Liverpool Encyclopedia komin til Íslands

Þetta er stutt áminning: ef þið eruð að leita að góðri jólagjöf fyrir Liverpool-vini og vandamenn þá mælum við með Liverpool Encyclopedia, frábæru alfræðiriti þeirra Mumma og Arngríms hjá LFCHistory.net um allt sem tengist Liverpool FC. Maggi skrifaði mjög jákvæðan ritdóm um bókina fyrir mánuði síðan enda er hér um gæðagrip að ræða.

Allavega, bókin er komin til Íslands (loksins) og er fáanleg í næstu Eymundsson-verslun. Fyrir þá sem verða að versla hana erlendis frá er hægt að panta hana á Amazon líka en kommon, hvað er langt í næstu Eymundsson-verslun þar sem þú býrð?

Grípið hana ef þið þekkið einhverja sem hafa gaman af Liverpool-lestri. Hún er of stór í skóinn en mátuleg undir jólatréð. Þið sjáið ekki eftir því.

Bókin er svo merkileg að Arngrímur og Mummi fengu að gefa Prince Brendan eintak!
Bókin er svo merkileg að Arngrímur og Mummi fengu að gefa Prince Brendan eintak!

4 Comments

  1. Töluvert ódýrari á amazon (og enginn sendingarkostnaður) en í Eymundsson.

  2. Gaman að þessu, núna er bara að læða þessu að hjá konunni sem hugmynd að jólagjöf fyrir kallinn. Flottir þarna strákarnir með Brendan 🙂

  3. Ég var einmitt í Eymundsson fyrir um 3-4 vikum og spurði af hverju þeir væru ekki með þessa bók, ég sagði við þau að þau myndu örugglega selja þessar bækur enda margir á Íslandi sem væru til í þessa bók! Bað síðan dömuna sem var að afgreiða að spyrja þann sem ræði því hvort að hann gæti pantað þessar bækur, var auðvitað mjög kurteis 🙂

Stjörnustjórar eða venjulegir?

Jörð kallar!