Liðið gegn Everton

Liðið sem mætir á Goodison er komið. Tveir hlutir koma á óvart. Flanagan byrjar og Joe Allen líka á kostnað Sturridge. Ég hef ekki hugmynd hvernig Rodgers stillir þessu upp.

Mignolet
Johnson – Agger – Skrtel – Flanagan

Lucas – Allen

Gerrard – Henderson – Coutinho

Suarez

Á bekkun: Jones, Toure, Alberto, Moses, Sturridge, Sakho, Sterling

91 Comments

 1. Cissokho meiddur þá hlýtur að vera. Everton liðið er eins og ég spáði um fyrir sýnist mér, Barkley kemur í stað Osman.

  Þetta verður eitthvað…

  Koma svo!

 2. Er ekki bara fínt að byrja með Allen inná, ná tökum á miðjunni enda Everton ekkert að fara að gefa á eftir og Sturridge ekkert duglegur til baka. En það er bara mín skoðun.

 3. Líst vel á að hafa Allen þarna inni í liðinu á þessum erfiða útivelli.

  Vona svo sannarlega að við tökum þetta 0-2 en finnst jafnteflið líklegast.

  KOMA SVO!!!

 4. Hef trú á því að það verði mikið flæði á Gerrard, Henderson og Coutinho þannig að það verði ekki endilega föst staða á þeim. Annars gaman að sjá Allen inni og verðskuldað miðað við hans landsleiki í vikunni. Vonandi verður hann umferðarstjórinn í dag því að ég hef trú á því að hann virki vel með Lucasi þegar hans varnarhlutverk er ekki alveg jafn mikið og þegar Lucas nýtur ekki við. Spái 0-2 þar sem Suarez skorar og svo kemur Alberto inn fyrir Henderson þegar hann verður búinn að hlaupa tvö maraþon og potar inn eftir hornspyrnu frá Coutinho.

 5. Flanno hægri, Glen vinstri, Hendo hægri, Allen í holu.
  Svo vonandi alls konar dínamík uppi.

 6. ég hef trú á að allen noti sénsinn sinn núna… ég er samt ekki að kaupa það að gerrard verði á kantinum…

 7. Er sturage ekki a bekknum vegna þess að hann var tæpur spilaður i 90 mín i vináttulandsleik af þeim mikla liverpool vini hodgson

  Hef það a tilfinningunni að hann hafi eitthvað a móti okkur.

 8. HELVÍTIS landsleikjabull. Sturridge greinilega enþá meiddur eftir að hafa spilað 90 mín gegn Þýskalandi á öðrum fæti.

  Það þarf að fara að kenna Rodgers að taka Ferguson á þetta og skrá alla Liverpool leikmenn meidda í æfingarlandsleikjum.

 9. Ég verð að lýsa yfir furðu minni á valinu á miðvarðapari dagsins. Lukaku niðurlægði þá félaga Skrtel og Agger í 2 leikjum í fyrra, og yfir heildina átti þeir í mjög miklum vandræðum með stóra og sterka framherja á síðasta tímabili. Í sumar keyptum við tvo miðverði sem eru algjör Beast og mun hentugri til að glíma við svona týpu af framherja að mínu mati, en hvorugur þeirra byrjar þennna leik.

 10. HJÁLP !!!! FINN EKKERT STREAM. HJÁLPIÐ MÉR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 11. HEfði viljað sjá Touré eða Sakho inni gegn Lukaku.. Höfum séð Agger og Skrtel lenda í vandræðum með stóra og sterka framherja.

 12. Sammála því að allavegana annar hvort Sakho eða Kolo ætti að vera þarna til að taka Lukaku úr umferð

 13. Snilldar stream Steven, nema það virðist ekki bufferast að fullu, alltaf að stoppa, ekkert vesen hjá þér ?

 14. Enn einusinni sem Lucas brýtur á sér og skapar mark. Haldið bara áfram að hæla honum.

 15. Vörnin ekki að virka vel hjá okkur í þessu marki sem everton skorar 🙁

 16. Hvenær ætlar þetta lið okkar að girða í brók og verjast föstum leikatriðum?

 17. Sé menn auglysa browser streams herna i sifellu sem er ekki med nokkkru moti hægt ad njota sin vid ad horfa. Plís, fyrir næsta leik, setjid wwww.wiziwig.eu i bookmarks og sækjid acestream forritid thar inni. Á leikdegi birtast stream fyrir leiki klukkutima fyrir kickoff og veljid thar bloodzeed streamid og njotid thess ad geta horft a hd stream med enskum lysendum frítt. Bloodzeed er ekki alltaf i bodi en oftast.

  Btw tá checkadi eg ekki quality-id a linkunum vid thessa færslu en thad er kominn tími á marga hérna inni ad átta sig á ad bloodzeed er kóngurinn i thessu.

 18. Einstefna í þessum leik núna, mikil pressa á Liverpool. :eir eru meira en til í þessa baráttu, ekki mikið við !

 19. djöfulsins kjaftæði.. ekki spjald fyrir að slengja olnboga framan í Agger.. !! Rólegur á að spara spjöldin !

 20. Það þarf semsagt að fótbrjóta í þessum leik til að fá rautt!!! Skandall!!

 21. Úff Suarez sparkaður niður, púaður á fullu, held hann eigi eftir að skora svona 5 mörk í viðbót.

 22. finnst að Flanagan sé ekki að höndla þetta.. menn eru að labba framhjá honum.. að vísu eru ensku þulirnir að segja að hann sé að standa sig skítsæmilega.

 23. Að maðurinn hafi komist upp með svona ofbeldi með gult er lögreglumál

 24. Ég er að horfa á leikinná BT sport og þar er Owen að lýsa leiknum og mér finnst hann halda með Everton, er ekki að fíla Owen

 25. Það er nú ekki bara Flanagan sem er ekki að höndla þetta. Finnst Gerrard td. búin að eiga fleiri sendingar á Everton menn en samherja og það má líka segja um fleiri. Pressan hjá Everton er að svínvirka því þessir boltar enda hjá þeim um leið og það kemur smá pressa.
  Vona að BR lesi vel yfir þeim í hálfleik því þó svo að við séum yfir að þá finnst mér þetta ekki góður leikur af okkar hálfu.

 26. Fínn fyrri hálfleikur en ég er ekki að skilja Dowd, tekur sér 2 mínútur til að vera í sviðsljósinu og kemur með gult spjald. Alveg óskiljanleg ákvörðun eins og þeir sögðu á btsport að gula spjaldið hefði átt að koma strax í staðinn fyrir að bíða með það. Annars var þetta alltaf rautt spjald.

 27. Okey halftime:

  Held að Lukaku sé ekki búinn að vinna skallabolta í 45 min. Það er þokkalega. Sömuleiðis er Gerrard nánast ekki búinn að hitta samherja í 45 min. Það er enn ótrúlegra.

  Svo er nátturulega aðalmálið að þessi Mirallas sé ekki á leiðinni í 5 leikja bann. Þvílík þvæla.

  Ef þetta hefði verið einhver Arsenal leikmaður værum við að tala um fótbrot.

 28. JE – MINN – EINASTI

  Erum við enn að þræta um Lucas? OK hann gefur 1-3 aukaspyrnur fyrir utan teig í leik en oftast ekki sem eru í skotfæri… og hvað fáum við í staðinn?

  Voru menn á klósettinu eða að ná í næsta bjór í kælinn þegar hann sópaði upp inni í teig eftir að Flanagan var niðurlægður af Barkley eða þegar Glen Johnson ákvað að missa boltann og Lukaku var sendur í gegn? Plús þessar 5-8 sóknir sem hann er búinn að stoppa í fæðingu?

  Hann er með sína galla en ég sé allavega kosti sem vega þá svo margfallt upp!

 29. Bjöddn, ég pirraðist yfir einni aukaspyrnu sem hann gaf, en það var síðan ekki aukaspyrna, en ég er ALVEG SAMMÁLA þér, LUCAS er frábær, og búin að vera frábær í fyrri hálfleik, ég var bara of fljótur á mér að pósta 🙂

 30. Á ég að þora að segja það………. skítt með það…… mér finnst Allen ekki sýna neina stjörnutakta á miðjunni. Finnst okkar menn vera undir þar.

 31. Allt fyrirgefið Höddi B 🙂 Sérstaklega ef við vinnum svo leikinn.

  En djöfull er ég pirraður yfir því að Mirallas sé ennþá að spila þennan leik!

 32. Hvað má þetta portugalska kvikindi brjóta oft af sér án þess að fá spjald ???

 33. Blæður úr 2 Liverpool mönnum eftir þetta miralis kvikindi og hann er enn inná

 34. Ok 🙂 sorry Gummi 🙂 hann á samt að vera búin að fá eins og 4 gul spjöld. Það er búið að gefa skotleyfi á Suraez enn og aftur, og dowd dómari er bara ræfill og heigull að vera ekki búin að leiðrétta þessa skitu hjá sér. Það væri ótrúlegt ef hann skoraði síðan annað mark fyrir everton.

  Nú vill ég fá Sturridge inn fyrir Allen

 35. haha já er sammál þér Höddi, ótrúlegt hvað hann ætlar að halda honum inn á. Spjaldar ekki Distin en spjaldar síðan Lucas fyrir sambærilegt brot. Með allt niðrum sig í dag hann dowd

 36. Mér finnst lukaku vera að fá alltof mörg færi einn gegn markmanni. Migniolet að halda okkur inní leiknum.

 37. Svei mér þá, Flannagan bara að spila sig í álit hjá mér, barátta í stráknum og farinn að hjálpa til á miðjunni. Lucas að gera vel einnig á miðjunni!

 38. Þar fór það ! Það á eftir að verða okkur dýrkeypt að Allen klikkaði á þessu dauðafæri.

 39. JÆJA REKTU NÚ FOKKING ANDSKOTANS MIRALLA S ÚTAF ANDSKOTNAS DOMARAHELVÍTI

 40. Núna ætla ég að vona að Joe Allen sofi vel í nótt!! Dj………. !!

 41. 2-2. Talandi um Lucas og að brjóta af sér klaufalega fyrir utan teig. Braut af sér 2 sinnum á 2 mínútum og við fáum soft mark á okkur í framhaldi. Hann þyrfti nú aðeins að prófa lyftingar og æfa hraðann aðeins til að hafa meira í svona tröll líkamlega.

 42. Ef að Suarez fer í sumar er það af því að hann er með fokking Joe Allen í liði.

 43. Liverpool bara ekki mættir í DERBY leik síðustu 20 mínútur, HÆTTIR ??????

 44. ætlið þið að kenna Lucas um þetta mark líka!! Lélegur varnarleikur hjá liðinu öllu, that’s it!

 45. Hvarð er Röggi að hugsa með því að hafa léttustu menninga að passa tröllið.

 46. Andskotans aulaháttur hjá okkur. Tapa unnum leik með. Ná jafntelfi. Koma nú

 47. Núna vona ég að Allen sofi ekki i viku eftir þetta klúður. Ömurlegt að tapa þessu niður í staðinn fyrir að drepa leikinn

 48. Liverpool eru bara búnir að vera massa lélegir í þessum leik ekki getað blautan skít. Everton eiga þetta bara skilið búnir að vera miklu betri.

 49. STURRIDGE að DANSA, það þýðir bara eitt ! ! ! ! ! ! !:-) Koma nú með fjórða markið LIVERPOOL

 50. 3-3 eru sanngjörn úrslit í besta leik ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili;)

 51. Frábær leikur. Auðvitað hafði ég villjað við hirtum öll 3 stigin enn miðað við færin sem Everton fékk ná er jafntefli ekki svo slæmt.
  Menn leiksins hjá Liverpool voru Surarez og Mignolet. Sturridge fær prik með því að jafna í viðbótatima og Flannigan var flottur líka. Skúrkarnir má segja sé Allen fyrir að skora ekki i dauðafæri og klára ekki leikinn. Spurning með frammistöðu Lucas í seinni hálfleik. Brýtur af sér á stórhættullegum stöðum.

Everton á laugardag

Everton 3 – Liverpool 3