Oldham eða Mansfield í bikarnum

Í dag var dregið í FA bikarnum árið 2014.

Við fáum pottþétt deja-vu leik þar sem við munum mæta sigurvegaranum úr replay leik Mansfield og Oldham.

Við getum þó huggað okkur við að nú er leikurinn á Anfield og við ættum því að geta lofað okkur því að við séum að fá nokkuð góðan drátt í þessa umferð.

39 Comments

 1. Nokkrar forvitnilegar úrvalsdeildarviðureignir, m.a Arsenal – Tottenham og man.utd – Swansea. Fínt til að auka enn á leikjaálag hjá þessum liðum.

 2. Finnst þetta samt orðið soldið skrítið… Ef við fáum Oldham þá er þetta þriðja árið í röð sem við fáum þá í FA bikarnum annars á Liverpool náttúrulega að klára þennan leik. Fengum líka Mansfield í fyrra.

 3. Næsta umferð:
  City vinnur Arsenal
  Liverpool vinnur Tottenham

  Þar næsta umferð.
  Chelsea vinnur Arsenal
  Liverpool vinnur Cardiff.

  Niðurstaða:
  Liverpool á toppnum.
  Ekkert Jinx í þessu. Skrifað í skýin.

  Mórallinn í sögunni … næstu tveir leikir eru gífurlega mikilvægir til að taka sér stöðu fyrir næstu tvo þar á eftir.

  YNWA

 4. Matt Smith. Hér er smá frá BBC um hann:

  Matt Smith had given up on professional football after being released by Cheltenham aged 18 and went on to gain a degree in International Management with American Studies from the University of Manchester.
  While studying he played for the likes of Redditch United, Droylsden and Solihull Moors – where he was spotted by Oldham.

  Versti leikur Liverpool undir stjórn Rodgers og ekki tilviljun að Robinson, Coates og Skrtel voru allir settir í frost eftir þennan leik.

 5. Mér er alveg hætt að lítast á þetta Everton lið. Martinez að gera frábæra hluti með þetta lið.

  Held að þeir séu búnir að tapa einum leik í vetur og það var ManC úti.
  Unnu Chelsea, unnu ManU á Old T, jafntefli á Emirates og jafntefli við Tottenham. Algjörlega frábær árangur hjá þeim og ég held að þeir eigi eftir að veita okkur harðari samkeppni en Tottenham og ManU í vetur.

 6. Everton eru hrikalega efnilegir, enda komnir með alvöru stjóra, æðislegt tímabil só far 🙂

 7. þeir eru samt með marga sterka leikmenn að láni og þurfa að skila aftur
  ekki geta þeir verslað alla þessa leikmenn eitthvað kosta þeir………….

 8. Ég get nú ekki alveg tekið undir að Everton séu efnilegir flestir lykilleikmenn um þrítugt eða eldri en þeir mega eiga það að þeir eru búnir að vera góðir það sem af er.

  Það er erfitt að segja á hve sterkum grunni þessi árangur Everton er byggður. Lánsleikmenn spila stórt hlutverk í liðinu og eiga stóran þátt í velgengni liðsins. Hvað gerist þegar þeir snúa til baka?

  Þá eru þeir ekki með mikla breidd í sínum leikmannahóp, eitthvað segir mér að þeir eigi eftir að fara tapa leikjum þegar álagið fer að aukast og ef þeir lenda í meiðslavandræðum.

  Það má líka velta því fyrir sér hvort að þessi leikmannahópur sem Everton er með sé ekki akkúrat núna á sínu blómaskeiði. Margir leikmenn á besta aldri, búnir að vera lengi hjá félaginu og eftir 1-2 ár þá verði komið að enduruppbyggingar tímabili.

  Í ljósi fjárhagslegrar stöðu Everton og þeirrar aðstöðu sem liðið býr yfir þá er ég ekkert svo viss um að Everton liðið hafi burði til þess að ná lengra en þeir hafa verið að gera þ.e. 5-7. sæti. Alþjóðlega er vörumerkið lítið þekkt og klúbburinn hefur verið til sölu í mörg ár. Eini möguleikinn fyrir þennan klúbb til þess að komast á næsta level er að það komi nýr fjársterkur aðili að klúbbnum.

  Everton má þó eiga það að þeir hafa verið að koma með efnilega leikmenn uppúr unglingastarfinu sínu. Vandamálið fyrir Everton er hins vegar að þeir geta ekki keppt við stærri félög til þess að halda þeim hjá félaginu.

  Enska tímabilið er langt og margt á eftir að gerast. Everton er að spila vel núna með sjálfstraustið í hæstu hæðum en það getur breyst snögglega. Ekki gleyma því að ef liðið tapar næsta leik þá gæti það verið komið í 7. sæti, þrátt fyrir að menn halda vart vatni yfir spilamennsku þess.

 9. Fínasti dráttur og nú er bara tryggja sig áfram í þessari flottu keppni!
  Eins verður gott að losna við annað hvort spurs eða arsenal strax sem og manjú á móti swansea 🙂

  Slæmar fréttir varðandi Steven Gerrard, einmitt í þessum erfiða mánuði! Ég skrifa þessi meiðsli doldið á BR og WOY enda fær hann nánast enga hvíld, alveg sama hvernig staðan er og á móti hvaða liðum.

  Það er algjörlega geggjað að sjá stöðuna í deildinni núna, sérstaklega þegar maður horfir á liðið sem situr fast í 9. sætinu og er ekkert að fara mikið hærra á næstunni.

  everton eru spútnik-liðið núna en það mun klárlega koðna þegar fram líða stundir. Þetta lítur engu að síður ákaflega illa út fyrir david moyes, þessi staða þ.e.a.s. En að mínu mati er hann klárlega rétti maðurinn fyrir manjú, tíhíhíhí…

 10. einare

  Ég geri mér grein fyrir aldri liðsins og lánsmönnum og þetta form er kannski ekki til langframa hjá Everton. En hitt er samt staðreynd að ef maður lítur eingöngu til þessa tímabils þá líta þeir virkilega vel út. Svo megum við heldur ekki gleyma því að þeir eru búnir að enda fyrir ofan okkur síðustu tvö árin, þrátt fyrir mun minni fjármuni og minna spennandi klúbb á alþjóða vísu.

  Þetta er ekki gott.

 11. Ágætt að liðið fyrir næsta leik velur sig sjálft…

  Coutinho Suarez Sterling
  Allen Lucas Henderson
  Flanagan Sakho Skrtel Johnson
  Mignolet

  Moses, Aspas, Alberto, Kelly, Agger, Toure, Jones á bekkinn.

 12. Hér er talað um Everton líkt og um Ipswich tímabilið hérna í den. Má ég bara minna ykkur á síðustu tvö tímabil.

 13. Ánægður að sjá að Everton varðhundurinn er vökull og vakandi hér inni 🙂

 14. Sælir félagar

  Ég er sammála því að liðið velur sig sjálft í næsta leik. Það er einfaldlega það lið sem spilaði þega fyrirliðinn þurfti að fara útaf. Þó má ef til vill ræða hvort Aspas kemur í stað Sterling en strákurinn var býsna góður í síðasta leik og ef til vill ekki ástæða til að ræða það neitt frekar.

  Hvað makkarann varðar þá er skammtímaminnið hans aðall og það gerir honum lífið léttbærara.

  Það er nú þannig

  YNWA

 15. Við skulum nú ekkert vera að gera lítið úr Everton. Lið sem að fer á Old Trafford og Emirates og spila bara til sigurs eru alltaf líkleg til árángurs. Ná í 4 stig að 6 mögulegum. Svo eru þeir víst búnir að enda fyrir ofan okkur síðustu 2 tímabil eins og Makkarinn bendir réttilega á. Þeir spila líka stórskemmtilega fótbolta og eru að verða virkilega flott lið. Martinez lýtur út fyrir að vita nákvæmlega hvað hann er að gera. Sumarglugginn hans sýnir það greinilega.

  Svo þetta með lánsmennina, Barry er víst samninglaus eftir tímabilið og hann langar víst að skrifa undir samning við Everton.
  Delafeau er líka líklegur til að gera annan lánssamning við Everton samkvæmt Martinez en svo er það Lukaku, tröllið sjálft.
  Held að allir sjái það að hann verður ekki lengur í Everton eftir þetta tímabil, nema kanski einhverjir veruleikafirrtir Everton aðdáendur á íslandi sem halda að Chelsea selji þeim hann eftir tímabilið!

  En nóg með þessa lofræðu á Everton. Megi þeim ganga illa á móti öllum liðum nema United 😉

 16. Svavar

  Við kunnum ekkert að stream-a svonalöguðu og hvað þá í gegnum sopcast.

  En það verður hinsvegar podcast í kvöld 🙂

  Talandi um Everton þá hef ég nú full lítið orðið var við að menn séu að gera lítið úr því liði í vetur, algjörlega þvert á móti ef eitthvað er.

 17. Babu: hvers vegna ekki að nota Google Hangouts on Air? Alveg svakalega einfalt, þá er þessu útvarpað beint (eða svo gott sem beint) á YouTube.

 18. Þetta kemur inn ca. 5 mínútum eftir að þátturinn er tekinn upp og hægt að laga til ef eitthvað klikkar í upptöku eða SSteinn segir eitthvað sérlega heimskulegt sem þarf að klippa út. Það er varla svo mikið stress á þessu.

  En Daníel, varstu með fána á leiknum? (eða var einhver hér með fánann?)

 19. Liverpool liðið hefur verið að ná að halda vel á spilunum þrátt fyrir meiðsli og bönn.
  Suarez ekki með í fyrstu 5 leikjunum(+ einn deildarbikarleikur), Glen Johnson meiðis, Jose Enrique meiðist, Joe Allen meiðist, Coutinho meiðist, Sturridge meiðist og núna Gerrard.

  Þetta eru allt leikmenn(fyrir utan Allen) sem ganga nánast inní byrjunarliðið ef þeir eru heilir.

  Það er farið að hægjast á Gerrard en hann hefur enþá gríðarleg áhrif á framistöðu liðsins. Hann er leiðtogi og fyrirliðiliðsins sem allir líta upp til.

  Það verður fróðlegt að sjá hverning við munum spila gegn sterku liði Tottenham í næstu umferð án hans og verða Lucas, Allen og Henderson eða Coutinho að vinna miðjuna.

  Flannagan hefur staðið sig vel í vinstribakkverði en hann er samt ekki lausninn á vinstri bakkverða stöðuni hjá okkur.

  Næsti tveir leikir eru mikilvægir fyrir okkur og væri ég sáttur með jafntefli á útivelli gegn Tottenham og svo ekkert annað en 3 stig gegn Cardiff heima.

  Chelsea og Man City úti eru gríðarlega erfiðir leikir(og ég tala nú ekki um án Sturridge og Gerrard) og þurfum við að eiga toppleiki til þess að fá eitthvað út úr þeim.

  En 1.janúar þá erum við búnir að spila á móti Chelsea, Man city, Arsenal, Tottenham og Everton á útivelli og vona ég að Liverpool kaupir 1-2 gæða leikmenn til þess að hjálpa okkur að ná 4.sætinu.

 20. Hver tekur nú við sem fyrirliði ef Agger kemst ekki í liðið. Er það Lucas ? Og ef hann er ekki með, væri ekki bara ráð að láta Suarez fá bandið.

 21. Þar sem þetta hefur nú eiginlega leyst upp í opinn þráð er rétt að kommenta á nokkra hluti.

  – Mér finnst að við ættum að stefna að sigri í FA Cup. Notum lærdóminn frá síðasta tímabili og teflum fram nógu sterkum liðum til að klára þessa keppni. Auðvitað skiptir máli að lenda ekki á móti sterkum liðum á útivelli en bara leggjum áherslu á þetta. Það er frábært að vinna úrslitaleik á Wembley og það mun skipta máli fyrir þetta unga lið.

  – Everton, já því miður eru þeir að spila fantavel. Þeir geta líka signað þessa lánsmenn að einhverju leyti þótt þeir fái varla að halda Lukaku. Barry og Deulefeu hafa kannski vakið hvað mesta athygli hjá þeim ásamt Barkley en mér finnst líka vörnin og kannski sérstaklega Coleman vera að spila vel. Og Howard í markinu. Kjarninn í liðinu eru auðvitað menn á samningi hjá klúbbnum.

  – Cissokho. Er Rodgers búinn að afskrifa hann? Hver veit eitthvað um það mál? Hann er að spila með u-21 liðinu í dag.

  – Valdimar: Glen Johnson tók við bandinu í síðasta leik.

 22. Nú berast einhverjar fréttir af því að Henderson sé meiddur líka. “When it rains, it pours”.

  Þá eru Gerrard, Enrique, Sturridge og Henderson frá, allt byrjunarliðsmenn, því miður erum við ekki með breidd í hópnum til þess að geta þolað meiðsl 4 leikmanna úr aðalliðinu. Viði erum kannski með breidd, en ekki mikil gæði.

  Gerrard frá í 4-6 vikur, Sturridge 6-8 vikur Enrique 10-12 vikur. Góða við þetta er að leikmannagluggin fer að opnast.

 23. >> eða SSteinn segir eitthvað sérlega heimskulegt sem þarf að klippa út.

  Það fór nú út Podcast með gullkorninu “þetta er svona leikur þar sem það lið sem skorar fleiri mörk vinnur”, svo ég sé ekki alveg þörfina á að klippa…

  Auðvitað hafið þið þetta eins og þið viljið. Þetta er jú ykkar bloggsíða. Það að prófa að senda út beint gæti hins vegar verið áhugaverð tilraun, það gæti gefið séns á að menn kommenti á spjallið live, og þið gætuð rætt hluti sem væri verið að spyrja um í beinni.

  >> En Daníel, varstu með fána á leiknum?

  Nei ég klikkaði gjörsamlega á því. Var reyndar í efri hlutanum á Centenary stúkunni, og var tæpast nokkurntímann í mynd. Verð að muna þetta næst.

 24. Nákvæmlega hvað var rangt við þessa setningu hjá KAR? Þetta var líka nákvæmlega þannig leikur 🙂

  En ég spurði um fánann þar sem Íslenski fáninn kom augljóslega í mynd í leiknum.

 25. Sælir félagar

  Það er fjarri mér að gera lítið úr Everton sem er að spila frábæran bolta nú um stundir. Mér hefur aldrei verið illa við hitt liðið í Liverpool og hefi alltaf óskað þeim alls hins besta svo framarlega sem þeir vinna ekki stóra bróður og enda neðan við hann í deildinni.

  Það sem ég á við með skammtíma minni Makkarans er að þó Everton hafi endað fyrir ofan okkur í tvö sl. ár þá er sagan ekki sú til lengri tíma litið. Þar má bæði skoða söguna í deild, bikar og meistaradeildinni.

  Það er nú þannig

  YNWA

 26. Væri gaman að sjá hvað Everton mönnum og öðrum einkennilegum stuðningsmönnum annarra liða finnst um leikmenn Liverpool:
  Mín skoðun:

  Mignolet – Myndi ekki skipta á honum og neinum
  Jones – skulum bara vona að Mignolet meiðist ekki

  G.Johnson – frábær leikmaður, svolítið meiðslagjarn samt fyrir minn smekk
  Kelly – ekkert orðið úr honum
  Toure – góður backup og góður reynslubolti
  Skrtel – nokkuð solid leikmaður ekki í heimsklassa samt
  Agger – sagður í heimsklassa en er það samt ekki
  Sakho – vonandi verður þetta næsti hyypia…kominn tími til
  Enrique – ekki nærri eins slæmur eins og sumir halda
  Flanagan – squadplayer

  Henderson – ekki besti leikmaður í heimi en nothæfur
  Allen – held enn að hann verði nokkuð mikilvægur
  Gerrard – orðinn að deadball specialista, fínt að vera frábær í einhverju
  Alberto – á enn nokkuð langt í land
  Lucas – hr. traustur er góður en ekki eins góður og hann var

  Coutinho – ótrúlega góður
  Aspas – ekkert sýnt
  Sturridge – komið þokkalega á óvart og verið mjög góður
  Suarez – í algjörum heimsklassa sérflokki og besti maður liðsins
  Sterling – efnilegur en verður hann einhvern tímann góður

  Brendan – hefur staðið sig vel en pressan er samt alltaf mikil á stjórum sem hafa ekki afrekað neitt.

 27. Menn eru doldið duglegir að væla og skæla hér sem annars staðar og finna liðinu allt til foráttu.

  Ef einhver snillingurinn hefði sagt við mig þann 17.ágúst, rétt fyrir fyrsta leik við Stoke… “Jæja ég spái því að við verðum í öðru sæti rétt fyrir jól og bara örfáum punktum á eftir efsta liði”
  … hefði ég sagt hinum sama að hann væri alltof bjartsýnn hálfv… og hefði minna en ekkert vit á enska boltanum.

  Verum jákvæðir, markmiðið er CL og erum nokkuð vel á trakki með það,,,, 7,9,13.

 28. Það verður fróðlegt að sjá liðið gegn Tottenham.
  Sturridge, Gerrard, Henderson og Enrique meiddur.
  Hver verður með Allen og Lucas á miðjuni? Lætur hann Albert? eða jafnvel Coutinho en þá þarf hann að skila varnahlutverki og vill maður hafa hann í frjálsuhlutverki eins og gegn Norwitch og West Ham.

 29. Fer þetta podcast ekki að koma?

  Ég er búinn að vera áskrifandi af þessari síðu í mörg ár og þetta gengur ekki

Liverpool 4 – West Ham 1

Kop.is Podcast #48