Suárez búinn að framlengja…

Hver þremillinn, er hægt að fá betri jólagjöf? Held bara hreinlega ekki. SKÁL og GLEÐILEG JÓL takk fyrir.

7564__0810__suarez263c

68 Comments

 1. Stór partur af þessum samning var örugglega eitthvað með það að gera hvaða sæti við lendum í, Hann hefði aldrei skrifað undir nema það sé eitthvað um klásúlu og eða að top 4 sé must

 2. GARGANDI SNILLD!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  Sjúkk it að ég er að fara í partý í kvöld, annars hefði ég orðið að halda uppá þetta algerlega spes.

  Mér er bara alveg sama um einhverjar Meistaradeildarklásúlur upp á 100 milljónir punda sem leynast einhver staðar djúpt.

  Ég virkilega trúi því að atburðir sumarsins og síðan aðlögun félagsins að honum sjálfum eftir að hann birtist aftur á vellinum hafi breytt miklu í kollinum á honum og þetta sýnir mér klárlega þann metnað sem ég hef óskað eftir frá eigendum félagsins.

  Þeir vita betur en við hvað þarf til að halda þessum besta leikmanni ensku deildarinnar…alvöru lið.

  Og þeir munu færa okkur það.

  ÞVÍLÍK JÓLAGJÖF!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 3. Elska þegar að menn ákveða að það sé þessi eða hin klásúla í samningum. Vitum EKKERT um það. LFC er að bjóða honum heimsklassa laun og eigendurnir að sýna metnað,alls ekkert víst með neinar klásúlur.

 4. Rodgers talar um að bestu ar hans seu framundan og þau fari fram i liverpool treyjunni og þar fram eftir gotunum

  Eg trui þvi ekki að það se einhver helvitis klasula þarna .. það.væri skandall ef það væri einhver klasula ..

  Ef það er klasula þa vona eg að verðið se 150 kulur en ekki 100

  Annars er þetta besta jolagjofin min i ar alveg pottþett.

 5. Frábærar fréttir, átti nú kannski ekki von á þessu á þessum tímapunkti. Þessi maður en einfaldlega snillingur! Talandi um viðsnúning á einu máli frá því í sumar. Nú mega jólin koma:)

 6. VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ Þetta er langbesta jólagjöfin í ár. Tek virkilega ofan fyrir Henry, Werner, Ayre og Rodgers fyrir að klára þetta mál og það svona hratt. Þeir voru ekkert að tvínóna við hlutina. Þetta eru virkilega sterk skilaboð um metnað eigenda og stjórnenda félagsins.

 7. Auðvitað er klásúlur strákar.

  Suarez er ekkert að fara að spila fyrir liverpool nema að Liverpool sé í CL. Hans metnaður til að vera bestur mun alltaf trompa ást hans á Liverpool. Enda er hann ekki uppalinn scouser. En við endum hvort sem er í topp 4 þannig að við þurfum ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessu 😀

 8. Segi það sama hér og á Fésinu:

  Eins ánægjulegt og þetta nú er þá hljóta menn að hafa lært eitthvað af reynslunni. T.d. býst maður við að nú sé klárlega einhvert ákvæði sem gefur honum séns á að fara frá okkur ef t.d. árangur næst ekki eða ákveðið boð kemur í kappann.

  Okey….gott og vel. Þetta er hinsvegar mjög skýr skilaboð um að eigendur hafi pung. Nú er fyrir restina af liðinu að halda áfram á brautinni sem var farin með leiknum við Tottenham og tryggja að þessi snillingur verði áfram hjá LFC til frambúðar.

  Nú ætla ég að opna einn svellkaldan.

 9. Sælir félagar

  Ég óska Liverpoolmönnum í öllu universinu til hamingju með þessar dásamlegu fréttir. Fátt hefði getað glatt mann meira á aðventunni og ekkert í fótboltaheiminum. Velkominn heim til langrar dvalar Luis Suarez til langrar og gæfurókrar dvalar.

  Það er best þannig

  YNWA

 10. FSG & Brendan eiga eitt stk RISASTÓRT hrós skilið fyrir að:

  a) Standa fast á því að hann færi ekki í sumar. Þeir voru svo harðorðir í sínum yfirlýsingum að maður trúði því aldrei að hann færi.

  b) Svo í kjölfarið að fá hann til að spila enn betur en í fyrra, og ekki var hann beint slakur þá.

  c) Semja svo við kauða þegar öll lið í heiminum væru til í að hafa hann í sínu liði. Öll.

  Þetta eru frábærar fréttir. Get ekki beðið eftir morgundeginum þegar hann fagnar samningnum gegn Cardiff og verður eflaust sungið um hann í 90 mínútur, hið minnsta!

  Gleðileg jól

 11. Ég vona svo sannarlega að Suarez hafi sett skilyrði um Meistaradeildarþátttöku. Að sjálfsögðu! Þar á Liverpool heima og þar á Suarez svo sannarlega heima.

  Ég geng hreinlega út frá því að svo sé og fagna ákvæðinu séstaklega því það setur pressu á liðið að standa sig og á eigendurna til að fjárfesta í klassaleikmönnum. Ég er raunar 99% viss um að í ljósi jákvæðrar þróunar liðsins það sem af er leiktíðinni hafi Suarez verið sannfærður um að FSG muni ekki láta sitt eftir liggja til að koma liðinu í fremstu röð. Janúar glugginn verður enn meira spennandi fyrir vikið.

  Þetta er gífurlegur sigur fyrir The Kop enda hleður Suarez þá lofi. Stuðningsmennirnir fyrirgáfu Suarez sínar misgjörðir og það virðist hafa snert Úrugæjann í hjartastað. Hvað sagði ekki Bogart í Casablanca “Louis, I think this is the beginning of a beautiful friendship.”

  Þá verður að lofa Brendan Rodgers. Mikilvægustu og bestu leikmannakaupin á árinu voru að halda Suarez hjá Liverpool. Punktur! Meistaraverk!

 12. Hólý snilld 🙂

  Fyrirliðinn mun halda uppá þetta með enn einni “ekki af þessum heimi” frammistöðunni á morgun!

 13. Erum við að tala um prinsinn af Anfield ?
  Einn kóngur ; KD
  HR Liverpool ; SG.
  Prinsinn af Anfield : LS
  Jókerar/hirðfíflin : Gillet og Hicks.

  Snilldarfréttir.
  Verður gaman að sjá hvernig Suarez spjarar sig um helgina.
  Gleðilega hátíð allir sannir Poolarar 🙂

 14. Það er ekkert nema sanngjarnt að það sé klásúla í samningnum um að hann megi fara á fyrirfram ákveðnu verði ef LFC kemst ekki í meistaradeildina. Lið sem er með einn af þremur bestu fótboltamönnum í heimi í sínum röðum á að geta náð einu af fjórum efstu sætunum í EPL. Ef LFC nær því ekki með Suarez í því formi sem hann er í núna þá á hann einfaldlega skilið að fara til liðs sem á sæti í meistaradeildinni. Þetta myndi einnig þýða að LFC hefði viðbótarástæðu til að styrkja leikmannahópinn enn frekar í jan til að tryggja áframhaldandi toppbaráttu.

  Þessi samningur (með eða án slíkrar klásúlu) er engu að síður virkilega sterk skilaboð um metnað eigenda og stjórnenda félagsins til að koma LFC aftur á topinn, þar sem félagið á heima.

 15. Klásúlur hingað og þangað, alveg eins líklegt að alvöru leikmenn séu á leið til Anfield og það hafi sannfært kappann um að halda áfram, enda ljóst að það verður að gerast til að liðið verði samkeppnishæft í Evrópu.

 16. Sigfús þú gleymdir Woy í hópinn þarna með fíflunum!

  Þegar maður heyrði um að það ætti að fara ræða við hann um samning varð ég glaður, við að sjá þetta 2 dögum seinna festist á mig Joker smile allan hringinn 😉

 17. Hér á bæ var ekki eitt auga þurrt þegar við fréttum af þessum samningi . Suarez mun varla ganga einn úr þessu. Ég er hættur að efast um eigendurna sem ég hef haft mínar efasemdir um þangað til ég heyrði af þessum samningi og Brendan Rodgers er maðurinn.

 18. Stórkostlega fréttir!!! 🙂

  Suarez er besti leikmaður sem ég hef séð spila fyrir Liverpool og með hann innanborðs á næstu árum þá er allt mögulegt.

 19. Skítt með klásúlur og annað slíkt, það er áhyggjuefni næsta sumars. Þetta er frábær jólagjöf.

  Luis Suarez er alveg klárlega ekki að fara fet í janúar og það er ágætt að byrja á því. Eftir blóðuga baráttu síðasta sumars þar sem honum var beinlínis neitað um sölu er ekkert nema magnað að sjá hann núna skrifa undir nýjan langtímasamning. Hvað þá að hann er að spila eins og hann hafi gert samning við djöfulinn og virðist himinlifandi á Anfield. Við vorum alls ekkert að sjá þetta “enda” svona í júní og júlí sl.

  FSG sagði honum að halda kjaft og virða sinn samning, Ian Ayre og co hafa núna gert nýjan samning við hann á mjög skömmum tíma og það bara verður að hrósa þessum aðilum fyrir það, get fucking in. Eitthvað eru þeir að gera rétt.

  Það sem er mikilvægast í þessu er að hann fór ekki til fokkings PiresMorganal . Núna er liðið í toppbaráttu að spila stórskemmtilegan bolta og gefa heldur betur tóninn með því að bæði halda Suarez og gera við hann langtímasamning. Eitthvað ætti þetta að auðvelda við innkaup á leikmönnum m.v. undanfarin ár.

  Tottenham verkefnið getur ekki verið eins heillandi núna og það var í sumar eða fyrrasumar. Búið að reka stjórann, selja langbesta leikmanninn og liðið ekki náð sér á strik.

  Vonandi hefur þetta sem og gengi Liverpool þau áhrif að menn fara að hafa trú á okkar mönnum á ný og að liðið geti farið að keppa um bita við lið eins og Dortmund, A. Madríd og hvað þá Tottenham. Eitthvað sem við höfum átt í basli með undanfarið.

  FSG þarf að taka sénsa til að koma liðinu aftur í meistaradeildina og þeir eru að gera það með meðhöndlun þeirra á Suarez á þessu ári. Vonandi skilar þetta sér í spennandi leikmannakaupum og það sem öllu skiptir, sæti í meistaradeildinni.

  Vit vitum það mætavel að Suarez verður ekki endalaust hjá liðinu meðan það er í 5.-8.sæti. Hingað til hafa hans vandamál ekki hjálpað til við að koma okkur ofar en það.

  Tryggjum þetta meistaradeildarsæti og ræðum samningsmál Suarez ekki aftur fyrr en þá.

 20. Yndi Yndi brjálæðislega – Humphrey Bo ! Og þetta rugl í kringum Cardiff ! Love it. Sé ekki að leikmenn Cardiff séu að fara “spila fyrir stjórann” .. “áður en hann verður rekinn” ! ( eða eftir )..
  ætla ekki jinxa þetta samt og spái því að Cardiff ná Jafntefli.

 21. Við skulum líka átta okkur á því að svona fréttir ásamt spilamennsku Liverpool undanfarið, gera liðið að spennandi kosti fyrir góða leikmenn sem óðir vilja koma og taka þátt í veislunni.

  Upprisan er hafin…:)

 22. Rauð jól í ár! Þvílíkar fréttir! Luis Suárez mun ekki ganga einn úr þessu, svo mikið er víst!

 23. Ég er að segja það, þetta er upphafið að nýrri gullöld hjá okkur! Róa sig, nei ég get það ekki, hef bara svo hrikalega mikla trú á BR og hans hugmyndafræði.

  Stórkostlegar fréttir alveg hreint!

  Takk sveinki!!!

 24. Jæja, þá getur maður verið rólegur í janúar mánuði, vonast bara eftir styrkingu a liðinu CL sæti í mai og ári seinna EPL titilinn og…. Þorir maður að segja það… Kanski þar næstu leiktíð getur maður sungið “we have won It SIX times”

 25. Hey, Brendan. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lesið lengi. Ég var að búa mig undir að hætta að horfa á fótbolta næsta sumar.

  Vona honum hafi verið lofað stórum kaupum í næstu gluggum.

 26. FSG eru for real. Ég skrifaði um þetta í sumar, klúbburinn er á réttri leið og þessir eigendur eru að sanna ágæti sitt skipti eftir skipti.

  Þetta skref er líklega mikilvægasta skrefið sem félagið hefur tekið í langan tíma til að skuldbinda sig að því að verða topplið á komandi árum. Gleðidagur.

 27. Takk fyrir mig Jólasveinn.

  Væri samt mjög slæmt að missa Suarez til City eða Chelsea næsta sumar ef það er klásúla í samningnum .. það er að segja ef við náum ekki top 4.

 28. Ef eigendurnir og BR eru ekki að senda skýr skilaboð þá veit ég ekki hvað. Að klára nýjan samning rétt fyrir janúar gluggann er hrein dásemd að mínu mati. Kvíðahnúturinn í maganum horfinn. Tel það hafa verið mikilvægara að verja pening í að halda í Suarez fremur en að kaupa nýjan mann í janúar. Að sjálfsögðu vonast ég samt eftir einum sterkum leikmanni í janúar glugganum.

 29. Dásamlegt.. Ég gæli við það ennþá að Alonso komi í Janúar , hversu gott yrði það 🙂

 30. Frábærar fréttir!

  Fyrst: söluklásúlur. AUÐVITAÐ eru þær til staðar en ég hef fulla trú á að þær henti báðum aðilum. Það er, verðmiðinn á honum hlýtur að hækka ef Liverpool nær árangri. Segjum t.d. að hann megi fara á 50m punda næsta sumar ef Liverpool nær ekki í Meistaradeildarsæti en lausnarverðið á honum hækki upp í 70m punda ef Liverpool er í Meistaradeild og 80m punda ef Liverpool vinna titilinn. Á móti hækka svo launin hans við hvern árangur sem hann nær með liðinu.

  Þannig þjóna klásúlur báðum aðilum. Með þessu var Suarez að tryggja sér að hann kemst frá Liverpool næsta sumar ef liðið er ekki enn í Meistaradeild, en á móti var Liverpool að tryggja að þeir fái gott verð fyrir hann hvernig sem verður.

  Hins vegar verður að segjast að það er allt eins ekkert víst að hann fari næsta sumar. Og það er í fyrsta sinn sem ég er á þeirri skoðun síðan öll sápuóperan átti sér stað sl. sumar. Með þessu er hann að sýna okkur að hann hefur trú á verkefni Brendan Rodgers, hann hefur trú á liðinu og hann langar til að spila fyrir Liverpool eftir þetta tímabil, að því gefnu að liðið sé að ná árangri sem sæmir svona góðum knattspyrnumanni.

  Win-win fyrir bæði Suarez og Liverpool. Nú þarf liðið (og hann) bara að standa undir væntingum og skila sér í toppsætin í vor.

  Já, og djöfull á drengurinn eftir að vera hylltur á Anfield í hádeginu á morgun, eins sjóðheitur og hann er, gangandi inná Anfield með fyrirliðabandið nýbúinn að framlengja samning. Ég vona að hann klíni annarri þrennu á morgun. Það væri bara við hæfi.

  Helsáttur!

 31. Hvernig færðu það it Kristján atli að 50 milljon punda klasula ef liverpool endar td i 6 sæti henti okkur ?

  Þessi gæji er aldrei að fara kosta minna en bale þott við endum i 10 sæti að minu mati..

  Eg ætla rett að vona að klasulan EF HÚN ER sem eg er alls ekki viss um se allavega 100 milljonir punda og se bara virk ef við naum ekki topp 4 ..

  Ef liverpool nær topp 4 þa myndi eg personulega aldrei selja manninn þott tilboðið væri 120 milljónir..

 32. Slakaðu á, Viðar Skjóldal. Ég tók augljóslega bara einhverjar tölur. Upphæðirnar skipta engu máli, ég var bara að útskýra að verðmiðinn á honum hljóti að hækka miðað við velgengni.

  Talandi um að einblína á rangan hlut, maður. Ég á ekki að þurfa að ritskoða þig af því að þú ert að æsa þig og með dónaskap út af nákvæmlega engu.

 33. Alonso ? Nei takk þurfum ekki annan leikmann sem er á síðustu dropunum

 34. Þessi gaur á að fara (ef sala verður ) á hærri upphæð en Bale og muuuun hærri en grenjaldo.
  Miklu betri en þessi tveir leikmenn, það þarf ekkert einu sinni að eyða orðum í það..
  Fyrir mér þá þoldi ég aldrei hversu mikið stuðningsmenn United hafa ofmetið ronaldo. Sérstaklega þegar hann spilaði með þeim. hvað gerði hann ? ekkert mikið.
  Suarez er allaveganna að géra haug fyrir okkur !

 35. Þegar ég fór á Anfield fyrir rúmu ári keypti ég treyju merkta Suarez. Síðan þá hef ég klæðst henni á leikdegi og Gerrard treyjan fékk hvíld.
  Þrátt fyrir alla farsa.
  Ég velti fyrir mér í sumar að draga Gerrard fram aftur en hélt trúnni á snillingnum.

  Hann er einstakur og á eftir að leiða þennan klúbb í hæstu hæðir.
  Janúar verður sterkur og við munum eiga alvöru run á dollurnar sem eru í boði fyrir okkur í vor.

  Færir okkur frygðarstund
  Fíflar mann og annan
  Gefur okkur gull í mund
  Goðið Kenny fann’ann

  Gleðilega hátíð
  YNWA

 36. Rólegur sveppi, ronaldo er lannnng næst besti fótboltamaður i heimi 😉

 37. Junior,

  Alsonso gæti fært okkur mikið í þá GEYSILEGA mikilvægu törn sem er framundan í vor. Það er ekki lítið undir! Allt í lagi að fá eitt skammtíma signing, að mínu mati.

  Sveppi,

  Ronaldo var nú orðinn svo gott sem fullþroskaður heimsklassa fótboltamaður undir lokin hjá Manchester United. Var fantagóður.

  Láki,

  Frábær ferskeytla! YNWA!

 38. Ég held að sumir séu nú farnir að vera full bjartsýnir hérna. Við höfum ekki unnið neitt ennþá, og Suarez gæti alveg eins farið næsta sumar ef að risa tilboð kemur í hann frá réttum klúbb osfr

  En þetta lítur vel út hjá okkur í auknablikinu en við vitum allir að í fótbolta er vika langur tími.

  Best að róa sig og njóta núsins.

 39. Hvað sem menn eru að reykja á Anfield….þá fékk Suarez sér smók af því.

  Djöfulsins rosafréttir eru þetta. Þetta hækkar verðmiðann á honum allhressilega ef allt fer í steik hjá okkur og klúbburinn getur farið með visakortið í janúargluggann í betri málum en nokkru sinni fyrr.

  Kaupa 1-2 leikmenn í hæsta gæðaflokki og tökum helv…titilinn! (Ok, búinn með nokkra bjóra)

 40. helginn. Auðvitað tökum við titil á þessu tímabili (ekki búinn með einn einasta bjór)

 41. Undarlegt statement að segja að fastamaður á miðjunni hjá Real Madrid sé á seinustu metrunum. Ert þú ekki bara á seinustu metrunum félagi 🙂
  Ég held að Alonso eigi nóg inni enda árinu yngri en Gerrard og það væri hrikalega sterkt ef við gætum fengið hann til baka en ég óttast að hann fylgi Móra andskota til Chelsea og fari að fóðra skotlausan Torres.

 42. Bond,

  Heldurðu samt að Alonso væri ekki til í að taka þátt í því sem nú er í gangi hjá Liverpool? Hann hefur alltaf talað hlýlega um félagið og sinn tíma þar. Ég svona svo sannarlega að hann fari ekki til neinna keppinauta.

  Annar möguleiki er svo að hann sé einfaldlega að reyna að kreista eins mikinn pening og mögulegt er út úr RM í samningaviðræðum. Sá möguleiki er ansi algengur í boltanum í dag. 🙂

 43. Jú ég gæti alveg trúað því að hann myndi vilja koma aftur og spila með Suarez og Gerrard en ég er ekki viss um að Liverpool muni reyna að fá hann aftur. Vissulega væri það flott statement að fá svona world class leikmann til okkar og eigendur liðsins hafa sýnt það að þeir eru til í að fá eldri leikmenn samanber Kolo Toure en ég held einhvern veginn að hann sé ekki skotmark fyrir okkur en ég vona það þó.

 44. Á svona gleðistundum verður að taka viljann fyrir verkið (í þessu tilviki bragfræðina).

  Á Anfieldi léttast nú lundir
  og víðar um allmargar grundir
  er fréttist að maður
  hefði handritað glaður
  samning til fimm ára, undir.

  Að meistaratitli við þrömmum
  og lyftum þeim bikar með hrömmum,
  biðarinnar virði
  og fullkomið yrði
  ef united félli með skömmum.

  Hann Suarez bregst engum vonum,
  ég gleðst ásamt mönnum og konum
  og fæ mér nú bjór
  og hann verður stór,
  ég lyfti nú glasi fyr honum.

  skál!

  ég treysti þeim Kop-mönnum til að laga uppsetninguna á stórvirkinu ef þarf.

 45. Fer ekki að styttast í ljóðakver Kop.is? 🙂

  Glæsilegt, Helgi J!

 46. Ég er búinn að melta þessa frétt í dag. Þetta er það besta sem LFC gat gert. Ég legg til og mæli með að þessi frétt, verði efst á þessari síðu amk fram til áramóta kæru síðuhaldarar – fátt mun gleðja okkur LFC meira næstu misserin.

 47. Segjum að við komumst í meistaradeildina á næstu leiktíð haldiði ekki að þá væri gott að vera með Alonso á miðjunni miðað við alla leikina sem væri verið að fara að spila? Reynsla, gæði og kúl en sjáum til með það, ætla að njóta augnabliksins 🙂

 48. Suarez okkar skrifaði undir og þar með erum við að gulltryggja okkur í Meistaradeildina á næsta ári. Já ég stend við það. Skál glugggggggluggggglugg aaaaaaaa.

 49. Frábært. Það eina sem skiptir máli fyrir okkur er að ef Suarez spilar með okkur fram a vor og meiðist ekki þá……………………………vinnum við þessa deild!
  Luis Suarez er besti knattspyrnumaður i heimi i dag.
  Gerði Maradona ekki Argentínu að heimsmeisturum og Napoli að Ítalíu meisturum með nokkra meðalskussa i báðum liðum og nothæfa þjálfara.
  Nú geta skemmtilegir hlutir farið að gerast.
  Spai 6-0 a morgun Suarez með hat trick:)
  Þannig se eg þetta allavega gott fólk.

 50. Helgi minn, maður tárast bara 🙂 Ekki vissi ég af þessum hæfileikum, ekki sýndir þú þá í skóla á sínum tíma, allavega faldir þú þá vel. Vel gert þú mikli meistari.

  En hér er verið að ræða Alonso í þræðinum um Suárez. Sorry, er bara ennþá hálf skjálfandi af ánægju að hann sé búinn að hripa nafnið sitt niður á blaðið fræga. En Alonso, já takk, alla daga á diskinn minn, gjörsamlega stórkostlegur fótboltamaður og persóna sem hefur ekki misst neitt af hraða eftir því sem hann eldist (hafði hann aldrei og getur þar af leiðandi ekki misst hann).

 51. Ég meina common!.Hvernig getur nokkur maður sem kallar sig Púlara sagt nei við Xabi Alonso?..Við erum ekki orðnir svona góðir enn..Leikmaður sem að maður skilst sé fyrsti maður á skýrslu, bæði hjá RM og spænska landsliðinu..Bæði Mori og Vicente del Bosque hafa sagt þetta skilst mér…..Og um leið og hann varð heill í vetur var hann kominn í byrjunarliðið hjá Carlo Ancelotti…Enda í raun hefur Liverpool ekki getað blautan síðan hann var seldur..já nema í ár 🙂 …Hann á fullt af árum eftir..Eins og þú sagðir SSteinn..hann hefur aldrei verið fljótur og er ekkert að fara missa neitt á næstu árum..Við myndum gera atlögu að titlinum ef hann yrði keyptur…I have a dream !!!!!

 52. Gylfi B,

  Þótt hann ætti ekki nema 1-2 ár eftir, væri það þess virði. Svona er einfaldlega staðan í dag. Það er ALLT að vinna með topp 3 (öruggt CL) sæti, auk þess sem við þyrftum breiddina í CL.

  Ef Suárez leiðir okkur til sigurs í vor og meistari Steven Gerrard lyftir dollunni, mættu þeir félagar starta WW3 hvað mig varðar. Þeir yrðu eftir sem áður á mínum LFC treyjum um ókomna framtíð og meðan skrokkurinn þolir mánudagsboltann. Það er bara þannig!

 53. Eyjólfur
  Já algerlega sammála..Svo er líka málið að ég held að boltin sem við erum að spila undir Rogers myndi henta Xabi algerlega fulkomnlega..Leikmaður sem er með sendingargetu upp á A+++ og frábær tæklari..Málið er að ef við ætlum að gera atlögu að tirlinum í vor eða á næsta ári þurfum við eins marga snillinga og við getum fengið…Og Xabi er pottþétt STÓR biti..

 54. Ég væri til í Alonso + einn topp klassa miðjumann (meira sóknarþenkjandi) í viðbót, en gambla með bakvarðastöðurnar og strikers. Það er ekki mikið lengra en það á milli núverandi liðs og stórkostlegs árangurs.

  Náist það ekki í vor, hef ég fulla trú á FSG og BR. Það er bara þannig. 🙂

 55. Alonso? Uuu… JA TAKK!! Bara komdu ,,heim” vinur.

  Er hrikalega spenntur fyrir leiknum i dag og mottøkurnar sem LS mun få verda ekkert keyptar i Hagkaupum!

  Er algjørlega i skyjunum med hvernig stjorninn og stjorinn okkar eru ad tækla thessi mal. Var buinn ad oska eftir thessu og thad rættist!

 56. Fyrir þá sem ennþá eru að gæla við Torres heim… 🙂

  …Þá er hér áhugaverð grein um hann http://hereisthecity.com/en-gb/2013/12/20/sd-fernando-torres-its-time-to-leave-chelsea/?

  Þetta er nú meiri sorgarsagan hversu illa er komið fyrir þessum fyrrum uppáhaldssyni Liverpool.
  Ætli Brendan geti blásið lífi í glæðurnar og endurreist hann sem topp striker við með Suarez og Sturridge sér við hlið? Það væri allavega spennandi setup svona fyrirfram, en hann virðist bara ekki hafa hraðann lengur sem einkenndi hann, þ.e. möguleikann á hraðabreytingu í fimmta gír beint úr þeim fyrsta.

  Æji, maður missir sig aðeins í draumum þegar menn eru að ræða mögulega endurkomu Alonso…

  Hvað segið þið annars, væruð þið til í Torres heim, haldið þið að Brendan gæti lappað upp á sjálfstraustið og komið honum aftur í form? T.d. fyrir 5-10 m ?

 57. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvort hann sé orðinn launahæstur í deildinni með þessum samningi.
  Rúní og jæ jæ túre eru hærri eins og er en hann mun matcha þá á endanum upp í 225 þúsund pund í lok samningstímans. Slúðrið segir að hann haldi óbreyttum launum út þetta tímabil eða bara 160 þúsund pundum en fari svo upp í 200 þúsund og endi í 225 þúsundum. Svo eru eflaust einhverjar hækkanir fyrir skoruð mörk og eitthvað slíkt…

  sjá t.d. hér(ekki traustur miðill en samt…): http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/luis-suarezs-new-liverpool-contract-2947755

 58. Frábært að Suarez er búinn að framlengja við Liverpool. Þetta mun hafa þau áhrif að önnur stór nöfn koma frekar til Liverpool.
  Mig langar að nefna að fótbolti er liðsíþrótt og Suarez vinnur ekki leik einsamall.
  Við erum komin með í Liverpool mjög góða hryggjasúlu. Við erum með markmann sem getur lokað markinu. Við höfum sigurvegara sem koma Frakklandi á heimsmeistaramótið í Brasilíu á næsta ári. Við höfum Brassa sem er snillingur í að dreifa spilinu og við höfum Suarez.

  Þetta er frábært lið sem Rogers er að byggja upp með okkar stuðningi auðvitað! Mig langar að benda ykkur á að horfa á Sakho þegar hann spilar fyrir Liverpool. Hann líkamlega góður leikmaður en takið eftir sendingagetunni hjá honum. Þarna erum við með gæðaleikmann sem getur stoppað sóknir andstæðinga og kom boltanum í spil.

  Þið sjáið í hendi ykkar að spil sem fer í gegnum Sakho, Coutinho og endar hjá Suarez getur ekki annað en verið frábært. Svo erum við með snillinga eins og Gerrard og Sturridge sem draga til sín menn og auðvelda fyrir hinum.

  Góðir tímar framundan. Jafnvel þó að einhver meiðist þá kemur maður í mann stað. Sturridge meiddur við höfum Suarez, Gerrard meiddur þá kemur Allen.

  Líst vel á Liverpool og gleðileg jól.

 59. Smá áminning: ég verð í viðtali á X-inu 97.7 kl. 12:30 í dag. Strákarnir í útvarpsþætti Fótbolta.net ætla að spjalla við mig um Luis Suarez, hvað annað. Fín upphitun rétt fyrir leikinn gegn Cardiff.

Cardiff á morgun

Liðið gegn Cardiff