leikmaður Liverpool.

Takk Luis Garcia!

30 Comments

 1. Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Þvílík snilld að hafa verið á Anfield (og rétt fyrir aftan markið) þegar hann skoraði þetta mark:

  http://www.youtube.com/watch?v=NBsraNDmuBU

  Fæ ennþá gæsahúð þegar ég sé þetta. 🙂

  Það er líka hvað hann er ennþá mikill púllari í sér.

  Legend.

 2. Ótrúlega skemmtilegur leikmaður sem var í miklu uppáhaldi hjá mér.
  Mikið hefði ég viljað sjá þennan strák uppá sitt besta spila hjá Liverpool með Suarez og Sturridge.

  Ég held að þessi strákur eigi skilið að öll komment hérna verði gul.

  Takk Garcia 🙂

 3. Margur knár þótt hann sé smár! Hélt mikið upp á hann og algjört LEGEND í minum augum. Elskaði hvað hann reyndi að gera það óvænta, þó það kæmi niður á leik liðsheildarinnar en þegar það tókst varð það þess virði á að sjá. Skemmtilegur leikmaður og ekki orð um það meir. Markið á móti Juve og Chelsea sennilega þau mörk sem standa upp úr í minningunni.

  Takk kærlega Luis García fyrir þitt framlag það er í miklum metum og ef ég hitti þig einhven tímann mun ég láta þig vita af þakklæti mínu.

  YNWA

 4. Það er náttúrulega gríðarlega illa gert að vera að linka svona á gamlar bloggfærslur, sérstaklega þær sem eru svona nálægt Istanbul leiknum. Maður fer ósjálfrátt að skoða næstu færslur, nú og í framhaldi af umfjölluninni um úrslitaleikinn þarf maður jú að horfa aftur á upprifjun frá leiknum á YouTube, og… og… ég sem ætlaði að reyna að gera eitthvað af viti í kvöld. Jæja, það er alltaf næsta kvöld.

 5. Takk meistari Garcia…
  Hann átti ótrúlega stóran þátt í því að við komumst til Istanbul, hann var magnaður í CL og átti marga flotta leiki í deildinni líka, skoraði svo auðvitað mikilvægt mark gegn Chelsea í undanúrslitum FA CUP gegn Chelsea.

  Skemmtilegar hreyfingar hjá honum og með 2 góða skotfætur og fínn skallamaður miðað við hæð.. Mikið held ég samt að margir hafi verið pínu pirraðir á honum því að hann missti boltann allt of oft auðveldlega og oftast af öllum leikmönnum liðsins þegar hann var inná en við fyrirgefum honum það alveg 😉

 6. Þvílíkur leikmaður og virkilega gaman að rifja upp leikskýrsluna sem ég skrifaði þegar hann sló Chelsea út úr Meistaradeildinni.

  Ah, minningar.

  García var og er einn af mínum allra uppáhalds Liverpool-leikmönnum. Ekki endilega af því að hann var sá allra besti heldur einmitt af því að hann var svo óútreiknanlegur. Hann gat átt það til að eiga hörmulega leiki og vera tekinn snemma út af en þess á milli var hann óstöðvandi.

  Topp 5 minningar um García:

  1. Chelsea í undanúrslitum CL 2005
  2. Chelsea í undanúrslitum FA Cup 2006
  3. Juventus!
  4. Þegar hann spilaði derby-leikinn gegn Everton á Anfield 2005 með ökklameiðsli og skoraði sigurmarkið!
  5. Snuddufagnið

  Þvílíkur snillingur. Átti stuttan feril hjá okkur en það var allt bjútifúl, beibí.

 7. Það dúkkar upp í huga mér auglýsingin með guttanum í spænska landsliðsbúningnum sem svaraði svona þegar mamma hans kallaði í hann.

  “Ég heiti ekki Þiggi. Ég heiti Luiþ Garþia!”

 8. Einu sinni hef eg komid a Anfield. Dásamlegt kvøld vorid 2005 thar sem vid mættum sturludum Juventus studningsmønnum og flottu Juve lidi.

  Gleymi aldrei tilfinningunni ad ganga i fyrsta sinn i gegnum gøngin og inn i stukuna fyrir aftan markid..markid thar sem fyrst Hyppia og svo Garcia skorudu.

  Thvilik upplifun, thvilik gledi, lyktin, hávadinn, rafmagnad loftid, pinulitla stigataflan, søngvarnir, Steve G. ad taka hornin beint fyrir framan okkur…uff.

  http://www.youtube.com/watch?v=NBsraNDmuBU

  Garcia er i algjøru uppahaldi hja mer, elskadi ad sja thennan litla villing stinga thumlinum upp i sig eftir ad hafa fiflad varnarmenn og markmann andstædinganna. http://www.youtube.com/watch?v=p2pYP73bdJg

  Ef eg ætti ad setja saman stjørnulid sidustu 10 ára ad thá yrdi hann einn af fyrstu mønnunum á bladid og mikid hefdi verid gaman ad sjá hann og Suarez i sama lidinu!

  Set herna upp draumalidid mitt sidustu 10 árin. Meistaralid.
  http://lineupbuilder.com/?sk=2444

 9. Thessi blessada uppstillingarsida var eitthvad lømud… herna er thetta.

  [img]http://this11.com/boards/abGdAjmagz.jpg[/img]

 10. Ég var á vellinum þegar hann skoraði gegn Everton 2005. Liverpool var búið að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla og svo meiddist Garcia og spilaði meiddur út leikinn. Baros fékk svo rautt spjald í seinni hálfleik þannig að Liverpool endaði leikinn með níu og hálfan mann inná en unnu samt 2:1.

  Fyrir það og mörkin í útsláttarkeppni meistaradeildarinnar á Istanbul-tímabilinu mun ég helst minnast hans og færi ég honum mínar bestu þakkir fyrir þær stundir.

 11. Skemmtilegur leikmaður en alltof óstöðugur. Gat verið frábær en átti það til að klappa boltanum of mikið. Gleymi seint mörkunum gegn Chelsea og Juve í Meistaradeildinni.

 12. Skemmtilegur leikmaður en alltof óstöðugur. Gat verið frábær en átti það til að klappa boltanum of mikið. Gleymi seint mörkunum gegn Chelsea og Juve í Meistaradeildinni.

 13. Var hann að deyja eða ??
  drama er þetta, upp með spjall um janúargluggan !!

 14. Af hverju? Luis Garcia hættir bara einu sinni en janúargluggar eru einu sinni á ári.

 15. Óli#23
  Það er nákvæmlega ekkert að frétta hvort eð er. Opin þráður um leikmannagluggan yrði án kommenta eins og er, svo lítið er að frétta.

 16. Má ekki segja að það sé smá “Suarez” element í Garcia? Var oft alveg óútreiknanlegur og gerði stórkostleg mörk og átti skemmtileg tilþrif sem mörgum öðrum datt kannski ekki í hug að reyna.

  Ótrúlega vanmetinn leikmaður sem alltaf var gaman að fylgjast með.

 17. Haha ótrúlegt að sjá líka að það eru innan við 30 athugasemdir við leikskýrsluna eftir meistaradeildarsigurinn árið 2005, ekkert smá sem vinsældir Kop.is hafa aukist 🙂

 18. Ótrúlega rólegur leikmannagluggi. Lið ætla greinilega að bíða með að selja hæstbjóðanda fram á síðasta dag.

 19. Ein af topp þrem bestu minningum ævi minnar a Garcia storan þatt í..

  I april 2005 var eg i einni af ferðum minum til liverpool borgar. Liverpool og juventus attu leik i 8 líða urslitum meistaradeildarinnar.. eg man að þakið rifnaði af Park rúmum 4 timum fyrir leik eða klukkan 15.30, eg og allir hinir sem þar vorum stöppuðum i golfið og sungum og sungum hverja einustu sekundu fram að leiknum…

  Eg var algjörlega raddlaus þegar eg kom inna anfield i þa rosalegustu stemmningu sem eg hef a ævi minni upplifað, hafði áður td seð liverpool – everton en guð minn goður þetta var gæsahuð og tarin fyrir allann peninginn…. eg reyndi að syngja afram inna anfield en það heyrðist ekkert i mer þvi eg var raddlaus eftir park en það skipti engu máli , þegar Garcia svo smelltonum beint fyrir framan andlitið a mer brast eg bara i grát og eg gat ekkert hætt að grenja, andrúmsloftið og gæsahúðin voru svo mikil að eg gret allann helvitis leikinn og reyndi að syngna með raddlaus… STORKOSTLEGT kvöld …. eg kom ekki upp orði daginn eftir i lest a leið til London fyrr en eg var buin með 5-6 afréttara ..

  Þetta kvold a anfield mun eg sennilega aldrei ba að toppa, hef farið 3 sinnum eftir þennan leik og þa i öll skiptin i kop og td sa suarez spila fyrsta leik sinn fyrir liverpool gegn stoke i byrjun feb 2011 og jafnframt skora sitt fyrsta mark fyrir liverpool en guð minn góður stemmningin þarna i apríl 2005 er mesta rugl sem eg hef komist i a ævinni …

  Garcua gleymi eg aldrei enda atti hann storan þatt i að gera þetta að ja einu af þrem bestu kvoldum ævi minnar…

  Fæ enn gæsahuð þegar lagið hans er sungið og vona að það lag verði sungið um ókomin ar a anfiekd enda algjor snillingur þessi drengur sem atti stóran þatt i að koma með evropubikarinn a anfield, hann var magnaður alla utslattarkeppnina, þrenna gegn leverkusen, markið gegn juve og sigurmarkið gegn chelsea… magnaður einstaklingur…

  Takk Luiz Garcia

Opinn þráður – gömul ferðasaga

Nokkrir punktar