Janúarglugginn opinn

Það er kannski ekki alveg sama pressa hjá Liverpool og fyrir ári síðan er leikmannaglugginn er engu að síður opinn á ný og hann gæti orðið spennandi fyrir okkur.

Liverpool reyndi að kaupa nokkra mjög spennandi leikmenn í sumar sem tókst ekki og ætti því að hafa smá bolmagn til þess núna í janúar. Eins er meistaradeildarsætið mjög raunhæfur möguleiki og bæði FSG sem og hugsanlegir leikmenn vita það. Það gæti skipt máliog hjálpað til við að fá betri leikmenn en við t.d. áttum kost á í sumar.

Stundum er talað um að janúarglugginn sé mun erfiðari heldur en sumarglugginn en ef árangur Liverpool er skoðaður undanfarin ár sjáum við að sú afsökun heldur ekki vatni ef þú ert með klóka menn í að sjá um þessa hlið mála fyrir þig. Síðan janúar 2006 hafa þessir leikmenn komið til Liverpool í þessum mánuði Coutinho, Sturridge, Carroll, Suarez, Maxi, Skrtel, Mascherano, Arbeloa, Fowler, Agger, Kromkamp.

Væntingarnar eru misjafnar og því langar mig að gera smá könnun núna áður en nokkur maður kemur eða fer.

Raðið upp MAX þremur leikmönnum sem þið teljið raunhæfan möguleika á að fá í janúar (lán eða kaup) og hverjir gætu farið (ef einhverjir). Endilega með rökstuðningi.

Væri gaman að skoða þessa færslu svo aftur 1.febrúar og sjá hvað félagið fór nærri væntingum.

83 Comments

  1. 1. Ivan Rakitic miðjumaður hjá Sevilla.
    – Skilar mikið af mörkum og er t.d. búinn að skora 7 mörk í La Liga í vetur.

    2. Mohamed Salah vængmaður hjá Basel.
    – Gríðarlega öflugur og teknískur leikmaður sem hefur farið á kostum í Meistaradeildinni, m.a. gegn Chelsea.

    3. Daley Blind vinstri bakvörður hjá Ajax.
    – Öflugur bakvörður sem er kominn í Hollenska landsliðið.

    Væri magnað að halda flestum af þeim leikmönnum sem við höfum. Ég myndi þó ekki sakna Iago Aspas ef við myndum ná að losa okkur við hann. Þá væri gott a koma leikmönnum eins og Martin Kelly, Tiago Ilori/Sebastian Coates og Jordon Ibe á lán.

  2. Mohamed Salah frá Basel, Moussa Dembele frá Spurs og Christian Benteke frá Aston Villa inn. Borini, Aspas og Moses út. Væri glaður með svona janúarglugga…
    Menn þekkja hraða, tækni og gæði Salah úr CL. Dembele er að mínu mati gríðarlega sterkur miðjumaður bæði fram og aftur, líkamlega hraustur, góður skotmaður og sendingamaður. Benteke er óslípaður demantur, afar sterkur á boltann í teignum, getur skotið og býður upp á aðra hluti frammi en Suarez.

  3. Twitter uppfullt af því að 9m evra tilboði Liverpool í Salah hafi verið samþykkt og að hann fljúgi til Merseyside í kvöld til að ganga frá læknisskoðun og samningi í framhaldinu. Hef aldrei séð hann spila svo ég muni svo ég held alveg vatni. Vonandi kemur hann manni skemmtilega á óvart…..með fyrirvara um að slúðrið sé rétt.

    Ég myndi vilja henda 15m í Luke Shaw hjá Southampton. Sömuleiðis myndi ég vilja fá alvöru samkeppni við Glenn Johnson hægramegin. Þar er Montoya orðaður og væri það frábært því hann getur leyst af vinsta megin í hallæri. Sóknartengilið(Salah?) væri vel þegin og svo væri ég til í að sjá ungan og efnilegan miðjumann sem væri framtíðar Steve G….þó Henderson sé að fara fram úr björtustu vonum þá sé ég hann ekki sem þessa týpu. Reyndar eigum við Rossiter þannig að kannski er ekki þörf á því en ég er á móti því að setja svona pressu á svo ungan leikmann. Síðast, en ekki síst, væri ég til í að setja 2-5m í Berbatov. Hann er ótrúlega frábær leikmaður og gæti nýst okkur vel í 1-2 ár og hjálpað okkur að komast í hóp þeirra bestu aftur.

  4. Draumalistinn, ólíklegt en ekki ómögulegt:

    1) Mata
    -Æji, munið ekki eftir þessu spænska leikmanni. Var mjög góður hjá plastfánaklúbbnum hér um árið. Frekar lítill. Vanmetinn leikmaður af einum manni á þessari jörðu.

    2)Shaw
    -Vinstri bakvörður S´hampton. Næsti A.Cole. Fer til Utd / Chelsea á árinu.

    3)Matuidi
    -Að mínu mati ákkúrat sá miðjumaður sem við þurfum. Ef hann ákveður að fara frá PSG (stutt eftir af samningi) þá verður annað hvert lið í heiminum á eftir honum.

    Raunhæfari listi:

    1)Rakitic
    -Liverpool er svo langtum stærri klúbbur en Sevilla að það er ekki vandamálið. Það er frekar áhugi annarra liða. Tel samt sem áður að við gætum vel lokkað hann til okkar.

    2)Banega
    -Leikmaður Valencia, sem virðast eiga í eilífum vandræðum með fjárhaginn. Flottur og spennandi miðjumaður.

    3)Salah
    -Fljótur, teknískur, vinnusamur, ungur, efnilegur. Virðist fitta 100% inní módel þeirra Brendan og FSG, amk á pappírnum. Líst vel á kauða, þó ég hafi ekki séð nema einn heilan leik með Basel síðasta árið, sem var gegn Chelsea.

  5. Ég er að velta fyrir mér í ljósi þess hve vel það gékk síðast, að skoða markaskorara frá Ajax eða hugsanlega markahæsta mann deildarinnar

  6. Ó hvað það væri gaman að fá Mata til Liverpool. Það væri svo fáránlega skemmtilegt að það væri ekki einu sinni fyndið … jú, djók, auðvitað myndum við hlæja – hlæja að Mourinho og Chelsea fyrir að láta okkur aftur fá einn leikmann sem þeir geta ekki notað 🙂

    En það er einmitt ástæðan fyrir því að Liverpool mun ALDREI fá Mata. Olíubaróninn mun aldrei láta Liverpool hafa sig að fífli, í þriðja skiptið – fyrst Torres, svo Sturridge. Hann og Mourinho hafa reynt að ná einu höggi til baka með að lána okkur Moses, en það gengur ekki upp hjá þeim því þeir fá hann aftur í vor 🙂

    Alveg með ólíkindum að Mata skuli ekki vera notaður meira af Mourinho. Sem kannski sýnir okkur bara hversu góður þjálfari Rafa er – hann kunni að ná því besta út úr þessum frábæra leikmanni – tjékkið bara á tölfræðinni hans á síðasta ári. Mourinho getur það ekki.

    Mata myndi tróna langefstur á draumalistanum, en eins og ég hef sagt, þá eru hverfandi líkur á því að hann komi til Liverpool.

    Hér er minn drauma-/raunhæfi innkaupalisti þessa glugga:
    1 – Xabi Alonso (Real Madrid)
    Kannski meiri óskhyggja hjá mér en nokkuð annað. Hann hefur, að því mér skilst, ekki skrifað undir nýjan samning hjá Real.
    Hann hefur taugar til Liverpool.
    Liverpool ÞARF á alvöru miðjumanni að halda.
    Hann er “gamall” og því ekki svo dýr.

    2 – Ivan Rakitic (Sevilla)
    Fyrirliði Sevilla, Króati, hefur verið orðaður við félagið og reyndar fleiri félög undanfarið. Öflugur leikmaður sem er einmitt leikstjórnandi eins og mér finnst Liverpool virkilega þurfa á (sbr. áðurnefndan Xabi Alonso). Hefur verið að leika sem djúpur miðjumaður hjá Sevilla en framliggjandi hjá landsliðinu, hann er því fjölhæfur og það er það sem þarf í nútímafótbolta.
    Tel þetta vera töluvert raunhæfan kost.

    3 – Blaise Matudi (PSG)
    Olræt – ég bjó um tíma í Frakklandi og hef oft fylgst með frönsku knattspyrnunni þegar ég kemst í það. Þetta er spennandi leikmaður, sem hefur lent í ekki ósvipuðum aðstæðum og Sakho – efnilegir og góðir leikmenn, sem eru einfaldlega fórnarlamb sykurpabba sem vilja aðeins “ready-made world class” leikmenn. Og helst eins dýra og hægt er.
    Matudi er enn einn miðjumaðurinn sem ég tel hér upp, sem sýnir kannski hvar ég tel veikleika liðsins vera. Hann er algjör baráttuhundur, en jafnframt góður leikmaður. Væri fínn til að berjast við Lucas um stöðu, eða bara með Lucas á miðjunni og leyfa þeim brasilíska að færa sig meira fram á við, eins og hann var upphaflega.

    Þeir sem gætu farið:
    1 – Skrtel/Agger
    Fyrir mánuði síðan hefði ég lagt pening undir á að Skrtel færi, en nú er ég ekki jafn viss. En mig grunar samt að Rodgers vilji halda áfram að endurnýja vörnina, og þar sem hann gerði Agger að varafyrirliða, þá vil ég ennþá halda því fram að Skrtel haldi á braut – beinustu leið til Ítalíu, til Napoli.

    2 – Victor Moses
    Hann kom með miklar væntingar – bæði gerðum við miklar væntingar til hans, og eins talaði hann fjálglega um hvað hann ætlaði sér. Því miður þá er hann bara ekki góður leikmaður. Það er bara ekkert flóknara en það, og því fyrr sem menn senda hann aftur til Chelsea, því betra.

    3 – Joe Allen
    Set hann hérna einnig, en einungis að því gefnu að Rodgers næli í Alonso eða Rakitic. Hann átti að kunna leikstíl Rodgers 100% þegar þeir komu, en hann virðist bara vera einu númeri of lítill fyrir verkefnið – svona líkt og Charlie Adam. Fínn leikmaður engu að síður, og ég væri vel til í að halda honum enda fínt að hafa svona mann í hópnum. Hann er samt ekki byrjunarliðskandítat í mínum kokkabókum, sérstaklega ekki þegar hægt er að næla í hina tvo.

    Homer

  7. ætla ekki að stressa mig á þessu, ég er nefnilega alveg öruggur á því að nú vilja menn koma til okkar. Við verðum í topp 4, alveg pottþétt 🙂

  8. Sælir félagar

    Eigum við að leika aftur við Hull eða . . . Í rammanum um næsta leik stendur það og ég trúi ekki mínum eigin augum

    YNWA

  9. Ég verð að játa að ég horfi á nánast enga aðra leiki heldur en Liverpool leiki, og veit því sama og ekki neitt um aðra leikmenn í öðrum félögum, nema þá að þeir hafi verið að spila á móti Liverpool og jafnvel þá er ég ekki að taka eftir því hvað andstæðingarnir heita. Treysti því bara að njósnarateymið finni einhverja góða.

    Hvað varðar það hvort einhverjir fari í burtu, þá finnst mér hópurinn ekki vera það breiður að það borgi sig að fækka eitthvað. Mér finnst allavega að þessi gluggi þurfi að enda í 2-3 mönnum í plús, og jafnframt er örugglega ekki gott að rugga bátnum of mikið.

    Svo skil ég ekki afhverju Ibe fær ekki fleiri sénsa. Vildi gjarnan sjá meira af honum í aðalliðinu.

  10. 1. Mvilla ( verðum að fá backup fyrir Lucas.)

    2. Tello ( fullkominn fyrir Liverpool. Væri til í að eyða öllu budgetinu í hann og rúmlega það)

    3. Þarf ekki meira ef 1 & 2 mæta.

  11. Það verða eflaust einhver óþekkt nöfn sem munu koma á Anfield. Hef svo sem enga sérstaka í huga. Hvernig væri að bæta Alfreð við í sóknarlínuna. Er hann nógu góður til að spila fyrir Liverpool.

  12. Ivan Rakitic, hann er búinn að vera mjög flottur í vetur.

    Fáum aldrei Mata, vitum það allir/öll hér en alltaf gaman að láta sig dreyma.

    Salah virðist líklegur, veit ekkert um þann kappa og er því ekki dómbær.

    Myndi langa í Tello eða Montoya. Af hverju ekki, flottir leikmenn í þær stöður sem við hljótum að vera að leitast við að styrkja. HM næsta sumar og þeir hljóta að vera spenntir fyrir því að fá meiri spilatíma til að auka líkur á landsliðssæti.

    Voru til peningar sl sumar og reynt við alvörumenn sem ekki náðist að landa, vonandi sá peningur enn í boði og þá er ég bjartsýnn á að við náum einhverjum alvöru bita. Erum í meistaradeildarsæti að spila flottan bolta svo við ættum að hafa meira aðdráttarafl en sl sumar.

    Ekki einhverja 14 ára heldur alvöru menn sem hafa þegar sannað sig takk.

  13. Nokkrir góðir eru ekki að fá að spila í ríkustu félögunum og HM handan í hornið. Hjálpar til í glugganum.

    1. Alonso heim
    2. Montoya eða Bertrand, þurfum bakvörð
    3. Tello á lán, hann þarf að spila
    4. Salah, líklegast done deal

    YNWA

  14. Er með svipaða lista og Laki, væri gott að fá Tello og Alonso. Eg er ekki alveg viss með með Salah en er til i að taka þa áhættu.
    Alfreð er alls ekki nóg góður fyrir Liverpool, væri gaman að sjá hann spreyta sig hjá Cardiff eða svipuðu liði. Vil heldur ekki Gylfa, hann mundi kanski styrkja hópinn en við munum ekki vinna neitt með hann i stóru hlutverki.
    Eg vil fleiri kaup eins og Coutinho. Gott verð og frábær leikmaður.

  15. Tello og Salah, þá eru vinstri og hægri kantarnir nokkuð vel mannaðir með öskufjlótum strákum. Ivan Rakiti? virðist einnig vera hörkuleikmaður. Þá ætti miðjan að vera vel mönnuð. Vörnin er traust. Hvað varðar bakvarðarstöðurnar þá þarf sérstaklega annan í þá hægri. Hvernig væri að fá báða kólumbísku bakverðina hjá Napoli, þá Pablo Armero og Juan Zúñiga. (Ég er dálítið bíaseraður núna og vil Kólumbíumenn í Liverpool. Ég veit ekkert hvernig þeir eru er eru þó fastamenn með landsliði sínu. Gallinn, þeir eru 27 og 28 ára og því hugsanlega of gamlir.)

  16. Inn:
    Kevin De Bruyne hjá Chelsea – nýkominn fær ekkert að spila og er óhamingjusamur
    James Milner hjá City – jafn duglegur og Henderson er nóg fyrir mig
    Dembele Tottenham – ótrúlega lúnkinn leikmaður

    Út:
    Ef það kemur risatilboð í annaðhvort Skrtel eða Agger þá myndi ég taka því, prófa Kelly í miðvörðinn. Allt of margir miðverðir í liðinu.

  17. Hvernig væri að hópskora á Stöð 2 Sport að sýna Liverpool í bikarnum um helgina ?

    (innskot Babu: held að þeir hjá 365 geri alltaf það sem þeir geta til að ná LFC leikjunum og hafa gefið út að þeir hafa spurt um þennan leik, þessi virðist bara ekki vera í boði.

    Marðassnillingurinn og viðskiptamaðurinn (í UK) sem fær það út að sýna ekki LFC leik ætti hinsvegar ekki að vera í því starfi sem hann er, það er alltaf markaður fyrir LFC leik.)

  18. Ég vona bara að það verði komið okkur á óvart og smellt inn einu stóru nafni sem hefur ekki verið orðaður við félagið.

    En ég væri líka til í að fá þessa leikmenn.

    1. Gylfi Sig, frábær leikmaður sem ég held að Rodgers gæti látið springa út.
    2. Tello frá Barcelona held ég að myndi smellpassa í þetta lið.
    3. Montoya bakvörðurinn frá Barcelona.
    4. Pedro frá Barcelona væri efstur á mínum lista.
    5. Xabi Alonso væri alltaf melkominn aftur á Anfield.

  19. Ég væri alveg til í þennan Salah hann er mikið efni sýnist manni.

    Ég væri til í að sjá Liverpool gera athlögu að sóknarmanni sem hefur sínt að hann ,,virkar” í ensku. T.d væri þetta góður tímapunktur til að kaupa Benteke, hann hefur ekki verið að brillera undanfarið og það gæti hjálpað til með verðið. Hann er engu að síður enn hrikalega góður leikmaður sem getur bætt sig mikið. Ég er líka hrifin af Loic rémy!

    Annars er drauma leikmaðurinn El Shaarawy, það er ef til vill lang sótt.

    Ég myndi vilja lána Aspas, það gæti mögulega reynst honum jafn vel og Assaidi og Borini. Ég tel að chissocho/Enrique/Flanni sé fínt í bili og bakvarðastöður skoðaðar í sumar. Það þarf einni að mínu mati að fara að skoða stöðuna hans Glen Johnson.

    Gleðilegan glugga, G

    G-mjólkin

  20. Vinstri kant, Sallah eða annan
    Miðju a la Mascherano, Agyemang-Badu?
    Alvöru varamarkmann; hef ekki nafn

    Allen, Aspas og Borini fá sjens fram á sumar!

    Við eigum svo Assaidi, Coady og Suso í ræktun hjá öðrum:)

  21. Fyrir utan þau nöfn sem hafa hér komið fram er einn gæi hjá West Ham sem pakkaði okkar mönnum saman hérna um árið. Diame heitir hann, kraftmikill leikmaður sem getur virkað ansi vel í sumum leikjum, sérstaklega þegar við þurfum djúpan miðjumann með Lucas eða til að leysa hann af. Hefur ekki spilað sérlega vel í ár, enda hafa miðjumenn hjá Sam Allardyce ekkert að gera í leikjum annað en að horfa upp í loftið. Einn af þessum þremur; Diame, Matuidi eða M´Vila væru góður kostur á miðjuna.

    Í sóknina virðist vera búið að ganga frá kaupunum á Saleh. Það er ekkert sem gerir mig æstan, hef þó alveg trú á honum. Mata væri auðvitað draumur og þá væri líka sterkt að fá Rakitic inn, held þó að Saleh og sterkur miðjumaður væru frábær kaup í þessum glugga. Held það sé óráðlegt að láta nokkurn mann fara.

  22. Ég vona nú að það verði ekki hróflað mikið í hópnum. Þurfum ekki mikla breidd í þetta rólega prógram og aukin breydd í janúar bætir ekki skort á breidd hjá okkur í desember, eina mánuði tímabilsins sem við þurftum breidd.

    Skoðum að selja miðvörð í sumar í fyrsta lagi. Eini maðurinn sem má fara mín vegna er Moses og ég eiginlega bara skil ekki afhverju það er ekki löngu búið að skila honum. Hver min sem hann fær á vellinum er min sem einhver ungur (Ibe) fær ekki og hann hefur engu skilað – ekki einu sinni nennt að reyna. Sóun á skiptingu að setja þennan mann inná. Hinn lánsmaðurinn má vera út tímabilið en mér finnst hann nú ekkert frábær.

    Bakvaðarstöðuna má reyna að laga en held að það sé of mikið vesen í janúar, ekkert til af þessu liði… no one wants to grow up to be a gary neville. Shaw og Coentrao væru góðir kostir, langar ekkert í þennan Chelsea bakvörð. Sennilega þarf að bæta hægri bakvarðarstöðuna líka enda Johnson frekar tæpur oft í tíðum.

    Cover fyrir Lucas í einhverjum háum klassa finnst mér endilega ekki vera þörf á meðan við erum ekki í stífara leikjaprógrami (en maður veit aldrei hvenær menn meiðast – myndi sennilega eyðileggja þetta tímabil að missa Lucas í löng meiðsl). Ef einhver finnst þá gott og blessað.

    Er mjög sáttur með Lucas-Gerrard-Henderson miðjuna og ef það á að fara að kaupa einhvern miðjumann væri það þá til að koma í staðinn fyrir Gerrard. Allen er fínt backup og Gerrard á að vera byrjunarliðsmaður amk út þetta evrópulausa tímabil.

    Kantarnir… hér má hinsvegar bæta einvherjum við enda aðeins tveir menn sem koma til greina þar (já eða að setja framherjana okkar þar). Þekki ekkert til þessa Salah og get ekki sagt að Basel-Chelsea heilli mig til áhorfs frekar en aðrir Chelsea leikir (neyðist reyndar til að horfa á amk 2 á tímabili) svo ég sá ekki þessa góðu spilamennsku gegn Chelsea. Að mínu mati þarf bara aukna breidd hér og því kannski fínn kostur. Mata verður að spila seinni hluta móts og kannski hægt að nýta sér það, skipta Moses út fyrir Mata að láni. Tello væri líka spennandi kostur en finnst það jafnvel ólíklegra en Mata.

    Ég vil semsagt bara 1 kantmann í staðinn fyrir Moses sem má fara til Chelsea – segjum Salah, Tello eða Mata. Cover fyrir Lucas er bónus og svo má styrkja bakvarðarstöðunar í sumar.

  23. Það er ekki augljóst hvar okkur vantar mest liðsstyrk.

    Maður hefur séð spekúlasjónir um að t.d. Sterling sé á leiðinni á lán. Það getur einfaldlega ekki staðist nema að einhver hágæðavængmaður komi inn í staðinn. Mín skoðun er sú að við eigum frekar að gambla á þunnt aftast og fremst, en bæta við miðjumönnum/vængmönnum sem skora mörk. Við erum hársbreidd frá því að vera með svona 13-15 leikmenn sem gera fullt tilkall til topp 4. Það ætti vonandi að nægja.

    Ég er ekki búinn að skoða úrvalið og slúðrið almennilega (maður getur orðið geðveikur á Twitter- og fréttalestri í þessum transfer gluggum). Tveir sterkir í þær stöður sem ég nefndi og kannski einn bakvörður sem virkar báðum megin á vellinum?

    Sá eini sem má fara í janúar er Moses. BR þarf að selja öðrum sem mögulega munu verma bekkinn mikilvægi komandi vortarnar fyrir félagið og hvetja þá til dáða og þátttöku í því verkefni.

  24. Skv. Liverpool Echo þá er LFC ekki nálægt því að ganga frá kaupunum á Salah. Ég vill ekki að Liverpool selji neinn í janúar, frekar að lána unga leikmenn sem þurfa fleiri leiki og reynslu.

    Leikmenn sem ég mundi vilja eru kannski þeir sem ekki er raunhæft að við getum náð í.

    Mata, Costa og David Alaba er draumurinn.

    Raunveruleikinn ? kannski Salah inn og einhverjir guttar á láni út.

  25. 1) Salah/Tello, ég vill fá annan þeirra, kaupa Salah og kannski lán á Tello og henda Moses í faðminn á Móra?

    2) Diame/Matuidi/Badu, við verðum að fá backup fyrir Lucas Leiva, sem mér fannst arfaslakur á móti Mansjittý, Diame yrði draumurinn af þessum 3 þar sem hann er alveg eins og Yaya Touré að mínu mati, gæjinn tekur 1 skref meðan aðrir meðalmenn taka 3-4 og hann er nautsterkur og duglegur, og svo lúmskur framávið líka þannig hann yrði frábær kostur og myndi líklega bara henda Lucas úr liðinu..

    3) Rakitic, frábær miðjumaður sem er með auga fyrir sendingum, væri meira en til í að hafa hann á miðjunni og stýra spilinu, hann kann líka að skora mörk!

    4) Montoya, guð minn almáttugur hvað Johnson hefur verið slakur á tímabilinu, enda engin samkeppni fyrir hann.. Þarf smá spark í rassgatið.

  26. Draumur.
    1.Gylfi Þór. Rodgers er ekki búinn að fyrirgefa honum að hafa ekki komið strax.
    2.Cole frá Chelsea. Fáum ekki neitt frá yfirstéttarliðinu vegna þeirra fyrri reynslu. samanber TORRES, Sturridge og svo vidare.
    3.Zlatan. Sennilega of dýr.
    4.Costa. Samkvæmt mínum manni á Spáni er Arsenal að undirbúa risatilboð.

    Raunveruleiki.
    1.Beteka. Er ekki að finna sig hjá Aston Villa. Vitum að þetta er gífurlega sterkur leikmaður og gæti reynst okkur vel.
    2.Ivan Rakitic. Væri draumur í dós og spurning með verðmiðann. Teknískur, markaskorari og Lucas mundi njóta sín betur.
    3. Salah. Virðist vera leikmaður sem fittar vel inní leikstíl okkar.

    Vörnin stendur sig þannig að þurfum ekki að fá neitt þar inn. Glen kemur sterkur inn þannig að þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Enqurie kemur inn og Flaganan er bara þrælgóður. Agger er gæðaleikmaður með keppnisskapið á hreinu. Frakkin með fallega andlitið er stríðsmaður. Toure? Kannski smá vonbrigði en við sáum það á innkomunu á móti Hull að hann er allur af vilja gerður. Skretl er maður sem bæði vinnur leiki og tapar þeim líka! Erum vel settir samt þar.

    Ef raunveruleikinn verður ekki bara draumur þá getum við verið sáttir og verðum í 2-3 sæti.
    Verð að viðurkenna það að nú er virkilega gaman að vera Liverpoolaðdáandi.

  27. Skemmtilegur leikur. Hér koma mínu blautu draumar en í anda hinnar hagsýnu húsmóður. Sem sagt traust, gott, vandað og peninganna virði.

    Í vörnina vill ég þýskt stál. Þar væri efstur á óskalistanum Benedikt Hövedes frá Schalke en einnig yrðu tvíburarnir Lars og Sven Bender boðnir velkomnir annar hvor eða báðir.

    Á kantinn væri ekki slæmt að fá sjálfan Múhameð, þ.e. Salah. Ég hef mika trú á þessum náunga og ekki mun það skaða treyjusöluna að hann er Egypti (85 milljóna þjóð).

    Loks myndi ég vilja frá Iker Muniain frá Bilbao í sóknina. Af tilfinningalegum ástæðum finnst mér að ávallt sé a.m.k. einn Þjóðverji og einn Baski í liði Liverpool en það er auðvitað mitt vandamál. Ég myndi líka bjóða Xabi Alonso hjartanlega velkominn en sá orðrómur gengur á Spáni að hann langi sjálfan til Liverpool.

  28. Frekar færri leikmenn og meiri gæði. Myndi sætta mig við 1 til 2 góða leikmenn. Salah er nefndur og Rakitic væru frábær viðbót. síðan að koma þeim sem eru í meiðslum í stand það væri klár viðbót við hópinn.

  29. Allt tal um Xabi Alonso held ég að sé ótækt, maðurinn er fæddur 1981 og verður því 33 ára á þessu ári, það passar einfaldlega ekki inn í stefnu FSG að borga ofurlaun til leikmanna sem eru komnir af léttasta skeiði. Mér finnst alveg nógu átakanlegt að fylgjast með Gerrard á miðjunni. Já ég sagði það, ég vil Gerrard burt úr liðinu, orðinn gamall, hægur og liðið leikur alls ekki jafn skemmtilegann bolta með hann inná.

    1) Saleh, virðist vera öruggt þó fréttir af því fari fram og til baka
    2) Rakitic
    3) Montoya

    þó að Aly hafi verið ömurlegur á köflum á þessu tímabili erum við með 3 vinstri bakverði og engann til að leysa af ýmist lélegann eða meiddann Glen Johnson (sem einnig ætlar sér burt frá liðinu þegar samningur hans rennur út)

    Við fáum EKKI Mata, Pedro eða Tello

  30. Getur einhver útskýrt þetta svo mjög skrítna twitt frá John W. Henry

    “So what are the real odds of making top four at this point? City 99%, Chelsea 91%, Arsenal 87%, LFC 61%, United 30%, Everton 20%, Spurs 12%”

    Ég bara fæ með engu móti skilið hvað hann er að meina með þessu.

  31. Er John W. Henry ekki bara að benda á að hann gerir skýra kröfu á fjórða sætið.
    Ánægður með að hann hefur ekki mikla trú á Manchester United og Everton!

  32. Eitthvað í umræðuna en draumaleikmaðurinn væri Bastian frá Bayern, en hann er væntanlega ekki falur, á meðan við finnum einhvern góðan á miðjuna þá ættum við að reyna að fá Essien sem backup, ef hann helst heill þá er væri þetta besti miðjumaður sem við gæutm fengið + hann vill fá að spila fyrir HM eitthvað sem hann fær ekki hjá Chel$ki.

  33. Ég er á því að liðið þurfi að kaupa reynslu í takt við æsku. Ég væri alveg til í að sjá Xabi Alonso koma til baka og ég held að það slái hátt og taktfast Liverpool-hjarta í Alonso sem hefur verið tíður gestur í Liverpool frá því hann flutti frá borginni. Hann hefur reglulega frá því hann fór frá félaginu verið í viðtölum hjá LFCTV þar sem hann hefur hælt liðinu og stuðningsmönnum. Ég tel ekki óraunhæft að hann komi til LFC. Hugsa að næsti samningur hans hjá RM hljóði uppá launalækkun og fleira þannig að ég held að LFC ætti alveg að geta fengið hann á 2-3 ára samningi.

    Eins væri mjög sterkt að fá mann með reynslu til að koma beint inní liðið og inná miðjuna.

    Ég held að liðið sé í kjörstöðu til að fá efnilega leikmenn (wonderkids). Ungir leikmenn sem vilja fara í Premier League hljóta að sjá Liverpool sem vænan kost, sbr. Ryan Gauld, Julian Draxler og fleiri. Þegar ungir leikmenn koma til LFC og spila undir BR geta menn átt von á því að fá að spila á meðan þeir eru bara varaskífur í öðrum liðum sbr. Chelsea og City.

    Juan Mata væri líka vænn kostur á miðjuna en ég tel ekki miklar líkur á að Chelsea skjóti sig í fótinn einu sinni enn með því að selja ungan og efnilegan leikmann.

    Barcelona á leikmenn sem væri spennandi að fá, þ.e. þá Tello og Montoya.

  34. 1. Salah – ótrúlega hávært að hann komi…maður bíður samt spenntur eða rólegur þangað til.
    2. Montoya – flottur kostur í bakvörðinn – myndi veita Johnson verðuga samkeppni
    3. Muriel (frá Udinese) – hörkugóður striker og fljótur sem myndi sóma sér vel í liðið.

    Mig myndi reyndar líka langa í Badu, frá Udinese…

  35. Skil ekki ef slúðrið um að Sterling sé að fara á láni til Swanse, á sama tíma og hópurinn er þunnur eins og íslenskur unglingur eftir þjóðhátíð. Held að það sé glapræði að lána leikmenn núna þegar síðari hálfleikur tímabilsins er að fara hönd, sérstaklega leikmenn sem hafa verið að stimpla sig hressilega inn. Á sama tíma eru Aspas og Moses ekki komnir á skrið. Ég treysti því að þetta sé bara marklaust slúður.

    Annað sem mig langar að koma að og það er þetta drullusokkalið sem heitir stelpunafninu chelsea. Hvernig má það vera að múrínhjó vill láta frá sér Mata og lána Lukaku á sama tíma og hann er að rembast við að koma Torres í gang og keypti svo Eto. Ég meina, það mætti halda að það væri einhver illa gefinn að spila FM leikinn.

    Óskalistinn minn er:
    1. Sweinsteiger
    2. Costa
    3. Shaw.

    Raunhæfur listi:
    Treysti BR til að uppfylla hann fyrir mig 🙂

  36. Sælir drengir.

    Það sem Liverpool þarf er breidd og styrk á miðjuna. Verðum bara að treysta á að Suarez og Sturridge verði sæmilega heilir og reyna að ná því besta útúr vængmönnum. Liðið þarfnast líka reynslu, það dugir ekki að verða litlir í sér gegn hákörlunum. Þess vegna vil ég sjá Alonso og Arbeloa koma til baka og svo má auðvitað lífga upp á vængspilið með Salah. Aðrir bakverðir sem við gætum skoðað væru Bertrand og Sagna sem er að renna út á samningi.

  37. Menn eru að nefna Sweinsteiger sem dæmi.
    það í sjálfu sér ekki vitlaust að skoða álíka leikmenn
    Alonso til baka eða eitthvað í þá átt
    okkur vantar tilfingalega vel spilandi sterkan mann á miðjuna.
    Lucas,Allen,Hendo eru allt fínir spilarar sérstaklega er ég hrifin af Hendó hann er stór og sterkur strákur með fínar sendingar. En okkur vantar mann sem á miðjuna Og ég geri mér fulla grein fyrir því að Gerrard er í Liverpool okkur vantar bara fleiri sterka menn þarna.
    Svo má hata mig fyrir að setja aðeins út á vörnina og þá sérstaklega bakverðina
    það verður bara að segjast að Johnson né Cissokho kunna að dekka menn og það er að skapa miðvörðum okkar vandræðum ekki það að ég sé að verja að þeir vinna varla skallabolta í föstum leikatriðum menn virðast alltof oft vera telja vitlaust þarna og oftar en ekki byrja vandræðin á sitthvorum enda vítateigsins.

    En stóra atriðið er að hópurin sem er hjá Liverpool er fínn.
    Og ef það eru til peningar til leikmannakaupa þá er algjör óþarfi að vera kaupa 0-12 punda áhættur í liðið til að lána þá í næsta glugga.
    Liverpool þarf að komast í meistaradeild evrópu og opna veskið næsta sumar.
    það verða alltaf leikmenn á lausu eins og t.d. Özil sem fór til Arsenal.
    Mata losnar örugglega bráðlega og svo Reus örugglega líka
    þarna eru bitar sem eiga vel heima í Liverpool
    ég geri mig grein fyrir að Coutinho og sturridge kostuðu ekki mikið meira en upphæðin sem ég nefndi áðan. En fyir mér voru það ekki álíka áhættur þar sem báðir þessir leikmenn voru vel þekktir og búnir að sýna að þeir gætu spilað á hæðsta leveli þurftu bara traust og leiktíma.
    Ac Milan er í bullinu þá er tilvalið að reyna við El Shaarawy,Montolivo,De Jong
    þarna eru 3 bitar sem verða ekki í Cl næsta tímabil og allir góðir spilarar og tveir síðarnefndu líkamlega sterkir.

    svo er það vörnin það verður að fara skoða bakvarðarstöðunar hjá okkur og finna einhvern Hyypia inn í teigin
    ég vona að FSG ásamt Rodgers viti hvað vantar upp á til að klára þetta púsluspil það er svo lítið sem vantar upp á að þetta lið verði virkilega alvöru það er búið að vinna alla grunnvinnu svo vel.

  38. Salah virðist vera á leiðinni. Væri til í Shaw í vinstri bak og Alonso heim. Finnst mönnum Flanagan ekki kandidat í að taka við af Glen? Hann hefur staðið sig afar vel í vetur, og hann hefur meira að segja oft verið að spila út úr stöðu (vinstri bakverði).

  39. David Villa…hvað ætli hann sé að gera í dag?….nei, reyndar langar mér ekkert í hann. Flott stefna hjá klúbbnum að kaupa bara tvítuga gutta. Klúbburinn virðist vera betur rekinn núna heldur en, svei mér þá, síðan ég fór að halda með félaginu þegar yfirvaraskegg voru í tísku.

  40. Eina stöðurnar sem mér finnst raunhæft að styrkja eru miðja og hugsanlega vængir. Það eru nú þegar þrír aðkeyptir bakverðir í hópnum plús tveir uppaldir svo viðbætur þar eru ólíklegar án þess að einhver fari.

    Hinsvegar eru skuggalega fáir miðjumenn í hópnum miðað við toppliðin þrjú. Í raun eru bara þrír eiginlegir miðjumenn í liðinu, Lucas, Gerrard og Allen plús Henderson sem spilar líka á vængnum og sem sóknartengiliður. Þarna þarf virkilega liðsstyrk ef gengið á að endast fram á vor. Rakitic væri mjög mikil styrking svo vonandi er eitthvað til í þeim sögusögnum.

    Vængstöðurnar eru svo dálítið spurningamerki. Sturridge kemur væntanlega aftur í byrjunarliðið við hlið Suárez, Henderson færist á hægri og Coutinho og Sterling deila vinstri vængstöðunni. Aspas (nb ein skrýtnustu kaup síðari ára, 26 ára með 30 leiki í fallbaráttu La Liga sem toppinn á ferilskránni) væri svo backup í strikerstöðurnar. Í þessu kerfi væri vængmanni ofaukið hugsa ég.

    Ef Rodgers hinsvegar ákveður að keyra á 4-3-3 áfram væri fljótur vængmaður vel þeginn. Hendo væri þá á miðjunni og Suárez, Sturridge, Coutinho, Sterling + 1 í framlínunni.

  41. Svo er reyndar annað nafn sem ég hef hent inn oft áður og ég sé ekki neitt því til fyrirstðu af hverju hann væri ekki raunhæfur kostur en sá maður heitir því skemmtilegu HULK.

    Hann er 27 ára og með mikla reynslu, hann er fastamaður í landsliði Brazilíu og spilar sem kantframherji og er með magnaðan fót.

    Tölfræðin hans

    2008–2012 Porto 99 (54)

    2012– Zenit Saint Petersburg 32 (16)

    In June 2013, Hulk represented Brazil at the 2013 FIFA Confederations Cup. He played in every match as the team’s starting right-winger, including the final,

    Ef þetta er ekki akkurat það sem við þurfum þá veit ég ekki hvað.

  42. Draumur:

    1.Costa
    2.Hulk
    3.Alonso

    Raunveruleikinn:

    1. Hulk? bað um sölu frá Zenit minnir mig fyrir ekki svo löngu, heldur ekkert Hulk lokuðum í einhverri Rússneskri meðalmennsku svo lengi.
    2.Snöggur kantmaður, treysti Rodgers og Co ágætlega að finna einhvern gaur. Veit um nokkra efnilega í Portúgölsku deildinni, vonandi kíkja þeir þangað.
    3. Alonso heim 2014! veit bara ekki um betri mann en Alonso til að koma okkur aftur í topp4, ekki verra að hafa hann líka upp á breiddina og auðvitað til að sýna Allen hvernig á að skora mörk frá miðju!

  43. Hérna eru þrjú skemmtileg myndbönd til að bæta geðheilsuna meðan félagaskiptagluggabrjálæðið gengur yfir:

    http://www.youtube.com/watch?v=PdLvX2JYy4k – Top 20 Liverpool Goals in 2013
    http://www.youtube.com/watch?v=uA9RvjyX1H4 – Luis Suarez || All Goals || 2013/14 || (Part 1) HD
    http://www.youtube.com/watch?v=dQ5lUJm9rvw – José Mourinho rings David Moyes after the Spurs game

    Síðasta er hrikalega fyndið og svo er ekki laust við að maður sakni Enrique og Sturridge (einnig Flanno!) við að sjá hin tvö. Það styttist í kappana! 🙂

  44. Jæja ég héld við getum allveg gleymt Hulk eða Mata komi til okkar ef FSG heldur í þessa Moneyball og fjárfesta nær eingöngu í unga og efnilega leikmenn. Ég bara sé ekki FSG eyða yfir 30 milljóna pund í þessa leikmenn hvað þá villji koma til okkur.
    Svo við getum gleymt stór kaup í leikmenn eins og ég nefni uppi.
    Ég tel að við erum taka jafnmikla áhættu á þessi kaup á Salah og þegar við keyptum Asssadi. Ég bara veit ekkert um hvort hann er nógu góður enn hann er ungur og ekki dýr svo kannski alveg óhægt taka sénsin á honum.
    Við þurfum líka góðan djúpann miðjumannsvo þessi Rakitic(ofdýr?) ætti vera góður kostur ef ekki þá Alonso(ódýrarri kostur?). Bara semja við Real og reyna fá hann strax í janúar.
    Spurning með vinstri bakvörð og þá er þessi Ryan Bertrand fínn leikmaður og ætti verðmiðinn vera viðráðanlegur.
    Að lokum tel ég við ekki þurfa pæla í hægri bakvarða stöðunni í janúar og jafnvel framherja stöðunni. Eitt vill ég þó nefna þá er ég ekki alveg fatta af hverjun Illori fái ekki tækifæri að spilla hægri bakvörð. Hann sló hraðamet Nani og Ronaldo í Sporting.
    Svo Salah(£9m), Bertand(£8m) og lokum Alonso(£2m) og við fáum fyrsta valkost á Will Hughes þá ætti þessi mánaður vera mjög góður jánúargluggi:)

  45. SKO………. ef enska knattspyrnusambandið er búið að kæra BR, þá bíð ég spenntur eftir því að þetta sama samband kæri David Moyes fyrir sín ummæli eftir tapið á móti Spurs. Rodgers talar um “horrendous” dómgæslu og Moyes um “scandalous”. Sé ekki mikinn mun á og spurning hvort sambandið sé samkvæmt sjálfu sér!! (sem ég geri ekki ráð fyrir)

  46. Hljómar spennandi.

    In his column for Sunday World Liverpool legend John Aldridge urged Brendan Rodgers to use the next transfer windows to add quality to this Liverpool squad, and suggested there could be some big signings during this and next transfer window.

    Aldridge: “Luis Suarez’s decision to sign a new contract with Liverpool suggests the club have something special planned in this upcoming transfer window, because the Uruguayan striker would not have committed his future to the club unless he was getting promises of ambition in the future.”

  47. Bæði formaður og vara formaður FA eru man utd menn þannig að það er ekki hægt að taka mark á þessu sambandi. Ég segi einsog Haukur það verður gaman að sjá hvað þeir gera við Moyes.

  48. HaukurJ. Talsvert stór munur á því sem BR og DM sögðu. BR sagði ekki bara að dómgæslan hefði verið hroðaleg heldur bætti hann því við að dómararnir væru frá stór Manchester svæðinu og ýjaði þ.a.l. að því að þeir væru hlutdrægir og þar með óheiðarlegir.

    Ég er innilega sammála honum en þetta var óheppilegt orðaval engu að síður.

  49. #BjarniJói

    Þú segir að Hulk 27 sé klárlega ekki á lista eigenda Liverpool því hann sé of gamall en þú heldur í vonina að þeir muni fara á eftir Alonso sem er 32 ára. Vissulega er Alonso ódýrari en hann er líka 5 árum eldri.

    Ég held í vonina um að eigendur liðsins muni koma skemmtilega á óvart í januar.

  50. BjarniJói, Bond og fleiri. Í sambandi við Alonso og slíkar pælingar held ég að það hljóti að vera allt í lagi á þessum tímapunkti að taka eitt signing sem byggist á skammtímahugsun. Aðalatriði er að yfirborga ekki mjög illa. Svo mikið er í húfi varðandi topp 4 að ég er viss um að menn séu til í að sveigja fyrra vinnulag örlítið.

    Ég á ekki von á neinu RISA signing, en mikið yrði það nú skemmtilegt surprise! 2-3 leikmenn í byrjunarliðsklassa og enginn (sem komið hefur nálægt byrjunarliðinu) nema Moses út og ég verð sáttur.

  51. Þessar kærur frá FA eru nú ekkert að æsa sig yfir, hvað ætli Ferguson hafi náð að safna mörgum? Þær voru yfirleitt fleiri en 1 á hverju tímabili.

  52. Mata, Alonso og Salah. Þá ættum við að vera fínir fram í miðjan maí.

    Eyjólfur. Þriðja vídeóið er frábært. Þegar BR dettur inn og byrjar á 1.57… priceless 🙂

  53. Væri ekki gott að fà Torres aftur til að ná ferlinum á strik aftur ? Gerrard og Luis myndu hjálpa til við það. Alonso fyrir hvern ? Henderson ? Gerrard ? Veit ekki

  54. Mata Sala og Cabaye, yrði drauma glugginn
    Cabaye er mjög góður leikmaður á 28 aldurs ári, er aðeins yngri en Alonso sem væri frábært að fá en er kannski svolítil nostalgía í því líka, og þess vegna ætla ég að segja Cabaye og leggja nostalgíuna til hliðar.

  55. #Bond

    Ég persónulega myndi fagna tilboð í leikmann eins og Hulk. Ég tel hann ekki vera of gamall (langt frá því). Ég er að benda á að stefna FSG hefur verið finna unga efnilega leikmenn eins og Coutinho eða Sturridge kringum £10m múrinn. Ég myndi frekar áætla að þeim myndi finnast Hulk of kostnaðursamur á kringum £30m og fjárfesta frekar í Salah sem spilar svipaðri stöðu og Hulk fyrir £9m. Kannski munu þeir koma á óvart og ná að landa í Hulk. Þetta myndi senda stór skilaboð til keppinauta okkar.
    Varðandi Alonso þa var ég meina ef við gætum ekki fengið Rakitic þá væri gott fá Alonso því ég tel hann ennþá vera topp leikmann.

  56. Stefán 72. Torres fyrir hvern? Ekki allavega Suarez og/eða Sturridge, þ.e.a.s. ef þeir eru heilir

  57. Láta reyna á XHERDAN SHAQIRI of stór biti til að missa af ef hann skyldi vilja losna. 20 mill ásættanlegt verð

    Tello frekar en Salah. Lán og sjá svo til hljómar vel. 10 mill ef hann stendur sig vel dæmi gæti virkað.

    Xabi ef hann er til í að koma á heiðursmannasamning, 2 til 3 ára á sanngjörnum launum

    Einhvern þjóðverja eiginlega sama hvern, must have it. Ef Shaq kemur þá má sleppa því hann er nógu þýskur fyrir minn smekk

  58. Væri frábært að fá inn 2 góða leikmenn í jaúar en svo erum við að fá J Allen J Flanagan D Sturridge og J Enrique
    inn svo ég er bara kátur 🙂

  59. Alfreð Finnbogason, kominn tími á íslending í LFC, en væri líka til í Gylfa.

  60. 1. Mascherano. Fær ekki að spila sína stöðu hjá Barca. Ef þeir kaupa miðvörð gæti þetta verið sjéns. Yohan Cabaye til vara. Við þurfum að auka gæðin á miðsvæðinu.

    2. Coleman. Ég veit að Everton vill ekki selja okkur en þetta verður rosalegur leikmaður. Setja Johnson vinstra megin og skila Cissoko.

    3. Lukaku. Chelsea vilja ekki sjá hann. Everton á ekki fyrir honum núna. Veikja Everton og bæta við mjög góðum manni sem hefur miklu meira en Carroll og gæti að mínu mati fallið inní leikkerfi Rodgers.

  61. Væri til í Mata ef Chelsea er tilbúið að selja hann til okkar. Vil ekki sjá nein íslending, ekki nógu góðir fyrir okkar lið.

Liverpool 2 – Hull 0

Oldham á morgun í bikarnum