Man City – Liverpool 2-1

Liverpool heimsótti Manchester City í lokaleik umferðarinnar á Etihad í kvöld. Árangur City á heimavelli fyrir þennan leik var ekki beint slakur það sem af er leiktíðar, þeir voru með 8 sigra úr 8 leikjum með markatöluna 35-5 og höfðu snýtt liðum eins og Manchester United 4-1, Tottenham 6-0, Newcastle 4-0, Norwich 7-0 og Arsenal 6-3. Það var því alveg á hreinu að verkefni dagsins var ekki öfundsvert.

Heimamenn stilltu upp þessu liði:

Hart

Zabaleta – Lescott – Kompany – Clichy

Fernandinho – Yaya Toure

Navas – Nasri – Silva

Negredo

Sem sagt, Lescott kom inn í stað fyrir Demichelis og Zabaleta hafði jafnað sig í tæka tíð.

Á meðan Liverpool gerði einungis eina breytingu frá því í leikjunum gegn Cardiff og Spurs, Cissokho kom inn í stað Flanno sem meiddist í sigrinum gegn Cardiff.

Mignolet

Toure – Skrtel – Sakho – Johnson

Lucas – Allen

Sterling – Henderson – Coutinho

Suarez (C)

Í bjartsýniskasti, að mér fannst, spáði ég þessum leik 2-2. Við fórum í þennan leik sem topplið deildarinnar og verið að spila einn besta fótboltann. En hvenær ætla ég að fara að sætta mig við það að við erum komnir með ágætis lið sem þarf ekki að hræðast neitt lið, heima eða úti.

Fyrri hálfleikur:

Við byrjuðum ekki nægilega vel, lentum snemma í vandræðum og voru þeir duglegir að finna Silva á milli varnar og miðju. Navas, minnsti maðurinn á vellinum átti skalla í utanverða stöngina eftir 4 mínútur og svo átti Kompany skalla rétt framhjá eftir hornspyrnu fimm mínútum síðar. Viðvörunarbjöllurnar farnar að hringja.

Við fórum þó að ná fótfestu í leiknum og áttum nokkrar virkilega fínar sóknir. Suarez skallaði framhjá eftir hornspyrnu og átti svo skot beint á Hart úr aukaspyrnu eftir ágætis skyndisókn Suarez og Sterling. Það var svo eftir aðra slíka sem Sterling var dæmdur ranglega rangstæður, hann fór framhjá Hart og skoraði en markið dæmt af vegna ömurlegrar frammistöðu línuvarðarins, eins og þessi völlur var ekki nægilega erfiður fyrir. Þetta var svo fjarri því að vera rangstæða að maður bara skilur ekki hvernig honum datt í hug að lyfta flagginu.

En eftir þetta tókum við völdin. Þríhyrningur á miðjunni, frábær hreyfing hjá Henderson og sending á Suarez sem flikkar honum í fyrsta inn á Sterling sem tekur hann framhjá Hart en missir jafnvægið, Coutinho kom inn af vinstri vængnum og tók boltann af Sterling og skoraði í autt markið. Frábær sókn og staðan 0-1! Á þessum tímapuntki vorum við með boltan 65% síðustu fimm mínutur og vorum ekkert hræddir við að mæta þeim framarlega á vellinum.

Yaya fékk flott færi stuttu síðar eftir þröngt spil í teignum hjá okkur, en skaut framhjá úr flottu færi. En það var svo á 30 mínútu sem að Kompany skoraði með skalla eftir hornspyrnu Silva. Skrtel var að dekka hann og reyndi að gefa víti enn og aftur með peysutogi, það dugði þó ekki og inn fór boltinn, 1-1. Mignolet var ekki fjarri því að verja þetta og Allen, sem stóð vaktina á fjærstönginni, var í boltanum en náði þó ekki að bjarga marki.

Á 39 mínútu kom frábær sókn hjá Liverpool. Suarez, Sterling og Coutinho breikuðu hratt á City, Suarez og Sterling tóku “einn tvo” sem endaði með frábæru „flikki“ hjá Sterling inn á Suarez, sem lagði hann í fyrsta á Coutinho (ekki ólíkegt sendingu Coutinho á Henderson í öðru marki Liverpool gegn Tottenham) sem var allt í einu með nóg pláss í miðjum vítateig City, en Hart varði frábærlega. Dauðafæri, en skotið hefði mátt vera betra.

Ef þú nýtir ekki færin á svona útivöllum þá verður þér refsað. Þremur mínútum síðar kom flott stunga inn á Negredo, en Skrtel hljóp hann uppi og náði góðri tæklingu, og skotið af honum og framhjá. En það var svo í viðbótartíma sem Negredo skoraði eftir stungusendingu Silva. Negredo átti furðulega lélegt skot sem Mignolet hefði átt að verja frekar auðveldlega. En átti líklega von á skotinu í fjærhornið, fipaðist og sló boltann yfir sig og inn, 2-1.

Við tókum miðju og þá var flautað til hálfleiks. Helvíti hart að vera 2-1 undir eftir að komast yfir, fá mark dæmt ranglega af okkur og eiga amk 1-2 önnur mjög góð færi. Þetta var jafn en kaflaskiptur hálfleikur. City byrjaði betur fyrsta korterið, við áttum frábæran kafla næstu 15-20 mínútur og City endaði hálfleikinn betur.

Þetta var hörkuhálfleikur og allt í járnum en maður var samt með óbragð í munninum við að fá mark í andlitið rétt fyrir hálfleik og að vera undir þrátt fyrir að vera alls ekki lakara liðið. Þvert á móti. Liðin sýndu frábæran sóknarleik og var sótt á báða bóga, eflaust frábær leikur fyrir hlutlausa. Annað en Arsenal-Chelsea á þorláksmessu.

Síðari hálfleikur:

Við byrjuðum af krafti og strax á 50 mínútu átti Coutinho frábæra sendingu yfir miðverði City á Henderson sem kom með flott hlaup. Hart kom vel á móti og potaði boltanum út, Suarez náði honum að lokum og skaut á markið, skotið fór í Henderson, sem var réttilega dæmdur rangstæður. Held að skotið hafi stemmt framhjá og því ekki komið að sök.

Liverpool var að ná að spila sig flott úr pressu City lengi vel, en Sakho var ekki langt frá því að gefa þeim dauðafæri þegar hann átti slaka móttöku sem að Mignolet varð að hreinsa í burtu. Það var svo á 65 mínútu kom Moses inn í stað Coutinho. Mér fannst Coutinho búinn að vera einn okkar besti maður og var ekki alveg sáttur með þá skiptingu.

Á 69 mínútu átti Henderson frábæra sendingu bakvið vörn City, Lescott náði að hreinsa en ekki lengra en til Glen sem náði ekki að leggja boltan fyrir sig en vann þó horn. Heitur Glen Johnson hefði kannski getað gert meira úr þessu, en hann er voðalega kaldur þessar vikurnar. Væri hrikalega sterkt að fara að fá hann í sitt besta form núna fljótlega í öllum þessum meiðslum. En það var svo úr þeirri hornspyrnu, sem fylgdi í kjölfarið, sem Henderson reyndi að skora með hælnum eftir fyrirgjöf Skrtel, en Hart varði vel. Ef Henderson hefði látið boltann fara þá var Allen mættur á markteiginn aleinn og ódekkaður. Then again, það var ekki nokkur leið fyrir Henderson að vita af hlaupi Allen þarna. Okkar menn voru á þessum tímapunkti að ná að skapa sér helling af fínum færum. Nú vantaði bara að klára þau!

Á 72 mínútu kom frábær sókn, Suarez komst bakvið Zabaleta og sendi frábæran bolta á Sterling fyrir framan galopið markið, dauða dauða færi en Sterling skaut yfir. Það var þarna sem maður fór að missa vonina. Þú ferð ekki á Etihad og nýtir ekki svona færi. Hvað þá 2-3 svona færi og færð löglegt mark dæmt af þér í þokkabót.

Lucas fór útaf í stað Aspas. Þessi skipting var svo sem skiljanleg, nú átti að ná í stig og það skiptir litlu hvort við töpum 2-1 eða 3-1. En munurinn á þessum liðum er kannski súmmeraður ágætlega upp með þessum skiptingum, City hendir Dzeko, varmanni nr 1 eða 2 hjá sér á meðan við erum með Aspas í sömu stöðu. Skiptingar City kostuðu 77 milljónir punda, okkar kostuðu 7 milljónir. Skemmtileg tölfræði það. Það hafði kannski ekki endanleg áhrif á þennan leik, en það súmmerar kannski upp stærð verkefnisins sem við stöndum frammi fyrir það sem eftir lifir leiktíðar og á komandi árum.

City henti Garcia inn í stað Silva til að landa þessum sigri og leikurinn fjaraði svolítið út síðasta korterið eða svo.

Á 86 mínútu var togað klárlega í peysuna hjá Suarez eftir hornspyrnu okkar manna, víti samkvæmt bókunum. EN, ef Skrtel væri ekki í mínu liði þá myndi ég heimta vítaspyrnu. En dómararnir eru þó samkvæmir sjálfum sér. Ef þetta væri víti þá ætti Skrtel að vera búinn að gefa að meðaltali tvær í leik á þessar leiktíð, maður verður að vera sanngjarn og viðurkenna það.

Eftir þetta gerðist nú ekki mikið og 2-1 tap staðreynd. Úrslit sem eru mjög svekkjandi m.v. spilamennsku okkar manna og hvernig leikurinn þróaðist.

Niðurstaða:

Tap er tap. Ég verð aldrei, frekar en þið hinir, ánægður með tapleik. En fyrir þennan leik sagði ég að öll stig úr þessum leik væru bónus. Stundum verður maður bara að viðurkenna að andstæðingurinn er með betra lið á pappírnum og með ótrúlegan heimavöll. En leikir og titlar vinnast ekki á blaðinu eða af einstaklingum. Þeir vinnast á liðsheildinni eins og “vinir okkar” í Man Utd hafa sýnt og sannað, nú síðast á síðustu leiktíð.

Það er hellingur af jákvæðum hlutum sem er hægt að taka úr þessum leik. Fyrst ber að nefna að við erum í fyrsta sinn síðan leiktíðina 2008-2009 sem við erum komnir með byrjunarlið sem getur keppt nokkurnveginn á jafnfætis grundvelli við öll liðin í þessari deild. Við fórum þarna sem algjörir underdogs, enginn miðill spáði okkur svo mikið sem stigi úr þessum leik. Flestir jafnvel 3-4 marka tapi. En við áttum skilið amk stig úr þessum leik. Við áttum fullt af færum, það er dæmt af okkur löglegt mark og sigurmark þeirra kemur vegna misstaka Mignolet. Ég held að City hafi ekki skapað sér færi í síðari hálfleik og við vorum með ágætis tök á þessum leik lengi vel. Það verður að teljast nokkuð gott, sérstaklega fyrir lið með svona lítinn hóp eins og Liverpool, en í okkar hóp vantar þrjá byrjunarliðsmenn í þeim Sturridge, Gerrard og Enrique/Flanno. Það var þó ekki að sjá í þessum leik eða leikjunum þar á undan. Þeir verða heldur betur að spýta í lófana ef þeir ætla að komast í liðið aftur.

Kompany sagði í viðtali eftir leik að þetta væri erfiðasti leikur þeirra á tímabilinu. Það sýnir kannski vel hve vel við spiluðum.

Þegar tímabilið hófst, erum við lið sem endaði það síðasta í 7 sæti. Ekki einu sinni þeir allra allra bjartsýnustu hefðu spáð okkur toppsæti um jólin. Hvernig sem fer á brúnni um næstu helgi þá eigum við frekar gott prógram eftir áramót og með 1-2 góðum kaupum í janúar glugganum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við verðum í top fjórum með hækkandi sól. Baráttan um efstu tvö, þrjú eða fjögur sætin í deildinni koma ekki til með að ráðast á Etihad eða brúnni. Þetta er langhlaup og við verðum að halda áfram að gera það sem við erum að gera þessa stundina. Mæta í útileikina eins og þetta séu heimaleikir, sbr síðustu tveir útileikir gegn Spurs og City, og halda áfram að vera svona sannfærandi á Anfield. Hætta svona Hull City bulli þar sem við setjum leikinn upp til að mæta styrkleika þeirra í loftinu. Hugsum bara um okkur, ef við gerum það þá hræðist ég ekkert lið. Ofan á þetta allt saman er virkilega virkilega gaman að horfa á Liverpool spila fótbolta. Það hefur ekki alltaf verið svo á síðustu 5 árum eða svo.

Það er auðvitað margt annað í þessum leik sem er hægt að ræða eins og brot Lescott á Suarez. En svona er þetta stundum, sumt fellur með þér, annað á móti. Rangstæðudómurinn er samt sem áður óskiljanlegur, svo augljós var hann.

En nóg um það….

Maður leiksins:

Fyrir mér kemur bara einn til greina. Það er Henderson. Ég gæti líkega skrifað 12 eininga ritgerð um hann Henderson og framfarir hans síðustu 18 mánuði. Sumir blaðamenn og spekingar þarna úti eru að skrifa um hann nú eins og hann hafi verið slakur hér áður og mikil vonbrigði. Hann hefur verið frábær fyrir utan kannski sína fyrstu leiktíð hjá klúbbnum. En kannski vantað að “sementa sig í eina stöðu”, ekki vera notaður sem uppfyllingarefni eftir þörfum.

Pepe Reina sagði eitt sinn að á erfiðum stundum stíga sterkir menn fram. Það hefur Henderson heldur betur gert í fjarveru Gerrards. Menn hafa oft spurt sig að því hver tekur við af kónginum þegar hann stígur til hliðar. Svei mér þá ef að Henderson er ekki að gera andskoti sterkt tilkall til krúnunnar. Hann hefur svo margt í sínum leik og er að bæta sig leik frá leik. Ekki slæmt af manni sem hleypur með hnjánum, hvað sem svo það þýðir. Það sem helst vantar í hans leik er líklega mörkin, en Gerrard var enginn 20 marka maður á hans aldri, það kemur eflaust með tímanum. Eins og við sjáum vísbendingar um núna eftir að hann fékk meira hlutverk í sóknarleik liðsins í fjarveru Gerrard og Sturridge, 1 mark og 5 stoðsendingar.

Suarez var alltaf ógnandi, þó ekki eins mikið og í síðustu leikjum. Og Sterling, hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga þarna á hægri kanntinum. Þessi þverhlaup hans af kanntinum bakvið miðverðina eru rosalega deadly (eins og rangstöðumarkið kom úr og markið hjá Coutinho) og Suarez er að finna hann trekk í trekk. Þetta rangstöðumark hans var nánast copy/past af marki hans gegn Tottenham.

Miðjan okkar, sem ég setti stórt spurningarmerki við fyrr á leiktíðinni, er nú heldur betur búinn að stíga upp og þó ég muni seint afskrifa Gerrard (sérstaklega ekki með þessi stats sem hann er með það sem af er leiktíðar) þá verður maður samt að spyrja sig hvort að það verði ekki að finna honum annað hlutverk í liðinu en inná miðri miðjunni. Hann hefur ekki nema brot af hlaupagetu Lucas, Allen og Henderson. En sú pæling bíður betri tíma.

Ömurlega svekkjandi tap, en fullt af jákvæðum hlutum. Nú er bara að sækja til sigurs á brúnni.

83 Comments

  1. Maður getur ekki verið annað en stoltur af þessari frammistöðu liðsins í dag.
    Dómaramistök í marki Sterling og óheppni Mignolet kostuðu okkur leikinn en gríðarlega er þetta lið orðið flott.

  2. glatað þegar dómgæslan leikur svona lykilhlutverk og ræður hver vinnur með ósanngjörnum hætti..

  3. Góður leikur. Við hefðum alveg getað tekið amk 1 stig úr þessu. Ég mæli með því að við fókuserum á það jákvæða í þessum leik – fullt af jákvæðu að taka úr leiknum.

  4. Sælir félagar

    Þrátt fyrir tap var þetta góður leikur hjá okkar mönnum, sérstaklega í fyrri. Að vísu eru óskiljanlegar skiptingar eins og Moses settur inn fyrir Coutinho og hefði alveg eins verið hægt að taka leikmann útaf og setja engann inn í straðinn. Moses er bara ömurlegur og þessi skipting ömurleg hjá BR

    Það var hinsvegar Lee Mason og meðdómendur hans sem kláruðu þennan leik fyrir MC og væri eðlilegt að menn kæmu því í verk að taka flautuna af honum fyrir lífsatíð.

    En fjórða sætið er okkar og aðeins 3 stig í efsta sætið svo ég hefi engar áhyggjur enn sem komið er. Hinsvegar er það alltaf ömurlegt þegar lið fá aðra eins himadómgæslu og gerðist í þessum leik.

    Það er nú þannig

  5. svo eru menn að tala um Agger sé mistækur, vá Sakho.

    en frábær leikur,áttum skilið allavega stig.

  6. dómarinn!!!!!!!!! díses kræsturinn klárlega vrersti dómari EVER!!!!!!!
    OG LÍNUVÖRÐURINN ÚFFFF

  7. Það er bara hrikalega ósangjart að Liverpool hafi ekki nàð stigi úr þessum leik. Liðið var að spila gríðarlega vel og eiga sklið að vera á topp 4. Miðað við þessa spilamennsku er vinnur liðið Chelsea. Miklu betra lið.

  8. Svekkjandi, en upp með hökuna félagar, við vorum sannarlega óheppnir að fá ekki a.m.k. eitt stig úr þessum leik.

    Vorum rændir marki og fengum tvö klaufamörk á okkur. Svo fékk Sterling dauðafæri til að jafna. Við skulum heldur ekki gleyma því að City eru ógnarsterkir og þeir áttu sín færi líka. Framtíðin er svo sannarlega björt og ég kýs alls ekki að líta á þessi úrslit sem bakslag, þvert á móti, þetta voru skýr skilaboð til annara liða í deildinni um að við ætlum svo sannarlega að gera atlögu að toppsætunum þetta árið. Við tökum City á Anfield, engin spurning!

    Upp með hökuna félagar. Næsti leikur, Chelsea. Það verður svakaleikur og ég er nokkuð viss um að þeir hlakka ekkert rosalega mikið til að mæta okkur.

  9. miðað við það að vera einum færri ( Lucas getur ekki blautan) nýta ekki færin og að dómaratríóið skeit á sig þá var þetta bara djöfull gott. Fá miklu betri djúpan miðjumann og betri kantara fyrir Sterling, þá verðum við með þetta….koma svo..

  10. Við getum verið ánægð með strákana. Þeir fóru á langlanglanglangerfiðasta útivöllinn í deildinni og voru jafngóðir og City-menn, sem tóku ýmiss konar heppni fegins hendi til að merja okkar menn.

    Mourinho má vera smeykur; Suarez er ekki lengi markaþurr og það er ekkert sem bendir til þess að Liverpool tapi á Brúnni, ekki verðskuldað að minnsta kosti.

  11. Hrikalega svekkjandi, en margt jákvætt við leikinn.

    Fengum fullt af færum, hefðum hæglega getað skorað fjögur mörk.
    Coutinho, Sterling og auðvitað Suarez stórhættulegir í skyndisóknum.
    Nú sá maður glitta í gamla Suarez, langaði SVOOOO mikið að vinna og var til í að gera það sem þurfti…
    Sissokho var sprækur, heldur sæti sínu.

    Munurinn á liðunum er líklega sá að býflugurnar okkar á miðjunni, Henderson, Lucas og Allen eru allir takmarkaðir fram á við. Þetta er sérstaklega bagalegt í tilfelli Allen, sem bæði spilar ofarlega á vellinum og vinnur oft boltann á hættulegum svæðum. Ef hann nær upp sjálfstrausti og ró í sinn leik á síðasta þriðjungi verður hann topp leikmaður. Ef ekki…meðaljón sem missir sæti sitt innan árs.

    Fannst vanta aðeins meiri áræðni í Sterling, að þora að snúa fram á við, en fyrst og fremst gaman að sjá hvað hann nýtist miklu betur og tekið meiri framförum.

    Og í lokin, mér finnst Mignolet dæmdur hart. Negredo ætlaði pottþétt að setja hann utanfótar með vinstri í fjærhornið, markmaður með viðbrögð Mignolet er strax lagður af stað og hefði varið auðveldlega ef skotið hefði heppnast. Skotið hins vegar misheppnast og þá er okkar maður úr jafnvægi en nær samt næstum að verja. Stöndum með okkar manni í þessum slag.

    Svo vonar maður að þessi leikur hafi ekki kostað það mikla orku að við verðum flatir á móti Chelsea, og það með enn þynnri hóp vegna lánssamnings Moses.

    Áfram LFC.

  12. Afleitt að lúta í lægri haldi í þessum leik. Gríðarlega jafn og spennandi. Stórkostlegir taktar inn á milli en eins og svo oft áður í svona stórslögum þá ræðst þetta á einstaklingsframtakinu. Svo er spurning með okkar mann Sakho í þessum leik. Virkaði ofboðslega óstyrkur á bolta og var oft að sækja út í menn nokkuð stefnulaust. En jæja.

    Með þessari spilamennsku er ég hins vegar fullur bjartsýni þegar við mætum á Brúnna. Brendan og félagar munu skjóta flugeldum fyrr upp en flestir og pakka saman þeim nýríku. Á þann hátt að skúlmurinn hann Roman þarf að fjárfesta í 4D sjónvörpum til að átta sig á því sem gekk yfir þá.

    Áfram Liverpool!

  13. Ég er á því að ef liðið – eða einstakir leikmenn – hefði verið að spila jafn illa og sumir vilja vera láta, þá hefði leikurinn tapast mun stærra en 2-1.

    Flestir hafa sagt að tap í þessum leik væri engin katastrófa, og ég stend við það. Sérstaklega fyrst þetta var eins jafnt og raun bar vitni, og þess vegna er reyndar mest svekkjandi að hafa ekki náð að pota inn eins og einu í seinni hálfleik. Nú eða fengið dæmt löglegt mark í þeim fyrri.

    Spái sigri á Brúnni.

  14. Friðfinnur, slakaðu á neð Lucas! Svona slæmur er hann bara alls ekki þótt að hann hafi ekki átt sinn besta dag í dag.
    Og í sambandi með Sakho þá verður að segjast að hann er klárlega betri kostur en Agger þó hann var pínu óheppinn í sendingunum í dag. Sakho hefur bara aðra frábæra eiginleika sem gerir það að verkum að varnarlínan verður tryggari með klettinum á sínum stað.
    En að leiknum – liðið mjög vel stillt í dag, með rétt hugarfar og óhræddir við að sækja á sterka city menn. Kompany klárlega maður leiksins. Djöfull er hann góður…

  15. Heyrðu ég get nú ekki sagt ég sé sáttur með tap enn við spiluðu fínan bolta gegn liði sem rúlluðu ManU 4-0 og Arsenal 6-3.
    Ég fannst dómarinn frekar hallast að heimaliðinu. Sterling var ekki rangstæður og var þetta ekki púra viti þegar Surarez var togaður niður. Halló dómarinn sá þetta enn fannst þetta ekki vera viti en endursýninginn er þetta frekar augljóst. Liverpool átti bara skilið að fá minnsta kosti eitt stig miðað við framtistöðuna i kvöld. Jæja þetta þýðir bara sigur i næsta leik. Takk fyrir.

  16. Þegar couthinho var skipt utaf fyrir engan það var flott skipting..moses er Ömurlegur

  17. Óþolandi að tapa í dag með þessum hætti…. þetta er ekki í fyrsta skipti sem dómarar drulla upp á bak í PL. Markið sem var tekið af Sterling er bara hneisa… það verður að endurskoða þessa rangstöðudómgæslu. Það var greinilegt að Sterling var allt of hraður fyrir þennan vitleysing á línunni. Ömurlegt að sé ekki hægt að láta sóknarmennina njóta vafans í svona tilfellum. Í staðinn er rifið fullkomlega löglegt mark af okkar mönnum. Ferlega svekkjandi að tapa þessum leik. City voru ekkert sérstakir í dag… Áttum alltaf skilið í það minnsta stigið úr þessum leik. 🙁

  18. Djöfull var hrikalega svekkjandi að taka ekki neitt frá þessum leik. Þetta bara féll enganvegin með okkur í dag og varnarleikurinn er eitthvað sem þarf að skoða, Cissokho sýndi það í dag að hann er alls ekki eins lélegur og af er látið og kemur langbest út úr þessum leik af fimm öftustu í dag.

    Skrtel er algjörlega herfilegur í að verjast föstum leikatriðum og ég er ekki viss um að Liverpool hafi unnið skallaeinvígi varnarlega eftir fast leikatriði í dag. Sakho var ljónheppinn að þessi syrpa hans í seinni hálfleik hafi ekki kostað okkur, City refsaði fyrir nánast allt annað.

    Mignolet valdi síðan ömurlegan tíma til að byrja að taka upp á svona bulli eins og í seinna markinu. Þetta á hann bara að verja enda var skotið frá Negredo ömurlegt.

    Ég sagði fyrir leik að miðjan okkar gæti alveg staðist miðjunni þeirra snúning og það gerðu þeir að mínu mati. Leikurinn var mjög opinn og þeir náðu alveg að skapa sér færi en það var Liverpool að gera líka og áttum færi í dag til að vinna tvo leiki.

    Coutinho og Sterling fengu færi í þessum leik sem þeir bara verða að nýta, sérstaklega gegn Man City. Svona opnun þarf að nýta.

    Rangstaðan á Sterling í fyrri hálfleik er ein versta ákvörðun sem ég man eftir á þessu tímabili og hreint út sagt ævintýralegt að hann hafi fengið þetta út. Mannfjandinn er með eitt hlutverk og hefur atvinnu af því og var fullkomlega í línu. Glæpsamlega léleg dómgæsla og ekki batnaði hún þegar leið á leikinn, líklega sú versta sem við höfum lent í á þessu tímabili.

    Suarez var síðan mjög óheppinn að fá ekki víti í seinni hálfleik, Lee Mason var ekki að fara gefa honum neitt í dag og reyndar var Skrtel að vanda tæpur hinumegin að gefa ekki víti. Skrtel er þó alltaf í baráttu við miðvörðinn sem oftast togar líka, Suarez atvikið var afar augljóst peysutog.

    Ég sagði í upphitun að Liverpool þyrfti alls ekkert að vera með minnimáttarkend fyrir þennan leik og ættu alveg séns á þessum velli. Þeir sýndu það í dag og verða að teljast ótrúlega óheppnir að hafa ekkert tekið frá þessum leik. Það gefur okkur ekki nokkurn skapaðan hlut og gerir þetta bara enn meira svekkjandi. Lið sem vinna svona leiki, eins og City gerði og Chelsea er að gera í hverjum leik, vinna titla.

    Ef að við förum svona svekkt frá Etihad er ljóst að Liverpool getur klárlega tekið eitthvað frá Stamford Bridge með svipuðum leik.

    Ömurlegur dagur annars, sá Hull tapa niður tveggja marka forystu með ótrúlegri gjöf, horfði svo á markmann West Ham gera verri mistök en Mignolet til að hleypa Arsenal aftur inn í leikinn og að lokum tókst Liverpool að tapa niður forystu með afar pirrandi hætti.

    Blessunarlega tapaði Everton óvænt heima fyrir botnliðinu þannig að Liverpool hangir ennþá í topp 4.

  19. Þetta snýst allt um suarez hvort hann geti borið liðið inn í meistaradeildina

  20. Dómaratríóið átti slakan dag. Í leikjum þessum er ekki afsakanlegt að klikka á 2-3 augljósum atriðum (ekki rangstæðan, víti, aukaspyrnan rétt fyrir leikslok). Reyndar algjörlega óskiljanleg ákvörðun hjá línuverðinum að flagga, einfaldlega rán.

  21. Leiðréttið mig ef ég er að misskilja en er lfc eina liðið sem lendir í lélegri dómgæslu? City skoraði 2 rangstoðu mörk á móti arsenal og það var lika dæmt löglegt mark af arsenal.

  22. hh, hér er leiðréttingin: Þú ert að misskilja; enginn hér hefur svo mikið sem gefið í skyn að LFC sé eina liðið sem lendir í lélegri dómgæslu.

  23. Vandamálið hjá Liverpool er að þeir hafa skelfilegan varamannabekk, enginn sem getur komið inn á og gert einhverja hluti!

  24. hh

    Hvað kemur það málinu við í þessum leik eða hvað þessi atvik varðar? Má ekki ræða mistök dómara, sérstaklega eins og þau sem við sáum í dag því þeir skitu líka í öðrum leik fyrr í vetur?

  25. Þeir sem fíla ekki Moses geta svo huggað sig við að hann má ekki spila leikinn á móti Chelsea. Áhugavert að sjá hvaða kjúklingur fær þá sénsinn á bekknum í staðinn. Rossiter?

  26. Jæja, nú getur ekki annað verið en að hann skili Moses heim til auðlindaræningjans, þvílíkur arfi kall ræfillinn. En frábær vinnsla í liðinu, og með þetta hugarfar þá vinnum við Chelsea sannfærandi á brúnni. Kannski kaupa eitt glas af sjálfstrausti handa Allen og skella því í hann rétt fyrir leik. Og stóri plúsinn er að Moses verður ekki með 🙂

  27. Tek undir hvert einasta orð hjá Babu, sem sagði allt sem hefði viljað segja um þennan leik og þennan ömurlega fótboltadag.

  28. Þvílikur leikur fyrri hálfeikur var rosalegur. Róaðist mikið í seinni hálfleik, Enn við getum verið sáttir með leik okkar manna. Fyrirfram hefði ég verið sáttur að tapa 2-1 fyrir City á þeirra heimavelli. Miðað við úrslitin sem þeir hafa náð á móti sterkum liðum. Tottenham – Arsenal – United hafa öll þurft að ná tuðrunna nokkuð oft úr eigin marki. Liverpool Sýndi langmestu mótstöðu sem City hefur mætt á heimavellinum sínum í vetur.

    Spurning hvernig þessi leikur hefði þróast ef Coutinho hefði skorað þegar hann fékk stærsta dauðafæri lífs sins. það var fullt af neikvæðum hlutum í þessum leik enn ég horfi framhjá þeim öllum því Liverpool sýndi magnaðan leik og voru rændir stigi í kvöld. 2-2 hefðu verið sanngjörn úrslit í kvöld.

    Suarez var góður í kvöld þrátt fyrir að fá ekki mörg færi enn hann var andskoti duglegur að koma öðrum í færi í kvöld. Alla vega engin heimsendir í gangi við komum sterkir til leiks á laugardaginn, Einning væri gott move að skilja Moses eftir á Stamford Bridges! fyrst við erum á annað borð á leiðinni þangað!!!

  29. Við vorum frábærir í þessum leik og ljóst að það er augljós ástæða fyrir því að City eru enn ósigraðir heima.

    Lee Mason og hans menn ættu líklegast að finna sér störf við hæfi.

    Annnars gátu bæði Coutinho og Sterling jafnað leikinn fyrir okkur.

  30. Ég held að menn ættu að slaka aðeins á að heimta hinn eða þennan út úr liðinu. Þetta voru fyrstu mistök Mignolet sem kosta mark en hann er annars búinn að vera ca. 10 stiga virði í vetur (skv. markvarðatölfræði EPL). Að sama skapi gaf Sakho boltann frá sér í tvígang en hann hefur ekki beint verið að gera það mikið í vetur. Ef menn ætluðu að skófla byrjunarliðsmönnum út um leið og þeir gera sín fyrstu mistök væru ekki margir eftir.

    Þetta City-lið er bara fáránlega gott heima. Þeir eru með 4,4 mörk að meðaltali í leik á heimavelli og hafa unnið alla leiki sína með tveimur mörkum eða meiru. Í dag voru þeir stálheppnir að sleppa með sigur. Dómarinn rænir okkur löglegu marki og skýrri vítaspyrnu, Henderson, Coutinho og sérstaklega Sterling klúðra allir bestu færum leiksins (utan markanna) og þeir rétt héngu á þessu í lokin.

    Enda sagði Vincent Kompany eftir leik að þetta hafi verið besta lið sem þeir hafi spilað við í vetur. Og þeir hafa spilað við Bayern.

    Munurinn á þessum tveimur liðum í dag er þessi: þeir settu Edin Dzeko, James Milner og Javi Garcia inná. Við settum Iago Aspas og Victor Moses inná. Bæði lið með 2-3 erfið meiðsli en breiddin hjá þeim miklu meiri.

    Svo var munurinn líka glórulaus rangstöðudómgæsla í fyrri hálfleik. City þarf ekkert á því að halda að fá hlutina gefins á heimavelli, svo góðir eru þeir, en þeir fengu þennan leik gefins þar.

    Frábær leikur hjá okkar mönnum og við vinnum á Stamford Bridge með svona spilamennsku. Í stað þess að hengja þennan leikmann eða hinn eigum við að vera (a) stolt af því hvernig liðið spilaði, (b) fegin að vera búinn með klárlega erfiðasta útileikinn og (c) horfa til þess hvað prógrammið verður auðvelt eftir næsta sunnudag.

    Við erum í bullandi séns í þessu. Tap í dag en allt ennþá galopið. Come on you Reds!

  31. Áhugaverður leikur! Þetta Liverpool lið getur dansað við þá bestu, svo mikið er víst.

    Suárez var hálfgerður playmaker-skástrik-target maður í dag og leysti það ágætlega. Má alveg vera svolítið svekktur út í félaga sína fyrir að nýta ekki það sem hann var að skapa.

    Þetta var einhver versti rangstöðudómur sem ég hef séð. Sjaldséð með rangstöðu dæmda með stærra margin en þetta. Fáránlegt!

    Besti leikur Cissokho fyrir Liverpool, hann var prýðilegur. Skyndisóknir beggja liða voru baneitraðar.

    Við verðskulduðum allan daginn a.m.k. 1 stig út úr þessum leik!

  32. Flottur leikur . Einn leikur eftir svo koma nýj nöfn inn plús SG DS og LE , svo bekkurinn ætti að verða betri 🙂 Skila svo VM og MS … Flannó er að skila sínu svo við þurfum ekkert sð borga laun manna sem fá ekkert að spila hvorki hjá sínu liði né okkar ..
    Gleðilega hátíð .

  33. Rodgers in the press conference: “Hope we don’t get a Greater Manchester ref (Lee Mason is from Bolton) again when playing a Manchester team”.”

    FA á líklega eftir að missa það núna 😉

  34. Hvað var að Moses? Er verið að hrauna yfir hann bara til þess að finna einhvern blóraböggul? Og seinna mark city, kom on þetta voru ekki markmannsmistök eða léleg markvarsla, þó skotið hafi verið að lokum viðráðanlegt. Sakho var góður í þessum leik þrátt fyiri frekar tvær dubious sendingar. Góður varnarmaður og spilar vel út úr vörn. Giska á að ca. 90% sendinga hans hafi ratað a samherja.

  35. Við getum borið höfuðið hátt. við náum í stig á stamford með þessari spilamennsku.

  36. Ég er stoltur af liðinu okkar í dag!!! Vorum alveg á pari við Man City og ekki hjálpaði dómara tríóið 😛 Ef við spilum næsta leik svona agreesívir og hugaðir þá vinnum við Chel$ki.
    Vincent Kompani klárlega maður leiksins, Suarez bestur af okkar mönnum.
    Skil ekki almennilega þetta umtal um Skrtel þagar hann er að togast á við aðra miðverði, þeir toga og halda alltaf í hvorn annann í föstum leikatriðum, Kompany var bara einfaldlega sterkari en hann í dag .
    Er ekki viss um þegar Suarez var rifin niður í teignum, hefði verið ódýr vítaspyrna allavega en kanski hefði verið hægt að dæma bakhryndingu á Lescott, þetta var svona vítaspyrna sem maður vill fá dæmt á fyrir sitt lið en ekki fyrir andstæðinginn 🙂

  37. Að fara með vængbrotið lið í miðri jólatörn á erfiðasta útivöll deildarinnar gegn dýrasta og besta liði deildarinnar og tapa ósanngjarnt er vissulega ekki gleðiefni, en maður fer ekki beint á taugunum.
    það þarf reyndar að fara að skoða betur hvað við gerum og gerum ekki þegar við fáum á okkur föst leikatriði. En það er nákvæmlega ekkert að þessum gaurum sem spila frammi.

  38. FA þarf að hafa þetta í huga þegar þeir melta ummæli Rodgers eftir þennan leik
    http://i.imgur.com/ic7aWUr.jpg

    Rodgers gerir ekki mikið af því en stundum vill maður að stjórinn urði nokkuð duglega yfir dómaratríóið eftir leik. United maður sem ég er að spjalla við á twitter var ekki lengi að tengja þetta við gamla stjórann þeirra (sá hafi reyndar ekki alltaf innistæðu fyrir sínu röfli sem kom eftir alla tapleiki).

  39. Enginn skömm að þessu tapi, vorum alveg á pari við best mannaða liðið á deildinni sem er búið að vera að slátra liðum á heimavelli sínum. Hlutirnir duttu bara ekki með okkur í þessum leik,ma annars skelfileg mistök línuvarðar. Að sama skapi var alger óþarfi að tapa þessum leik og eiga leikmenn þar mikla sök, Skrtl í fyrra markinu og Mignolet átti að gera betur í því síðara en við fengum sko færin til að jafna og þar áttu menn líka að gera betur. Eins og svo oft áður ráða einstaklings mistök úrslitum þegar lið eru svona jöfn. Flottur leikur og ef þetta er standardinn sem liðið er að setja þá verður það ekki í neinum vandræðum. Vandamálið er hins vegar að halda þessu standard og það hefur gengið mjög illa sbr Hull leikinn.
    Svona leikir sýna einnig hvað vantar í þetta lið. Eflaust höfum við margar og ólíkar hugmyndir um það en fyrir mína parta vil ég fá Agger þarna inn.

  40. Skipta um markmann, fá Reina heim aftur:

    Ef Reina hefði gert 1 mistök per hálfa leiktíð þá væri hann ennþá hjá félaginu. Þannig að nei, hans tími er liðinn. Fáránlegt komment, búinn að bíða með þetta síðan í sumar?

  41. Sælir aftur félagar

    Ég vil benda Kristjáni Kristinssyni á að það er ekki verið að kenna Moses um neitt nema það sem hann er. Afskaplega slakur leikmaður og slæmt þurfa!? að skipta honum inn fyrir mest skapandi miðjumann okkar. Því undir svoleiðis skiptingu stendur hann alls ekki.

    Það er hárrétt hjá Magga að það er engin ástæða til þess að heimta einhvern byrjunarliðsmann út úr liðinu eftir þennan leik. Liðið spilaði vel og gegn liði eins og MC á heimavelli má alltaf búast við andartökum og mistökum sem orka tvímælis þá gerð eru. Hitt er augljóst að L. Masaon og félagar voru ömurlegir og rændu okkur stigi eða stigum. Með þá sem 12. og 13. mann í liði MC þá varð þetta óleysanlegt dæmi fyrir okkur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  42. Gleymum því ekki að við vorum að spila við eitt sterkasta liðið í Úrvalsdeildinni þar sem keppinautarnir hafa verið að tapa stórt. Þrátt fyrir tap vorum við að spila frábæran leik að mínu mati og í mínum huga er ekki spurning um að við vinnum Chelsea á sunnudaginn!!

  43. Stoltur af okkar mönnum, spiluðu flottann bolta og áttu góðan séns á móti frábæru City liði á brjáluðum útivelli.

  44. Algjörlega óþolandi að tapa á þennan hátt. Það hefði verið í lagi að tapa á sanngjarnan hátt en þetta var skítlegt helvíti!

    BR er með þetta.
    „Ég skil ekki hvernig dómari er settur á leik Manchester City og Liverpool sem er frá úthverfi Manchester. Ég býst ekki við að fá dómara úr úthverfi Liverpool þegar seinni leikur liðanna fer fram,” sagði Rodgers greinilega ósáttur með enska knattspyrnusambandið.

  45. ÓGEÐSLEGA PIRRAÐUR!

    Hef ekki verið svona svekktur eftir tapleik alveg svakalega lengi. Örugglega m.a. vegna þess að ég gerði mér virkilegar vonir um að fá allavega eitt stig í dag…og það er bara enn meira svekkjandi að hafa leikið þetta vel og fara stigalaus heim. Í fyrra áttum við að hirða 6 stig úr viðureignum okkar við City og ná áttum við minnst eitt skilið.

    Í ofanálag er mér enn erfiðara að sjá svo ömurlega ákvarðanatöku aðstoðardómara og við sáum í fyrri hálfleik. Þetta er svo lélegt að mann verkjar í flagghendina sína, óafsakanlegt og þessi gaur er að fara í langt frí frá EPL. Við græðum víst ekki neitt á því og það er alger viðbjóður í samhengi við úrslitin í leiknum.

    Svo klæddist ég markmannshönskum á ferlinum og er sannfærður um það að Simon Mignolet sefur ekki dúr í nótt. Þetta var æfingabolti og við hverja 100 svona bolta fær hann á sig 2 – 3 mörk myndi ég spá. Það að einn slíkur hendi á Etihad og verði sigurmark er svo ósanngjarnt fyrir þennan belgíska strák að mér varð beinlínis óglatt fyrir hans hönd þegar Lee Mason flautaði af. Sá átti ekki góðan dag fannst mér, toppaði vitleysuna þegar Suarez fékk spjald á meðan Zabaleta hraunaði yfir mann og annan en fékk ekki spjald fyrr en eftir 80 mínútur.

    Liðið var að spila jafn vel eða betur útir á vellinum en ég reiknaði með. Mér hefur fundist vera svakalegt sjálfstraust í uppspilinu og fyrst við réðum við það á Etihad þá eru leikmenn vonandi tilbúnir til að halda því áfram á öðrum völlum. Lucas karlinn átti mjög erfitt í dag, David Silva teiknaði of mikið upp en á móti þá voru Hendo og Allen að fara flott í gegnum miðju City og Fernandinho leit ekkert mikið betur út.

    Sakho hef ég talað um að verði að fá tíma til að aðlagast enskum bolta, það sást í dag. Ég er handviss að hann fékk ALDREI slíka hápressu á sig með Paris SG, allavega ekki í deildinni og það þarf hann að læra inná. Auðvitað slapp hann með skrekkinn í sendingunum en varnarlega voru hann og Skrtel að mínu mati fullkomnir.

    Svo þetta ótrúlega mikla röfl um Skrtel og peysutog. Horfið bara á einhverja leiki í Englandi og þetta viðgengst um allt. John Terry hefur sko heldur betur togað og Vidic á mörg lúmsk brotin í þessu líka. Kompany byrjaði alltaf á að setja olnbogann í kassann á Skrtel og það er jafn ólöglegt. Skrtel togar vissulega, en það er alls ekki bara hann og tog Lescott var það augljósasta. En í alvöru, horfið á aðra leiki og sjáið hasarinn í teignum.

    Munurinn í dag var augljós öllum, alveg pottþétt Rodgers og FSG líka. Í liði LFC voru í dag 3 leikmenn líklegir til að ná að skora í opnu spili. Suarez, Sterling og Coutinho. Jafn góðir og aðrir leikmenn voru þá eru þeir ekki að setja mörk úr opnu spili. Svo þegar Coutinho á ekki góðan leik eins og eiginlega í allan dag fyrir utan færin tvö sem hann fékk, þá er grátlegt að þeir leikmenn sem eiga að koma inn með gæðin af bekknum, leikmenn sem við glöddust yfir að fá í sumar ná ekki að skila miklu.

    Mér fannst Moses og Aspas ekkert spila neitt arfa illa, en þeir bættu litlu við.

    Þess vegna þarf að taka lærdóm frá þessu ÖMURLEGA ÓSANNGJARNA tapi í dag og vera tilbúinn með 1 – 2 hágæðaleikmenn á toppþriðjungi vallarins til að aðstoða hóp leikmanna sem hafa náð tökum á flestu öðru en því að bregðast við þegar kanónur sóknarleiksins eiga erfiða daga og að verjast föstum leikatriðum.

    Áfram veginn, neikvætt að taka ekki þessa spilamennsku inn í næsta leik sem verður afar ólíkur. Chelsea liggja mjög aftarlega miðað við það sem maður sá í dag og ætla að nýta sér föst leikatriði gegn okkur…skal engan undra…en nú vill ég fá stig á Brúnni.

    Nenni ekki að vera komin í 6. sætið 30.des, það er ógeðsleg tilfinning!

  46. Ógeðslega gaman að spila stórleik í desember sem liðið í 1. sæti gegn liðinu í 3. sæti (sem er með by far besta hópinn í deildinni) og gefa þeim alvöru TOPPSLAG! Nenni ekki að pæla í dómgæslunni því hún jafnast alltaf út, en í heildinni SVAKALEGUR leikur sem lætur Arsenal-Chelsea leikinn líta hriiiikalega illa út (liðin í 2. og 4. sæti). Það er bara þannig að við erum með lið sem er að fara að enda í topp 4 nema eitthvað stórkostlegt gerist, sýndum það í dag með því að vera óheppnir að tapa úti gegn sterkasta liði deildarinnar 2-1. Sé nákvæmlega ekkert nema jákvætt út úr þessum leik nema varnarvinnu í föstum leikatriðum, sem er reyndar búin að vera akkilesarhæll liðsins síðustu 5-10 ár hið minnsta 🙁

    P.s. djöfull er gaman að horfa á þetta lið spila!

  47. Strákar mínir, eins ömurlega svekkjandi og það er að tapa þessum leik, þá þýðir ekkert að vera að dvelja of lengi við þetta. Dómaramistök, fyrstu mistök Mignolet og slæm nýting á færum kostuðu okkur sigurinn. Búið bless. Næsti leikur, takk!

    Verum heldur ekki að velta okkar of mikið úr því hvort við verðum í 2. sæti eða 6. sæti eftir þessa jólatörn því deildin er rosalega jöfn og við erum bara nokkrum stigum frá toppsætinu og erum akkúrat núna í hinu margumtalaða 4. sæti. Fari allt á versta veg á sunnudaginn þá verðum við bara einu stigi frá 4. sætinu og 6 stigum frá efsta sætinu! Setjum hlutina í rétt samhengi.

    Ekki heldur gleyma því að við eigum nær alla heimaleikina á móti helstu toppliðunum eftir. Svo fáum við Gerrard og Sturridge í janúar og vonandi verslum við einn heimsklassa fljótan miðjumann í janúar. Svo vantar okkur back-up í bakvarðarstöðuna fyrir Johnson.

    Ég er drullufúll núna, en ætla samt að taka fucking pollyönnuna á þetta 🙂

    Þetta er langhlaup, ekki spretthlaup. Tökum einn leik fyrir í einu, næst er Chelsea á Brúnni. Ætla að setja x2 á þann leik.

  48. Tap hér, sigur þar. City, Cardiff, Hull, Arsenal, Spurs … allt eru þetta leikir sem vinnast eða tapast.

    Allir leikmenn gera sig seka um mistök og að dæma Mignolet og Sakho hart er ósanngjarnt. Mestu skiptir að halda dampi – að fá að jafnaði tvö stig af hverjum þremur sem eru í boði. Það er ávísun á sæti í CL og slagar langleiðina í titil. *

    Leiktíðin ræðst ekki á einstökum völlum. Hún ræðst á samhengi hlutanna í 38 leikjum. Töpuðum orrustu í dag en stríðinu lýkur í maí. Keep the faith – YNWA!

  49. Hryllilega svekkjandi og vissulega auðvelt að benda á slaka ákvörðunartöku aðstoðardómarans. En það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að LFC fengu flott færi til að skora (Coutinho og Sterling).

    Bæði mörkin sem við fengum á okkur voru afar svekkjandi, sérstaklega það síðara þar sem við vorum í hörku sókn á undan og að mig minnir slök sending allens inn í teig hafi gefið þeim skyndisóknina sem engum tókst að stöðva. Mignolet svo óheppinn líka og kannski pínu klaufskur en ég kenni honum ekki um, leikmaðurinn var komin innfyrir.

    Tek undir með Eyþóri að baráttan um meistaradeildarsæti tapast alls ekki á þessum leik, né þeim næsta ef út í það er farið. Hinsvegar er ansi dýrt að tapa svona útileikjum á móti toppliðunum því það er vatn á millu okkar helstu andstæðinga. Vonandi ná leikmenn að hvílast nægjanlega fyrir næsta leik og spila hann af jafn miklum krafti og þeir gerðu í kvöld. Baráttan var hetjuleg og einhvern daginn hefði þetta fallið með okkur en því miður ekki í kvöld. Persónulega finnst mér engan hafa átt neitt svo slakan dag hjá LFC í kvöld, bekkurinn bauð ekki upp á neitt og sem fyrr þá reynist það okkur dýrt þegar við þurfum að breyta leikjum okkur í hag.

  50. Liverpool er núna búið að fá 7 stigum meira heldur en úr sömu viðureignum í fyrra. Töpuðum einu stigi í dag hvað þessa tölfræði varðar.

    Þegar talað er um hvað þetta er “ótrúleg” staða í deildinni horfi ég alltaf í það að við erum með 4 stigum meira núna en ég spáði fyrir tímabilið og ég var að spá okkur 70 stigum. Þetta er fínt en alls ekkert ótrúlegt neitt. Við töluðum um það fyrir tímabilið að nú væri séns að komast í baráttuna meðan önnur lið væru að ganga í gegnum breytingar sem við erum búin að gera undanfarið.

    En næstu umferðir eru spennandi og mjög góður séns á að bæta árangurinn frá því í fyrra. Þeir leikir sem við eigum í næstu sjö umferðum fóru hrikalega í fyrra eða svona:
    Chelsea Úti 1
    Hull City Heima 3
    Stoke City Úti 0
    Aston Villa Heima 0
    Everton Heima 1
    WBA Úti 0
    Arsenal Heima 0

    Við fengum 5 af 21 stigi úr þessum leikjum. Ef Liverpool spilar eins og það hefur gert í undanförnum leikjum getum við vel bætt þessa tölfræði.

  51. Mikið rosalega var félagi minn Cissokho flottur. Flottur í vörn og spilaði boltanum á samherja. Éinn af mörgum ljósum punktum í þessum leik. 😉

  52. Liverpool spilaði frábæran fótbolta. Markið kom eftir þvílíkan sambafótbolta og annað færið hjá Liverpool þegar Coutinho skaut í Hart kom eftir “move of the season” skv. Owen lýsanda. Það er bara alveg ótrúlegt hvað liðið er komið í gang eftir að Gerrard er farinn út úr liðinu. Ef réttir menn koma inn í janúar þá sé ég okkur fara taplausa eftir áramót.

  53. Sterling á skilið fastasæti í þessu liði það er á hreinu, ég hef ekki séð svona snöggan leikmann í langann tíma! og að hugsa sér hvað hann er ungur!!

  54. Það er einn punktur sem mig langar að nefna. Ég er fáránlega mikill aðdáandi Brendan rodgers og hef verið það löngu áður en hann tók við Liverpool En að setja Aly Cissokho og Moses á sama kanntinn á sama tíma er fyrir ofan minn skilning. Í fyrsta lagi þá er Cissokho fáránlega hægur og það endurspeglaðist vel í seinna marki City og í raun allan leikinn þá held ég barasta að þeir hafi aldrei reynt að sækja upp vinstri vænginn heldur einbeittu þeir sé alfarið að leyfa navas og zabaleta að leika sér að Cissokho. Vona svo innilega að þessir leikmenn fái ekki framlengingu á samning næsta sumar takk fyrir. Annars flottur leikur hjá flest öllum einsog hefur verið nánast allt tímabilið.

  55. Eg veit ekki með ykkur en eg for stoltur fra sjonbarpinu i gær, okkar menn spiluðu frábærlega heilt yfir i leiknum og oheppnir að fara tomhentir heim, nyttum ekki 2-3 dauðafæri og linuvorðurinn rænir okkur lika marki.

    Liðið okkar er einfaldlega i dag með bestu liðum deildarinnar, það er rosalega gaman orðið að sja liðið spila knattspyrnu og það er rosa gaman að vera liverpool maður i dag .

    Eg held við förum ekki tomhentir heim af Stamford Bridge a sunnudag.

    Ljuft lika a nyja arinu að eiga eftir að fa oll bestu lið deildarinnar a Anfield og eg hef fulla tru a þvi að okkar menn verði fljugandi eftir aramot og fram a vor.

    Eftir leikinn i gær og undanfarna leiki þa trui eg liðinu okkar til alls og við eigum fullt erindi til að berjast i topp 4 .

    Youll never walk alone

  56. Lidid okkar var frabært i gær og vid attum fyllilega skilid 1 stig ut ur thessu i gærkvøldi. Thad er ekkert litid sem madur er svekktur med nokkur atridi i thessum leik sbr. rangstødudominn, treyjutogid a LS og skotid hans Sterlings upp i stuku.

    Vid getum borid høfudid hatt eftir thennan slag. Liverpool syndu thad i thessum leik ad toppsætid yfir jolin er engin tilviljun.

    Mikid rosalega verdur spennandi ad sja hvad gerist i januarglugganum!

    YNWA!

  57. Ó já vælubílinn er farinn af stað , enda á maður ekki að sætta sig við svona bull og rétt skal vera rétt.
    Rangstaðan á Sterling var svo svakalega röng að maður getur ekki séð annað en vilji hafi verið til staðar til að dæma svona illa. Auk þess sem Mason á ekkert að dæma rangstöðu þótt línuvörðurinn flaggi, nema að hann sé viss og ber hann því ábyrðina líka.

    En í leiknum sjálfum vorum við betra liðið, Joe Hart bjargaði þeim og Kompany var mjög góður.
    Er ekki að sjá hvernig capt fantastic kemst aftur inná þessa miðju. Spilið er miklu hraðara, styttra og pressan miklu betra án hans, sem veldur mér persónulega miklum áhyggjum, því ef það er einhver íþróttamaður sem ég dýrka , þá er það Steven Gerrard.

  58. Sælt veri fólkið,

    Sammála þeim sem telja liðið á réttri leið, enda framfarir liðsins augljósar.
    Að mínu mati stendur þó upp úr að nokkrir póstar eru veikir eða semi-veikir, aðrir eru í ágætis málum. Allavega þannig að sumar þessar stöður eru dekkaðar af mönnum sem ég hef bullandi trú á að verði góðir í náinni framtíð.

    Það er ljóst að liðinu vantar 1 stk. Kompany, en vonast til að Sakho eigi eftir að verða þessi maður.

    Í vinstri bak er veikleiki sérstaklega vegna meiðsla Enrique. Strákurinn Flanno gæti samt gert góða hluti þar ef hann reynist ekki meiðslapési. Enrique er samt eiginlega ekki nógu góður.

    Æpandi veikleiki er þó DMC – Lucas virðist ekki ætla að vera málið! hann er of heftur í spilinu og almennt of lítil orka í honum, einnig varnarlega.
    Þarna vantar okkur Yaya/Essien/Schweinsteiger/Hamann/Alonso týpu sem getur allt og meira til.

    Spyrjið ykkur bara hreinskilið- Er Lucas í sömu getudeild og einhver ofangreindur leikmaður? Því miður er svarið nei.- Kalt mat.
    Hann er ekki lélegur, er ekki að segja að ég myndi frekar vilja einhvern eins og t.d Carrick heldur alvöru gaur sem því miður kostar marga peninga – Ekki plástur eða efnilegan.mÞað eru margir efnilegir í vinnslu en þarna vantar quality, helst í Janúar, þá er það topp 1-3 ekki topp 3-5.

    Allir vegir færir með þetta lið en það vantar herslumuninn. Hef nefnt það áður að Steven nokkur Gerrard sé orðinn of hægur og núverandi miðja er að sanna það í bak og fyrir. Þeir þurfa aðeins að slípast til og verða aðeins betri með meira spili.

    Flottur leikur, ú á línuvörðinn….

    kv.

    Jón F.

  59. Setti upp mér til glöggvunar þessa töflu hérna að neðan. Verð að viðurkenna að ég fékk aðeins í magann við að átta mig á því að við erum búnir með bróðurpartinn af léttustu leikjunum, semsagt heimaleikir gegn slappari liðum. Óneitanlega eigum við þá eftir heimaleiki gegn toppliðunum en eins og allir vita að þá er erfiðara að bóka sigur á Anfield gegn top sex heldur en á móti þessum bottom 10 liðum. Nú er eiginlega bara að vona að liðið sé orðið eins gott og það lítur út fyrir að vera þannig að stigasöfnunin haldi ótrauð áfram.

    Heima Úti
    1 Arsenal Tap
    2 Man City Tap
    3 Chelsea
    4 Liverpool
    5 Everton Jafntefli
    6 Newcastle Jafntefli
    7 Man Utd Sigur
    8 Tottenham Sigur
    9 Southampton Tap
    10 Stoke City Sigur
    11 Swansea Jafntefli
    12 Hull City Tap
    13 A Villa Sigur
    14 Norwich Sigur
    15 West Brom Sigur
    16 Cardiff Sigur
    17 C Palace Sigur
    18 Fulham Sigur
    19 West Ham Sigur
    20 Sunderland Sigur

  60. …frábært, taflan kom alls ekki út eins og hún átti að koma út. Reyni aftur.

    — ——————–Heima—–Úti
    1 Arsenal ————————Tap
    2 Man City———————-Tap
    3 Chelsea—————————-
    4 Liverpool
    5 Everton———————–Jafntefli
    6 Newcastle——————–Jafntefli
    7 Man Utd———-Sigur
    8 Tottenham——————-Sigur
    9 Southampton—-Tap
    10 Stoke City———Sigur
    11 Swansea———————-Jafntefli
    12 Hull City———————-Tap
    13 A Villa————————-Sigur
    14 Norwich———–Sigur
    15 West Brom——–Sigur
    16 Cardiff————-Sigur
    17 C Palace———–Sigur
    18 Fulham ————Sigur
    19 West Ham———Sigur
    20 Sunderland——————-Sigur

  61. “Mjög erum tregt tungu að hræra” orti Egill en hið sama á ekki við um okkur sem hér sitjum og spjöllum. Aldrei verður meiri hreyfing á tungum og fingrum en þegar bölið er sem mest! Og víst er þetta Citytorrek slíkt að maður má vel við una að hafa fest einhvern blund í nótt. Upp í hugann komu myndir af mistökum á ögurstundum sem hefðu aldrei átt að verða. Fyrstu snertingar Allens, Johnsons, skot Sterlings og Kútinjós frá markteig að ógleymdum píningsdómi línuvarðar.

    Þetta var leikur glataðra tækifæra og glataðrar dómgæslu. Hvort tveggja er óviðunandi þegar slík heljarslóðarorusta fer fram eins og var við virkismúra Etihad í gær.

    Leikurinn sýndi þó ótvírætt styrleika okkar og veikleika að ógleymdum ógnunum og tækifærum.

    Styrleikarnir eru margir. Síssókó kom tvíefldur inn í liðið og kom á óvart. Framtíðarleikmaður þar á ferð. Geitungarnir á miðjunni voru vinnusamir og áttu sín góðu tímabil. Nafni er náttúrulega ómennskur og var magnað að fylgjast með vinnuseminni, einbeitninni og óbilandi trúnni á að hið góða muni að endingu sigra. Sterling heldur áfram að vaxa sem og Henderson. Gaman að Kútinjó skuli skora og margt fleira mætti nefna.

    Veikleikar: Miðjumenn verða að ógna meira. Allen var ferlegur í vítateig andstæðinganna og Kútínjó átti að sýna meira. Hlakka til að fá Sturrige í hans stað. Sendingar ónákvæmar og ömurlegt að fá þessi mörk á okkur. Varamannabekkurinn er glataður, þegar Móses kemur inn í leik sem þessum þá er eitthvað rotið í danaveldi. Hörmung að sjá óttann í Aspasaraugum þegar hann fékk boltann á upplögðum stað, nýkominn inn á.

    Ógnanir voru náttúrulega allt um kring í gær en tækifærin bíða í röðum. Vel skipulagt lið með sannan baráttuanda. Nú vantar okkur styrkari stoðir, nýja krafta sem munu lyfta liðinu aftur upp í efsta sæti. Spennandi leikjaprógram eftir Stamford Bridge og hin efstu liðin eiga sannarlega eftir að glata sínum stigum, engin spurning. Ég spái því að 9 stig fari forgörðum það sem eftir lifir tímabils. Lið sem sýnir slíka frammistöðu á þessum svakalega útivelli er ekki að fara að glutra niður öðrum leikjum í vetur.

  62. sammála Lúðvík. Það er alveg klárt mál að okkur vantar breidd, bekkurinn í gær undirstrikaði það, en við megum ekki gleyma því að við erum með fjóra lykilmenn á meiðslalista (Gerrard, Sturridge, Enrique og Flanagan).

    Lucas hefur ekki enn náð sömu hæðum og hann var í áður en hann datt inn í langt meiðslatímabil en við skulum samt ekki vanmeta það hversu mikilvægu hlutverki hann gegnir í liðinu. Leikmenn með hans eiginuleika eru ekki auðfundnir, það er alveg á hreinu. Við þurfum engu að síður að kaupa okkur annan mjög öflugan og fljótan miðjumann í janúar.

    Hef líka haft áhyggjur af Johnson undanfarið. Finnst hann ekki alveg hafa náð sér almennilega á strik. Við þurfum klárlega að eiga sterkan leikmann í backup fyrir hann.

    Eins og ég dýrka Captain Fantastic, Gerrard, þá er ég kominn á þá skoðun að hann eigi ekki að eiga fasta áskrift að byrjunarliðssæti, þó vissulega gegni hann gríðarlegu mikilvægu hlutverki í liðinu. Sé t.d. ekki alveg í augnablikinu hvaða leikmann við ættum að henda út úr liðinu fyrir Gerrard. Ekki misskilja mig, á góðum degi er Gerrard auðvitað í algerum heimsklassa, en við þurfum að spara hann meira, enda kappinn ekkert unglamb lengur.

  63. Varðandi meiðslalistann, gerist það nokkurn tímann að lið sé ekki með leikmenn á þessum lista? Er hægt að reikna með því að eiga alla leikmenn heila og leikfæra? Finnst einhvernveginn að slíkt gerist afar sjaldan. Hópurinn verður að vera það breiður að það sé hægt að halda úti liði með sterkum leikmönnum í öllum stöðum, jafnvel þó svo einhver meiðsli hrjái hópinn.

  64. Það er ekki hægt að vera of svekktur með spil okkar manna. Við erum fyrsta liðið í deildinni sem stendur í þessu City liði á heimavelli og fyrsta liðið sem hefði alveg átt skilið stig (í það minnsta).

    Því miður er umræðan um dómarann hávær og ég held Lee Mason ætti bara fara einbeita sér að dæma í 4. deildinni sem hobby. Mikil umræða er um hann og hans frammistöðu hjá Liverpool. Fyrir utan frammistöðuna í gær þá var hann dómarinn sem þykist ekki hafa séð Robert Huth traðka á Suarez. Þeir sem ekki muna eftir þessu:

    http://www.101greatgoals.com/wp-content/gallery/gimages/8062824317_c85bab7e63_o.gif

    Þessi mynd sýnir svo að hans aðstoðarmaður er að horfa á þetta gerast
    http://cs305403.userapi.com/v305403086/5453/2zIowOkC-IA.jpg

    Lee Mason var dómarinn sem sendi Carra og Degen útaf gegn Fulham. Ég var allavega ekki sammála þeim dómum.

    Hann var dómarinn sem sendi Masch útaf gegn Portsmouth og dæmdi hjá okkur leik gegn Stoke þar sem augljósasta vítaspyrna sem ég hef séð var ekki gefinn vegna brot á Lucas Leiva.

    Ég man ekki eftir leik sem Lee Mason hefur dæmt þar sem hann hefur ekki verið í sviðsljósinu (þó það sé eflaust vitlaust hjá mér).

    Ég efast ekki um að hann reyni sitt besta að vera hlutlaus, ég efast frekar um hæfni hans að dæma í efstu deild. Það asma á við Martin Atkinson. Var að horfa á leik Newcastle – Stoke, þvílíkur zebrahestur þessi maður. Eftir leikinn gegn Arsenal þá hef ég fylgst mikið með honum og hann er búinn að vera með ræmuna uppá hnakka síðan.

    En við getum verið sáttir við spilamennsku okkar manna. Svo er það bara að fá 3 stig af stamford bridge og við getum brosað breitt!

  65. Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af því í dag og síðustu daga að Liverpool verði í 6. sæti í lok árs.

    Til að það gerist þarf Newcastle að vinna topplið deildarinnar með svona tíu mörkum (að því gefnu að Liverpool tapi með sjö á móti Chelsea).

    Kannski er ég í einhverju svakalegu bjartsýniskasti en ég held að okkar menn verði í toppfimm þegar 2014 gengur í garð.

  66. slakiði á elskunar mínar, guðsgjöfin Liverpool mun ná meistaradeildarsæti. þessi leikur gaf mér bara von um að ná góðum úrslitum á móti Chel$$kí.

  67. Erum að fara vinna Chelsea. LFC koma hungraðir eftir tapleik á meðan strikeralausir Chelsea, sem rétt marði síðasta leik, koma útblásnir eftir djamm og hórerí í höfuðborginni. Terry og Lamps hittu Smárann og allt datt í gang á laugardagskvöldi.

  68. Verð að verja hann Sako aðeins. Alveg eins og þegar Skrtel gaf ManCity mark í leiknum í fyrra þegar hann reyndi að spila úr vörninni.

    Mér fannst hann vera mun betri í vörninni en Skrtel og reyndi alltaf að koma góðu spili af stað, nokkrar sendingar voru slæmar en það mun batna. Góðar staðsetningar og “interceptions” hjá honum finnst mér eiga að gefa honum fyrsta sæti í miðri vörninni.

  69. Horfið aldrei þessu vant ekki á leikinn en miðað við Highlights frá BBC er alveg ljóst að klúbburinn er á hárréttri leið undir stjórn Brendans. Það er eiginlega eins og Maggi kemur inn á, mjög ósanngjarnt að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. City eru nógu sterkir heima, þeir þurfa ekki á hjálp rangeygs línuvarðar eða heimadómara í alvöru talað.
    Við erum í dag með 3- 4 menn í meiðslum sem eru í og við liðið, Gerrard, Sturridge, Enrique og Flannó. Hefði helmingurinn af þeim mönnum verið available hefði bekkurinn verið sterkari, það er klárt.
    Lokaprófið er svo leikurinn á sunnudaginn á móti hinu aðkeyptaliðinu í deildinni, leikfangi óligarkans. Ég hef fulla trú á því að þar löbbum við með 3 stig heim til Liverpool enda er City talsvert betra lið en Chelsea.

    Veltum því aðeins fyrir okkur að United voru skúraðir 4-1. Spurs 6-0 og Nallarnir 6-3. City vann svo Bayern úti á Allianz vellinum með hálfgert vara lið. Þetta lið, City, var stálheppið að sleppa með stig í gær m.v. allt og allt.

    Þannig að upp með hökuna, lífið er stundum dálítið ósanngjarnt en gvuð min góður hvað þetta er mikil bæting frá því í fyrra. Er orðinn mjög bjartsýnn á því að við komumst í Meistaradeilina, það væri mikil bæting frá því í fyrra og núna er mér orðið ljóst að við eigum heima þar. Ef það gengur eftir, þá fáum við væntanlega meira transfer fund og meira af spennandi leikmönnum sem vilja koma og verða á ferðalagi eftir HM.

    YNWA!

  70. Varðandi vandræðaganginn á Skrtel gagnvart Kompany þá fannst mér eiginlega allar hornspyrnurnar vera copypaste bæði hvað varðar uppstillinguna hjá okkar mönnum og hjá City gaurunum. Það kom alltaf bolti á nærsvæðið þar sem var enginn púllari og Skrtel reyndi að halda Kompany frá og místókst alltaf. Það er ekki hægt að kenna óheppni um þetta atvik því þetta var að endurtaka sig allan leikinn. Næst er Chelsea sem eru með Ivanovic og Terry sem eru báðir nautsterkir. Það verður náttúrulega að laga þetta. Það eru 2 menn Skrtel og Sakho sem geta eitthvað og svo verður restin þá að hlaupa fyrir menn eða tefja þá í að komast í boltann. Núna er þetta allt of mikið mano vs. mano þar sem við erum að tapa ítrekað. Þetta er ábyggilega hægara sagt að laga heldur en að skrifa sbr. Arsenal sem tapaði fyrir skallaboltum í 10 ár en Brendan hlýtur að redda þessu.

  71. Ein afskaplega vinaleg ábending til síðuhaldara: “Næsti leikur” er ennþá Cardiff leikurinn. Líklega er þarna komin ástæða fyrir tapinu í gær.

  72. BR er algjörlega með þetta.

    “I have to speak on behalf of the supporters of this club.Liverpool is a club that has a emotional investment for many millions of people throughout the world.As the manager, I represent them!”

  73. Þarna er þetta komið.

    Steven Horton ?@SteHortonLpool
    Jon Brooks, the linesman who got Raheem Sterlings offside so wrong, was dropped by the FA in January for telling Lescott to applaud the fans

  74. Tek hatt minn og haus ofan fyrir Brendan Rodgers.

    Maðurinn verður “living legend”. Það skiptir máli hvernig menn gagnrýna…og það gerir hann fullkomlega í dag. Lee Mason verður vissulega að horfa fast í spegilinn sinn gagnvart LFC.

    Það er bara þannig!

  75. BR er fokking snillingur. Ég hef heillast af honum frá fyrsta degi en núna gjörsamlega dýrka ég gaurinn.

    Þetta dómaramál í leiknum á móti sjittý er skítafýla út í eitt og það ber að skoða þetta helvíti!

Liðið gegn City

Chelsea á sunnudaginn