Liverpool 4 – West Ham 1

Okkar menn mættu stórvini okkar Sam Allardyce og West Ham á Anfield í dag og unnu góðan 4-1 sigur.

Rodgers stillti þessu upp svona í upphafi. Sakho kom inn fyrir veikan Aggeir og Joe Allen hélt sæti sínu í liðinu á kostnað Lucas Leiva.

Mignolet
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Gerrard – Allen – Henderson
Sterling – Suarez – Coutinho

Á bekknum: Jones, Cissokho, Toure, Lucas, Moses, Alberto, Aspas.

Liverpool var mun betra liðið nánast allan tímann. Við áttum yfir 30 skot og vorum með boltann yfir 65% af leiktímanum. Yfirburðirnir voru miklir. Það reyndist þó erfitt að skora fyrsta markið. Það kom þó með aðstoð West Ham manna nokkrum mínútum fyrir leikhlé. Suarez átti gott skot sem að Jääskeläinen varði, boltinn fór þaðan í Demel og í markið. Sjálfsmark og við 1-0 yfir í hálfeik.

Í byrjun þess seinni kom mark númer tvö þegar að Sakho skoraði með klofinu eftir sendingu frá Steven Gerrard. Hans fyrsta mark fyrir Liverpool, en hann og Skrtel voru á tíðum ótrúlega sókndjarfir.

Á þessum tímapunkti fannst mér bara spurning hvort við myndum vinna 4-0 eða 6-0 og við áttum fjölda tækifæra til að komast í 3-0. En á 66. mínútu kom sjálfsmark hjá Skrtel og á næstu mínútum voru West Ham sterkara liðið (eina skiptið í leiknum) og ég var orðinn verulega stressaður. En á 81. mínútu gerði Luis Suarez útum leikinn og svo 4 mínútum síðar skoraði hann fjórða markið okkar og tryggði okkur á endanum öruggan 4-1 sigur.


Maður leiksins: Fyrir utan korters kafla eftir mark West Ham, þá vorum við langtum betra liðið. Vörnin hafði lítið að gera og þeir Skrtel og Sakho voru meira áberandi upp við mark West Ham en okkar. En eins óþolandi og það nú er þá fengum við enn einu sinni á okkur klaufamark.

Miðjan var að mínu mati fín með þá Allen og Henderson mjög góða, en Gerrard var minna áberandi og fór af velli með eitthvað hnjask, sem er vonandi ekki alvarlegt.

Frammi voru þeir Coutinho, Sterling og Suarez svo virkilega góðir. Sterling (sem hefur farið all verulega í taugarnar á mér að undanförnu) var verulega góður og hefði með smá heppni geta skorað 2 mörk í dag. Coutinho var sífellt ógnandi og skapandi og Luis Suarez er einfaldlega óstöðvandi. Hann var samt smá hikandi í þessum leik og var næstum því einsog hann væri feiminn við að skora fleiri mörk, þangað til að við virkilega þurftum á honum að halda.

Joe Allen fær titilinn maður leiksins þótt að auðvitað geti maður valið Suarez og Henderson líka. Sterling fær svo sérstaklega mikið hrós líka.


Hin úrslitin eru heldur betur að detta með okkur í dag. Okkar maður Oussama Assaidi sá um að klára Chelsea fyrir Stoke, sem er frábært og svo gerðu Man City og Southampton jafntefli.

Sem þýðir að við erum komnir aftur uppí annað sæti með jafnmörg stig og Chelsea og einu meira en City – og fjórum á eftir Arsenal, sem spilar við Everton á morgun. Já, og svo töpuðu Manchester United líka í dag, en þau úrslit skipta okkur litlu máli þar sem Man U er um miðja deild.

Tapið gegn Hull var alveg ferlegt, en núna hafa okkar menn komið tilbaka með tveimur virkilega góðum sigrum á Anfield samtals 9-2, sem er frábært veganesti fyrir næsta leik, sem er eftir rúma viku á útivelli gegn Tottenham. Þar gefst okkar mönnum tækifæri til að stimpla sig inn sem alvöru lið í toppbaráttunni. Við erum einfaldlega að spila miklu, miklu betri fótbolta en Tottenham og það er vonandi að það haldi áfram um næstu helgi.

68 Comments

 1. Hahahaha… kostulegt að Assaidi hafi tryggt Stoke sigurinn gegn Chelsea!

  Þetta var tæpt á tímabili en hafðist… áfram svona!

 2. Frábær leikur hjá okkar mönnum í dag en náðu þó að gera þetta ofspennandi með því að gefa West ham mark. Vona svo að Gerrard nái sér fljót en hann virðist hafa fengið aftaní læri tognum.

  Mignolet 7 – varði einu sinni virkilega vel í fyrihálfleik en átti náðugan dag
  Flannagan 7 – solid leikur hjá stráknum, en átti í vandræðum með sendingar í byrjun
  Skrtel 8 – frábær leikur hjá honum, var að vinna öll einvíg og óheppinn með sjálfsmarkið.
  Sakho 8 – frábær leikur hjá kappanum og vona ég að Rodgers heldur áfram með þetta miðvarðapar
  Glen 7 – flottur sóknarleikur hjá honum og frábær sending á Suarez en eftir að West Ham skoraði þá fannst mér hann full sókndjarfur og vantaði hann nokkrum sinnum í varnarleikinn
  Joe Allen 8 – frábær leikur hjá stráknum og var hann að láta boltan ganga hratt og var að búa til færi fyrir samherjana sína.
  Gerrard 7 – flottur leikur hjá fyrirliðanum
  Coutinho 9 – alltaf að skapa eitthvað og var frábær í þessum leik
  Suarez 9 – virkilega flottur leikur
  Henderson 6 – á fullu allan leikinn en nær ekki að nýta færi né skapa mikið
  Sterling 7 – leit vel út þegar hann fékk pláss til að hlaupa í og var allt annað að sjá hann miða við síðustu leiki en hann þarf samt að fara að taka betri ákvarðanir með boltan(er 19 ára á morgun svo að við gefum honum tíma)

 3. Nú skil ég loksins kaupin á Assaidi 😀
  Frábær dagur, flottur sigur.

  Þrátt fyrir smá shaky stevens eftir að skrölti skoraði þá áttum við þvílíkt spell þar á undan og glæsilegan leik.

  YNWA

 4. Hvað meinaru Sigueina? Henderson 6? hann var fáránlega góður og þá sérstaklega eftir að gerrard fór útaf! það komst enginn framhjá þessum gaur!

 5. Ekki hægt að vera annað en sáttur, liðið spilaði fínt eftir að Gerrard fór af velli, vonandi er þetta ekkert alvarlegt hjá honum. Næst Spurs og Cardiff, síðan erfiðir tveir jólaleikir.
  Bring it on.

  Lífið er bjart 🙂

 6. Sammála Henderson varðandi Henderson. Vann óeigingjarnt starf á miðjunni og á stóran þátt í því að WH náðu varla að spila boltanum á milli sín allan leikinn…

  Undarlegt að gefa honum 6. Hann á alltaf góðan leik og klúðruð færi ættu varla að teljast til vansa í einkunnagjöf því hann er ekki inni á vellinum til þess að skora mörk. Hann er inni á vellinum til þess að Liverpool vinni leiki og það gerðu þeir í dag.

 7. Henderson var frábær í þessum leik. Allen kom sterkur inn en þarf að gæta sín að missa ekki boltann á krítískum stað. Suarez vafasamur lengst af – klúðraði ansi miklu eins og aðrir en bætti svo ráð sitt (var reyndar ljónheppinn í seinna markinu!).

  ótrúlega skemmtilegur leikur, stöðug sókn og greddan slík að það mátti halda að wh væri yfir – slíkur var atgangur okkar manna að marki þeirra.

 8. Frábær leikur. Algjörir yfirburðir, þá sérstaklega eftir hlé. Nú er bara að njóta dagsins. Erfiður leikur næst.

  Þetta var erfitt fyrir Skertl, óheppni. Hefði hann ekki reynt að ná í boltann var hann kominn í lapparnar á West Ham manni sem hefði átt auðvelt með að renna honum yfir línuna.

 9. Allt liðið mjög gott í dag. Var sérstaklega hrifinn af Allen og Couthino. Liverpool átti miðjuna í dag. Glen Johnson þarf samt að girða sig í brók, hann átti að gera betur í markinu. Hann stóð bara frosinn í staðinn fyrir að fylgja manninum.
  Til hamingju Liverpool og Brendan Rodgers, þetta er allt á réttri leið.

 10. Til þess að svara Henderson um Henderson.

  Mér finnst hann mjög duglegur og varðist vel en hann var að spila framarlega á vellinum í galopnum leik og maður er aldrei stressaður að hann sé að fara að skora eða gera mikið fyrir framan mark andstæðingana.
  Hann stóð sig vel þegar hann var sendur aftar á miðjuni þegar Gerrard fór af velli og Allen fyrir framn, þar náði hann að njóta sín en um leið og Allen fór framar þá virkaði skapandi og náði að búa til 2-3 mjög góð færi fyrir samherjana sína.
  Ég tel Henderson mikilvægan fyrir þetta lið en maður vill að hann fari að virka hættulegur inná vellinum þegar hann spilað framarlega á vellinum.

 11. Ég er orðinn svo góður vanur að skori Liverpool ekki að minnsta kosti 3 mörk í leik fer ég ósjálfrátt að hugsa um hversu illa gangi.

 12. Nauðsynlegt að fá podcast á mánudaginn eftir þessa leiki hvað er i gangi með okkur þessa dagana 11111
  við vinnum deildina strákar það er bara þannig…
  tökum svo meistaradeildina á næsta ári Jes

 13. Helstu vonbrigðin voru hversu ljót 3 mörk Suarez skoraði. Geri meiri kröfur.

  Annars hreint út sagt stórkostlegur leikur hjá liðinu.

 14. Sigueina það er ekki þá hægt að gefa honum 6 og hinum 8 þegar enginn af þeim sem voru frammi náðu í raun að “skora” fyrir utan suarez, Henderson var þarna að skapa fullt af færum og svona en í staðinn voru þeir á móti 8 mönnum í vörninni.

 15. 17 mörk í síðustu 4 heimaleikjum, Suárez með 15 mörk í 10 leikjum, MU að tapa tveimur í röð, Chelsea að tapa.

  Ég væri sáttur við 4 stig út úr komandi útileikjatörn.

  Lífið er gott! YNWA!

 16. Lucas !!! á ekki að koma nálagt þessu, leið og hann kemur inná gefur hann mark. Hann er alltof seinn á miðjunni þar sem menn mega ekki missa boltann. Seldur í jan ? jÁ

 17. Hreint út sagt magnaður leikur hjá Liverpool í dag og virkilega gaman að sjá liðið í svona ham, menn kölluðu eftir því eftir seinasta leik að aðrir myndu koma með mörk í þetta og það kom í fleirtölu frá honum own goal sem átti stórleik í dag með þrennu og fékk að hirða boltann.

  Úrslit dagsins gátu eiginlega ekki orðið betri fyrir okkur og við fáum að vera í 2 sæti í smá tíma allavega og virkilega flott að ná að halda þessu áfram og vera meðal þeirra efstu.

  Ég vona svo að þeir sem koma alltaf inn eftir tapleiki og segi að Rodgers sé ekki með þetta og hrósi kannski Rodgers og liðinu sem er á fínni siglingu þrátt fyrir einn og einn slæman leik, hversu margir hérna inni voru með þær væntingar fyrir mót að eftir 15 umferðir væru Liverpool í 2 sæti einungis rétt á eftir Arsenal.

  Glæsilegur leikur og ég ætla að opna mér nokkra jólabjóra og hafa skemmtilegt kvöld.
  Njótið bliksins.

 18. Mér fannst Sakho og litli brassinn áberandi bestir í þessum leik. Andstæðingarnir eru hreinlega hræddir við að mæta Sakho og sóttu miklu meira á Skrtel. Svo var Coutinho að opna vörnina hjá WH aftur og aftur.

 19. Í sambandi við Henderson þá finnst mér hann ekki nógu skapandi svona framanlega, td í fyrri hálleik þá skapaði hann allt of lótið, slæmt að við eigum ekki meira skapandi leikmann í þessa stöðu, fyrir mér er þetta einfalt Henderson er ekki nógu skapandi leikmaður fyrir þessa stöðu,,,,, en að vara aftar á vellinum þá gerir hann sitt og vel það, eftir að Gerrard fór af velli þá stóð hann vel fyrir sínu, td fannst mér Allan ógna meira og skapa meiri hættu, þess vegna hefði ég ekki gefið Henderson meira en 6 fyrir leikinn.
  Mér fynnst að Sakho eigi að vera fyrsti kostur hjá okkur,þegar hann venst betur enskaboltanum þá verður hann ALVÖRU…. Úrslit dagsins eru frábær fyrir okkur, YNWA

 20. Er bara drullu hamingjusamur og þetta er bara frábært, og ekki orð um það meir:-)

 21. Þetta var mjög fínn og sannfærandi sigur. Eina skiptið sem West Ham var nokkurn tíman inn í leiknum af einhverri alvöru var eftir að Skrtel bókstaflega gaf þeim mark – sem er orðið hrikalega pirrandi hve illa liðinu gengur að halda hreinu.

  Joe Allen fannst mér frábær á miðjunni og hægri vængurinn var virkilega öflugur með þá Johnson og Sterling í fararbroddi. Sterling er heldur betur að nýta þessi tækifæri sem hann hefur verið að fá og virðist vera að spila sig aftur inn í myndina hjá Brendan Rodgers, frábært hjá honum.

  Suarez. Je minn. Liverpool er einstaklega heppið að hafa svona frábæran leikmann í sínum röðum og vera ekki í Evrópukeppni. Það var frábært að liðið skuli hafa haldið honum í sumar og hann kemur bara sterkari til leiks en í fyrra – og var hann nú helvíti góður þá. Fréttir segja að Liverpool sé tilbúið að gera hann að launahæsta leikmanninum í sögu félagsins og fyrir mér er það ekki spurning, svona leikmenn finnast ekki á hverju strái og Liverpool á að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda honum.

  Annars frábær sigur og magnað að liðið sé búið að skora níu mörk í síðustu tveimur leikjum og það gefur vonandi byr undir báða vængi því það eru erfiðir leikir framundan hjá liðinu. Það er frábært að sjá Liverpool í 2.sæti deildarinnar og sterklega inn í myndinni sem Meistaradeildarlið á næsta ári og vonandi að þetta fína form liðsins muni halda áfram út leiktíðina.

 22. Gerrard meiddist aftan í læri og óvíst hve slæmt það er. Mér finnst það hrikalega slæm tíðindi og sérstaklega óþörf meiðsli. Af hverju er ekki minnkað álagið á hann til að halda honum sem ferskustum, það stefndi í að hann ætti að spila þriðju 90 mínúturnar á einni viku í dag sem ætti að vera svo rosalega óþarft, sérstaklega í ljósi þess að liðið átti svo rosalega þægilegan leik í miðri viku sem Rodgers hefði alveg getað skipt honum snemma út af í til að reyna að fyrirbyggja þetta.

  Vonandi að þetta sé ekki alvarlegt. Það yrði hrikalega slæmt að missa hann fyrir leikina gegn Tottenham, Chelsea og City.

 23. Sælir fellow poolarar.
  Til að byrja með þá er það gleðiefni að sjá hvernig þessi umferð spilast, manu tapar chelsea tapar og city tapar stigum! Algjörlega einstakt!!!
  En að leiknum í dag, vill byrja á því að hrósa sterling fyrir sinn leik hann átti að eiga amk eitt mark plús stoðsendingu en var því miður mjög óheppinn drengurinn. En virkilega gaman að sjá hann í þessum leik miðað við þann síðasta.
  Loksins var miðjan hjá okkur sterkari en hjá andstæðingunum í dag, sem hefur ekki verið tilfellið alltof oft á þessari leiktíð! Joe allen flottur þarna og gott að sjá að Lucas þurfi að vinna sig aftur inní liðið í staðinn fyrir að vera með áskrift.
  Sakho gríðarlega flottur í vörninni með skrölta, mér finnst þetta vera sterkasta varnarlínan sem við höfum uppá að bjóða. Þrátt fyrir leiðinda sjálfsmark frá skrölta þá var hann virkilega góður í dag.
  Með þessari uppstillingu held ég að BR komist næst því að spila þann bolta sem hann lofaði frá fyrsta degi sem hann kom, og held ég að það spili stórt inní að hafa Allen í miðjuni í stað Lucas enda er Allen töluvert hraðari og framsæknari en Lucas.
  Suarez þarf ekki að fjölyrða um, ekki gleyma því að maðurinn átti ekkert sérstakan dag en skoraði samt 1 og hálft mark í þessum leik!!! 😉

  En allavega góð helgi næstum yfirstaðinn, tottararnir eru að tapa fyrir sunderland í þessum töluðu orðum svo er nottlega svaka leikur á morgun á emirates. Ég er að reyna gera upp við mig hvort ég vilji að Everton fái eitthvað úr þeim leik eða hvort við eigum ekki bara að reyna að koma okkur vel fyrir í 2. sætinu og reyna halda því 😉 Enda hef ég ekki mikla trú á því að Everton geri mikið á emirates á morgun.
  Njótið helgarinnar gæs, og það er ekki bannað að fá sér einn eða tvo í kvöld 😉

 24. Síðan verður líka að minnast á að Mignolet bjargaði okkur tvisvar glæsilega og aldrei að vita hvernig leikurinn hefði þróast ef West Ham hefðu komist yfir.
  Algjör snilldar keeper.

 25. Ég lýsi yfir fullri ábyrgð á þessum úrslitum.

  Annars varð ég fyrir smá vonbrigðum með stemminguna á Anfield, oft heyrðist meira í þessu eina hólfi sem West Ham aðdáendur voru í. Enda allir mjög kurteisir á vellinum, kannski er fólk bara orðið svona dannað? Vantar fleiri hooligans á völlinn að öskra úr sér lungun? Þetta var samt algjörlega þess virði, ég fer vonandi einhverntímann aftur.

 26. Uppstillingin á liðinu í græna kassanum er röng. Lucas var ekki í byrjunarliðinu sem betur fer. Arfaslakur eftir að hann kom inná. Átti að mínu mati sök á markinu þegar hann glutraði boltanum á eigin vallarhelmingi. Allen var mun betri eftir að Gerrard fór útaf því þá gat hann fært sig framar og sóknirnar urðu mun markvissari. Fínn leikur hjá honum eins og hjá flestum. Henderson var að finna sig aftur eftir hörmulegan leik gegn Norwich. En í guðana bænum Rodgers skilaðu Moses og gefðu Aspars frekar séns eða Ibe.

 27. Það er stutt á milli í þessu. 5-1 og 4-1 sigrar og frábær spilamennska bæta helling upp fyrir hörmungina gegn Hull, þá frammistöðu skil ég ekki ennþá og sérstaklega ekki eftir þessa tvo leiki á eftir.

  Jákvætt

  Fyrir utan stigin þrjú var mjög margt annað jákvætt í þessu. Allen er loksins loksins að fá séns og að nýta hann. Hann er að spila eins á sá leikmaður sem við keyptum upphaflega til liðsins. Hann er aðeins ryðgaður ennþá og missir boltann af og til á vondum stað en heilt yfir mjög góður leikur hjá honum í dag og fyrir mér jafnbesti leikmaður vallarins.

  Coutinho þarf að bæta fleiri mörkum við sinn leik en er að öðru leiti gjörsamlega frábær. Hann teiknaði allt upp hjá okkar mönnum á vallarhelmingi andstæðinganna sem að réðu ekkert við hann. Hann er að vaxa með hverjum leik og er vonandi að komast í 100% leikform, eitthvað sem hann hefur ekki verið í það sem af er þessu tímabili.

  Markið sem Raheem Sterling skoraði gegn Norwich hefur gefið honum helling greinilega og hann tók ágætan leik gegn Norwich og byggði ofan á hann í dag. Þetta er sá leikmaður sem við vorum að slefa yfir fyrir ca. ári síðan. Hann er ennþá gríðarlega efnilegur (ekki góður) og var óheppinn að skora ekki aftur í dag. Með svona frammistöðu er hann að fara fá miklu fleiri leiki á þessu tímabili. Loksins loksins segi ég, hafði áhyggjur af honum.
  Ég tek undir með Andra, “Good game son”

  Ég hef síðan verið á því að eftir því lengi að eftir því sem líður á þetta tímabil verði vörnin hjá okkur Sakho og einhver annar. Hann var ekkert að draga úr því í dag og var gjörsamlega frábær. Hann hefur nánast alla þá styrkleika sem við höfum verið að óska eftir undanfarin ár og verður líklega bara betri eftir því sem hann spilar meira hjá okkur. Einhverntíma hefði Liverpool saknað Agger meira en það gerði í dag og ég efa að hann taki Sakho úr liðinu fyrir næsta leik. Frábært líka að hann sé nothæfur hinumegin líka, stórglæsilegt mark hjá honum 🙂

  Mignolet er síðan að taka vörslur sem vilja jafnvel gleymast eftir leik en hafa verið að stríða okkur undanfarin ár. Hann varði rosalega í stöðunni 0-0 og það vita fáir betur en Púllarar hversu vont það er að lenda undir gegn liðum Sam Allardyce.

  Maður er síðan hættur að kippa sér upp við Henderson, hann er að verða mjög stöðugur leikmaður og var mjög öflugur í dag. Hann þarf að bæta sig verulega sóknarlega og hefur alla burði til að bæta því við sinn leik, hann er að taka framför og ástundun í ár að öðru leiti.

  Bakverðirnir áttu síðan báðir góðan dag. Downing var ekki betri en svo gegn Flanagan að hann fór útaf í hálfleik og Joe Cole var búinn að spila í 20 mín áður en hann snerti boltann. Glen Johnson var líka mjög öflugur í dag og spilaði nánast sem sóknarmaður. Frábær fyrirgjöf hjá honum í skallamarkinu hjá Suarez. Ágætt þó að sjá Cissokho á bekknum, hann hlítur bara að hafa verið meiddur undanfarið.

  Ég var svo næstum búinn að gleyma Suarez í þessari upptalningu um það jákvæðasta við leikinn. Maður er nánast farinn að taka honum og mörkum frá honum sem sjálfsögðum hlut. Hann bjargaði okkur úr þessum eina stresskafla leiksins er hann setti þriðja markið og heilt yfir var vörn West Ham í bullandi veseni með hann, jafnvel þó þeir væru jafnan 2-4 á honum. Hann komst í nokkur færi og skapaði gríðarlegan tíma fyrir samherja sína sem gleymist stundum. Já og hann skoraði tvö mörk í dag. Það á leik sem margir eru að tala um að hafi verið svona la la hjá honum.

  Neikvætt

  Ekki margt neikvætt í dag en nokkur smá atriði sem þarf að laga.

  Það er óþolandi að halda aldrei hreinu, Liverpool verður að fara múra fyrir markið á ný og a.m.k. hætta að skora fyrir andstæðinginn. Þetta var í fjórða sinn svo ég muni á þessu tímabili sem boltinn fer af Skrtel í mark Liverpool. Þriðja skipti í þessari viku. Það er þó ekki hægt að kenna honum um þetta mark enda óhepppinn og bara að reyna verjast sókn West Ham.

  Meiðsli Gerrard. Afhverjum hann er látinn spila allar mínútur í þriggja leikja viku skil ég ekki, sérstaklega þar sem hann hefur ekkert verið sparaður undanfarið. Það bara getur ekki komið á óvart að hann lendi í svona meiðslum. Það er auðvitað gott að sjá þetta svona eftir á en þegar Liverpool er komið með 2-3 marka forystu gegn Norwich er Gerrard sá fyrsti sem þú gefur smá pásu. Sérstaklega þegar við eigum góða menn til að fylla hans skarð.

  Umræðan um Lucas er að vanda á háu plani, sé hér að ofan að það ætti að selja hann fyrir mistök dagsins! Hann missti boltann agalega sem skapaði mark West Ham. Hann jafnaði sig þó á því og spilaði vel eftir það. Miðjan hjá okkur á næstunni gæti orðið Lucas, Allen og Henderson og það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Eftir að Gerrard fór útaf kom besti spilkafli Liverpool í leiknum…sem endað með sjálfsmarki!

  Að lokum þá er það hann Moses, ég veit ekki hvort það sé eitthvað hjá mér en ég er ekki að ná að tengja við Moses, það sem fer mest í taugarnar á mér er að hann virðist alls ekki gefa sig 100% í verkefnið. Ég hefði frekar gefið Aspas mínútur í dag heldur en Moses og fannst hann ekki koma sterkur inn í leikinn frekar en í öðrum leikjum á þessu tímabili. Rodgers hefur svosem náð að snúa verri leikmönnum en honum i gang. En þegar 18 ára Sterling er að slá þig úr liðinu og spila betur en þú er kominn tími til að gyrða sig.

  Núna er komið að því leikjaprógrammi sem við höfum talað um í nokkra mánuði. Liverpool er í góðum gír fyrir þessa leiki og þó að þetta verði erfitt er enginn ástæða til að vera með uppgjöf fyrir leik. Liverpool getur alveg farið á WHL og náð í öll stigin, þeir eiga t.a.m. engan leikmann í sama klassa og Suarez. Vonandi heldur hann áfram að skera úr um úrslit leikja.

 28. Maður verður að horfa á þessa veislu í endursýningu…helst í slow mo

 29. VAR farinn að efast um Rodgers hélt að hann væri að missa þetta en eftir daginn í dag er það ljóst að hann er maðurinn.Lánaði Assaidi snilld.
  Gaf Sakho sénsinn snilld
  búinn að mótivera Suarez þannig að hann er orðinn einn af þremur bestu framherjum í heimi-SNILLD
  Nú þurfa kanarnir að átta sig á því að það verður að tryggja þjónustu þessa snillings og kaupa einn heimsklassa miðjumann sem getur leyst Stevie g af.come on you REDS!

 30. Nú væri ágætt ef einhver sem þekkir vel til markaskorara reglunnar gæfi sig fram og útskýrði af hverju Suarez fær ekki skráð á sig síðasta markið. Boltinn er á leið að marki, lendir í öxlinni/bakinu á leikmanni og þaðan í netið. Skráð sem sjálfsmark á O’Brien. Í mínum bókum á Surarez þetta mark.

 31. OK nokkur atriði sem vert er að nefna eftir 4 -1 leik á Anfield (sem allir segja sé skyldusigur en allir drullustressaðir yfir).
  1. Velkominn aftur; ungi, hraði, graði, hæfileikaleikmaður Sterling. Ég bara hef ekki séð þig þetta árið.
  2. Erum við að sjá Liverpool framtíðina í mönnum eins og Allen og Henderson. Fyrir mér eru þetta menn sem algjörlega geta stjórnað leikjum með hæfileikum sínum en eru enn ómótaðir.
  3.Nokkrar sendingar sem fóru misgörðum, sérstaklega á fjærstöng væru mörk í dag í formi Sturridge.
  4. Sakho er ungt skrýmsli sem þarf aðeins meira skrýmslafóður eins of WH til að verða einn sá besti.

 32. Ég get tekið undir með Babu. Menn eiga sína góða og aðeins verri leiki en mér finnst hann Moses vinur minn vera of slakur fyrir Liverpool.
  Áhugi af skornum skammti, sendingar slakar og kraftur lítill sem enginn. Svona hefur þetta verið fyrir mér fyrir utan kannski fyrstu 1-2 leikina hjá honum.
  Ég er sammála þvi að spila t.d. Aspas frekar sem hefur fengið fá tækifæri.

  Síðan hljótum við allir að vera nokkuð ángðir með Flanagan í vinstri bakk eins og hann hefur spilað í síðustu leikjum. Mjög jákvætt.

 33. United með 8 mörk á heimavelli á þessu tímabili, Liverpool með 9 síðan á miðvikudag.

 34. Flottur leikur hjá okkar mönnum í dag…

  Heyrst hefur að Suarez sé búin að skora fleiri mörk á einni viku heldur en Danny Welbeck hefur gert síðustu tvö tímabil…

 35. Sælir
  Gott gengi og annað sæti er okkar. Hins vegar er ég afar lítill Henderson maður og verð að sagja að hann er alls ekki nógu góður í þetta lið. Hann er hræddur, heldur sig alltar 2-3 metra frá mönnum, afburða lélegur skotmaður, sendingar oft lélegar og hann er ekki maður sem á að vera frammi með sjóðandi Suarez eins og hann var lengst um í dag. Hendi virðist alltaf vera fyrsti kostur og það er frekar óþolandi. Ef við komumst í meistaradeildina sem við gerum þá guð forði okkur frá því að vera með þennan mann á miðjunni.
  En við unnum í dag og það er fyrir öllu:)

  Kveðja

 36. Til hvers var Aspas keyptur, ekki sammála ykkur mörgum með Flanagan, áberandi veikasti hlekkurinn í vörninni.

 37. Skil ekki af hverju BR notar Moses frekar Aspas! Mér finnst Moses ekki gefa sér 100% í verkefnið. En mér finnst Aspas eiga fá tækifæri frekar en Moses. Kannski af því að ég hef trú á Aspas.Kannski.

 38. Varðandi Moses og Aspas þá held ég að það gæti hugsanlega haft eitthvað með það að Aspas er nýlega stiginn upp úr meiðslum og gæti kannski ekki verið í topp standi. Rodgers hefur kannski metið það þannig að Moses hentaði betur í þessari stöðu eins og hún var þá sem kantmaður heldur en Aspas sem sóknarmaður/framherji.

  Ég myndi samt alveg vilja sjá Rodgers gefa Aspas og Alberto fleiri mínútur. Tala nú ekki um ef að Liverpool er komið í góða stöðu snemma í leiknum líkt og hefur gerst í nokkrum heimaleikjum undanfarið – ef það er ekki tíminn til að gefa varamönnum séns, hvenær er hann þá?

 39. Hallo, erum við ekki bara drullu góðir þessa sl, viku og þótt Gerrard sé eitthvað meiddur þá kemur Luis Alberto bara inn og hann er nokk góður, eða þannig.

 40. Liverpool hafa skorað 11 mörk úr föstum leikatriðum í vetur. Meira er nokkurt annað lið í stærstu deildunum. Bayern næst okkur með 8 mörk.
  Þetta kalla ég framfarir.

 41. Félagar,

  Ég hræðist mjög að erfiðir tímar séu framundan í Desember og fram í Janúar.

  Ég hef vonda tilfinningu fyrir þessum meiðslum Gerrard, nú held ég að við sjáum hversu mikilvægur hann er fyrir þetta lið á þrítugasta og fjórða aldursári.

  Allt byrjar þetta með Tottenham leiknum næstu helgi.

  Mín tvö.

 42. “Liverpool hafa skorað 11 mörk úr föstum leikatriðum í vetur. Meira er nokkurt annað lið í stærstu deildunum. Bayern næst okkur með 8 mörk”

  Þetta er það sem hann Gerrard er að gera fyrir okkur þessa dagana. Algjörlega baneitraðar fyrirgjafir úr aukaspyrnum utan af velli.

 43. Frábær sigur okkar manna og spilamennskan á köflum alveg stórkostleg, sóknarþunginn var svo sjarmerandi.

  Ég spáði fyrir leik að Henderson yrði maður leiksins en það var kannski fullmikið af því góða þó svo að mér hafi fundist hann eiga flottan leik eins og oft áður í vetur. Hans akkilesarhæll heldur áfram að vera sóknarleikurinn en vonandi nær hann að bæta þann hluta leiksins hjá sér enda væri hann þá kominn langleiðina með að verða fantaflottur leikmaður.

  Allen hélt sæti sínu og skilaði fínni frammistöðu, mér fannst líka gaman þegar hann var að læða sér fram og taka þríhyrningsspil til þess að opna vörn WH, þetta skilaði kannski ekki marki en á móti liðum sem ekki pakka jafn þétt í vörn held ég að þetta gæti orðið spennandi trix. Vonandi helst hann meiðslafrír og nær að spila jafnt og þétt og þá sjáum við hvort hann sé maður í verkefnið. Ég held að þessi strákur myndi alltaf nýtast vel sem hluti af hópnum t.d. ef leikjaálagið væri meira en vonandi nær hann að stimpla sig inn sem þessi lykilleikmaður sem við vonum öll að hann geti orðið.

  Coutinho átti svo margar gullfallegar sendingar að það hálfa væri nóg. Ekki hægt að biðja um meira þar. Skotin sín má hann hinsvegar bæta og vanda valið á.

  Sterling var sprækur og mér fannst hann yfirvegaðari í ákv.tökunni sinni í dag, einnig var hann duglegur að finna færi og ég held að þetta hafi verið einn af hans betri leikjum í dag. Mjög ógnandi og virkilega óheppinn að eiga ekki mark og stoðsendingu. Að sama skapi er dapurt að sjá hvernig Moses virðist áhugalaus og einhvern veginn ekki ná að stimpla sig inn. Vonandi nær hann að láta ljós sitt skína þegar lengra líður á mótið.

  Mér fannst ekki mikið um veikleika í þessum leik hjá liðinu. Örlítið framm að fyrsta marki fannst mér eitthvað um lélegar einfaldar sendingar sem kannski skrifast á stress eða einbeitingarskort. En helsta áhyggjuefnið er samt sem áður varnarleikurinn og þrátt fyrir fínan leik hjá Sakho og í raun Skrtel líka þá lákum við einu hræðilegu marki og Mignolet kom í veg fyrir annað með svaka vörslu í fyrri hálfleik. Sá maður sem átti að mínu mati mesta sök á markinu var Lucas en hann missir boltann hræðilega klaufalega á okkar eigin vallarhelmingi. Sem betur hélt liðið haus og náði að loka leiknum og Lucas kom til baka og átti fínan leik eftir þessi mistök.

  Ef meiðsli Gerrards gera það að verkum að hann spilar ekki næsta leik þá vona ég að við sjáum Lucas koma inn fyrir hann og þeir Allen og Henderson verði saman á miðjunni, það finnst mér alveg sterk miðja, því allen og Henderson koma inn með svo mikinn kraft og orku og ef lucas sópar upp bakvið þá þá gæti þetta orðið verulega áhugavert, tala nú ekki um ef Coutinho verður síðan þarna að taka við boltanum og búa til færi.

  YNWA

 44. Þetta var mjög góður leikur hjá okkar mönnum. Svo einfalt er það. Mér fannst kaflinn fram að marki West Ham í seinni hálfleik alveg magnaður, spilamennskan, pressan og krafturinn í liðinu hefði átt að skila marki þar frekar en að West Ham myndi grísa á mark. En það er stundum svona.

  Varðandi þá sem hafa litla trú á Henderson vil ég segja þetta: Hann á eftir að verða lykilmaður í þessu liði næstu 10 árin. Hann er þegar orðinn lykilmaður í pressuvörninni og er líka mikilvægur í uppspilinu. Það er hins vegar alveg rétt sem menn segja að hann þarf að auka gæðin í sóknarleiknum, bæta sendingar og skot og taka betri ákvarðanir. En ég er ekki nokkrum vafa um að það komi. Remembering Lucas anyone?

  Varnarleikurinn var þéttur en enn fáum við á okkur slysalegt mark. Það þarf að stoppa í þau göt sem skapast þar. Sakho mun vonandi halda sæti sínu.

  Annað sætið er okkar og nú fara stóru prófin að byrja. Það verður hörkuleikur á White Hart Lane á sunnudaginn kemur og nú þarf liðið að fókusa strax á þann leik. Það er fjöldi góðra leikmanna í Tottenham og það verður sannarlega fróðlegt að sjá hvernig Suarez gengur gegn stærri liðunum. Það er alvöru test á hann.

 45. frábær leikur í nánast alla staði, algjör óþarfi að fá þetta klaufa mark á sig og þau eiga sennilega eftir að halda áfram að koma ef rodgers fer ekki að hætta að rótera miðvörðunum svona mikið, hann verður að fara að finna sína bestu og spila þeim í nokkra leiki. annars til gamans eiga 2 af efnilegustu leikmönnum liðsins afmæli í dag jordon ibe er 18 og raheeem sterling er 19.

 46. Kláraði restina í morgunsárið.

  Er farinn að hafa verulegar áhyggjur af því hvað liðið vinnur alltaf stóra sigra með mig fjarri skjánum. Verulegar, er svei mér þá að verða jinxhræddur a la Kristján Atli bara!

  En að leiknum sjálfum. Frábær viðbrögð er það fyrsta sem mér dettur í hug.

  Frá Hull leiknum hafa allir leikmenn sýnt okkur viðbrögð. Misjöfn auðvitað en ég er alveg handviss um það að mótivation hefur verið lítið mál eftir tapið í fiskiborginni og þjónaði því alveg sínum tilgangi. Við erum farin að gera háar kröfur á liðið okkar sem að auðvitað segir okkur bara hvursu langt við erum komin fram á vegin þegar eina skítatapið á útivelli gerir okkur jafn reið og við urðum. Kipptum okkur nú ekki upp við svona í fyrra, eða hittifyrra, eða árið þar áður, eða þar þar áður 🙂

  Ég er í dag glaðastur að sjá hvernig Joe Allen og Raheem Sterling hafa stigið upp og eru nú klárlega komnir á þann stall að hafa hlutverk. Sérstaklega var frábært að sjá Joe Allen eiga stóran þátt í mörkum eitt og tvö með því að vinna boltann ofarlega á vellinum og koma honum strax inn á hættusvæðið, sem Suarez nýtti fyrst og síðan fiskaðist aukaspyrna sem Sakho kláraði.

  Sakho var líka frábær og ég er alveg sannfærður um að verið er að koma honum hægt og rólega inn í liðið, hann verður væntanlega með á WHL um næstu helgi og fær þar alvöru próf, hann er ennþá að mínu viti pínu snöggur út úr stöðunni sinni, vanari því að boltinn sé hægari sem auðvitað þýðir minna mál þegar maður tapar honum. En þetta er skrímsli sem varnarmaður og skapar hættu í teig mótherjanna sem við þurfum. Las á netinu að við höfum skorað flest mörk allra úr uppsettum atriðum, hversu mikil breyting er það eiginlega krakkar mínir.

  Og ég er með kjánahroll niður bakið með að liðið okkar verður í 2.sæti í EPL þann 10.desember 2013.

  Það er svo langt umfram mínar væntingar að ég á ekki nógu stór orð til að lýsa því og dásamleg staðreynd inn í hunderfitt prógrammið sem er framundan. Sem ég kvíði ekki lengur.

  Auðvitað að stórum hluta vegna Luis Suarez sem er orðinn fyrirliði allra Draumaliða í boltanum, enda langbesti maður deildarinnar og að verða sá besti í heimi bráðum held ég. Mjög glaður að heyra af því að stjórn félagsins sé að reyna að fá hann til að verða hæst launaði leikmaðurinn í sögu félagsins, hef alveg trú á því að hann fáist í það þegar svona gengur.

  Hann á möguleika á að verða besti leikmaður í sögu okkar félags og það er stór áfangi. Með svona mann í liðinu sínu krakkar mínir þá getur ýmislegt gerst og það á að gera ALLT til að halda honum, mölbrjóta alla launastrúktúra, gefa honum eftir hagnað af vörusölu honum tengt og hlutabréf í klúbbnum eftir hann hættir.

  Þó við fáum 125 milljónir punda næsta sumar fyrir hann (sem er lágmark eins og hann spilar núna) þá er ég bara ekkert viss við gætum leyst það mál að hafa hann ekki lengur í okkar búningi…

  Áfram veginn, hlakka rosalega til að mæta góðu Spurs liði sem er á uppleið. Gerði mér ekki vonir um stig í þeim leik í ágúst en nú bara vonast maður eftir þremur.

  Það er jafn langt framúr mínum væntingum síðasta sumars og er bara hægt…þess vegna ætla ég ekki að ergja mig á neinu neikvæðu sem mennirnir okkar lenda í…þeir eru sennilega bara mannlegir.

 47. Einn ein glæsileg frammistaða á Anfield. Maður er hættur að vera með kvíðahnút í maganum þegar lið í neðri hlutanum mæta á Anfield.

  Ég sagði eftir leikinn á móti Norwich að ég hefði viljað spyrja BR eina spurningu eftir þann leik, af hverju spiluðu Gerrard og Coutinho 90 mín í þeim leik? Coutinho að koma uppúr meiðslum og Gerrard búinn að vera í miklu álagi með Liverpool og landsliðinu og orðinn 33 ára. Leikurinn var búinn eftir fyrri hálfleik og því hefði alveg mátt stytta leiktíman hjá þeim.

  Því miður virðist að áhyggjur mínar hafi verið á rökum reistar þar sem Gerrard fór útaf í seinni hálfleik með hamstrings meiðsli. Dæmigerð álagstognum í þessu tilviki. Nú er bara að vona meiðslin séu ekki alvarleg en ekki óalgengt að svona meiðsli haldi mönnum frá í einhverjar vikur.

 48. Nokkuð ánægður að lesa fréttir dagsins að það þurfi 9 stafa tölu til að lokka Suarez frá Liverpool. Ef Real eru eitthvað fátækir eftir að hafa verið Bale-aðir, þá væri líka hægt að næla í Contreau, Benzema, Modric og Alonso frá þeim í staðinn…sæmilega slétt skipti.

 49. Er að horfa á Arsenal-Everton og everton er að spila góðan bolta, voru mistök að ráða ekki Martínes í staðinn fyrir Brenda?

 50. Tíminn einn mun leiða það í ljós. En eins og staðan er í dag er ekki hægt að tala um mistök. Liðið er að taka þvílikum framförum og við sitjum í öðru sæti deildarinnar!

 51. Tíminn um ekki einu sinni leiða það í ljós. Að gera gott mót með Everton er allt annað en að koma Liverpool í toppbaráttu. Verðum bara að ímynda okkur hvernig Martinez hefði staðið sig hjá Liverpool, nær komumst við ekki. En hann er að gera Everton helvíti flotta, það verður að viðurkennast.

 52. Sælir félagar

  Ég hefi svo sem engu við að bæta sem þið félagar mínir hafið fram fært um afburða frammistöðu liðsins okkar. Ég er verulega sáttur þó spá mín um 3 – 1 sigur hafi reynst röng.

  Ég er eins og fleiri verulega hugsandi yfir frammistöðu Moses í þeim leikjum sem hann hefur leikið hvort sem er sem byrjunarliðsmaður eða varamaður með afar slakar innkomur. Ég bara trúi því ekki að hann sé svona lélegur. Því hefi ég ákveðið að þetta sé flétta hjá honum og BR. Hann á að vera lélegur fram yfir fystu daga í janúarglugganum svo BR fái hann fyrir slikk. Þegar hann er svo orðin leikmaður Liverpool þá kemur hann og sýnir okkur hvers megnugur hann er. Þetta er kenning mín og hún er bara helv . . . góð eða hvað?

  Það er nú þannig

  YNWA

 53. Er ekki kominn tími á orðið prófraun fyrir næsta leik? Það verður svaka helvítis leikur.

 54. Mikið svakalega var þetta góð helgi, Scum tapa, shitty jafntefli, Everton jafntefli Arsenal líka og che$hea tapar, hefði verið fullkomið ef tottenham hefði misst stig.

  A sama tima vinnur Liverpool öruggt.

Liðið gegn West Ham

Oldham eða Mansfield í bikarnum