Kop.is Podcast #47

Hér er þáttur númer fjörutíu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 47. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Undirritaður stýrði þættinum í fjarveru Kristjáns Atla og með mér á línunni voru Maggi, Steini og Eyþór Guðjóns sem var að spila sinn fyrsta leik.

Helst á dagskrá var auðvitað nágrannaslagurinn frá því um helgina, pælingar varðandi vörn og miðju. Maggi kom aðeins inn á næstu ferð Kop.is til Liverpool ásamt annarri almennri umræðu.

Örlítið lengra en við ætluðum enda af nægu að taka.

Babu

5 Comments

  1. Glæsilegt podcast og alltaf gaman að hlusta og að fá nýjan mann inn.
    En ég verð að koma með smá innlegg í umræðuna með hægri bakvarðastðuna og vera ósammála Steina með meiðslin hjá Kelly. Það er vel þekkt að krossbandaslit eru mjög erfið viðureignar og er ekkert slit eins. Endurhæfing tekur mjög langan tíma og oft á tíðum hefur verið talað um innan sjúkraþjálfunar að menn eru farnir og snemma út á völlinn. Þar spilar ýmislegt inn í líkt og pressa frá leikmanni sjálfum, stuðningsmönnum, þjálfara, liðsélögum, fjölskyldu osfr. Engin endurhæfing er eins og það getur vel verið að Kelly líði ekki vel með hné og finnist hann vera óstöðugur og treysti því ekki 100%.

  2. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir eðli þessara meiðsla sem Kelly lenti í. Hann hefur hins vegar verið í hóp afar oft, og ef menn eru ekki heilir, þá eru menn alla jafna ekki í hóp, nema með undantekningum að um sé að ræða algjöra lykilmenn í lykilstöðum, þá eru þeir stundum deyfðir eða e-ð álíka til að koma þeim í gegnum leikinn, þó með þeim fyrirvara að ekki sé verið að skemma neitt til lengri tíma.

    Martin Kelly tók fullan þátt í undirbúningstímabilinu, og var í hóp í öllum æfingaleikjunum. Kom inná í leikjum 13, 20, og 24 júlí. Var svo í hóp 28. júlí og 3. ágúst og kom svo inná í leik þann 7. ágúst. Hann var á bekk 10. ágúst, 1. september, 16. september, 21. september og kom inná gegn Man.Utd þann 25. september. Aftur í hóp 19. október og kom inná 26. október og í hóp 2. nóvember. Þetta er mjög langur tími sem hann hefur æft.

    Það er líka ekki bara við þessi meiðsli sem ég hef sett spurningamerki við hann og hversu vel honum er treyst orðið. Áður en þau komu til þá fannst mér margt benda til þess að hann sé kannski ekki bara á nægilega góðu level fyrir þetta, af því set ég líka spurningamerki við hausinn hjá honum. Núna virðist það bara vera sem svo að Flanagan sé hreinlega framar en hann í goggunarröðinni. Hann hefur fengið langan tíma núna til að spila sig inn aftur, en það virðist bara ekki vera að gera sig, burtséð frá því hversu langan tíma endurhæfing hefur tekið. Í þessari upptalningu minni tek ég ekki inní dæmið alla U-21 leikina sem hann hefur spilað og flesta þeirra hefur hann spilað illa að mér skilst og þar erum við að tala um 5 leiki þar sem hann hefur klárað allar 90 mínúturnar.

  3. Martin Kelly er í mínum huga enn mikið spurningamerki.

    Hann er búinn að vera eiginlega samfellt meiddur síðan hann var 18 ára, þá var hann talinn mikið efni í hafsentinum hjá okkur og því kom ekki á óvart að Rafa prófaði hann í bakverði, sem er ansi oft gert með unga og efnilega (sjá t.d. Wisdom) varnarmenn.

    En þá meiddist hann strax og svoleiðis hefur gengið. Í fyrra var nýtt læknateymi og það greinilega ákvað að setja hann í aðgerð og endurhæfingu sem þýddi hann alveg frá í langan tíma en átti að þýða á móti að hann yrði góður.

    Fyrir þessa aðgerð fannst mér morgunljóst að Kelly yrði ekki fyrsti bakvörður í okkar leikkerfi. Til þess er hann ekki nægilega góður sóknarlega, vantar mikið upp á sendingatækni og þegar kemur að pressuvörn. En vonaði auðvitað að þetta yrði í lagi þegar hann kæmi til baka.

    Svo kemur hann til baka í sumar. Örugglega 5-7 kílóum þyngri sem þýðir auðvitað að hann er enn lengra frá bakvarðarstöðunni. Svo þá er honum skellt í hafsentinn í U-21s árs liðinu. Þar hefur hann átt mjög erfitt, að hluta til örugglega vegna þess að hann er enn of þungur, en líka að hluta til að hann virkar mjög stöðuvilltur í þeirri leikstöðu, kannski ekki skrýtið þar sem hann hefur varla spilað leiki síðustu ár, hvað þá í hafsentinum.

    Það er því algerlega skiljanlegt að hann sé ekki lengur í hóp. Miðað við frammistöðu Flanno þá er sá kominn á undan honum í hægri bak og hann er langt, langt á eftir Agger, Skrtel, Toure og Sakho í hafsentinum. Miðað við það sem ég hef séð í U-21 eru bæði Ilori og Lloyd Jones líklegri til að standa sig ef þeir fá séns með aðalliðinu.

    En auðvitað á ekki að afskrifa þennan strák. Ég myndi í sporum Rodgers nú hætta við að lána Flanno og reyna að finna Kelly lið til að spila með. Er handviss um að lágrankað PL-lið eða gott Championshiplið myndi taka hann til sín og þá gæti mögulega kúrvan hans beygt upp.

    Ekki ósvipað og maður sér gerast núna hjá Suso og Andre Wisdom sem spila nú alla leiki hjá alvöru fótboltaliðum. Þó að okkar U-21s árs lið sé fínt þá eru gæði deildarinnar þar ekki nægileg til að finna út hvað maður eins og Kelly ræður við.

    Og við þurfum að vita það, ekki síst miðað við að í fyrra var gerður langur samningur við hann upp á töluverða launahækkun, ráðstöfun sem í dag er hengt spurningamerki yfir….

Everton 3 – Liverpool 3

Breytingar hjá þjálfurum yngri liðanna.