Jörð kallar!

Það er óhætt að segja að gengi Liverpool á tímabilinu hafi farið talsvert fram úr væntingum flestra stuðningsmanna liðsins. Það er vel. Hápunkturinn hingað til var auðvitað síðasti leikur, slátrun á liði Tottenham Hotspur á þeirra eigin heimavelli. Við eigum að sjálfsögðu að njóta augnabliksins, jafnvel stinga að smá skotum að öðrum fótboltaunnendum sem hafa verið duglegir að hnýta í okkur síðustu árin og jafnvel áratugina. Ef ekki að njóta þegar vel gengur, hvenær þá? Við höfum verið að rita pistla um hinn stórkostlega Luis Suárez og jafnframt um Brendan Rodgers. Þetta er svo gaman þegar vel gengur og auðvitað vill maður ekki að slíkt taki enda. Það er einfaldlega miklu skemmtilegra að hrósa og gleðjast heldur en að upplifa vonbrigði og óásættanleg úrslit.

Það er afar mikilvægt að detta samt ekki í hinn pakkann um leið og eitthvað bjátar á. Við höfum séð það undanfarið að við erum með heilan helling af virkilega flottum fótboltamönnum innan okkar raða og ef vond úrslit líta dagsins ljós á næstunni, þá verða þeir ekki allt í einu vonlausir og við dettum í “I told you so” gírinn. Að sjálfsögðu vonast maður eftir því að liðið haldi áfram á sömu braut, berjist þarna í hæstu hæðum og að Luis okkar haldi áfram að rústa vörnum andstæðinga okkar. En við lifum ekki í draumaheimi, það getur alltaf komið bakslag þegar verið er að keppa í jafn sterkri deild eins og sú enska er. Ég er ekki að segja að slíkt sé handan við hornið, en engu að síður verða menn að vera klárir í það að hlutirnir gangi ekki upp eins og menn vilja. Við gætum t.d. verið bara einum meiðslum frá hroðalegu gengi. Það getur svo margt gerst.

Ég er samt afar bjartsýnn á framhaldið, þrír erfiðir leikir, en engu að síður bjartsýnn. Um helgina fáum við í heimsókn lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu og það er stór Stoke (eins og þeir voru undir Pulis) bragur á þeim. Hörmulega leiðinlegt lið en alveg klárir í að valda andstæðingum sínum vandræðum. Í rauninni er sá leikur sá mikilvægasti í mínum huga, því öll stig sem fást á útivelli gegn City og Chelsea verða að teljast hálfgerð bónusstig. Allt umfram 4 stig úr þessum þremur næstu leikjum teljast fín úrslit eins og staðan er núna og gæti skilað okkur um áramótin í vænlegri stöðu, búnir með nánast alla erfiðu útileikina á tímabilinu.

Og hver er tilgangurinn með þessari færslu minni? Jú, hann er sá að biðja menn um að styðja liðið áfram með opnum hug og detta ekki í neinn bölmóð ef ekki allt gengur upp. Það eru 9 stig í boði fyrir næstu þrjá leiki og að sjálfsögðu stefna leikmenn og allir í kringum klúbbinn á að ná í þau öll. Ef það tekst ekki, þá er Brendan Rodgers ekki allt í einu orðinn rangur maður í starfið. Ef Henderson nær ekki að fylgja frábærum leikjum sínum eftir með áframhaldandi góðri spilamennsku, þá er hann ekki orðinn vonlaus í fótbolta. Okkur hættir oft til að persónugera hlutina um of, reyna að finna einhvern einn sökudólg til að skella skuldinni á. Svoleiðis virkar það bara ekki í fótbolta, það eru margir sem koma að því þegar sigrar vinnast og álíka margir sem gera það að verkum að leikir tapist.

Eitt er þó algjörlega ábyggilegt og það er að tilhlökkun fyrir því að sjá leiki með liðinu er meiri en hún hefur verið til fjölda ára. Ekki bara hafa góð úrslit verið að detta í hús heldur hefur verið algjör unun að horfa á liðið spila fótbolta. Það væri algjörlega magnað ef það héldi bara áfram út tímabilið og í dag sér maður enga ástæðu til annars. Höldum okkur á jörðinni, fögnum sigrum, fögnum mörkum, gleðjumst, potum í andstæðingana, en ef einhver hiksti kemur upp, ekki detta í bölmóðinn, höfum trú á þessu og hlökkum til næsta leiks. Orðið er frjálst fram að upphitun fyrir Cardiff.

31 Comments

 1. Tek heilshugar undir þetta.

  Við ræddum um það í podcasti fyrir Tottenham-leikinn að lágmarkskrafan væri að vinna Cardiff og Hull og vonast svo eftir að finna einhver stig í útiþrennunni gegn Spurs, Chelsea og City. Það gerðist um síðustu helgi, svo um munar. Fyrir vikið erum við, EF við vinnum Cardiff og Hull heima, að horfa á 9 stig af 15 úr þessari ótrúlega erfiðu jólatörn, jafnvel þótt leikirnir við Chelsea og City tapist. Það er góður árangur og eins og Steini bendir á er prógrammið það “létt” (á pappír) eftir áramót og alveg fram á vorið að við ættum að geta farið á blússandi siglingu eftir 1. janúar.

  Lykillinn að þessu öllu er þó að klára þessa leiki við Cardiff og Hull. Það eru sex skyldustig til að við getum komið vel út úr þessu. Við græðum nákvæmlega ekkert á að vinna Spurs eða Chelsea úti ef við ætlum svo að glopra niður stigum á heimavelli. Sem betur fer hefur það ekki verið vandamál í vetur, sjö sigrar í átta heimaleikjum er flottur árangur.

  Ég er sem sagt eiginlega mest stressaður fyrir Cardiff um helgina. Vinnist sá leikur verð ég rólegur gegn Chelsea og City og tek öllum stigum þar sem óvæntum bónus, vitandi það að jafnvel tap í þeim báðum mun ekki setja okkur úr baráttunni um toppsætin.

  Vinnið bara Cardiff, strákar. Svo skulum við tala saman.

 2. Algjörlega sammála. Við erum jafnfljótir að upphefja menn eins og við erum að skjóta þá niður. Virðist oft vera þannig að annaðhvort er liðið best eða algjört drasl. Við eigum að gefa Brendan æviráðningu eða rek´ann. Vantar þennan gullna meðalveg oft á tíðum. Ég er eins og aðrir, ég var varla búinn að sleppa orðinu hve slakur Sterling væri, þá kemur hann inn gegn West Ham & Tottenham og spilar frábærlega. Spurning hvort maður sé ekki kominn aftur í þann hóp sem telur hann hafa allt til að verða stór stór leikmaður.

  En mig langar aðeins að koma inná muninn á því að vera hreint og beint neikvæður eða vera ekki nægilega bjartsýnn fyrir einstaka leik.

  Nú hefur félag aldrei farið í gegnum efstu deild á Englandi með fullt hús stiga og mun ekki gera það á þessari leiktíð. Samt voru menn hrikalega hissa, og jafnvel ofboðið, að maður skyldi dirfast til þess að spá því að LFC , Liverpool FC, Liverpool Football Club skyldi ekki vinna hvern einasta leik. Hvaða rugl er það nú? Mér fannst þetta frekar skondið. Maður verður að passa sig á þessu í framtíðinni, spá bara sigri. Ætli þessi Liverpool-stimpill af öðrum aðdáendum sé ekki tilkominn vegna einmitt þessa.

  En þar sem þetta er opinn þráður þá vil ég líka koma inná Wilshere. Kauði fékk nú tveggja leikja bann fyrir að sýna fingurinn um síðustu helgi. Okkar maður, Suarez, fékk einmitt einn leik fyrir það sama. Kemur einhverjum þetta á óvart? Líklega ekki, þetta er jú einu sinni FA. En þetta er náttúrulega ekki hægt. Það verður að fara stokka eitthvað upp í þessu batteríi.

  Annars er ég 100% sammála Steina með Cardiff leikinn. Ef það er eitthvað sem er sérstaklega týpískt Liverpool síðasta áratuginn eða tvo þá er það ákkúrat þetta. Að vinna frábæran sigur gegn stórum klúbbi, en klúðra svo vikuna eftir í skyldusigri. Maður er skíthræddur um að augun séu nú þegar á hinum tveimur leikjunum, jafnvel þó að Cardiff leikurinn gefi jafnmörg stig.

  Nú eru komnir þrír sigrar í röð síðan í tapinu gegn Hull. Við verðum einfaldlega að mæta kolbrjálaðir til leiks og hirða öll stigin gegn Cardiff og sjá til þess að þeir verði fjórir. Allt annað er einfaldlega stórslys. Það liggur við að maður vilji frekar vinna þann leik en eitthvað af hinum tveimur. Einfaldlega vegna þess að þetta er hugsunarháttur sem verður að breytast hjá klúbbnum. Mæta jafnmótiveraður í leik gegn minni spámönnunum og við gerum gegn stóru fiskunum. Ef við gerum þá þá verðum við í top fjórum, það er alveg klárt.

 3. Algjörlega sammála þessu.

  Þrátt fyrir gott gengi mega menn vitaskuld ekki fara fram úr sér. Hef séð menn tala um City og Chelsea, skautandi nánast framhjá Cardiff. Þeir munu selja sig dýrt og ekki er sjálfgefið að okkar mönnum takist að brjóta þá niður. Ef menn mæta með hlaðnar byssur og rétt hugarfar, á hann þó vitaskuld að vinnast.

  Eins og taflan lítur út núna er enska úrvalsdeildin “í okkar höndum”. Vissulega langsótt pæling (á enda bara að vera theorísk), en við erum tveimur stigum á eftir Arsenal eftir jafnmarga leiki og eigum þá eftir á Anfield. Ég hefði nú aldeilis tekið þessu ef mér hefði verið boðið það í sumar.

  Það er ljóst að þessu liði eru allir vegir færir ef hlutirnir rúlla örlítið með okkur. Við höfum líka janúargluggann upp á að hlaupa ef við verðum fyrir einhverjum skakkaföllum næstu vikurnar.

  Takist liðinu að sækja sér ca 4-7 stig út úr næstu þremur leikjum, lítur atlagan að topp 4 virkilega vel út. Frábært að vera þá búnir með Arsenal, City, Chelsea, Everton, Tottenham, Newcastle og Swansea úti. Sé miðað við 5 stig út úr næstu þremur, erum við með 2 ppg í fyrri umferðinni og þurfum að jafna þann árangur í seinni umferðinni til að ná 72 stigum. Best við þetta er að við eigum mun þægilegri fixtures í síðari umferðinni.

 4. Gefum okkur að Man U endi ekki í topp 4. Auðveldur mótherji í 16 liða. Slysast áfram í næstu tveimur umferðum og vinna Meistaradeild. Púff….fjórða sætið allt í einu orðið Europa League. Stefnum á þriðja sæti. það er eina sem er öruggt…….

 5. Ég myndi ekki einu sinni gefa mér að manu vinni þennan “auðvelda” mótherja

 6. Ég er einmitt mjög smeykur um að menn verði ekki með hugann við Cardiff leikinn á laugardaginn, verði farnir að hugsa um næstu 2 þar á eftir. Vona að liðið troði nú öðrum sokk upp í okkur efasemdarmennina.

 7. Sæl…

  Í fyrra þegar svona stutt var í leik var ég orðin svo stressuð að ég las allt sem ég gat um andstæðing okkar manna til að reyna að finna eitthvað sem hugsanlega gæti valdið því að þeir myndi spila illa, núna þarf ég að minna mig á leikinn á laugardaginn og ég hef ekki kannað stöðu leikmanna Cardiff þeir gætu allir verið með einhverja pest án minnar vitneskju.

  Ég hins vegar fylgist grannt með City og Chelsea og fögnuður minn var ógurlegur þegar fréttist að Zapaleta hjá City væri úr leik næstu 4 vikur. Það þýðir Sergio Agureo og Zapaleta í fríi þegar mínir menn fara í jólaboðið hjá City…ég veit, ég veit það er nóg af mannskap hjá City en maður má alltaf vona. Chelsea hefur eitthvað verið að misstíga sig tapaði í bikar og rétt marði Sunderland þannig að maður má líka vonast til að þeir verði ekki upp á sitt besta þegar við mætum í þeirra jólaboð.

  Annars er ég bjartsýn með laugardaginn og trúi því að vinur minn Suaréz mæti svangur til leiks og hirði stiginn 3 sem Aron Einar er með í boði ásamt því að skora eins og 3-6 mörk.

  Þangað til næst

  YNWA

 8. Hef einmitt séð viðtöl við tvo leikmenn, Suarez og Mignolet, þar sem þeir segja að það séu tveir gríðarlega erfiðir leikir eftir Cardiff leikinn. Þetta finnst mér hættulegur hugsunarháttur. Er skíthræddur við þennan leik.

 9. Rosalega er ég ánægður með þennan pistil og tek undir hvert orð sem þarna kemur fram. Gríðarlega mikilvægur leikur nk. laugardag og mikil pressa á okkar mönnum að misstíga sig ekki í honum.

  Það er bara bónus ef við náum einhverju út úr leikjum okkar á Stanford Bridge eða Ethiad og ALLS ENGINN HEIMSENDIR þó báðir leikirnir tapast.

  Njótum þess að sjá liðið okkar spila og tökum einn leik fyrir í einu. Hlakka mikið til laugardagsins! 🙂

 10. Mikið er ég eitthvað ánægður með að margir þeir leikmenn sem voru orðaðir við okkur og við misstum af, Eriksen, Dempsey, Lamela, Willian og einhverjir fleiri. Það hefur akkúrat ekkert komið útúr þeim 🙂 Er það AVB eða voru þeir bara ekki betri. Maður spyr sig.
  YNWA

 11. Gaman að þessu:

  Liverpool’s performance last weekend at White Hart Lane hasn’t quite got the credit it deserved because of all the aftermath of AVB’s dismissal but they weren’t just good, they were breath-taking.

  Without Steven Gerrard or Daniel Sturridge and they were still a joy to watch. It’s no exaggeration to say they could have scored 10 or 12 and I think Brendan Rodgers deserves massive credit because he’s getting the best out of, not just Luis Suarez, but Jordan Henderson, Raheem Sterling, Lucas, Joe Allen, Jon Flanagan – they were just absolutely brilliant.

  In the Daily Telegraph I read that Burnley manager Sean Dyche had had dinner with Brendan Rodgers and had said to him ‘do you realise the hopes of a lot of young British managers hinge on your shoulders? You have to show that young British managers can succeed at the highest level.’ In which case I’d say that Rodgers is not just doing himself a huge favour but also doing young British mangers a favour because people will look and see that you don’t have to have some flash and fancy foreign pedigree. Brendan Rodgers, a brilliant young manager, can maybe give others like Sean Dyche the chance to follow in his footsteps.

 12. Bull er þetta, bæði himinn og haf farast ef við vinnum ekki Cardiff og jólunum verður klárlega aflýst.

  Ég held að Brendan Rodgers og co hafi það fullkomlega á hreinu að Cardiff sé næst og fókusinn er bara á þeim leik núna. Svona sigur eins og við sáum gegn Spurs gefur mikið boost og það er líklega fínn andi á Melwood en alls ekkert eins og meðal stuðningsmanna sem þurfa ekkert að hætta alveg strax að tala um Spurs leikinn. Það hefur alltaf verið mottó hjá Liverpool að horfa fram á veginn og mér sýnist þetta lið vera það hugrað í árangur að menn fari að taka Cardiff sem sjálfsögðum hlut. Sigurinn gegn Spurs var kláraður og útræddur á sunnudaginn hjá liðinu. Cardiff er allt öðruvísi verkefni og hentar okkur líklega verr.

  Það kemur i ljós eftir tímabilið hvort sigurinn á Spurs hafi verið einhver turning point á þessu tímabili eða t.d. tapið gegn Hull. Þessi sigur gegn Tottenham hefur a.m.k. skotið Liverpool af mikið meiri alvöru í umræðuna um toppsætin og gefur okkur aðeins meiri von um að þetta gengi sé ekki bara tímabundinn draumur sem taki enda von bráðar. Ekki hægt að dæma þetta núna, ekta Liverpool að finna pressuna aukast núna og spila eftir því.

  Rodgers er augljóslega að gera eitthvað rétt, bæði er liðið farið að spila mjög góðan fótbolta og ganga frá andstæðingum sínum mun oftar en áður, þá erum við líka farin að sjá liðið sanka að sér miklu fleiri stigum. Það er rosalegur munur að sjá 39 leiki árið 2012 sem skiluðu 46 stigum í það að sjá liðið núna vera búið að ná í 66 stig árið 2013 í 34 leikjum. Ekki bara hvað stöðuna í deildinni varðar heldur bara hvað lundarfar stuðningsmanna varðar.

  Að lokum er janúar enn á ný stórt próf á FSG. Við erum að sjá Flanagan, Sterling og Allen koma það sterka inn að það er alls ekkert sjálfgefið að Sturridge, Enrique og Gerrard labbi beint inn í liðið aftur. Sakho er sannarlega byrjaður að sína það sem vonandi koma skal, hann virðist gjörsamlega vera sá miðvörður sem við höfum óskað eftir í rúmlega áratug eða meira.

  En gengi okkar í deildinni er alveg örugglega í góðum takti við væntingar FSG og núna ættu þeir að vera komnir með smá blóð á tennurnar og vilja sigla þessu alla leið. Það kæmi mér alls ekki á óvart að þeir séu tilbúnir að gera það sem þarf til að halda Suarez (aftur) og auk þess bæta hópinn enn frekar. Taka séns núna og kaupa alvöru nafn sem fer beint í liðið, ef hægt er að trúa sögusögnum sumarsins var það klárlega á dagskrá, núna hafa þeir haft nokkra mánuði til að undirbúa slík kaup.

  Það þarf að styrkja hópinn til að auka líkurnar á að ná þessu meistaradeildarsæti og það er ekki síður mikilvægt upp á það að sýna leikmönnum eins og Suarez að þetta lið ætli sér að snúa aftur í baráttu þeirra bestu. Eftir nokkur ár verðum við vonandi farin að tala um Coutinho, Sterling o.fl. á sömu nótum,

  Það er aðeins kominn meðvindur núna árið 2013 eftir stanslausan mótvind sl. 3-4 ár. Það er ekkert skrítið að andinn í kringum Liverpool sé góður núna og það er alls ekkert bara út af því að við unnum Tottenham. Við höldum áfram að gera lítið úr liðunum í neðri helmingi deildarinnar sem þó eru stanslaust að ná í stig gegn liðunum fyrir ofan sig. Liverpool er líka búið að vinna Norwich og West Ham samanlagt 9-2 núna nýlega og í bæði skiptin voru það síst of stórar tölur. Það er auðvitað jákvætt að vinna þessa leiki sem hafa verið að tapast undanfarið og við búumst ekki við miklu úr en hinir telja jafn mikið.

  Vonandi gefur Spurs sigurinn okkur það að nú getum við farið aðeins vonbetri inn í þessa stóru útileiki og ná í mun betri úrslit þaðan. Liverpool þarf ekki að hræðast nokkurn skapaðan hlut fyrir leikinn á Stamford Bridge t.a.m. og hefur engu að tapa þar.

 13. Ef að FSG ætlar að opna veskið og kaupa einhvern í hvaða stöðu á þá að kaupa, örfætan á hægri kannt eða miðjan, hvar finnst ykkur vanta í liðið alvöru gæði?

 14. Ef enginn meiðist þá er bjart framundan…ansi stórt EF. Helst óttast ég að Coutinho eigi eftir að togna eða eitthvað, hann virkar mjög þreyttur í lok leikja.

 15. Það sárlega vantar hægri bakvörð til að keppa við stöðuna hans Johnsons! Það vantar líka annan miðjumann, helst góðan varnartengilið sem er dýnamískari en Lucas. Sérstaklega í ljósi þess að Gerrard spilar gjarnan við hlið Lucasar og þá verður miðjan alltof hæg og andstæðingurinn fær alltof mikinn tíma til að færa sig ofar á völlinn og pressa á miðjumennina, þetta kom bersýnilegar í ljós þegar Lucas var með tvo hreyfanlega miðjumenn með sér í síðasta leik, þá sáu miðjumenn Tottenhams aldrei til sólar. Það verður fotvitnilegt að sjá hvað Rodgers gerir við Gerrard ef miðjan heldur áfram að virka eins og í þeim leik.

 16. #ibbirabbi
  Vantar hægri bakvörð til þess að keppa við Johnson ?
  Veistu ekki hver John Flanagan er 🙂 Ég held að Flanagan geti vel leyst þessa stöðu enda er hann hægri bakvörður og ég held að Rodgers og eigendur liðsins vilji halda honum enda hefur hann verið að bæta sig gríðarlega mikið og plús það er hann Scouser með hjartað á réttum stað.

  En núna er verið að segja að Michu sé að ýta að Swansea menn að fá hann Aspas lánaðan frá Liverpool. Væri það ekki sterkur leikur að lána hann til liðs sem spilar eftir svipaðri hugmyndafræði og Liverpool spilar.
  Ég held að Aspas sé ekki að fara að fá nein tækifæri á næstunni enda erum við með Suarez og svo er Sturridge væntanlegur fljótlega eftir áramót. Ég held að það myndi hjálpa honum Aspas helling að fá að spila reglulega með Swansea.

 17. Ibbirabbi,

  Það er mikið til í þessu með miðjuna. Á móti liðum með sterkar miðjur hefur Lucas/Gerrard miðja á köflum verið svolítið shaky. Lucas mokar vel upp og Gerrard hefur yfirsýn fram á við, en kafteinninn hefur svolítið verið að gefa andstæðingum hlaup og pláss sem gera vörninni erfitt fyrir. Á einhverjum tímapunkti kemur að því að hann muni skila meira til liðsins sem super sub framar á miðjunni. Við vitum allir hvað hann getur gert þar; gæti klárlega snúið einhverjum erfiðum leikjum okkur í hag. Það er hins vegar fjarri mér að afskrifa Captain Fantastic. Hann hefur enn mikið að gefa okkar ástkæra liði, jafnvel í einhver ár í viðbót.

  Eftir að ég horfði aftur á Tottenham – Liverpool er ég eiginlega á því að Henderson hafi veriðskuldað verið valinn maður leiksins (hann var t.d. 7/7 í löngum sendingum og framhlaupin hans rifu vörn Tottenham ítrekað í sundur), þótt Suárez hafi verið hreint út sagt stórkostlegur (kemur svo sem ekkert á óvart!) og Sterling hafi átt sinn besta leik til þessa.

  Flanagan hefur komið mér skemmtilega á óvart. Virkilega sterkur varnarlega, með ákveðnar (og nákvæmar!) tæklingar. Ef hann byði upp á meira fram á við, væri hann nánast átómatískur í byrjunarliðið eins og hann hefur verið að spila. Hann er hins vegar bara tvítugur, svo þetta er of hörð gagnrýni á hann, ef eitthvað er.

  Það er deginum ljósara að fyrir augunum á okkur er að verða til býsna sterkt knattspyrnulið. Að skila þessari frammistöðu gegn Tottenham með Flanagan, Sterling, Lucas og Henderson í byrjunarliðinu var ótvírætt styrkleikamerki. Mér finnst líka liggja styrkur í því að BR hafi náð að prófa sig áfram með fleiri uppstillingar og kerfi á tímabilinu. Það gæti komið sér vel er á líður.

  Það er svo margt sem gleður mig við BR. Til að mynda hvernig Suárez málið var höndlað í sumar (eigendurnir fá líka risa props þar), samskipti hans við fjölmiðla í heild sinni, síðasti janúargluggi, leikmenn fá séns og halda sæti sínu ef þeir standa sig. Hann verðlaunar þannig dugnað og baráttuvilja.

  Það eru mun færri “ef” á milli okkar og topp 3-4 en allar götur síðan 2008-9. Þetta er hörkulið sem á séns á að verða á meðal þeirra bestu með smá heppni og örfáum styrkingum beint inn í byrjunarliðið. Er CL sæti ekki ca 40 milljón punda virði í ársreikningnum? Það kæmi mér ekkert á óvart þótt skrifaður yrði snemmbær tékki út á hluta þess í janúar. Tilraunirnar í sumarglugganum virðast renna stoðum undir það. Það veðmál er ekki stórt í samhengi við að halda Suárez.

  Glasið er jafnvel rúmlega hálffullt, en maður er þó varkár! 🙂

 18. “Að skila þessari frammistöðu gegn Tottenham með Flanagan, Sterling, Lucas og Henderson í byrjunarliðinu var ótvírætt styrkleikamerki.” átti að vera “Að skila þessari frammistöðu gegn Tottenham með Flanagan, Sterling, Allen og Henderson í byrjunarliðinu var ótvírætt styrkleikamerki.”

 19. Að mínu viti væri helst hægt að styrkja tvær stöður í janúar, og það eru miðjan og vinstri bakvarðarstaðan. Ég sé ekki betur en Gerrard, Henderson, Lucas og Allen séu nánast einu kostirnir í þrjú pláss á miðjunni, nema það eigi að spila með tvo djúpa miðjumenn og fjóra sóknarþenkjandi leikmenn, og það er ansi lítið. Ef einhvers staðar er á lausu sterkur miðjumaður sem getur gengið beint inn í liðið og leyst Gerrard af til lengri tíma væri ágætt að kaupa hann. Ef ekki, þá verðum við að vona að menn haldist heilir svo að pressan færist ekki á menn eins og Conor Coady, sem gæti hugsanlega fengið séns. Svo eru vinstri bakverðirnir Enrique og Cissokho (sem er í láni) báðir í einhvers konar veseni og óreyndur hægri bakvörður er búinn að hirða stöðuna. Eru kannski næstum engir alvöru vinstri bakverðir til lengur? Hvað kostar Luke Shaw?

 20. Takk fyrir Steini minn, eins og talað úr mínu hjarta. Ég bara vona að við koum vel út úr jólatörninni svo við lítum vel út í GLUGGANUM!!! 🙂 svo held ég bara að þetta verði RAUÐ jól í. Er bara ekki frá því. 😉

 21. Ég myndi frekar segja að það væri þörf á kantsóknarmanni, í dag höfum við Sterling og Coutinho til þess að spila þessa stöðu og svo hefur Hendo verið látin leysa þessa stöðu en hann hefur sýnt að hann nýtist best á miðjunni.
  Ég vil sjá Coutinho fara í holuna og fá inn 2 virkilega sterka kantsóknarmenn, er ekki verið að tala um þennan Muhamed Salah 21 árs kantmaður sem spilar með Basel. Ég veit svo sem ekkert um hann en ef það ætti að kaupa 1 leikmann í janúar þá myndi ég vilja fá Hulk. Hann væri tilvalin í þessa stöðu hægra meginn.

  Ég vona að hópurinn sé orðinn það sterkur að Rodgers muni hér eftir kaupa fáa en góða leikmenn. Ef það á að koma inn leikmaður þá verður hann að geta ýtt núverandi leikmanni úr liðinu.

 22. Sigur gegn cardiff og við erum efstir þegar við opnum jólapakkana*

  það ætti að vera nægilegt Motivation fyrir liðið á laugardag!

  *ég geri ráð fyrir því að Arsenal nái ekki að vinna gegn chelsea

 23. Ég ætlaði bara að koma hér inn til að hrósa ykkur, hvað managerinn ykkar er fáránlega kúl fyrir að drulla yfir þetta eigendagerpi hjá Cardiff, hrós á hann BR. That´s all. Já og til hamingju með Suarez, langbestur þetta tímabilið.

 24. Takk fyrir þetta, Siggi. Sannkallaður jólaandi! Ég óska ykkar mönnum jafnframt betra gengis en bláu liðunum sem sýsla með peningatank Jóakims Aðalandar.

  Ps. kíkið á http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2013/12/19/land-arsins-uruguay/ – það eru komnar tvær athugasemdir þarna (+svarið mitt) og báðar snúast um fótbolta – bráðfyndið. Kjörið tækifæri fyrir smá jólatroll kop.is! Síðuhaldarar: eyðið þessum hluta athugasemdarinnar endilega, ef ykkur hugnast hún ekki. Mér finnst þetta a.m.k. harla saklaust sprell. 🙂

 25. Þessi Salah yrði algjör snilld fyrir Liverpool, Var að lesa það að hann komi 99% líklega til LFC.
  Hann er einmitt það sem við höfum þurft frá því í byrjun tímabilsins, Að spila sá stöðu sem sterling var að mastera gegn tottenham myndi breyta öllu fyrir miðjuna þar sem Gerrard og Lucas eru búnir að vera mjög shaky

  Rodgers er búinn að setja saman snilldar lið með ótrúlegt Flexibility, Að hafa nautsterkt lið í 4-4-2, 4-3-3, 3-5-2, og fleirri smábreytingar mögulegar er ekki eitthvað sem ég kalla sjálfsagðan hlut….
  Mignolet
  Johnson – Skrtel – Agger – Flanagan
  Salah – Gerrard – Lucas – Coutinho
  Suarez – Sturridge

 26. Þræll góð grein á Guardian, verið að vitna í Brendan og hafa eftir honum hversu samkvæmir sjálfum sér FSG hafa verið frá fyrsta degi.

  Ég verð að segja að trú mín á FSG er að styrkjast eftir sem tíminn líður. Það alltaf að sýna sig aftur og aftur að það skiptir litlu hversu ríkir eigendurnir eru og hversu góðan þjálfara þeir hafa yfir að skipa, það næst ekki árangur ef eigendurnir eru fífl sem hafa lítið vit á fótbolta.
  Hjá Liverpool virðist sem menn séu að ganga í takt, og það skilar okkur alla leið on the long run.

  Maður er alltaf að sjá fleirri og fleirri merki um að við erum að lenda réttum megin eftir rússibana síðustu ára.

  http://www.theguardian.com/football/2013/dec/19/liverpool-brendan-rodgers-tottenham-cardiff?CMP=twt_gu

 27. Maður er nú búinn að halda með þessu liði síðan 1977 þannig að smá vesen um jólin breytir ekki stóru myndinni en gott að sjá að það eru fleiri jarðbundnir púllarar en ég. Testið sem er framundan er ágætist mælikvarði á það hvernig liðið stendur gagnvart stórum klúbbum, klúbbum sem við viljum allir vonast til þess að mæta næsta haust ef við náum að komast í CL. Og fara að ná einhverjum árangri, ekki bara taka Everton aðferðina á þetta.

  Ég talaði um við félaga mína að það væri gott ef við næðum að fá 3 stig á þessum 3 útivöllum í desember (Spurs, Man C og Chelsea) og það markmið er komið eftir einn leik 🙂 Átti heldur ekki von á því þegar maður frétti að Gerrard væri meiddur að það markmið myndi nást en jú gott og vel, Spurs voru hræðilegir á sama tíma og LFC voru æðislegir.

  Chelsea er ekki eins ógnvænlegt og þeir voru, vörnin er að reskjast og miðjan líka. Þeir eru hættulegir en alls ekki neitt eins og þeir voru alltaf. $ity er náttlega ómannlegt lið og þó þeir séu með Agureo og Zabaleta meidda þá held ég samt að við eigum ekki break í þá. Vonandi endar leikurinn ekki eins og tennislota.

 28. Árni Jón,

  Ég sá e-s staðar góða lýsingu á Tott – Liverpool. Við vorum betri en þeir voru lélegir. 🙂

Liverpool Encyclopedia komin til Íslands

Cardiff á morgun