Byrjunarliðið gegn Hull

Þá er fyrsta byrjunarlið ársins 2014 fest á blað.

Það er svona:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Agger – Cissokho

Lucas – Henderson

Sterling – Aspas – Coutinho

Suarez (C)

Á bekknum: Jones, Rossiter, Kelly, Toure, Moses, Alberto, Gerrard

Vel gæti verið að liðið sé sett upp 4-4-2 með Aspas frammi með Suarez, sjáum það á eftir.

Gerrard kominn á bekkinn sem er jákvætt, alveg ljóst að það eru stór skörð í liðinu okkar, en það einfaldlega verða að koma hér þrjú stig.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

104 Comments

 1. Skrýtið að hinn 16-ára Rossiter sé á bekknum en ekki Smith sem kom inná í síðasta leik. Set spurningarmerki við slíka höndlun á ungum strák. Vonandi veit Rodgers hvað er honum fyrir bestu.

  Annars flott byrjunarlið. Ef Aspas fær ekki séns í svona leik, með svona mikil meiðsli, og eftir svona stífa leikjatörn, þá fær hann aldrei séns. Vonandi stimplar hann sig inn í dag.

  Einnig bara þokkalega sáttur við að Gerrard byrji ekki. Var skíthræddur um að hann færi að rembast við að spila þennan leik (í kuldanum í Liverpool) og myndi bara meiðast aftur.

  Þetta lið á að vinna í dag. Koma svo!

 2. Flott byrjunarlið, vonandi að menn hafi bara tekið því rólega frá síðasta leik, en er Aggerinn ekki fyrirliði?

 3. Já, segi það sama og Trausti. Ef Agger er inná, er hann þá ekki fyrirliði, og ekki Suárez?
  Annars fínt byrjunarlið, ætti að vera nóg til að vinna Hull á heimavelli. Þeir verða allavega að gera það. Spái 4-1, þar sem að Suárez skorar 2 eða 3. Það er svo náttúrulega ekki hægt að spá að við höldum hreinu, þar sem að það gerist bara ekki.

 4. Líst ágætlega á þetta lið, miðað við þá leikmenn sem eru leikhæfir. Aspas á eftir að spila sinna besta leik frá því hann kom til liðsins og eiga þátt í 2-3 mörkum. Mættum sprækir til leiks og sækjum af fullum þunga.

  Það er EKKERT ANNAÐ í boði hér en 3 stig!

  Stend við fyrri spá mína, 4 – 1. Koma svo LFC!!

 5. Já, nú þegar ég ætlaði að svara Trausta, ákvað ég að ég héti bara Trausti líka. Þynkan að segja til sín

 6. Finnst þetta skrítin rótering á liðinu. Cissokho frystur í síðasta leik jafnvel þótt Sakho meiddist þá var Agger ekki færður í miðvörð og Cissokho í bakvörðinn. Núna kemur hann beint inn og Agger í miðvörð. Einnig þetta með Smith, vona að liðið höndli þessar breytingar.

 7. Bloodzeed ekki ennþá komnir með straum…so far bara drasl linkar.
  Er einhver með almennilegan HD link?

 8. Sælir,

  Hver voru bestu flash streamin? Mér sýnist engin enskur AceStream linkur vera að streama þessum leik.

 9. Fer ekki fram á meira en sigur, bara öruggan, nokkurra marka, meiðslalausan sigur, ekkert meira.
  YNWA

 10. 2-0, ekki spurning. Sjálfstraust kemur með sigri í ekkert merkilegum leik. Svo detta inn menn úr meiðslum. Svo góð kaup í janúar og heimsyfirráð í maí. Fótbolti er ekki flókinn.

 11. Ragnar, ég held að við séum flestir með þennan wiziwig link, það eru bara ekki að koma inn almennilegir linkar þar núna, a.m.k. ekki með enskum þulum.

  Maður er líklega bara orðinn svo góðu vanur frá t.d. Bloodzeed…

 12. jæja girða sig í andskotans brókina og setja í gang strákar….hætta þessu dútli!!!

 13. Ég væri til í að sjá tölfræði yfir skot hjá Coutinho á tímabilinu. Ég held að fáir séu með verri hittni á rammann af teknum skotum.

 14. Hefur Glen Johnson enga snerpu eða hraða lengur? Hann er samt ekki nema 29 ára.

 15. Við erum allavega með 70-80% possession…..á maður ekki að vinna leikinn þá 🙂

 16. Má ég biðja um Gumma Ben á alla leiki. Þessi sem er að lýsa Liverpool leiknum á sportrásinni er ekki með þetta. Imbinn kominn á silent!

 17. Þú mátt tækla með takka á leggi svo lengi sem að Suarez verður fyrir tæklingunni!! Svo tæklar Suarez nokkrum mínútum síðar og fær gult…. djöfulsins kjaftæði!

  En gott að sjá að það kom mark beint úr hornspyrnunni sem að Meyler gaf.

 18. Miðjumennirnir okkar, fyrir utan Gerrard, eru gjörsamlega getulausir inni í teig! Óþolandi helvíti!

 19. Og líka þarna Coutinho, rosalega vel gert þangað til hann þarf að skjóta.

 20. Voru skilaboðin fyrir leik hjá Hull, sömu og einhver tímann voru sögð um Alexander Peterson! Meiðið Suarez!!! Þvílík vitleysa sem hefur fengið að viðgangast í garð Suarez!

  ENNN Henderson og Coutinho hefðu báðir átt að gera betur! Fengu báðir mjög góð færi og svekkjandi að vera bara 1 marki yfir í hálfleik!

 21. Það er náttúrulega glæpur að vakna í leik í dag. Gleðilegt ryðgað nýtt ár kop.is!

 22. Djöfull er ég orðinn þreyttur á svona skítadómurum og svo færanýtingu okkar manna…. ótrúlegt hvernig brúsaógeðið hangir enn inn á og Suarez með spjald fyrir ekkert….

 23. Er einhver með statistík hve oft er búið að brjóta á Suarez?? Nú eru komin tvo gul í þessum leik og annað þeirra á Suzrez…

  Annars ætti staðan nú að vera orðin 3-0 ef að Henderson og Coutinho hefðu hitt á markið…

 24. Arfaslakur fyrri hálfleikur en dómgæslan er heldur ekki upp á marga fiska og rangstæðan hja

  Suarez var mjög tæp , hefði mátt njóta vafans .

  Annars þarf dómarinn að róa þessar sultur hja hull með fleiri spjöldum takk fyrir.

  Okkar menn meiga koma aggressivari í seinni þetta er Hull og við erum á heimavelli.

 25. Dísus, við erum marki yfir en ég er alveg kolbrjálaður!

  Hvað er að þessum dómara?? Er búið að gefa út veiðileyfi á Suarez?????

  Henderson og Coutinho, hvernig er hægt að brenna svona dauðafærum??

  Þessi Bruce á að vera kominn með 2 rauð spjöld!! Djöfulsins, andskotans.

  Koma svo LFC, klára þetta ömurlega lið!

 26. Og Suarez haterinn flautar hálfleikinn af þegar Suarez er að sleppa einn í gegn þegar það er komið 1 mín og 20 sek fram yfir venjulegan leiktíma þegar hann bætti við tveim mínútum! Hvað er að frétta!

  Er þetta Alex Bruce sonur Steve Bruce? Þeir eru helvíti líkir!

 27. HVernig geta Hull enn verið með 11 menn inni á vellinu. Bruce á að vera komin með að minnsta kosti 3 gul! og svo er Suarez með gult fyrir enga snertingu!
  Þyrfti að athuga bankareikninginn hjá þessum dómara. Hann bara hlýtur að fá eitthvað svart einhversstaðar!!!

 28. Hafa ummæli Mourinho einhver áhrif á hversu slæma meðferð Suarez er að fá hjá dómaranum? Öll atriði sem snerta hann eru dæmd honum í óhag.

 29. Luis Suarez væri fyrir löngu kominn með rautt ef hann væri í skónum hans Alex Bruce!! Djö…. skandall!!

 30. Eigum ad vera 3-0 yfir og manni fleiri. Dómarinn rædur ekki við þetta og menn virðast mega vera með skotleyfi á Suarez. En þrjú dauðafæri forngörðum og vonandi að það komi ekki í bakið á okkar mönum.

 31. Veit að Coutinho er í guðatölu hjá ansi mörgum en come on, hann verður að fara að hysja upp um sig brækurnar. Ágætur í nokkrum leikjum, lala í öðrum, of oft hreinlega slakur. Aspasinn er síðan eins og einhver gutti sem dreginn hefur verið úr 14 ára liðinu.

 32. Það er svo augljóst að þessi dómari veit ekki rassgat hvað hann er að gera þarna

 33. Það þarf greinilega að fótbrjóta til að fá rautt gegn Liverpool. Ef fóturinn er sæmilega heill eftir tæklinguna er það bara létt spjall frá dómaranum.

 34. Aðalmarkmið Hull er greinilega að meiða Suarez og dómarinn virðist vera að hjálpa þeim að ná því markmiði. Það verður að fara taka upp myndavéladómgæslu, þá væru Liverpool allavega með fleiri stig og það er það sem skiptir 🙂

  Annars ágætis leikur hjá okkar mönnum og ég get lofað ykkur því að Suarez skorar í seinni hálfleik. Það heimskulegasta sem mótherjar geta gert er að vera með einhver leiðindi við hann, hann verður bara enþá ákveðnari og neglir mörkum í andlitið á þeim!

 35. Svakalegt að sjá hvað Suarez fær hrikalega með ferð… ég er svo langt frá því að vera sáttur með þetta so far.

  Og Hendo og Coutinho… hvernig væri að hitta rammann takk fyrir, hroðaleg nýting!!!!!!!!!1

 36. Algerlega ósammála því að við séum að spila illa. Algerir yfirburðir en klaufaskapur að vera ekki 3-0 yfir í hálfleik. Stefnir samt í confortable sigur.

 37. afhverju fékk paulinho rautt fyrir það sama og alex bruce fékk ekkert.

 38. Hversu mörgum dauða dauða færum eru menn búnir klúðra í síðustu 3 leikjum?

 39. Í alvöru, er þetta eitthvað samsæri hjá Bretum v Suarez?? Hann er tæklaður niður hvað eftir annað og svo segja þeir á BBC eftir að hann fékk gula spjaldið …….. “Suarez needs to calm down.” Hvað á maður að segja???

 40. Mikið vona ég að Suarez skori a.m.k. 1 í seinna hálfleik og gefi a.m.k. eina stoðsendingu! Það væri svo sætt eftir þessa meðferð sem hann hefur mátt þola í fyrri hálfleik! KOMA SVOOO – klára þennan leik!!!

 41. Það er Everton-steikin Kevin Kilbane sem skrifar fyrir BBC. Þetta er ótrúleg meðferð sem stjarnan okkar fær enn einn ganginn. Enn eina ferðina höndlar dómarinn ekki leikinn og lætur ekki flinkari leikmenn njóta vafans né verndar þá fyrir breskum skriðdrekum.

 42. JÁÁÁÁ – SUAREZ!!! Fullkomið svar frá honum eftir fyrra hálfleikinn!!! 20 mörk á leiktíðinni!!!

 43. Ennþá rangeygður eftir gærkvöldið en var ekki Suarez að smyrja aukaspyrnu upp í vinkilinn?

 44. Og flugumaðurinn okkar hann Assaidi að koma Stoke yfir gegn Everton 🙂

 45. Jónsson haltraði í fyrri, er væntanlega bara að fá hvíld justincase.

 46. Ég eins og fleiri greinilega MJÖG ánægður með Assaidi. Toppleikmaður! :O)

 47. Ef að Henderson verður ekki aðalmaðurinn á miðjunni hjá Englendingum næsta sumar þá er eitthvað að.

 48. Er ekki einhversstaðar hægt að sjá tölfræði yfir sendingar og fleira í hverjum leik fyrir sig??

 49. Henderson búinn að vera frábær síðustu vikur og núna með Stevie og Lucas sér við hlið er ég nokkuð sáttur við miðjuna. Allavega það sem eftir lifir þessum leik!!

 50. veit ekki með sendingar og allt og ekkert, en mæli með live scores, ls addicts (app store), þar má sjá stöðu allra leikja, tölfræði úr öllum, liðsuppstillingar, spjöld, skiptingar o.s.frv., live table og síðan detta inn í flesta leiki myndbönd eftir mörk – mæli með þessu appi :).

 51. Móses inná, ef hann getur ekkert hérna, núna, þá er fokið í flest skjól fyrir hann.

 52. t.d. er markið frá Assaidi fyrir Stoke á móti Everton komið þar inn.

 53. Af hverju fær Alberto ekki sénsinn fram yfir Moses sem hefur ekkert sýnt hingað til?

 54. Halda svo hreinu núna einu sinni….plís. Við eigum þennan leik algjörlega og ættum að geta sett 1-2 í viðbót og halda hreinu. Everton að tapa, Newcastle manni undir í 0:0 leik so far, bara helv. Chelsea sem er að vinna með tveimur. En við erum a.m.k. komnir í fjórða sætið sýnist mér nema Everton skori 2 á næstu 15 mín…

 55. Rosalega er leiðinlegt að horfa á Gerrard þarna á miðjunni, hann beitir sér ekkert, tekur bara stuttar sendingar og þorir ekki að tækla

 56. jæja, gaman að fylgjast með þessu. Datt inn á þetta líka huggulega ace-stream og nýt lýsingar flauelsmjúks rússnesks lýsanda. Sé nú ekki annað í kortunum en að þetta gangi upp. Móses sigurvegari hlýtur a.m.k. að sýna eitthvað nú þegar hann fær sénsinn.

  Gaman að fá aftur mörk úr föstum leikatriðum og Kútinjó hefur fengið sér sterkan kaffibolla fyrir leikinn!

 57. Og ennþá jafnt í Cardiff vs. Arsenal….ekki verra ef Ars missa 2 stig þar…

 58. MI aftur byrjaru á að drulla yfir leikmenn, sama og í síðasta leik og er frekar leiðinlegt.
  Gerrard er að koma aftur eftir meiðsli, hann á ekkert að gera neitt annað en að skokka, hita lappirnar og æfa þolið. Þetta er ekki leikur, tvem mörkum yfir fyrir hann að fara að fórna sér í tæklingar.

 59. Er ekki ráð að hvíla nafna, úr því sem komið er? Hann skaut í innkast og stingur við fæti.

 60. Mjög sáttur við frammistöðuna so far. Greinilegt að mikið leikjaálag er farið að hafa áhrif á spilamennsku beggja liða.

 61. Vonandi verður Aspas nú ekki seldur, hópurinn er allt of þunnur og má alls ekki þynnast. Þó auðvitað hefði verið frábært ef Aspas hefði náð að stimpla sig almennlega inn í dag. Mjög mikilvægt að Gerrard hafi getað byrjað á bekknum og Aspas byrjað.

 62. Aspas hentar því miður ekki fyrir ensku deildina. Moses virðist ekki vera vel liðinn af öðrum leikmönnum liðisins og virðist ekki vilja vera lengur hjá Liverpool. En góður sigur og gaman að sjá Henderson eiga svona góða leiki aftur og aftur.

 63. smá drama í komin í leikjum….ars. skorar 2 á síðustu 3 min. og everton nær að jafna með víti á 90 min. pff en frábær sigur hjá okkar mönnum 😀

 64. Arsenal að vinna á lokasprettinum og Everton búnir að jafna. Skítt með það ef MU tapar stigum síðar í dag.

Hull City á nýársdag

Liverpool 2 – Hull 0