Liverpool – Oldham 2-0

Furðulegt að skrifa leikskýrslu eftir leik sem ég ”horfði” á í útvarpinu! Enska knattspyrnusambandið er ennþá fast á áttunda áratugnum og hreinlega hafnaði beiðni fjölmargra sjónvarpsstöðva út um allann heim um að fá að sýna þennan leik. Markaðurinn hefur eflaust kallað svona hátt á Rocdale – Leeds eða álíka. Þarna er bara verið að hafna peningum sem er með hreinum ólíkindum m.v. hvað verið er að borga fyrir að sýna þessa leiki. Kannski er FA Cup ekki merkilegra en þetta lengur?

Gestirnir voru Oldham enn eitt árið og sigurvegarinn úr þessari viðureign fær Bournemouth eða Burton í næstu umferið.

Svona horfði þetta við mér…
TV

Rodgers ákvað eins og búst var við að hvíla nokkra lykilmenn í þessum leik og var Suarez þeirra á meðal. Skrtel, Coutinho og Lucas voru einnig á bekknum og Brad Jones fékk bikarséns að vanda.

Liðið var svona:

Jones

Kelly – Toure – Agger – Cissokho

Henderson – Gerrard(c)

Sterling – Alberto – Moses

Aspas

Á bekknum: Mignolet, Brannagan, Skrtel, Coutinho, Suarez, Lucas, Ilori

Fyrri hálfleikur var alls ekki spennandi og fór líklega nokkurnvegin eins og Oldham lagði upp með. Hjartað tók aukakipp strax á 1. mínútu þegar Korey Smith fyrirliði Oldham braut á Steven Gerrard sem lá eftir. Hann stóð þó upp og Smith fékk spjald fyrir.

Fyrsta skot á markið kom ekki fyrr en á 23.mínútu og það helsta sem við heyrðum í lýsingunni eða sáum í textalýsingum frá leiknum var þegar Moses fékk boltann og missti hann. Hann var skammaður hressilega af Rodgers, Gerrad og Henderson á mismunandi stigum fyrri hálfleiks. M.ö.o. bara nokkuð eðlilegur leikur hjá Moses.

Félagar hans í sókninni þeir Aspas, Sterling og Alberto voru ekki að gera mikið gáfulegri hluti og varnarmúr Oldham átti ekki í teljandi vandræðum. Anfield var orðinn nokkuð pirraður og hljóður þegar flautað var til leikhlés.

Alberto í baráttu við Oldham ofurhetjuna
Oldham ofurhetjan

Brendan Rodgers er klárlega brenndur eftir viðureign þessara liða á síðasta ári og lítið fyrir að taka sénsa núna, hann lét Lucas og Coutinho hita upp í hálfleik og þeir komu inná fyrir Moses og Alberto. Ég veit ekki með Alberto, hann gæti farið á láni, en þetta er líklega bara búið hjá Moses. Hann getur ekki einu sinni rifið sig í gang gegn Oldham og er tekinn útaf í hálfleik.

Þetta gerði trikkið fyrir liðið og Iago Aspas skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool á 55.mínútu eftir fyrirgjöf frá Raheem Sterling. Vel afgreitt hjá Aspas í hornið

https://www.youtube.com/watch?v=H24R9GAjOD4#t=22

Aspas var þarna kominn í stuð og skallaði boltann í stöng tveimur mínútum seinna eftir sendingu frá Sterling, líklega 19. skot Liverpool í tréverkið á þessu tímabili í öllum keppnum. Sterling komst stuttu seinna einn í gegn en glopraði færinu, boltinn barst til Coutinho sem var ekki alveg í jafnvægi og skaut yfir markið.

Oldham var ekkert að gefast upp samt og átti hörku kafla þegar um 20 mínútur voru eftir og reyndu tvisvar ágætlega á Brad Jones sem bjargaði andliti Liverpool ágætlega.

Rodgers líkaði pressa Oldham greinilega illa og refsaði þeim með því að setja Suarez inná. Hann kom inná fyrir Gerrard sem átti líklega aldrei að spila allar 90 mínúturnar í þessum leik. Þetta fór alveg stórkostlega því að Agger meiddist tveimur mínútum seinna og fór af velli. Rodgers auðvitað búinn með allar þrjár skiptingarnar og Liverpool því 10 síðustu mínúturnar.

Raheem Sterling bjargaði deginum þó með því að skora nánast um leið og Agger var farinn af velli. Coutinho sendi á Sterling og skot hans fór í varnarmann og þaðan í netið. Sterling fer fram á að markið verði skráð á sig en LFC TV skráði þetta sem sjálfsmark hjá Tarkowski varnarmanni Oldham.

Anton Rodgers sonur Brendan Rodgers kom inná hjá Oldham þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir og var vel fagnað á Anfield. Hann var síðasta skipting Oldham í leiknum.

2-0 sigur staðreynd sem er flott mál, skiptir ekki mál hvernig þessir leikir vinnast. Þetta var ekki eins góð æfing fyrir aukaleikara Liverpool og við vonuðumst eftir og Moses þarf líklega eitthvað að skoða sín mál. Vont að Agger sé að meiðast, sérstaklega þegar Sakho er líka meiddur, vonum það besta þar.

Bournemouth eða Burton í næstu umferð á útivelli. Djöfull vona ég að það verði Bournemouth enda hitt liðið mitt á Englandi eftir nokkura mánaða búsetu þar fyrir 100 árum. Fyrir þann leik panta ég að gera upphitun, helst með því að fara á staðinn.

Maður leiksins:

Engin spunring í dag, Iago Aspas, langbestur eins og ég ímyndaði mér þennan leik. Vel hann reyndar töluverrt til að koma þessu æðislega myndbandi að líka.

52 Comments

 1. Frábært að vera komnir áfram í F.A Cup, og frábært að mæta annað hvort Bournemouth eða Burton í næstu umferð, þetta eru hvorutveggja lið sem Liverpool ætti að vinna. Þetta gefur líka fleiri mínútur fyrir öll flottu janúarkaupin til að spila sig inní liðið. Bjartir tímar.

 2. Will Hughes var ekki að heilla mig með Derby. Hélt að hann væri betri en hann í raun er, held ég. Wisdom átti ágætan leik.

 3. sos.
  þessi gutti er bara 18 ára að spila gegn sterkri miðju chelsea kom bara ágætlega útur því

 4. Flott leikskýrsla….. Hlustaði á leikinn í “beinni” á netinu. Gaman að heyra hvernig lýsingin var langt á undan allri textalýsingu… alls staðar.. bbc, visir, og lfctv. Það var heyra að Iago Aspas var að gefa sig 200% í verkefnið allan tímann . Innkoma Coutinho og Leiva breytti leiknum. Og þetta var aldrei í hættu eftir að ljúflingurinn okkar Suarez kom inná…
  🙂 Moses og Alberto voru því miður ekki að gera sig. Skyldusigur í höfn.. -_- Fórnarkostnaður… Agger meiddur (Eina fxxxing ferðina enn.. vonandi ekki alvarlegt). Koma svo Liverpool… Hafa gaman af þessu í FA Cup og taka þetta alla leið!!

  En nú þarf ekkert minna die hard mentalitet í hvern og einn einasta leik í PL… því baráttan um topp fjórir hefur sjaldan eða aldrei verið jafn grimm!! Bara spennandi tímar framundan!

  YNWA

 5. Mikið djöfull sem maður á erfitt með að hlusta orðið á útvarpslýsingu, þó vissulega sé skárra að horfa á Kop-stúkuna á meðan og sjá þá fagna.

  Fyrstu 10 mínúturnar heyrði maður mikið nöfnin Moses og Luis Alberto. Gekk svo langt að þulurinn talaði um að þeir væru greinilega ákveðnir í að sanna sig í þessum leik. Svo bara dóu þessir drengir fyrir eyrum manns. Sérstaklega Moses virtist algerlega týndur. Orðalagið var t.d. að Henderson “just gave him a rollocking”…

  Svo bara var varla liðin mínúta af hálfleiknum þegar kom í ljós að Lucas og Coutinho voru á fullri ferð í upphitun og þá held ég að endanlega hafi verið kvittað fyrir frekari veru Moses á Anfield. Eins mikið og ég gladdist yfir að við náðum í þennan strák hef ég fengið nóg, vill bara að Rodgers kveðji hann. Ef við eigum mínútur skulum við leyfa Jordan Ibe, Joao Texeira eða bara Brad Smith fleiri sénsa.

  Luis Alberto virtist samkvæmt lýsingunni vera fínn í vítateig andstæðingsins, vann ekkert til baka og var að senda hættulegar og vondar sendingar í kringum miðjuna, Toure og Gerrard hraunuðu á hann. Þessi strákur er bara ekki tilbúinn í enskan bolta, allavega ekki eins og ég hef séð hann spila með U-21s árs liðinu okkar. Best væri að lána hann, niður í B- eða C-deildina ensku og sjá hvort hann ræður við aðstæðurnar. Þessi kaup eru þau sem pirra mig mest í sumar, því hann kostaði t.d. 2 milljónum meira en við fengum fyrir Jonjo karlinn.

  Á móti hefur mig langað mikið til að Iago Aspas hrökkvi í gang, þessi strákur getur ekki verið arfalélegur í fótbolta miðað við gengi hans í spænska boltanum. Mér hefur fundist hann leggja sig mikið fram, en verið hundóheppinn, hefði t.d. átt að fá stoðsendingu gegn Hull þegar Hendo klikkaði á deddaranum. Vona innilega að þetta mark hans sé það fyrsta af mörgum, það veit guð að við þurfum breiddina á síðasta þriðjungnum.

  Svo stoppaði hjartað auðvitað í 1-0 stöðu þegar við verðum einum færri og Agger meiðist. Skyndilega virðist manni King Kolo kominn inn í myndina, nú er bara fyrir hann að standa sig karlinn, næstu vikur allavega.

  Jákvæðast heyrðist mér vera frammistaða Martin Kelly auk marks Aspas, sá var mikið uppi með boltann og grimmur í návígjum. Vona að það sé það sem koma skal, Johnson ekki einu sinni í hóp sem er örugglega vísun á smá meiðsli eða mikla þreytu.

  Nú er það alvöru “giant-killing” bananahýði fyrir framan okkur í bikarnum og ég neita að trúa því að FA geri svona upp á bak aftur, þetta var legendary cock-up hjá þeim í dag og nokkuð sem á ekki að henda.

  Liverpool á einfaldlega alltaf að vera í sjónvarpi þegar mögulegt er.

  Enn einu sinni leggst ég á bæn um það að við verðum komnir með fleiri sóknarmenn sem ráða við ensku Úrvalsdeildina fyrir mánaðarlok, helst gegn Stoke.

  Það að BR gafst upp á tveimur sóknartýpum í hálfleik bara hlýtur að vera stór frétt fyrir alla í kringum klúbbinn, þ.á.m. fyrir njósnarateymið og eigendurna.

  STILLIÐ MARKIÐ HÆRRA!

 6. Algjörlega lykilatriði Maggi, stilla markið hærra.

  Það er nákvæmlega það sem við erum að meina með sölu á Downing og Shelvey. Það er skiljanlegt svosem að selja þá en ekki ef það var til að fjármagna Aspas og Alberto og lán á Moses. Þetta er ekki styrking á liðinu og það þarf að gera miklu betur til að gefa okkur breidd.

  Útilokum þá auðvitað ekki strax en enginn þeirra hefur gefið okkur nokkurn skapaðan hlut og það er janúar. Downing var þó búinn að taka byrjunarerfiðleikana út hjá Liverpool og stóð sig vel eftir áramót á síðasta tímabili. Alberto er síðan núna að fá þær mínútur sem Shelvey hefur fengið undanfarin ár til þess (að maður hélt) til að vera tilbúinn þegar á reyndi á álagstímum. (Sterling annað dæmi um þetta).

  Til hvers Liverpool er að gefa börnum séns aðeins til að selja þau svo skil ég ekki. Frekar að kaupa svona leikmenn eftir að þau hafa sannað sig annarsstaðar. Já eða lána þá til liða þar sem þeir taka út sín mistök og þroskast sbr. Wisdom, Suso og Robinson.

  Rodgers lærði vonandi helling í dag og það kemur vonandi til góða núna í janúar (á leikmannamarkaðnum).

 7. Er það bara ég eða er David Moyes að minna mig á Roy Hodgson. Bon appetit Man Utd 🙂

 8. Mikil sorg í kvöld…..Manc dottið út úr bikarnum eftir 1-2 sanngjarnt tap á móti Swansea : )

 9. Það er einmitt það sem ég er að meina Babú minn.

  Það að selja Jonjo og Downing í sumar og kaupa í staðinn þessa þrjá hefur bara einfaldlega ekki virkað, það hefði verið mun betra fyrir liðið okkar t.d. í dag að hafa þessa tvo inná frekar en Moses og Luis Alberto. Jonjo var flottur á Trafford í dag.

  Þar með er ég alls ekki að segja að þar hafi verið menn framtíðar, en það er bara bull að kaupa óreynda menn endalaust og selja aðra sem eru komnir með tilfinningu fyrir klúbbnum. Þess vegna treysti ég því að enginn verði seldur sem hugsanlega getur eitthvað hjálpað til en við fáum 2-3 sem aðstoða okkur strax.

  Við hefðum átt að halda Downing þangað til að alvöru vængmaður kom og lána Jonjo. En þetta eru ekki lykilatriði í neinu, heldur það að nú verðum við að styrkja liðið okkar fyrir átökin framundan. Við erum í baráttu um 4.sætið í deild og í dauðafæri inn í 16 liða úrslit bikars sem nú þegar hefur kippt út tveimur stórum liðum.

  Með allri virðingu þá er nóg til af efnilegum mönnum í liðinu okkar sem virðast eiga mjög erfitt með að stilla hausinn inn á það að vera nógu góðir, mér finnst allavega að þeir tveir sem teknir voru útaf í dag megi núna bara vera færðir út fyrir 18 manna hóp…og í stað þeirra verði keyptir leikmenn sem munu nýtast tafarlaust.

 10. Skyldusigur í dag. Ánægður með að Aspas skyldi loks fá heilan leik spilandi í sinni stöðu. Mér finnst menn hafa verið allt of harðir í gagnrýni sinni á hann jafnvel þó svo hann sé að spila ágætlega og úr stöðu. Vonandi er þetta það sem koma skal frá honun.

  Enn betra að scum sé dottið út 🙂 In moyes we trust 🙂

  Alveg sammála Magga með að ég vildi hafa Shelvey 100 sinnum frekar en áhugalausan Moses.

  Return to sender á hann og fá Mata í staðin 😉 Samt ekki mikið hægt að kvarta, það er ekki endalaust hægt að fá gullmola frá Roman 🙂

 11. Ánægður með þennan sigur. Fín blanda í hópnum af reynslumiklum mönnum og óreyndum sem hafa fengið lítinn spilatíma. Kelly og Aspas virðast hafa nýtt tækifærið til þess að minna á sig og máttu báður svo sannarlega við því. Aspas hefur mér fundist pínu óheppinn í vetur, hefur ávalt verið að berjast á fullu en einhvern veginn ekkert gengið almennilega upp. Í dag spilaði hann loksins sína uppáhalds stöðu á vellinum og skilaði einu marki og var amk nálægt því að setja annað skv. textalýsingum. Kelly kallinn hefur átt ævintýralega hægan bata úr þeim meiðslum sem hann varð fyrir í fyrra og nú fyrir skemmstu sagði BR í viðtali á mjög penan hátt að það væri kominn tími fyrir Kelly að mæta til leiks af fullum krafti þegar færið gefst og manni heyrðist svo vera í dag sem er nottla ekkert nema frábært.

  Moses og Alberto skiluðu engu frekar en fyrri daginn og virðist þetta vera orðið fullreynt með Moses og fer maður að halda að það væri ekki verra að byrja að spila ungum strákum eins og t.d. jordon ibe í hans stað. Alberto hefur lítið sem ekkert sýnt en reyndar fengið afar fá tækifæri. Ég hef ekki séð hann með öðrum liðum liv en skv. öðrum kommentum þá er það ekki mikið að segja frá þar. Þetta er svekkjandi, sérstaklega þar sem hann er dýr og liðið lét Shelvey frá sér fara til þess að gefa þessum strák spilatíma. Mögulega hefðum við verið miklu betur stödd þennan veturinn með Shelvey. En þessi strákur þarf fleirri leiki til þess að hægt verði að dæma hann. Mögulega fara í lán næsta vetur.

  Gríðarlega svekkjandi með Agger og vonandi nær hann sér fljótt. Við höfum þó Toure og Skrtel sem er ekki slæmir kostir en mig minnir þó að þeir tveir saman hafi alls ekki verið að virka vel sem miðvarðarpar.

  Annars er ég bara nokkuð spenntur fyrir næstu leikjum, hæfilegt álag framundan og nokkrir sterkir leikmenn á leiðinni til baka úr meiðslum. Ég held það sé full ástæða til bjartsýni.

  YNWA

 12. Moses og Alberto geta ekki beint tekið þessu sem hrósi frá Rodgers eftir leik

  The manager altered his side at the interval, withdrawing Luis Alberto and Victor Moses, who were replaced by Lucas Leiva and Philippe Coutinho.

  The Brazilian duo started on the bench, having featured heavily for the Reds over the gruelling festive period – and Rodgers admitted he would have preferred to have given them a rest.

  “We needed to be better,” he said. “We needed to have more speed in our game and have a bit more intensity to our game. You don’t want to do it, but the last thing I wanted was the game to go to a replay.

  “You hope in a game like this to rest a number of players and give them that recovery period. Lucas and young Coutinho, and a few others, have played hard games all over the Christmas period. The ideal scenario was to let them recover, but we also wanted to win the game.

  “We didn’t want a replay, we wanted to get through into the next round. The second half was better, we were more lively in our game and ended up with a good victory.

  “I think you learn as a manger as you get more experience – you can’t wait for it to happen. You’ve got to create it and sometimes you have to change the momentum.

  “And with Coutinho and Lucas coming on, we had that bit of intensity and purpose to our game. That allowed us to get better control.”

 13. Skemmtileg grein sem má finna á BBC football
  http://www.bbc.com/sport/0/football/25573324
  2013 in numbers.

  þar kemur m.a. fram eftirfarandi.:

  “If you wanted to be entertained then Liverpool were the team to follow in 2013. They netted 84 goals in 37 games, two more than Manchester City. Manchester United, so often the league’s best attackers, only managed 68 – the sixth best tally.”

  og

  “Liverpool could have been celebrating a century of goals had they not hit the woodwork 24 times, six more than the next highest, Manchester United.”

  og

  “Luis Suarez has been the outstanding performer in 2013. He netted the most goals – 29 – a figure all the more remarkable when you consider he was banned for 10 games for his attack on Branislav Ivanovic.”

  og

  “Suarez did not even have the advantage of taking penalties at Liverpool, with Steven Gerrard holding that role. He finished the year as the league’s equal top scorer from the spot with five goals, along with Sunderland’s Craig Gardner”

  og margt fleira.

 14. Hvernig er þessi meiðsli Aggers? Maður ef farinn að hafa áhyggjur af því að hann nái sér etv. aldrei aftur á strik með Liverpool. Síðustu 5 og hálft ár er hann búinn að vera nálægt tveimur árum á sjúkraskrá.
  Og þrátt fyrir að hann sé búinn að vera næst lengst hjá liðinu, þá er hann einn elsti leikmaðurinn (þótt 29 sé auðvitað ekki hár aldur á miðverði). Ef hann nær sér ekki góðum á þessu ári hlýtur Brendan að þurfa að taka erfiða ákvörðun með danann okkar. Kannski er hann búinn að því með kaupunum á Sakho.

 15. Hvað er málið með Moses samt?
  maður bjóst við meiru frá honum og menn almennt örugglega.
  ég helt að hann myndi spila stórt hlutverk fyrir þetta lið í vetur og við værum að byggja hann upp fyrir Chelsea eins fáránlega og það hljómar. hann endar hjá West Ham eða álíka klúbb með fullri virðingu fyrir því félagi.

  Ég tek undir með skólastjóranum honum Magga.
  Liverpool getur ekki látið menn sem eru búnir að aðlagast liðinu ef ekkert kemur í stað þeirra. Ég hef þó trú á Alberto hann er bara alls ekki klár í þessa baráttu.
  afhverju kemur hann t.d. inn í liðið og á meðan er það að lána Souso til Spánar?
  mér fannst hann lofa mjög góðu og núna hlægja menn af því að Sterling sé orðaður í lán, við getum þakkað fyrir að sú ákvörðun var ekki tekinn í sumar eins tel ég að sousa hefði verið sterkur í hóp í vetur.

  Ég elska Agger eins og örugglega allir Lfc menn, En tilfingar geta ekki ráðið ef það á að nást árangur því miður er þessi maður af mikið meiddur og er inn og út úr liði útaf því það er aldrei gott að missa miðverði í meiðsli og þurfa endurskipuleggja varnarleik hjá liðum.
  Ég held að Rodgers og Liverpool horfi á að það sé hægt að fá fína summu fyrir hann
  og telji það best fyrir Liverpool því miður þetta eru bara viðskipti og liðið þarf peninga inn ef þeir eiga að fara út.

  Ég skal viðurkenna það að ég bjóst aldrei við því í Janúar að liðið væri svo stutt frá toppnum bara alls ekki og ástæðan er að okkur vantar fleiri góða leikmenn

  Rodgers sem þjálfari hefur hreinlega gert kraftaverk fyrir þennan klúbb og hann er aðalástæðan fyrir því að maður er bjartsýnn á þetta allt samant.
  svo má ekki gleyma því að innan röðum félagsins er besti leikmaður englands og þótt víðar væri leitað Suarez er bara fáránlega góður!

  en eins og john aldridge sagði í nýlegu viðtali sem ég setti hingað inn í einum þræði fyrir stuttu
  þá er bara ekki fræðilegur möguleiki að sá leikmaður hafi skrifað undir nýjan langtíma samning við félagið nema hafa verið sýnt framm á að það kæmu inn stór nöfn
  En ég stórlega efast um að það gerist í Janúar næsta sumar gæti verið lang skemmtilegasti gluggi í langan tíma fyrir okkur,
  þar sem menn eru ekki að heyra trúverðulegar sögur um að Suarez sé á förum eða missa menn eins og Torres eða Alonso og fleiri.
  næsti sumargluggi verður þannig að það verða menn orðaðir við okkur. En til að það takist verður félagið að enda í topp fjórum það er algjör skylda.
  Og þess verða menn að reyna draga eitthverja menn inn í Janúar það eru að koma upp meðsli og ákveðnir menn eru svo langt frá því að vera tilbúnir.
  við gættum hæglega dottið niður seinnihlutan þegar breidd fer verulega að tikka inn
  og þá fara félög eins og Man City og Chelsea að stíga upp sem þau eru farinn allverulega að gera það er útaf því að þeir hafa fleiri sterka leikmenn.
  þess verður lfc að hætta fylla upp í eyðunar með ? leikmönnum.

 16. Hérna eru highlights úr leiknum.

  http://www.101greatgoals.com/goals/england/liverpool-v-oldham-team-sheets/

  Alberto átti eitt flott skot sem fór rétt framhjá markinu en mér sýnist sem að Aspas hafi verið að sýna flottan leik, hann átti auðvitað eitt mark og svo átti hann skalla í stöngina og einnig vann hann boltann sem að seinna markið kom út.
  Flottur leikur hjá honum og gott að vita að hann geti þetta alveg strákurinn þegar hann fær tækifæri á að spila sína stöðu á vellinum.

 17. KAupum Diego costa, við viljum spila sóknarbolta.. Suarez, sturrige og costa= fullnæging!

 18. Sælir kappar

  Eins og flestir aðrir Púlarar á jarðríki, fyrir utan þá 44.102 mínus Oldham-menn sem mættu á leikinn, þá var maður ansi blindur gagnvart leiknum í gær og sá bókstaflega ekki neitt. Og ekki hefur þetta hljómað betur í fáheyrðri útvarpsútsendingu því að nafntogaður Kop-verji var farinn að brynna músum í sorg og söknuði eftir uppáhalds músinni sinni Stewart little og hinum illræmda Jonjo Voldermort.

  Úff, þetta hefur verið svívirðilegur slæmur hljómur en þrátt fyrir að allir eigi rétt á sinni skoðun, sérstaklega í stöðupirring í hálfleik eða jafnvel án þess að sjá eitt augnablik af sjálfum leiknum, þá ætla ég að leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við málflutning skólastjórans að leik loknum.

  @ Maggi

  1. Monningarnir

  “Varðandi Downing og Shelvey þá voru þeir seldir til að fjármagna kaup á Alberto, Moses og Aspas”.

  Þetta þykir mér heldur sérstök framsetning og gefur hún til kynna að salan á SD og JS hafi snúist um að skrapa saman fjármunum til að eiga fyrir því að kaupa þríeykið (einn á láni reyndar). Nær lagi væri sú einfalda staðreynd að ákveðið var að losa sig við þessa léttleikandi Englendinga og kaupa álíka leikmenn í þeirra stöður fyrir álíka upphæð (en reyndar mun lægri launakostnað). Svo var Moses meira sárabót fyrir þá stórfínu stórlaxa sem sluppu þrátt fyrir góðar tilraunir til að fanga þá en hann hefur því miður valdið vonbrigðum.

  “…því hann (innsk: Alberto) kostaði t.d. 2 milljónum meira en við fengum fyrir Jonjo karlinn.”

  Reyndar var Jonjo seldur á 5 m. með hækkunum upp í 6 m. sem ætti að teljast líklegri niðurstaða í lokasummunni og nema að menn hafi gert grundvallarmistök þá er örugglega stór söluklásúla til viðbótar sem hækkar þetta. Mismunurinn er því 0,8-1,8 eftir því hvora tölina er miðað við en ca. helmings launalækkun í gangi og það er mjög eðlilegt miðað við það hlutverk að sitja aðallega á bekknum en það hefði orðið hlutskipti Jonjo líkt og seinni hluta síðasta tímabils.

  Í grunninn má gera ráð fyrir að laun Jonjo upp á 50 þús. p/w myndu duga fyrir samanlögðum launapökkum Spánverjanna. Því eru það hin heiftarlegu laun Downings sem ættu að sparast (um 70-80 þús.pund p/w). Hans launasparnaður er um 1-1,5 millur bara frá því að hann var seldur í sumar og munar um minna. Þess utan var SD á síðasta séns með að vera seldur fyrir þolanlega summu enda 29 ára og ekki beint að brillera. He had to go. It’s a crying game but not a crying shame.

  2. Viðskiptajöfnuður

  “Það að selja Jonjo og Downing í sumar og kaupa í staðinn þessa þrjá hefur bara einfaldlega ekki virkað, það hefði verið mun betra fyrir liðið okkar t.d. í dag að hafa þessa tvo inná frekar en Moses og Luis Alberto.”

  Nú má vissulega deila um það líkt og Maggi setur þetta fram hvort að betra hefði verið að hafa JS og SD í nákvæmlega þessum eina leik frekar Moses og Alberto. Sérstaklega með Moses sem hefur virkað áhugalaus og latur í þeim leikjum sem hann hefur fengið séns í. Jonjo var reyndar ekki að brillera í þannig innkomum undir lok síðasta tímabils en eflaust hefði Dowing átt frábæran leik gegn slökum mótherjum en það var hans sérgrein.

  En að tala um þetta hafi einfaldlega ekki virkað almennt er frekar undarlegt í ljósi þess að okkur hefur gengið mun betur á þessu tímabili ÁN þeirra Downing og Jonjo frekar en MEÐ þá í fyrra. Og þeir vildu báðir fara enda HM-sumar framundan og báðir vildu fá leiktíma til að eiga séns á að komast í landsliðshópinn.

  Persónulega finnst mér það líka ansi mikil skammsýni að vera að missa saltan líkamsvökva í jafntefli í hálfleik á Anfield yfir því að hafa ekki varaskeifur til brúks á himinháum launum gegn stórveldinu Oldham. Í leik sem við unnum. Og enginn sá til þess að geta metið frammistöðuna með eigin augum. Downing hefði svo sannarlega unnið fyrir kaupinu sínu í gær!

  Augljóslega vildi Rodgers gera breytingar sem þýðir að þeim sem skipt var útaf í hálfleik voru ekki að standa sig sem skildi. En Luis Alberto hefur fengið séns upp á heilar 124 mínútur í 8 deildarleikjum og álíka í tveimur bikarleikjum til að aðlagast nýju liði, landi og leikstíl. Það var alltaf ljóst frá byrjun að hann er mjög efnilegur en þyrfti aðlögunartíma og -ferli. En það er ansi grimmt af mönnum sem stæra sig oft af því að hafa gefið Lucas og Henderson svigrúm til að sanna sig að vera að stúta þessum strák eftir svo stuttan tíma.

  “Það að BR gafst upp á tveimur sóknartýpum í hálfleik bara hlýtur að vera stór frétt fyrir alla í kringum klúbbinn, þ.á.m. fyrir njósnarateymið og eigendurna.”

  Sama njósnarateymið og stóð að kaupunum á Sturridge, Coutinho, Sakho og Mignolet?? Og kult-meister Kolo? Þeir lúsablesar sem ekkert vita né kunna?? Alger stórfrétt fyrir þá.

  “en það er bara bull að kaupa óreynda menn endalaust og selja aðra sem eru komnir með tilfinningu fyrir klúbbnum.”

  Einmitt, bull eins og Coutinho hinn ungi og óreyndi?? Og líka alger skandall þegar tilfinningaverur eins og Downing, Adam, Carroll o.fl. eru seldir. Svei mér þá ef Konchesky og Poulsen voru ekki byrjaðir að fá smá tilfinningu fyrir klúbbnum líka. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og tilfinningar virtar.

  Svona nálgun gengur klárlega ekki, sérstaklega þegar við sitjum í 4.sætinu og höfum verið í toppbaráttunni allt tímabilið. Fuss og svei. Hvar eru Downing og Shelvey til að bjarga okkur frá okkur sjálfum og okkar velgengni án þeirra?

  Svei mér þá ef ég er ekki gráti næst líka. Snökt snökt og góðar stundir.

  YNWA

 19. Sælir félagar

  Ansi skarpur/beittur hann Peter Beardsley í sínum skrifum og að mínu viti hefur hann mjög mikið til síns máls. Þó ég hafi tilhneigingu til að standa með mínum gamla og góða nemanda magnúsi Þór þá er ég frekar hlynntur PB og hans málflutningi í þessu tilviki.

  Þá hefur verið dæmt í því máli af óvilhöllum dómara leiksins og því enginn dómararskandall í gangi sem við eigum þó oftar en ekki að venjast Poolarar.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 20. Gott að gleðja Beardsley annað slagið. Fín mynd af honum líka.

  Það er einfaldlega mín skoðun að Stewart Downing og Jonjo Shelvey hafi ekki átt að selja í sumar, heldur halda þeim þar til að leikmenn töluvert betri en þeir væru keyptir. Þeirri skoðun þarf enginn að vera sammála en ég heyri það að það var ekki bara ég sem var afskaplega pirraður í hálfleik, BR var það augljóslega líka. Það er ljóst af viðtölum eftir leik. Ef aðrir voru á annarri skoðun, þá það. Horfði á leikinn í dag og var bara enn pirraðari eftir að hafa séð frammistöður Moses og Alberto.

  Ætla að öðru leyti bara að þakka Beardsley hlý orð almennt, bæði í minn garð og um fyrrum leikmenn félagsins.

  Algerlega til eftirbreytni og öðrum fyrirmynd.

  Hjartans þakkir…

 21. Sælir.
  Ég er að mörgu leiti sammála Beardsley.
  Ég er amk algerlega sáttur við að Downing var látinn fara á þessum tímapunkti. Söluverð + launapakki réttlætir það algerlega, getan (leysið frekar) hjálpaði þar til líka.

  Ég hefði viljað sjá Shelvey fara á lán en hann þurfti nauðsynlega að geta spilað alla leiki til að taka skrefið sem hann hefur alla burði til að taka (og er á góðri leið). Og ekki var hann í miklum sjéns að slá út Gerrard þetta tímabilið.

  Vonbrigðin eru kaupin sl. sumar en lítið við það ráðið núna. Það voru alveg væntingar en stundum standa menn bara ekki undir því.

  Eina rétta í stöðunni og á hárréttum tíma er að bregðast hressilega við í janúarglugganum. Ef það gerist og við fáum tvo amk óumdeilanlega byrjunarliðsmenn þá finnst mér hin slöppu kaup sem talað er um, bæta sig algerlega upp. Ef þessir títtnefndu þrír hefðu náð því að vera aðeins meira en lala (aldrei frábærir) þá hefði það getað latt menn til að fjárfesta núna.

  Því segi ég, núið er það sem skiptir máli, aktið hressilega elsku eigendur og í vor mun það ekki skipta máli þó Alberto eða Aspas eða lánið á Moses hafi verið flopp.

  YNWA

 22. Nokkuð sammála Beardsley efnislega, en hann hefði vel mátt sleppa þessum hroka og dónaskap !

 23. Held að Alberto og Moses eigi alveg eftir að skila einhverju með tímanum. Þeir hafa nú flestir verið að gera eitthvað þessir ömurlegu….Borini og Assaidi eru búnir að vera þokkalegir með sínum liðum og Allen er að koma til. Það vantar bara betri menn sem eru tilbúnir strax.

 24. Að öðru en Walcott verður frá í 6 mánuði og missir af Hm líka.
  Slæmt fyrir Arsenal.

 25. Sælir félagar

  Það er ekki ástæða til að pirra sig út í Beardsley þó hann slái á mismunandi strengi tungumálsins og skrifi líflegan og beittan texta. Ég sé ekki hroka og dónaskap né níð um einn né neinn og algerlega ástæðulaust að svara því útúr sem hann er að segja.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 26. Hjartanlega sammála Peter Beardsley.
  Verð að segja að þessar aftökur Magga á ungum leikmönnum liðsins eru orðnar frekar þreytandi í gegnum tíðina og virðist hann hafa þá náðargáfu að meta hæfileika manna án þess að hafa séð leikinn . ( Hann er að vísu búinn að sjá hann núna en svona naglar eins og hann eru ekkert að breyta um skoðun svona einn tveir og þrír….)
  Þeir eru orðnir ansi margir leikmennirnir sem að hann hefur drullað yfir bæði hérna og í podkastinu og virðist enganvegin tilbúinn að sýna smá þolinmæði og gefa mönnum séns.
  Var að horfa á fyrri hálfleik á móti Oldham og get bara enganveginn séð þennan arfaslaka Alberto sem fer svona í taugarnar á Magga. Finnst mikið spunnið í þennan strák, þó svo að það gangi alls ekki allt upp hjá honum en hann á greinilega framtíðina fyrir sér.

 27. Maggi Þér ferst að tala um að vera til eftirbreytni og til fyrirmyndar !!!!!!!!!

 28. Flott að heyra mismunandi skoðanir manna á einstökum leikmönnum og viðskiptum. Hver hefur rétt á sinni skoðun og áliti og maggi og Peter Beardsley hafa sett fram sín rök, alger óþarfi fyrir menn að kommenta til þess eins að rakka niður skoðanir annarra.

  Varðandi vinkilinn með jonjo shelvey og Downing þá er álit PB örugglega ekki fjarri lagi hvað varðar t.d. launakostnaðinn og er ég almennt á því að losa eigi miðlungsmenn á háum launum ef hægt er að fá sambærilega menn í þeirra stað en með lægri laun og að því gefnu að þeir séu á svipuðu verðbili. Það hefur þó ekki skilað neinu að hafa fengið Alberto og síðan Moses að láni. Aspas hefur mér fundist skör ofar. Allir eiga þó sammeiginlegt að hafa fengið fá tækifæri. Moses samt virðist einhvern veginn bara svo langt frá þessu að maður getur ekki annað en verið vonlítill í hans garð. Maggi bendir á að lána Alberto og kannski er það ekkert slæmur kostur, en það er hinsvegar skrítið að liv sem hefur verulega skort breidd undanfarið sé að kaupa menn eins og Borini og síðan Alberto á töluverðar fjárhæðir og lána þá svo strax án þess að spila þeim af neinu viti. Á æfingum hljóta menn að sýna hvers þeir eru megnugir og á ekki að þurfa marga mánuði eða misseri til þess að sjá þeirra raunverulega getu þar. Ef menn standa sig ekki þar þá hljóta þeir að fara sína leið. Að öðrum kosti þarf bara að spila þeim með von um að frammistaða verði í takti við getu.

  Það verður þó að segjast að það yrði gríðarlega svekkjandi í vor ef liv kæmist ekki í topp 4 og við værum að velta okkur upp úr skort á breidd því sumarinnkaupin hefðu ekki skilað neinu að viti og þá fullkomlega eðlilegt að menn spyrji sig hvort við hefðum verið betur staddir með Downing og Shelvey sem ég þó persónulega efast um að við hefðum verið.

  Aukaleikarar hjá liv verðað búa við þann súra veruleika þennan veturinn að við höfum takmarkað magn af alvöru leikjum til að spilaþeim og því eðlilegt að stjórinn sé vanafastur á sterkustu 11 mennina í hverri viku nema meiðsli eða óvenju mikið leikjaálag kalli á aðrar áherslur líkt og hefur kannski aðeins verið að gerast síðustu vikuna. Þá eykst enn pressan á aukaleikarana að standa sig þrátt fyrir að aðstæður sé mun erfiðari þar sem þeirra spilatími er svo lítill. Líklegast verður raunin sú að menn eins og alberto munu lítið spreyta sig í vetur nema til komi mikil meiðsli. Vonandi verður klúbburinn á betri stað hvað evrópuboltann varðar næsta vetur og því geti þessir ungu efnulegu leikmenn fengið fleirri leiki til að sýna sig og brjótast inn í topp 11.

  YNWA

 29. Hvaða skítamórall er í gangi hérna? Mega menn ekki koma með sínar skoðanir, hverjar sem þær eru, vel rökstuddar og málefnalegar?

  Ég sem púllari hef upplifað misjafnt gengi okkar ástæla félags, allt frá gullaldarliðinu frá tímum Paisley og upp eftir harðlífistímabilinu sem einkennt hefur undanfarin ár, með nokkrum fínum skotum inn á milli. En það sem ég hef ekki upplifað áður sem púllari er svona gríðarleg uppstokkun á félaginu. Allt frá því að verða tæknilega gjaldþrota og með buxurnar á hælunum sökum fjárglæframanna til eitt mest spennandi tímabils lífs míns, hvað stuðningsmaður Liverpool varðar.

  Það er algjörlega ljóst að BR og eigendur gera sín mistök, það er eðlilegt. Hver gerir það ekki en stefnumótunin og viljinn til að reisa risann upp á lappirnar á nýjan leik er algjör.

  Það sem þarf að gera núna er að ýta frá sér neikvæðninni. Hún er því miður alls staðar. Alveg sama hvaða lið Liverpool burstar, alltaf koma einhverjir ,,sérfræðingar” og staðhæfa að andstæðingarnir hafi verið slappir. Það er alveg sama hvaða leikmenn eru seldir eða keyptir, alltaf er hægt að finna neikvæða punkta á þeim öllum, meira að segja á besta fótboltamanni veraldar er neikvæður þáttur. Þessi þáttur tilheyrir reyndar fortíðinni en hún er svo stutt að baki að en það mun allt koma til. Luis Suarez mun verða legend hjá Liverpool, það er algjörlega klárt í mínum huga. Hann ásamt BR og eigendum klúbbsins. Við erum með framkvæmdastjóra sem, svei mér þá hlýtur að teljast vera ein af björtustu vonum framtíðarinnar og það er enginn þjálfari í veröldinni sem ég myndi vilja skipta honum út fyrir.

  Þessi bikarslagur var týpískur FA bikarleikur, neðri deildarlið sem er að spila leik lífs síns og fórnuðu limum sínum til að hugsanlega ná í úrslit lífs síns. Það tókst ekki því BR er að skapa Liverpool-lið sem er mótiverað sem sigurvegarar, kíkið bara á stöðuna í deildinni. Hún lýgur ekki neitt. Þegar ég var að alast upp þá var manstueftirjúnæted klúbbur sem var heillum horfinn og margir brandarar sagðir um þann klúbb. Ég get ekki betur séð en að sagan sé að endurtaka sig.

  Minn punktur er, njótum þess að vera í þessu flotta formi og njótum þess líka að sjá liðið okkar byggjast upp á réttum forsendum. Jákvæðni er vopn sem getur sigrast á ótrúlegustu vandamálum!

  Y.N.W.A.

 30. Spjallverjar mínir, við getum auðvitað verið með skiptar skoðanir á hlutunum án þess að vera að skíta hvorn annan út, þetta er spjallborð um mál tengd okkar ástsæla Liverpool liði, ekki scum síða. Við skulum bara virða skoðanir annara án þess að vera með eitthvað skítkast.

  Maggi á auðvitað rétt á sínum skoðunum varðandi Liverpool alveg eins og við hinir. Við getum alveg verið ósammála án þess að tala niður til hvors annars eða tala illa um hvorn annan.

  Annars af enska boltanum.

  Nú virðist scum vera að næla sér í Contreao (stafs.) ef eitthvað er að marka the Guradian. Það hlýtur að vera komin þokkaleg pressa á moyes eftir góð úrslit undanfarið 🙂

  Vonandi bætum við eins og einum til tveimur leikmönnum við okkur í janúar.

 31. Sælir félagar

  Nákvæmlega hafa nokkrir talað og lsgt gott til. Deilum en verum málefnalegir. PB og Maggi eiga báðir rétt á skoðunum sínum enda fram settar á málefnalegan hátt. Þótt ég hafi tekið afstöðu með öðrum Málsaðila er ég ekki að segja hinn bulla. Að mínu mati hefur PB bara meira til síns máls í þetta skiptið og allt í góðu með það.

  Gaman væri ef einhver rækist á eitthvað bitastætt í slúðrinu. Ég hefi ekki séð neitt ennþá enda ekki lipur í þeim geira. Tel það þó til leiðindafrétta ef MU er að ná sér í eitthvað bitastætt meðan við virðumst vera að elta úr sér genginn bláliða.

  Það er nú þannig

  YNWA

  Það er nú þannig.

 32. Hvar eru allir twittararnir, paparassarnir, leigubílstjórarnir?
  Eru okkar samningamenn að læðast með veggjum, undercover eða í Suður Ameríku?

  Las samt einhvers staðar að menn væru lokaðir inni að klára 9 mill kaup á Salah með mögulegri hækkun upp í 12 út frá einhverjum factorum.

  En ljóst að menn eru ekki að taka Harry eða big Sam á þetta og þegja þunnu hljóði.
  YNWA

 33. Sammála Magga að því leyti að það voru mistök að selja Downing og Shelvey. Ég er ekki frá því að liðið væri ofar á töflunni ef þeirra hefði notið við. Staðreyndin núna er að Alberto, Aspas og Moses hafa lagt allt of lítið til málanna í deildinni. Eins og Maggi hefur bent á áður var Downing einn besti leikmaður lfc vor 2013 og manni fannst undarlegt að selja leikmann sem loks var farinn að aðlagast og standa sig vel reglulega. Það eru ekki bara útlendingar sem þurfa að aðlagast nýjum félögum. Shelvey auðvitað er framtíðarmiðjumaður í úrvalsdeildinni. Ungur og á ýmislegt eftir ólært en er með hráefnin til staðar til að fara langt. Salan á honum er mér hulinn ráðgáta. Lán hefði verið skiljanlegt. En það hefur vantað stál á miðjuna í ýmsum leikjum og Shelvey hefði verið góður kostur þá. Ég ætla bara rétt að vona að það sé annaðhvort klásúla um prósentur ef hann verður seldur til annars liðs eða það sé buy back option. Ef eitthvað lið ætlar sér Shelvey núna er það aldrei að fara kaupa hann á undir 10 millj.p.

  Ef svo liðið myndi í vor komast í meistaradeild þá mætti versla Aspas og týpur eins og Alberto uppá breiddina. Ekki gambla á unproven gaura to save a buck. Því ef liðið lendir utan topp 4 verður fjárhagslega tjónið auk missis á lykilleikmönnum miklu, miklu meira en mismunur á launakostnaði Downing, Shelvey og Borini samanborið við Aspas, Alberto og Moses.

 34. Já, þabbarrasonna…

  Hér koma “sentin” mín. Það hefur ekki verið neitt svaðalegt leyndarmál að við Maggi erum ósammála um þessa hluti og höfum nokkrum sinnum rætt þetta í rólegheitum. Í mínum huga var það “nó breiner” að láta Downing fara og hef ég ekki séð eftir honum eina einustu mínútu. Reyndar finnst mér búið að tala hans frammistöðu full mikið upp á seinni helmingi síðasta tímabils, hann var alls ekki slæmur, en mér fannst hann fjarri því að vera frábær og engan veginn að standa undir þeim launapakka sem hann var á. Þar fyrir utan þá var þetta síðasti séns að fá eitthvað fyrir kappann, því eins og komið var inn hér að ofan, þá er hann orðinn 29 ára gamall og samningurinn hans byrjaður að tikka hratt niður. Það eru bara mikil “eftirávísindi” að horfa til getuleysis Moses í vetur og tala um að við hefðum átt að sleppa því að fá hann að láni og halda frekar Downing. Held að flestir hafi nú verið nokkuð spenntir fyrir svona straight skiptum á sínum tíma, að þetta hafi verið klár styrking. En það sáu afar fáir fyrir að Moses myndi verða svona skelfilega slakur og áhugalaus.

  Nei, Downing VARÐ að fara, simple as that og hann hefur nákvæmlega ekkert sýnt hjá West Ham. Eins og liðið hefur verið að spila í vetur, þá hefði hann ekki fengið mörg innlit í liðið, bara good riddance í mínum huga.

  Aspas var svo hugsaður í stað Borini, ekki í stað Downing. Sá hefur verið ansi óheppinn með meiðslin sín og þar fyrir utan þá hefur hann lítið sem ekki neitt fengið að spila sína stöðu vegna góðs forms hjá Sturridge og Suárez, sem hlýtur líka að vera bara nokkuð gott mál (þ.e.a.s. að þeir hafi verið í það góðu formi að hann hafi ekki fengið tækifæri í stöðuna).

  Síðasta atriðið er svo þetta Jonjo vs. Alberto og þar get ég tekið undir ýmislegt. Ég viðurkenni það fúslega að ég væri til í að hafa Jonjo hjá okkur áfram í stað Alberto. Ég held að það hafi einfaldlega ekki verið í boði. Við komum inná það í síðasta Podcasti að þó það sé hægt að segja við gaura eins og Suárez að hann eigi bara að virða samning sinn, þá er það erfiðara með unga stráka eins og Jonjo, því þú veist að þú ert ekki að fara að geta gefið honum eins mikinn spilatíma og hann þarf á að halda til að taka næstu skref á ferli sínum. Það myndi ekki gera honum neitt gott að halda áfram í sama fari og hann var, enda sýndu frammistöður hans það að vera svona á jaðrinum og að fá einstaka mínútur, hann var ekki að nýta það neitt sérlega vel. Engin Evrópukeppni í vetur þýddi líka það að hans tækifæri yrðu mun færri, eins og reyndar Alberto er að kynnast núna.

  Menn spyrja um lánssamning fyrir Jonjo. Jú, gæti vel verið að það hefði hentað okkur betur, en við vitum lítið hvað gerist í samskiptum manna í milli. Hann gæti hafa sagt nei við slíku og viljað byrja ferilinn formlega og fá solid base. Auðvitað hefði verið hægt að segja honum bara að þegja og virða samninginn sinn, en hverjum er greiði gerður með því? Við værum með óánægðan strák sem er lítið að spila og hann gæti ekki fengið sín tækifæri. Ég skil því alveg söluna á honum, þó svo að ég hefði kosið að lána hann bara eða að halda honum áfram.

  Hvort Alberto er köttur í sekk eða ekki, það er ég ekki til í að dæma um strax. Hef heyrt að honum hafi gengið illa að aðlagast nýju landi og kúltúr. Ég er samt ekki tilbúinn að skrifa hann sem eitthvað flopp strax.

  Eftirsjá í þessum 2 gaurum? Nei. Moses flopp? Já. Aspast flopp? Not yet. Alberto flopp? Time will tell.

 35. @Maggi

  “Gott að gleðja Beardsley annað slagið. Fín mynd af honum líka.”

  Mynd? Beardsley var nú ekki alveg þannig skapaður að myndbirting væri honum til framdráttar. Þess utan þá var engin myndræn útsending af leiknum og vel við hæfi að dæma ekki umræðuna af hinu sjónræna 🙂

  En SSteinn er algerlega með þetta hér að ofan og hans “cent” eru margir dollarar í mínum huga. Downing var búinn á Anfield, sérstaklega í samhenginu að fá gæði fyrir peninginn. Það var allra hagur að selja hann á þessum tímapunkti og ég græt krókódílatárum yfir þessari sölu.

  Varðandi lán eða sölu á Shelvey þá hefði ég alveg verið til í að fá hann til baka eftir tímabilið en eins og SSteinn bendir réttilega á þá er meira á bakvið tjöldin sem við ekki vitum. Jonjó býðst einfaldlega að vera byrjunarliðsmaður í liði í Evrópukeppni á HM-vetri og séns á að þroskast og sanna sig undir leiðsögn Laudrup. Það er ekki raunhæft að ætlast til þess að hann væri sáttur við sæti á bekknum til þess eins að fá mínúturnar hans Luis Alberto eða að vera síðastur í goggunarröðinni inn í miðjustöðurnar.

  Oft er talað um að menn megi ekki vera of fastir í Football Manager með óraunhæfum innkaupum á stórstjörnum en það sama gildir líka um að halda mönnum ánægðum á bekk eða í hópnum. Ólíkt rafrásunum þá eru þetta mannverur og það er ekki kveikt/slökkt á þeirra skoðunum, vilja eða mótiveringu. Shelvey þurfti líka að fara þó að ástæðurnar væru aðrar en með Downing. Ef hann þróast í rétta átt og nær að gernýta sína hæfileika er aldrei að vita nema að hann gæti snúið aftur og ég myndi fagna því ef svo væri.

  Eins og SSteinn klikkir út með að þá finnst mér of snemmt að dæma Spánverjana þó að þeir hafi ekki beint dottið í gírinn ennþá. En vissulega vonaðist maður eftir mun meiru frá Moses og hans frammistaða eru klár vonbrigði. Það góða við þá stöðu er að við getum skilað gallaðri vöru og vonandi keypt heppilegri mann í staðinn.

  En auðvitað vonast allir eftir liðsstyrk í janúar til að gera atlögu að toppnum og ég treysti kaupnefndinni ágætlega til þeirra verka miðað við þeirra aðgerðir hingað til.

  Pís át.

  YNWA

 36. Horfði á leikinn í gær, og mér fannst Alberto bara ekkert lélegur, var mikið í boltanum, gott flæði hjá honum og dreifði boltanum vel, datt aðeins niður síðasta korterið en ég myndi seint segja að hann hafi verið lélegur.

  Ég allavegna er ekki búinn að gefast upp á honum

 37. Ég var nú svo heppinn að vera á Anfield á leiknum og verð ég að segja að það kom mér á óvart og þeim sem voru í kringum mig að Alberto fór útaf í hálfleik enda var hann búinn að vera besti leikmaður Liverpool í fyrri hálfleik en það var þó augljóst með innkomu Coutinho/Lucas þá gékk spilið mun hraðar fyrir sig og miklu meiri hraði í skyndisóknunum. En vá Alberto er frábær á boltanum, missti töluna á því hversu oft hann klobbaði leikmenn Oldham

Liðið gegn Oldham

Róleg vika – opinn þráður