Tottenham 0 Liverpool 5

brenno_hendo

“It was a masterclass, a display of exhilarating football. Liverpool were speedy and purposeful with brilliant individual touches. They have produced a superb away performance.”

Svo mælti David Pleat, Tottenham-goðsögn, eftir leikinn í dag. Okkar menn heimsóttu White Hart Lane í dag en þar höfðu þeir tapað fimm sinnum í röð. Í dag var sú grýla brotin á bak aftur, rifin í búta, pökkuð niður í kalda kistu og grafin úti í óbyggðum með stórkostlegum 5-0 útisigri á Tottenham Hotspur.

Brendan Rodgers gerði aðeins eina breytingu á liðinu sem lagði West Ham fyrir viku; Lucas Leiva kom á ný inn fyrir hinn meidda fyrirliða Steven Gerrard:

Mignolet
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Henderson – Lucas – Allen
Sterling – Suarez – Coutinho

Bekkur: Jones, Agger, Touré, Kelly, Alberto (inn f. Lucas), Moses (inn f. Coutinho), Aspas.

Það er skemmst frá því að segja að heimamenn sáu aldrei til sólar í dag. Hafi meirihluti Liverpool-stuðningsmanna verið svartsýnn fyrir þennan leik var það fljótt að breytast í bros og skemmtilegheit. Tottenham voru betri aðilinn í svona 90 sekúndur í þessum leik, en þá skapaði Luis Suarez dauðafæri sem Philippe Coutinho nýtti illa. Það færi opnaði þó flóðgáttirnar, okkar menn skáru í gegnum vörn Spurs eins og hnífur í heitu smjöri og hefðu hæglega getað skorað fimm mörk í fyrri hálfleik. Coutinho skaut í þverslána, Jordan Henderson og Glen Johnson skutu rétt yfir, Suarez klúðraði færi fyrir opnu marki eftir að Hugo Lloris missti boltann yfir sig og Raheem Sterling var í tvígang nærri því búinn að skapa mörk fyrir félaga sína með góðu upphlaupi hægra megin.

Mörkin urðu þó aðeins tvö fyrir hlé. Á 19. mínútu kom Suarez okkur yfir eftir mikla pressu og langa sókn upp hægra megin. Sterling, Henderson, Joe Allen og Suarez komu allir við sögu, Henderson var næstum búinn að skora en lagði frákastið eftir eigið skot fyrir Suarez sem lék á Capoue og lagði boltann framhjá Lloris í markinu. Henderson tvöfaldaði svo forystuna á 40. mínútu eftir aðra stóra sókn þar sem Sterling átti frábæra, langa sendingu á Coutinho sem lagði boltann á Suarez sem skaut að marki en varið og þá skaut Henderson en aftur varið og þá Suarez aftur en varið og boltinn barst til Henderson sem skoraði. Eins og þessar markalýsingar bera með sér stóð ekki steinn yfir steini í vörn Tottenham, okkar menn voru hins vegar óstöðvandi.

Hafi heimamenn vonast eftir einhverju betra í seinni hálfleik varð sú von heldur betur að engu. Leikurinn róaðist aðeins eftir hlé, Roberto Soldado byrjaði á dauðafæri en skaut yfir en það var besta færi Tottenham allan leikinn (fyrir utan mark sem Soldado skoraði rétt fyrir hlé sem var réttilega dæmt af vegna brots á Mignolet). Eftir þetta færi tóku okkar menn aftur öll völd á vellinum og voru nokkrum sinnum nálægt þriðja markinu, ekki síst á 49. mínútu þegar Mamadou Sakho skallaði í stöngina fyrir opnu marki og Martin Skrtel setti frákastið yfir.

Á 60. mínútu var Paulinho svo rekinn út af með beint rautt spjald fyrir glórulaust brot. Hann fór með takkana hátt í einvígi um boltann við Suarez en þegar hann sá að hann missti af boltanum sparkaði hann fætinum að Suarez og náði í brjóstkassann á honum. Suarez virtist meiddur og maður óttaðist rifbeinsbrot eða þess háttar meiðsli – sem er eitthvað sem við megum alls, alls, alls ekki við á þessum tímapunkti – en sem betur fer hristi hann það af sér. Paulinho fékk réttilega reisupassann og það er vonandi að hann fái rétta umfjöllun í fjölmiðlum eftir helgina. Menn eru fljótir að hamast á útlendingum sem láta sig detta í Englandi en svona brot eru yfirleitt afsökuð frekar auðveldlega. Þetta er þó margfalt hættulegra og ljótara en leikaraskapur og það þarf að koma því á framfæri. Hann hefði getað kostað Suarez einhverja leiki eða vikur á sjúkralista þarna en vonandi er sá úrúgvæski heill eftir helgina.

Með þessu voru heimamenn orðnir manni færri og þar sem þeir höfðu þegar verið mikið lakari aðilinn var óhætt að segja að það stefndi í slátrun þarna og það rættist fyllilega. Jon Flanagan skoraði þriðja markið með frábæru skoti í slá og inn eftir fyrirgjöf Sterling (og frábæra hælspyrnu Henderson þar á undan). Þetta mark kom á 75. mínútu en Liverpool var búið að vaða í færum frá rauða spjaldinu fram að þessu marki. Það glöddust allir og ekki síst vegna þess að það var meistari Flanagan sem skoraði þetta mark. Þvílík öskubuskusaga hjá drengnum.

Fjórða markið skoraði Suarez svo sjálfur á 84. mínútu með vippu yfir Lloris eftir frábæra stungu frá varamanninum Luis Alberto, og Suarez kórónaði svo leik sinn með því að stinga inn fyrir á Sterling á 89. mínútu og sá ungi fullkomnaði sigurinn þar með fimmta markinu.

king_flanno

MAÐUR LEIKSINS: Það þarf í raun ekkert að flækja málið; þetta var fullkomin frammistaða hjá Liverpool og ég gæti með réttu valið hvern einasta af tíu útileikmönnum liðsins sem mann leiksins. Glen Johnson og Flanagan voru aldrei í vandræðum varnarlega og Flanno kórónaði frábæra frammistöðu með frábæru marki. Í vörninni héldu Sakho og Skrtel hreinu ásamt Mignolet – þeir þrír voru tæpir á spilinu sín á milli aftast í 2-3 skipti en lentu annars aldrei í vandræðum í þessum leik. Á miðjunni svöruðu Lucas, Allen og Henderson svo sannarlega kallinu eftir að menn stigu upp í fjarveru fyrirliðans og slátruðu vel mannaðri miðju Tottenham. Lucas át allt sem að miðjunni kom og hélt hápressunni gangandi á lykilköflum, Allen stýrði spilinu eins og við vitum að hann getur og Henderson fór einfaldlega hamförum fyrir framan þá með frammistöðu sem hefði sómað sér vel hjá svona 25 ára gömlum Steven Gerrard. Ótrúleg frammistaða hjá Henderson sem var ansi nálægt því að vera valinn maður leiksins hjá mér.

Coutinho var einnig gríðarlega góður, hljóp sig í jörðina í þessum leik og lék lykilhlutverk í sókn okkar. Hann hefði sennilega getað gert betur í sínum eigin færum og skorað eitt eða tvö mörk en það breytir því ekki að Tottenham-vörnin átti ekkert svar við honum í dag. Frammi leiddi Luis Suarez svo línuna, skoraði tvennu og lagði upp tvö mörk og er núna kominn með 17 mörk í 11 deildarleikjum í vetur. Það er einfaldlega fáááááránleg tölfræði hjá langbesta leikmanni deildarinnar. Hann ætti sennilega að vera valinn maður leiksins í dag en ég ætla að veita öðrum nafnbótina svo Suarez einoki þetta nú ekki í hverjum einasta leik.

Raheem Sterling fullorðnaðist fyrir augum okkar í dag. Eftir að hafa byrjað þrjá leiki í röð og spilað betur með hverjum leiknum (og skorað í síðasta leik) sprakk hann út og gjörsamlega át vinstri hlið Tottenham-varnarinnar. Hann var svo yfirþyrmandi í fyrri hálfleik að Kyle Naughton var tekinn út af í hálfleik og Villas-Boas bara varð að reyna annan bakvörð gegn honum, Ezekiel Fryers. Það gekk þó ekkert betur og Sterling hélt áfram að leika lausum hala í seinni hálfleik. Hann lagði upp stangarskallann hjá Sakho og mark Flanagan áður en hann komst sjálfur í tvígang í gegn en náði ekki að skora. Hann gerði það þó í þriðju tilraun og kórónaði svoleiðis langbesta leik sinn fyrir Liverpool. Stráksi er nýorðinn nítján ára og ef hann ætlar að spila svona er það eins og að fá nýjan 15m punda mann á vænginn rétt fyrir janúargluggann. Frábær leikur og að mínu mati vísbending um að þessi ungi leikmaður sé með bæði hæfileikana og hugarfarið til að verða einn af þeim bestu. Þetta var nota bene ekki heimaleikur gegn slakara liði heldur gríðarlega erfiður toppslagur á velli þar sem við höfðum tapað fimm í röð. Og Sterling át þá bara. Ja hérna.

— anda inn, anda út —

Hvað segir maður eftir svona frammistöðu? Tottenham-menn voru gríðarlega slakir í dag, hvort sem það er Villas-Boas (sem ég myndi giska á að missi vinnuna á morgun) að kenna eða þreytu eftir Evrópudeildarleik sl. fimmtudag skal ósagt látið en það er ekki bara hægt að afsaka svona frammistöðu hjá Liverpool með því. Eins og David Pleat komst svo vel að orði þá sáu heimamenn bara aldrei til sólar í þessum leik.

Ég hef hingað til varast það að lesa of mikið í gott gengi Liverpool í deildinni. Annað sætið um jólin er betra en við þorðum flest að vonast eftir í sumar og ég hef verið tregur til að trúa á að þetta Liverpool-lið sé virkilega komið í röð fremstu liða á nýjan leik. Ég hef bara beðið eftir hruninu og mig grunaði einhvern veginn að þessir stóru útileikir um jólin myndu draga okkur aðeins niður á jörðina.

Þeim sokk var troðið með bernaise-sósu upp í kjaftinn á mér í dag. Þetta lið okkar er ekki bara gott heldur hörkugott. Ég held að okkur sé óhætt að fara að trúa aðeins á Brendan Rodgers og Liverpool-liðið hans. Þeim er alvara með að ná árangri í þessari deild í vetur.

Frábært. Meira svona. Næsti leikur er gegn Cardiff í hádeginu á laugardag og vinni liðið þann leik (á Anfield) er það í toppsæti deildarinnar fram á Þorláksmessu þegar Arsenal og Chelsea mætast. Datt einhverjum í hug í sumar að liðið gæti verið á toppi deildarinnar þegar jólin gengju í garð? Það yrði nú aldeilis magnað.

140 Comments

  1. Hann verður rekinn núna, þetta gengur ekki svona lengur hjá þessu liði. Þeir sakna GB ekkert, nei nei… Hehehhehehe.

    Annars var þetta örugglega besti leikur Liverpool í mörg ár. Þvílíkur karakter, þvílíkt hugarfar.

    SVONA Á AÐ TÆKLA FJARVERU SG!!!

  2. Leikskýrsluhöfundur ekki öfundsverður af hlutverki sínu við að velja mann leiksins. Coutinho, Henderson, Allen, Suarez og Sterling allir frábærir að mínu mati. Og allir hinir líka.

  3. Sokkurinn sem Eyþór og Kristján Atli eru að japla á núna er pottþétt eins góð pulsa með öllu og kókómjólk, svo góður er hann!

    Alltaf gott að éta góða sokka 🙂

  4. Spurning hvort Kristján Atli skrifi ekki annan pistil um Rodgers :)!

    Tek til baka allt sem ég hef sagt um Flanagan. Hann er hinn nýji Carrager!

    Þessi leikur sýnir ótrúlegar framfarir hjá okkar mönnum. Það voru allir góðir í dag og þetta er samhent lið.
    Suarez, Sakho, Henderson, Flanagan, Coutinho, Allen, Sterling allir með stjörnuleik.

    Hrikalega gaman að vera Poolari í dag 🙂

  5. Gerrard myndi jafnvel verða enn meira legend ef hann myndi láta Suarez fá bandið til frambúðar eftir þetta.

  6. Sælir félagar

    Eins og Gummi Ben sagði þá voru allir að spila mjög vel frá aftasta manni til hins fremsta sem var eins og venjulega bestur. Skorar tvö og leggur upp 2. Ekki slæm tölfræði það.

    T’ham mátti í raun þakka fyrir að fá ekki á sig 6 til 8 mörk, þvílíkir voru yfirburðir okkar manna. Og svo vil ég hvetja stuðningmenn til ða hafa trú og spá sigri.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. Jólin koma snemma þetta árið. Okkar drengir eru nú ekkert mikið verri en Man City á svona dögum. Og mikið var gaman að sjá Daglish þegar Flanagan skoraði,gott að hann sé kominn heim og ég efast ekki um að það hjálpar.

  8. Vildi bara skjóta því inn að Tottenham eyddi rúmlega 100 Milljónum Punda í leikmenn fyrir þetta tímabil.

  9. Vá. Frábært strákar.

    Augljós þroskamerki á liðinu að undanförnu, höldum vonandi áfram á þessari braut.

    Áfram LFC

  10. Hólí sjitt hvað þetta var gaman 🙂
    Ætli Gylfi hafi á einhverjum tímapunkti í leikjum hugsað……fokk ég valdi vitlaust lið 🙂

  11. Fullnæging.

    Svo var það eitthvað extra að sjá Flannó skora og fagna markinu … local lad, fyrsta mark … geðveikt.

    YNWA

  12. Djöfulsins gargandi snilld… 🙂 Henderson stórkostlegur… Tottenham vissu ekki hvað hitti þá frá fyrstu mínútu… 🙂 Þvílik snilld.. Allt liðið á tánum í dag… spilað með fullri einbeitingu í 90 mínútur… Og alveg sérstakt kikk að sjá trukkana númer 37 og 17… Þeim verður ekki mætt í myrkri öðru vísi en að skjálfa í hnjánum!! Og þvílíkt frábært að sjá hættuna sem stafar af Sakho í teignum! Maður á bara ekki orð yfir þessum magnaða leik!

    YNWA

  13. Held að þessi fyrri hálfleikur sé það besta sem ég hef séð til liðsins, fyrir utan kannski færanýtingu.

    Allen, Henderson og Lucas, auk Coutinho og Sterling hlupu í hringi í kringum Tottenham hlunkana, þvílík pressa.

    Sérstakt hrós fá:
    Sterling: Verður effektívari með hverjum leiknum – sem er gott að sjá.
    Henderson: Vex og vex og vex. Verður aldrei Gerrard, en á leið að verða topp-miðjumaður.
    Johnson: Hrikalega sterkur, öruggur á boltann og góður.
    Suarez: Eins og venjulega bara.
    Flanagan: Spilar eins og sá sem valdið hefur – frábært að hann skyldi skora.
    Sakho: Monster, sem gefur alltaf á samherja.

    11 á móti 11 hefði þessi leikur getað þróast á annan veg, en ég held samt að við hefðum alltaf skorað 1-2 í viðbót, vörnin hjá Tottenham átti bara engin svör við litlu býflugunum okkar.

    Snilldarleikur!

  14. ouch ég var næstum byrjaður að finna til með Tott þarna í endan..næstum því.

  15. Så ekki leikinn. Bara mørkin.

    En get ekki sleppt ad kommentar her. Sennilega magnadasta lokastada i tugi ara og gott svar til alheimsins. Vid erum a leid til baka.

    ad lokum…..

    IN BRENDAN WE TRUST!!!!!

    Meira sidar

  16. Frábær leikur og ég spáði 1-1. Ég hélt bara á Tottenham væri betri. Reyndarer allt lið þeirra búnir að skora einu marki færra en Luis, þannig þetta ætti kannski ekki að koma manni á óvart.

  17. Vá! Ég á bara engin lýsingarorð. Þvílík snillllllllld!

    Er farinn að hlakka til næsta pistils frábæra síðuhaldara sem mun sennilega EKKI bera fyrirsögnina:
    “Er Rodgers rétti maðurinn fyrir Liverpool?” 🙂

    Það gekk allt upp og það kom berlega í ljós að okkar lið er mun sterkara en andlaust og óskipulagt lið Spurs. Allt liðið var frábært í þessum leik og hvergi veikan hlekk að finna. Við slátruðum miðjunni og vörnin var frábær. Ég þarf svo ekkert að ræða sóknarleikinn hjá okkur, VÁ!

    Maður leiksins? Ég bara veit það ekki! Bara ekki hægt að gera upp á milli frábæra leikmanna. Er enn að japla á skítugum ullarsokk (sem bragðast bara ágætlega) eftir að hafa gert þá kröfu fyrir leikinn að léttvigtinn Sterling fengi ALLS ekki að byrja þennan leik!

    Njótum þess að horfa á stigatöfluna, 2. sætið baby 🙂 Ætla að reyna að halda mér niðri á jörðinni (það er ansi erfitt akkúrat núna) og taka einn leik fyrir í einu. Næst er Cardiff á Anfield og það verður verkefni BR að ná mannskapnum niður á jörðina, en sá leikur er alveg jafnmikilvægur og við megum alls ekki slaka neitt á. Frábær aðventa, algerlega frábær! Til hamingju félagar!

  18. Frábær leikur hjá okkar mönnum, Henderson frábær á miðjunni og suarez eins og við mátti búast hehehe. Sterling átti sinn langbesta leik til þessa. Og það sem toppaði þetta allt saman
    var að við héldum hreinu loksins loksin loksins!!!!!!!! (-:

  19. Frábær leikur hjá okkur mönnum. Án Gerrard þá stigu bara margir leikmenn upp og var hreint stórkostlegt að horfa á liðið fyrstu 90 mín 😉

    Mignolet 6 – þurfti ekkert að gera í þessum leik en þá má einhver fara að æfa hann að sparka í boltan og taka móti bolta

    Flannagan 10 – frábær og stórkostlegt mark

    Skrtel/Sakho 10 – miðvarðaparið okkar fundið.

    Glen 9 – virkilega flottur leikur

    Lucas 9 – var ekki mikið í sviðsljósinu en vann vel fyrir framan vörnina og vann marga bolta

    Henderson 10 – Frábær leikur hjá stráknum og loksins skorar hann.

    Joe Allen 10 – engin Gerrard, ekkert vandamál. Hann einfaldlega steig upp og fór loksins að spila sinn leik(sem er eiginlega sama hlutverk og Gerrard er með). Vann boltan trekk í trekk, hélt boltanum og skilaði honum vel frá sér

    Sterling 10 – hans lang besti liverpool leikur síðan að hann kom inn með látum á síðsta tímabili. Tók menn á og skoraði

    Coutinho 10 – frábær leikur en virkaði annsi þreyttur undir lokinn

    Suarez 10 – 100 milljón punda maður? Þessi maður er kominn í hóp með Messi og Grenjaldo

    Luis Alberto 8 – virkar ótrúlega hægur en veit hvað á að gera með boltan og lagði upp flott mark.

    Rodgers 10 – vel gert gamli

    Deildin er ótrúlega jöfn og getur lið farið upp og niður nokkur sæti í hveri umferð. Nú vona ég að menn séu tilbúnir í Cardiff í næsta leik en þeir munu leggjast í vörn og beita Hull Tigers aðferðini. Væri frábært að ná í 3 stig gegn þeim því að Chelsea og Man city býða á eftir okkur.

    Takk Liverpool fyrir þessa sýningu í dag.

  20. Sigueina, chelsea og city bíða ekki eftir okkur, þeir ÓTTAST okkur 🙂

  21. Hvað er hægt að segja eftir svona frammistöðu. ÓTRÚLEG ÚRSLIT!!! Og þvílíkt lið sem Rogers er að búa til fyrir okkur. Nú er gaman!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM ELSKU LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  22. Ekki versnað það við að Gerrard fari í pásu og maður kemur í manns stað,,, bara drullu sáttur og meira en það.

  23. HVAÐ GETUR MAÐUR SAGT EFTIR SVONA FRAMMISTÖÐU?

    BARA , VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ 😀

  24. Þvilík fegurð sem þessi leikur var. Ég hefði verið til í að sjá hann framlengdan, bara til að fá meira.

    Liðið saknaði ekki Stevie G í dag og mun vonandi ekki gera það í næstu leikjum. Ekki ætla ég að draga úr mikilvægi fyrirliðans fyrir þetta lið en getur verið að uppspil liðsins sé á hærra tempói þegar Gerrard er ekki að spila? Mér fannst skyndisóknir liðsins líkjast frekar hraðupphlaupum hjá góðu handboltaliði, slíkur var hraðinn.

    Og Jordan Henderson er snillingur!

  25. Frábær leikur. Toppurinn þegar Flanagan setti hann. Frábærir í dag og sendum skýr skilaboð, komnir til að vera í topp 4.

  26. Þeir voru brúnaþungir Spursararnir sem sátu sitt hvoru meginn við mig í dag. Af auðmýkt mætti ég ekki í neinu LFC merktu en þvílík úrslit ! Enda kominn á útivöll.
    Um miðjan síðari hálfleik voru þeir farnir að tala um hver tæki við af AVB. West Ham aðdáandinn néri saltinu dýpra inn í sárið og minnti þá á, að Spurs tapaði líka fyrir þeim 3-0.

    Gummi ben átti frasa dagsins í hálfleik:
    Þetta verður aldrei verra en jafntefli fyrir Liverpool því Spurs hafa aldrei á þessu tímabili skorða meira en 2 mörk í leik.

    Jólin eru komin og ég er byrjaður að opna pakkanna. Þetta er ÆÐISLEGT.

  27. Spursarar geta væntanlega huggað sig við að þurfa ekki að hlusta á 6-0 City brandara lengur.

    Frábær leikur í alla staði, svona á að svara því þegar bestu mennirnir meiðast.

  28. Var að hlusta á analýsurnar með Carragher, Gerrard og Souness á Sky áðan, helvíti góðir kallarnir. Carra kom með frábæran punkt og sagði þennan leik nákvæmlega sýna hversu mikilvægt sé fyrir LFC að halda Suarez, að þeir gætu fengið 90-100 milljónir fyrir hann en þó væri keyptir aðrir leikmenn fyrir þann tíma þá mun það ekki endilega skila sama árangri og gæðum. Þessi leikur sýndi nákvæmlega mikilvægi þess að halda sínum yfirburðarmönnum.

    Það er algjört lykilatriði fyrir framtíð Liverpool Football Club að halda Luis Suarez og fær klúbburinn stórt credid fyrir að hafa stígið fast til jarðar i málefnum hans í sumar. Það er að skila okkur sem einu besta liði Englands um þessar mundir. Vonandi náum við að tryggja okkur i Meistaradeildina til að skapa grundvöll fyrir svona góðan leikmann að halda áfram hjá okkur. Í kjölfarið af því þyrfti að gera allt sem mögulegt væri til að halda honum hjá félaginu – þarna eru möguleikar okkar á að verða TOPPLIÐ aftur.

    Áfram Liverpool

  29. Svolítið magnað að þessi úrslit koma án Gerrard, Sturridge, Agger og Enrique. Með liðið í þessum ham á enginn þeirra neitt víst sæti í liðinu á næstunni. Kannski einna helst að Gerrard gæti komið í staðinn fyrir Lucas?

  30. Vissi að við þyrftum ekki að hræðast Spursið of mikið,en 0-5. Held að fáir hafi reiknað með þvi.
    Tek allt til baka um Sterling, fannst hann ásamt Suarez, Coutinho,Henderson og Glen Johnson okkar bestu menn og gleymum ekki Flanno, sa er að standa sig!

    Tökum Chelski létt. Se okkar ekki vinna City. Þriðja sætið er nanast okkar drengir, ekkert MEIRA svartsynisraus. Það eru kanski tvö lið betri i þessari deild City og Arsenal en Suarez spilar með hvorugu þeira…
    Y.N.W.A.

  31. Liverpool búið að skora fjórtán mörk í síðustu þremur leikjum, þar af Suarez átta (og fjórar stoðsendingar). Hann verður öflugur í Meistaradeildinni með okkur næsta vetur.

    Ef stangar- og sláarskotin hefðu legið inni í dag hefði sagan frá 1977 endurtekið sig.

  32. ólýsanlegt. Stórkostlegt. Jólalegt.

    … En Kútinjó? hann var alveg úti að aka

  33. Vá, bara vá! Besta frammistaða LFC sem ég hef séð í mörg ár, held ég bara. Tottenham með 0 shots on target á heimavelli segir sína sögu.

    Félagið þarf að gera ALLT sem í þess valdi stendur til að halda Luis Suárez, bjóða t.a.m. langfeitasta samning í sögu LFC. Þvílíkur fótboltamaður, þvílíkir hæfileikar! Hann er ekki bara bestur í EPL, hann er í algjörum sérflokki.

    Suárez, Henderson, Sterling og fleiri áttu afbragðsgóðan leik og enginn var nálægt því að geta kallast slakur.

    Yndisleg tilfinning og megi þetta halda áfram!

  34. Skulum ekki missa okkur, þetta var nú bara Tottenham.

    Þetta voru samantekin ráð hjá okkur Kristjáni sjáiði til, jinxa þetta til andskotans 😉 .

    Þvílíkur leikur.

  35. Frábært í alla staði gaman væri að kaupa Gylfa nokkurn Sigurðsson í janúar glugganum held að allir íslendingar viti hvað hann getur þó að andrés bóason(sem verður rekinn í kvöld eða fyrramálið)viti það ekki.
    ÁFRAM LIVERPOOL!

  36. Maggi. Ég vil ekki vera partypooper en 5-0 sigurinn á Real Madrid hérna um árið var nú nokkuð ljúfur líka. Sömuleiðis 1-4 sigurinn á Old Trafford 😉

    En frábær sigur í dag. Sterling maður, vá, sá er að stíga upp. Einhver talað um hér að ofan að ef þetta er það sem koma skal frá honum þá er það eins og að kaupa nýjan 15-20m punda leikmann. Tek heils hugar undir það. Sýndi lítið sem ekkert í haust og var réttilega fyrir utan liðið en er að taka sénsinn núna með báðum höndum, hreinlega hrifsa hann til sín. Henderson var frábær og Joe Allen, Coutinho, Lucas og Glenn Johnson virkilega góðir. Luis Suarez var síðan bara á sínum standard, LANGBESTUR! 🙂

  37. Ég hélt að maður myndi ekki geta verið ánægðari en að vinna Man utd á leiktíðini. Það var 1-0 sigur og svo var bara pakkað og gefið enginn færi á sér.
    Ég skal viðurkenna það að það er ekkert skemmtilegra en að vinna Man utd en ánægjan eftir svona stórsigur og svona framistöðu er alveg hliðinn á Man utd sigrinum í ár.

    Þegar nýtt ár gengur í garð þá erum við búnir með útileiki gegn Chelsea, Man city, Newcastle, Everton , Tottenham og Arsenal og við höfum verið virkilega góðir á heimavelli á þessari leiktíð.
    Hvað er ég að segja með því? Eiginlega allt og ekkert og vona bara að liðið spila síðariumferðina eins og þeir gerðu þá fyrri( 3 leikir eftir sem gaman væri að ná í nokkur stig úr).

  38. Ja…..er ekki bara rett ad reka Brendan. Nær ekki að na rettri stemmingu fyrir svona leiki. Menn hafa bara ekki nad sinu besta eftir ad hann kom, lika svo leidinlegur bolti sem lidid spilar….

  39. Allir frabærir i dag en bara einn STORKOSTLEGUR og LANGBESTUR að venju ..
    Það er hrein moðgun við suarez að kristjan atli velju sterling mann leiksins, hann var æðislegur i dag en suarez er bara alltaf langbestur.

    Þetya var geggjaður leikur og rosalega gaman að sja okkar menn pakka þessu tottenham liði saman i 90 minutur..

  40. JAHÉRNA HÉR

    Af hverju var maður alvarlega stressaður fyrir þennan leik í dag? Okkar menn áttu þennan leik. Og það má segja það að þessi leikur hafi verið próf á okkar menn, tottenham er lið sem að við erum í beinni baráttu við ekki bara um meistaradeildarsæti heldur svipaða bita á leikmannamarkaðinum, og við Völtuðum yfir þá með stóru Vaffi. Þetta er allt í lagi Gylfi þú hefur séns á að skipta um lið í janúar ef að Brendan vill þig ennþá! Menn voru stórkostlegir allir sem einn. En það er bara einn El Pistolero……durududuruduru duru

    Fæ mér einn kaldann á eftir til að fagna þessu, Skál og YNWA

  41. “Jon Flanagan skoraði þriðja markið með frábæru skoti í slá og inn eftir fyrirgjöf Sterling”

    King Suarez var með fyrirgjöfina ekki Sterling

  42. Finn mig knúinn til að leiðrétta eitt í leikskýrslunni. Suarez lagði upp markið hans Flanagan en ekki Sterling en Suarez lagði upp/skoraði öll mörkin í dag.
    Frábært að sjá okkar menn labba yfir Spurs á þeirra heimabelli og vonandi að við sýnum í Des úr hverju við erum búnir!

  43. Er það bara ég eða reynir þessi vitleysingur að gera allt sem hann getur til þess hitta suarez alveg örugglega. Sé ekki betur en að þetta sé 100% ásetningur. fólskulegt og einstaklega ósmekklegt. Yrði ekki hissa þó hann fengi langt bann.

  44. Glaður í Orlando. Fékk barþjón hér í Orlando til að sýna leikinn, eftir mikið þras (NFL leikur að hefjast). Sat með tveimur dömum frá Liverpool og horfði á leikinn, kl var11 að morgni, en stemmningin varð fljótlega eins og á Anfield. Fáir áttuðu sig á fjörinu. En þegar ég og dömurnar frá Liverpool fögnuðu, runnu á aðra tvær grímur 🙂

  45. Þessi leikur var jafn góður og Hull leikurinn fyrir 2 vikum var slæmur.
    Náum okkur niður à jörðina.

  46. lGerrard absence could help Reds Titill á góðri grein sem kom á föstudaginn 13 á teamtalk.com

  47. “There’s only one Brendan Rodgers!”

    Er rosalega sáttur að við ætlum að halda tryggð við þennan mann, Frábær Karakter og minnir mig af og til á Meistara Shankly! Það eru fáir í þessum bransa sem hafa verið jafn sannfærandi og Brendan Rodgers hefur verið síðan hann tók við liðinu, Við stefnum í bullandi topp-baráttu og liðið spilar glimrandi bolta, Hef alltaf haft það á tilfinningunni að þetta sé rétta leiðin sem við stefnum í undir stjórn Brendans og ekki verður langt þangað til að þessi maður verði goðsögn hjá félaginu með þessu áframhaldi.

  48. Svakalega hlakka ég til að horfa á leikinn annaðkvöld á liverpoolfc.com 🙂 !!

  49. Algjör snild hjá Brendan að láta Suarez fá fyriliðann .. hreinsar mikið til í heilabúi Besta knattspyrnu manns HEIMS .. Bikatinn heim á Anfield

  50. Plís veit einhver um link á leikinn? Gat ekki horft en sleiki út um eftir það sem ég hef lesið hér að ofan. Einhver?

  51. Til þess að halda virðingunni við okkar allra besta leikmann en samt sem áður gera þennan lið leikskýrslunnar fjölbreytilegan væri þá ekki skynsamlegt að velja bara NÆST besta mann leiksins ?

    Bara tillaga

  52. Það er skrítið að segja að 5-0 sigur á Spurs hafi verið ósanngjarn. Sigurinn átti að vera mun stærri! 🙂

    Vel gert Liverpool 🙂

  53. Luis Suárez: 17 goals in 11 games. No penalties. Premier League.

    Cristiano Ronaldo: 17 goals in 15 games. 4 penalties. La Liga.

    Suarez klárlega einn af þremur bestu fótboltamönnum í heiminum í dag.

  54. Hreint út sagt stórkostleg frammistaða.

    … og fyrst Dalglish er ekki í fílu þá er ég hættur því (komst ekki alveg yfir þetta þarna þegar hann var rekinn)

    Kominn með uppáhalds. Flanagan. Nú heilsa ég öllum Tottenham vinum mínum – komdu sæll og Flanagan.

    Áfram Liverpool!

  55. flan the man… djöfullsins mark að setja sem fyrsta markið sitt í aðalliðinu.. eftir mjög svo netta sendingu frá SUAREZ en ekki sterling 🙂

  56. flan the man… djöfullsins mark að setja sem fyrsta markið sitt í aðalliðinu.. eftir mjög svo netta sendingu frá SUAREZ en ekki sterling 🙂

  57. Suarez > Messi, Staðreynd.

    Skil ekki afhverju menn eru endalaust að brjóta niður og hamla á Ronaldo hérna, Svona er röðin í dag: Suarez > Ronaldo > Messi!

  58. Vá. Vá. Vá. Þetta var rosalegt. Bomba. B-O-B-A! Ég hef ekki notið fótboltaleiks svona líka í mörg herrans ár. Spilamennskan var frábær út í eitt og ég held að Rodgers hafi komist vel að orði þegar hann sagði að þetta var “complete performance”. Verð að segja að Henderson og Sterling komu stórkostlegir inn í leikinn og hafa vonandi þaggað niður í efasemdaröddum um sig (þar á meðal mér varðandi Sterling). Frá a-ö spiluðu leikmenn frábærlega en ég held að hinir svokölluðu minni spámenn í liðinu eigi sannarlega hrós skilið. Flanagan og Allen áttu líka afbragðs leik í dag, það góðan að Spurs fengu nánast ekki eitt einasta almennilegt færi allan leikinn. Okkar mönnum tókst að kæfa sóknir andstæðinganna í fæðingu og keyra svo hratt á þá trekk í trekk. Í þetta sinn hafði Rodgers taktískan sigur á Villas Boas og í þetta sinn var miðjan okkar léttleikandi gegn þursum Tottenham, öfugt við Arsenal leikinn.

    Það er auðvitað líka hægt að segja að Villas Boas hafi framið taktískt sjálfsmorð í leiknum með því að ýta vörninni svona hátt upp gegn Sterling, Suarez og Coutinho og frábærum hlaupum frá Henderson. Það breytir hins vegar ekki því að okkar menn voru stórkostlegir og það verður ekki tekið af þeim. Nú er búið að setja standard sem er vonandi að haldist í sem flestum leikjum því í þessum ham stenst ekkert lið okkar menn. Vandinn er auðvitað sá að við vitum ekki almennilega hvaða lið mætir á völlinn í rauðu búningunum. En Cardiff er næst og þeir eru eflaust ekki mjög spenntir fyrir að mæta okkar mönnum.

  59. Sælir félagar

    Kom hér inn til að þakka fyrir leikskýrsluna. Í framhaldi af því vil ég taka undir með þeim sem styðja Suarez í manni leiksins. Hann á það skilið þó svo að hann einoki þann titil. Hann er bestur leik efir leik og þannig er það bara.

    Það er því ráð eins og einhver benti á hér fyrir ofan að velja bara næstbesta mann leiksins til að fá fjölbreytnina.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  60. Ég táraðist þegar Flanó skoraði. Þarf ekki að segja meira um þennan leik.

  61. Enn og aftur en Henderson frábært þegar hann fær að spila sína bestu stöðu. Þurfum ekkert að vera stressuð þó Gerrard sé farinn að eldast, sýnist við vera komnir með mann sem getur tekið við af kónginum!

    Svo er þessi Suarez gæji eitthvað annað… 17 mörk í 11 leikjum í erfiðustu deild í heimi er nátturulega fáránlegt!

    Held að Spörsararnir ættu að finna sér annan stjóra, þetta var eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar undir stjórn ‘Arry, núna geta þeir ekki hvorki sótt né varist. Enda áttu þeir ekki skot á mark Liverpool í leik á heimavelli…

  62. Þegar leikurinn byrjaði og ég sá hvernig miðjunni hjá Tottenham var stillt um, hugsaði ég ” sæll þetta gæti endað illa”. 20 min síðar sá ég að Allen is boss, Lucas is boss og Henderson is Boss…..Tottenham miðjan fór greinilega bara ekk út úr klefanum ;)…..

    In Brendan we Trust

    Liverpool hefur skorað fleiri mörk en Tottenham á White Hart lane úr “opnum leik” 😛

  63. Frábær frammistaða hjá okkar mönnum… Tek hattinn ofan fyrir BR þar sem við nýttum okkur eins vel og hægt var svæðin bakvið bakverðina hjá Totturunum…
    Sterling og Coutinho komust trekk í trekk aftur fyrir Walker og Naughton.
    Einnig var magnað að sjá hvernig allir voru með í leiknum.. og engir farþegar eins og oft.
    Sakho er algjört skrýmsli í vörninni og ég vona að hann verði hjá LFC næstu tíu árin því hann er ungur strákur og á nóg inni.
    Verð að segja að maður er orðinn spenntur að sjá hvað BR gerir í janúar… Maður er búinn að sjá það í vetur að njósnateimið hjá liðinu er að vinna góða vinnu þó ekki sé alltaf hægt að klófesta öll targetin sbr. Mkhitaryan og Costa sem maður vissi lítið um fyrir sumarið. Eins vissi maður lítið um litla brasilíska undrabarnið Coutinho áður en hann kom til LFC.
    Framtíðin er björt og ég er þess fullviss að hugsjón og hæfileikar BR eigi eftir að lyfta okkar ástkæra liði á sinn rétta stall og koma okkur í deild hinna bestu CL.
    YNWA.

  64. Þessi leikur fær menn í öðrum liðum til að hugsa ” mig langar að spila fyrir Liverpool ” og ef við höldum þessari spilamensku áfram er ekki ólíklegt að góð kaup verði þegar að glugginn opnar. Og að lokum BR er snillingur takkfyrirtúkall.

  65. Það má lesa þrennt úr þessum leik:

    1. Suárez er á hraðri leið með að verða einn besti fótboltamaður í heimi. Í “overall game” (svo maður noti smá NBA hugtak) eru fáir sem standa honum framar.

    2. Eins frábær leiðtogi og fótboltamaður og Gerrard er þá hægir vera hans á miðjunni verulega á liðinu. Allen og Henderson eru bæði samviskusamari í að styðja við Lucas í vörninni og fljótari upp völlinn til að tengja við fremstu þrjá en hann. Vonandi erum við þarna komnir með framtíðarstaðgengla fyrir kapteininn.

    3. Leikkerfi AVB spilaði gjörsamlega upp í hendurnar á Liverpool. Að spila með vörnina svona hátt gegn Suárez, Sterling og co. er brjálæði, sérstaklega eftir 6-0 tapið gegn City um daginn.

    Hinsvegar var gaman að sjá okkar menn beita löngum boltum yfir vörnina með góðum árangri. Þetta er að verða hrikalega fjölhæft og skemmtilegt sóknarlið!

  66. Held nú að Daglish eigi nú svolítið í öllum þeim sem skoruðu í dag. Ef hann keypti þá ekki til liðsins þá var það hann sem gaf þeim fyrstur allra tækifæri á stóra sviðinu. Held að mér sé ekki að misminna.

  67. Lítið hægt að bæta við þetta, enn og aftur þá bara botna ég ekki þessa minnimáttarkennd fyrir leikinn, þótt enginn hafi nú búist við svona slátrun, þá bara verða menn að fara að gera sér grein fyrir því að við erum með frábært lið sem er ekkert að fara að beygja sig niður og bíða…

  68. Ætla ekkert að vera leiðinlegur en lýsingarnar á mörkunum í þessum pistli eru bara algjört bull.
    1. markið: Henderson var næstum búinn að skora en lagði frákastið eftir eigið skot fyrir Suarez sem lék á Capoue og lagði boltann framhjá Lloris í markinu

    Uuuu nei.. Suarez reyndi að stinga inn á Henderson, Dawson komst inní sendinguna en Henderson náði að potta honum svo á undan Dawson meðan hann var að standa upp. Suarez náði þá boltanum, fór fram hjá Kyle Walker sem henti sér fyrir og lagði hann svo í hornið.

    2. markið:
    Henderson tvöfaldaði svo forystuna á 40. mínútu eftir aðra stóra sókn þar sem Sterling átti frábæra, langa sendingu á Coutinho sem lagði boltann á Suarez sem skaut að marki en varið og þá skaut Henderson en aftur varið og þá Suarez aftur en varið og boltinn barst til Henderson sem skoraði.

    Coutinho lagði boltann á Henderson sem var kominn einn í gegn. Lloris varði frá honum, svo frá Suarez og svo skoraði Henderson.

    3. markið var sending frá Suarez en ekki frá Sterling eins og einhverjir eru réttilega búnir að benda á hérna fyrir ofan.

    Skemmtilegra að hafa þetta allt saman rétt 🙂 Fyrir utan þetta er þessi pistill bara alveg þrælfínn eins og oft áður.

  69. Match of the day, veit einhver hvar maður sér þann þátt á netinu ?

  70. Hér er MOTD 2

    Liverpool er komið með 8 stigum meira úr leikjum þessa tímabils m.v. sömu (eða sambærilega) leiki í fyrra. Til samanburðar er United með -16 stig m.v. sömu leiki í fyrra. Arsenal -1 stig.

    Liverpool spilaði 39 leiki árið 2012 og náði í 46 stig.
    Liverpool er búið að spila 34 leiki árið 2013 og er með 66 stig.

    Ef að það þarf skýrari sönnun fyrir því að eitthvað er verið að gera rétt þá hef ég hana ekki. Ég tók pistil KAR um Rodgers fyrir stuttu alls ekki sem einhvern stóra dóm yfir honum heldur eðlilegar vangaveltur. Liðið hefur heldur betur svarað fyrir sig síðan þá. Það er fáránlega stutt á milli í þessu og þetta var einn mesti sex stiga leikur sem Liverpool hefur unnið í mörg ár. Hefðum við tapað værum við með jafnmörg stig og Spurs. Í staðin erum við núna í dauðafæri á að komast á toppinn (tímabundið a.m.k.) um næstu helgi á meðan allt er í hers höndum hjá Spurs og sæti AVB sjóðandi heitt.

    Suarez er að spila best allra í heiminum eins og er og það bara verður að halda áfram og duga til að koma okkur í meistaradeildina á ný. Hann var langbestur á vellinum í dag og hefur verið það undanfarið. Maður sem skorar tvö, leggur upp hin þrjú og hefði vel getað skorað meira er einfaldlega alltaf maður leiksins. Skil vel að menn vilji gefa öðrum þessa nafnbót en einfaldast væri að fara velja næstbesta manna leiksins.

    Frammistaða hans skyggir annars smá á frammistöðu liðsins í heild sem var líka að ná í þessi úrslit eftir að hann fékk bann fyrir að bíta annan leikmann. Reyndar held ég að andstæðingar Liverpool ættu að fórna eins og einum leikmanni í Suarez fyrir leik því hann gengur frá þeim þegar hann er svona hungraður.

    Henderson fékk maður leiksins í dag (á Sky) og það er talað um hann bæði á Sky og BBC eins og hann hafi bara allt í einu byrjað að spila vel í dag, þvílíka ruglið. Hann hefur spilað af þessum krafti í rúmlega eitt ár. Í dag var hann aðeins í öðru hlutverki í fjarveru Gerrard og stóð sig heldur betur.

    Joe Allen fellur svolítið í skuggann en hann var engu síðri en Henderson í dag. Fannst vera meiri kraftur í honum en Gerrard og stjórnaði spilinu vel, gaman fyrir okkur sem höfum oft óskað eftir að sjá þessa miðju fá séns og standa sig svona vel. Vonandi festa þeir sig í sessi og við getum þá farið að nota Gerrard meira sparlega á næstunni og ekki endilega alltaf á miðri miðjunni. Ef við notum hann rétt gæti hann haldið áfram að vinna leiki fyrir Liverpool næstu 3-4 árin.

    Innkoma Sterling og Flanagan hefur síðan verið stórskemmtileg og kennir okkur líklega endanlega að afskrifa unga leikmenn ekki of fljótt. Það var líklega ekki hægt að afskrifa Flanagan meira en gert hefur verið undanfarið ár. Hann er núna búinn að spila 5 leiki (úr stöðu) og standa sig vel í þeim öllum. Hann verður aldrei meðal bestu leikmanna í heiminum en hann er með hugarfar sem erfitt er að kaupa og svona leikmenn eru jafnan ALLTAF í þeim liðum sem þeir eru á mála hjá. Hann er 20 ára og á liklega bara eftir að bæta sig. Rodgers hrósaði honum gríðarlega og kom inn á að enginn hefði svo mikið sem óskað eftir að fá hann á láni. Núna slær hann Cissokho út úr hóp (hann er ekki einu sinni á bekknum) og slökkti alveg á kantmanni andstæðinganna. Long may it continue.

    Sterling hefur síðan spilað síðustu þrjá leiki á klassa sem kostar um 15-20m að kaupa í dag. Hann er vonandi núna að njóta góðs af öllum mínútunum sem hann fékk á síðasta tímabili. Ótrúlegur munur á honum m.v. fyrir bara nokkrum vikum þegar hann virtist alveg staðnaður og á leiðinni í lán einhversstaðar. Victor Moses þú ert næstur að bæta þig svona.

    En þetta var algjörlega risastór sigur í dag og hrikalega hressandi að sjá Liverpool spila svona gegn “alvöru” mótherja og mjög þéttri miðju.

  71. Höskulds:

    „Ætla ekkert að vera leiðinlegur en lýsingarnar á mörkunum í þessum pistli eru bara algjört bull.“

    Ég veit. Ég skrifaði lýsingarnar á mörkunum eftir minni strax eftir leik og þá skolast oft til hver gerir hvað. Það skiptir ekki höfuðmáli í þessu en það situr samt eftir að bæði mörkin í fyrri hálfleik eru skoruð úr öðru eða þriðja skoti í stórsóknum sem sýnir bara best hvað við vorum að valta yfir Spurs á þeim tímapunkti.

    En hey, ég skrifaði 1,500-orða leikskýrslu. Ef lýsingarnar á mörkunum eru einu villurnar er ég sáttur. 😉

  72. Eitt svolítið skemmtilegt. Hérna er byrjunarliðið okkar eftir aldri:

    25
    29 29 23 20
    23 26 23
    19 26 21

    Meðalaldur 24 ár.

  73. Gargandi snilld,á eiginlega bara ekki orð, virkilega góð fammistaða. Nú er bara að gíra sig í leikinn á laugardaginn. Þessi úrslit verða ekki að neinu ef við fáum ekki 3 stig úr þeim leik. Er voðalega hræddur að menn séu farnir að hugsa um Man City á annan í jólum og menn fái skell þar, en njótum þessa þangað til.

  74. Það er búið að segja flest allt sem segja þarf um þennan leik. Ég var ánægður með eina mjög einfalda breytingu sem Rodgers gerði í hálfleik, hann lét Lucas detta alveg niður á milli Skrtel og Sakho þegar Liverpool hóf sóknir, Skrtel og Sakho voru að lenda í smá vandræðum með pressuna.

    Raheem Sterling maður leiksins? Já ég get alveg sætt mig við það, hann var ekki bara frábær sóknarlega heldur líka varnarlega, vann boltann oft og uppskar nokkrar aukaspyrnur. En það er erfitt að gera upp á milli hans og Henderson og í raun Suarez líka.

  75. nough said um Suarez.

    Henderson geðveikur, með nokkrar langar sendingar sem minntu bara einn mann.

    Veit ekki hvað mér finnst um pælngarnar með Pastore-Salah-Drexler .. .. Fyrir þennan leik þá vildi ég þá alla.. og jújú, býst við að samkeppni um stöður sé gott mál.

    Allt liðið varðist drulluvel og eiga að gera þetta svona í hverjum leik.

    Gerrard þarf að step up his game ef hann á að komast aftur liðið.. sem er gott.

    Ég táraðist líka þegar Flanno skoraði.

  76. Ég horfði aftur á leikinn í heild sinni, svo upprifinn var ég. Þetta er performans sem ég mun ekki gleyma svo lengi sem ég lifi. Er í raun á pari við Istanbul og stórsigurinn á Real Madrid.

    Markametið í 20 liða (og því 38 leikja) EPL lítur svona út:

    Most goals in a season (38 games): 31, joint record:
    Alan Shearer (Blackburn Rovers, 1995–96)
    Cristiano Ronaldo (Manchester United, 2007–08)

    Suárez er búinn að skora 17 mörk í 11 leikjum. Hann þarf sem sagt að skora 15 mörk í þeim 22 leikjum sem eftir lifa tímabilsins til að slá þetta met.

    Flestir sem hafa komist í viðlíka markaskorunarham hafa verið óttlegir poachers. Það sem LS er búinn að gera fyrir Liverpool á þessu tímabili er svo miklu, miklu meira og er í raun komið út fyrir allan þjófabálk. Það er ekki hægt að setja verðmiða á þetta framlag og hann verður á milli tannanna (ha ha!) á fótboltaaðdáendum í áratugi. Maðurinn er ekki hægt, svo maður vísi í fleyg orð.

    Að lokum: http://i.imgur.com/l7Q2tGe.jpg

  77. Mér fannst allir frábærir nema Johnson, átti slappar sendingar og lét Chadli fara illa með sig á köflum. Flanagan hefur verið frábær, hann er mjög aggressivur og alltaf í bakinu á andstæðingnum. Ég var virkilega hræddur fyrir leik að sjá hann gegn Lennon. Allen – Lucas – Hendo var að fúnkera gríðarlega vel. Það er allt öðruvísi að sjá liðið þegar Allen spilar, hann er alltaf tiltækur til að gefa á og er frábær í pressunni. Ég gef samt Henderson atkvæði mitt sem mann leiksins, hann var útum allt!

    Sterling fær einnig hrós og var að mínu mati maður fyrrihálfleiksins. Vonandi heldur hann áfram að vera óhræddur við að taka menn á og verjast.

  78. Ótrúlegt mark hjá Flanagan. Það var eins og hann væri að bíða eftir Leið 3. Fékk allan heimsins tíma.

    Oft stoppar strætó á Hlemmi og þvílík negla.

    Glæsilegt.

  79. Mikið rosalega er ég ánægður með Flanagan. Hann les leikinn svo vel, hann elskar góða tæklingu, uppalinn og greinilega mjög vinsæll í búningsklefanum. Svo fannst mér svolítið sérstakt þegar hann skoraði stóra broskið á King Kenny sem sá eitthvað í stráknum. Allavega ég vona að fleri Scouserar komi í liðið á næstu árum ég tippa á áð þessi sé næstur.
    https://www.youtube.com/watch?v=xTGoiK9Fvhc

  80. Fullkomlega off topic, sorry, en markahæsti leikmaður Stoke á leiktíðinni er Charlie Adam með 3 mörk. Fann einhverja þörf til að koma þessu að.

  81. Við héldum hreinu sem er einn af hápunktum leiksins og svo sá ég tölfræði um að Tottenham hafi ekki átt skot á ramman 🙂

    Jákvætt!

  82. Við erum víst búnir að skora fleiri mörk á WHL í opnum leik á þessari leiktið, en Tottenham sjálfir ; )

    Algjörlega frábær frammistaða í dag. Fannst reyndar Suarez ekki eiga sinn besta leik, missti boltann ansi oft og var að reyna sendingar sem hepnnuðust alls ekki. Frekar óvanalegt. En miðað við hans framlag kvarta ég ekki ; ) ( svona eru kröfurnar orðnar hjá manni )

    Eitt sem er þó frekar pirrandi, Lucas gefur boltann alltaf aftur, alltaf. Það var þó nokkrum sinnum í leiknum þar sem hann hefði svo auðveldlega getað snúið sér við og hafið sókn, en þá fór boltinn alltaf aftur á miðverðina sem eru nú engir snillingar á boltanum.

    Annars gargandi snilld bara.

  83. City – Liverpool er ekki bara 50/50 leikur núna…hann gæti farið 5-5

    En það fór eins og sumir hafa grunað, leikur liðsins gjörbreyttist að hafa ekki Gerrard inn á miðjunni. Leikur Liverpool hefur farið í gegnum hann forever og andstæðingarnir náttúrulega búnir að lesa það eins og faðir vorið.

    Mjög glæsilegt að Allen og Henderson geta stjórnað miðjunni eins og kóngar og svo er múrbrjóturinn Lucas náttúrulega ekki í brasilíska landsliðinu just for the fun of it.

    Besta er samt að við erum með 2 leikmenn sem geta sólað leikmenn inn í símaklefa og ég tek undir með Gerrard í viðtali eftir leik að ef Suarez helst heill þá er öruggt að Liverpool verður a.m.k. í 4.sæti

  84. Ég held að tímabært sé að viðurkenna hæfileika Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóra. Það gleymist stundum hvað ungur hann er. BR er fæddur 1973 og er s.s. jafnaldri Ryan Giggs svo dæmi sé tekið.

    Við blasir að BR á stóran þátt í að Suarez er enn hjá félaginu. Þar sýndi hann (og FSG) í senn hörku og mýkt. Um leið og búið var að taka til í hausnum á Suarez var kappinn “man managed” af stakri snilld. Gerrard hefur sjálfur haft á orði að umbreytingin á Henderson sé fyrst og fremst BR að þakka. Varla er þáttur BR minni í þróun leikmanna eins og Couthino, Flanagan og Sterling.

    BR er hógvær náungi og eftirtektarvert hvernig hann freistar þess að láta ljómann falla á leikmenn sína en axlar vandamálin sjálfur. Hann talar alltaf af virðingu um sína andstæðinga en lætur verkin tala á vellinum. BR er svo dagfarsprúður að stundum finnst mér eins og hlutar hans í þeirri siglingu sem LFC er á þessa stundina sé ekki alltaf getið að verðleikum.

    Vitanlega gerir Brendan sín mistök og leikurinn við Hull var t.d. dæmi um það. Ég er samt viss um að BR mun bæta sig enn frekar sem stjóri. Staðreyndin er sú, að mínu mati, að England er að eignast sitt Dortmund og sinn Jurgen Klopp. Og hafiðið það!

    Alla vega finnst mér rétt að halda því til haga að liðið og einstaklingarnir innan þess blómstra ekki af sjálfu sér.

  85. hann er með nýjan hóp sem þarf að spila sig saman og þarf tíma þeir eru nú ekkert langt frá topp liðunum EN þetta er bara gott fyrir okkur 🙂

  86. Það hefur alltaf kitlað mig smávegis að fá Gylfa til Liverpool, ekki það að hann kemst reyndar ekkert í liðið eins og það er að spila núna. Hins vegar er breiddin á miðjunni ekkert það mikil, og ljóst að þarf að bæta við sterkum mönnum þar. Nú er spurning hvort það að AVB sé farinn frá Tottenham verði til að liðka fyrir því?

  87. Er ekki um að gera að breyta nafninu á útivellinum til hægri úr “White Hart Pain” í “White Hart Slain”?

  88. Stórkostlegur leikur en mér fannst AVB fremja sjálfsmorð á starfi sínu þegar hann hélt áfram að pressa okkur hátt eftir rauða spjaldið.

    Vonandi verður þetta til þess að liðið heldur áfram niður á við en taki ekki einhvern kipp eins og oft fylgja stjóra skiptum.
    Ef Gylfi fær ekki heldur að spila hjá nýjum stjóra þá er hann velkominn til okkar að mínu mati.

  89. þótt að andstæðingurinn sé kjarkaður
    Að þá verður hann illa gabbaður
    þegar að hann lendir í Liverpool hallanum
    Því að risinn er vaknaður…

  90. Leiðrétting Babú, Arsenal eru -4 miðað við sömu leiki og á síðasta tímabili. Skv. mínum útreikningum fengu þeir 39 stig úr sömu leikjum síðast vs. 35 stig sem þeir eru með núna.

    En hvað um það, við eigum að horfa á okkar lið og enga aðra, það er ljúft að vera 8 stigum betur off núna en í fyrra.

  91. Ég heimta það núna að allir taki sig til og muni eftir tilfinningunni eftir þennan leik. Það er mjög slakt að sjá menn dásama liðið eftir svona leiki og svo eftir tap leiki (hóst* Hull hóst*) þá á bara að selja helminginn af liðinu í janúar og láta reka Rodgers.
    En annars frábær leikur sem ég tók uppá að missa af, en ef úrslitinn eru svona þegar ég missi af leikjum þá ætti ég kannski að taka uppá því oftar.
    Ef við stöndum okkur vel í hinum leikjunum í desember þá getum við algjörlega farið að dreyma hærra.
    y.n.w.a

  92. Nú verð ég að spyrja, það kom hingað inn eftir Hull leikinn fullt af fólki sem yfirleitt lætur sjá sig eftir tapleiki og drullar yfir leikmenn og ekki sýst Brendan Rodgers en lætur aldrei sjá sig þegar að vel gengur. Mín spurning er, eru menn að byrja að trúa því að Rodgers sé rétti maðurinn til þess að koma Liverpool á toppinn aftur og verða að alvöru liði eða eru menn ennþá með litla trú á honum og hans verkefni.

    Jújú Hull leikurinn var slæmur en það fá öll lið skell annað slagið, annað væri óeðlilegt. Og menn eru svo sannarlega búnir að koma sterkir til baka eftir þann skell og rúlluðu yfir Norwich 5-1 og svo West Ham 4-1 og núnaTottenham 0-5.

  93. Ætli Suarez sé með samviskubit yfir Boas, hann einn og sér kostar mannin starfið.

    gaman að sjá svona flott miðjuspil, þeir eru farnir að vinna þessa leiki og stöðuleikinn virðist vera að koma, ef við náum 6-7 stigum það sem eftir er á þessu ári þá fer maður að hafa trú á að við gætum jafnvel stefnt á titilinn. liðið er bara orðið það vel spilandi að maður er að fara að sjá von á því, það eina sem vantar er meiri breidd sem vonadi fer að lagast í janúar.

  94. Grétar Nr. Guð.Má.Vita.Hvað

    Hann er búinn að uppfæra þetta hjá sér bölvaður og núna segir hann að Arsenal sé -5 stig m.v. sömu leiki í fyrra. Nenni ekki að taka þetta saman hjá þeim, er bara með þetta yfir Liverpool.

    Enda er það aðallega tölfræðin yfir United sem skiptir máli hérna 🙂
    http://galbertson.wordpress.com/the-road-to-fourth-place/

    Áhugavert annars að Tottenham er með einu stigi minna núna eftir sömu leiki í fyrra, smá pressa sett á AVB sem fær líklega ekki að sjá alfarið um innkaup og missti sinn LANGBESTA leikmann. Leikur Tottenham gekk nánast alveg út á Bale í fyrra.

  95. Suarez gæti átt besta tímabil leikmanns í úrvalsdeildinni frá upphafi…hver ætli eigi það núna?

  96. Gæti líka verið Alan Shearer – ef við miðum aðeins við flest mörk skoruð á tímabili eða á einu ári (calendar year).

    Homer

  97. Sæl öll.

    Ég hef ætlað að skrifa hér inn fyrr en lenti í vandræðum því brosið á mér er svo breitt að gleraugun færast úr stað og því sé ég ansi illa til skrifta. Ég byrjaði að brosa í haust þegar okkar ástsæla lið tyllti sér á toppinn og þar sem það hefur að daðra við 1.sætið alla leiktíðina þá hefur brosið ekki minnkað.

    Leikurinn í gær var ………………….ég á bara ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa honum ég var svolítið hrædd um tap en eftir fyrri hálfleikinn sá ég hvað Brendan var að bjóða upp á og það svar svo sannarlega hlaðborð.
    Nú þurfa þeir að halda haus og bera fram eftirréttina á laugardaginn því svo kemur jólasteikin á annan dag jóla og þær “góðu” fréttir voru að berast að Sergio Aguero sé laskaður og spili ekki með næsta mánuðinn . Ég er ekki að gleðjast yfir óförum hans en ég gleðst yfir því að heppnini skuli loksins sjá sér hag í Því að vera með okkur í liði. Ég er alltaf stolt af því að tilheyra Liverpool fjölskyldunni en að sjá þennan ótrúlega árangur kemur bara út á mér tárum sem veldur því að ég sé enn verr það sem gleraugun eru rammsökk.

    Kæru félagar njótum njótum og njótum þessa tíma og þeirrar gleði sem fylgir því
    að vera í topp 4. En gleymum ekki smáfuglunum og sýnum félögum okkar í Man.Utd, smá samhug og skilning því ef einhverjir kunna að vera í tapliðinu þá eru það við..

    Þangað til næst
    YNWA

  98. Schmeichel átti líka eitt tímabil þar sem markið var á stærð við handboltamark fyrir aftan hann.

  99. Verið að tala um að Suarez sé að fara að skrifa undir nýjan samning!

  100. ahhh….yndisleg kvöldstund framundan við að endurhorfa á leikinn frá því í gær og njóta 🙂

  101. Miðjan var hreint út sagt stórkostleg í þessum leik. Lucas, Henderson og Allen. Allt leikmenn sem hafa þurft að þola fáránlegar pillur hérna á spjallinu í gegnum tíðina. Þessi leikur sýnir í hnotskurn hversu mikilvægt það er að gefa ungum og efnilegum leikmönnum þolinmæði og mínútur. Tekið af spjallinu:

    “Svo mætta alveg selja Lucas fyrir mér, hef meiri trú á Spearing.” Kop.is í apríl 2009
    “Selja Henderson strax,, eða bara gefa hann.” Kop.is í nóv 2012
    “Joe Allen. Joe fjárans Allen. Þvílík hor afgreiðsla og þvílík eigingirni. Skammastu þín. Út af með þig. Selja þennan mann til Scunthorpe United á 1k 1.janúar 2014.” Kop.is í síðasta mánuði

  102. Tommi

    Ágætt að ítreka að þetta eru kannski einstaka athugasemdir á ummælakerfi kop.is en ekki almennt álit kop.is eða langstærsta hluta lesenda síðunnar.

    Svosem hægt að taka svona saman yfir öll lið og flestar sambærilegar síður. Arsenal menn þoldu t.d. ekki Ramsey fyrir stuttu síðan og voru á því að Wenger væri kominn á endastöð.

  103. Tryggvi Tryggva, hvaða verðlaun eru þetta sem að Suarez er að taka á móti ?
    Ég hef ekki séð neitt um þetta neinstaðar.

  104. Tommi

    Ég á ummælin um Allen og ég verð að segja að ég stend við þau í dag. Vissulega hefur hann batnað á vellinum en það þarf meira til að sannfæra mig um að hér sé gæðaleikmaður á ferð heldur en 2-3 flottir leikir. Hann átti t.d. flotta leiki inn á milli á síðustu leiktíð en það réttlætir ekki þá slæmu sem hann hefur átt hingað til í Liverpool treyjunni, sem eru töluvert fleiri. Eins og staðan er í dag er ég ósáttur með þessi kaup, og hef verið frá upphafi. Þó vona ég innilega að ég þurfi að éta þessi orð í lok leiktíðar, enda efa ég stórlega að hann verði seldur til Scunthorpe á 1k 1.janúar 2014. Ætli við verðum ekki að skoða stöðuna í maí.

    Lét þessi ummæli falla eftir 3-3 jafnteflið við Everton og mátti kannski skilja þau þannig að ég hafi verið ósáttur með úrslitin, enda taldi ég upp fjögur atriði sem mér fannst misfarast í leiknum, en svo er ekki. Stórkostleg barátta og ótrúlega skemmtilegur leikur, líkt og sá sem var á boðstólnum í gær. Er virkilega stoltur af mínum mönnum eftir síðustu 3 leiki. Sýndu ótrúlega baráttu og fáránlega greddu gegn Tottenham, ég hef sjaldan séð annað eins. Ég leyfi mér að vona að þetta haldi svona áfram. YNWA.

  105. Jóispói,

    Ég stórefa að Suarez sé með samviskubit yfir að hafa kostað AVB starfið en ég held að hann sé með aðeins meira yfirbit eftir að hafa brosað í alla nótt…

  106. Benitez vill fá Agger lánaðan í janúar ! Vona nú að hann fari ekkert, megum ekki við því ef Skrölti fer að skrölta.

  107. Þetta var nú flottur leikur hjá okkar mönnum. Brendan er að gera frábæra hluti með Liverpool. Daglish var búinn að kaupa flotta leikmenn. Hann byrjaði að setja Flanagan í liðið.
    FLOTT LIÐ

Liðið gegn Tottenham

Fyrirbærið Suárez