Róleg vika – opinn þráður

Janúarglugginn hefur farið rólega af stað hjá okkar mönnum. Það er lítið sem ekkert af upplýsingum að leka út. Það eina sem maður les um er Salah, og það virðist bara koma frá vinum hans, fyrrum þjálfurum og Mido. Einhverjar virðræður eru þó í gangi (Echo).

Jú það komu einhverjar greinar í gær, um að Chelsea væru ekki ánægðir með hvernig lánið á Moses er að þróast. Jæja, þessir klúbbar eru þá sammála um einn hlut. Miðað við hvernig Moses hefur brugðist við að missa sæti sitt í liðinu þá á hann nánast ekki sæti skilið á bekknum, spurning hvort það verði ekki raunin þegar allir eru komnir til baka.

Nú höfum við fengið þrjá leikmenn að láni s.l. 2 tímabil. Sahin, Moses, Cissokho. Í öllum tilfellum hafa menn verið nokkuð spenntir. Þvílík vonbrigði það sem af er. Kostur við þessa lánsdíla, sparað okkur nokkur pund þar.

Annars er Sturridge byrjaður að æfa aftur og ætti að vera í hóp gegn Stoke. Það kemur til með að styrkja okkur gríðarlega. En frábær spilamennska Sterling veldur Rodgers eflaust vandræðum þegar kemur að liðsvali. Það er jákvætt.

Annars var þetta fínasta helgi. Man Utd féll úr bikarnum og Chelsea menn halda áfram að dýfa sér ekki.

Annars er orðið frjálst, ræðið það sem þið viljið.

72 Comments

 1. Ekki það að ég ætli neitt að panikka eða slík, en nú er 1/4 liðinn af glugganum og EKKERT AÐ GERAST!
  Annars bara góður 🙂

 2. Vona að við klárum samning við M.Salah strax í dag, hef mikla trú á honum. Get ekki sagt að ég sé rólegur, þessir opnu gluggar eru ekki að fara vel í geðheilsuna. Þessi Liverpool árátta er farinn að jarða við fíkn. Maður spennist upp alla vikuna og svo loks þegar kemur sunnudagur og það er ekki hægt að horfa á leikinn þá fara taugarnar að skjálfa. Maður vafrar um netið og finnur engan leik, svo situr maður límdur við tölvuna og hlustar á útvarpslýsingu. Konan hristir hausinn þegar ég segi henni að þetta sé leikur við Oldham í bikarnum, hún spyr mig svo hvort það sé ekki hægt að sleppa þessum leik, svarið er ekki séns. Áfram Liverpool

 3. Þetta fer ansi rólega af stað. Ætli við séum ekki að sigla inn í nokkur stór panik-kaup í lokaviku gluggans eins og oft vill verða? Arsenal þurfa að kaupa, sérstaklega eftir meiðsli Walcott, á meðan United verða eiginlega að bjarga andlitinu með 1-2 stórum kaupum, Chelsea höfðu talað upphátt um kaup á framherja í janúar og svo framvegis.

  Hjá okkur sýnist manni Salah vera líklegastur, allavega sá sem mest er rætt og skrifað um. Ég veit ekkert um kauða en það eykur aðeins álitið á honum að sjá að Zenit og Atletico eru víst líka að bjóða í hann (skv. óstaðfestum fregnum). Auðvitað stressar það mann að sjá að hann gæti farið annað en ég viðurkenni að ég hef meiri trú á kaupum á svona ungum leikmanni ef aðrir eru að reyna líka, er alltaf frekar efins um getu leikmanna sem engin önnur lið eru að reyna við (sjá: Aspas, Assaidi, Dossena sem nýleg dæmi).

  Sjáum hvað gerist. Mér sýnist þó á öllu að það sé ekkert að gerast snemma og þá er líklegast að liðið spili póker fram í síðustu vikuna til að reyna að prútta niður verðmiðana og slíkt.

  Þrjár og hálf vika eftir. Það er nægur tími til að spila smá fótbolta fyrst, vinna Everton og svona, og taka svo lokaviku gluggans með trompi. 🙂

 4. Ég held að menn ættu að hafa hraðar hendur í þessu. Reyna að kaupa menn sem fyrst og þá hafa þeir meiri tíma til þess að aðlagast, hver veit svo hvort að við verðum í séns áfram um titilinn eða allavega að berjast um topp 4 og þá er mikilvægt að vera með alla á tánum.. Liverpool hefur þunnan hóp, ég væri virkilega til í að fá Salah, ég hef séð leiki með honum og auðvitað skoðað video, þarna er leikmaður sem smell passar í leikerfið okkar.

  Vistri bakvarðar staðan hlýtur að vera höfuðverkur, ég held að það sé öllum ljóst, þar verðum við að fá topp mann inn, ég held að Flanagan sé bara bestur þar á meðan Enrique er meiddur .
  Maður verður bara að treysta því að menn geri vel í þessum glugga

 5. Tveir hlutir sem ég þarf að ræða í dag.
  Fyrst, Lars; mikið djöfull er ég sammála þér, þetta er að vera fíkn á háu stigi 🙂

  Hvað er með þessa lánsmenn sem við erum að fá, er þetta gert með vilja að fá menn “sem eiga að lofa góðu” en gera svo á sig upp á mitt bak.
  Persónulega hafði ég mikla trú á Moses en hann hefur ekki staðið undir væntingum.
  Cissoko, er á leiðinni heim í vor, það er ljóst, Flannó er betri en hann og svo þegar spánverjinn kemur til baka þá verður allt uppselt í bakvarðastöðunni.

  Hitt málið er hvort að við séum ekki að fara sjá Sterling á HM núna þegar Walcottin er komin í “frí ”
  Hann er standa sig vel, þó svo að ég hafi búist meiri “sprengjum” hjá honum.

 6. Úff..ef þessi Salah..sem ég hafði enga sérstaka trú á og hélt að væri í svipuðum flokki og Sterling..fyrr en ég sá eitthvað 12 mínútna langt myndband af honum..kemur til okkar. Tja, þá er ég hræddur um að við munum eiga erfitt með að skora ekki að meðaltali 3 mörk í leik næstu árin.

  Ég væri óskaplega mikið til í að sjá þessa leikmenn stíga út á völlinn saman fljótlega. Blautur draumur fyrir okkur..blaut martröð fyrir varnir annara liða.

  [img]http://www.footballuser.com/formations/2014/01/905100_Liverpool.jpg[/img]

 7. Snæþór, ég skil hvað þú meinar. Það er alltaf spennandi að hugsa um næstu stjörnu. En í alvöru, hvernig er það meira spennandi að hugsa sér framtíðina með Salah í liðinu en Sterling í liðinu? Sterling er nýorðinn 19 ára og að stúta öllum bakvörðum sem hann mætir. Þetta verður lykilmaður hjá okkur næsta áratuginn ef rétt er haldið á spöðunum, hvort sem Salah eða aðrir eru keyptir eða ekki.

 8. salah málið er farið að minna mann á sígilda sögu. Maður hefur það á tilfinningunni að hann komi ekki. Rétt eins og gylfa, willian, og Henrikh Mkhitaryan málin.

 9. Það er kannski ekkert mikið meira spennandi Kristján. Sterling hefur verið að leika gríðarlega vel. Ég hugsa samt að við megum ekki ofnota hann, hann er jú enn ungur blessaður og þar sem Sturridge hefur átt það til að meiðast blessaður að þá er ekki verra að hafa möguleikann á róteringum, Suarez, Sturridge, Salah, Sterling 🙂 ..úff öll þessi S! SaSaSaS

 10. Mér hefur einhvern veginn fundist undanfarin ár eins og Liverpool gætu alveg eins sleppt því að taka aukaspyrnur og hornspyrnur því það kæmi aldrei neitt útúr því hvort eð er en svo var ég að skoða tölfræði áðan og sá að Liverpool væru búnir að skora 14 sinnum úr föstum leikatriðum á þessu tímabili sem er það mesta úr topp 5 deildum í heiminum í dag.

  Tölfræði sem kom mér ansi skemmtilega á óvart enda eins og ég sagði þá hefur mér aldrei neitt verið að koma úr þessu hjá þeim.

  Þetta er greinilega eitthvað sem að Rodgers hefur verið að láta vinna í. Núna þarf að læra að verjast föstum leikatriðum og þá erum við góðir.

 11. Óttast að þetta verði rólegur gluggi og ef eitthvað gerist þá verði það á kostnað þessara lánsmanna sem eru hjá okkur. Chelsea vill pottþétt lána Moses einhvert þar sem hann fær að spila og Liverpool hefur sýnt það áður að þeir losa sig strax við menn sem standa sig ekki, Sahin gæti vottað fyrir það.

  Vonandi kemur Salah, hann getur ekki verið verri en Moses.

  Leikjaálag Liverpool verður ekki eins mikið aftur á þessu tímabili og það var í desember. Gerrard er kominn aftur, Sturridge er farinn að æfa og Enrique ætti að koma fljótlega.

  Ef við skoðum þetta stöðu fyrir stöðu.

  Markmaður – þarna er ekkert að fara gerast í janúar og enginn þörf á því.

  Hægri bakvörður – Johnson er að spila alla leiki og núna var Kelly loksins að klára 90.mínútur. Jon Flanagan er svo hægri bakvörður að upplagi. Sé ekki að þetta verði forgangsverkefni nema eitthvað óvænt komi uppá. Það er greinilega trú á Kelly á Anfield og hann skrifaði nýlega undir stóran samning. Annað mál í sumar ef ekki verður búið að semja við Johnson, þá gæti maður séð þessa stöðu fara upp listann.

  Miðverðir – Við erum með 4 miðverði á launaskrá plús Ilori, Coates og Kelly. Ekkert að fara gerast þarna núna.

  Vinstri bakverðir – Enrique er að koma til baka úr meiðslum og er okkar fyrsti kostur og engin ofur þörf á að kaupa mann í staðin fyrir hann. Flanagan og Cissokho eru svo back up fyrir hann. Þetta er staða sem mætti klárlega styrkja og líklega ofarlega á lista á þessu ári en líklega ekki núna í janúar. Við höfum alveg verið með verri back up en Cissokho í þessari stöðu.

  DM – Þarna mætti virkilega skoða að fá inn leikmann sem gæti veitt Lucas alvöru samkeppni, ekki bara eitthvað back up sem aldrei er hugsaður sem byrjunarliðsmaður. Hvort það sé séns á einhverjum svoleiðis núna er ekki víst en þarna ætti áherslan að vera (og hefði átt að vra síðustu fimm glugga). Það hefur sýnt sig áður hversu illa það fer með okkur að missa Lucas. Allen og Gerrard leysa alls ekki þessa stöðu, Henderson gæti það en þá missum við hann úr sinni bestu stöðu.

  Miðjan – Allen virtist loksins vera að koma til og að vinna sér sæti í liðinu, þá auðvitað meiðist hann. Gerrard er kominn aftur á ról og Henderson er frábær. Meira er ekki í boði, ég sé ekki fyrir mér að Alberto fái mikið traust í deildarleikjum eftir að hafa verið tekinn af velli í hálfleik gegn Oldham. Ekkert bráðnauðsynlegt ef meiðsli lykilmanna eru ekki alvarleg.

  AMC – Coutinho er nánast eini kosturinn þarna ásamt Henderson. Gerrard er bara ekki notaður fremst á miðjunni. Þessa stöðu var reynt að styrkja í sumar og Salah getur leyst þetta hlutverk. Líklega er hann eða leikmaður sem getur spilað allar stöðurnar fyrir aftan sóknarmennina það sem við getum helst verið að vonast eftir.

  AMR – Ef að Moses fer er klárt að einhver annar kemur í staðin (Salah). Sterling er mjög góður en ég efa að þeir treysti á hann allt tímabilið. Hann þarf a.m.k. samkeppni og Moses er ekki sá maður, það er orðið nokkuð ljóst.

  AML – Coutinho er að leysa mikið af þarna þar sem Moses er ekki að standa undir væntingum. Sama hér og með AMR, einhvern sem getur spilað báðar þessar stöður.

  Sóknarmenn – Við eigum Suarez. Næst besti sóknarmaðurinn er svo öflugur að það er næstum vandamál enda verður hann að spila þegar hann er heill. Fyrir aftan þá erum við svo með Aspas. Ég veit ekki alveg hvernig Diego Costa var hugsaður í sumar (nema sem arftaki Suarez eins og leit út fyrir á tíma) en þetta er staða sem ég sé ekki að sé þörf á að styrkja núna.

  Niðurstaða: Tippa á að þetta verði einn leikmaður. Þessi Salah orðrómur hljómar voðalega svipaður og Gylfa Sig eða Mkhitaryan orðrómurinn en a.m.k. einhver sem getur leyst sömu hlutverk og hann.

  Ef að við fáum miðjumann að auki verð ég mjög sáttur.

 12. Ég myndi ekki sakna Moses og Cissokho ef þeim yrði skilað til baka í janúar. Lánsmennirnir sem Martinez fékk til Everton hafa hinsvegar verið burðarásarnir í liðinu hans, Barry, Deulofeu og Lukaku.

 13. Frábær endurkoma Sterling í liðið hefur breytt ansi miklu. Þetta er næstum eins og að fá nýjan flottan leikmann inn í liðið. Svo má ekki gleyma því að hann er barnungur drengurinn sá.

  Sterling, Gerrard, Enrique eru allir að koma aftur inn á sama tíma og Henderson, Allen og Sterling eru búnir að standa sig frábærlega. Ég veit ekki hvort við gerum nokkuð í þessum glugga. Við þurfum allavegana ekki á fleiri 5 til 7 milljóna menn í líki Borini, Assaidi og Aspas

  Ef það á að strykja hópinn í þessum glugga þá myndi maður vilja sjá mann sem gengur inn í þetta byrjunarlið okkar og styrkir það til muna, sama í hvaða stöðu sá maður spilar.

  En það verður gaman að sjá hvað önnur lið gera. Arsenal og Chelsea sárvantar striker og ManU verður að styrkja miðjuna hjá sér. Tottenham gerir væntanlega lítið sem ekkert og Everton ekki heldur. ( nema að selja Baines til ManU )

  Svo er þetta sorglegt með T.Walcott þó hann sé í Arsenal. Hann er búinn að vera ansi góður undanfarið og skorað grimmt og veikja þessi meiðsl þá töluvert, sem er auðvitað vatn á millu okkar. En eins dauði er annars brauð eins og sagði í bókinni góðu.

 14. Ég sé enga þörf á að kaupa inn backup fyrir Lucas, Við höfum Henderson og hann getur vel leyst þessa stöðu, ég vil sjá leikmann inn sem að yrði algjör lykilmaður á miðjunni hjá okkur og myndi ýta einhverjum að hinum út, einhvern leikmann sem skilar mörkum af miðjunni.

  Er þessi Javier Pastore ekki svona leikmaður, hann hefur verið orðaður við félagið.

 15. KAR það er illa gert að tala svona um meistara Dossena eftir þessa snilld!!

  http://www.youtube.com/watch?v=QM4R6neNY10

  Annars held ég að við ættum að reyna stela contreou frá litla liðinu eða jafnvel splæsa vel fyrir framtíðina ef það væri möguleiki og borga þessar 15 millur fyrir Luke Shaw til að redda þessarri blessaðri vinstri bakvarða stöðu sem alltaf er að skemma allt fyrir okkur.

  Cissocko stóð sig vel um jólin þannig að hann má alveg vera til loka tímabils en Moses má nú bara taka fyrstu rútu heim, svo arfaslakan leikmann hef ég bara ekki séð síðan Christian Pulsa var hjá okkur!

 16. Ég hef satt best að segja ekki mikla trú á því að Liverpool muni kaupa eitthvað af ráði í janúar, ekki frekar en ég hafi á tilfinningunni að liðin í kringum Liverpool geri það eitthvað heldur. Það yrði þá einna helst að Arsenal myndi reyna að tæla til sín framherja, Man Utd reyni að fá til sín miðjumann eða vinstri bakvörð og Chelsea kannski horfi til einhvers framherja.

  Leikmennirnir sem Liverpool og keppinautar þeirra vilja líklegast fá eru bara mjög ólíklega á förum í mánuðinum og því held ég að lið muni mörg hver reyna að bíða með kaup sín til sumars. Það er slúðrað um Koke og Costa, ég trúi ekki að þeir ákveði að fara frá Atletico núna og hvað þá að Atletico séu tilbúnir að svara símanum til að taka við tilboðum. Sama má segja um Bayern og Mandzukic, sé þá ekki vera tilbúna að selja hann (nema á ofdýru verði) þar sem að Lewandowski kemur næsta sumar. Dortmund búnir að missa Lewandowski og Götze á engum tíma, trúi engan veginn að þeir selji Reus á miðju tímabili. Lið í alvöru baráttu á toppi eða botni eru ekki líkleg til að selja sína aðalleikmenn á einhverju sanngjörnu verði á þessum tímapunkti.

  Líklegustu kaup Liverpool og keppinauta þeirra, að mínu mati, verða í formi “squad leikmanna” liða eins og Chelsea, City, Barca, Real og PSG – sem eru oft mjög góðir leikmenn en ekki einhverjir lykilmenn eða þá “mjög stórir” bitar miðað við margt annað. Það er annað hvort það eða lið reyni að ná í góðu leikmennina úr “slakari”/”minni” deildum og liðum í Evrópu, s.s. Sviss, Holland, Belgía o.s.frv eða menn sem eru að renna út á samningum.

  Ég tel alveg nokkuð líklegt að Liverpool verði ekki mjög duglegt á markaðinum nema þá ef að keppinautarnir fara að vera það. Kannski Salah komi ef Basel fara ekki fram á óraunhæft verð fyrir hann, annars gæti ég trúað að það verði leitað í rusladöllunum hjá PSG, Barca og Real í þeirri von um að finna eitthvað nothæft sem hægt er að fá lánað eða keypt ódýrt.

 17. @ Valdimar Kárason

  “Við þurfum allavegana ekki á fleiri 5 til 7 milljóna menn í líki Borini, Assaidi og Aspas”

  Get verið sammála því að þetta þríeyki hefur unnið stórvirki fyrir LFC hingað til en reyndar kostaði Borini 10 plús og Assaidi bara 3 millur. Þess utan er það ekki endilega verðbilið 5-7 millur sem er sökudólgur heldur alltaf spurning um að vanda valið við innkaupin.

  Því til rökstuðnings má benda á að þetta var eiginlega heppilegasta innkaupaverðbilið hjá Rafa Benitez. Kapparnir Luis Garcia (6), Pepe Reina (6), Momo Sissoko (5,6), Crouch (7), Agger (5,8), Bellamy (6), Lucas Leiva (5), Benayoun (5) og Skrtel (6,5) voru allir þarna á bilinu. Reyndar mætti reikna verðbólgustuðul Tomkins á þetta og verðbilið í dag væri nokkrum millum hærra ef leita ætti eftir mönnun þarna á milli.

  En aðalmálið er fyrst og fremst að vanda valið. Annars væri stórhættulegt að kaupa einhvern yfir 23 millum af því að öll okkar kaup þar yfir hafa misheppnast….. reyndar bara einn taglhærður 35 millu feill en þú skilur hvað ég er að fara 🙂

  Að því sögðu þá virkar Salah áhugaverður á mig þó það sé bara byggt á löngum þúvarps-vídjóum. Hálfgerð blanda af Eden Hazard og Aaron Lennon frekar en einhvers konar egpypskur Messi. Rakitic er líka flottur en það þyrfti eitthvað stórt til að landa honum í þessum glugga. Martin Montoy væri líka flottur en meiri líkur á að það gerist næsta sumar. Annars er Babú með puttann á þarfagreiningunni hér að ofan og maður verður að vera rólegur í bili þar til að eitthvað haldbært gerist.

  YNWA

 18. Af hverju er Liverpool ekki að pæla í Lallana leikmanni Southampton? Ég eiginlega skil ekki af hverju sá gæji er ekkert orðaður við brottför frá dýrlingunum.

 19. Örn

  Er það ekki bara þannig að þeim líkar vel hjá Southamton eins og það lið virðist hreint alls ekkert þurfa eða vilja selja sína bestu menn og geta því verðlagt þá eftir því?

  Sumarið gæti orðið öllu erfiðara hjá þeim grunar mig enda nokkrir þar að standa sig mjög vel, þjálfarinn þeirra gæti meira að segja farið í þann flokk.

 20. Ég fer ekki að trúa neinu um að Salah sé á leiðinni til okkar fyrr en hann er orðaður við Tottenham, það er yfirleitt ágætis staðfesting.

  Annars hlýtur að vera ástæða fyrir því að Real Madrid, Valencia og Chelsea eru tilbúin að lána ágætlega stóra bita á besta aldri (ekki bara ungir og efnilegir og vantar reynslu). Þeir eiga greinilega bara erfitt með að springa út yfir höfuð, ekki bara hjá Liverpool.

 21. Langaði bara að benda á að í deildinni þá er Assaidi er með jafn mörg mörk og Sterling úr færri leikjum og með helmingi lélegra lið í kringum sig.

  Bara svona af því það er alltaf verið að drulla yfir hann.

  Heimildir – http://www.liverpoolfc.com

 22. strákar hvað fynnst ykkur um það að stod2sport sé að hækka verðið enn frekar þetta er nátturlega bara að reka alla frá maður fer bara að streama þetta

 23. Ok hann er kannski búinn að skora fleiri mörk, en Sterling er búinn að gera miklu meira en það fyrir okkur t.d myndi ég halda að Assaidi hefði aldrei getað sprengt upp vörn Tottenham eins og Sterling gerði fyrir okkur um daginn. Hann er allan daginn betri en Assaidi 🙂

 24. Ein ferðapæling fyrir ykkur snillingana hérna.
  Mig langar að taka konuna með mér á Liverpool – Chelsea sem verður þann 26 apríl.

  Hvernig hafið þið hagað flugi þegar þið farið út, er farið til manchester eða London fyrst eða beint flug til Liverpool ?

  Einnig þar sem að þetta er stórleikur, er erfitt að finna miða á þennan leik ?

  Með fyrirfram þakklæti fyrir góða svör 🙂

 25. @ Bond

  Ég fór á Liverpool – chelsea fyrir 3 árum. Keypti miðann með því að hringja í miðasöluna á Anfield(bara að fylgjast með hvenar þeir sleppa miðum í almenna sölu). Með flug er´ða bara hvað þú vilt, stutt eða langt lestar/rútu ferðalag. Ég valdi “Non Stop” frá flugvellinum í man til Liverpool….vill ekkert vera í þeirri borg… 😉

 26. Jonny.
  Ég horfi á 2-3 leiki á mánuði og er því löngu byrjaður að streama leiki LFC. Aftur á móti væri ég til í að borga fyrir Pay per view hjá þeim (S2S) bara til þess að sjá þetta í góðum gæðum og hlusta á þessa snillinga sem íslenskt íþróttasjónvarp hefur alið af sér. Mögulega er þetta fyrirkomulag ekki hægt hér á landi og þurfum við því að streama þetta eða blæða tæpan tugþúsund fyrir að horfa á örfá leiki með okkar heittelskaða liði.

 27. Gott að FA cup leikurinn er sýndur í beinni, þá getur maður streamað ólöglega.

 28. Ekki leiðinlegt að sjá Borini skora fyrir Sunderland og koma þeim yfir 2-1 á móti Man U 🙂 How sweet is life 😀

 29. Uppgangur Borinis á þátt í niðurgangi Manchester United. Áfram hann.

 30. Nei!!! ekki vel gert Borini, nú verður Moyes rekinn áður en janúarglugganum verður lokað

 31. Þetta er svo endalaust skemmtilegt 🙂

  Manchester United have lost 3 times in 2014 and we are only 7 days into the year

 32. Sælir allir og gleðilegt ár.

  Eins og staðan á hópnum er um þessar mundir er ágætis breidd til staðar. Að mínu viti þarf miðjumann sem getur stoppað sóknir og veitt Lucas verðuga samkeppni en verður samt líka að geta spilað boltanum skammlítið frá sér. Ég verð mjög sáttur ef að Liverpool kaupir Morgan Schneiderlin núna í janúar.

 33. Hvað er að frétta af næstu ferð? Er þetta ekki alveg kjörinn vettvangur að ræða hana? Það er bara einn og hálfur mánuður til stefnu, að því gefnu að Swansea leikurinn sé enn á borðinu.

 34. En leiðinlegt, haldið ekki að grannar okkar í Man Utd hafi verið að tapa sínum leik, ja hérna hér…..

 35. Já … eins og liðið hefur verið að spila finnst manni kannski ekki vanta mikið upp á, og þó. 4-5 fringe spilarar er í láni (Wisdom, Borini, Assaidi, Coady og svo örugglega einhver sem ég man ekki eftir) og svo hefur meiðslalistinn innihaldið 4-5 það sem af er. (Allen, Sturridge, Enrique, Sakho….)
  Eftir ljómandi samantekt hjá @Babú situr samt það sama og vanalega eftir hjá mér að vanti meiri gæði í liðið, vinstri bakvörð og holding / definsive midfielder.

  Vinstri bakkari: Burtséð frá frammistöðu Flannó sem var alveg prýðileg og því hvernig Enrique getur verið svo hrikalega stöðuvilltur hefur ekki betri vinstri bakvörður boðist. Chissoko sem maður batt vonir við, hefur ekki skilað neinu betra þannig að það verður bara takk og bæ í lok tímabilsins þar. Þannig að já ef eitthvað betra býðst þá held ég að menn bjóði “seriously” og þá er það meira undir viðkomandi einstaklingi komið hvort hann vilji taka þátt í endurreisninni eða ekki.

  Defensive miðjari: Eiginlega eini gaurinn sem kann þessa stöðu sem við eigum er Lucas, ekki reyna að segja mér að aðrir kunni þetta eins og hann hjá klúbbnum, sorry ekki sjens. Margir hafa verið mátaðir í þessari stöðu en ekki virkað bofs. Þegar Lucas er “með’etta” þá er hann kóngur en hann hefur því miður litla samkeppni. En því miður er hann mistækur og þyrfti stundum spark í rassgatið og þess vegna vantar meiri samkeppni. En í alvöru þá erum við að tala um upgrade í Yaya, Buskets, Martinez eða sambærilegan ef það á að vera eitthvað sem virkilega bætir liðið og ég er í alvöru ekki að sjá það gerast. Kannski eru einhverjir til þarna úti í topp klassa sem vilja færa sig til okkar Kannski spurning um M’Villa

  Síðan ef þeir frétta af einhverri stórri bombu sem er á leið á markað veit maður aldrei. En aldrei þessu vant líður mér eins og það vanti ekkert stórt, þó maður sé alltaf til í eitthvað nýtt og spennandi en bara ef það bætir byrjunarliðið. Ekkert fringe dót takk !!

  Já og Lars, ég er með’ér í þessu, það var útvarpið í gegnum sjónvarpið streamað á sunnudaginn ….

 36. Getraun – Af hvaða vefsíðu eru þessi ummæli?

  “jæja krakkar. getum við ekki sæst á það að þetta helvítis stjóra gerpi er með all svæsna salmónellusykingu upp eftir öllum hryggnum. langar svo að hitta hann á förnum vegi því þá væri freistandi að tvíbrjóta á honum sköflunginn til að leggja sitt á vogaskálarnar að hann hætti. enn mongólska helvítis helvíti. maðurinn veit ekkert hvað hann er að gera, við fáum enginn færi, hann er ráðalaus,enginn vill koma, leikmenn hata hann, aðstoðarþjálfarinn er mjög líklega með krónískt bakflæði , phill hefur ekki þjálfað 6 flokk áður, súper blanda”

 37. “In 1988 Liverpool won the title by 9 points. In 1989 Liverpool lost the title on goal difference courtesy of a last minute goal by their nearest challengers. In 1990 Liverpool strolled to yet another league title. In 1991 Liverpool employed a Scottish manager to replace their previous,highly successful, Scottish manager.Liverpool have now gone over 23 years since winning a title.
  In 2011 United won the title by 9points. In 2012 United lost the title on goal difference courtesy of a last minute goal by their nearest challengers. In 2013 United strolled to yet another league title. In 2013 United employed a Scottish manager to replace their previous, highly successful, Scottish manager. Interesting or what……” – Sagan endurtekur sig 🙂

  Hvað leikmannagluggann varðar, þá er mér slétt sama hvort við fáum Salah, Mata eða Óskar Örn frá KR, svo lengi sem hver sá sem verður fyrir valinu standi sig í rauðu treyjunni.

  Ef Chelsea vildu ekki svona andskoti mikið fyrir De Bruyne, þá myndi ég vilja sjá okkur reyna við hann. En Salah og Diame/Badu gæti alveg verið fínustu kostir til að fylla í skörðin, a.m.k fram á sumar.

 38. Eg kikti aðeins inna bloggið hja nagrönnum okkar og meira væl hef eg held eg aldrei lesið…þeir eru bunir að hafa það svo gott undanfarin ar en nu er ferguson farinn og domararnir og FA foru með honum og allt i rugli hja þeim greyjunum. Það er kannski ljott að hlægja að oförum annara en maður væri að skrökva ef maður segði að manni væri ekki pinu skemmt nuna:)

 39. OMG, Moyes *er* Hodgson!

  Nær árangri með “smærri” lið en drullar uppá bak með stærra lið.

  Segir eftir leik að liðið hafi spilað vel en sé óheppið og blah blah sama hversu illa liðið spilaði.

  Þetta bara getur ómögulega verið tilviljun.

 40. Óvenju rólegt í kringum gluggann núna og erfitt að segja til um hvort eitthvað sé virkilega í gangi. Mín skoðun er þó sú að ef við ætlum að fjárfesta þá sé nauðsynlegt að fá inn menn sem virkilega challenge á byrjunarliðssæti og séu líklegir til þess að færa klúbbinn nær sínum fjendum. Það eru nokkrir efnilegir á lánssamningum og breiddinn gæti því batnað á næsta tímabili með komu þeirra til baka og því finnst mér ekki rétt að bæta miðlungsmönnum við hópinn á þessu tímabili.

  Er ekki sammála því að við eigum að vera kaupa cover fyrir hina og þessa, vill miklu frekar sjá metnað í að ná mönnum sem hirða frekar stöður af hinum og þessum og séu því líklegri til þess að örva keppnisskapið í þeim sem kannski hafa haft það full náðugt vegna ónógrar samkeppni t.d. johnson og lucas.

  Miðað við leikjaálagið framundan þá held ég að hópurinn sé alveg í stakk búinn til þess að takast á við það en fagna að sjálfsögðu metnaðarfullum leikmannakaupum ef af verður.

  YNWA

 41. Það er svo gaman að fara á rauðudjöflarnir.is núna menn eru að tala um að lausnin sé að fá Bruce til baka hehehe. Þvílíkar umræður og neikvæðni þarna inni hjá þeim maður getur ekki annað en brosað út í annað.

 42. Grín dagsins í boði rauðudjöflanna.is (reyndar er fyrsta setningin sannleikur):

  “Liverpool er miklu betra lið í dag en okkar. Þetta er ömurlegt. Væri ekki hægt að bjóða Brendan Rodgers sem hlýtur að vera einn besti þjálfarinn í Evrópu í dag, að verða launahæsti manager deildarinnar. Eigendur Liverpool gætu aldrei boðið jafnhá laun og við. Væri mun ódýrara en að kaupa annan Fellaini!”

  Hahahaha!

 43. Ég hef fengið á tilfinninguna að lánaplanið hjá BR þennan veturinn hafi byggt á þessum orðum Chuchills “We shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and in the streets, we shall fight in the hills; we shall never surrender …..”

 44. Ég hef gaman af þessum ógöngum Moyes og United á þessu ári en ég óttast að það sé full snemmt að vekja Þórð alveg strax þó þeir hafi tapað þremur leikjum það sem af er ári, sérstaklega þar sem bara einn af þeim var í deildinni.

  Tap gegn Spurs var slæmt en það er varla heimsendir að tapa fyrir þeim (þeir gerðu það líka í fyrra ef ég man rétt), hitt var svo í FA Cup og núna í fyrri leik Carling Cup, þeir vinna seinni leikinn á Old Trafford.

  Stuðningsmenn United eiga vissulega ekkert inni hjá okkur og fóru mikinn þegar Liverpool var með sinn Moyes við stýrið fyrir nokkrum árum en ég held að það gæti orðið ansi leiðinlegur sandkassi ef við förum að vakta ummælin á raududjolfarnir.is til að hlæja að þeim hérna (og öfugt). Umræðan þar er líklega sú fágaðasta sem við fáum frá Unitedmönnum á netinu um þessar mundir. Við ritskoðum mesta bullið hérna (eins og þeir gera reyndar), sumt af því undanfarin ár hefur verið litlu skárra en verið er að pikka út hinumegin frá.

  Það sem ég hef meira verið að skoða til að meta þetta mikla hrun United er stigasöfnun þeirra m.v. sömu leiki á síðasta tímabili. http://galbertson.wordpress.com/the-road-to-fourth-place/

  Þeir hafa fengið 13 stigum færra núna á meðan t.d. Liverpool hefur fengið 6 stigum meira en liðið var að ná í sömu leikjum á síðasta tímabili (erum í dauðafæri til að stórbæta þetta í næstu 5 umferðum).

  Fín þróun það og nauðsynleg enda erum við að reyna loka þeim 28 stiga mun sem var á liðunum á síðasta tímabili, slíkt “á ekki” að takast á einu tímabili. Þetta tekur auðvitað ekki spilamennsku inn í myndina og þar er Moyes að Evertonvæða United glæsilega.

  Moyes hefur aldrei á ferlinum komist að þeirri niðurstöðu að nokkur skapaður hlutur sé honum sjálfum að kenna en hann toppaði allt eftir leik í gær, meira að segja Mourinho þegar hann sagði að líklega þyrfti hann að venjast því núna sem stjóri United að hafa dómarana Á MÓTI SÉR, hann sagði þetta bara í alvörunni. Ég hef ekki áður séð status-a á twitter þar sem maður heyrði þann sem skrifaði hlæja upphátt.

  Mourinho er jafnan meðvitaður um ruglið sem hann lætur út úr sér og spilar á pressuna eins og Dan Cassidy á fiðlu, Moyes held ég að sér bara svona helvíti veruleikafirrtur. Sérstaklega í gær þegar United menn sluppu nokkuð vel ef eitthvað er og fengu meira að segja dágóðan Fergie time sem enginn veit hvaðan kom.

 45. Ég er sammála því að láta ManU skemmta okkur í friði. Ummælin á síðunni þeirra í garð liðsins sem þeir segjast styðja eru sum hver fáránlega rætin og jafnvel hreinn viðbjóður sem ég get varla haft gaman af og er þó ekki mjög viðkvæm sál þegar illt umtal um ManU er annars vegar. En ummælin sem sjálfir stuðningsmennirnir viðhafa eru eiginlega sorgleg. Gagnrýni er eitt en svívirðingar um leikmenn og þjálfara er annað og allt of margir sem skrifa inn á http://www.raududjoflarnir.is/ verða sér til skammar. But what do I care?

  Umhugsunarvert hvernig þessi stjóraskipti eru öndvert við stjórnunarfræðin. Enginn sem spáir í stjórnun myndi mæla með því að gamli rótgróni stjórinn andi niður hálsmálið á nýja manninum. Burt með þann gamla og hann á ekki að koma nálægt liðinu! Þess í stað hafa forráðamenn ManU leyft gamla fretaranum að vera yfirum og allt um kring. Karlinn er í mynd 30-40 sinnum yfir venjulegan leik enda gott stöff fyrir sjónvarp að skoða saman örvæntinguna hjá Moyes og steinrunnin svipinn á Ferguson. Þetta er ekki að hjálpa neinum. But what do I care?

  Ég er sammála því að of snemmt er að afskrifa ManU eða Moyes. En ef hlutirnir fara ekki að skána fljótlega munu þeir ekki aðeins versna heldur versna mikið. Ég hugsa að Moyes sé búinn með 90% af grace innistæðunni hvað stuðningsmenn varðar og halli enn undan fæti er hann búinn að vera í febrúarlok. Þá gæti ManU lent í því að nornaveiðarnar hefjist fyrir alvöru með því rugli sem því fylgir s.s. stjóraskipti á stjóraskipti ofan, góðir leikmenn vilja ekki koma, Rooney fer og félagið sogast niður í kreppu a.m.k. tímabundið. Gleymum því ekki að þrátt fyrir allt er ManU mjög skuldsett félag sem er skráð á markað. ManU er í dag peningavél sem treystir á árangur á vellinum. Um leið og vélin hikstar byrja vandræðin. Þegar og ef ruglið byrjar verður Ferguson látin taka við liðinu tímabundið og annað bull verður eftir því. But what do I care?

 46. Hef engar áhyggjur af neinum kaupum. Erum að fá Sturridge til baka 🙂

 47. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt. Eftir City leikinn var amk einn úr okkar röðum sem vildi fá “Pepe heim”. Fyrir utan þá sem töldu Rodgers vera í ruglinu, fyrir um mánuði síðan.

  Eins og Babu segir, þeir eiga nákvæmlega ekkert inni hjá okkur. Þeir héldu nú úti gullkorna þræði á manutd.is sem fjallaði einmitt um einstök ummæli héðan.

  5 stig er ekki mikið, óhagstæð úrslit um helgina og þetta eru orðin 2 stig.

  En það stoppar okkur ekki að gleðjast yfir þeirra óförum. Munum bara að það er ekki alltaf allir prumpandi glimmeri á kop.is.

 48. Sakho að púlla kraftaverka recovery og verður líklega í hópnum á sunnudag gegn Stoke (Echo)
  Góðar fréttir.

 49. Er hópurinn okkar svo slæmur ef við erum með alla leikmennina okkar heila ?
  Stillum þessu aðeins upp.

  —————-Mignolet
  Johnson–Skrtel–Sakho–Enrique
  ————Gerrard–Hendo
  —————-Coutinho
  Sterling——Sturridge—–Suarez

  Squad players.

  —————-Jones
  Flanagan–Toure–Agger–Cissokho
  ————–Allen—Lucas
  —————–Alberto
  Moses———Aspas—–Ibe

  Þar fyrir utan

  Kelly
  Ilori
  Coates

  Ég hlakka til að sjá hverning Rodgers ætlar að stilla þessu upp þegar að þessi meiðslahrina er búinn.
  Mun hann taka Lucas út eða Sterling. Ég myndi halda að hans miðjumenn yrðu allavega Gerrard og Henderson sem væru fyrstu menn á blað svo færi það eftir andstæðingum hvort að Lucas.

 50. Ég setti Sturridge beint í fantasy liðið mitt 😉 Kemur inn á á móti Stoke og setur 2.

  En eru einhverjir hér sem að eru skráðir í klúbbinn út í gegnum heimasíðuna? Ef svo er, er eitthvað varið í að vera í klúbbnum. Hver eru svona helstu fríðindin?

  Takk

 51. Hvenær er von á upplýsingum varðandi fyrirhugaða ferð á Andfield vorið 2014? Er hún ekki annars á dagskrá?

  Er að gera mig líklegan til að bóka ferð á leik í vor en það væri gaman að fara með þeim höfðingum sem sækja þessa síðu.

 52. Fyrir 4 sæti þá var þetta stigafjöldinn síðustu ár:

  2012-13 73 stig
  2011-12 69
  2010-11 68
  2009-10 70
  2008-09 72
  2007-08 76
  2006-07 68
  2005-06 67
  2004-05 61
  2003-04 60

  Meðaltal 68,4 stig.

 53. Sælir félagar

  Það virðast vera litlar fréttir að fá af leikmannamarkaði því miður. Ég væri alveg til í Salah miðað við myndbandið sem ég skoðaði um daginn og svo væri ekki verra að fá einn vinstri bakk eða öflugan varnartengilið til samkeppni við Lucas. En ég er þó alveg rólegur því sá hópur sem við höfum er mjög öflugur en má samt við litlum meiðslum.

  Hvað MU umræðuna varðar þá er okkur hollt að gleyma ekki náinni fortíð. Þó alltaf sé gaman þegar MU gengur illa þá er ekki rétt að sparka í liggjandi andstæðing. Þeir hafa gert töluvert af því í gegnum tíðina að sparka í okkur liggjandi og ég fæ ekki séð að það sé til eftirbreytni.

  Ég á nokkra góða vini sem eru MU-arar og vil bara ráðleggja þeim að anda með nefinu. Moies er góður stjóri sem tók við liði sem enginn nema Rauðnefur hefði fengið neitt út úr. Það er að koma í ljós núna hvað Moies hefur í raun í höndunum og það er ekki merkilegt sýnist manni. Hann hefur 5 1/2 ár til að laga það og þarf til þess mikið af þeim tíma til að lagfæra hóp sem er bæði gamall og slakur. Því segi ég aftur andið með nefinu því þetta tekur tíma.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 54. Ég vil spyrja síðuhaldara hvenær þeir geri ráð fyrir því að það komi númer á kommentin.

 55. Ég er á því að það muni þurfa allavega 70 stig til þess að ná 4 sæti í vor. Ef við höldum meðaltalinu seinni hlutan af tímabilinu eins og við höfum núna þá ættum við að ná um 74 stigum. Vonum bara að það verði nóg.

 56. Það eru nú nokkrir forritarar hér inni sem gætu örugglega hjálpað til í Stóra númeramálinu…

 57. Ef ég fengi FTP aðgang þá ætti ég að geta hjálpað. Getið sent mér email á villigunn1986 (at) gmail.com

 58. Rodgers ætti bara að reyna við Luke Shaw. Kaupa hann áður en að hann kostar allt allt alltof mikið. Hann yrði nú samt aldrei ódýr en það yrði flott að fá hann. Hann færi nú samt pottþétt á um 16-18 milljónir meira að segja í dag.
  Enskir, efnilegir leikmenn virðast fara á stjarnfræðilega háar upphæðir þessa dagana sbr. Carroll og fl. En ég tel að hann yrði klárlega þess virði á endanum.

  Væri líka flott að fá einn djúpann til að vera með Lucas, Mvila væri frábær þar.
  Svo er þessi Saleh vonandi að koma. Mikið lýtur hann vel út á youtube, sem er by the way einn besti mælikvarði á gæði leikmanna í dag 😉

 59. Jæja þá byrjar maður að telja niður vonarstjörnunar sínar eins og fallandi keilur.
  One down, three to go.

  Alonso fallinn, sjálfsagt Salah næst vegna rússagullsins og koll af kolli.

  Opinn gluggi er eins og lyfjalaus geðhvarfasýki. Að halda með liði er eins og lyfjalaus geðhvarfasýki.
  Við erum þó í obsession og aðrir ónefndir í depression.
  YNWA

 60. Nú hef ég ekki séð mikið af þessum Luke Shaw en honum er mikið lofað víðs vegar.
  Hann er ekki nema 18 ára og virðist svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér og þó svo að hann muni kosta helling þá held ég að það muni samt alltaf borga sig enda kannski fjárfesting næstu 10-12 árin ef hann stendur sig.

 61. Heilt og sælt veri samfélagið hér á Kop.

  Alltaf gaman að þessum spekúlasjónum og við viljum helst sem minnst af köttum í sekkjum og glópagulli í þessum janúarglugga. Held reyndar að þessir lánsverjar okkar sem liggja í útlegð hjá minni spámönnum hafi sumir hverjir komist á gelgjuskeiðið og sendi frá sér úðaský af karlhormónum. Það sá maður nú ekki er þeir voru í rauðu treyjunni. Sjáið bara Borini blessaðan sem hallaðist undan vindi þegar hann var sem veikastur fyrir. Ber ekki á öðru en að kynhvötin sé komin í strák og hann ólmast eins og óður á vellinum:

  http://www.youtube.com/watch?v=SLlgPKSUuwE

  lítur ekki illa út!

 62. Svakalega flott vítaspyrna hjá drengnum og alltaf gaman að sjá hvernig hann fagnar(knife between teeth) Ég er ekki búinn að afskrifa hann þó að hann hafi ekki sýnt neitt svakalegt í treyjunni hjá okkur. Og svo vona ég að Aspas fari að sýna sitt rétta andlit, af kaupunum seinasta sumar þá var ég mest spenntastur fyrir honum.

 63. Held að liðið okkar verði en betra næsta sumar, ekki slæmt að fá Borini og Suso aftur en báðir gætu þeir verið frábærir Squadplayers, þá sérstaklega ef við verðum í Meistaradeildinni.

  Ætla að taka snöggt yfirlit yfir Match winnera sem eru í liðinu okkar og hverjir geta verið mögulegir kandídatar í framtíðinni.

  Suarez: hann gæti unnið leik fyrir okkur með báðar hendur fyrir aftan bak

  Sturridge: Vonandi kemur hann hress aftur ef meiðsli

  Mignolet: Er búinn að redda okkur nokkrum sinnum úr vandræðum.

  Set Gerrard hérna en hann er tæpur inn, hann á það þó til enþá að eiga mjög gott fast leikatriði

  Sem eru frekar nálægt:

  Sakho: Hann hefur verið nálægt, held að þarna sé kominn maður sem á eftir að setja hann úr hornum og sömuleiðist verjast á ögurstundu

  Coutinho: fannst hann eiga eitraðari sendingar á Sturridge en Suarez, á vonandi eftir að halda áfram að bæta sig og fara að hitta á ramman úr skotunum sínum. Er hársbreidd frá því að vera fáránlegur miðjumaður.

  Einhverjir sem þið mynduð bæta við? eða einhver kaup sem myndu vera 90-100% matchwinnerar?

 64. Að fá Salah væri hreint út sagt frábært, Ég held að hann gæti barist um Hægri Kant, Vintstri Kant og svo um Holu Stöðuna við Coutinho, Sterling og Henderson. Svo væri frábært að fá svona “Rotation” Varnartengilið á borð við Alonso en nú er ljóst að við fáum hann ekki í Janúar…. Annars lítur þetta bara ágætlega út og virðist sem svo að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af Leikmannahópnum nema Gerrard og Suarez detti í meiðsl.

Liverpool – Oldham 2-0

Agger meiddur, Sakho leikfær