Róleg vika – opinn þráður

Enn ein vikan þar sem það að keppa ekki í Evrópu minnir mann hressilega á hvað liðið hefur átt erfitt undanfarin ár.

Veit ekki með ykkur hin en ég er sko heldur betur á því að það sé mun skárra að vera í Europa League en ekki. Vissulega værum við að sjá leiki gegn minna spennandi liðum álfunnar en fjandinn hafi það, það er allt skárra en löng tímabil með einum leik í viku. Svo er ég hræddur um hann Babú minn, er viss um að hann vaknar með ekkasogum af söknuði yfir því að fá ekkert að stækka ferðahandbækurnar sínar um borgir í löndum sem við hin vissum ekki að væru til.

Það er líka mikil gúrka í fréttum af liðinu.

U21s árs liðið átti dapran dag í vikunni og tapaði heima fyrir Bolton, 2-3. Þar bar Jordan Ibe af öðrum og þetta var skásti leikur Martin Kelly núna í vetur þær 45 mínútur sem hann spilaði. Nú sem hægri bakvörður, hefur verið hafsent í leikjum liðsins og vægast sagt ekki átt gott mót. Ilori var hafsent og er ekki tilbúinn í aðalliðið miðað við sína frammistöðu þarna og er pottþétt á leið á lán held ég. Cissokho var vinstri bak og átti stóran þátt í fyrstu 2 mörkum Bolton…þó vissulega víti sem var dæmt á hann hafi verið “soft”. Pascoe var að horfa á leikinn og ég held að það hafi ekki hjálpa franska vinstri bakkaranum okkar neitt.

Ekki er komið neitt á opinberu síðuna um meiðsli miðjumannanna. Gerrard virðist þó klárlega vera frá, í 4 – 6 vikur eftir því hvað við lesum og þar er stórt skarð að fylla. Ekkert heyrist af meiðslum Hendo sem komu víst til þegar Nolan sparkaði í hann og fékk rautt fyrir, umbúðirnar sem hann gekk í útaf Anfield eftir leik voru víst meiri hlífðarbúnaður og til að laga endurheimt en annað. Á blaðamannafundi Rodgers á morgun ættum við að vita meir um það.

Annars er þessi þráður galopinn…um hvað sem er tengt liðinu okkar.

29 Comments

 1. Mikið myndi það gleðja mitt stóra Liverpool hjarta svona rétt fyrir jólin ef við myndum ná eins og 6-7 stigum af þessum 9 í næstu þrem leikjum 🙂

  Ég tippaði á W-W-D gegn Tottenham, Man City og Chelsea.

  Það er gríðarlega mikilvægt að enda fyrir áramót í topp 4 í deildinni og þrátt fyrir meiðsli þá trúi ég á að okkar menn geti gert gott mót, enda erum við með Suárez og ég held að drengjur að nafni Cutinho eigi eftir að vera lykilinn að góðu gengi í þessum þrem leikjum!

 2. Úff, að nokkur Poolari þori að tippa á Liverpool leiki.

  Miðað við gengi Tottenham, ætti það að vera möguleiki á þrem stigum, en leikir okkar á móti Tottenham hafa oft á tíðum verið mjög erfiðir, og þá meina ég aðallega á White Heart Lane. Þetta sést vel á síðustu leikjum.

  á móti Chelsea höfum við margoft náð í fín úrslit, og höfum haft fín tök á þeim í rauninni.

  Ótrúlegt en satt, höfum við líka yfirleitt verið fínir á móti City, en þeir eru þó með nýjan þjálfara, sem við þekkjum ekki.

  head to head, síðustu 5 leikir á móti þessum þrem liðum:

  Tottenham: T T J T S = 4 “stig”
  0.8 “stig” að meðal

  Chelsea: S T S J J = 8 “stig”
  1.6 “stig” að meðal

  Man City: T S J J J 6 “stig”
  1.2 “stig” að meðal

  Ef þetta meðaltal myndi segja eitthvað, erum við að fara að sjá 3-4 stig.
  En við náum í fleiri, er það ekki?

 3. Finnst skrítið að einungis 5.sætið gefur europa league en hin sætin koma í gegnum bikarkeppnirnar og fair play. Miðað við hvað enska deildin er grjótsterk þá eru nokkur lið sem gætu unnið europa league ekki einu sinni með í keppninni.

 4. Þegar coughtoffside er farinn að vitna í Sports Direct News í sínum fréttum, þá er svona 99% vissa að hlutirnir séu á akkúrat hinn veginn. Ég man bara varla eftir réttri ágiskun hjá Óskari Hrafni og félögum á Sports Direct News.

  Við þurfum að eyða pening í alvöru gæði í janúar ef veskið verður tekið upp, við eigum nóg af uppfyllingarefnum.

 5. Menn hafa ekki haldið vatni yfir Özil á þessu tímabili í enska. Enda er hann búinn að standa sig rosalega vel. Kominn með 6 stoðsendingar og 4 mörk so far. En ég skoðaði svo líka Gerrard vin minn og sá að hann er kominn með 6 stoðsendingar og 3 mörk í deildinni. En ekki fær hann jafn mikið hrós sá gamli. Enda eru allir löngu orðnir vanir því að hann sé frábær. Mikil ósköp sem að við eigum eftir að sakna hans þessar 6 vikur…..

 6. Ef Hendo verður lika frá erum við þá ekki að tala um að Brendan fari 3 miðverði?

  Vona ekki

 7. Maggi þú gleymdir að minnast á að Honda er kominn í AC Milan(staðfest) og þá þurfum við ekki að lesa meira slúður um að hann sé að koma til Liverpool sem ætti að spara okkur hellings tíma. Mjög jákvætt (staðfest)

 8. Átti Brendan Rodgers ekki að hafa verið að skoða Julian Draxler í gær ? (slúðurpúður)
  En vá hvað það yrðu stórstórglæsileg kaup!

 9. Persónulega verð ég að viðurkenna að ég sakna Europaleague ekki baun.
  Er viss um að ef við værum í Evrópubrölti væri enn meira um meiðsl og þreytu hjá okkar mönnum, nema ef B.R. væri svo svalur að nota b lið í þeirri keppni til að fá reynslu.

 10. Ég sakna Europa League ekki baun í bala. Við værum ekki í 2. sæti núna ef við værum að spila við lið eins og Dnipro, Dinamo Zagreb, FC Sheriff og e-r álíka lið. Sér í lagi með alla þessa breidd sem við höfuð eða þannig.

 11. Mín spá um framhaldið
  Tottenham úti – gríðarlega erfiður leikur og því miður 0 stig í hörkuleik 1-0 –
  Cardiff heima – sigur og ekkert annað 3 stig og 2-0 öruggur sigur
  Man City úti – tap 2-0 þar sem þeir verða einfaldlega betir
  Chelsea úti – jafntefli 1-1 í algjörum 50-50 leik
  Hull heima – sigur og hefnum fyrir tapið um daginn 1-0

  Engin heimsendir hjá okkur 7 stig af 15 mögulegum og búnir með útileiki gegn Man city, Arsenal, Chelsea, Tottenham og Everton. Verðum enþá í top 4
  Gerrard, Sturridge og Jose verða allir farnir að hreyfa sig og við styrkjum okkur eitthvað í Janúar.

 12. Sælir Poolarar.

  Samkvæmt lista PhysioRoom þá er Hendo með Ankle/Foot Injury. Í reitnum Next Match stendur Late Fit Test, kemur eflaust í ljós á leikdegi.

  Henderson | Ankle/Foot Injury | 15th Dec 13 | Late Fit Test
  S. Gerrard | Hamstring Injury | no return date |

 13. Frábærar fréttir að Henderson sé heill enda orðinn gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir félagið.

 14. Henderson hefur samt ekkert sýnt þegar kóngurinn er frá en vonandi breytist það í næsta leik 🙂

 15. Sælir félagar

  Mjög góðar fréttir af Henderson og léttir mér lundina fyrir komandi desember leiki. Hefi trú á spá SSteins í podcastinu Sigur á Cardiff, Hull og CFC og jafntefli gegn T’ham en naumt tap gegn MC. Gætu reyndar orðið 12 ef Tottarar spila áfram eins og þeir hafa gert.

  Það er nú þannig

  YNWA

 16. Einhver “sérfræðingur” hjá Liverpool hefur eflaust verið viss um að Luis Alberto hafi verið betri en Suso…..en mér finnst yfirleitt Alberto ekki gera neitt sem réttlætir verðmiðann á sér. Ég hlakka til að sjá Suso aftur hjá okkur.

 17. haukurh, fellur það þér illa í geð að hann sé að fá hellings spilatíma, sem hann fengi ekki hjá okkur (sér í lagi ekki á þessu tímabili)? Mér finnst það allavega mun betra heldur en að hann hangi á bekknum hjá okkur og fái nokkrar mínútur hér og þar plús einhverja varaliðsleiki.

 18. Sá er orðinn góður. Hlakka mikið til að fá að sjá hann aftur.
  Með hann og Coutinho fyrir aftan Suarez.

 19. Sá þennan leik. Kelly og Cissokho voru skelfilegir. Ilori og Ibe langbestir.

 20. Fínt ef er að rætast úr Suso, það er ein af ráðgátum lífsins hvernig Brendan gat valið hann fram yfir Downing og Henderson í fyrra.

 21. Þetta er nú alveg komið heilan hring ef menn eru núna ósáttir við lánið á Suso þar sem hann er að spila svo vel! Hann var lánaður til að fá spilatíma og einmitt vonast til þess að hann myndi spila vel og bæta sig það mikið að hann væri tilbúinn að spila fyrir Liverpool.

 22. Ég held að flest allir séu sammála því að þetta var akkurat það sem hann þurfti að fá, spilatíma.
  Hann er að gera góða hluti á Spáni og hann kemur örugglega miklu betri til baka en hann fór frá okkur. Það eru fleiri leikmenn sem hefðu þurft á þessu að halda hjá okkur og ég hugsa að menn séu á fullu að vinna í því.

  T.d myndi ég vilja sjá Kelly lánaðan í januar í eitthvað flott lið þar sem að hann myndi fá að spila marga leiki.

  Tiago Ilori er annar leikmaður sem verður að fara á lán í janúar enda skelfilegt að sjá svona efnilega stráka fá ekki að nýta hæfileikana nema með varaliðinu.

  Jordon Ibe er ekki að fá að spila neitt hjá okkur og hann þyrfti að fá spilatíma, virkilega efnilegur leikmaður og væri gaman að sjá hann spreyta sig hjá góðu liði þar sem hann fengi að vera hjá út tímabilið.

  Svo er spurning með hann Samed Yesil, lenti hann ekki í slæmum meiðslum sem hann er nýbúinn að jafna sig af ? Það væri fínt ef hann fengi að spila eitthvað.

  Þetta eru þeir leikmenn sem ég myndi helst vilja sjá lánaða núna strax í janúar svo að þeir geti komið sterkari inn á næsta tímabili þannig að þeir geti styrkt hópinn og þá er hægt að eyða peningnum í færri en góða leikmenn.

 23. nei veistu mér finnst það frábært Daníel. Meina það nú ekki þannig en eins og staðan er í dag erum við með þunnan hóp sem heldur áfram að þynnast. Það er bara ekki eitthvað sem við meigum við. Tottenham,city,chelsea erfitt program erfiður mánuður. datt svona meira í hug hvort við ættum ekki rétt á að kalla hann tilbaka finnst okkur bara ekkert veita af því að breikka hópinn frekar . svo við náum nú allavega að fylla upp í skýrslu og eiga jafnvel eitthvað spennandi val á bekknum eða baara beint í liðið. Tek hann nú framyfir Aspas:)

 24. Ég spái því að það verði spilað með þrjá miðverði á sunnudaginn og Agger komi inn!

Kop.is Podcast #48

Tottenham Hotspur á sunnudag