Liverpool 2 – Hull 0

Fyrsti leikur á nýju ári, heimavöllurinn okkar sterki og aðkomuliðið úr útgerðarborginni Hull mótherjarnir.

Nýbúnir að stúta okkur á sínum heimavelli, rústuðu síðasta leik á meðan okkar drengir höfðu tapað tveim í röð. Alveg magaverkur fyrir leikinn hjá mér allavega, mögulegt bananahýði fyrir framan liðið fannst mér, kannski ekki síst þegar ég horfði á byrjunarliðið:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Agger – Cissokho

Lucas – Henderson

Sterling – Aspas – Coutinho

Suarez (C)

Á bekknum: Jones, Rossiter, Kelly, Toure, Moses, Alberto, Gerrard

Ansi stór skörð hogginn í hópinn að undanförnu, Cissokho og Aspas komnir inn í byrjunarliðið og það held ég að hafi ekki verið óskastaðan fyrir þennan leik. Á bekknum kom það á óvart að Brad Smith datt úr hóp en í stað hans kom fyrirliðinn frábæri aftur í hópinn.

Fyrsta kortérið var sterk vísbending um að við ættum erfiðar 90 mínútur í vændum. Hull lágu aftarlega, spiluðu gróft og reyndu svo að negla boltanum á vörnina okkar fyrir Sagbo að elta, nokkuð sem gekk ansi vel í fyrri leiknum í vetur. Við virtumst ætla að eiga erfitt með að ná að komast ofar á völlinn.

Á 19.mínútu fengum við aukaspyrnu sem að Suarez skoraði úr en fékk flaggað á sig rangstöðu. Sá dómur var réttur en tæpur og kannski bara fínt að hafa ekki fengið “jafnað út” vitleysur fyrri leikja þar (cue: æla yfir svoleiði bullfullyrðingum). En þetta virtist vekja okkar lið og draga tennurnar úr gestunum. Allt annað flæði var í okkar leik þó vissulega hafi vantað upp á sendingagetu á sóknarþriðjungi til að skapa færi. Það hjálpaði ekki að Hull fengu að takla, djöflast og sparka í okkar menn, sérstaklega Alex Bruce sem átti auðvitað að fá að fara í sturtu fyrir fjögur í dag, en ungur og lítt reyndur dómari virtist vilja hafa menn í spjalli svolítið og vildi því lítið spjalda þó mörg væru tilefnin.

Á 37.mínútu skoruðum við svo mark eftir hornspyrnu. Fyrirliði dagsins, Daniel Agger vann sér gott svæði í teignum og skallaði boltann að markinu þar sem Henderson fipaði markmanninn með að láta boltann fara framhjá sér. Þetta mark var ekkert endilega í kortunum en við þáðum það með þökkum og sérstaklega sætt að sjá Danann ljúfa stanga boltann í netið.

Fram að hálfleik fengum við tvö alger dauðafæri til að skora, fyrst Hendo eftir flott samspil og fína upplögn frá Aspas. Færi sem einfaldlega var svakalegt að nýta ekki og síðan bjó Coutinho sér til frábært skotfæri úr teignum eftir flotta sendingu Hendo, en í bæði skiptin settu þeir boltann framhjá.

Svo er ekki hægt að enda lýsingu fyrri hálfleiks nema að láta vita að Luis Suarez fékk gult spjald, sem var svo kjánalegt að ég bara get ekki sleppt því. Búið að reyna að sparka hann út úr leiknum en meinlaus snerting hans á Davies karlinum var dæmt sem brot verðugt spjaldi. Ég á ekki orð yfir því hvað þeir virðast eiga erfitt með það enskir dómarar að lesa áhersluatriði UEFA sem tala um að vernda beri hæfileikaríka leikmenn.

Hálfleikur og 1-0. Strax á 50.mínútu svaraði Suarez fyrir alla vitleysuna með enn einu stórkostlegu marki. Nú vann hann sér stöðu um 5 metrum teigs og brotið var á honum. Það var aldrei vafi hver var að fara að skjóta þessari, enda klíndi okkar dásamlegi Luis Suarez boltanum yfir varnarvegginn og í bláhorið. Fullkomlega óverjandi fyrir allar varnir og markmenn, staðan orðin 2-0 og við komnir í afar góð mál.

Viðbrögð Bruce vara að skella í þrefalda skiptingu og um tíma náðu gestirnir smá momentum í leiknum, komust ofar á völlinn og dúndruðu nú enn meir inn á vörnina okkar. Johnson var þá farinn haltrandi útaf og Kolo Toure kominn í hans stað, og síðan kom fyrirliðinn inná fyrir Aspas karlinn. Skemmst frá að segja stóð liðið þetta áhlaup Hull vel af sér og frá mínútu 75 var bara spurningin hvort við bættum við og næðum að halda hreinu. Coutinho og Henderson fengu bestu færin til að bæta við en allt kom fyrir ekki, nokkuð öruggur 2-0 sigur staðreynd og úrslit í öðrum leikjum þýða að við erum í CL-sæti á ný, nokkuð sem skipti miklu máli.

Eins og ég ræddi í upphafi fannst mér alveg erfitt að vera fara inní þennan leik í lok jólatarnar, enda Hull með ólseigt lið. Eftir erfiðar 20 mínútur í upphafi náðu okkar menn góðum tökum á leiknum og verðskulduðu þennan sigur fyllilega, það var mjög mikilvægt að komast strax á sigurbraut á Anfield og mönnum var augljóslega létt í leikslok. Mér fannst líka skipta mjög miklu að halda hreinu, kominn tími á það.

Frammistaða leikmanna var líka á fínu róli.

Mignolet var traustur í markinu og er stöðugt að verða betri í fótunum.

Varnarlínan átti mjög góðan dag. Reyndar er ég handviss um það að Glen Johnson hefur verið að spila meiddur (eða örþreyttur) upp á síðkastið en Figueroa fór lítið upp og það var bara fínt hjá honum. Sérstaklega var gott að sjá að Agger og Cissokho geta nýst okkur vel í baráttunni, voru báðir mjög góðir.

Miðjan þeirra Lucas og Hendo var mjög sterk, Hendo er að verða stöðugt meiri lykilmaður í liðinu okkar og ég fyrirgaf honum í lokin að klára ekki deddarann sem hann fékk.

Aspas á erfitt en mér sýnist þessi strákur þó vera að leggja sig fram og reyna að komast inn í hlutina, er viss um að hann fær annan séns á móti Oldham, ætla ekki að afskrifa eitt eða neitt. Coutinho er mjög góður en mér finnst hann þó þurfa að velja sínar ákvarðanir betur og þá sérstaklega til að verða meiri liðsmaður. Raheem Sterling átti enn einn góðan leikinn, McGregor varði vel frá honum í fyrri hálfleik og hann var það mikil ógn að El Hamady, einn besti leikmaður Hull var bara í vörn.

Frammi hefur Luis átt betri daga, en það var auðvitað í dag því að á hann var gefið veiðileyfi. Hann var óheppinn í rangstöðumarkinu en aukaspyrnan hans var stórkostleg og auðvitað er hann alltaf okkar besti maður.

Ég ætla hins vegar að leyfa mér að horfa í aðra átt til að velja mann leiksins, hann var í mínum huga Daniel Agger sem skoraði lykilmark og stjórnaði varnarleiknum til að halda hreinu, sem var mjög mikilvægt.

Framundan er bikarleikur við Oldham núna á sunnnudaginn, þar verður ekki slegið slöku við eftir ófarirnar gegn þeim í fyrra og framlengingu gegn Notts County í haust. Viku seinna ferðumst við til Stoke. Fyrir þann leik skilst mér að Sturridge og Enrique eigi mögulega séns á að vera í hóp, en mikið vildi ég að við hefðum bætt við einum manni í sóknarlínuna fyrir þau átök.

En virkilega þungu fargi af mér létt, við fengum 9 stig út úr jólatörninni sem mér fannst fyrirfram ásættanlegt.

65 Comments

  1. 3 mikilvæg stig í hús og kóngurinn er mættur aftur og við héldum hreinu.
    Daggerinn minn maður leiksins.

  2. Verulega ángæður með stigin þrjú. En það var tvennt sem ég var ekki sáttur við í þessum leik.

    Nr1. Er komið veiðileyfi á Suarez?

    Nr2.Færanýtingin hjá Coutinho, Sterling og Henderson í dag var alls ekki góð.. eitthvað sem þeir þurfa að laga strax. Fengu ALLIR dauðafæri í dag og synd að enginn þeirra skuli hafa náð að nýta þetta.

  3. Vona að Suarez sé ómeiddur eftir þennan leik. Það virðist vera veiðileyfi á hann núna til þess að reyna að koma honum úr jafnvægi, samt, höldum hreinu, og 3 stig. Næst er það FA Cup.

  4. Flottur sigur. Auðveldari leikur en ég átti von á. Hefði hæglega getað verið 4/5-0 ef Henderson & Coutinho hefði nýtt færin sín. Algjör synd að litli brassinn okkar hafi ekki nýtt færið í lokinn eftir þennan líka frábæra einleik.

    Þriðja sinn undir stjórn Brendan Rodgers sem að andstæðingarnir eiga ekki skot á markið. Varla hægt að biðja um meira m.v. álagið og meiðslin síðustu daga.

    Fjórða sætið okkar eftir umferðina. Nú eru fjórir dagar í FA bikarinn þar sem við getum gefið helstu “kannúnum” okkar frí, Stoke svo 12. jan þar sem að Flanno, Sturridge og Gerrard verða vonandi allir komnir á fullt ásamt hugsanlegum nýjum andlitum.

    Jákvætt!

  5. Couthinho er FRÁBÆR dribblari og sendingarmaður. En please hættu þessum skotum gefðu hann frekar, enda alltaf á tunglinu eða langt fram hjá.

  6. Aaah.. notalegt þetta 4 sæti, sérstaklega þegar Everton hafa haldið því heitu fyrir okkur!

  7. Sælir félagar

    Góður heimasigur á Hull tígrunum(?). Ég hafði eins og fleiri áhyggjur af þessum leik en sigur okkar manna var aldrei í hættu. Það hlýtur að koma að því að Hendo og Cautinho hitti rammann og þá verða sigrarnir stærri. Suarez með sitt 20. mark sem er ótrúlegur árangur hjá honum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. STEFÁN : hefuru svona lítið vit á fótbolota held það sé það versta sem við gætum gert væri að láta coutinho hætta að skjóta svona mikið hvernig í fjandanum helduru að hann verði góður í því .. það er ekki bara nóg að skjóta á æfingum í autt mark…. gerrard fæddist ekkert master í að slengja boltanum útum allan völl ..
    komon strákar hættum þessu væli um dómara ogþað fögnum bara þessumstigum og höldum áfram!!!

    ynwa

  9. Til lukku með þessi fínu þrjú stig öll saman : )
    Frábær byrjun á nýju ári.

  10. Snilld að hirða öll stigin og það verðskuldað, þrátt fyrir að dómgæslan hafi ekki verið nægilega góð að mínu mati – fáranlegt hvernig Hull menn fengu að níðast á Suarez í fyrra hálfleik. Frábært að hafa haldið hreinu og að Hull ekki átt skot sem hitti rammann!

    Frábær byrjun á árinu, þó frekar fúllt að bæði Everton og Arsenal hafi náð að landa stigi/stigum á loka mínútunum!

    Ennnn…fjórða sætið okkar eftir umferðina sem er frábært 🙂

  11. jonny: Hann er alltof oft að skjóta þegar það væri betra að leggja hann út til hliðar á manni í betri stöðu. Og Gerrard hefur alltaf verið frábær skotmaður síðan hann byrjaði að spila fyrir aðalliðið.

  12. Liðið spilaði á köflum virkilega vel og mikil hreyfing á mönnum.
    Þó eru nokkrir sem eru ekki nógu góðir fyrir það lið sem við viljum sjá og vonandi munu næstu tvær vikur kítta uppí það.

    Aspas er búinn með sinn litla sjéns. Móses á bara að fara heim.
    Salah og Tello væru flottir inn uppá hraðan og tæknina. Alonso heim væri frábært.
    En alvöru bakvörður sem getur spilað báðum megin fer að verða ansi ofarlega á forgangslistanum.

    En mikið rosalega er ég ánægður með backbone-ið í liðinu, hryggjarsúlan er sterk.

    YNWA

  13. Mignolet: 6, hafði lítið að gera, hélt hreinu.
    Johnson: 4, andlega fjarvegandi eins og í undanförnum leikjum
    DAgger: 8, maður leiksins.
    Skrtel: 7, góður.
    Cissokho: 6, komst vel frá sínu.
    Lucas: 8, besti leikur hans á tímabilinu.
    Henderson: 7, átti að skora, vinnusamur og skilaði boltanum vel frá sér.
    Coutinho: 6, síógnandi, en ákvarðanatökum hans var ábótavant.
    Sterling: 5, líklega ekki tilbúinn fyrir svona mikið leikjaálag.
    Aspas: 2, sannfærði alla um að liðinu vantar fleiri sóknarmenn, helst tvo.
    Suarez: 7,5 var að sjálfsögðu allt í öllu sóknarlega og fyrra markið hans átti auðvitað að standa. Fékk grimma meðferð, mildi að hann meiddist ekki.

  14. Skyldusigur, job done. Héldu hreinu, vörnin aldrei í vandræðum, ekki fallegur fótbolti lengst af en hefðu þó átt að skora svona 4-5 mörk í dag. Illa farið með Suarez af tríóinu, ekkert nýtt þar. Hann hlær þó vanalega best.

    Jákvætt að sjá Stevie G aftur og flottur leikur hjá Coutinho og Henderson sem hefðu þó báðir átt að nýta betur. Lucas líka almáttugur á miðjunni í dag, vonandi það sem koma skal frá honum. Neikvætt var frammistaða Aspas sem virkar alveg langt úti á túni á þessu leveli, sem og „innkoma“ Moses sem heillaði ekkert frekar en fyrri daginn. Vonandi er Johnson ekki illa meiddur en hann ætti hvort eð er að fá 10 daga frí núna.

    Aftur í 4. sætið og aftur á sigurbraut. Glæsilegt bara.

  15. Númer 1, 2 og 3 að vinna þennan leik án frekari meiðsla.
    Númer 4: Óþolandi spjald sem Suarez fékk hjá þessum rookie dómara. Tók mann aftur í 12′-13′ tímabilið.
    Númer 5: Aspas var slakur, ekki í góðum takti, stressaður og missti boltann allt of oft. EN, hann lagði upp frábært færi fyrir Henderson, hann hefur ekki spilað leik í sinni stöðu frá undirbúningstímabili, hefur verið meiddur og því kannski ekki skrýtið að hann eigi erfitt uppdráttar. Hann er viljugur og ekki ómögulegt að hann komi til. Kannski rétt að minna þá fjölmörgu sem slátruðu Assaidi hérna á síðasta tímabili á að sá gæi er búinn að skora þrjú flott mörk fyrir Stoke á tímabilinu og hefur líklega aukið verðgildi sitt tvöfalt nú þegar. Verum ekki svona fljót að dæma menn úr leik.
    Númer 6: Suarez vill helst gefa á Gerrard. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt.

    En fyrst og fremst, þakklátur fyrir stigin þrjú og minnkandi meiðslalista.

  16. Algerlega frábær 3 stig. Liðið sýnir karakter að klára þennan leik eftir 2 mjög andlega niðurdrepandi leiki þar á undan.

    Daggerinn og Skertel stigu ekki feilnótu í þessum leik, sérstaklega var ég ánægður með Daggerinn og tilnefni hann mann leiksins. Henderson og Lucas voru öflugir á miðjunni og Coutinho alltaf ógnandi og gríðarlega flínkur fótboltamaður. Það eina sem Coutinho þarf að bæta eru skot hans að marki. Hann þarf að bæta það. Samt frábær leikmaður sem á bara eftir að verða betri.

    Við bara verðum að versla mann til að keppa við Johnson um hægri bakvarðarstöðuna, það er bara ekkert öðruvísi. Cissokho var svona la, la. Ekkert frábær en samt ekkert slakur heldur. Held að Aspas verði seldur í janúar. Hann reyndar tíaði vel upp fyrir Henderson í fyrri hálfelik en átti samt í heild sinni mjög slakan leik.

    Suarez er bara á annarri plánetu….þetta mark hans var stórkostlegt!

    Allavega frábær 3 stig og 4. sætið er okkar 🙂 Gátum ekki beðið um betri byrjun á nýju ári. Nú fá lykilmenn okkar kærkomna hvíld og ég er nokkuð viss um að BR taki “áhættu” í bikarleiknum í næstu viku, þ.e. hvíli a.m.k. 5 – 6 byrjunarliðsmenn, sennilega Suarez, Lucas, Johnson, Henderson, Coutinho og jafnvel Skrtel.

    Svo þurfum við bara að versla okkur 2 – 3 öfluga leikmenn í janúar og þá erum við í góðum málum! 🙂

  17. Verð að segja að þessi Salah lítur helvíti vel út á youtube. Í okkar liði fyrir næsta leik?

  18. þarf vikilega að drepa suarez til að fá gult í tæklinug á honum, það er einsog the FA(focking ashols) hafi selt veiðileyfi a hann, ég vet þetta eru hörð orð en það bara viðist aldrei neitt vera dæmt þegar hann er sparkaður niður, það er sönnun á tilvist guðs að maðurinn gékk af vellinum.

    annars flottur leikur en nokkrir lykilmenn greinilega þreittir og nokkuð auljóst að það þarf að auka breiddina.

    ég var lika virkilega að vona að það kæmi eitthvað úr aspas, sem virðist aldrei fá að spila stöðuna sína, af hverju var hann ekki settur fremst og suarez á kantinn, suarez spilar á kantnum me landsliðinu en aspas kann ekki að spila neina aðra söðu en framherji.

  19. Við erum að standa okkur vel gegn minni spámönnum í deildinni. Með aukinni breidd gætum við náð úrslitum gegn stóru liðunum á Anfield. Var stressaður fyrir leikinn í dag en eins og Rodgers sagði þá voru þetta ein bestu úrslit í deildinni á þessu ári. Miðað við þreytu og þunnan hóp þá hefði maður ekki þorað að spá okkar mönnum sigri í dag.

  20. United tapar fyrir Tottenham á heimavelli. Assaidi tryggir jafntefli gegn Everton. Árið byrjar vel.

  21. Hrikalega sáttur með niðurstöðuna í þessum leik, var vel stressaður enda hópurinn orðinn hættulega þunnur á meðan Hull er í fínu formi, unnu okkur um daginn og tóku síðasta leik 6-0.

    Flott frammistaða líka og öruggari sigur en ég þorði að vona.

    Rodgers þarf að nýta hópinn verulega mikið í næsta leik og gefa lykilmönnum hvíld. Hann talar um að 9 af hverjum 10 hefðu ekki spilað með þau meiðsli sem Suarez var með fyrir leik, það er gott og blessað en afhverju klárar hann leikinn?

    Meðferðin sem andstæðingar Liverpool komast upp með gagnvart Suarez er síðan eitthvað sem Rodgers á að tala miklu meira um fyrir og eftir hvern einasta leik. Það er með ólíkindum að Bruce hafi ekki fengið annað spjald í dag og Meyler slapp líka afar vel.

    Varðandi Coutinho þá er bara tímaspursmál hvenær hann fer að bæta mörkum við sinn leik, hann getur alveg skotið og skapar sér fáránlega mikið af færum. Þetta er leikmaður sem gæti orðið óhugnalega góður á næstu árum. Sterling líka þó hann sé mjög ólíkur leikmaður.

    Tek svo undir allt sem Whelan segir um Aspas. Gengur ekki að dæma hann til dauða strax. Hann fær því miður fyrir hann ekki að spila sína stöðu hjá Liverpool enda samkeppninn blessnunarlega ótrúlega hörð en sjáum til hvort hann komi ekki eitthvað aðeins til núna á nýju ári.

    Aspas hefur það a.m.k. framyfir Moses að hann er virkilega að reyna og maður sér hvað honum langar að koma sér inn í hlutina og gera vel hjá okkur.

  22. Bara sáttur með niðurstöðuna, sigur, þrátt fyrir að mörkin hefðu sannarlega átt að vera fleiri. Spursararnir sem horfðu með mér á leikinn voru sammála um að Hull sæi aldrei til sólar í leiknum og voru aðallega að velta fyrir sér hvernig klippingu Huddlestone myndi fá sér 🙂 Ekki leiðinlegt líka að horfa svo í framhaldinu á Spurs vinna United á Old toilet.

    Framundan er “hvíld” á okkar helstu mönnum, held samt að það verði að fara varlega inn í Oldham leikinn, svona Aspas frammistöður munu ekki fleyta liðinu neitt áfram, þannig að það er fínt að koma honum útí lán held ég svei mér þá, þar sem hann fær mögulega að spila sig í gang.

    Gott líka að vera kominn í 4 sætið og upp fyrir Everton.

    Næstu skref eru klárlega að velta hópnum fyrir sér, sjá hvað er available og hvað ekki. Er á því að við ættum að skila Moses ef það er hægt. Það er nákvæmlega ekkert að koma út úr hans föndri.

  23. Þægilegur sigur. Fannst okkar menn spila á svona 70% gasi enda þurfti ekki meira til. Ekki var það svo að skemma daginn þegar ManU lutu í gras á heimavelli.

  24. Sammála þér Babu að öllu leyti

    Maður kann virkilega að meta það að hvað Aspas reynir og vill gera vel í hvert sinn, ólíkt Moses sem tekur létt skokk í hvert sinn sem liðið fer í sókn og virkar gríðarlega áhugalaus á öllu saman.

  25. Þægilegur sigur í dag. Förum svo áfram í bikarnum og tökum svo Stoke sem verða án síns besta manns, Oussama Assaidi. 🙂

  26. Ef Henderson hefði skorað úr færinu sem Aspas lagði upp fyrir hann að þá væru menn ekki að drulla yfir Aspas. Við unnum 2-0, óþarfi að drulla yfir leikmenn.

  27. Tony, ég væri jafn spenntur fyrir Mata eins og ég er ekki spenntur fyrir Essien. Og já, Mata væri efstur á mínum óskalista, þó stjarnfræðilega ólíklegur sé.

  28. Þetta var bara frábær og ótrúlega nauðsynlegur sigur. Og það ber alls ekki að vanmeta. Liðið náði sér mjög vel á strik, allt frá uþb. 15. mínútu. Það er í sjálfu sér mjög litlu við frábæra leikskýrslu að bæta. 9 stig úr 5 erfiðum leikjum er bara frábær uppskera. Aspas verður að fá meiri séns og næsti bikarleikur er kjörinn til þess. Að öðru leyti eigum við ekki mikinn mannskap til að rótera.

    Mínusarnir í þessari jólatörn eru þeir að nú eru Man City og Chelsea að knýja fram mikilvæga sigra, bæði gegn okkur og öðrum. Þau munu líklega skera sig frá, spurning hvað Arsenal nær að halda lengi í við þau tvö lið. Ánægjulegt að bæði Everton og Man U töpuðu stigum í dag. Við erum allavega í góðri stöðu upp á framhaldið og vonandi verðum við nálægt toppnum lengi fram eftir vori. Ég ítreka hins vegar að menn hafi hemil á sér því leikirnir fram undan eru síður en svo auðveldir.

  29. Já og varðandi Mata og Essien. Já og já. Essien er 31 árs, frábær leikmaður sem getur spilað nákvæmlega þær stöður sem okkur vantar meiri breidd í. Og Mata, það þarf ekkert að ræða það frekar, hann yrði frábær kostur fyrir okkur í sóknarstöðurnar. Rodgers, kommonn, þetta er að detta upp í hendurnar á þér!

  30. Flottur leikur, ég átti von á erfiðum slag, en við erum bara búnir að líta það vel út á Anfield undanfarið að ég hafði alltaf trú á sigri. Agaður og flottur leikur skilaði þremur stigum í hús.

    Annan leikinn í röð er Cissokho að standa sig þokkalega, gott mál það! Agger átti frábæran leik, flott mark hjá honum líka. Verðskuldað maður leiksins að mínu mati. Johnson er enn langt fá sínu besta, sem er algjör synd, því þetta lið er svo mikið hættulegra með bakverðina í stuði. Við erum með það flotta miðverði og holding á miðjunni að framlag frá bakvörðum er stór þáttur í að gera ógnina fram á við fjölbreyttari (höfum mestmegnis verið að skapa okkur færi í gegnum miðjuna undanfarið) og sóknarþungann meiri yfir höfuð. Utanhlaup + cutback frá endalínu með Suárez og (bráðum) Sturridge í boxinu er ekki lítið hættulegt!

    Suárez var flottur eins og alltaf. Í raun hefðu samanlagt svona 4-5 gul spjöld átt að fara á loft fyrir brot á honum og spjaldið sem hann fékk sjálfur var ansi soft. Ef fleiri en hann hefðu hæfni og yfirvegun í að klára góð færi hefði þetta hæglega getað orðið 5 marka sigur. Það væri ekki amalegt að hafa tvö eintök af honum, svo hann gæti sjálfur klárað öll þessi færi sem hann er að skapa!

    Þrátt fyrir allt komumst við prýðilega frá jólatörninni, einkum m.t.t. meiðslavandræða og þunns hóps. Hvað gerist í janúarglugganum er líklegt til að ráða úrslitum um hvort við náum topp 3-4 í vor. Verði hann ekki góður, þurfa heilladísirnar að vera svolítið með okkur.

    Það væri frábært að fá Mata, en verður ekki að teljast ólíklegt að Chelsea selji hann til okkar? Erum jú hreinn og klár keppinautur þeirra.

    Ps. vá hvað bakverðirnir hjá Manchester United voru lélegir í dag, alveg hreint hrikalega slakir!

  31. Liverpool fékk 1 stig úr þessum viðureingum sem við eigum í næstu FIMM umferðum, þannig að já þetta er ekki auðvelt prógramm en andskotinn hafi það árangur síðasta tímabils verður bættur.

    Varðandi Essien þá er hann 31 árs og gjörsamlega útbrunninn vegna meiðsla. Hefði viljað hann fyrir svona 7 árum en hann er flottur fyrir Fulham/West Ham eða eitthvað álíka ham lið núna. Liverpool á að einbeita sér að því að finna ”næsta” Essien. Sama á t.d. við um Xabi Alonso.

    Ekki kaupa nafnið mestmegnis út á forna frægð.

  32. Essien spilaði 34 leiki fyrir Real Madrid í fyrra. Það er rétt að hann hefur átt upp og ofan tímabil frá 2008. Það hlýtur samt að vera hægt að gera láglaunasamning með háa bónusa fyrir að spila. Hann getur varla farið fram á mikið meira en það úr því sem komið er. En það verður jú alltaf áhætta að kaupa hann.

  33. “Suarez has had 19 fouls committed against him in the past 3 games, that’s 6 times more than any player in Europe.”

    Magnað ef satt er, senda Opta í að skoða þetta!

  34. Já já dásamlegt að byrja árið svona, Coutinho og Hendó fara örugglega að laga skotskóna, kemur allt, og sammála að Aspas gæti orðið fínn með meiri spilamensku, einhverjar taugar ekki í lagi.

  35. Fínn vinnusigur. Það er svona sigrar sem telja þegar talið verður uppúr kjörkössunum í maí. Við eigum vinnanlega 2 leiki á næstunni og verðum að ná góðu rönnu núna til að bæta fyrir þetta Man City/Chelsea klúður.

    Salan á Saleh frá Basel til Liverpool á að vera frágengin á c.a. 8m punda. Talað um 4 ára samning. Mjög efnilegur og spennandi kantmaður þar á ferð. Getum þá skilað þessum Victor Moses pappakassa líkt og við gerðum í janúar í fyrra með Sahin. Burt með farþega og skemmd epli úr Liverpool hraðlestinni.

    Svo er bara spurning um hvort Tello eða Montoya sé að koma frá Barcelona. Jafnvel 1 striker eða miðjumaður í viðbót. Haldist restin í lagi þá verður þetta orðið ansi þétt og gott lið þegar Sturridge, Gerrard o.fl. koma úthvíldir og heilir heilsu tilbaka. Lítur vel út núna ef við vinnum Stoke um helgina og fáum fljótlega gott boost af leikmannamarkaðnum.

  36. Kannski var ég bara þunnur í gær. Allavega er eitthvað sérkennilegt við að vera hálfbrjálaður í skapinu eftir góðan sigurleik eins og í gær.

    Ástæðan er það ótrúlega ofbeldi sem dómarar telja að sjálfsagt sé að beita Suarez án teljandi afleiðinga. Greinilegt er að varnarmenn ganga sífellt lengra í að stöðva Suarez einfaldlega sökum þess að þegjandi samkomulag virðist ríkja meðal dómara um að slíkt sé leyfilegt. Það virðist sem sagt í lagi að tækla, sparka og lemja besta mann deildarinnar eins og tóman karöflupoka.

    Ég þekki vel til fótbolta á Spáni og Þýskalandi og ef dómari/ar í þessum löndum yrðu uppvísir að því að leyfa að pönkast væri á Messi, Ronaldo, Ribery, o.sfrv. á sama hátt og við sjáum leik eftir leik gegn Suarez yrði allt hreinlega brjálað!

    Ömurlegt upp á að horfa og ef þessi níðingslega dómaraafstaða heldur áfram er ekki spurning um hvort Suarez slasist alvarlega heldur einvörðungu í hvaða leik!

  37. Mér finnst þetta hafa færst í aukanna eftir að dómaratríóið á móti man city var hallmællt, sýndi sig líka á sínum tíma þegar King Kenny fundaði með yfirmanni dómaramála á englandi þá einhvernveginn færðist ofbeldið meira yfir á Suarez…..

  38. Undan hvað steini drógu þeir þennan pawson? Hefur hann dæmt áður svo vitað sé í PL?
    Síðan er howard webb verðlaunaður með því að dæma manu-tottenham leikinn 🙁

  39. Já, dómarar í undanförnum þremur leikjum hafa verið arfaslakir. En varðand Coward Webb, þá er hann einfaldlega lélegur dómari og það sást vel í leikn ManU og Spurs í gær. Að hafa ekki dæmt víti á Lloris þegar hann straujaði Young er bara óskiljanleg ákvörðun. Viðurnefnið er einfaldlega rétt. Þegar Etoo braut gróflega á Henderson á annarri mínútu og átti að fá beint rautt þá hefur hann kannski hugsað með sér, sleppi þessu annars er leikurinn ónýtur. Eða þegar bæði Oscar og Lucas áttu að fá rautt í lokinn, tja sleppi þessu, leikurinn er gott sem búinn. Þetta er sami þankagangur og þegar hann dæmdi úrslitaleikinn á HM 2010 og leyfði Hollendingum að spila viðurstygglega grófan fótbolta og eyðileggja þannig leikinn.

  40. Í dómaraumræðunni má kannski líka hafa það hugfast að leikjaálagið hefur líka áhrif á dómarana. Ég veit að ég hef sagt margt misgott um “vin” okkar Webb. Þeir gera mistök og yfirleitt fleiri mistök ef leikjaálagið er mikið á þeim. Varðandi það að viðurkenna mistök sín, þá get ég vel trúað því að þeir megi ekki tjá sig um leikina nema að einhverjum tíma liðnum. Veit það þó ekki fyrir víst. Ef ég væri dómari, þá fyndist mér óþægilegt að tjá mig um leik sem ég væri nýbúinn að dæma. Það myndi draga úr trúverðugleika dómarans og ýta undir það að hann væri hlutdrægur.

  41. Sælir félagar

    Ég get ekki orða bundist vegna orða Guderian hér að ofan. Það sem hann segir þar er nákvæmlega það sem ég hefi verið að hugsa. Er ekki rétt að forráðamenn Liverpool krefjist þess að okkar allra dýrmætasti leikmaður sé verndaður af dómurum? Er það ekki meðal annars hlutverk dómara svo illa spilandi lið geti ekki slátrað leikmönnum sem eru “of” góðir til að þau ráði við þá?

    Þetta finnst mér meira áríðandi en ýmis mistök sem dómarar gera í dómgæslu svona almennt séð. Dómaramistök eru óhjákvæmileg og margir vilja segja “hluti af leiknum”. Það er svo auðvitað hugsanlegt að dómarar “misnoti” þessa aðstöðu og geri “mistök” viljandi en við það er erfitt að ráða nema færa þá niður um deild eða setja þá í frí eða eitthvað slíkt.

    Hitt er að mínu viti meira áríðandi og skiptir meira máli að afburðaleikmenn eins og Suarez séu verndar fyrir árásum samviskulausra leikmanna sem ganmga eins langt og dómarar leyfa.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  42. Varðandi Suarez
    eru dómararnir bara ekki að reyna að gera enska landsliðinu greiða með því að leyfa allar þessar tæklingar á honum.
    Nei maður spyr sig.

    En annars flott byrjun á nýju ári

  43. Assaidi er víst í liði vikunar.
    Ég vil að hann standi sig og geri það gott hjá Liverpool.
    Hann og Aspas þurfa að fara koma sér í gang.

  44. Já ég er allavega mjög hrifinn af “secret agent Assaidi”. Hann er að stela stigum frá stóru liðunum og væri eflaust flottur i Liverpool treyunni til að krydda aðeins upp á sóknina á lokamínútum. Setja hann bara þarna vinstra meginn í vítateig andstæðingana og leyfa honum að skrúfa honum á markið.

Byrjunarliðið gegn Hull

Janúarglugginn opinn