Liðið gegn Norwich

Byrjunarliðið gegn Norwich er komið og það er ansi áhugavert:

Mignolet
Johnson – Skrtel – Agger – Flanagan
Gerrard – Allen – Henderson
Sterling – Suarez – Coutinho

Bekkur: Jones, Touré, Sakho, Lucas, Alberto, Moses, Aspas.

Í vörninni missir Kolo Touré sæti sitt til Daniel Agger á ný. Mamadou Sakho situr enn á bekknum sem ég skil alls ekkert í, sérstaklega með eins takmarkaðan sóknarmann og Flanagan í bakverðinum og eins og Skrtel lék síðasta leik. Á miðjunni missir Lucas Leiva sæti sitt til Joe Allen; annað hvort er Rodgers ekki sáttur við Lucas eða hann er einfaldlega að hvíla hann, á meðan 33 ára gamall Steven Gerrard heldur áfram að byrja alla leiki. Victor Moses missir svo sæti sitt til Philippe Coutinho sem er heill á ný, á meðan Raheem Sterling fær annan séns til að heilla.

Þetta er áhugavert. Sterkt lið hjá okkur og ég er ánægður með að sjá Coutinho, Agger og Allen aftur inni, þótt ég viðurkenni að ég hefði viljað sjá Sakho líka.

Þetta á engu að síður að vera nóg til að vinna Norwich heima. Engar afsakanir drengir, klárið málið bara. Áfram Liverpool!

77 Comments

 1. Það er vonandi að hann brendan vinur okkar haldi sig nú bara við þetta leikkerfi fram yfir áramót og fái smá kjölfestu á liðið sitt/okkar…. Og að leikmenn girðinsig í brók og sýni klærnar með að rústa norwich á heimavelli!!!!

  Við eigum það skilið eftir frammistöðuna um síðustu Helgi

 2. án allrar neiðkvæðni og vissu um að við vinnum þennan leik þá…

  Hvernig í ósköpunum getur það gerst að Sterling haldi sætinu sínu í liðinu eftir síðasta leik.

  Er þetta eitthvað grín?

 3. Seinasti séns Sterling, ég er að vona að Allen sýni að hann eigi að hirða sætið af Lucas í dag.

  Skyldusigur annars er margt að.

 4. Þetta er held ég í fyrsta skipti síðan BR tók við að ég er mjög ósáttur við liðsval hans tvo leiki í röð. En enga neikvæðni hér.

  Við vinnum þennan leik

 5. Uff sterling aftur.. eg hef nkl enga tru a þeim dreng lengur.. held það verði ekkert ur þessum dreng.. hausinn klarlega ekki i lagi og i raun hefur hann EKKERT getað sipan hann fekk nyja samninginn fyrir ari siðan. LANA HANN STRAX, hann er alls ekki tilbuin til að spila fyrir liverpool

  En spai 5-1 suarez 3, gerrard 1 og coutinho 1

 6. Nú bara getur varla annað verið en að Cissokho sé meiddur, var það eitthvað sem ég missti af?

  Enn er skipt um miðvarðapar og það verður líklega aftur skipt fyrir næsta leik.

  Ég hefði gefið Gerrard pásu frekar en Lucas en það verður spennandi að sjá hver verður aftastur. Henderson?

  Á móti kemur ekkert á óvart að Moses sé ekki með í dag enda spilaði hann sig úr byrjunarliðinu í síðasta leik.

  Þetta dugar vonandi í dag og við fáum eitthvað annað en sömu hörmung og síðustu helgi.
  Set 1-0 á þetta, Gerrard með markið úr víti.

 7. Er bara alls ekki sammála þessu byrjunarliði, vissulega á það að vera nógu sterkt til þess að vinna Norwich. En bara næ því ekki hvað BR er að hugsa með þessu.

 8. Victor Moses átti náttúrulega ekki séns á að byrja þennan leik eftir síðustu frammistöðu. Beinlínis blaðamál ef hann hefði byrjað.

  Fyrst Aspas er ekki treyst fyrir að byrja þá hefði ég alveg litið á Sterling sem næsta kost, en það er sannarlega ekki traustur kostur. Hvað er í gangi með Sakho og sérstaklega Cissokho er eitthvað sem við væntanlega fréttum af fljótlega. Alveg sammála Kristjáni með það að ég hefði viljað sjá Sakho en viðurkenni líka gleði yfir því að Agger sé inni því hann mun skila boltanum betur frá sér.

  Lucas var slakur í lok Everton leiks og ekki með gegn Hull. Þá er bara að skipta um mann, þó ég sé á því að við munum sjá Hendo djúpan í kvöld með Allen og Gerrard ofar á vellinum…

  Sigur takk. Sigur.

 9. Skrtel á alltaf að vera í liðinu. Menn tala um framistöðuna í síðasta leik þar sem hann skoraði sjálfsmark á 87 mín. Fyrir utan það þá fannst mér hann einn af fáum liverpool leikmönum sem var að gefa allt í leikinn og átti fínan leik.
  Skrtel er búinn að vera frábær á þessari leiktíð.

  Toure var skelfilegur í síðasta leik og Agger hefur ekki átt góða leiktíð. Því vill maður fara að sjá trölla miðverðina byrja þá Skrtel og Sakho.

 10. sterling á ekki skilið að byrja þennan leik miðað við framistöðuna á laugardaginn og á tímabilinu. Ég er á því að hann sé hrikalega hypaður leikmaður. Ég hefði byrjað með Aspas

 11. fátt sem kemur manni á óvart ef miðað er við síðustu vikur hjá Rodgers! Sakho kemur frökkum á HM ekkert lítið afrekt út af fyrir kemst ekki í liðið hjá okkur??? í raun ætti Sakho og Agger að fá sénsinn til að prufa hvort þeir virki vel saman í þessum leik! EFtir horror show að hætti Skrtel og Toure þá fannst mér það réttlætanlegt að prufa þá 2….

  Miðjan voðalega lítið hægt að kvarta yfir því Lucas virðist ekki að ætla að ná fyrra form sem hann var í áður enn hann meiddist alvarlega. Kannski ágætt að hvíla hann og prufa nýja miðju enda var okkar miðja ekki með í ?íðasta leik! Af hverju er ekki hægt að prufa Aspas í staðinn fyririr ungbarnalambið Sterling. Síðasti leikur hjá honum var kannski ágætur fyrir þær sakir að Moses átti hræðilegan leik enn Sterling var skömminni skárri! Það kom bara ekkert út úr honum og hefur ekkert gert allt þetta ár!!!

  Enn við eigum samt að valta yfir þetta Nornaliðið í kvöld! ég sætti mig við ekkert minna enn 4 mörk í kvöld og suarez með öll…… Bara please byrjið að halda hreinu aftur Strákar mínir þetta gengur ekki að vera með stór göt í vörninni leik eftir leik :S

 12. Nú er að duga eða drepast fyrir Joe Allen.

  Öll augu Liverpool stuðningsmanna eru að fylgjast með honum.

  Koma svo! Tökum þetta Norwich lið!

 13. mmm þetta er traustvekjandi, að lesa yfir ummælin og allir neikvæðir, þá er sigurinn vís. Annað en eins og þegar allir voru að skrifa fyrir Hull leikin þegar menn voru svo bjartsýnir.

 14. lOkri þessi linkur virkaði. Ég er mjög hrifinn af þessari leikaðferð og vona sá hana i framtiðinni. Annars varðandi byrjunarliðið í kvöld. Hissa sá Sterling i byrjunarliðinu.

 15. Eg skil ekki thetta Sakho-mal! Loksins komnir med nautsterkan midvørd sem getur lika skorad ur føstum leikatridum en hann er frystur.

  Annars a ekki ad skipta mali hvada 11 leikmenn byrja thennan leik, thetta a ad vera sigur og EKKERT ANNAD!!

  2-0

  YNWA!

 16. svo var að detta inn sopcast linkur, líka frá Rússunum…

  sop://broker.sopcast.com:3912/143529

 17. Sterling er buinn að vera alveg hopeless siðasta arið eða svo. Fyrir mitt leyti siðasti sens hja honum aður en eg vil sja hann fara a lani.

 18. Bad sign, Gerrard tapar hlutkesti og Norwich neyða okkur til að spila á móti KOP í fyrri.

  Upp með sokkana
  YNWA

 19. Byrjar vel sennilwga 10 sendingar a fyrstu 10 min beint a motherja.. hvað er að fretta

 20. Er einhver með ágætan enskan link á leikinn? Flestir að hökta mjög mikið.

 21. Líklegra að ég vinni í lottó en að Henderson klári góð færi eða geri eitthvað að viti í vítateig andstæðinganna!

 22. Vá! Geðveikt mark! Súri. Elska þegar markmenn leggja upp mörk á sitt eigið lið.

  En sjúses hvað Henderson er dapur að finisha. Það er átakanlegt. Ef það er lagað hjá honum kemur hann til með að verða hinn fullkomni leikmaður. Er mikill Henderson fan en ég bara get ekki fleiri léleg skot og marktilraunir. Það er svo sárt… =P

  Áfram POOL =) =D =P

 23. Haltu kjafti … gæinn er ekki hægt. Ég er búinn að gleyma öllum feilsendingunum

 24. Þetta geta bara heimsklassa leikmenn gert sem eru með fullkomna tækni og skilning á leiknum.

 25. Ólyginn segir að Norwich undibúi 100 milljón punda tilboð í Suarez.
  “Allt betra en að spila gegn þessum gæja!”, segir stjórnarformaðurinn.

 26. Hver er þessi Hoolahan ??? Hélt það væri hjúkkan í MASH – Spítalalíf ( fyrir þá sem eru fermdir ) 🙂

 27. Launahækkun – strax!

  Annars er kúturinn að skemmta manni líka og Gerrard er alveg á pari en Allen og Sterling eru ægilega slappir, það verður að segjast.

 28. Joe Allen að heilla upp úr skónum. Þegar hann spilar fær það mig alltaf til þess að hugsa: afherju í andskotanum var þessi leikmaður keyptur…

  Hann er bara ómögulegur í öllu sem hann gerir greyið kallinn. Hálfvorkenni honum

  Djöfull er Suarez ótrúlegur maður.

 29. Þá er það staðfest. Luis Suarez er fyrsti leikmaðurinn í deildinni til að skora þrennu þrisvar gegn sama liði.

 30. Sonur minn sem er fjögurra ára telur að Suarez skori fimm í kvöld. Þegar ég spurði hann fyrir leik hvað hann myndi skora mörg í kvöld sagði hann fimm.

 31. Djöfull meitlaði Suarez sig í sögubækurnar þarna. Þrjár þrennur í röð á móti sama liði.
  Hefur það gerst áður?

 32. Nú þarf Joe Allen aðeins að sleppa sér og skella sér í sóknina. Setja eitt kvikindi og fá smá sjálfstraust. Þetta er góður leikmaður en sama hvað menn heita ef sjálfstraustið er ekki til staðar og þá er lítið gagn af mönnum.

 33. Er einhver með annað stream, er ekki að virka hjá mér, annars kann ég ekki mikið á þetta. stundum virkar þetta stundum ekki

 34. Ágætur fyrirhálfleikur.
  Suarez er einfaldlega stórkostlegur leikmaður og er staðan Suarez 3 Norwitch 0.
  Jákvæða eftir 45 mín.
  Suarez stórkostlegur
  Glen Johnson er með í þessum leik og hefur farið mörgu sinnum yfir miðju
  Joe Allen hefur átt fínan leik og gengur boltinn miklu hraðar með hann aftastan heldur en Lucas.
  Boltin er að ganga hraða og erum við alltaf líklegir til að búa til færi
  Coutinho virkilega flotturr

  Neikvæða
  Stundum finnst mér við kærulausir með boltan. Boltinn er að fljóta vel en stundum erum við tæpir á því að missa hann á hættulegum svæðum(sjá Skrtel sendingu á Allen)
  Sterling virkar hikkandi og vantar allt sjálfstraust
  Henderson hlaupir stanslaust en maður er aldrei hræddur um að hann skori úr sýnum færum eða búi eitthvað til.

 35. Suarez er náttúrulega bara snillingur! En jedúddamía að hann fari ekki að taka uppá því að meiðast, guð hjálpi okkur ef það gerist, allavega gerir moses það ekki.

  Og þrátt fyrir allt tek ég hatt minn ofan fyrir Henderson, þetta er baráttuhundur hlaupandi út um allan völl og berst um hvern bolta.

  Sterling greyið, jaaaaa……. Liverpool er bara aðeins of stórt númer fyrir hann í bili, lána strákinn.

 36. þessi Suarez er bara ekki hægt! Dísus, þvílíkur snillingur. Hvar væri Liverpool án hans og Sturridge í dag??

  Vá hvað þessi leikur er mikil áminning um það hversu mikilvægt er að halda honum! Við vitum allir hvað þarf til að halda honum. Meistaradeildarsæti á diskinn minn, takk!

  Ætlar BR ekki að takast að berja sjálfstraust í leikmenn eins og Henderson, Allen og Sterling??

 37. Ef það væri einhverntíman tækifæri til þess að gefa gamla góða Gerrard smá hvíld þá væri það í þessum leik. Stuttu í næsta leik og væri gaman að sjá hann fara útaf fyrir Lucas og Allen framar eða einfaldlega Moses og Henderson á miðjuna og reyna að koma Moses í gang.

 38. Ef þið eruð einhverntímann í vondu skapi og vantar að hlægja, hugsið þá um þegar Arsenal bauð 40m í Suarez…

 39. Kl 19:56 ( 0 – 0 ) bað ég um 3-0 í hálfleik. check
  Tökum 4 í seinni, er ekki sláturtíð ennþá 🙂

 40. Mikið er ég glaður að sjá að Lucas er ekki í liðinu. Meir hraði á miðsvæðinu þegar hann er ekki þar.

 41. Vitið þið annars af hverju við spilum ekki gegn Kop stúkunni í seinna eins og vaninn er??

 42. Djöfull er Henderson ógeðslega duglegur. Og sendingarnar hans meira og minna mjög góðar!

 43. Útaf með SUAREZ, hann er ekki búin að skora eftir 15 mínútur af seinnii hálfleik 😉

 44. Sælir,
  getur einhver hér inni varpað ljósi á það fyrir mig afhverju BR fagnar ekki mörkunum ??

 45. Þetta telst varla sem þrenna og því stendur metið hans ekki ???? eða hvað? hehe

 46. Ensku þulirnir: “there’s been a privelidge to have been here tonight to see what we have seen…Luiz Suarez, what a player” 🙂

 47. Ef ég væri Luis Alberto núna væri ég alveg dýrvitlaus og myndi sanna mig fyrir stjóranum!

 48. Frábær leikur, en vá hvað það pirrar mig hvað við eigum erfitt með að halda hreinu.

 49. Gott kvöld fyrir Merseyside……… Everton komið 0 – 1 yfir! Bara gaman! :O)

Liverpool – Norwich

Liverpool 5 Norwich 1