Liðið gegn Tottenham

Hér er byrjunarliðið sem ætlar að tapa fyrir etja kappi við Tottenham í dag:

Mignolet
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Henderson – Lucas – Allen
Sterling – Suarez (C) – Coutinho

Bekkur: Jones, Agger, Touré, Kelly, Alberto, Moses, Aspas.

Sem sagt aðeins ein breyting frá liðinu gegn West Ham fyrir viku – Lucas Leiva kemur inn á ný fyrir meiddan Steven Gerrard. Bekkurinn er sterkur líka og því lítið um afsakanir þrátt fyrir meiðsli Gerrard, Daniel Sturridge og Jose Enrique. Luis Suarez ber fyrirliðabandið í fjarveru Gerrard. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það.

Ég nenni ekki að setja allt lið Tottenham inn en Soldado byrjar eftir þrennuna á fimmtudag og Gylfi er á bekknum.

Þetta verður hörku tapleikur – áfram Liverpool!

95 Comments

 1. Hárrétt að henda bandinu á Suarez. Við einfaldlega verðum að gera allt til þess að reyna halda honum hjá okkur! Með bandinu fylgir aukin ábyrgð og ég efast ekki um að meistari Suarez muni standa sig í nýju hlutverki. KOMA SVO!

 2. Ég verð að gagngrýna þig Kristján Atli fyrir að henda inn handklæðinu fyrir leikinn.

  Hér er byrjunarliðið sem ætlar að tapa fyrir etja kappi við Tottenham í dag:
  Þetta verður hörku tapleikur

  Sorry, mér finnst þetta bara lélegt, við erum að styðja Liverpool FC en ekki fkn Stoke

 3. Ég er nokkuð viss um að þetta sé partur af hjátrú Bond. Er alveg viss um að Kristján Atli hafi sömu trú á liðinu og við hinir.

 4. Skil ekki svartsýnina í mönnum fyrir þennan leik, Tottenham eru búnir að vera hreint út sagt skelfilegir á þessu tímabili og AVB er undir báli! Leikur liðsins einkennist á því að þeir eru að sækja of mikið inn í miðjuna og nota Vænginn lítið sem ekkert, Það er auðvelt að lesa þetta leikskipulag og ég býst við því að við munum rúlla yfir þá!

  Gylfi er búinn að vera þeirra skársti leikmaður en Villas Boas virðist ekki sjá það og kýs að spila leikmönnum sem eru ekki búnir að sýna eina góða hlið af sér á þessu tímabili.

  Allt gengur niður-á-við hjá Spurs og hlutirnir líta vel út hjá okkur þar sem Suarez er búinn að skora jafn mörg mörk og allt Tottenham liðið. Spái 5-2 fyrir okkar mönnum, Bjartsýnin í botni! ÁFRAM LIVERPOOL!

 5. Suarez með bandið, anægður með það.. hann skal setha 2-3 mork i dag

  Annars er eg svartsynn eins og fleiri með þennan leik, tæki jafntefli sattur en vona að okkat menn nai loksins sigri a þessum ogeðslega velli

  Spai 1-2 og suarez með bæði

 6. Ég set fyrirliðabandið reglulega á Suarez, þó svo það sé aðeins í Fantasy leiknum. Svínvirkar, yfirleitt.

  Spái hörkuleik í alla staði, og Liverpool-sigri, öllum hér til mikillar furðu! 🙂

  Homer

 7. Er einhver að hakka sig inn á síðuna? Tapleikur ? Ekki í anda okkar á þessari leiktíð. Getur vel verið að hann tapist, held þó reyndar ekki. Game we must win !

 8. Rautt á Kristján Atla! :O) En skal játa að ég er smeykur eins og sumir og væri mikið sáttur við stig í dag. Veit ekki með Sterling þarna inni, finnst hann full léttur í það sem verður baráttuleikur. Hef efasemdir með fyrirliðabandið á Suarez, tel hann miklu “léttari” án þess!

 9. Höfum ekki unnið útileik síðan í september, gott ef við náum stigi í dag.

 10. Hvaða svartsýni er þetta í mönnum , tökum þetta 4 -1 ! Easy! 🙂

 11. Ritstjóri síðunnar með bullandi „trú“ á liðinu greinilega. Svona eiga alvöru stuðningsmenn að vera og ekki efast í eina sekúndu um liðið sitt.

  Hel mig við fyrri spá mína um að við vinnum þetta Tottenham lið 0-2
  YNWA

  • Geta menn ekki slakað aðeins á og brosað smá? Það er einfaldlega þannig að stuðningsmenn Liverpool sem heild hafa ekki verið jafn svartsýnir fyrir leik í langan tíma og nú. Ég mátti til með að grínast aðeins með það í liðsuppstillingunni. Slaka. Brosa. Það er enginn að henda inn handklæðinu hérna.

 12. Vona að Brendan og drengirnir okkar hafa meiri trú á þessu verkefni heldur en síðuhaldarar !

  úrslit 1-3

  YNWA

 13. Ég er ekki viss um nafna sem fyrirliða. Vil að hann einbeiti sér að því að skora! Verður þetta ekki til þess að dreifa huga hans? Svo er þettta prófraun fyrir Lucas sem því miður skortir þá nákvæmu sendingargetu sem Gerrard býr yfir. Hið sama á við um Henderson. Ef þeim tekst að vinna boltann á miðjunni og pota honum fram á Kútinjó og Allen þá kann það að sleppa. Ef þeir bakka of mikið, þá er voðinn vís og við lendum í öðru Arsenal-tráma. Svo er enginn þarna nema nafni sem kann að skora mörk. Hvað gerum við ef þeim tekst að loka á hann? Nú reynir á Allen og Sterling að rísa upp. Þá er Flanagan á kantinum ekki mikill bógur frammi heldur þó Johnson sé allur annar fram á við. Þvílík sending sem hann átti á nafna á móti WH. Sakho og Skrtel gætu líka gert einhverjar rósir upp úr föstu leikatriði.

  Ef þetta á að lánast þá þarf vörnin auðvitað að sýna einn sinn besta dag. En ansi mikið mæðir á fáum mönnum.

  Þetta gæti orðið leikurinn sem markar straumhvörf fyrir Henderson og Allen og þá eigum við eftir að lifa á honum lengi.

  Megi svo verða!

  Kooooooma svoooooooo!!!

 14. er alveg dr…u smeikur fyrir þennann leik, en er þokkalega sáttur með liðsuppstillinguna. En er Dominos að fara sína þennann leik?

 15. Góður Palli J Önnur tölfræði segir að við höfum tapað síðustu sex leikjum á White Hart Lane og þar af fjögur sjálfsmörk! Skrtl í byrjunarliðinu…………. tek fram að ég er ekkert svartsýnn! ;O)

 16. Skíthræddur um að þetta fyrirliðaband muni verða byrði á Suarez. Hefði frekar hent hent þessu á Lucas eða Johnson.

  En þetta er ekkert flókið… okkar menn verða að BERJAST!!!!!

 17. Suarez að stinga sokki ofan í þessa síðuhaldara… Svona neikvæðni á heima á bland .is…

 18. Nei Eiríkur þetta dominso virkar ekki heldur hjá mér, eða ég kann ekki á þetta

 19. Ég vil að stelpan sem var að fokka í Suarez fyrir leik fái ævilangt bann frá knattspyrnuleikjum… Þetta verður bara kvenkyns Joey Barton þegar að hún stækkar!! 🙂

 20. Er einhver með gott stream á leikinn annað en dominos draslið sem virkar ekki hjá mér?

 21. Henderson……… vinur minn! Afsakaðu krítikina frá mér í gegnum tíðina……. þú baráttuhundur……… ert frábær!!!!

 22. Þetta Tottenham lið virðist bara vera gjörsamlega andlaust. Nú er bara að keyra á þá í seinni og bæta vð mörkum og tryggja okkur annað sætið á ný.
  Og takið eftir það er 15 des. og við getum tryggt okkur annað sætið á ný.

  YNWA

 23. Já þvílíkt sem menn eru að troða sokkabuxum ofan í okkur svartsýnisherinn. Henderson, Sterling og Allen fá þvílíka uppreisn æru hérna í fyrri hálfleiknum að það hálfa væri nóg. Ef þeir ná að klára seinni 45 hafa þeir einfaldlega sannað sig á þessu leveli og þurfa héðan í frá að ná upp stöðugleika í leik sínum. Frábær leikur í alla staði hjá okkur, verst með þessa reglu um að þurfa að taka hálfleikspásu, hún þarf ekkert að koma, vonandi að hléið breyti engu hjá liðunum.

 24. já klárlega dominating hálfleikur hjá okkar mönnum. En núna er að gera hið sama í þeim seinni og slátra Tott á þeirra heimavelli það væri góð skemmtun.

 25. Algerlega frábær fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Ég er búinn að troða stórum skítugum ullarsokki upp í kjaftinn á mér eftir að hafa krafist þess að léttvigtinn Sterling myndi alls ekki byrja þennan leik!

  Stórkostlegt so far, en kæru félagar leikurinn er alls ekki búinn. Þeir mega alls ekki slaka á því Spurs eru stórhættulegir þegar þeir ná að sækja hratt á okkur. Koma svo LFC, klára þennan leik!

 26. Sælir félagar

  Eins og ég spáði Suarez með 1 og Hendo með annað. Þá er bara eftir sjálfsmarkið hjá Dawson. Þegar þessi eru komin þá má Suarez alveg setja tvö án þess að ég geri athugasemdir við að hann eyðileggi spána mína.

  Það er nú þannig.

  YNEA

 27. hey við erum að vinna einum færri…ef við hefðum nú betri mann en Lucas þarna á miðjunni værum við í miklu betri málum. Aumur og seinn,,,,Agger eða Sako í þessa stöðu væri strax skárra……koma svo….

 28. Koma með 3ja markið og þá er þetta STEINDAUTT!! Sakho og Skrtel eru meiri segja að reyna að troða sér á blað!!! Bjútifúl!!!

 29. Er ekki hálfleikur? Ekki ber að fagna að svo stöddu. Leikurinn er ekki unninn. Eru menn búnir að gleyma seinni hálfleiks skitunni sem var hérna fyrr í haust! Vonandi lætur hún ekki sjá sig núna.

  YNWA

 30. Þetta er trúlega einn versti leikur Tottenham í viðureignum þessara liða sem ég hef orðið vitni að verð ég að segja… en það er sko ekki leiðinlegt

 31. Lucas er bara að standa sig vel þarna. Núna þegar Gerrard er ekki á svæðinu dreifist spilið miklu meira.. það er leitað útá kanntana á Cút og Sterling.. og Allen og Henderson taka við þegar lokað er á kanntana .. bara bjútiful .. Lucas er langbesti maðurinn í þessa stöðu og Agger yrði rétt hálfdrættingur á við Lucas, ef BR væri það vitlaust að láta reyna á það.

 32. Flott hjá dómaranum og gefa rautt fyrir þetta. Ég reynir að sparka í Suarez þegar hann er kominn fram fyrir hann. Ekki oft sem Suarez fær eitthvað frá þeim svartklæddu.

 33. Er AVB búinn að missa algerlega stjórn á þessu liði? Maður bara spyr.

 34. Þetta er það sem Villas-Boas var að tala um með að stoppa Suarez … eina leiðin til þess.

  Homer

 35. Ef ég væri Tottenham maður væri ég brjálaður í dómarann, ekki bara útaf þessu rauða spjaldi heldur svona heilt yfir. En ég er ekki Tottenham maður svo ég er bara að fíla hann mjög mikið 😀

 36. Verð ánægður ef leikmenn Liverpool koma ómeiddir úr þessum leik, hægri vængurinn hjá okkur er tæpur varnarlega í þessum leik.

 37. Agalega er gott að vera ekki stressaður, þótt það séu 20 mín eftir!!

 38. Henderson með Hælsendingu í gegnum klofið á varnarmanni, Súarez með inní sendingu og Flanagan hamrar honum í slánna og inn, Menn hefðu hlegið rækilega hefði ég sagt mönnum að þetta myndi gerast á næsta seasoni!

  3-0 Takk Fyrir!

 39. Nú á að skipta mikilvægustu mönnunum útaf til að hvíla þá. Þétt prógram framundan og hópurinn ekki breiður.

 40. All i’m saying is…ALL i’m sayin…Liverpool would be top if they’d beat us.

  >hull tigers

 41. 4-0…þetta gæti farið í 10-0, maður hefur ekki séð jafn lélega vörn síðan hjá Newcastle í fyrra.

 42. Þetta er besti dagur ársins .. hangikjöt og laufabrauð á eftir hjá mömmu !

 43. We Love you Liverpool we do. We Love you Liverpool we do.
  We Love you Liverpool we do. OH LIVERPOOL WE LOVE YOU!!!!!!!!!

 44. Erum vid ad tala um 2 mørk og 3 stodsendingar hja Suarez? Er ekki ad horfa bara ad fylgjast med textalysingu.

 45. Ég á ekki orð………liðið í heild en mikið eru Henderson og Allen búnir að vera frábærir í dag! Englar!!

 46. tja Suarez búinn að skora 2 leggja upp 2 og svo skaut hann í markmann og henderson skoraði af frákasti samkvæmt fantasy fær Suarez 2 mörk og 3 stoðsedningar…. Hann er á öðru Leveli enn allir til samans í ensku!!! það verður ekki sagt annað um hann Simply Unstoppable!!!

 47. Liverpool með boltann allan viðbótartímann og Tottenham reyna ekki að ná honum, athyglisvert.

 48. Hér er byrjunarliðið sem ætlar að tapa fyrir etja kappi við Tottenham í dag……….. okei geggjað tap 😉

 49. Eru jólin ekki bara kominn 🙂 AVB rekinn, getur ekki blautan 🙂 og GS í rauðan búning 🙂
  YNWA

 50. Mér finnst bara ógeðslegt að horfa á ykkur tala illa um Lucas Leiva, hann er einn sá besti í sinni stöðu í deildinni að mínu mati, það taka örfáir eftir hvað hann gerir gott fyrir klúbinn!

Tottenham Hotspur á sunnudag

Tottenham 0 Liverpool 5