Liverpool 5 Norwich 1

Okkar menn réttu þokkalega úr kútnum eftir tap helgarinnar með flottum 5-1 sigri á lánlausu Norwich City-liði á Anfield í kvöld. Þetta var allt annað að sjá hjá liðinu en umfjöllunin mun nær öll snúast um einn mann eftir þennan leik.

Rodgers gerði þrjár breytingar á liðinu fyrir þennan leik; Touré, Lucas og Moses fengu að víkja fyrir Agger, Allen og Coutinho.

Mignolet
Johnson – Skrtel – Agger – Flanagan
Sterling – Henderson – Gerrard – Allen – Coutinho
LUIS “EL PISTOLERO” SUAREZ

Bekkur: Jones, Sakho, Toure, Lucas, Alberto (inn f. Henderson), Moses, Aspas (inn f. Suarez).

Það þarf ekkert að fjölyrða um gang leiksins, Luis Suarez sá um þetta Norwich-lið og varð fyrsti maðurinn í sögu Úrvalsdeildarinnar skilst mér til að skora þrjár þrennur gegn sama liðinu. Í kvöld setti hann fjögur en þau þrjú fyrstu komu á 16. til 35. mínútu og gerði bara út um þennan leik.

Fyrst fékk hann skoppandi bolta yfir miðlínuna eftir skalla Gerrard, lét hann skoppa og sett’ann svo bara með einni lúppu af 40 metra færi. Næst skoraði hann af markteig eftir hornspyrnu Coutinho frá hægri og hafi fyrsta markið verið glæsilegt bætti hann það með því þriðja þegar hann vippaði boltanum yfir Norwich-mann fyrir utan teig, lét hann skoppa hinum megin og klíndi honum svo í fjærhornið af 25 metra færi. Allt óverjandi fyrir greyið John Ruddy sem bara hlýtur að vera andlega skemmdur eftir Suarez síðustu þrjú árin.

Staðan í hálfleik sem sagt 3-0 og Suarez tók hlæjandi á móti fagnaðaróskum félaga sinna á leið út af vellinum. Eftir hlé róaðist leikurinn aðeins, Norwich reyndu að berjast og ógnuðu í tvö skipti eftir föst leikatriði, í bæði skiptin var það Daniel Agger sem var í vandræðum. Hinum megin fékk Suarez ekki að taka aukaspyrnu og varð að sjálfsögðu fúll yfir því en Coutinho og Henderson reyndu eitthvað bragð af æfingasvæðinu í staðinn sem tókst ekki.

Þegar Liverpool fékk því aðra aukaspyrnu á 74. mínútu kom aðeins einn maður til greina og Suarez smurði henni alveg út við stöng. 4-0 og fernan klár hjá Luis! Hann kórónaði svo leik sinn með stoðsendingu fyrir Raheem Sterling á 88. mínútu en þar áður hafði Norwich skorað drulluódýrt mark þegar Bradley Johnson hafði betur gegn (enn og aftur) Agger í loftinu og skoraði eftir fyrirgjöf af kanti.

Lokatölur urðu því 5-1, verðskuldaður sigur sem verður helst minnst fyrir það hversu fáránlega góður Luis Suarez er í fótbolta.

MAÐUR LEIKSINS: Það þarf ekkert að fjölyrða um það. Luis Suarez var maður leiksins og maður umferðarinnar og maður Englands og svo framvegis, í dag að minnsta kosti. Þvílíkur leikmaður sem er núna búinn að skora 24 mörk í 23 leikjum fyrir Liverpool á árinu 2013. Maður getur bara vonað að hann spili alla leiki til loka tímabilsins því það ræður greinilega ekki nokkur maður við hann í þessari deild.

Það er erfitt að segja mikið um restina af liðinu. Léku menn vel eða illa? Suarez bara sá um þetta í kvöld og restin af liðinu þurfti lítið að gera. Það var gott að Raheem Sterling næði marki og aðrir voru bara fínir í kvöld held ég, utan eins manns sem ég ætla að tjá mig aðeins um.

Næstir eru West Ham-liðar í heimsókn um helgina og ég kalla eftir því að Rodgers geri aðeins eina breytingu á liðinu fyrir þann leik. Hvort sem hann var að hvíla Lucas eða ekki var liðið í kvöld mjög gott og solid varnar- og sóknarlega, fyrir utan einn mann. Skrtel og Touré voru slakir saman um helgina og það var svo sem skárra að hafa Agger þarna inni með Skrtel en Daniel Agger er búinn að vera vonlaus í að vernda teiginn sinn gegn fyrirgjöfum í einhver tvö ár núna og það sást enn og aftur í kvöld. Og það er einmitt það sem West Ham sækja á. Ég ætla því að senda Rodgers tölvupóst í fyrramálið og benda honum á að nota frekar Mamadou Sakho um helgina. Ef það er ekki eitthvað annað í gangi sem við vitum ekki um er allt að því glæpsamlegt að velja ekki 18m punda franskan landsliðsmiðvörð í lið sem getur með engu móti haldið hreinu. Ég bara skil það ekki.

Annars unnu Arsenal, Chelsea og City fyrir ofan okkur og Everton líka þannig að Topp 5 eru í óbreyttri stöðu í deildinni. Við erum í 4. sæti með betri markatölu en Everton og stigi á eftir City. Vonandi klifrum við enn ofar um næstu helgi.

70 Comments

 1. Verður spennandi að sjá hver er maður leiksins…. 😀

 2. Gera LANGTÍMASAMNING við SUAREZ og það fljótt, henda ivanovic inn sem beitu. 😉

  HEIMSKLASSA LEIKMAÐUR ! ! ! ! ! !

 3. Veit einhver hverjir þessir Messi og Ronaldo eru? Ég veit bara hver Luis SUAREZ er og nei hef ekki hugmynd um hvaða plánetu hann er frá!!

 4. Hvernig er staðan á jarðarför Rodgers sem boðuð var hér á síðunni á dögunum? Var henni aflýst?

  Erum á réttri leið.

 5. Muni?i þegar vi? töpu?um fyrir Hull? Ekki ég heldur. Sakna samt alltaf Torres.

 6. hmm….þetta var frábært hjá Suarez, ég gargaði úr mér lungun í hvert skipti.
  Fór samt aðeins að hugsa þegar ég fór að lesa þessi comment…vorum við ekki einhverntíman ósátt við Suarez? hmmm…jú kallinn dró jú klúbbinn niður í svaðið…og ekki bara einu sinni….og vildi svo fara í sumar….og gekk ansi langt með það(Arsenal einhver?).

  Hversu sár værum við ef undrið hefði farið til Arsenal og þeir væru núna efstir(eins og þeir eru án hans samt, en það hefðum við ekki getað vitað)

  Bara að vera þessi leiðinlegi…hugsaði með mér að ég skildi algjörlega hvernig Brendan leið….”vá við erum vonlausir án Sússa”
  Það er alltaf mjög vont að vera háður svona mikið einum leikmanni, veit að kúturinn og gerrard voru góðir líka, en við erum án Sturridge og þá á Suarez sviðið….og top 3 liðin í heiminum munu fara á eftir honum núna í janúar.
  Æði…eða þannig.

  Ég og Brendan hefðum frekar viljað að mörkin hefðu raðast meira niður á liðið!

 7. Magnaður leikur hjá Suarez, æðislegt að sjá drenginn í svona formi. Það var nauðsynlegt að fá 3 stig í kvöld þar sem að öll stóru liðin unnu sína leiki þannig að staðan breyttist ekkert.

  En hvað var málið með Rodgers í kvöld ? Hann fagnaði ekki einu marki og strax eftir leikinn strunsaði hann inní klefann, skrýtin hegðun eftir frábæran leik og mikin stuðning á vellinu.
  En frábært kvöld og núna er það bara næsti leikur.

 8. Bræður mínir og systur. Við eigum lið sem svarar gagnrýni á vellinum og það er yndislegt.

  P. S. Martinez > Moyes

 9. Verður ljóta vesenið fyrir skýrsluhöfund að velja mann leiksins, úr vöndu að ráða. Annars gott mál hjá liðinu að snúa við blaðinu eftir hörmungar leik um síðustu helgi og klára Norwich með stæl og samt finnst manni að liðið eigi helling inni.

 10. Flottur leikur hjá okkur og er alveg ótrúlegt að þetta sé sama liðið og tapaði fyrir Hull.

  Mignolet 6 – hafði lítið að gera og gat lítið gert í markinu.
  Flannagan 7 – solid leikur hjá stráknum sem gaf allt í þetta
  Agger 7 – solid leikur og er eini miðvörðurinn okkar sem líður vel með boltan
  Skrtel 8 – enn einn stjörnuleikurinn.
  Glen 7 – ólíkt Hull leiknum þá tók hann þátt í þessum og nýttist best þegar við erum að sækja
  Joe Allen 7 – flottur leikur hjá stráknum og gengur spilið miklu hraðar með hann á miðjuni heldur en Lucas(en ekki eins sterkur varnarlega)
  Gerrard 7 – flottur leikur hjá fyrirliðanum og var hann að njóta þess að spila með mönnum sem vildu fá boltan í dag.
  Henderson 7 – jafn líklegur og ég til þess að skora en dugnaður og vinnusemi er alltaf til staðar.
  Sterling 6 – var alveg týndur framan af í þessum leik en skoraði flott mark og vonandi gefur þetta honum sjálfstraust
  Coutonho 9 – frábær leikur þótt að hann virkaði dálítið þreyttur síðustu 20. Hann lætur hlutina gerast hjá okkur
  Suarez 11 – já 10 er einfaldlega ekki nóg

  BR – ánægður að hann tók Moses úr liðinu og þorði að taka út varnasinnaðan Lucas út í staðinn fyrir Joe Allen sem skapar aðeins meira. Ánægður að hann leyfði Sterling klára leikinn þrátt fyrir að hann var ekki að fara á kostum og gæti þetta mark undir lokinn hjálpað honum mikið.

 11. Leikurinn var þokkalegur hjá okkar mönnum, Suarez var eins og perla á fjóshaug á vellinum í dag. Góður sigur, en verða samt að segja mikið hrikalega er Henderson eitthvað andsælis á auðnuhjólinu. Maður er farinn að vorkenna honum svipað og bakverðinum sem kom frá Fullham með Hodgson hér um árið ( man reyndar ekki nafnið á honum enda gott að gleyma því)

 12. Frábær leikur hjá okkar mönnum – og þá aðallega hjá einum manni; Luis Suarez, sem er einfaldlega besti leikmaður deildarinnar í augnablikinu, stórkostlegur.

  Flestir stóðu sig með prýði. Er mjög ánægður með Sterling, sem var eiginlega á síðasta séns, hélt bolta vel og virkilega gaman að sjá hann setja eitt mark.

  Coutinho er bara æðislegur. Boltameðferðin og sköpunargáfan hjá þessum dreng, unun á að horfa.

  Svo átti kóngurinn Gerrard alveg óskaplega mikið skilið að setja amk eitt mark í leiknum.

  Ef maður ætti að nefna eitthvað neikvætt, þá er það helst tvennt: Í fyrsta lagiJoe Allen, sem virkar of mistækur, átti þó hörkuskot sem Ruddy varði Ruddalega (pun intended). Og í öðru lagi Daniel Agger, sem er bara ekki alveg nógu öflugur varnarlega og átti sennilega stærsta sök á markinu sem við fengum á okkur.

  Eins og áður sagði, frábær sigur og frábær leikur hjá Suarez. En, ég er ALVEG HANDVISS um að Rodgers lagði þetta upp með að halda hreinu og þrátt fyrir þennan stórsigur, þá grunar mig að hann muni henda Agger út úr liðinu í næsta leik og þá verður komið að Sakho að festa sig í sessi (vonandi) og þar með verðum við komnir með okkar miðvarðapar í Sakho og Skrtel.

  Njótum kvöldsins félagar, við vorum að horfa á einn besta leikmann heims fara á kostum – og hann er í okkar liði!

 13. Frábær úrslit og þvílíkur leikur hjá Suarez! Drengurinn er ekki frá þessari plánetu!

  Ég vil alls ekki vera neikvæður og er virkilega ánægður með að við skyldum ná að vinna svona sannfærandi eftir slæman sunnudag. Ég tek hins vegar undir það með einum hér að framan að ég (og Brendan örugglega líka) hefði vilja sjá mörkin dreifast meira. Hvað gerist ef við missum Suarez í meiðsli? Finnst pínu óþægilegt hvað við erum rosalega háðir Suarez og Sturridge. Finnst allt of margir leikmenn alls ekki með nægilegt sjálfstraust og einfaldlega trúa því ekki að þeir geti skorað líka.

  Í leikjunum framundan gegn Tottenham og City verða fleiri leikmenn að stíga upp.

  Sammála komenti hér að framan að leikur liðsins er hraðari með Allen á miðjunni. Hann átti nú samt nokkra skrýtnar sendingar í leiknum, en varð betri og betri þegar líða tók á leikinn. Vonandi er hann að fá sjálfstraustið strákurinn og ég vil pottþétt sjá hann í byrjunarliðinu á móti West Ham um næstu helgi. Coutinho var frábær í leiknum og virkilega gott að Sterling skyldi setja eitt, enda þurfti hann svo sannarlega á því að halda upp á sjálfstraustið að gera.

  Bring on West Ham!

 14. En djöfull er ég ángægður með Gerrard sé byrjaður að æfa karate, var að nýta það vel í þessari marktilraun sem endaði í stönginni. Djöfull hefði ég viljað sjá hann inni

 15. Engin maður hatar Suarez jafn mikið, og jafn réttilega og markmaður Norwich. Þvílí frammistaða, svona á að svara fyrir sig

 16. Undarleg íþrótt sem þetta er. Liverpool var ekkert að spila neitt stórkostlega fyrr en kannski síðasta hálftímann eða svo, fjórum mörkum yfir. Það er oftar en ekki í þessum leikum sem bestu leikmennirnir skera úr um sigur eða tap.

  Þessi frammistaða Suarez í dag er ein sú besta sem maður hefur séð frá leikmanni Liverpool, hann bara gjörsamlega pakkaði Norwich saman, enn og aftur. Liverpool er búið að skora fimm mörk gegn þeim þrjá leiki í röð núna og Suarez á þátt í þeim nánast öllum. Þvílík mörk líka.

  Anthony Pilkington ?leikmaður Norwich var meiddur í dag og sagði þetta á twitter á meðan leiknum stóð:

  I wish Suarez would just leave us alone!! Big bully

  People moaning about defending just wait till u see the goals he has scored!

  What are you supposed to do when someone is doing that! He’s been unplayable tonight!

  Frábær og mjög mikilvægur sigur. Nauðsynlegt eftir afhroðið síðustu helgi. Varðandi þetta:

  Muni?i þegar vi? töpu?um fyrir Hull?

  Þá er svarið svo sannarlega já ég man það mjög vel og þessi leikur gerir þau úrslit og þann leik bara meira pirrandi ef eitthvað er. Þessi fimm mörk gegn Norwich gera lítð gagn ef við tökum ekki öll stigin gegn West Ham líka.

  Ekki það að maður nýtur momentsins auðvitað í kvöld og þetta létti heldur betur brúnina. Mér er alveg sama hvaða lið kemur í janúar eða hvað þau bjóða, Suarez á alls ekki að vera til sölu.

 17. Fínn leikur og gott að gleðjast svolítið yfir honum. Óþarfi að fá á sig mark og það er enn áhyggjuefni. Þurfum ekkert að ræða Suarez eða leikinn frekar, en ég held ég viti af hverju Rodgers brosti ekki mikið í kvöld. Hann hlýtur að vera ótrúlega pirraður á óstöðugleikanum sem ríkir í liðinu. Einn daginn rúllum við yfir þessi slakari lið en þann næsta töpum við illa.

  Það er t.d. ómögulegt að segja eitthvað til um það hvernig fer gegn West Ham. Mögulega tökum við þrjú stig en við gætum alveg eins tapað leiknum. Enn fáum við á okkur mark og enn er slatti af feilsendingum aftarlega á vellinum sem betra lið hefði refsað okkur fyrir. Ég held satt að segja að hann sé ekkert sérlega ánægður með marga leikmenn liðsins þrátt fyrir þetta burst. Það var auðvitað skapað af nánast einum manni.

 18. Fyrir utan hinn nýja Maradona, þá fannst mér Gerrard, Glen Johnson. Skretl og Agger bestir.
  Okkur vantar samt Benitez aftur til að tryggja 4ða sætið a þessu tímabili. Þetta var nú bara Norwich og næstu leikir verða spennandi.

 19. Afhverju í ósköpunum tók ég fyrirliðabandið af Suarez fyrir þennan leik

  Frábær leikur ! 😀 reyndar hefði Sakho bara aðeins stuggað við norwich manninum og við með clean sheet ! Skrtel og Sakho næst takk .

 20. Varðandi Rodgers þá held ég að hann hafi nú bara verið pirraður yfir töluvert mörgu sem hann sá frá okkar mönnum í kvöld. Það er jákvætt og hann tekur það væntanlega fyrir á næstu æfingu.

  Hann hrósar samt Suarez auðvitað afar mikið í fjölmiðlum eftir leik.

 21. Surez gegn Norwich

  Apríl, 2012. 0-3 Suarez þrenna
  Sept, 2012. 2-5 Suarez þrenna
  Jan, 2013. 5-0 Suarez 1 mark
  Des, 2013. 5-1 Suarez 4 mörk

  Brendan fyrir leik “Megum ekki bara treysta á Suarez”

 22. “Þessi leikmaður er bara svindl!”
  “Þessi mörk eru bönnuð innan 16 ára”
  “Hann skorar bara stórkostleg mörk, hinir geta skorað venjulegu mörkin en stórkostlegu mörkin eru frátekin”
  “Þeir eiga bara að taka af honum vegabréfið, hann á að vera í ensku úrvalsdeildinni”
  Gummi Ben um meistara Luis Suarez.

  Þvílíkur leikmaður!

 23. Hvar værum við án Suarez, án gríns. Mér líst ekkert orðið á þetta, hvernig verður þetta í janúar þegar tilboðunum fer að rigna inn? Vona svo innilega að hann verði a.m.k. út þetta tímabil því Liverpool FC má enganveginn við því að missa þennan snilling. Fyrir mér er Suarez besti leikmaður deildarinnar, mjög einfalt. Hann gjörsamlega ber þetta lið á herðum sér, og það út af fyrir sig er áhyggjuefni.

  Ég er glaður í dag, og við þurftum svo sannarlega á svona sigri að halda eftir dapran leik á móti Hull. Höldum veiku taki í 4. sætið eftir kvöldið, og munum væntanlega halda því enn eftir næsta leik. Hvað gerist eftir það forðast ég að hugsa út í. En ég ætla að njóta meðan er og vona það besta.

  Rodgers virtist ekkert allt of glaður og var fljótur að láta sig hverfa eftir leik. Ég velti fyrir mér hvort hann hafi verið að hugsa þetta: “Shit, þetta er eini leikmaðurinn sem skorar (nánast), hvernig á ég fara að því að halda honum út tímabilið,, ég fór fram á það að halda hreinu á heimavelli á móti Norwich, Agger er enn og aftur að láta taka sig í loftinu”.

  Segi svona, en þetta var mjög skrítið hvernig hann var á hliðarlínunni í leiknum og strax eftir leik. Virtist eins og eitthvað væri að fara í taugarnar á honum.. En hvað veit ég.

  Getum vonandi byggt á þessu og farið með fullt sjálfstraust inn í desember..

 24. Hvaða bull er þetta að við séum háðir Suarez, eruð þið búin að gleyma því að Suarez byrjaði leiktíðina á sex leikja banni og við vorum á toppnum allan tímann ef ég man rétt.

  Ég var búinn að spá að Suarez myndi skora a.m.k. fjögur mörk í kvöld, gerði reyndar líka kröfu um allavega fimm marka sigur sem gekk ekki alveg eftir.

  Í kvöld byrjaði aðeins að draga í sundur með efstu liðunum og nú eru þrjú stig á milli fimmta og sjötta sætisins, það hjálpar okkur óneitanlega í baráttunni um meistaradeildarsætið þó það sé kannski fullsnemmt að spá í það.

  Svo er bara að skora sex mörk á móti West ham um helgina.

 25. Vara benda a það að i þræðinum fyrir neðan spáði eg 5-1 suarez með 3 og gerrard og coutinho með 1..

  Var ansi nalægt þvi

  EN HALLO SUAREZ FRA HVAÐA PLANETU ERTU ?

  BESTA FRAMMISTAÐA SEM EG HEF SED FRA LEIKMANNI LIVERPOOL !!!

  ÞESSI GÆJI ER SA BESTI SEM SPILAÐ HEFUR FYRIR LIVERPOOL , EG ER BUIN AÐ SEGJA ÞAÐ LENGI, EFAST MENN ENNÞA UM ÞAÐ ??

 26. Annars var Brendan Rodgers fjári kúl á hliðarlínunni. Ákvað bara að taka einn Benitez á þetta. Vera ekkert að fagna. Ætli hann sé enn fúll yfir tapinu geng Hull? Ætla rétt að vona það.

 27. Sælir félagar

  Ég kem hérna inn nánast á hlaupum til að mæra Luis Suarez. Ef gefnar voru 100 milljón evrur fyrir Balann þá er Luis Suarez 200 mill. evra virði. Þvílíkt skrímsli og snillingur sem þessi drengur er.

  Það er nú þannig

  YNWA

 28. Jæja, þá er það staðfest.

  það er til líf á öðrum plánetum.

  Það er auðvelt að færa rök fyrir því að þessi maður getur bara alls ekki verið af þessum heimi.

  en ég sagði aldrei að það væri vitsmunalíf.

 29. Skil bara ekkert í Dr. SDG að ræna ekki Suarez. Lausnargjaldið gæti bæði leyst skuldavanda heimilanna og losað okkur úr viðjum gjaldeyrishaftanna. Með góða samningamenn gætum við jafnvel átt auka cash til að henda í Landspítalann.

 30. það er annahvort í ökla eða eyra hjá Liverpool, Suarez bara snillingur.

 31. Ég verð bara að segja að ég er einn af þeim sem sé sölutölur hoppa upp við svona frammistödu hjá manni sem buin er að gefa það út fyrir tímabil að hann vilji fara. Lengi lifi Suarez í okkar rauða búningi EN ég vill fá sem mest fyrir hann ÞEGAR hann fer.

 32. En það er alveg ótrúleg breyting á milli 2 leikja….hvað segið þið snillingar var það hraustari Coutinho eða innkoma Allen sem gerðu svona hrikalegan gæfumun.

  Ég vill allavega sjá þessa miðju oftar, það var kraftur í liðinu.

 33. Það sem þessi leiktíð er ÓTRÚLEGA mikilvæg fyrir Liverpool. Ég held að það sé nánast útilokað að þeir sem sigla skútunni láti hann fara í janúar. Það fæst alveg sami peninguri fyrir hann næsta sumar ef við komumst ekki í meistaradeildina.

  Meistaradeildin… þar liggur svín-hundurinn grafinn! Ég sé í raun bara tvennt í stöðunni. Að við náum meistaradeildarsæti og getum byggt liðið áfram upp í kringum Suarez sem vonandi væri þá búið að friðþægja. Ef við náum hins vegar ekki sæti þar og Suarez fer… og áfram verður erfitt að ná í leikmenn eins og þá sem við misstum af í sumar. Þá er ég hræddur um að við förum að dala aftur.

  Ég bið til Fowler um að við komumst í meistaradeildina í vor því …VÁ… hvað ég vil horfa á Suarez spila fótbolta fyrir Liverpool þangað til hann verður fimmtugur í það minnsta!

  Koma svo Brendan… ná stöðugleika í þetta og þá mun meistaradeildarsætið liggja!

 34. Frábær leikur!
  Er ég eini sem furðar sig á því að í stöðunni 4-0 þá klára Rodgers ekki skiptingarnar.. leikurinn var búinn og leikmenn Norwich hefðu hæglega getað meitt einhverja af okkur helstu mönnum í pirringskasti. Finnst hálf fáranlegt að nota ekki skiptingarnar ætla ekki einu sinni að taka þessa með þegar Aspas kom inná.
  Annars henda Agger út fyrir sakho! Allavega á móti West Ham!

 35. Stórkostlegur leikur hjá Suarez og ég efast um að við hefðum unnið þennan leik án hans.
  Vonandi fara aðrir leikmenn að stíga upp svo við bætum okkur sem lið.

  YNWA!

 36. nú eru menn oft að tala um þetta sé orðinn einhver kjellingaleikur, menn látandi sig detta og alvöru naglar séu að hverfa úr sportinu… Ætla rétt að vona að Shelvey verði keyptur aftur. Hann er goð. Rífur kjaft við Ferguson og er ekki með neitt hár. Eitthvað segir mér að hann verði flottur spilari og hafi getu og attitude til að fara alla leið. Flooottttur Jonjo !

 37. Djöfull þoli ég ekki að vera með Suarez sem captain í fantasy……. sagði enginn, aldrei.

 38. Ég þarf ekki að sofa hjá kvennmanni í svona 6 mánuði núna. Suarez fullnægði mér fram á vorið!

 39. Einfaldlega besti knattspyrnumaður heims. Þessir gæjar, ronaldo og messi eiga ekki breik í hann !
  Hann á ekki heima í sömu setningu og þeir einu sinni !

 40. Framherjar Úrvalsdeildarinnar fengu sex leikja forgjöf í haust, svo mætti Suarez á svæðið. Geiiiiissssspppp…

  13 Luis Suarez (Liverpool)

  11 Sergio Aguero (Manchester City)

  9 Daniel Sturridge (Liverpool)

  8 Aaron Ramsey (Arsenal), Romelu Lukaku (Everton), Wayne Rooney (Manchester United), Loic Remy (Newcastle United)

 41. Snilld. Liðið var samt ekkert að spila neitt í líkinug við það sem úrslitin segja til um, sem er áhyggjuefni, en við tökum þetta. Hvað er hægt að segja um Suarez?

 42. Dundaði mér í nótt að horfa á þennan leik og mikið var nú gott að fá viðbrögð okkar drengja, sýndu það að þeir voru jafn svekktir, eða svekktari, en við með frammistöðu sunnudagsins.

  Sagði áður að ef að þetta Hull tap okkar varð til þess að vekja í mönnum grimmdina og ákveðnina þá var það fullkomlega réttlætanlegt.

  Auðvitað er Luis Suarez ómennskur og klárlega langbesti leikmaður ensku Úrvalsdeildarinnar. Þegar ég horfði á viðtalið við Brendan í morgun þá eiginlega dembdist það yfir mig að hann og eigendurnir björguðu félaginu og vetrinum í sumar þegar þeir náðu að verjast öllum tilraunum til að selja hann, í óþökk okkar margra í raun, og ekki nóg með það heldur er það svo augljóst að búið er að mótivera Suarez til að bera þetta lið upp fjallið með þvílíkum hætti að það er hróssins vert. Það er ekki sjálfgefið að ná að stjórna stjörnu eins og Suarez og það er að takast. T.d. er ég ekki viss um að hann sé búinn að fá spjald svei mér þá.

  Liðsskipan gærdagsins var afar góð, Allen átti mjög góðan dag í djúpa hlutverkinu og hefur því ýtt við Lucas að standa sig. Varnarlínan okkar var á allt öðrum stað þegar kemur að uppspili, Agger lenti vissulega í vanda í einhver skipti en uppspilið hans í leiknum, hvað þá samstarfið við vinstri bakvörðinn var á þvílíkum himinn og haf klassamun miðað við það sem við sáum gegn Hull. Svo ég er bara ekkert endilega á því að við eigum að breyta fyrir West Ham leik. Varnarlínan okkar verður að taka þátt í uppspilinu og þó við fáum á okkur eitt mark þá er ein leiðin að skora fimm á móti….mér fannst reyndar líka ekkert hægt að gera í marki Norwich sem hafsent. Þetta var frábær sending, staðsetning Agger er rétt en skallinn frá Johnson magnaður og óverjandi. Hefði viljað sjá mun betur lokað á sendinguna inní.

  Varðandi það að reiða sig á Suarez. Ég veit ekki með ykkur hin en ég segi hiklaust að Barcelona og Real Madrid séu frábær lið. Barca án Messi er nú ekki sama liðið, eða RM án Ronaldo.

  Vissulega þyrftu fleiri að skora.

  En þegar þú ert með besta leikmanninn í deildinni þá snýrðu liðinu þínu um hann. Það munu koma dagar sem hann á “off” dag og þá verðum við að eiga aðra til að stíga upp (eins og Rodgers sjálfur bendir á) en í leik eins og í gær þá er bara málið að hinir 10 geri sitt til að bakka snilling upp. Ég er ógeðfelld glaður með Suarez í dag, trúi því virkilega að verið sé að takast að snúa honum í þá átt að hann átti sig á hversu stórt hlutverk hann getur átt í sögu frægasta liðs í heimi og það er einfalt að benda honum á framþróun félagsins í dag.

  Nú er bara að horfa á að setja Allardyce í sama skrúfstykkið og Houghton og þramma áfram upp fjallshlíðina, í dag sé ég Hull sem smávægilega hrösun sem gerir mann bara ennþá ákveðnari að komast á tindinn. Vonandi verður það þannig áfram!

 43. Það er í raun engu við að bæta. Frábær leikur í alla staði þar sem maður fékk að verða vitni af einni ótrúlegustu frammistöðu leikmanns í Liverpool treyjunni. Fjögur mörk, hvert öðru glæsilegra og jú, ein stoðsending.

  Þetta lið er algjörlega útreiknanlegt. BR virðist vera búinn að byggja upp ágætis heimavallarvígi. Erum búnir að vinna Fulham og Norwich samanlagt 9-1 í síðustu tveimur leikjum. Á undanförnum 5-7 árum hafa þessir leikir verið í bölvað basl á Anfield. Það sem liðið þarf núna er stöðugleiki og fara sækja 3 stig gegn þessum liðum á útivelli.

  Ánægður með breytingarnar sem BR gerði á liðinu frá því í síðasta leik. Menn eru búnir að vera velta fyrir sér af hverju Sterling hefur verið að spila, Allen, Agger o.s.frv. Það má ekki gleyma því að tímabilið er 38 leikir og Liverpool er ekki að fara spila mótið á einhverjum 11-13 leikmönnum. Ungu leikmennirnir og aukaleikararnir þurfa leiki. Nú er Liverpool að spila 3 leiki á sex dögum gegn Hull, Norwich og West Ham. Ég spyr ef þessir leikmenn eiga ekki að fá tækifærið í þessum leikjum, þá hvenær?

  Það eina sem ég myndi vilja spyrja BR eftir leikinn í gær er af hverju hann spilaði Gerrard og Couthinho í 90 mín. í gær? Í ljósi stöðunnar hefði ekki mátt láta c.a. 60 mín. duga? einfaldlega í ljósi þess að það er leikur á laugardaginn gegn West Ham sem spilar mjög physical.

 44. Þar sem verið er að nefna Suares í sömu andrá og Ronaldo og Messi í dag (bæði hér á Kop.is og annars staðar) má ekki gleyma því að enska deildin er miklu sterkari en sú spænska, þar sem tvö til fjögur lið eru í hæsta klassa á meðan enska deildin hefur að minnsta kosti tólf til sextán lið í hæsta gæðaflokki, leyfi ég mér að fullyrða.

  Ég er til dæmis ekki viss um að Atletico Bilbao og Villareal (sem eru í fjórða og fimmta sæti á Spáni) væru meðal tólf efstu liða á Englandi. Hull er í tólfta sætinu á Englandi og ég er ekki búinn að gleyma því að Liverpool tapaði fyrir þeim um síðustu helgi.

 45. Sælir félagar

  Ég er ennþá í sjöunda himni yfir besta leikmanni heims Luis Suarez. Og verð það allavega fram yfir næsta leik. En ástæða þess að ég kem hér inn aftur er þessi spurning um Sakho. Af hverju er hann ekki í liðinu til að takast á við sendingar eins og þá sem Agger réði ekki við.

  Þessi varnarmaður, sem vann leikinn fyrir Frakka og kom þeim áfram í heimsmeistarakeppnina, er að mati BR(?) ekki nógu góður fyrir Liverpool. Af hverju? Það er að vísu rétt sem Maggi segir að Agger er best spilandi(?) miðvörður okkar – og þó. Hvað með Sakho? Við vitum í raun ekki hvað hann getur sem slikur varnarmaður? Við vitum að hann hefur styrk, hraða og er mjög góður skallamaður og tæklari. Einnig getur verið að hann sé líka mjög vel spilandi miðvörður og jafnoki Aggers í því. Hann er nefnilega betri en Agger á öllum öðrum sviðum varnarleiks.

  Ég legg til að kunnáttumenn í net njósnum fari að grennslast fyrir um hvað er í gangi hjá BR og Sakho. Þetta er nefnilega mjög merkilegt og verðugt rannsóknarefni fyrir góðan spæjara.

  Enn bara svona að gamni vil ég endurtaka setningu sem ég las hér einhverstaðar fyrir ofan ” öll stóru liðin unnu sína leiki”. Frábær setning fyrir MU menn 😉

  Það er nú þannig

  YNWA

 46. Það má alveg velta fyrir sér hvort BR ætti ekki að prófa að færa Agger í stöðuna hans Lucasar, þá getur hann haft Sakho og Skrtel í miðvörðunum. Það er ekki eins og Lucas sé neitt sérstaklega sókndjarfur hvort eð er, mann finnst hann á köflum spila eins og miðvörður sem er meira framliggjandi.

 47. Sakho er örugglega okkar sterkasti maður í loftinu en mér fannst hann samt út á túni í okkar fyrstu leikjum. Mér finnst frekar vandamálið vera að Skrtel er aðalmaðurinn í vörninni. Ég hef ekkert á móti Skrölta, hann er búinn að vera okkar jafnasti varnarmaður í ár en mér finnst allir hinir 3 betri heldur en hann.

 48. Ef að Brendan hættir að byrja allar setningar á “as I said” þá er ég gríðarlega sáttur með hann.

 49. Fellaini to the left of him, Cleverly to the right.

  12 points to the title, 12 points to relegation.

  Stuck in the middle with Moyes.

 50. Það er eftirfarandi skoðanakönnun á Sky síðunni. Er Moyes rétti maðurinn fyrir ManU? Auðvitað svaraði ég já!

 51. Mikið er ég Sammála þér Daníel að það ætti að prufa Agger í DMC! Elska þennan mann en hann er því miður ekki búinn að vera standa sig í miðverðinum undanfarið en samt finnst mér hann eiga heima í byrjunarliðinu. Efast ekki um að hann myndi skila DMC vel af sér, sé smá Hamaan í honum. Hann er líka bara frekar sterkur sóknarlega, hver man ekki eftir neglunum hans sem hann hlóð í reglulega fyrir nokkrum árum, hvar eru þær í dag ?

 52. Rodgers talar um að það hafi verið crucial að svara tapinu gegn Hull með sigri.. en hvernig væri svo að svara þessum sigri með öðrum sigri og koll af kolli. Það á ekki að þurfa tapleik til að peppa menn upp.

 53. Ég vill nota þetta tækifæri til að þakka fyrir að það séu komin RAUÐ net aftur!

  YNWA

 54. Drullu sáttur eð Suarez, ég er samt á því að við ættum að selja hann núna meðan hann hefur High value… Real væri eflaust til í borga góðan prís sem væri hægt að nota í nýjan miðjumann og annan sóknarmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Bent held að hann og sturridge væru baneitraðir. Væri gott að fá Cattermole týpu á miðjuna….

 55. Ég hef nú tekið eftir að þegar menn villja sá Sakto spila þá er sagt. Hann er landsliðmaður Hann vann leikinn sem kom Frökkum í HM. Eins og þettta er nógu góð ástæða. Frakkar lentu í öðru sæti sinum riðli og töpuðu 2-0 í Úkraníu. Allt í lagi, Sakto gerði vel að skora og átti þátt að Frakkar unnu 3-0. Enn skrífast þetta ekki á aulahatt Úkraníumanna. Þeir skítu á sig í seinni leinum.
  Annars þá er alveg hlynntur að sá Aggerinn í DM(stöðu Lucas) og leyfa Sakto spilla með Skrtel.

 56. Mér fannst allt liðið spila vel. Suarez alveg ótrúlegur! Helst að það kæmi lítið út úr Henderson og Sterling, þó að Sterling kláraði færið sitt vel.

Liðið gegn Norwich

West Ham á morgun