Kop.is Podcast #48

Hér er þáttur númer fjörutíu og átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 48. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Maggi, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Hull, Norwich og West Ham, spáðum í spilin fyrir jólatörnina og skoðuðum gengi Arsenal, Man Utd og fleiri liða í kringum okkur í töflunni.

34 Comments

  1. Sælir ég verð að játa á mig stóra fánamálið 🙂 Sé að menn fylltust gríðarlegu þjóðarstolti á laugardaginn 😉

    Vorum annars að koma af tveggja leikja fótboltaveislu, Norwich og Westhamleiknum, þvílíkar veislur 🙂

    Og svo er bara að vona að Suarez og félagar gefi mér eitthvað fallegt í þrítugsafmælisgjöf á sunnudaginn næsta 🙂

  2. Mín skoðun á því sem er í gangi hjá United þá finnst mér vanmetið að Rafael er búinn að vera meiddur allan tímann. Hann var eins og hann væri með njálg þarna hægra megin og ég myndi taka hann fram yfir Glen hjá okkur í slíku formi. Í staðinn eru þeir að spila einhverjum kubbum Jones og Smalling. Fullt af svona litlum hlutum sem mynduðu grunninn að velgengni Ferguson að mínu mati. Miðjan hjá þeim er búin að sökka í nokkur ár, hann var með giggs og scholes hjá sér í fyrra þegar þeir unnu?? Kantmennirnir hjá þeim eru ekkert spes Valencia, Young o.fl. voru líka að ströggla hjá Ferguson en hann gat kreist nokkra leiki á fullu gasi hjá þeim við og við með
    róteringum og hárþurrkum.

    En auðvitað er bara gaman að sjá hvað allt mojo hjá þeim er farið. Um leið og þeir hætta að spila á fullu gasi þá eru þeir lítið betri heldur en við. Hugsanlega verri?

  3. Það köttaðist á podcastið hjá mér um leið og Pulis var nefndur.
    Reif SSteinn allt úr sambandi?
    Væri skiljanlegt eftir alla umræðuna um Hull leikinn, Woy og scums.
    Að bæta Pulis við fyllir mælinn.

    En takk fyrir mig, alltaf flottir.

    Desember verður erfiðari en ég hélt vegna meiðslanna, nú þarf eitthvað sérstakt framlag frá backup mönnum.

    YNWA

  4. Láki – það kemur 2-3 sekúndna þögn á þeim tímapunkti. Vonandi datt þátturinn inn aftur. Ég var að tvítékka og hann er allur inni eins og á að vera. Ég sé ekkert að skránni.

  5. Líklega klaufaskapur í mér að castið þagnaði alveg eftir setninguna “að Pulis er kominn með job” en djöfull fannst mér það samt við hæfi 🙂
    Takk aftur.

  6. Er ekki bara kominn tími að prufa Agger í dm ?

    GJ-Skrtel-Sakho-Flanno/Cissokh.

    Lucas-Agger-Allen

    Sterling-Coutinho

    Suarez ?

  7. hvernig nenniði alltaf að spá svona mikið í united haha,, united menn spjalla ekki svona mikið um okkur

  8. Það væri eitthvað að prófa Agger í DM .
    Ætli hann geti hlaupið heilan leik?

    Ef Hendo er meiddur þá myndi ég vilja sjá Ibe fá sjénsinn á kostnað Alberto.
    Mér finnst Alberto vera skokkari eins og Moses hefur reynst (skilum honum í jan. )

    Ibe gæti komið inn og andskotast.

    YNWA

  9. Finnst miðja með Agger, Allen og Lucas langt frá því að vera spennandi. Þá sérstaklega sóknarlega séð og ég held að þeirri miðju yrði kaffært gegn Spurs, City og Chelsea.

    Óþolandi að lenda í þessum meiðslapakka á þessum tímapunkti. Maður verður að vona Alberto stigi upp og sýni afhverju hann var keyptur til félagsins. Hann er orðinn 21 árs og á að vera e-ð meira en efnilegur.

  10. Hvar sjá menn að hendo sé slasaður, ef það er enginn annar linkur heldur en Metro er þá eitthvað til í þessu? Skv. Metro erum við að fá Hulk, Alonso og Benzema í janúar og hugsanlega er Roberto Carlos að taka fram skóna aftur til að spila með okkur.

  11. Hvar sjá menn að hendo sé slasaður, ef það er enginn annar linkur heldur en Metro er þá eitthvað til í þessu? Skv. Metro erum við að fá Hulk, Alonso og Benzema í janúar og hugsanlega er Roberto Carlos að taka fram skóna aftur til að spila með okkur.

    James Pearce, blaðamaður á Echo, sagði þetta vera “bruised ankle” og að klúbburinn væri vongóður um að hann næði leiknum gegn Spurs.

  12. Þessi meiðsli eru náttúrulega alveg óþolandi á þessum tímapunkti. Leiðinlegt að vera ekki með breidd til að tækla þau almennilega. Þetta er hinsvegar tækifæri fyrir menn til að sanna sig og vonandi notfæra þeir sér það. Algjörlega kominn tími á það!

  13. Takk fyrir hressandi podcast, umræðan um WOY og enska landsliðið var tvímælalaust hápunkturinn.

    Það er svo sem náttúrulögmál að menn meiðast annað slagið í þessu sporti.

    Aðalmálið er hins vegar að þeir sem byrja hverju sinni séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn og klúbbinn. Flanagan er frábært dæmi um þetta, ekki sá flínkasti en hugarfarið er frábært þessum Scouser.

    Draumurinn væri að ná topp fjögur og að manhú væri fyrir neðan. Hversu yndislegt yrði það!?!

  14. Takk fyrir frábært Podcast. Mitt álit er það að sumir ykkar (hóst Maggi) vanmeti mjög mikið vörnina hjá Arsenal. Mitt álit er að miðvarðaparið hjá þeim er örugglega með tveimur af vanmetnustu knattspyrnumönnum úrvalsdeildarinnar. Ég er aftur alveg sammála því að hafa lítið umburðarlyndi fyrir áhugaleysi eins og við höfum séð hjá Moses í síðustu leikjum. Auðvitað vona ég eins og þið að hann fari að spila af eðlilegri getu EN ég hef afskaplega litla þolinmæði fyrir svona stælum.

  15. Ég er að reyna að sofna út frá podcastinu (held svo áfram þar sem frá var horfið annað kvöld) en svo rífist þið bara um Roy Hodgson og haldið fyrir mér vöku! ;(

  16. Skil ekkert í þér, ég steinsofnaði þegar þetta röfl um Hodgson og enska landsliðið átti sér stað.

  17. Takk kærlega fyrir Podcastið.

    Alveg sammála ykkur um Moses. Það á að senda hann heim með fyrstu flugvél til London. Eru við fastir með hann út tímabilið? Tel miklu betra að koma mínútum í Sterling/Alberto en að hafa Moses með hangandi haus að missa boltann.

    Janúarglugginn hlýtur svo að koma með alvöru DM, finnst enn skrýtið að engar fréttir væru um slíkan leikmann í sumar. Var ekki M’vila í heimsókn hjá Sakho um daginn. Hlakka ekki til City leiksins þegar Yaya mætir og klárar okkur.

    9 stig í sarpinn á nýársdag, M’vila og Pastore ( í gömlu treyju Moses) í stúkunni með ilvolgan samning. Þá getur maður farið að setja upp SKY diskinn fyrir meistaradeildina

  18. Suarez fékk annað markið skráð á sig á móti West Ham. Það hlaut að vera, fannst alltaf fáránlegt að þetta væri sjálfsmark. Drengurinn því kominn með 15 mörk í deildinni !!

  19. Takk fyrir podkastið drengir, takk takk takk takk.

    Hendó er alltaf að fara spila leikinn á sunnudaginn gegn Spurs og Gerrard er að ég held eini nýji meiðslapésinn okkar, hlaut að koma að því svosem … er algjörlega sammála ykkur um að það þurfi að rótera, sérstaklega þegar það eru 3 leikir á 7 dögum !

    Varðandi lánsmannaumræðuna held ég að það sé mun betra að láta kjúklingana snerta boltann í aðalliðinu heldur en að halda uppi Cissoko og Moses, eins og þeir hafa komið út. Ég er eigilega bara feiginn að þeir voru ekki keyptir ! Flannó hefur komið vel á óvart og það hefur greinilega verið tekið til dálítið í hausnum hjá honum, gaman að sjá svona gaura koma til. Líka Sterling. Og gaurinn var að halda upp á 19 ára afmælið hans bara í gær eða fyrradag !

    En sjáum til hvað desember leikirnir gera fyrir okkur, liðið þarf styrkingu fyrir næsta skref upp á við, leikirnir á móti Arsenal og Newcastle sýndu okkur það klárlega.

  20. Er möguleiki að kalla Suzo til baka í Janúar, vita menn það? Hann er búinn að standa sig vel það sem ég hef séð af honum í vetur!

  21. veit ekki hvort var búið að posta þessu.. en mér finnst þetta áhugavert. Er ekki mikill aðdáandi Joe Allen, en hann gæti svo sem orðið afgerandi leikmaður fyrir okkur .. ALDREI AÐ VITA.

    http://www.thisisanfield.com/2013/12/myth-joe-allens-passing/

    Nema það að hann virðist ekki vera mikið fyrir að lyfta boltanum og reyna að smella tuðrunni á pönnuna á mönnum, ætti kanski meira heima í Barcelona, ætli hann sé mikið í innanhúsfótbolta, gefur alltaf beint í lappir. Kannski ósanngjörn gagnrýni sem hann hefur fengið, en það er ekki hægt að neita því að hann er svolítið einhæfur spilari.

    sjá youtube myndband neðst þarna á síðunni sem ég linka á .. EKKI EIN SENDING ÞAR SEM BOLTINN LYFTIST FRÁ GRASINU.

    pæling.

  22. Er Hendo meiddur eða ekki ?
    Ég finn ekkert um þetta. Ef hann verður frá þá vil ég sjá Johnson taka hans stöðu hægra megin og setja Flanagan í hægri bakvörðinn.

  23. Hef ekki náð að klára en að venju er þetta skemmtilegt podcast.

    Mig langar aðeins að koma með smá pælingar um Moses þar sem hann er nefndur hér að ofan og ég ætla að giska á að þið ræðið hann í þættinum. Hann hefur ekki fest sig í sessi hjá Liverpool og eru margir sem telja hann eiga ekkert erindi í hópinn vegna þess að hann er bara lélegur eða að hann ræni mínútum frá öðrum.

    Ég var spenntur fyrir því þegar Moses kom. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að hann yrði enginn ‘world beater’ en þetta er ungur strákur með mikla reynslu úr Úrvalsdeildinni, spilar margar stöður og hefur eiginleika sem gætu vel nýst liðinu s.s. hraða, kraft og ógn af kantinum. Að fá þannig mann á láni þótti fyrirfram mjög fínt og vildi ég alveg hafa séð hann keyptann í lok sumars þegar hann kom.

    Moses byrjaði með látum og skoraði að mig minnir í frumraun sinni gegn Swansea og var mjög ógnandi. Eftir það róaðist svolítið í honum og hann var færður í holuna fyrir aftan Sturridge sem dróg svolítið úr hans leik og hann náði aldrei í raun að láta til sín taka. Hann fór aftur á kantin á móti Hull og byrjaði þá inn á í fyrsta skiptið í einhvern tíma og var, líkt og allir aðrir leikmenn liðsins, lélegir. Tapið var alls ekki honum að kenna frekar en öðrum og nú finnst mér að menn vilji bara rifta samningnum hans einn, tveir og bingó og gleyma að hann hafi nokkurn tíman komið nálægt liðinu.

    Moses að mínu mati á mikið inni og hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar hjá Liverpool en hann er á lánssamningi svo það er í raun ekki eins og við töpum mikið á honum þó hann standi sig ekki nægilega vel. Í dag er hann betri og gáfulegri kostur á bekkinn en Jordon Ibe og Suso sem menn vilja gjarnan hafa séð í hópnum á kostnað hans. Ibe er á leiðinni í lán til að fá vonandi fleiri mikilvægar mínútur í alvöru leikjum og það er Suso einmitt að gera. Hann hagnast meira af því að fá alvöru mínútur með Almeria en þessar nokkrar mínútur sem Moses fær hjá Liverpool. Á næstu leiktíð þá kemur vonandi þroskaðri og betri Suso aftur til Liverpool og verður betur í stakk búinn til að takast á við samkeppnina þar, Moses var því aðeins stop gap fyrir hann.

    Moses talaði stórt um daginn þegar hann hélt því fram að ef hann byrji flest alla leiki mun hann skora tuttugu mörk fær svo sénsinn gegn Hull en virkaði mjög kraftlítill og virtist ekki hafa áhuga á að fylgja þessum orðum sínum eftir.

    Ein kenning sem ég hef varðandi Moses og hans stöðu er sú að hann er bara á láni hjá Liverpool og framtíð hans er í algjöru limbo-i. Hann kemst ekki nálægt byrjunarliði Chelsea og var þess vegna lánaður, hann mun líklega ekki eiga framtíð þar. Hann fær séns hjá Liverpool yfir leiktíðina til að sýna sig og sanna. Hann horfir til Sturridge og Coutinho sem voru í ekki ósvipaðri stöðu og hann er í hjá sínum liðum áður en þeir komu til Liverpool og sér að tími þeirra hjá liðinu, traust stjórans og stuðningur áhorfenda virðist gera þeim kleift að færa leik sinn á annað plan og gefur þeim vettvang til að springa út. Þarna gæti hann viljað vera til langs tíma en ekki fara í eitthvað neðri eða miðhlutalið. Hann er núna að spila upp á framtíð sína sem engin veit hvernig verður. Fer hann til Chelsea? Verður hann áfram hjá Liverpool? Fer hann annað og hvert þá?

    Ég er með þá kenningu að hann sé bara að reyna of mikið að sýna sig og sanna. Hann vill ólmur fá að setjast að hjá einu liði og þetta er gluggi fyrir hann til að heilla, hann vill því vekja athygli á sér en að mínu mati er hann líklegur til að reyna um of að heilla í stað þess að bara gera sitt besta þá vill hann gera mun meira en það. Ef hann hefði fengið 3-4 ára samning hjá Liverpool þá er ég viss um að hann yrði rólegri og þörf hans á að gera eitthvað statement með leik sínum ekki eins mikilvægt.

    Vonandi nær hann að finna sig hjá Liverpool og kick-a inn það sem eftir líður tímabils og vonandi festa sig í sessi hjá Liverpool eða öðru liði á næstu leiktíð.

  24. Ég er með þá kenningu að hann sé bara að reyna of mikið að sýna sig og sanna. Hann vill ólmur fá að setjast að hjá einu liði og þetta er gluggi fyrir hann til að heilla, hann vill því vekja athygli á sér en að mínu mati er hann líklegur til að reyna um of að heilla í stað þess að bara gera sitt besta þá vill hann gera mun meira en það. Ef hann hefði fengið 3-4 ára samning hjá Liverpool þá er ég viss um að hann yrði rólegri og þörf hans á að gera eitthvað statement með leik sínum ekki eins mikilvægt.

    Ekki alveg að ná þessu hjá þér Óli, finnst þér hann virkilega vera að reyna of mikið? Mér finnst hann akkúrat vera í þeirri gryfju að reyna alls ekki neitt, bara áhugalaus með öllu og sérstaklega í síðustu 2 leikjum sem hann hefur spilað. Myndi alveg hafa smá skilning ef staðan væri eins og þú lýsir í þessu sem ég quote-a í hér að ofan, en í mínum huga er hann mjög fjarri þessari skilgreiningu. Ef hann yrði mikið rólegri, þá væri hann hrjótandi á vellinum.

  25. Ekki þannig að hann leggji hausinn niður og gefi auka 10% við þessi 100% sem hann annars gæfi. Ég var meira að tala um svona í hausnum á sér, þá er bara of mikið í gangi hjá honum og hann ákveður að hann þurfi að reyna meira og verði þar af leiðandi meira of mikið í gangi í hausnum á honum sem truflar hann.

    Honum finnist hann þurfa að skila af sér einhverjum frammistöðum eins og Suarez, Sturridge og félagar eru að gera. Það gengur ekki og þá ruglast í honum og hann fer að reyna heimskulega hluti. Sumir ná að skila þessari pressu í ákveðna ákefð sem skilar sér í flottari frammistöðum en aðrir geta haftrað sjálfum sér með henni. Ég gæti vel trúað að hann sé að glíma við seinni skilgreininguna. Mér finnst líkamstjáning hans ekki ósvipuð því sem mér finnst Sturridge oft sýna þegar hann er ekki mikið inn í leikjum og er ekki að skora, þá virkar hann oft áhugalaus, skýtur illa o.s.frv. því þá reynir hann of mikið í hausnum sem skilar sér ekki í líkama hans.

    Hann vill gera vel, hann reynir að gera vel en þegar illa gengur þá brestur eitthvað inn í honum og hann stenst illa mótlætið. Það er jú líklega mikil pressa á að hann noti þennan tíma til að tryggja framtíð sína einhvers staðar og staða hans er líklega ekki traust neins staðar eins og er.

  26. Veistu það Óli að ég hef eiginlega ekki Ögmund um hvað þú varst að segja hér að ofan 🙂

    Engu að síður, þá finnst mér það ansi hæpin og skrítin leið að sýna ákafa og að reyna of mikið, með því að nánast sofna á vellinum og hafa lítinn sem engan áhuga á að elta bolta eða hreyfa sig.

  27. Haha, þetta er kannski svo sem eitthvað sem maður getur ekki útskýrt nema vita hvernig tilfinning þetta er sem ég er að meina. Allavega í stuttu máli þá held ég að hausinn á honum sé ekki alveg rétt skrúfaður á og það þarf hann að laga til að geta þjónað liðinu einhverjum tilgangi.

Oldham eða Mansfield í bikarnum

Róleg vika – opinn þráður