Komdu með Kop.is á Anfield!

Kop.is og Úrval Útsýn kynna ferð á Liverpool – Swansea helgina 21.-24. febrúar n.k.!

Það er komið að því! Eftir frábærlega vel heppnaða ferð Kop.is og Úrval Útsýnar á leik í haust höfum við sett saman aðra ferð og nú vonumst við til að sjá sem flesta með í för.

Þátttaka og stemning á síðustu ferð fór fram úr björtustu vonum og menn skemmtu sér konunglega. Nú ætlum við að endurtaka leikinn og bjóðum upp á frábæra ferð á leik Liverpool og Swansea í lok febrúar.

Til að panta pláss í ferðina er hægt að hafa samband við Luka Kostic hjá Úrval Útsýn í síma 585-4107 eða á luka@uu.is. Endilega skellið ykkur með – það er stutt í ferðina og takmarkað sætaframboð. Síðast komust færri að en vildu og við mælum með að fólk bíði ekki of lengi með að tryggja sér miða!

Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá yfir helgina og í kringum leikinn en ferðalöngum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Fólk getur kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari skemmtilegu borg, annað en að sjá frábæra knattspyrnu og óstöðvandi heimalið á Anfield.

Innifalið í ferðinni er meðal annars:

 • Íslensk fararstjórn.
 • Flug til London Gatwick föstudaginn 21. febrúar.
 • Rúta til Liverpool (u.þ.b. 4 klst. löng).
 • Gæðagisting á Casartelli Posh Pads sem er lúxushótel og eins mikið miðsvæðis og hægt er (göngugatan, verslunarmiðstöðin og Bierkeller eru beint fyrir utan dyrnar að hótelinu, bókstaflega).
 • Aðgöngumiði á leikinn gegn Swansea sunnudaginn 23. febrúar.
 • Rúta til Manchester og flug heim þaðan mánudaginn 24. febrúar.

Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið.

Flugupplýsingar:
Út: 21.feb FI470 Kef-Lon. Gatwick 08:15-11:15.
Heim: 24.feb FI441 Manchester-Kef. 12:25-15:00.

Verðið er kr. 144.500 á mann í tvíbýli og kr. 174.500 á mann í einbýli. Reynt verður að para staka saman í tvíbýli eins mikið og hægt er eins og síðast enda gafst það frábærlega og þjappaði hópnum vel saman.

Eins og áður sagði hafið þið samband við Luka Kostic hjá Úrval Útsýn í síma 585-4107 eða á luka@uu.is til þess að panta ykkar sæti í þessa ferð.

Ferðaáætlun er í grófum dráttum sú að hópurinn flýgur saman til Gatwick-flugvallar í London. Þaðan tekur við rútuferð til Liverpool-borgar. Allajafna eru rútuferðir ekki spennandi en í þetta skiptið verður boðið upp á Kop.is pub quiz í rútunni með verðlaunum og svo verður hlaðið í eitt live Kop.is Podcast í rútunni ef tæknin leyfir. Þess utan verður sungið og djammað og almennt brosað alla leiðina til Liverpool!

Í borginni verður boðið upp á almenna fararstjórn og ráðgjöf með hvernig best er að nýta tímann í þessari skemmtilegu borg. Kop.is-strákarnir munu mæla með góðum veitingastöðum og þeir sem vilja geta slegist með þeim í hópinn út að borða öll kvöld á bestu veitingahúsum borgarinnar. Þá verður stemningin á The Park tekin góðum púlsi bæði fyrir og eftir leik auk þess sem hægt er að fara með fólk í skoðunarferðina á Anfield sé þess óskað, en þó ekki hægt að lofa því fyrr en nær dregur þar sem túrinn er ekki alltaf opinn. Svo er hægt að kíkja á Bítlasafnið, Cavern Club og ýmislegt annað skemmtilegt í borginni.

Þess utan verður stemning í hópnum og stefnt að eins mikilli skemmtun og afslöppun og hægt er.

Einnig: BIERKELLER á kvöldin! Við erum ekkert að grínast, sá staður einn og sér er ferðarinnar virði.

Babú og Maggi voru hressir fararstjórar í síðustu ferð.
Babú og Maggi voru hressir fararstjórar í síðustu ferð.

Endilega sláist í för með okkur Kop.is-genginu í frábæra ferð til fyrirheitna landsins!

44 Comments

 1. Og hvaða heiðursmenn úr hópnum hjá ykkur fara í þessa ferð?

 2. Hvernig er það með þessar ferðir hjá ykkur – er hægt að vera memm þó maður vilji ekki taka flugin og rútuna? (Svona fyrir okkur útlagana…)

 3. Við erum þrír sem erum búnir að bóka okkur. En hvernig er það, eru ekki þriggja manna herbergi? Annars hlakka ég bara gríðarlega mikið til 🙂

  Með London rútuferðina(hún kemur okkur reyndar vel þar sem einn af okkur býr í London) þá verður það bara gaman. Auðvitað er ekkert ideal að þurfa keyra uppeftir en svo lengi sem það er dagskrá á leiðinni og brjálað stuð þá verður þetta bara gaman 🙂 ….en muna, það VERÐUR að stoppa á ca hálftíma fresti og leyfa mönnum að pissa. Sumir eru að komast á aldur og partýblaðran heldur ekki eins vel og hún gerði :p

 4. Mikið svakalega líst mér vel á þetta. Kemst ekki núna en alveg örugglega síðar. Gangi ykkur vel með þessa ferð og góða skemmtun.

 5. Djöfull langar mig með, síðasta ferð var hverrar krónu virði 🙂

 6. Birkir Örn – það verða að öllum líkindum ég og George Harrison SSteinn sem höldum niðri stemningunni að þessu sinni. 😉

 7. Dísa – sendu fyrirspurn á Luka Kostic hjá Úrval Útsýn og sjáðu hvað hann segir við þessu. Ég veit ekki hvort þetta er hægt, það eru þeir hjá ÚÚ sem sjá um þessa hlið mála. Ég er bara starfsmaður á plani. 🙂

 8. Innvortis – það verða þrjú pissustopp á leiðinni. Eitt á Emirates, annað á White Hart Lane og það þriðja á Stamford Bridge…

 9. Byrja Abbey Road brandararnir…greyjið Steini :p Mig grunar að hann fái að heyra þá nokkra í þessari ferð 😉

 10. Wait… what? Tæpar hundrað og fimmtíuþúsund krónur fyrir einn leik?! Af hverju er þetta svona dýrt? EasyJet er að fljúga þessa sömu daga til Manchester fyrir 348 evrur (55þ kall). Varla eru fararstjórar hér að láta pöpulinn niðurgreiða eigin miða?

 11. Ferlega skemmtilegt síðast, klárlega ein af þeim betri í borg hins góða!

  Er sannfærður að þessi verður jafn skemmtileg.

  Varðandi verðið þá er það einfaldlega ekki á okkar könnu, við sjáum um fararstjórnina, allt frá því komið er í flugstöðina á föstudagsmorgni og allt þar til menn og konur labba inn í tollbúðina á mánudagi.

  Fyrir það getum við svarað, Ú.Ú. er fyrirtækið sem selur ferðirnar og svarar fyrir verðið.

  Njótið þið sem farið…verður pottþétt awsome – og ég treysti minnst einum Abbey Road djókara á dag…síðast var töluvert minnst á Istanbul við fararstjórana svo ég vorkenni Steina EKKI NEITT!

  😉

 12. Við ætlum ekki að fara í sömu umræðu og síðast. „Pöpullinn“ er ekkert að niðurgreiða okkar miða. Við erum fararstjórar og hluti af því sem við gerum (sem gerir þessa verð dýrari en t.d. BARA FLUG hjá EasyJet) er öll dagskráin, gistingin, miði á leikinn og svo framvegis. Flugið hjá EasyJet kostar kannski 55 þúsund en þá áttu eftir að borga hótel, miða á leik, rútu til og frá og svo framvegis.

  Þetta verð okkar er ekkert galið miðað við það sem er í boði og er t.a.m. ódýrara en í ferðina sem við buðum upp á í haust.

  Bið menn um að sleppa þessum spurningum hér. Verðið er verðið og það þarf ekkert að spyrja svona eins og kjánar hvort við séum að okra á fólki fyrir eigin gróða. Flestir lesendur síðunnar vita betur en svo.

 13. Innvortis, í gamla daga fór maður í svona ferð og þá var ferðabedda reddað svo við vinirnir gátum verið þrír í herbergi og er yfirleitt ekkert mál.
  En þarf að vera svona mikil drykkja í þessum ferðum? Hvenær verður farin þurr ferð? 😉

 14. Þessi ferð verður bæði þurr og blaut. Það eru alltaf einhverjir sem bleyta sig vel og aðrir sem eru alveg þurrir. Ég get ekki talað fyrir Steina en ég er ekki mikið í áfenginu og næ alltaf að skemmta mér konunglega þrátt fyrir það. Þannig að ef menn eru ekki „rennblautir“ þurfa þeir samt ekkert að óttast að koma með í svona ferð.

  Orðum það svona: þú munt dansa uppá borðum og syngja hástöfum á Bierkeller hvort sem þú ert þurr eða blautur. Það er bara þannig. 🙂

 15. Benni það er bara betra ef þið viljið vera þrír í herbergi, bara láta þá hjá ÚÚ vita.

  Þetta eru meira íbúðir og það verða alltaf a.m.k. 5 í þeim held ég. Það eru tvö herbergi.

 16. Drullujurt (heitir þú það bara í alvöru?), ég veit ekki hvaða sérsambönd þú ert með hjá EasyJet, en ég bara get ekki fundið flug hjá þeim á þessum umtöluðu dögum. Það er einmitt vandamálið við EasyJet, þrátt fyrir að vera ansi hreint hagstæðir í verðum, þá eru þeir ansi hreint óhagstæðir í brottfarartímum og lendingartímum, allavega þegar kemur að Manchester.

  Annars vona ég nú að menn fari nú ekki í þennan pakka aftur, fórum yfir þetta þegar síðasta ferð var auglýst og ég held að það sé engin þörf á því að fara í gegnum þær umræður aftur. Vita ferðir eru með ferð á þennan leik líka og er hún 20.000 krónum ódýrari. Munurinn á ferðunum er sá að þar þarftu sjálfur að koma þér frá flugvellinum til Liverpool og svo frá Liverpool út á flugvöll. Þar er gist á talsvert ódýrara hóteli og þar er engin fararstjórn heldur. Það er akkúrat það sem við erum að leggja upp með. Þetta eiga að vera öðruvísi ferðir og fyrir vikið eru þær dýrari en bara að taka flug, fara á völlinn og búið. Ef menn hafa ekki áhuga á þessu extra, þá er málið afar einfalt, þá velja menn hinn kostinn. Skil ekki af hverju þarf þá að koma hérna inn undir dulnefni og fara að röfla yfir þessu.

  Við settum þessar ferðir á til að bjóða upp á öðruvísi valkost, engan veginn verið að fara í samkeppni við t.d. Liverpoolklúbbinn, heldur að bjóða upp á talsvert öðruvísi hlut, með extra fínu hóteli, auka dagskrá eins og Kop quiz, Podcast (með fyrirvara um að tæknin stríði okkur ekki), sameiginlegan snæðing og jafnvel eitthvað annað. Það hefur verið skortur á ferðum á Anfield, færri miðar í boði og slíkt og því er þetta bara auka valkostur fyrir íslenska Poolara.

  Eins og áður sagði, þá ætlum við svo sannarlega að fara í þetta til að skemmta þeim sem fara með og svo líka okkur sjálfum. Ef mönnum finnst þetta of dýrt, þá bara finnst þeim það og velja aðra kosti, því það hverfur enginn annar kostur við að þetta sé í boði.

  Og svo þetta með Abbey Road brandarana, þá verð ég með skoðunarferð fyrir alla þá brandarakalla í ferðinni, hún endar ofaní Mersey ánni, en hörku góð ferð engu að síður 🙂

  Mikið skelfing verður þetta nú gaman hjá okkur sem förum í þessa Kop.is ferð númer 2. Verst hvað þetta eru fá sæti í boði, en hópurinn verður þéttari fyrir vikið.

 17. Babú: Ég er einmitt búinn að tala við Lúka….mér brá bara aðeins þegar ég sá að þið talið bara um eins og tveggja manna herbergi í fréttinni. Ég heyri betur í honum í fyrramálið og fæ þetta á hreint 🙂

  Sammála mönnum síðan hérna með verðið. Það er örugglega hægt að komast ódýrara ef menn ætla sér það, en það er klárt að þú ert ekki að fá þennan pakka. Það sem ég sé við þessa ferð er að þetta er skemmtiferð út í gegn. Stanslaust stuð og dagskrá frá föstudegi fram á mánudag. Ég kýs það frekar og borga örlítið meira en að spara örfáa þúsundkalla og fara í ekki jafn eftirminnilega ferð. Ég hef nú farið á þónokkuð marga leiki og stemmarinn í hópnum er ekki síður mikilvægur og leikurinn sjálfur…mikilvægari ef eitthvað er. Þannig að ég gef frat í allt verðvæl! Upp með stuðið, niður með vælið 🙂

  Hvað eru annars margir miðar í boði?

 18. Virkilega flott dagskrá, bætt í möguleika íslenskra Púllara til að fara á besta stað í heimi ( fyrir utan Eyrarbakka) og menn eru að brigsla hér um sviksemi!! Skil ekki svona þankagang. Gangi ykkur vel, góða skemmtun og takk fyrir það sem þið eruð að gera strákar. Ég kemst ekki núna en skal klárlega koma með sem fyrst.

 19. hættu þessu væli með verðið þeir væru aldrei að fara svína fólkið hérna þetta eru ekki svivirðulegu bankastjóranir þeir eru ekki með þessa ferð… ef eg sjálfur væri að fara þá myndi ég klárlega taka svona ferð miklu skemmtilegra að fara í góðum hóp!

  góða ferð

 20. Svona um verðið þá þarf þetta ekki að vera dýrt ef menn fara nokkrir saman og skipuleggja sig vel. Er kominn með miða á LFC vs newcastle hótel bílaleigubíl og flug til Luton með Easy Jet. Gisting er í 3 nætur og kostaði mig innan við 65 þúsund með miða á leikinn. Svo ef fólk vil skipuleggja sig sjálft þá er það ekkert mál, það er vinna og sumir sætta sig ekki við hvað sem er að gista í 🙂
  Hættið að drulla yfir Kop.is strákanna og gerið þetta sjálf þeir ráða ekki verðinu, en flug frá Íslandi til London er mun ódýrara en það var fyrir 3 árum síðan.

 21. #fuglinn 25

  Leyfðu okkur svo endilega að heyra hvað þessi ferð endar í þegar þú ert búinn að kaupa lestamiðann upp til liverpool og til baka, því þó flugið hafi ekki hækkað til London, þá er ekki hægt að segja það sama um lestarsamgöngur minn kæri.

  Ég tók þennan pakka bara síðast í Maí síðastliðnum, og ég er ennþá með hjartaflökkt yfir lestarmiðanum, en það er skemmst frá því að segja, að hann er dýrari en flugið út…

  Insjallah
  Carl Berg

 22. Það er séns að fá tiltölulega ódýra lestarmiða milli London og Liverpool ef maður ferðast á afar ókristilegum tíma, ég tók lestina 7:05 frá London og mig minnir að sú ferð hafi bara kostað 30 pund eða þar um bil. Ferðin til baka var hins vegar um 7 eða 8 að kvöldi til, og kostaði nær 80 pundum.

 23. Er búinn að bóka mig í þessa ferð og farinn að telja niður dagana! Finnst ekkert mikið að borga ca 20.000 meira fyrir svona skipulagða ferð, með kop.is eðaldrengjum sem farastjóra. Hef farið tvisvar áður á Anfield og í bæði skiptin skipulagði ég það sjálfur frá a-ö. Það er auðvitað hægt líka og örugglega aðeins ódýrara. Hins vegar hlýtur að vera meiri stemmning að fara saman í hóp en á eigin vegum og hlakkar mig mikið til að prufa það 🙂

 24. Carl Berg, ég er ekkert að fara taka lest, þar sem við erum 4 saman er mun hagstæðara að taka bílaleigubíl og keyra í Englandi, ég veit það er ekkert grín en þetta eru samt engin geimvísindi 🙂 Þannig þess vegna auðvitað er þetta aldrei meira en 65 þúsund. ER búinn að borga allt saman svo ég veit þetta 🙂

  En auðvitað eins og ég segi það er alltaf meiri vinna að gera þetta sjálfur, skrá sig í klúbbinn úti fara í miðaröð þar eftir miðum og annað slíkt, en þetta er samt algjör snilld og mun hagstæðara en ferðast með okurferðarskrifstofum 🙂

 25. Smá off topic.

  Slúður um Yohan Cabaye að hann sé með klásúlu, hægt að gera tilboð uppá 6millj.

  Hvað segja menn um þetta er þetta sá miðjumaður sem við þurfum?

  Og ég er að fara á Liverpool – Everton 28. jan, þannig good luck n have fun 🙂

 26. Ég mæli með því að þið farið allir með íslenska fánann á völlinn svo að við sem að eigum ekki efni á þessari ferð getum séð hvar allir íslensku brjálæðingarnir eru! 😉

 27. Sýnist að góðlátu gríni mínu var eytt út. Ég var ekki með ókurteisi eða ljót orðbragð. Voða viðkvæmni er þetta!

 28. Sælir félagar ég var að spjalla við Luka hjá ÚrvalÚ. og það er uppselt í ferðinna. snökt fékk ekki miða fyrir mig og félagann. en þá verður bara farið í það að gera þetta á eiginn spýtur.

 29. Halli og aðrir – ég hringdi í Luka Kostic hjá ÚÚ rétt í þessu. Það er einfaldlega orðið uppselt í ferðina eins og er. Þau eru að vinna í að bæta við flugsætum og geta þá kannski tekið fleiri inn þannig að ef menn vilja komast fremst á biðlistann er enn hægt að hringja inn.

  Annars þökkum við bara vel fyrir frábærar undirtektir. Þetta tók hálfan vinnudag að fylla í þessa ferð. 🙂

 30. Shit hvað ég er ánægður með þessar viðtökur.

  Það sýnir að það er mikill markaður fyrir svona “nördaferðir” eins og við ætlum okkur að hafa þessar ferðir, með töluvert öflugu prógrammi sem menn og konur geta valið sig í.

  Veit að Ú.Ú. er á fullu að vinna í að fjölga miðum, vonandi tekst það.

  Hins vegar er þessi ótrúlegi gangur á sölu í þessa ferð sú staðfesting sem aðilar þurftu til að vera grimmir í því að ná fleiri ferðum á þennan hátt.

  Hvort sem okkur tekst að koma fleirum að þetta tímabil eða það næsta.

  Takk aftur öll fyrir frábærar viðtökur, öfunda Kristján og Steina sem fara núna að undirbúa sig undir monsterhelgi í borgina við Mersey…

 31. Skil ekki þessa umræðu um verðið, ég get lofað því (þar sem ég fór í Kop ferðina í haust) að þessi ferð er hverrar krónu virði. Hótelið er geggjað, allt skipulag til fyrirmyndar og stemmingin í hópnum var, well, ekki hægt að lýsa henni, menn verða bara að upplifa þetta. Ég fór einn þekkti engann og þetta er besta utanlandsferð sem ég farið í.
  Verst að það er uppselt ætlaði að reyna að komast með en fer pottþétt í næstu ferð 🙂

 32. Sælir strákar, fór í kop ferðina í haust og hún var vægt til orða tekið hverrar krónu virði.
  Algerlega mögnuð ferð með mögnuðu fólki. Tek undir með Óskari hér að ofan, klárlega ein besta ferð sem ég hef farið í.

  Góða skemtun 🙂

 33. Frábært framtak og öfunda þá sem eru að fara. Smá forvitni, hvar á vellinum eru “Kopparar” fá sæti?? Fór sjálfur hér um árið á Liverpool – Everton og við félagarnir lentum útí horni til móts við Everton aðdáendur. Ekki bestu sætin í það skiptið.

 34. Ég hef aldrei á ævinni tekið yfirdrátt eða lán fyrir neinu en þetta er nánast of freistandi. En ætli ég safni ekki aðeins lengur.

  Þið farið ekkert að breyta til næsta haust? Þið haldið áfram með þetta!

 35. Frábært hjá ykkkur KOP drengir, ég tek hattinn ofan fyrir svona framtaki.

  Góða skemmtun þið sem farið, það er ógleymanlegt að vera á Anfield. Vona að ég nái svona ferð með ykkur fljótlega þar sem mig langar að upplifa fararstjórn með þeim sem þekkja vel til.

  YNWA

Agger meiddur, Sakho leikfær

Stoke á sunnudag