Liðið gegn chelsea

Liðið sem mætir mourinho og hans gengi á Stamford Bridge er svona. Agger kemur inní vinstri bakvörð.

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Agger

Lucas – Allen

Sterling – Henderson – Coutinho

Suarez (C)

Á bekknum: Jones, Toure, Alberto, Aspas, Cissokho, Rossiter, Smith

Hinn 16 ára gamli Jordan Rossiter er á bekknum.

93 Comments

 1. Gauja Þórðar uppstilling? 5-4-1/3-6-1?

  Mignolet

  Johnson – Skrtel – Sakho – Agger – Henderson/Sterling

  Sterling-Lucas-Allen-Coutinho

  Suarez

  Eða Sterling með Suarez uppi á topp? Fróðlegt að sjá. Ekki sérlega bjartsýnn á þetta.

 2. getur einhver komið með hd stream ekki svona bloodzeed dæmi þá þarf maður að ná í eitthvða

 3. bloodzeed er einfaldlega málið jonny….klikkaðu bara á linkinn og náðu í forritið ca. 40 mb. og þu þarf ekki að gera neitt meira eftir það nema horfa á leiki í beztu möhulegu gæðum 😉

 4. eddi geturu komið með linkinn sorry veit ekki um þetta væri r að redda mér efþu gætir komið mðe link á þetta dæmi

 5. ehemm, eruð þið með örugga slóð þar sem hlaða má bloodzeed niður?

 6. http://www.wiziwig.tv/

  http://acestream.org/

  farðu fyrst á acestream.org og náðu í forritið (er vinstra megin á skjánum)
  þegar það er búið ferðu á wizwig.tv -livesports – og finnur leikinn sem þæu vilt horfa á (che-liv er ekki ennþá kominn inn) klikkar á leikinn og þa kemur annar skjár upp þar sem þú getur valið um stream….finnur bloodzeed og ýtir þar bara og wollah…. game on 🙂

 7. Jæja komnir í 5. Sætið, mig grunar að við verðum þar eftir leikinn gegn Chelsea.

 8. Jæja, margir hafa óskað eftir Agger inn í liðið á nýjan leik. Ég er tvístígandi með það. Enn og aftur er rótering á öftustu mönnum og mér fannst Sissokho drullufínn í skandalleiknum á móti sjíttí.

  Hef trú á liðinu okkar og vonast eftir hagstæðum úrslitum í dag. Baráttan þarna í topp 8 í deildinni er að verða svaðaleg!

 9. öll liðin i toppbaráttunni að vinna.. nú bara verðum við að vinna takk

 10. koma svo, eigum inni smá heppni eftir city. Held þetta detti okkar megin í dag.

 11. pressan er að aukast á okkar menn, komnir í 5. sæti. Bæði Arsenal og Everton unnu sína leiki. Við höfum ekki beint verið að fá draumaúrslit í öðrum leikjum. Megum helst ekki tapa þessum leik þar sem hin toppliðin eru að herða tökin heldur betur. Koma svo LFC!!

 12. Hef ekki góða tilfinningu fyrir þessu. Hefði viljað sjá Toure inn fyrir Skrtel. Erum mjög þunnir á bekk um. Verð mjög sáttur við eitt stig.

 13. Þetta er heldur betur ekki að spilast með okkur í þessu erfiða prógrammi. Öll liðinu sem eru í baráttu við okkur eru að vinna eins marks sigra og safna stigum.

  Það er alltaf gaman að sjá unga stráka fá séns en þetta sýnir líka muninn á hópum liðanna, þrír bakverðir og einn miðvörður á bakknum, blessunarlega er þetta mesti álagspunktur tímabilsins.

  Ég hata það af ástríðu að spila með miðvörð í bakverði og núna er Agger/Sakho okkar 4.kostur í bakverði með Smith (fimmta kost) á bekknum. Ég skil alls ekki hvað Rodgers var að gera þegar hann lét Kelly fá mínútur fyrr í þessum mánuði á kostnað Cissokho en notar hann svo ekki þegar á reynir.

  Sigur i dag væri risa risa stór.

 14. Frænka mín er völva vikunnar, hún hringdi í mig áðan og tilkynnti mér það að þetta færi 4-1 fyrir okkar mönnum. Verðum við ekki bara að treysta því!

 15. Eins og við vorum góðir á móti City þá virðumst við ekki eiga sjéns á miðjunni í dag!

 16. Lítur ekki vel út, Chelski miklu betri. Suarez þarf að mæta til leiks.
  Ánægður með að Agger se inni. Bannað að tapa.
  Koma svo!

 17. Þetta virðist vera töluverð brekka, Suarez virðist ekki vera með á móti stóru liðunum.

 18. Sjitturinn hvað Chelskí eru að éta okkur á miðjunni. Þurfum að hífa upp um okkur.. kooooooooooooooooooooooma svo..

 19. jebb, þurfum að girða okkur í brók. Tap er ekki í boði hérf!

 20. Ashley fokking Cole inn á sem varamaður. Hvað höfum við á bekknum? Vonandi náum við að auka breiddina í glugganum og bæta líka fyrstu 11

 21. Tveir leikmenn Liverp. afgerandi slakir, Lucas og Mignolet. Peppe til baka og annan djúpan miðjumann strax.

 22. Eins og fleiri koma inná hér, þá höfum við enga breidd og megum ekki við meiðslum. Erum að keyra á sama mannskap allan desember. Everton komið í 4. sætið og Man U og Tottenham komnir á hælana á okkur! Hlýtur að vera verslað í janúar!

 23. Sannið til … nafni kemst inn í eina af þessum sendingum þeirra og jafnar

 24. Full mikil bjartsýni að pressa Chelsea á útivelli….hvað varð eiginlega um að verjast. Verður allavega ekki sagt að Liverpoolleikir eru kirkjumessur.

 25. Þetta er spurning um að ná að loka á Suarez og það er akkurat það sem þeim er að takast..varla buin ad snerta boltan.

 26. Hvað er málið að komast yfir og lenda svo undir stuttu seinna á einhverju klúðri?

 27. Þetta er búið að vera hræðilegt að horfa á þennan leik, verðum bara að sætta okkur við að þessi og síðasti leikur eru bara of stórir fyrir okkur, en við verðum að vona það besta og búast við því versta úr þessum leik, 5. Sætið er okkar og fyrirfram hefði ég tekið því í byrjun móts.

 28. Hvern ANDSKOTANN eru menn að skipta á treyjum í hálfleik!!!!!!!!!

 29. Vá, talandi um að skjóta mann aftur niður á jörðina!! Við megum þakka fyrir að vera bara einu undir, þvílíkir yfirburðir Chelsea í þessum fyrri hálfleik.

  Reality check! Okkur vantar öflugan miðjumann, helst tvo! Þessar býflugur okkar eiga ekki roð í stóru strákanna í Chelsea.

  Er Suarez örugglega inná?

  Kenna Mignolet um seinna markið? Ég veit ekki, hvað um Skrtel sem mistókst enn einu sinni að komast í boltann hjá mannium sem hann á að dekka? Ekki gleyma heldur vörslunni hans í skotinu hans Lampard.

  Við þurfum kraftaverk í seinni hálfleik, það er ekkert öðruvísi. Djöfull er búið að vera sárt að horfa á þetta.

 30. Verið að skipta á treyjum líklega vegna góðgerðarmála(rólegir hér). En maður sér á þessum leik að Liverpool á tölvert í land til þess að ná bestu liðinum í deildinni sem eru Chelsea og Man City. Við þurfum að hitta þessi lið á virkilega góðum degi til þess að vinna þau. Við eigum aðeins miðlungsmenn á bekknum en eingöngu stjörnur hjá Chelsea.

 31. Bullandi stress og vesen á liðinu og langtímum saman bara kýlt út í loftið. Það verður að gera þá kröfu að menn spili fótbolta ekki síst eftir að hafa fengið svona byrjun.

  Bláliðar búnir að vera betri á öllum sviðum leiksins og hafa þar að auki sýnt margfalt meiri vilja til að vinna þennan leik. Það er ekki hægt að kenna þreytu um þegar þessir menn hafa leikið einn leik á viku í allt haust.

 32. þurfum meira stál á miðjuna, Lucas burt með fyrstu vél. Allen og Sterling á bekkinn og fá alvöru menn í staðinn…..koma svo.

 33. Brendan sparkar þeim í gang í hálfleik. Þetta er eins og litli bróðir á móti þeim stóra…einhver sagði vandræðalegt og ég tek undir það. Willian og Hazard að slátra okkar mönnum. Hef aldrei séð Willian svona góðan. Sést lítið til Suarez, þurfum að gera einhverjar taktískar breytingar til að koma honum betur inn í leikinn. Veit þó ekki hvað er hægt að gera, núna reynir á Rodgers heldur betur, spurning hvort hann nái prófinu?

 34. Rólegir með neikvædnina félagar. Þetta er hörkuleikur. Milljarðalið Chelsea er að spila einn af sínum bestu leikjum á tímabilinu (þeir voru mjög góðir á móti Citi líka). Staðan væri 1-1 ef Mignolet hefdi ekki misst lélegt skot Etoo inn. Flestir leikmenn Liverpool eru að leggja sig 100% fram. Við höfum gefið Chelsea eftir miðjuna og erum að stóla á skyndisóknir. Chelsea leggja höfuðáherslu á að stoppa Suarez og tokst það í fyrri hálfleik en Suarez mun zetja hann i seinni.

 35. Jæja hvað getur maður sagt. Chelsea hafa i heildina verið betri þó það má segja við höfum verið okkar verstu óvinir. Hreint og beint slakir varnarlega og fá okkur ódýr mörk. Leikurinn er ekki búinn enn ég hef bara ekki hugmynd hvað þarf að snúa leiknum við.

 36. Frekar slakt hjá okkar mönnum. Chelsea miklu betri. Í fyrra markinu skil ég ekki af hverju Sterling elti ekki Hazard, stoppaði bara og horfði á. Í seinna markinu var það arfa léleg markvarsla. Boltinn var nánast stopp en á óskiljanlegan hátt lét Mignolet hann fara í netið. Suarez er ekki með. En það er hægt að fara fram hjá þessari vörn Chelsea, liðið hefur sýnt það. Nú þarf bara meiri grimmd og jafna þennan leik.

 37. Eftir að Henderson fékk höggið á hnéið töpuðum við miðjunni, það vantar öfluga miðjumenn í liðið STRAX

 38. Held að þreytu sé ekki um að kenna heldur frekar skort á breidd. Mun auðveldara að lesa lið sem notar sama mannskap leik eftir leik.
  Eigum samt alveg að geta komið okkur inn í þetta og náð stigi!

 39. Óþolandi nálægt því sem maður óttaðist fyrir þennan leik, núna telur mjög hvort liðið er með stærri hóp. Þeir eru að setja Cole inná sem varamann meðan við erum að spila sama liði þriðja leikinn í röð á 8 dögum og höfum enganvegin nægjanlega mikil gæði á bekknum til að breyta gangi leiksins.

  Vona að Henderson sé ekki meiddur eftir þessa tæklingu frá Eto´o, hann er mjög ólíkur sjálfum sér í dag og ég bara skil ekki hvernig Eto´o fékk ekki a.m.k. gult fyrir þetta.

  Sá svo einhvern drulla yfir Lucas hérna, eina leikmann okkar sem virðist vera með púls í dag!

 40. Chealsea einfaldlega sterkari, er Lucas með 20 kg í afturendanum, hann hefur sína kosti en einnig sína galla og einn ansi stór er hve hægur hann er. Stearling er mikið efni, einungis 18 ára (að ég held), er ekki tilbúinn í svona leiki. Mikið af lélegum sendingum og já við hefðum átt að vera 11 á móti 10 eftir Eto…….

 41. Heimaliðið er einfaldlega í banastuði. Fáránlega vel mannaðir. Hazard og Willian góðir og Agger er alltof hægur. Skelfilegt að skilja Hazard eftir óvaldaðan í fyrra markinu. Annars eru þeir ekki að vaða í færum. Hafa átt miðjuna á löngum köflum. Sakna Síssókó, fannst hann sprækur í síðasta leik. Þvílíkt að eiga Cole á varamannabekknum! Sá hefði flogið inn í byrjunarlið okkar manna.

  Ætla að pína mig og halda bjartsýninni. Vil einblína á hið góða í lífinu og nafni er góður.

 42. Skil ekki þá sem kenna Mignolet um markið og/eða segja hann lélegan. Rétt í þessu með snilldarmarkvörslu á móti Eto og fyrr í leiknum með heimsklassa markvörslu frá Lampard. Algjörlega búinn að bjarga okkur í þessum leik og ekki í fyrsta skipti í vetur!

 43. Enn einn kjúklingurinn að fá sénsinn.
  Smith inn fyrir Allen. Ætti að kæta þá sem vildu Allen út.

 44. Af BBC um Brad Smith:

  Liverpool debutant Brad Smith was born in Australia but has played for England at Under-17 level.

  Just yesterday, it was revealed that Australia are assessing the 19-year-old with a view to taking him back from the England set-up.

  According to the Liverpool website, Smith, who was an unused substitute against Manchester City, is “blessed with lightning pace”.

 45. Webb er ekki að vilja dæma víti í þessum leik, það er alveg ljóst!

 46. þetta stefnir í að verða lengstu 90 mínútur sem ég hef séð Liverpool spila í mjöööög langan tíma

 47. Helvítis andskotans helvítis djöfulsins helvítis drullusokkur Howard Webb….. -_- Veiðileyfi á Suarez… Fari þetta allt til norður og niður þetta getulausa enska knattspyrnusamband með getulausa dómara…

 48. Hvað þarf að gerast til þess að við fáum vítaspyrnu??
  Þetta er fyrir neðan allar andskotans hellur!!!

 49. Shit hvað maður verður pirraður á þessu. Er verið að refsa Brendan fyrir að tjá sig um síðasta leið eða hvað er í gangi hérna.

 50. Andskotinn er þetta Howard Webb. Hvað ætlar þessi mannfjandi að eyðileggja marga leiki fyrir okkur?

 51. Smith er alveg vandræðalega lélegt eintak af knattspyrnumanni

 52. Brad Smith og Iago Aspas breyttu engu um gang leiksins. Segir allt sem segja þarf!!!

 53. 5 .sæti yfir áramótin, eru neðar en Everton .stend við mitt eins og alltaf, ég mun halda áfram að gráta það að menn hafi tekið Rodgers fram yfir R. Martinez.

 54. Þetta er bara ekki nógu góður varnarleikur hjá okkar liði en 2-1 tap á Stamford er enginn heimssendir en ég held að þetta hafi verið sanngjarnt því miður.

 55. Jæja komnir i 5 sæti eftir hreint og beint ömurlegt úrslit i tveimur leikum sem sýnti að hópurinn hjá okkar vantar breidd og reynslu. Þetta er ÁFELLISDÓMUR fyrir FSG enn ekki BR sem er að gera góða hluti með liðið. Það er eins gott FSG opni budduna aðeins núna í janúar og styrkir hópinn hjá okkur. Við þurfum minnsta kosti 2-3 top top leikmenn strax fyrstu vikuna í janúar.

 56. Það þýðir ekki að keppa við þessi milljarða lið á jafnréttis grundvelli, það þarf bara eitthvern rosalegan game changer ef það á eitthvað að vinna á þessu helvíti.

 57. Sá leikinn á Hollenskri stöð. Þeirra niðurstaða er að Liverpool sé ekki tilbúið, of þunnur hópur. Hinsvegar hlógu þeir að dómgæslunni. Hversvegna er þetta ekki víti á Eto og hvað er Webb að benda eftir brotið…. Þeir hlógu bara. Í öðru lagi áttu að vera 2 rauð spjöld. Oscar og Eto.
  Einnig töluðu þeir um að Suarez væri í lífshættu á vellinum, það má nánast hvað sem er þegar hann er annars vegar.

Chelsea á sunnudaginn

Chelsea 2 – Liverpool 1