Stjörnustjórar eða venjulegir?

Ýmislegt gekk á í enska boltanum um helgina.

Ólíklegur útisigur miðjuliðs og framherji í London skoraði mark sem actually skipti máli í ensku deildinni. Liverpool gróf sinn White Hart Lane draug með tilþrifum.

Og tveir stjórar voru reknir, André Vilas Boas og Steve Clarke.

Mig langar aðeins að velta upp smá umræðu um þá tvo svona í samanburði við okkar mann, Prince Brendan. Ekki síst þar sem að þeir voru á vörum manna vorið og sumarið 2012 þegar ákveðið var að fjarlægja Kónginn úr hásætinu á Anfield.

Allir þessir þrír eiga það sameiginlegt að þeir voru í starfsliði José Mourinho þegar hann var á Stamford Bridge síðast, kannski ekki stórt atriði, eða hvað?

Mourinho kom með brauki og bramli inn í enska boltann. Sennilega hafði aldrei nokkur viðlíka mætt, uppfullur af sjálfum sér og afrekum sínum, einstaklingur sem náði að búa til þá ímynd að liðið sitt væri “óvinur allra” og náði að búa til hópmynd þar sem allir toguðu í sömu átt. Samhent lið sem vann fullt af titlum. Svo hætti Mourinho því að eigandinn var orðinn þreyttur á að Mourinho væri með alla athyglina, neitaði honum um leikmannakaup og heimtaði betri gerð af fótbolta.

Eftir sat enska pressan svolítið í sárum. Endalausar fyrirsagnir um José voru nú ekki fréttamaturinn. Súperstjarnan hafði stigið úr stólnum.

Vilas Boas fylgdi honum frá Brúnni en bæði Clarke og Rodgers héldu störfum. Rodgers hjá Grant og Scolari sem varaliðsþjálfari, Clarke í þjálfaraliðunu hjá Grant. Rodgers fór til Watford 2008, Clarke til West Ham sama ár. Ekki var margt ennþá sem vakti athygli fréttamanna. Það átti þó eftir að breytast.

Haustið 2009 fékk Vilas Boas starf hjá Academica, liði sem var neðst í portúgölsku A-deildinni. Leiddi þá upp í miðja deild á fyrsta árinu sem var afar góður árangur. Þá um vorið fékk hann stjórastarfið hjá Porto. Stuttu síðar, í júlí 2010 fékk Rodgers ráðningu hjá Swansea. Clarke var svo ráðinn aðstoðarstjóri Dalglish, með varnarleik sem áhersluatriði í janúar 2011. Man ekki eftir stórum fyrirsögnum ennþá.

Leiktímabilið 2010 – 2011 urðu straumhvörf í ferli tveggja þessara manna. Rodgers komst upp um deild með Swansea lið sem þótti spila afar skemmtilegan fótbolta. Það voru ennþá engin stór nöfn komin á leikstílinn en menn einbeittu sér að því að Wales væri að fara að eignast lið í efstu deild og í fyrsta sinn fór að heyrast að þarna væri kominn “lærisveinn” Mourinho.

Það var þó tekið stærra skref með Vilas Boas. Porto var með yfirburðalið í portúgölsku deildinni, var lá við búinn að tryggja sér titilinn um jól enda afskaplega vel mannað með Sporting Lisbon lið í sárum og Benfica í vandræðum með meiðsl lengstum. Porto vann líka bikarinn en þetta var í raun alls ekki stórfrétt. Ekki stærri en þegar Celtic vinnur tvöfalt í Skotlandi. Það var þegar Porto komst í undanúrslit Europa League sem ég heyrði fyrst kallað upp “Baby Mourinho”. Það var í bresku pressunni, hafði ekki rekið mig á það þegar ég google translateaði fréttir úr portúgalska boltanum um hann. Það fannst mér alveg magnað að sjá. Vilas Boas var í sínu öðru þjálfarastarfi, búinn að vinna sem njósnari fram að Academica vinnunni að stærstu leiti. En það sem meira var, leikstíll hans nálgaðist ekki það sem Mourinho notaði og framkoma hans og fas var eins langt frá og mögulegt var.

Ég segi það enn að breska pressan talaði Vilas Boas í starf hjá Chelsea haustið 2011, sama haustið og Rodgers kom með sína Walesverja í ensku úrvalsdeildina. Þessi ungi Portúgali fékk bara að heyra það stanslaust að “erfinginn” væri kominn í brúna á Brúnni og leikmennirnir féllu í sömu gryfju. Skrökvuðu því held ég flestir að þeir hefðu fylgst með hans starfi. Það kom mjög fljótt í ljós að Vilas Boas var í of stórum skóm. Ætlaði sér að yngja liðið hratt, fór ofarlega á völlinn með lið sem réð ekki við hraðann, fýlugjarn í viðtölum og hikaði ekki við að segja hvað liðið væri gott þó það tapaði. Náði aldrei “klefanum” eins og sögurnar fara í gang og fékk rosa starfslokagreiðslu hratt og örugglega.

Steve Clarke var þarna orðinn hægri hönd Dalglish, bar ábyrgð á flestu varðandi æfingarnar. Sótti sér Kevin Keen vin sinn til að vinna með sér og var farið að hvísla að hann yrði arftakinn hjá Dalglish, svo mikil var ánægjan.

Í desember var það svo einhver fótboltapúnditinn sem fann það upp að Swansea spilaði tiki-taka fótbolta. Gróf það upp að Rodgers hefði lært að þjálfa á Spáni og hefði bætt við það “varnarleik Mourinho”. Mögnuð blanda alveg. Beinlínis stórmögnuð. Vatn lak frá blaðamönnum sem héldu ekki vatni yfir þessum ótrúlegu fréttum, það væri nýtt Barcelonalið á ferðinni (í alvöru, það voru slíkar umræður í gangi).

Vorið 2012 ákvað Liverpool að kveðja Dalglish. Fyrst um sinn virtist Clarke eiga að halda starfinu sínu og verða hluti af nýju þjálfarateymi. Sem head coach. Rodgers talaði við hann og þeir voru farnir að skipuleggja hitting þegar Clarke var rekinn. Í ljósi þess að hann þykir mjög góður varnarþjálfari fékk þessi hægláti og yfirvegaði maður það hlutverk að taka við af Roy Hodgson hjá WBA.

Aldrei. Aldrei á hans ferli hjá WBA hefur nokkurn tíma verið rætt um samanburð við Mourinho hjá honum. Þó svo að þeir hafi verið svo nánir samstarfsmenn að sumir leikmenn Chelsea vildu meina að aðrir hefðu ekki komið að aðalliðinu en þessir tveir menn. Og ekki heldur þegar Clarke fór að safna líkamlega sterkum varnarmönnum sem fóru lítið í sókn og sóknarleikurinn var byggður á “Baby Drogba”. Hvers vegna ekki? Veit ekki.

Rodgers fór í gegnum ráðningarferli og virtist genginn úr greipum. Martinez sást á mynd með eigendunum. Ansi margir duttu í gírinn með það hversu “metnaðarlaust það væri að eltast við svona menn þegar Vilas Boas væri á lausu”. Ég var ekki einn þeirra. Fílaði reyndar ekki Martinez, hélt hann réði ekki við verkefnið þó annað virðist líklegt nú.

Ég trúði heldur ekki á þetta Tiki-taka allt. Swansea voru með ákveðið upplegg en það var auðvitað afskaplega kjánalegt að láta eins og að leikkerfi Swansea væri það besta sem henti fótboltann síðan reimarnar voru teknar úr knettinum! Enda Rodgers búinn að vinna áður fyrir önnur félög sem ekki voru með Barcastimpilinn.

En Portúgalinn geðþekki Vilas Boas var líka málaður upp í pressunni sem frábær stjóri sem fékk “ósanngjarna” meðferð. Endaði í djobbi sem var þá mögulega stærra en Liverpool. Hjá Tottenham. Rodgers endaði hjá okkur. Lengi vel síðasta vetur virtist AVB ætla að ná einhverjum tökum. Okkar manni gekk ekki vel og fljótlega var farið að tala um að mögulega væri “svikin vara” á ferðinni. Við vorum bara ekkert nýtt Barcelona. Og Swansea náði enn betri árangri í að halda boltanum, vann titil með Laudrup!

Ég hef alveg verið mikil þjálfarasleikja í gegnum tíðina. Veit það.

En frá í janúar hef ég eiginlega verið í stöðugum sannfæringargír um að Rodgers sé maðurinn. Því frá þeim tíma þá lagði hann af sínar tilraunir að endurhanna Swansea liðið. Kafaði oní þá leikmenn sem hann hafði og færði áherslurnar til. Tók varnarlínuna aftar á völlinn. Lucas varð dýpri en í upphafi móts, kvaddi of hægan Sahin. Setti Gerrard á miðjuna, fór að nota Henderson og Suarez fékk frjálst hlutverk. Vissulega áhersla á að halda boltanum. Mikil. En sóknirnar voru kláraðar hraðar og sóknarleikurinn fór í gegnum einn mann. Þann besta í deildinni. Þegar hann endaði í ruglinu færði Rodgers aftur til, byggði í kringum Sturridge og annað upplegg. Gerði sitt til að halda í Suarez.

Í dag hljóta fleiri en áður að vera sannfærðir um Prince Brendan. Geðþekkari en allt, en bæði trúr sinni sannfæringu og með kjark í að breyta. Auðvitað á hann stærsta skrefið eftir, að leiða lið til alvöru árangurs. Margir klikka á því skrefi og það er stærst. Þess vegna kannski var ég fúll að menn kúpluðu Dalglish, Keen og Clarke út. Þó aðeins hafi verið um League Cup að ræða.

En Brendan hefur sýnt mér það að hann er með ákveðna hugsjón og fylgir henni. Þorir að lána út leikmenn sem hann keypti dýrt, skila þeim sem ekki virka (eins og var með Sahin og virkar með Aspas núna), hikar ekki við að challenga leikmenn sína og er hreinskiptinn í viðtölum.

Andre Vilas Boas karlanginn hefur því miður aldrei náð að klára sína fótboltahugsjón. Hann hápressaði ofarlega með Academica og náði fínum Norwichárangri þar. Með Porto var það skylduverk að vinna deildina, en vissulega bættust bikarar við…sem hvorugur kannski hefur stóran titil. Það hefði átt að vera nokkuð ljóst eftir Chelsea að hann næði ekki að aðlagast þeim leikmannahóp sem hann fær, en draumur pressunnar um að huggulegur Portúgali geti náð fínum árangri kom honum inn á WHL. Þar sem hann enn og aftur horfir á sóknarmenn sem aðalmálið, leggur varnarleikinn sinn upp með háa línu og er tekinn í bólinu.

Þrátt fyrir annað fall hans, sé ég að breska pressan gerir hann að stærsta valkostinum fyrir…..Valencia. Jæja. Gangi honum vel, ég held að hann ætti að stilla miðið lægra og læra meira um sjálfan sig, ekki síst það aðlögunarferli sem þarf að fara í gang þegar maður kemur til nýs liðs.

Allar öskubusku- og ævintýrasögur pressunnar eiga það til að draga skugga á dómgreind okkar, hell yeah, ég skrifaði pistilinn minn um Roy Hodgson í kjölfar pressuástarinnar á honum.

Það vekur mér því mikla gleði að eigundurnir (sem ég hef oft stressað mig á) virðast hafa náð að fara í gegnum allan reykinn og þokuna til þess að finna rétta manninn fyrir okkur.

Það gleður mig.

In Brendan I trust.

23 Comments

 1. Það eru hrein og klár kynslóðaskipti í Liverpoolliðinu og ég held að það sé vel við hæfi að stjórinn sé ungur og graður sömuleiðis. Hann er búinn að skipta mörgum lykilpóstum út: farinn að spila með 20 ára vængmenn, Reina var skipt út, Sakho er að taka við af Agger, Allen og Henderson eru tilbúnir á miðjunni, ungir bakverðir og Glen má fara vara sig. Þetta er það sem er gaman að sjá, það er enginn öruggur með sætið sitt í liðinu. Auðvitað mætti bæta við gæði hér og þar, en það er mjög góður feel good factor í liðinu og það byrjar og hættir náttúrulega með Brendan sem er alltaf hress og til í slaginn.

 2. Skemmtilegar pælingar.

  Spyrjum að leikslokum. Clarke var nú einmitt maðurinn fyrir ári síðan. Nú er annað uppi á teningnum.

  Brendan Rodgers fær titilinn “hann er maðurinn” þegar meistaradeildarsætið er í höfn og titlar fara að detta inn – ekki fyrr.

  Þetta er fljótt að breytast og næsti leikur getur kippt okkur heldur betur niðrá jörðina.

  Er samt heldur betur ánægður með gang mála og bjartsýnn á framhaldið. Vonum það besta.

  Áfram Liverpool!

 3. André Villas-Boas heitir maðurinn, ekki Vilas Boas. Annars flottur pistill.

 4. Það er einhver “Feelgood Factor” yfir liðinu akkúrat eins og staðan er núna. Svona tilfinning eins og þetta sé tímabilið sem eitthvað gæti gerst hjá liðinu okkar. Fréttir af Chelsea og Man City (næstu leikir Liverpool) þess efnis að City sé missa bæði Aguero og Zabaleta í meiðsli og Chelsea að detta út úr Deildarbikarnum í gær.

  Auðvitað er allt of snemmt að segja til hvernig þetta fer en ég hef sterka tilfinningu fyrir því að við munum ná 7 stigum í viðbót það sem eftir lifir árs og hvar verðum við í töflunni þá?

 5. Ég ætla allavega að njóta þessa á meðan að það er, það hefur einhvern veginn loðað við félagið ansi lengi að þegar að hlutirnir byrja að líta vel út þá kemur eitthvað uppá.
  En í dag er félagið svo sannarlega á uppleið og flestir áttu engan vegin von á því að við gætum verið í 1 eða 2 sætinu um jólin.

  Ég hef fulla trú á Rodgers og hans verkefni sem er framundan. Það eru ungir leikmenn að stíga upp, samanber Allen og Henderson sem gætu orðið miðjumenn liðsins næstu árin og svo er að koma regla á miðverðina okkar í þeim Skrtel og Sakho. og sóknarlínan lítur skuggalega vel út.
  Vonandi heldur þetta bara áfram og við náum að halda okkur i efstu 4 sætunum út tímabilið og komast í CL þar sem þetta félag á heima í.

 6. Það er ekki nóg með að liðið dekri okkur stuðningsmenn með frábærri spilamennsku í desembermánuði heldur fáum við að njóta hvers meistarapistilsins á fætur öðrum.

  Við í taktíkgeekfélaginu höfum séð þetta svipað og þú Maggi. Þú nærð algjörlega puttanum á púlsinn þegar þú greinir mistök Villas Boas. Hann aðlagar sig ekki að mannskapnum sem hann hefur. Lét á sínum tíma Terry og Ivanovic pressa hátt og tapaði m.a. 5-3 ef ég man rétt fyrir Arsenal. Hann hefur þolað tvö stór töp þetta haustið og það er allt of mikið fyrir klúbb með prófíl eins og Spurs. Ég meina, þú lætur ekkert hæga haffsenta eins og Dawson og Capoue spila svona ofarlega.

  Allir þjálfarar, meira að segja 3.deildarþjálfarar á Íslandi gera sér grein fyrir veikleikum liða sinna og fremja ekki svona taktísk sjálfsmorð eins og Villas Boas hefur gert sig sekan um margoft. Og þegar hann eyðir 100 milljónum punda í leikmenn án þess að kaupa í þær stöður sem mestu skipta fyrir taktíkina sína á hann akkúrat ekkert annað skilið en að fjúka. Svo lánar hann Assou-Ecotto og spilar með töluvert slakari bakvörð fyrir vikið.

  Hann er einfaldlega ofmetinn þjálfari og þarf að taka við minni klúbbum. Hann er ekkert undrabarn í þjálfun enda eru slíkir þjálfarar varla til.

  Varðandi Clarke þá er það líka rétt sem þú segir, hann er kannski helst skilgetinn taktískur sonur Mourinho. Hann hefur að vísu ekki þetta karisma sem Mourinho hefur en taktískt stílar hann inn á samskonar fótbolta. Þegar hann hefur ekki Lukaku frammi hjá WBA er hann í vandræðum. Ég er þó ekki sammála því að það ætti að reka hann eftir fjóra tapleiki í röð, hann væri fyrir minn smekk algjörlega fær um að snúa gengi liðsins við.

  Og þá að Rodgers. Hann hefur ekki tekið margt með sér frá Mourinho sem maður sér svona utanfrá annað en kannski hvernig hann höndlar fjölmiðla – þótt hann sé margfalt hógværari og auðmýktari. Hann kann að ná fjölmiðlum með sér og höndlar þá að mestu af fagmennsku og segir það sem er best hverju sinni.

  Meðan gengi liðsins er framar vonum þá telur maður auðvitað að eigendurnir og þjálfarinn séu hreinir snillingar, en það þarf ekkert mjög langt lélegt rönn til að það breytist. Ég er fullur varúðar gagnvart því enda höfum við séð það á hverju einasta tímabili síðan 1990. Vonum að það komi ekki þetta tímabilið.

 7. Ég sé að við náum a.m.k 4 stigum úr næstu 3 leikjum. Man city eru með svo öflugt lið, þeir eru að rústa toppliðum. Það gæti verið séns að ná í jafntefli þar sem aguero er meiddur. Chelsea er svo spurningarmerki hvort við náum stigum gegn þeim. Þetta kemur bara í ljós. En ég spái að við verðum í 4-5 sæti í byrjun janúar og náum síðan að klífa upp í 3 sæti með góðu runni í janúar.

 8. Gott að sjá að þessi pistill er kominn aftur, þá get ég klárað hann. 🙂

 9. Fyrst Tottenham réðu André Villas-Boas hefðu þeir átt að gefa honum lengri tíma en eitt ár. Mér finnst þessi vinnubrögð undirstrika stefnuleysi sem ríkir í stjórn félagsins.

  Uppgangur André Villas-Boas virðist hafa verið of hraður til þess að hann gæti höndlað það. Kannski hefði verið betra af André að þróa sinn feril í rólegheitum og taka eitt skref í einu.

 10. Flott grein. Varðandi AVB tel èg að vandi hans hafi verið sà að leikmenn Tottenham treystu honum aldre fullkomlega. Þeir fóru að spila illa og sum part held èg að hafi gert sitt til þess að làta reka hann. Á endanum eru það leikmenn sem ràða mestu í þessari deild.

 11. Hahaha

  Fotbolti.net að velha ramsey besta leikmann deildarinnar það sem af er timabili .. Nu missir maður allt álit a þessum skitamiðli ..

  Það er bara einn maður i serflokki i þessari deild oh þott víðar væri leitað.. alltaf verður okkar maður fyrir einelti eða rasisma eða hvað það er..

  Þetta er bara hlægilegt 🙂

 12. Er alveg sammála þér Ívar að ég skil ekki brottrekstur Clarke. Vissulega lentur á einhverjum vegg núna en finnst hann hefði átt að fá meiri séns. Lið eins og WBA þarf að vera með mann sem kann að verjast fyrst og síðast. Þannig munu þeir ná árangri. Þegar þeir ráku Di Matteo og réðu Hodgson þá lagaðist margt hjá þeim og þeir hefðu átt að halda honum og finna honum framherja.

  Þeir voru að ná sínum besta árangri í sögu PL og það er nú ekki ýkja langt síðan þeir unnu stærsta leikinn í sinni sögu lengi, á OT. Svo þegar maður sér að þeir virðast ætlað að tala við Vilas Boas og Jol þá efast ég mikið um þá sem stjórna þarna.

  Svo setti mig hljóðan þegar ég sá útnefningu Ramsey. Skil ekki vini mína á .net þarna, bara alls, alls ekki…en þeir um það…

 13. Fín grein en ég vildi koma með nokkra punkta sem snúa bæði að árangri Rodgers og framhaldinu.

  Fyrst vil ég byrja að nefna þá skemmtilegu staðreynd að ef Liverpool sigrar Cardiff á Laugardaginn og Arsenal vinnur ekki, þá er Liverpool á toppnum um jólin (Gegn því að Chelsea vinni ekki Arsenal með 8 marka mun). Það væri ágætis jólagjöf til stuðningsmanna, síðast þegar við vorum á toppnum í kringum þennan tíma var minnir mig tímabilið 2008-2009 þegar við misstum svo titilinn til Manchester United og enduðum í öðru sæti.

  Annars vildi ég líka bera saman markaskorun og mörk fengin á okkur síðustu þrjú tímabil. Eins og þú nefndir í greininni þá var Clarke ráðinn inn með Dalglish og sá þá helst um varnarleik liðsins og stóð sig líka mjög vel í því.

  Hér að neðan er tafla sem sýnir mörk að meðaltali á hverju tímabili, en ég ber saman fyrstu 16 leikina í núverandi tímabili við síðustu tvö tímabil.

  [img]http://i.imgur.com/BK367LZ.png[/img]

  Þó tímabilið sé ekki einusinni hálfnað þá sést samt að við erum á mjög góðri leið á milli ára og næstum tvöföldun síðan 2011-2012 þegar Dalglish var með liðið. Mörk fengin á okkur hefur staðið nokkuð í stað samt sem áður og er það eitthvað sem má klárlega bæta því liðið hefur einungis haldið hreinu 5 sinnum í deildinni í vetur og 3 af þeim skiptum voru fyrstu 3 leikirnir.

 14. Ramsey?
  Hvaða lyf eru menn eð taka á fotbolti.net?

 15. Veit ekki með Brendan Rogers. Treysti honum ekki neitt!
  Er alls ekki sannfærður um að hann se maðurinn. Liðið okkar er ungt og það er mikill vilji i mannskapnum. Það ma vera að Brendan se ágætur “man Manager” og stemmningin i hopnum se honum að þakka, en eg er enn langt frá að vera sannfærður um taktik hans og liðs val.
  Eg tel aðal ástæðu fyrir velgegni liðsins vera þá staðreynd að innan okkar liðs er einn leikmaður, Suarez sem er einn sa besti ef ekki bara sa besti i heimi akkurat núna.

 16. Menn mega samt ekki gera lítið úr stjóratign Kenny, ég veit ekki betur en liðið hafi stórbætt stangarskotmetið árið sem hann fékk. Carroll hans vonarstjarna var meiddur allan tímann, gott ef Lucas og Gerrard meiddust ekki báðir líka. Hann fékk engan pening í janúar á eftir , menn voru búnir að ákveða að hans tími væri liðinn en hann náði í bikar karlinn.

 17. [img]http://www.mbl.is/frimg/7/13/713926.jpg[/img]

  Einhvern veginn segir þessi mynd allt sem segja þarf. Þarna fer ekki yfirvegaður náungi á ferð, þarna fer leikmaður sem er að hafa gaman að hlutunum…..gangi honum sem best.

 18. Ég hef velt því fyrir mér hvort Levy stjórni ekki of miklu þarna hjá Tottenham? Efast um að það væri verið að reka Boas núna ef það hefði verið keyptir byrjunarliðs bakvörður og miðvörður í stað 30milljón punda Lamela.

 19. Ég hef klárlega fíling fyrir því að BR muni vera mörg ár til viðbótar við stjórnvölinn hjá okkar ástkæra klúbbi.

  Hann hefur haft vit á því að leita i ræturnar og flagga þeim anda sem allir vilja að svífi yfir vötnum.

  Hann er yfirvegaður, ungur já en er orðinn góður og á helling ennþá inni. Hann mun bara bæta á sig og líklega ekki bara kílóum.

  Hann höndlar pressuna (bresku) mjög vel. Hann virðist hafa gert kraftaverk bakvið tjöldin með Suarez og bara fyrir þann punkt á hann skilið kauphækkun.

  Hann er að læra að anda Liverpool og nær því helvíti vel. Fyrir mér er það einn af stærstu punktunum, hann er að læra að anda Liverpool. Þetta er ekki bara klúbbur, þetta er súrefni og lífeðlisfræðileg eining í sjálfu sér, DNA.

  Ég verð svekktur ef hann fær ekki að halda áfram með liðið næstu 20 árin og hana nú.
  YNWA

 20. Brenndan Rodgers er rétti maðurinn og það er alveg klárt!!!!!!! Og ef menn trúa því ekki þá eru staðreyndinar þessar ” Erum við á réttri leið Svarið er auðvitað JÁ. Er hryggjasúlan orðinn sterk í liðinu ”svarið er JÁ. Erum við að spila góðan fótbolta ” svarið er auðvitað JÁ. Tæklaði BR Suarez vandamálið rétt í sumar og hvernig spilar hann í dag, og var það klókt hjá honum að gera hann að fyriliða í síðasta leik” svarið er auðvitað JÁ.
  Ég skal éta helvítis hattinn minn ef hann er ekki með þetta!! Ég er jafn sannfærður um að BR er rétti maðurinn eins og Agger minn er kisulóra enda held ég að 99.99999 séu sammála mér um það í dag. Svo held ég að ég hafi verið bænheyrður þegar að hann Sakho minn kom.

 21. Er búinn að vera á bandi Rodgers frá því að hann kom fyrst, hann tók við starfinu af svo mikilli auðmýkt, tengdi sig vel við söguna hjá liðinu, kom með gamla hluti til baka eins og rauðu netin. Hann veit alveg hvað hann er að gera og menn verða bara að skilja það að þú breytir ekki liðum á einu tímabili eins og fólk virðist almennt halda í ensku deildinni.

  Alveg frá því í kringum jól í fyrra hef ég verið alveg 100% á því að hann væri á réttri leið með liðið, vorum farnir að spila stórskemmtilegan fótbolta og með áherslu á liðsheild umfram allt annað.

  #GoBR!

Fyrirbærið Suárez

Liverpool Encyclopedia komin til Íslands