Liðið gegn West Ham

Liðið lítur svona út. Allen heldur sæti sínu og Sakho kemur inn fyrir veikan Agger

Mignolet, Flanagan, Sakho, Skrtel, Johnson, Allen, Gerrard, Henderson, Sterling, Coutinho, Suarez

Bekkur: Jones, Cissokho, Toure, Lucas, Moses, Alberto, Aspas.

92 Comments

 1. Lízt bara vel á þetta.
  Ég veit ekki afhverju, en ég hef trú á að Allen eigi eftir að eiga mjög góðan leik í dag 🙂

 2. Newcastle að komast yfir gegn United á Old Trafford um miðjan seinni hálfleik. Þetta er eiginlega of gott til að vera satt.

  Vonandi vinnum við Westham og komumst 8 stigum fyrir ofan þá.

 3. Er í grunninn mikill Agger maður en þessi skipting er eitthvað sem ég var samt farinn að vonast til að sjá hvort sem var fyrir veikindi eða ekki.

  Vonandi heillar Sakho í dag og Allen má líka byrja að hrífa mann!

 4. List vel a þetta. Agger var held eg alltaf a leiðinni a bekkinn i þessum leik.

  Algjörlega nauðsynlegt að vinna þennan leik. Koma svo, berjast!

 5. Gaman að sjá að það eru 5 englendingar í byrjunarliði liverpool, þar af 2 local lads!

 6. Manu að tapa á heimavelli. Nú er bara að klára leikinn á eftir.
  Spái 3-1

 7. Newcastle vann á old trafford. Núna er það bara LFC sem verður að vinna West Ham og þá er helgin glæsileg 🙂

 8. Newcastle vinnur sem er algjör snilld 🙂

  En JB ég sé þrjá local lads í byrjunarliðinu 😉 þetta er gott lið sem við stillum upp og það er bara krafa á að við vinnum!!!

  Síðan er líka bara lágmark að Suarez skori 2 mörk í þessum leik annað er bara lélegt :p

 9. Líst vel á liðið en við skulum ekkert blekkja okkur. Þetta West Ham lið er mjög sterkt varnarlega og það verður gríðarlega mikilvægt að ná marki strax á fystu 20 mín. Skyldusigur á Anfield, ekkert flóknara. 3 – 0 og Suarez skorar öll.

 10. Er einhver með góðan Sopcast link á leikinn? Annars eitthvað gott flash stream?

 11. Contender fyrir verstu mögulegu gæði sem ég hef séð… Cudos Kristján.

  Allir geta fundið eitthvað lélegt stream á firstrowsports. Cmon. Eitthvað djúsi

 12. Hörkuleikur, bæði lið grjóthörð. Þvílíkur keeper sem belginn knái er!

 13. Sáuð þið þessa vörslu hjá mignolet?

  Hún kom eftir nákvæmlega eins atriði og markið sem við fengum á okkur í vikunni. Fyrirgjöf yfir Skrtel og Sakho(Agger) aðeins á eftir sóknarmanninum. Eini munurinn var Mark=>Varsla

  Ótrúlegt hvað við erum veikir fyrir í hornum og fyrirgjöfum.

 14. Er þetta sterling dæmi ekki fullreynt.. þriðji leikurinn a viku sem hann byrjar og maðurinn er ofborðlega slakur, gengur ekkert sem hann er að gera greyjoð drengurinn

 15. Ætlaði einmitt að fara að segja hvað Sterling er orðinn mikið betri á boltanum en hann var. Notar líkamann meira og kemur honum oftar fyrir. Um að gera að halda áfram að nota hann í leikjum þar sem við höfum efni á að þroska hann áfram. Búinn að vera góður í dag.

 16. West Ham farnir að liggja ansi aftarlega, getur verið erfitt að koma botlanum inn í slíkum aðstæðum. Svo beita þeir skeinuhættum skyndisóknum. Finnst við ágætir í þessum leik verð ég að segja.

  Sterling er flottur og bara 18 ára. En Henderson er ekki beint að heilla mig.

  Íslenski fáninn blasir svo við þarna í einu horninu.

 17. Jáááá! Þetta gat ekki endað öðruvísi. Svona vinnur maður Big Sam, ýta ýta ýta ýta og á endanum dettur hann inn. Vel gert drengir.

 18. Gaman að sjá Íslenska fánanum flaggað þegar fyrsta markið fór inn!

 19. Þarf að vera með augað á livescore. Ekki slæmt þegar Liverpool, Southampton og Stoke skora öll á sama tíma.

 20. Flott að sjá íslenska fánann á Anfield þegar búið er að skora mark 😉

 21. Sterling verður að fá tíma og þolinmæði til að skíta smá á sig áður en hann getur blómstrað. Mér finnst hann vera að þroskast en auðvitað vantar honum Súra-genið.

 22. Frábært að ná marki og léttir pressuna á okkur. Allen er frábær á miðjunni! Sakho traustur og hann bara verður ALLTAF í byrjunarliðinu hér eftir, það er ekkert flóknara. Sterling byrjaði skelfilega en er heldur betur búinn að vinna sig í leikinn. Suarez, Gerrard og Henderson hafa ekki heillað mig. Mignolet með heimsklassa vörslu, ekki gleyma því.

  Nú þurfum við bara að stúta leiknum strax í byrjun seinni hálfleik, þannig að við getum hvílt lykilmenn síðustu 20 mín.

 23. Stjörnugöf fyrri hálfleiks: (5 stjörnur max)

  Mignolet – ****
  Johnson – ***
  Flanagan – ****
  Sakho – ***
  Skrtel – ***
  Allen – ****
  Gerrard – ***
  Hendo – ***
  Sterling – ****
  Coutinho – ***
  Suarez – ****

  Leikurinn er úrvalsskemtun, eitt mark í viðbót og við erum komnir heim í hús.

 24. Sterling að svara vel fyrir gagnrýnina upp á síðkastið. Búin að vera einn okkar besti maður í dag. Nú er bara að bæta í í seinni þar sem WH þurfa að koma framar og þá ætti þessi vörn þeirra að opnast mun meira.

 25. Virkilega flottur fyrihálfleikur þar sem við stjórnum leiknum frá A til Ö.
  Coutinho að skapa fyrir okkur og Suarez fullu sjálfstraust(en ekki hvað).
  Joe Allen að spila virkilega vel í fyrihálfleik og gengur boltin miklu hraðar þegar hann er í liðinu í staðinn fyrir Lucas(þótt að Lucas sé sterkari varnarlega).
  Styrkleikur Sterlings er hraði og við sáum það tvisvar hvað hann getur gert en svo sjáum við hann líka stressaðan þegar hann er með boltan og tekur vitlausar ákvarðanir(virkilega vel gert hjá honum þegar hann skallaði til Suarez).
  Skrtel að vinna allt í loftinu.

  Ég held að við þurfum samt að fara að hvíla Henderson hann virkar þreyttur og er jafn líklegur og ég til þess að skora eða búa eitthvað til. Það vantar ekki vinnuframlagið hjá honum en þar sem hann spilar framarlega hjá liverpool þá vill maður fá eitthvað aðeins meira en vinnuframlag.

 26. Úff þetta er bara búið að vera skemmtilegur leikur þar sem Liverpool stjórnar en West ham hafa heldur betur fengið færi, gæti farið hvernig sem er en rosalega yrði ég nú ánægður ef að leikurinn myndi enda svona 🙂 Gleðileg jól you guys.

 27. Liðið að spila flottan bolta. Suarez er ekki að eiga sinn besta dag en hvað um það. Setjm eitt í viðbót og klárum þetta.

 28. Skil ekki þetta bull með Gerrard samt í vetur og í fyrra. Hann spilar næstum allar mínútur með liverpool og landsliðinu. Hann er orðinn of gamall og búinn að spila of margar minútur í gegnum árin til að geta þetta. Það þarf að hvíla hann við og við og taka hann útaf i sumum leikjum. Annars meiðir hann sig eins og hann gerði í dag.

 29. Þessar síðustu 15 mínútur eru nú bara með því besta sem ég hef séð frá liðinu í vetur. Klára leikinn á þessu tempói og slátra þessu liði.

 30. Skrtel hefur greinilega lesið Fótboltafélagið Falur í den. „Mark er mark, sama hvernig það er skorað”

 31. Algjör óþarfi að gefa West Ham tækifæri í þessum leik. Áttum að vera búnir að klára þennan leik.

 32. borðleggjandi 2-2 jafntefli eftir algjöran aulaskap, endalaust dúndrað í varnarmenn og klúðrað dauðafærum

 33. Jæja þá eru hjartatöflurnar komnar á borðið og byrjað hlaða hjartastuðtækið!

 34. sorrý, hélt það væri safe að minnast á þetta, en ég jinxaði þessu greinilega alla leið :/

 35. Ekki Skrtel að kenna, hefði hann ekkert gert hefði þetta samt verið mark. Koma svo Liverpool, klárum þetta.

 36. jæja.. móses sjálfur mun klúðra þessum leik fyrir okkur .. pottþétt !!

 37. Brendan fagnaði, gott þá þarf ekki að reka hann. Hann er nefnilega ágætis stjóri

 38. Hahaha, shit hvað menn eru neikvæðir hérna.

  Erum í þriðja sæti, yfir, með fantagott lið. Brosum yfir gleðjumst yfir þessu frábæra gengi. Frekar en að skrifa einhver niðurdrepandi leiðindi, reynum þá að benda á eitthvað jákvætt.

  Vel gert Johnson og Suarez!

 39. gult hefði nú verið nóg .. og þegar þetta er skrifað… Lúúúllliii Sveeerrriis !!

 40. Þetta var slæmur fjandi frá Skrltl. Hleypur lífi í WH sem var nánast búið að gefa alla von.
  Höngum á þessu, restin er að spilast vel, jafnt hjá city og chealsea – ennþá. Tæknilega séð líka hjá tottenham 🙂

  Nú setur Suarez eitt eða tvö og allir ánægðir 🙂

  Tökum það jákvæða, Allen er að gera góða hluti, það er enn von í sterling, Coutinho er snillingur. Sakho á að byrja oftar, það er ljóst.

  Ég persónulega græt það ekki ef SG missir af nokkrum leikjum, við þurfum að sjá hvernig það kemur út fyrir heildina, hann hefur verið mistækur að mínu mati og hættur að negla að utan.

 41. Nú hljótum við að geta sett eitt enn einum fleiri.
  Og í þeim töluðu orðum skorar Suarez

 42. Stendur o.g. á BBC. Suarez hlýtur að fá þetta skráð á sig.

 43. City og South og chelski að gera jafntefli.. vona það besta á lokamínutum..

 44. Suarez er kannski ekki búinn að spila beint illa, það eru alltaf 2-3 í honum og þétt lína. Hann gæti að vísu verið búinn að skora á milli 3-8 mörk en svona er þetta stundum hjá honum blessuðum.

  Svo er Collins hja WH er að minna mig á Carragher, eins mans varnarmúr sem er búinn að blokka á milli fimm og tíuþúsund bolta í dag.

 45. Hahaha, Assaidi var að skora fyrir Stoke. Frábær kaup hjá Liverpool í þessum manni.

 46. fyndið hvað wh vörnin hefur verið ótrúlega góð í þessum leik og markmaðurinn átt stjörnuleik !!!

 47. Þrátt fyrir sjálfsmarkið var Skrölti að spila einn sinn besta leik fyrir LFC

West Ham á morgun

Liverpool 4 – West Ham 1