Everton 3 – Liverpool 3

Liverpool mættu Everton á Goodison Park í dag í algjörlega kolklikkuðum leik. Þessi leikur var þvílík geðveiki að ég get varla skrifað þessa skýrslu. Ég hef ekki horft á alla leiki í ensku deildinni í ár, en ég skal hundur heita ef þetta var ekki klárlega besti leikur tímabilsins í deildinni.

Tvö góð lið, allir 100% ákveðnir í að sýna sitt besta og bæði lið sækja til sigurs til síðustu sekúndu. Þvílík veisla. Það versta var að ég naut þessarar veislu ekki sérstaklega mikið, enda lá ég í hálfgerðri fósturstellingu uppí sófa og réð varla við mig af spennu fyrir utan þau skipti þegar ég stökk upp og fagnaði okkar mörkum eða þegar að aðeins nærvera sonar míns í íbúðinni forðaði mér frá því að reyna af alvöru að brjóta eitthvað í íbúðinni þegar að Lukaku kom Everton yfir 3-2.

Hvar á maður að byrja? Mér líður einsog fyrri hálfleikur hafi verið spilaður í gær. Rodgers stillti þessu svona upp í byrjun:

Mignolet
Johnson – Agger – Skrtel – Flanagan

Henderson – Lucas – Allen – Gerrard – Coutinho

Suarez

Á bekkun: Jones, Toure, Alberto, Moses, Sturridge, Sakho, Sterling

Liverpool byrjaði leikinn betur og okkar menn komust yfir á 5. mínútu þegar að Coutinho afgreiddi boltann fallega í netið eftir horn. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Mirallas svo fyrir Everton með ekki ósvipuðu marki. Eftir það voru Everton menn sterkari, en á 19.mínútu kom Luis Suarez okkur yfir með frábæru marki úr aukaspyrnu.

Nokkrum mínútum síðar braut Mirallas svo fólskulega á Luis Suarez, setti takkana í hnéð á Suarez svo fast að það blæddi úr hnénu. Á einhvern óskiljanlegan hátt gaf Phil Dowd eingöngu gult spjald. Þetta er með verri dómum sem ég hef séð, því augljósara rautt spjald er ótrúlega erfitt að sjá í knattspyrnuleik.

Eftir þetta var svo nokkuð jafnræði með liðunum fram í hálfleik.

Í seinni hálfleik var smá jafnræði í byrjun með liðunum, en Joe Allen fékk svo tækifæri til að klára leikinn þegar hann fékk óvænt dauða, dauða, dauðafæri einn gegn Howard, en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann útaf. Aðeins nokkrum mínútum síðar var hann svo tekinn útaf fyrir Victor Moses. Í kringum það atvik og það sem eftir var leiks var einsog Liverpool hætti hreinlega að spila með miðjumenn í leiknum því Everton menn komust trekk í trekk fjölmargir upp völlinn gegn fámennu Liverpool liði. Ég man eftir allavegana tveimur tilvikum þar sem að Everton menn voru 4 á móti 2 Liverpool mönnum. Það er vissulega aðdáunarvert að spila til sigurs á Goodison, en þetta var full mikið af því góða.

Þegar að 20 mínútur voru eftir fengu Everton menn aukaspyrnu, sem að Lukaku tók, Mignolet varði, en úr spilinu skoraði Lukaku og jafnaði. Everton héldu eftir það áfram að keyra yfir okkar menn og á 83.mínútu skoraði Lukaku aftur og kom Everton mönnum yfir 3-2.

Ég var trylltur og hélt að leikurinn væri búinn, en á síðustu mínútunni fékk Moses aukaspyrnu, Gerrard gaf fyrir og þar kom Sturridge og skoraði þriðja mark okkar úr föstu leikatriði í dag og jöfnunarmark leiksins. Eftir þetta héldu bæði lið áfram að sækja og Liverpool hefðu klárlega geta skorað (og gerðu þau reyndar, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu).

Niðurstaðan 3-3 jafntefli og miðað við allt voru þetta sanngjörn úrslit. Phil Dowd hafði vissulega afgerandi áhrif á leikinn og ég er viss um að við hefðum unnið leikinn ef við hefðum verið manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Alveg einsog ég er viss um að við hefðum unnið ef að Allen hefði komið okkur í 3-1.

En á móti þá varði Mignolet oft ótrúlega úr algjörum dauðafærum Everton manna. Þvílíkur stórkostlegur markmaður sem hann er.


Maður leiksins: Þessi leikur var svo trylltur að það var oft erfitt að fylgjast með honum, auk þess sem ég var svo brjálaður um tíma að ég gat varla setið. Suarez var einn frammi og hann vann sína vinnu vel. Skoraði frábært mark í fyrri hálfleik, en mér fannst það augljóst að ógeðslega brotið hjá Mirallas dró verulega úr honum.

Henderson og Coutinho voru fínir á köntunum – Coutinho fjaraði aðeins út í seinni hálfleik einsog gerist oft hjá honum. Allen var ágætur, en mér fannst Gerrard ekki vera alveg nógu góður. Og sem heild þá virtist stundum einsog við værum ekki að spila með miðjumenn yfir höfuð þegar að Everton menn komu í skyndisóknir, hverjum sem var þá um að kenna.

Í vörninni fá Flanagan og Agger mitt hrós, en Skrtel og Agger fannst mér síðri.

Í markinu var svo maður leiksins, Simon Mignolet. Hann varði oft á tíðum hreint ótrúlega. Everton menn hefðu alveg geta skorað 5-6 mörk í þessum leik, en Mignolet var frábær.

Niðurstaðan var 3-3 jafntefli og ég held að það sé ekki hægt annað en að vera sáttur við þau úrslit. Að spila á Goodison Park er einfaldlega einn erfiðasti leikur tímabilsins fyrir Liverpool og þetta Everton lið er (því miður) fantagott einsog staðan er (þar hjálpa verulega þrír lánsmenn frá miklu betri liðum; Barry, Deulofeu og Lukaku). Því held ég að við getum ágætlega við unað. Það er hægt að böggast útí Allen fyrir þetta klúður og fyrir Rodgers með sumar ákvarðanir, en hann átti líka skiptingar sem að skiluðu mörkum og setti upp lið sem að gerði gott jafntefli á þessum erfiða velli.


Við erum því áfram í öðru sæti deildarinnar eftir 12 leiki spilaða með 24 stig. Arsenal eru efstir með 25 stig og Southampton eru fyrir aftan okkur með 22 stig. Þau lið spila á móti hvort öðru á eftir í London. Chelsea eru svo í fjórða sæti með 21 stig, en þeir spila á útivelli gegn West Ham í kvöld. Við erum núna búnir með þá tvö útivelli sem ég er hræddastur við fyrir hvert tímabil, Emirates og Goodison Park. Uppskeran er ekki mikil, en það er gott að þessir leikur séu frá.

Næstu þrír leikir eru svo leikir sem við eigum klárlega að vinna. Hull á útivelli, Norwich heima og West Ham heima áður en við eigum svo alveg rugl erfitt útileikjaprógramm í lok desember, þegar við mætum Tottenham, Man City og Chelsea öllum á útivelli á tveggja vikna kafla. Fyrir 1.janúar verðum við því búnir að mæta Arsenal, Newcastle, Aston Villa, Everton, Tottenham, Man City og Chelsea á útivelli og eigum því eftir áramót bara Old Trafford og St.Marys af erfiðustu útivöllunum eftir.

Margt mun því ráðast um þetta tímabil á næstu 5 vikunum.

Það er því algjört lykilatriði að okkar menn klári næstu þrjá leiki með 9 stig. Ég er fullviss um að við klárum það. En bæði lið í dag geta allavegana verið stolt af því að hafa boðið uppá skemmtilegasta fótboltaleik sem ég hef horft á á þessutímabili.

95 Comments

  1. 1.Rautt spjald. Í hvaða heimi er í lagi að strauja mann í hnéð með fótinn í 90 gráðum og takkana upp í loft? Það er löngu búið að gefa út veiðileyfi á Suarez og því miður var það sýnt og sannað í dag.

    2.Föst leikatriði. Hvenær ætlar þetta lið að læra að verjast föstum leikatriðum? Í alvöru talað. Við erum ekki búnir að verjast föstum leikatriðum almennilega síðan Henchoz var í vörninni!! Maður er með hjartað í buxunum ef mótherjinn fær aukaspyrnu innan vallarhelmings Liverpool. Og það stress á fyllilega rétt á sér þegar við erum að fá á okkur 1-2 mörk úr föstum leikatriðum í leik síðustu 5 árin eða svo.

    3.Joe Allen. Joe fjárans Allen. Þvílík hor afgreiðsla og þvílík eigingirni. Skammastu þín. Út af með þig. Selja þennan mann til Scunthorpe United á 1k 1.janúar 2014.

  2. Shit hvað Rodgers þarf að svara fyrir þennan varnarleik. Fyrir utan það að fá á sig 3 mörk, þá vorum við að missa þá aftur og aftur 2/3/4 á 2.

    Mignolet að þakka að við fengum ekki á okkur 5-6 mörk í dag.

    Glatað að lenda undir í leik þar sem maður kemst tvisvar yfir … veruleg vonbrigði.

  3. Getur einhver sagt mér afhverju í andskotanum Joe Allen sé ennþá í Liverpool??? Hvernig er það hægt að klúðra þessu færi. Myndi frekar vilja hafa keilu inn á vellinum heldur en Allen!

  4. Joe Allen er sko ekki að fara að fá jólakort frá mér það er alveg á hreinu.
    Gerrard var nú bara farþegi í þessum leik og má alveg fara að kynnast bekknum aðeins.
    Maður leiksins Mignolet að mínu mati með 8 varin skot og mörg þeirra úr dauðafærum.

  5. Góður leikur, virkilega fúll úr í Allen. Best að fara í langan göngutúr áður en maður tjáir sig eitthvað. Maður leiksins: Mignolet.

  6. Joe Allen átti fantagóðan leik fyrir utan þessa herfilega afgreiðslu. Auðvitað átti maðurinn að leggja hann til hliðar á mann sem kann að skora mörk.

    Að því sögðu fannst mér liðið spila ágætlega. Johnson fannst mér kærulaus og Coutinho týndist stórann part úr seinni hálfleik. Gerrard hefur átt betri leik en bætti upp það sem ekki gekk upp með frábærum sendingum.

    Menn leiksins: Mignolet og Suarez, engin spurning.

    Dómarinn reif af okkur tvö stig í dag, ég fer aldrei ofan af því.

  7. Mignolet klárlega maður leiksins! Gott ef Joe Allen spilar leik það sem eftir lifir þetta árið! Því miður Joe! Hrósa Everton fyrir sinn leik, miklu meiri barátta, sem skilaði þeim einu stigi. Frábær leikur heilt yfir!

  8. Já, hættið þessu væli. Shit happens og óþarfi að skíta út Allen sem stóð sig með stakri príði í þessum leik.

    Stórkostlegur leikur á hrikalega erfiðum leikvelli. Besti leikur tímabilsins hingað til. Sanngjörn úrslit. Okkar menn voru að gefa Everton allt of mikið af færum (minnti á Króatíu-Ísland) með þvi að missa boltann of oft á hættulegum stöðum. En á móti fannst mér Liverpool oft gera hrikalega flotta hluti. Mignolet góður sem og Lucas. Úr því sem komið var er maður bara nokkuð sáttur og ég missi ekki svefn í nótt (hefði sko gert það ef Liverpool hefði tapað).

    En þvílík skemmtun.

  9. Alvöru derby, háklassa helvítis háspenna.
    Joe Allen fær að labba heim, verst að leikurinn var ekki á suðurströndinni.

    Sættist við þetta eina stig eftir allt sem gekk á, virkilega mikilvægt stig. Dómarinn … segi ekki meir.
    Fleiri topplið tapa stigum þessa umferðina, keep on.
    YNWA

  10. Ég verð nú að segja að mér fannst Flanagan alveg frábær í þessum leik. Get ekki valið á milli Flanagan, Mignolet eða Suarez sem mann leiksins 🙂

  11. Ég ætlaði að skrifa einhverja langloku en ég hristist svo mikið að ég get varla skrifað. Hvílíkur leikur. Ég horfði á leikinn með pabba mínum og á tímabili var ég með 112 á speed dial því ég var öruggur á því að hann væri að fá hjartaáfall. 3-3 sanngjörn úrslit ef við sleppum öllu væli með rautt spjald.

    Leikurinn hefði verið aaaaaaðeins öðruvísi ef lélegur dómari leiksins Phil Dowd hefði rekið Mirallas útaf.

  12. Gaur nr. 1. Eigingirni í Allen? Er ekki allt í lagi heima hjá þér. Bara lélegt skot og klúður tímabilsins hingað til. En fólk er ekki lagi að heimta sölu á honum. Kræst.

  13. Sælir félagar

    Ótrúlegur leikur þar sem spennustigið var á rauðu allan leikinn. Mignolet maður leiksins en vörnin úti á þekju oft á tíðum. Hefði viljað sjá Sakho taka Lukaku í nefið í þessum leik. Það tröll hefði jarðað hann og að auki skorað eitt mark úr föstu leikatriði.
    En hvað um það – jafntefli sanngjarnt úr því sem komið var.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  14. Hver hefði haldið það að Mignolet gæti látið mann gleyma að Reina hafi verið í markinu ? Og það tók hann bara 11 leiki til að fá mig til að gleyma honum alfarið.

    Svo er gaman að sjá að við erum komnir með þannig lið að við getum fengið 1-3 stig þótt við spilum ekkert sérstaklega vel heilt yfir.

  15. Mínu mati er Mignolet maður leiksins (hvað eru mörg m í því ??), sem er magnað að því leyti að hann fékk 3 mörk á sig !

  16. Uffff, hvað er hægt að segja…það má segja að allir hafi átt lélegan leik en líka hægt að segja að allir hafi átt góðan leik. Dómaraskandall Já! en í takt við leikinn……mín niðurstaða: töpuðum ekki leiknum.
    Mignolet verður að teljast maður leiksins.

  17. Þvílíkur leikur sem þessi Merseyside derby eru alltaf…púlsinn er enn í 140 lágmark! Að mínu mati langbestu leikir enska boltans…actionið er endalaust!

    Sanngjörn úrslit í þessum leik heilt yfir held ég bara þó maður sé að sjálfsögðu svekktur yfir því að hafa ekki stolið þremur stigum þarna í uppbótartímanum þegar Howard varði frá Suarez.

    Auðvitað ergir maður sig á föstum leikatriðum en megum nú heldur ekki gleyma því að Everton skoraði líka öll mörk sín upp úr slíkum atriðum, gæðin í sendingum og afgreiðslum þvílík.

    Öfunda Einar Örn alveg af að gera skýrslu í svona leik þar sem við gætum talað um hann í nær allan dag.

    Jákvæðast er auðvitað fljúgandi sóknarleikur og sérstaklega þarf að minnast á þátt Flangan, leikmanns sem ég var eiginlega búinn að afskrifa eftir mjög dapurt gengi síðasta rúma árið.

    Eins og menn hér að undan þá er allt það neikvæðasta tengt Joe greyinu Allen. Sá glefsur úr landsleik Wales um helgina og trúiði mér, þetta er ekki sami leikmaðurinn hjá Wales eða LFC. Algerlega rúinn sjálfstrausti blessaður kallinn, fyrir utan þessa hroðalegu afgreiðslu þá vinnur hann ekki bolta hjá okkur framarlega á vellinum sem á að vera hans stærsti kostur í fótbolta og sendingahlutfall hans er bara einfaldlega slakt með fuglinn á brjóstinu!

    Rodgers keypti hann á stóran pening og það þýðir auðvitað að verið er að reyna að spila honum en ég sé bara ekki ástæðu fyrir því að láta Moses og Sturridge sitja á bekk með hann inná. Gerrard, Hendo og Lucas eru okkar miðjumenn og það á að halda sér bara. Ef að við erum að horfa til einhvers í holuna þá hlýtur það alltaf að vera Coutinho.

    En maður á ekki að vera neikvæður eftir 3-3 leik þar sem liðið manns skorar á 88.mínútu. Þessi leikur var þvílík auglýsing fyrir fótboltann að maður er bara glaður að liðið manns hafi verið annað tveggja í honum!

    Áfram veginn…

  18. Fjörugur leikur, frábær skemmtun. Mignolet maður leiksins að mínu mati og fannst Flanagan og Allen fínir í leiknum. Allen klikkar náttúrulega úr dauðafæri en eins og menn segja; shit happens. Hann bölvar sér líklega mest sjálfur.

  19. Er að horfa á highlights úr leiknum..og..getur einhver sagt mér hvort Glen Johnson hafi sprautaður með róandi fyrir leik???…Þvílikt kæruleysi trekk í trekk og þessi svokallaða dekkning í 3ja marki Everton var auðvitað lokaskitan…Sá er farinn að hafa það þægilegt í þessu liði og orðinn áskifandi að byrjunarliðinu..Klárlega veikasti hlekkkurinn í vörninni í dag..

  20. Sælir félagar, ég legg það nú ekki í vana að commenta hérna en eftir þessa hjartabilun sem var boðið uppá í dag þá má ég til!!
    Til að byrja með vill ég nefna joe nokkurn allen, það sést alveg að maðurinn er góður í fótbolta. En því miður held ég að þetta sé sá seinheppnasti knattspyrnumaður sem sögur fara af! Enda sást það þegar hann var sestur á bekkinn hversu bugaður hann var kall anginn. Ætla hinsvegar ekki að fara skíta hann út því að mér finnst hann góður knattspyrnumaður.

    Að öðru, flanno fannst mér eiga fantaleik eins mignolet aðrir voru á pari og undir.
    Svo hef ég miklar áhyggjur af miðjuni hjá okkar mönnum, það er eitthvað ekki að fúnkera þarna en erfitt að segja hvað það er.

    En allavega miðað við þróun mála og “dómara mistök” þá held ég svei mér þá að þetta hafi bara verið sanngjörn úrslit á gríðarlega erfiðum útivelli gegn vel spilandi og aggresívu Everton liði með ofurundrarisamassatröllið hann lukaku í broddi fylkingar.
    Bæði neikvæðir og jákvæðir punktar í þessum leik en hey skemmtilegur var hann þó 😉

  21. Tók einmitt eftir þessu með Jonhson. Strax frá fyrstu mínútu virkaði hann mjög kærulaus og það hélt áfram út leikinn.

  22. Menn verða aðeins að slappa af með Joe Allen. Hann klúðraði dauðafæri en annars var hann nokkuð solid og þetta var fyrsti leikurinn hans í liðinu í ár(Suarez átti fékk líka algjört dauðafæri en við segjum auðvita ekkert við hann).

    Mignolet 9 frábærar vörslur en hann er pínu að gera sér þetta erfitt með því að vera lengi af línuni.

    Flannagan 9 maður leiksins alveg stórkostlegur

    Skrtel 7 lét finna fyrir sér í dag og átti nokkrar fínar tæklingar

    Agger 5 afhverju erum við með varnamann í liðinu sem getur ekki varist

    Glen 6 hefur oft verið betri en í þessum leik nokkrar klaufalegar sendingar og svo átti hann að dekka Lukaku í markinu

    Lucas 8 virkilega flottur leikur og vann skítverkinn mjög vel

    Henderson 7 alveg á fullu eins og alltaf og átti solid leik

    Gerrard 7 var að berjast og láta finna fyrir sér en sendingarnar voru ekki frábærar í dag

    Allen 6 Átti að skora úr færinu en átti annars solid leik á miðjuni fyrir okkur( hann sér örugglega eftir því að hafa tekið þátt í sóknarleiknum í þessu færi og þá væru menn að tala um fínan leik)

    Coutinho 6 skoraði eftir hornspyrnu en sást svo lítið það sem eftir er.

    Suarez 9 frábær leikur og var á fullu allan leikinn. Var haltur eftir fyrihálfleikin þar sem Everton átti að vera manni færi.

    Moses 7 flott inná koma
    Sturridge 9 – er hægt að byðja um meira þegar maður kemur inná sem varamaður þegar lítið er eftir.

    Maður mann eftir Liverpool færunum Joe Allen og Suarez en maður má ekki gleyma því að Everton voru ekki lakari í dag og fengu líka nokkur dauðafæri og vorum við eiginlega ósangjart yfir í hálfleik.
    Þetta var frábær derby leikur.
    Fyrir fram hefði 1 stig verið ágæt uppskera og svona eftir á þá voru það sangjörn úrslit.

    P.s þetta var allan tíma rautt spjald og er ég viss um að við hefðum klárað leikinn 11 á móti 10.

  23. En afhverju í fjandanum var Glen Johnson að dekka mesta naut deildarinnar í horninu?

    Gat ekki endað öðruvísi en með marki.

    Annars vil ég hrósa Flanagan fyrir sína frammistöðu, hann var mjög flottur varnarlega og átti ágæta spretti í sókninni. Allen með hræðilegt klúður en var annars allt í lagi.

  24. Alger ruglleikur!! Frábært að ná hér stigi, eykur sjálfstraustið hjá okkar mönnum. Langt í frá gallalaus leikur……..Allen!! Guð minnn góður. Ekki var hann að næla sér í mörg prik hjá stuðningsmönnnum sem hann hefði svo sannarlega þurft á að halda.

    Segi fyrir mitt leyti að ég hefði alveg tekið stigið hefði mér verið boðið það fyrir leikinn. Vörnin í ruglinu en Mignolet, eigum við eitthvað að ræða þann snilling?! Hann hélt okkur gersamlega á floti. Sakho á að að vera í byrjunarliðinu. Það þarf tröll til að passa annað tröll, það er ekkert flóknara.

    Flott stig, við erum alveg á áætlun með þetta allt saman. Náum stigum og erfiðum útivöllum og vinnum heimaleikina okkar.

  25. Sammála með Sakho, búinn að vera smávegis út á túni, en það þarf skrímsli til að passa skrímsli. Inná með hann eða Toure í næsta leik.

  26. Ég vill alls ekki krossfesta Allen þó svo hann hafi klikkað á dauðafæri þá átti hann annars fínan leik. torres nokkur hefur klikkað á betra færi en þessu.

    Ég var samt mest ánægður með Flanaghan, hann var góður í þessum leik, sem og Mignolet, sem hélt okkur inní leiknum hvað eftir annað og er maður leiksins.

    Góðir = Flanaghan, Mignloet, Johnson, Suarez, Allen, Coutiniho, Lucas, restin var ekki að eiga neitt frábæran leik, Gerrard er þreyttur, enda engin furða, nú fær hann viku til að jafna sig, sem betur fer.

    Rosalega skemmtilegur leikur, tilfinningarússibani til 90 mín. Önnur lið eiga eftir að tapa stigum þarna, sjáiði til.

    Mikið er everton farið að spila skemmtilegan fótbolta eftir að þeir losuðu sig við moyes 😉

  27. Bara nokkuð sáttur með 3-3.
    Vörnin ekki alveg að gera sig, verður klárlega breyting á henni í næsta leik ( Agger út).
    Ánægður með skiptingarnar þeas guluspjöldin út, engin ástæða að hætta á rauð spjöld .

  28. Það gerði þetta svo mikið verra að þurfa að hlusta á Darren Fletcher og Michael Owen lýsa þessu, get ekki ímyndað mér par af lýsendum sem ég myndi síður vilja heyra lýsa liverpool leik… BT sports er glötuð stöð

  29. Magnaður Mignolet en Allen alveg hinumegin. Vildi frekar sjá Dave Allen en Joe Allen í LFC 🙂

  30. Ég er Everton maður en gat ekki látið það vera að kommenta hér eftir þennan frábæra leik. Þessi fer á listann yfir klassíska derby slagi. Sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var. Mignolet líklega maður leiksins hjá Liverpool, sem er sjaldgæft fyrir markmann sem fær á sig þrjú mörk. Bjargaði hvað eftir annað frábærlega. Lucas fannst mér eiga góðan leik og Suarez er alltaf hættulegur þó hann sé hálf haltur. Barkley sennilega maður leiksins hjá mínum mönnum og Lukaku frábær, þó hann sé ekki nógu góður fyrir Chelsea, einmitt.

    Mirallas hefði átt að fá rautt spjald, hugsa að hann hafi verið heppinn að dómarinn sá brotið ekki nægilega vel þar sem Suarez skyggði á hann. Sá ágæta endursýningu sem sýndi sjónarhorn dómarans og þá virðist þetta meira eins og Mirallas keyri inní hann, en takkarnir í hnéið sjást ekki.

    Leikurinn tímabilsins hingað til og úrslitin að mínu mati sanngjörn eftir allt sem gekk á.

  31. Gerrard með 2 assist í leiknum og fólk er að væla yfir því að hann hafi ekki staðið sig, hvernig er það hægt!

  32. Hefði viljað sjá sakho inná á kostnað agger, örugglega með fullt sjálfstraust eftir að hafa átt frábæran leik með frökkum í vikunni þar sem að hann setti 2 mörk og kom þeim á HM.
    Þeir sem segja að gerrard ætti að fara að kynnast bekknum meira ættu að hugsa aðeins um hvern þeir myndu vilja fá í staðinn, enginn af miðjumönnunum okkar með jafn mikla sendingarhæfileika og jafn gott auga fyrir spili og hann.. (tek ekki coutinho með)
    Þrátt fyrir að everton hafi átt fleiri færi í dag þá áttum við betri færi!

  33. Ég er frekar fúll yfir því að tapa þessum leik 3-3. Þetta kostaði okkur leikinn að mínu mati:

    Phil Dowd: Hann var með allt niðrum sig, Mirallas hefði átt að fá tvö rauð spjöld fyrir brotið á Suarez og gult fyrir þegar hann sló Henderson. Suarez er heppinn að vera ekki alvarlega meiddur.

    Joe Allen: Hef varið hann út í eitt og alltaf haft trú á honum. Hann var frábær í leiknum fram að einu mesta klúðri sem ég hef séð hjá LFC. Ef 15m punda leikmaður getur ekki skorað úr svona færi, þá á hann hreinlega ekki heima í liði eins og Liverpool. Ef hann sannar sig ekki fyrir sumarið, þá vill ég sjá nýjan leikmann í hans stað.

    Steven Gerrard: Gaf Everton tvö góð færi, skelfilegar sendingar og hræðilegar staðsetningar. Það eina sem hann virðist eiga eftir eru föst leikatriði. Hann hefur ekkert getað í stórleikjunum. Átti einnig að dekka Mirallas þegar hann skoraði en Skrtel átti einnig sök í því marki.

    Glen Johnson: Missti boltann oft og gaf lélegar sendingar. Það er eins og hann viti ekkert hvað hann eigi að gera. Það versta var þegar hann ákvað að gefa hælsendingu í miðri sókn sem varð að því að Everton náði hættulegri skyndisókn.

    Rodgers: Hvað var maðurinn að spá að taka út miðjumann og setja inn sóknarmann á 80 mín? Af hverju spilaði Sakho ekki leikinn? Sagan hefur sýnt okkur að Agger og Skrtel ráða ekki við Lukaku.

    Ef Mirallas hefði ekki átt skilið að fá rautt að þá hefðu þetta verið sanngjörn úrslit, ég hefði samt sem áður verið fúll með okkar menn.

  34. Ekki sáttur með 3-3 jafntefli í dag. Borini heim, strax! ?#?Rodgersout?

  35. Algjörlega topp markmaður sem við eigum. Auðvitað má alveg blóta Allen fyrir að klúðra svona færi, þetta á ekki að vera hægt! .. Ég set stróa spurningu við þjálfarateymið eftir þennan leik. Það er algjörlega ófyrirgefanlegt að horfa á þetta heimska skipulag í föstum leikatriðum í dag.. Það vita það allir sem vilja vita að Johnson er sennilega einn lélegast leikmaaður liðsins að verjast hornum og aukaspyrnum, það hefur sannað sig marg oft í gegnum tíðinu.. Hann er að dekka þeirra lang lang lang hættulegasta mann í 3 markinu!! Hvað eru menn að gera þarna á æfingasvæðinu. Menn klúðra færum eða gera mistök í vörninni en það er ekki eðlilegt að setja þetta svona upp!! Ég er mjög pirraður útí Rodgers og ekki í fyrsta sinn

  36. Rosalegur leikur!

    Mignolet klárlega maður leiksins þar sem hann reddaði vörninni hvað eftir annað með góðri markvörslu.

    Flanagan var flottur líka, en ekki maður leiksins er Glen Johnson sem var dapur.

    Gerrard átti ekki góðan dag þó svo að honum hafi tekist að senda boltann á höfuðið á Sturrige í þriðja markinu.

    Allen verður dæmdur fyrir að hafa ekki skorað fyrir hálf opnu marki en ekki fyrir að hafa annars átt ágætan leik. Ég er hins vegar alveg með það á hreinu að allir í þessari stöðu hefðu líka reynt að skora en ekki gefið á Suarez……og allir aðrir hefðu líklega skorað úr þessu dauða dauða færi 🙂

    Eftir leikinn situr maður með blendnar tilfinningar, fúll en samt sáttur….ekki ánægður samt.

    Sammála Einari Erni með að við þurfum að taka 9 stig úr næstu þremur leikjum, það er krúsjal fyrir framhaldið.

  37. Rosalega á ég erfitt með að átta mig á fólki sem getur verið í svona vondu skapi eftir þennan frábæra leik. Allt er ómögulegt, Rodgers, Allen, Gerrard og svo framvegis.

    Voruði ekki að horfa á sama leik og ég? Jú, við fengum á okkur mörk í föstum leikatriðum, en við skoruðum líka 3 mörk úr þeim hinum megin. Já, Everton sóttu mikið, en það gerðum við líka.

    Við gerðum jafntefli á útivelli gegn góðu Everton liði. Af sumum kommentum að dæma virðist það vera algjörlega hræðileg úrslit. Everton hafa unnið Chelsea og gert jafntefli við Tottenham á þessum velli á tímabilinu og þeir hafa ekki tapað leik á Goodison Park.

  38. Einhver minntist á að það hafi tekið Mignolet 11 leiki að láta hann gleyma Reina.
    Það tók Mignolet EINN LEIK að láta mig gleyma Reina og það er ekki einn leikur þar sem ég hef saknað hans.
    Vona að þessi drengur verði hjá okkur sem lengst!!!

  39. Allen karlinn er með sömu meinloku og Henderson. Það er einhver klemma í sparktauginni sem veldur því að hann næri ekki að fóta sig með boltann fyrir framan markið. Allir heilvita og réttþenkjandi menn hefðu skotið í þessu færi enda þeyttist Howard í hitt hornið – í þeirri von að nafni fengi boltann. Allen hafði fyrir vikið gnægð rýmis og tíma – en fleiri verða víddirnar ekki í þessu lífi. Hann klúðraði þessu svona heiftarlega. Með því að senda boltann í autt markið hefði Allen stimplað sig inn sem potential upphafsmaður í liðinu. Nú kemur eitt tímabilið enn þar sem piltur þarf að byrja á upphafsreit og sanna sig fyrir stjóra og aðdáendum.

    Gerrard var, fannst mér, mjög góður í leiknum. Átti eina stoðsendingu og lét þá finna vel fyrir sér í návígi. Það verður ekki vanmetið hvað hann tekur mikinn toll af andstæðingum með þessu endalausa hnoði. Nóg voru þeir nú agressívir, samt.

    Hefði vörnin haldið og Lúkakú ekki skorað mark #2 hefði Mignolet klárlega orðið maður leiksins. Þvílík frammistaða! Hefði hann staðið milli stanga í fyrra og hitteðfyrra hefði liðið skipað sér meðal þeirra allra efstu í deildinni. Um leið var óskaplega sorglegt og bara óréttlætanlegt að þeir skyldu leyfa McCarthy að ná frákastinu og að skilja tröllið eftir eitt og óvarið inni í teig.

    Gaman að fylgjast með breytingum á strúktúr liðsins. Nú koma flest mörk úr föstum leikatriðum! Sú var tíðin að 100aðsta hver hornspyrna skapaði mark en nú er öldin önnur!

    Spennandi tímar framundan. Vonandi halda þeir áfram að lumbra á minnimáttar því komandi leikir skipta sköpum um möguleikana á Evrópusæti.

  40. Tjá … var að horfa á hálfleiksyfirferðina í nalla leiknum og þar var Andy nokkur Gray alveg að úthúða dómaranum. Gott að við og hann erum sammála um Mirallas atvikið. Það er eiginlega ótrúlegt að sá náungi hékk inn á allan leikinn.

    Leikurinn klárlega besta skemmtun lengi og gaman að því en jú ég er einn af þeim sem er ekkert sérstaklega sáttur með kaftein Ofurbrók, hann var latur að mínu mati í dag eða þreyttur, því ég tók eftir honum nokkrum sinnum röltandi þegar hann átti að vera í örðum gír en töltgírnum sínum. Klárlega eitthvað sem hefur með að gera að hann átti að taka sér frí frá landsliðinu og einbeita sér að klúbbnum, sérstaklega þegar England er komið á HM og hann hafði að engu að keppa með landsliðinu. Í hans stöðu í liðinnu er bara ekkert í boði að rölta og tölta / lulla á eftir boltanum. Ef þú ert orðinn þreyttur biður þú bara um skiptingu !

  41. Ágæt úrslit á erfiðum útivelli.
    Kannski er glasið alltaf hálftómt hjá mér, en ég verð að segja að eftir þennan leik og Arsenal leikinn er ég drulluhræddur fyrir td þá erfiðu útileiki sem við eigum í des.

    Voru yfirspilaðir af Arsenal og þeir sem voru edrú við áhorfið á þessum leik hljóta að hafa séð að við vorum á löngum köflum yfirspilaðir af Everton í þessum leik, ef ekki hefði verið fyrir Mignolet hefðum við verið teknir í nefið í seinni.
    Hef áhyggjur af þessu og skil betur og betur af hverju Rodgers var að reyna við sterkan miðjumann í sumar.

    Vonandi sleppum við þokkalega frá þessum desember mánuði og náum í sterkan miðjumann í jan. Alger nauðsyn fyrir topp 4 að styrkja okkur á miðsvæðinu.

    Áfram Liverpool.

  42. Sammála Einari Erni hér.

    Það er engin ástæða til að vera hundfúll eftir besta leik tímabilsins. Auðvitað viljum við alltaf sigur en svona leikir eru það sjaldgæfir að maður fagnar því að hafa haft taugar í hann allan!

    Everton er með hörku- hörkulið og stig gegn þeim úti eru fín úrslit!

    Gleði, gleði.

  43. hehe…þetta er ein af afbrennslum vetrarins. Afhverju hann gaf hann ekki á Suarez verður hann sjálfur að útskýra.

  44. Ætla men virkilega að halda því fram að Johnson, Lucas og Allen hafi verið að spila vel í dag???? Johnson var arfaslakur og alltof hægur. Flestar sendingar hans klúðruðust í fyrri hálfleik. Lucas bakkaði alltof mikið og skildi Gerarrd og Allen eina eftir með alltof stórt svæði til að passa. Hann spilai nánast sem sweeper og var engun til gagns. Everton löbbuðu líka bara í gegnum hann trek í trek. Allen var hörmulegur varnalega og lítið skárri sóknarlega. Gef honum samt prik fyrir að koma sér í þetta færi sem hann klúðraði. Held hann hefði ekki getað gefið á Suarez því hann hefði verið rangstæður. Gerrard líka alltof hægur og staður. Nennti aldrei að hlaupa og berjast. Bestu men: Mignolet og Flanagan sem var frábær.

  45. Af hverju gaf Allen ekki á Suarez? Af því að Allen var í dauða-dauða færi og að sjálfsögðu á hann að skjóta á markið.

  46. já Kristján kristjánsson auðvitað á hann að skjóta á MARKIÐ!! Ekki framhjá því…

  47. Sælir félagar

    Það sem menn láta út úr sér um leikmenn liðsins er ótrúlegt. Allen var góður í þessum leik fyrir utan klúðrið í færinu sem HANN KOM SÉR Í. Gerrard var á pari mestan part en var tvisvar eða þrisvar of seinn að skila boltanum og tapaði honum fyrir vikið. En sumar sendingar hans í leiknum voru margar magnaðar.

    Einu mennirnir sem mér finnst ástæða til að gera athugasemdir við eru Johnson og Agger. Johnson átti einfaldlega dapran leik í dag en það segir ekki að hann sé ónýtur leikmaður – síður en svo. Agger er einfaldlega ekki nógu góður varnarlega í föstum leikatriðum ekki síst þar sem öflugir sóknarmenn eins og Lukaku eru annarsvegar. Skrifa það á BR að Sakho var ekki til staðar til að jarða þann tröllkarl.

    Ennhvað sem þessu líður þá var leikurinn mögnuð skemmtun og athugið að ég er alls ekki viss um að þó Allen hefði ekki klúðrað færinu að það hefði drepið þennan leik. Það var þvílíkur baráttuhamur sem Everton liðið var í að ekkert var hægt að bóka í þessum leik. Svo er þetta Everton lið líka mjög gott lið og Guttagarður einn erfiðasti heimavöllur Englands fyrir önnur lið að heimsækja.

    Það er nú þannig

    YNWA

  48. Það hlýtur núna að koma frétt á mbl.is með fyrirsögninni “Allt lið Everton skoraði fleiri mörk en framherjapar Liverpool”

  49. Eg tek thetta jafntefli a mig, eg setti Lukaku a bekkinn i Fantasy.

  50. Einar, ég horfði á sama leik og þú og leikur okkar manna var ekki upp á marga fiska. Everton spilaði skemmtilegri bolta þar sem þeir voru aðeins meira með boltann og áttu fleiri skot sem hittu á mark. Ég held að enginn sé að efast um skemmtanagildi leiksins, heldur spilamennskuna. Það er erfitt að gleðjast yfir svona úrslitum þegar dómarinn tekur leikinn í sínar eigin hendur og gefur spjöld af eigin geðþótta. Mér gæti ekki verið meira sama að Everton hafi unnið Chelsea og gert jafntefli við Spurs, við eigum ekki að vera bera okkur saman við önnur lið.

    Ef Sturridge hefði ekki skorað þetta jöfnunarmark, þá væri tónninn í sumum hérna annar varðandi spilamennskuna. Ég er einfaldlega á því að við hefðum átt að vinna þennan leik. Mér finnst einnig vanta stöðugleika í fyrirliðann okkar, hann var á rassgatinu allann leikinn.

  51. Hrikalega flottur leikur, aldrei þessu jafnt var ég me? gos og kaffi vi? hönd yfir leiknum og ég er búinn a? lofa mér því a? gera aldrei slíkt aftur þegar 11 rau?klæddir menn frá Liverpool spila. Þa? er allt komi? fram sem þarf a? koma fram í comentunum….eeenn frá því a? Toure hvarf úr byrjunarli?inu finnst mér vi? vera alltof brothættir í öftustu fjórum, sakho var einnig búinn a? stimpla sig vel inní li?i?….

    Hva? ske?i allt í einu í ákvar?atökunum hjá BR? Eitthva? þarf a? lagast svo vi? eigum einhvern mögulegan séns í desember!

  52. ROSALEGUR leikur.

    Framlína Liverpool er í einu orði sagt geggjuð. Markmaðurinn er flottur. Miðjan og vörnin hinsvegar eru ekki alveg jafn stöðug.

    Mitt helsta áhyggjuefni er vörnin. Frá því 1 september hefur Liverpool einungis haldið hreinu í 1 leik en það var á móti ævintýralélegu liði Fulham. Það er einfaldlega ekki nægjanlega gott, búið er að spila nokkurn veginn öllum varnarmönnum liðsins hvort sem það er gott eða slæmt. Hitt er svo alveg ljóst að klúbburinn hefur haft Agger og Skrtel í vörninni í mörg ár og ég segi fyrir mitt leiti að þeir eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Hvorki saman né í sitthvoru lagi. Agger er þó leikmaður sem ég tel geta verið afbragsgóðan ef hann hefur mann sér við hlið sem vinnur upp hans veikleika. Skrtel er ólíkindatól en vissulega hefur maður séð hann spila vel í vetur en einhvern vegin skilar það sér ekki í því að halda hreinu. Allan daginn vil ég sjá Toure í miðvarðarstöðunni sé hann heill. Það pirrar mig allavegana töluvert að búið sé að fá töluvert af mönnum í vörnina og hún sé enn þetta hriplek. Mér fannst Skrtel, Agger og johnson ekkert sérstakir. Tek undir með að Johnson hafi verið kærulaus. Flangan komst bara ágætlega frá þessu erfiða verkefni sem hann fékk.

    Hvað miðjuna varðar þá erum við misjafnir þar, Gerrard er ekki sami leikmaður og hann var en hann er ennþá að leggja upp mörk með stórkostlegum sendingum og klárlega verður hann mikilvægur partur af þessu liði í vetur, vandi BR felsti í að ná að nýta hann sem best. Mér fannst Gerrard reyna fullmikið af Hollywood sendingum í dag en mikið rosalega var hann flottur í föstum leikatriðum í dag. Henderson er búið að ræða nægjanlega undanfarið og fannst mér hann fínn í þessum leik. Couthinho þarf að vera meira í boltanum, hann dettur alltof mikið niður þess á milli. Flott samt hjá honum að læða inn marki og sérlega ánægjulegt en einhver annar en Sturridge og Suarez skori. Allen hefur lítið náð að spreyta sig frá því hann meiddist og það var týpískt að hann skyldi klúðra þessu færi dag….vonandi var það vegna skorts á leikæfingu því það er mikil pressa á því að hann fari að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Ég held samt að það þurfa að gefa honum meiri tíma og vonast ég til þess að hann fái sinn spilatíma í vetur og svo hægt sé að meta gæði hans betur. Eitt er þó ljóst að þessi leikmaður heillaði gífurlega í byrjun og hann virðist spila vel með landsliðinu, ég hef trú á kauða. Mér fannst liðið ítrekað berskjaldað á miðsvæðinu og m.t.t. þess að þeir skoruðu 3 mörk þá get ég ekki verið alveg nægjanlega ánægður með lucas en á móti kemur þá tekur maður oft ekki nægjanlega eftir vinnu hans í leiknum og mögulega gerði spennustigið það að verkum að ég tók ekki nægjanlega eftir hans vinnuframlagi.

    En ég verð að hrósa BR fyrir útáskiptingu Lucas, hann var á spjaldi og ekki búinn að eiga neinn stjörnuleik og staðan var jöfn. Ég verð bara að viðurkenna að eftir að hafa misst niður forystuna þá var maður minna sáttur með jafntefli en kannski fyrir leik. Þessi gredda stjórans var að mínu skapi og þrátt fyrir að það hafi ekki tekist þá fanst mér þetta eiga við í þetta skiptið.

    Mögulega er pistillinn alltof neikvæður hjá mér því ég er ekkert ósáttur með jafntefli sem slíkt og sóknarlega er liðið frábært. Hinsvegar finnst mér við geta gert betur varnarlega og vonandi förum við nú að halda hreinu.

  53. Flott skýrsla Einar, sammála öllu þar held ég.

    Mín fimm cent hvað þennan leik varðar…

    1) Ég á í erfiðleikum með að ákveða mig hvort þetta sé eitt stig unnið eða tvö töpuð. Sem segir kannski allt sem segja þarf um þennan leik. Fagnað, Blótað, Fagnað, Blótað, Blótað Blótað, Blótað helv mikið, Fagnað. Ofan á þetta er hægt að bæta nokkrum svita- og stressköstum.

    2) Gerrard var slakur í dag. Miðjan okkar varð undir lengi vel, sem er áhyggjuefni, þrálátt því miður. Er kannski að koma í ljós það sem Kristján Atli talaði um eftir Arsenal leikinn, hann er e.t.v. orðinn of gamall fyrir þessa há-tempó stórleiki, en getur svo stjórnað Fulham á heimavelli eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er pæling allavega.

    Fóru þeir í te-pásu í síðari hálfleik. Virkaði eins og við værum að spila 2-0-8 á köflum í síðari hálfleiki. Klikkun!

    3) Allen. Þeir sem segja að hann hafi verið það lélegur í dag að það verði að gefa hann þegar glugginn opnar voru ekki að horfa á leikinn. Þetta klúður hjá honum var hryllingur. En það var líka skallinn hjá Suarez inní markteig. Kannski alveg eins vont, en svona næstum því. Allen var fínn í leiknum svona heilt yfir. Ef hann hefði sett hann og komið okkur í 1-3 þá held ég að menn væru frekar að nefna hann sem hugsanlega mann leiksins, þetta var ekki það lélegur leikur hjá honum karlanganum.

    4) Mirallas. Ef þetta er ekki rautt spjald þá væri fínt að fá það staðfest. Við getum þá farið að sækja leikmenn í NFL eða UFC í janúar í stað þess að leitast eftir einhverjum sem eru góðir í ensku útgáfunni af fótbolta. Þvílíka bullið.

    5) Barkley. Er einhver séns að hann sé púllari ? Plís.

  54. Eins slappur og Gerrard er þá er hann annað hvort með mark eða stoðsendingu í 6 af síðustu 7 leikjum og skapar lang flest færi af öllum leikmönnum Liverpool. Nánast á við alla hina miðjumen liðsins samanlagt.

    Þetta var ekki hans besti leikur en alls ekki eins hroðalegur og af er látið. Hann er með Mirallas í fyrsta markinu en sökina þar finnst mér Skrtel frekar eiga, boltinn felllur gjörsamlega fyrir Mirallas sem skoraði auðvitað. Alls ekkert fullkomið hjá Gerrard en ekkert til að tapa sér yfir.

    Annars fannst mér miðjan ekki vera eins slæm lengst af í þessum leik og af er látið, ef eitthvað er var Liverpool með yfirhöndina fram að 60,mínútu eins og EÖE lýsir í leikskýrslu. Hvernig þeir komust tvisvar 4 gegn 2 er áhyggjuefni rétt eins og opnu dauðafærin sem Lukaku og Deulofeu fengu. Þegar kom að því voru annaðhvort Allen eða bæði Allen og Lucas farnir af velli.

    Lang mesta hættan stafaði reyndar af Lucas vini mínum Leiva, þar af 2 af 3 mörkum Everton. Hversu oft var hann að brjóta af sér inni á miðjum vallarhelmingi Liverpool? Ekki misskilja hann var oft að loka vel og vinna boltann glæsilega í þessum klikkaða leik en hjálpi mér hvað hann er að brjóta oft af sér á stórhættulegum stað. Fyrsta mark Everton kom eftir eitt af þessum brotum og annað markið kom eftir sókn sem byrjaði með aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Meira en smá heppni hjá Everton í aðdraganda marksins en Lucas átti brotið sem hóf þessa sókn þeirra.

    Joe Allen var svo að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu á þessu tímabili, hugsið aðeins út í það! Hann kom inn í þennan hörkuleik gegn Everton sem er með góða miðju og ef þið horfið aftur á leikinn þá var hann alls ekki eins slæmur og af er látið hér að ofan. Já þetta var hroðalegt klúður fyrir framan markið en hefði þetta komið fyrir vinsælli leikmann værum við hætt að tala um þetta, a.m.k. með þessum hætti. Þetta var b.t.w. ekki eina færið sem við fórum illa með í dag. Ég hef séð menn meira ryðgaða í fyrsta leik tímabilsins hjá sér heldur en Allen í dag.

    Flestir leikmanna Liverpool (fleiri en Everton) voru að spila með landsliðinum sínum út um víðan völl fyrir þennan leik. Þetta var mjög erfiður leikur á Goodison og það var smá óheppni að koma ekki með öll þrjú stigin.

    Hvernig Dowd fékk það út að Mirallas verðskuldaði ekki rautt í þessum leik er ótrúlegt. Homie útskýrir þetta ágætlega hvað varðar sjónarhorn hans, það bara getur ekki verið að hann hafi séð þetta því annars væri spjaldið alltaf rautt. En eftir leikhlé hlýtur hann að hafa vitað að Mirallas væri á allra síðasta séns, engu að síður fékk hann að halda áfram að brjóta. Maður er bara mest feginn að Suarez fór ekki verr út úr þessu.

    Ég spáði þessum leik 2-2, jafntefli eins og í hinum útileikjunum sem liðið hefur spilað eftir landsleikjahlé. 3-3 í frábærum leik eru alls ekkert verstu úrslit í heimi og þetta var mun betri frammistaða hjá okkar mönnum heldur en gegn Swansea og Newcastle.

    That said þá hélt ég að við hefðum keypt Sakho og Toure fyrir leiki gegn leikmönnum eins og Lukaku, það er fullreynt að Agger og Skrtel ráða ekkert við svona tröllabörn. Það er Mignolet að þakka að Lukaku gekk ekki endanlega frá okkar mönnum í dag.

    Að lokum, þá verður Flanagan að fá hrós fyrir þennan leik. Hann þekkir mun betur að spila bakvörð frekar en wing back og stóð sig vel í þessum leik, svei mér ef Johnson ætti ekki að horfa á Flanagan í þessum leik, þá er ég að meina til að sjá áræðnina og kraftinn sem er krafist í þessum leikjum.

  55. Hann hlýtur að fara að spila Sakho í vörninni eftir svona leik, Agger og Skrtel saman hefur ekki virkað lengi og á ekkert eftir að virka.
    Spurning um að leyfa Flanagan að spila hægr bakvörðinn í næsta leik og henda Johnson á bekkinn og láta hann aðeins finna að hann eigi ekki þessa stöðu skuldlaus.

    En annars er ég nokkuð sáttur að fá 1 stig á þessum erfiða útivelli.

  56. Hólmi Evwrton maður
    Flott comment hjá þér, gaman þegar aðrir en liverpool menn koma með faglegar og flottar athugasemdir. Eg held reyndar ef Allen hefði skorað þá hefði leikurinn verið búinn… En þvi miður og mér finnst hart að dæma Allen út frá þessu þó það se jafnvel vendipunktur i leiknum. Allen var ágætur og okkar menn með massiva miðju. Með 4 massiva vinnslu menn, allen, gerrard, lucas og hendurson. Miðja sem eg hefði vilja sjá a móti Asenal. Hættið að setja út a Rodgers, maðurinn er búinn að gjörbreyta leikstíl um til hins betra þannig að unun er að horfa a. Þetta er að koma núna, hann hefur ekki sömu fjarrað og city eða chelsea en samt að spila flottari bolta. Er mjög sáttur við hann.

  57. Flottur leikur en þessi ruddi sem takkaði Suarez á að fá 5-6 leikja bann, svipað og gerðist í leik Króata og Ísland og sá fékk rauða spjaldið.

  58. Rosalega er ég sammála síðuhöldurum hér. Í guðanna bænum, reynið að vera jákvæðir. Er ekki allt í lagi að glasið sé hálffullt svona einu sinni??

    Við vorum að spila derby leik á móti gríðarlega sterku Everton-liði á útivelli! Come on, eitt stig er bara frábært. Hversu mörg lið eiga eftir að ná stigi þarna? Ekki mörg, það er alveg á hreinu. Ef við höldum áfram að ná jafntefli á útivelli á móti top 7 liðunum og vinna heimaleikina þá verðum bara í frábærum málum!

    Við skulum ekki heldur gleyma því að við sýndum gríðarlega sterkan karakter með því að jafna þarna undir lokin og vorum næstum því búnir að stela þessu í uppbótartíma. Þetta á eftir að veita okkar mönnum gífurlegt boozt og á eftir að vera dýrmætara veganesti í þá leiki sem framundan eru en margir gera sér grein fyrir. Ekki gleyma því heldur að þetta var leikur eftir erfitt landsleikjahlé og ég hafði fyrirfram miklar áhyggjur af leikmönnum eins og Gerrard, Suarez og Sturridge. Þess vegna er þetta í mínum huga allavega FRÁBÆRT stig.

    Næsti leikur takk. Hull á útivelli. Nú fá okkar menn rúma viku til að jafna sig og ég er bjartsýnn og glasið er áfram hálffullt hjá mér.

  59. Ég var bara nokkuð sáttur með lokatölur, en auðvitað vill maður 3 stig. B.R. byrjaði með hárrétta uppstillingu á liðinu å erfiðum útivelli en töpuðum miðjunni algerlega þegar við skiptum 2 miðju mönnum fyrir 2 framherja þó svo að annar skilaði marki 🙂 . Everton náði að jafna 3 mín eftir að Allen fór útaf og komast yfir 3 mín eftir að Lucas fór útaf, samt skiljanlegar skiptingar þar sem þeir voru báðir á gulu.

    Væri til í að sjà 2-3 breytingar á liðinu fyrir næsta leik og þá allar aftast í vörninni, skipta miðvörðunum út og mögulega Johnson líka. Einnig væri ég til í að Gerrard væri skipt út stundum, finnst hann oft á hælunum og leyfa Allen að að fá sénsinn.

  60. Frábær skemmtun

    . Ég vil bara nefna eitt við þá sem eru að segja að Allen hafi átt að gefa á Suarez , ekki vildi ég hafa mann í mínu liði sem gæfi boltan í þessu færi og það líka á mann sem var allan tíman rangstæður. Það hefði verið ljótur söngur í ykkur þá ef hann hefði gefið á Suarez og hann síðan dæmdur rangstæður.

    Áfram Liverpool og líka Allen. 😀

  61. Þessi leikur var algjörlega magnaður. Með smá heppni (og sanngirni) hefðum við átt að vera komnir í frábæra stöðu í hálfleik og þá hefði leikurinn aldrei endað 3-3.

    Everton töpuðu síðast deildarleik heima í des í fyrra á móti chelskí. Ef það er ekki gott rekord og gerir þetta stig eftirsóttara fyrir okkur, þá veit ég ekki hvað fólk er að hugsa hérna.

    Mér fannst liðið okkar mjög vel stemmt fyrir þennan leik, fyrir utan Glen, hann var dapur og virkaði kærulaus. Flanagan er strákur sem hefur komið inn á móti arsenal og everton og staðið sig mjög vel. Virkilega flott að fá þennan gutta upp, ekki veitir af að auka breiddina í þessari stöðu.
    Mignolet var frábær sem og Suarez. Ég þakka bara fyrir að Suarez fótbrotnaði ekki í þessari fólskuárás mirallas. Hvað hefði dómarinn gert ef Suarez hefði tekið svona tæklingu?

    Mér fannst Allen koma fínn inn, pínu ryðgaður en gerði fína hluti. Gerrard fannst mér sterkur og það kom mér á óvart hvað barry var mikil kveifa á móti honum.

    BR og félagar eru að ná úrslitum sem gerir það að verkum að við erum í toppslagnum og höfum verið síðan í ágúst!

    Þessi vetur er að þróast rétt og í þá átt sem maður hafði vonast til, þ.e.a.s. í mikla framför og bætingu okkar liðs. Sóknarleikur liðsins er frábær en það þarf að finna betri lausnir á að verjast föstu leikatriðunum! Efast ekkert um að það sé verið að vinna í því, tíminn vinnur með okkur í þessum málum.

    Eftir 6 daga kemur mjög mikilvægur kafli á tímabilinu, verðum að halda haus og halda áfram að vinna okkur inn punkta og svo verður án vafa gerð góð styrking á hópnum í janúar.

    YNWA!

  62. Þrír jákvæðir punktar sem mig langar að nefna núna eftir nætursvefn:

    – Viðbrögð Suarez eftir viðbjóðslegt brot Mirallas á honum sýna að hann er að bæta sig á andlega sviðinu, ég var drullustressaður um að hann færi í einhvers konar hefnd, tveggja fóta tæklingu, bit eða eitthvað þaðan af verra en það hvarflaði greinilega ekki að honum.

    – Miðað við hvernig Mignolet hefur ítrekað varið maður á móti manni núna í haust, hlýtur að vera orðið stressandi fyrir framherja að lenda í þeim aðstæðum. Já og svo munaði bara sáralitlu að hann ætti stoðsendingu í blárestina þegar Howard varði frá Suarez.

    – Flanagan kemur sterkur inn, á honum er hvorki flan né gan.

  63. Manni finnst bara verst að FA mun ekki detta í hug að dæma Miralles í bann þó svo að atvikið sé í skýrslu dómarans. Þetta var jú bara Suarez.

  64. Svolítið magnað að City liðið fari langt með að skora jafn mörg mörk í einum leik eins og Tottenham er búið að skora á leiktíðinni.

  65. Mirallas gult fyrir hné háa tæklingu á Suarez það þarf engin að þræta neitt fyrir það ef því hefði verið öfugt farið, Suarez hefði verið hengdur fláður og myrtur af nethemi, Rooney gult fyrir að sparka niður hlaupandi spilar og trust með ef því hefði verið öfugt farið, þeas að Rooney hefði verið sparkaður niður á þennan máta þá hefði viðkomandi fengið rautt með það sama, Wes Brown rautt fyrir fullkomnlega löglega tæklingu á bolta í gær Charlie Adam fiksaði það vel og lét sig detta eftir að hafa hoppað uppúr tæklingunni, ég svei mér þá bara verð að spurja hvað í fjandanum er að gerast hjá dómarastéttinni þarna í englandi.

    Annars frábær leikur í gær háspenna út í gegn. YNWA !!

  66. Hvar vorum við á þessum tímapunkti í fyrra og með hvaða mannskap?? Þurfum einhvern til að taka við af Gerrard, hann er á síðustu metrunum. Johnson líka, fundist hann vera eitthvað afhuga undanfarið.

    Hefði ekki verið sáttur með tap miðað við ruglið sem var í gangi í leiknum en þetta er allt á réttri leið. Við LFC menn og konur höfum margt að hlakka til!

    Komast í CL og halda Suarez og þá ættum við að geta fengið einhver gæðanöfn til okkar!!

    YNWA 🙂

  67. Hvað haldiði að Suarez fái marga leiki í bann fyrir brotið hans Rooney í dag??

  68. Skil ekki alveg þetta tal um Glen Johnson.

    Það er ekki lengra síðan en í síðustu umferð sem flestir ef ekki allir hérna inni voru að hrósa honum fyrir algjörlega frábæran leik. Fyrir hann var liðið búið að sakna hans sárt. Hann er okkar langbesti bakvörður.

    Þetta var ekki góður leikur hjá honum í gær en hjálpi mér að þá sé bara ljóst að hann sé búinn á því og þurfi að fara úr liðinu.

    Ég veit ekki afhverju hann er látinn dekka Lukaku, líklega er það sambland af því að hann hefur unnið flesta skallabolta af leikmönnum Liverpool í vetur sem og að Agger og Skrtel voru ekkert að gera betri hluti í þessum dekkninum.

  69. Sammála þessu bulli með Glen Johnson. Hann ætti að vísu ekki sinn besta leik i gær og var með daprara móti varnarlega. En komon hann átti fín hlaup i sókninni og var si ógnandi með hraða sínum og skot fót. Hann er að mínu mati einn af fimm-sex bestu mönnum liðsins. Að taka hann út úr liðinni er algjörlega fráleitt að mínu mati og hana nú.

  70. Ég er ekki ennþá búinn að jafna mig á brotinu hjá Mirallas og klúðrinu hjá Allen.
    12 stig úr næstu 4 leikjum og þá gleymir maður þessu.

  71. Ég talaði ekki um að taka Glen Johnson úr liðinu, en það þarf að huga að replacement fyrir hann af sömu ástæðu og Gerrard. Við erum alltaf í einhverju brasi þegar að hann er frá og við þurfum að halda stöðugleika í okkar leik ef við ætlum að berjast um 4 efstu sætin í vetur. Martin Kelly er góður en ég myndi vilja betri leikmann. Einhvern sem getur varist og er stórhættulegur á fremri hluta vallarins.

    Þetta season er soldið svona “now or never” uppá að halda okkar bestu leikmönnum. Ég yrði drullufúll ef þeir myndu fara en ég skil samt að þeir vilji spila á stærri sviði þegar að það stendur þeim til boða. Ef það á að fara að rausa um að LFC er stærsta sviðið þá þurfa menn að láta skoða á milli eyrnanna á sér. Það á heima í sögubókum eins og stuðningsmenn annarra liða benda á. Við höfum verið að missa af bitum útaf þessari drullu okkar.

    En það er bjart framundan og að huga að replacement/cover fyrir einhvern er ekki áfellisdómur, frekar heilbrigð skynsemi. Þetta er jú ein erfiðasta deild í heimi.

  72. Ég skil bara ekki yfir höfuð þetta “demba mönnum á bekkinn” tal allt.

    Það er svo víðáttu langt frá því að halda það að þjálfarar bara ákveði að skella mönnum á bekkinn til að læra einhverja “lexíu”, hvað þá þegar er talað um reynslubolta eins og Gerrard og Johnson.

    Báðir þessir leikmenn eru enn bestir í sínum stöðum í liðinu, Flanno gæti mögulega komist fram úr Kelly með frammistöðu eins og í gær sem backup fyrir Johnson og ég bara veit ekki hvað menn vilja frá Gerrard annað en það sem var í gær. Miðað við sendingafjölda, sendingaprósentu, unna bolta og já alveg rétt, tvær stoðsendingar úr leik gærdagsins þá er mér algerlega og fullkomlega fyrirmunað að sjá annan leikmann í okkar leikmannahópi geta leyst þessa M-C stöðu eins vel og hann gerir. Hendo er vissulega að nálgast, en er alls ekki tilbúinn.

    Fyrir svo utan það að þegar ég var að spila þá horfði maður ansi mikið til fyrirliðans og/eða reynslumeiri mannanna.

    En óháð reynslu þá hlýturðu einfaldlega að stilla upp besta liðinu þínu í leik hverju sinni. Það þýðir að mínu mati að Johnson á að vera hægri bak, alltaf þegar hann er heill, og Gerrard á alltaf að vera inni á miðjunni, þegar hann er heill.

    Það er ekki eins og við séum að kikna á einhverju leikjaálagi núna…

  73. Everton maður hér (eins og áður sagði) og algjörlega sammála því að Mirallas hefði átt að fá rautt í leiknum fyrir tæklinguna á Suarez — en áður en við missum okkur hér í “self-righteousness” kíkið á þetta: http://i.minus.com/iHvvo5bLLinZE.gif Þetta er úr *síðasta* leik Suarez á Goodison Park og átti að vera beint rautt — Suarez hvergi nærri boltanum og á góðri leið með að ökklabrjóta Distin. Þetta brot á Distin var, hands down, ljótasta brotið sem ég man eftir að hafa horft á þá leiktíðina. Og þetta var aðeins *eitt* af *þremur* (!!) spjaldverðum atvikum hjá Suarez í þeim leik en hann tæklaði t.d. líka Mirallas illa, kom honum á sjúkralistann í margar vikur (eyðilagði season hans). Töpum okkur því ekki alveg í hræsninni hér.

    En burtséð frá þessu og að jákvæðari hlutum — þetta var besti leikur tímabilsins hingað til og langbesti derby leikurinn í mjög langan tíma. Unaðslegt (fyrir okkur) að horfa á hverja sókn Everton á fætur annarri en um leið jafn frústrerandi að sjá færin flest öll fara forgörðum. Það er ekki oft sem markvörður (Mignolet í þessu tilfelli) fær á sig þrjú mörk en er valinn maður leiksins en það segir þó ákveðna sögu.

    Vona bara að Anfield leikurinn verði jafn skemmtilegur.

  74. Það er grìðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá fleiri menn eins og flanno og allen i gang. Það er aðeins of mikið panick þegar þarf að gera einhverjar breytingar finnst mer. Fyrir utan miðvarðarstöðurnar þá er alls ekkert ljòst hvaða menn er hægt að leggja traust á sem eru fyrir utan byrjunarliðið.

  75. Gerald var þreittur eftir tilganslausann landsleik, fáranlegt að spila honum þar, það var líka ástæðan að við byrjuðum bara með s í stað sas, Það er einsog landsliðsþjalfarinn hafi eitthvað á móti okkur, kanski það að hanns áætlun að eyðileggja Liverpool gékk ekki eftir, hann þurti meiri tíma til þess.

    annars er mikið verið að skamma Allen fyrir að skjóta í stað þess að senda á suarez, en málið er að allir hefðu skotið, reyndar hefðu flestir skorða en svona er það bara. að ná jafntefli á erfiðum útivellir er ekkert hræðilegt, maður vill alltaf öll stigin en villji er bara ekki nóg, við vorum heppnir, í jöfnum leik, ef annað liðið átti skilið að vinna þá væru það ekki við.

  76. Ingó,
    Suarez var ekki rangstæður þarsem hann var fyrir aftan boltann?

  77. Þetta var auðvitað frábær leikur og stórkostleg skemmtun og auglýsing fyrir fótboltann. Menn verða að muna að leikmenn Liverpool eru ekki vélar og eiga misjafna daga. Mér fannst lítið athugavert við leik Glen Johnson fyrir utan dekkninguna á Lukaku í þriðja marki Everton. Ástæðan fyrir því að hann er látinn dekka tröllið er sú að hann er líklega þriðji besti skallamaður liðsins og Agger og Skrtel voru að dekka haffsentana tvo hjá Everton, Distin og Jagielka. Líklega mistök hjá Rodgers. Allavega held ég að Johnson hefði ráðið betur við Jagielka og Skrtel líklega náð að toga nóg í Lukaku til að hann gæti ekki rifið sig upp og skorað.

    Gerrard fannst mér ekkert sérstakur í dag en hann átti þó eina og hálfa stoðsendingu. Hann var greinilega ekki 100% eftir landsleikinn á þriðjudaginn.

    Varnarleikurinn heldur áfram að vera áhyggjuefni. Lucas fannst mér spila vel þótt hann hafi fengið á sig mikið af aukaspyrnum. Hann sópaði vel upp og Dowd flautaði einfaldlega allt of mikið á hann. Góður slatti af aukaspyrnunum sem Lucas fékk á sig voru einfaldlega engin brot. En varnarlínan var ansi oft spiluð í sundur og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Mignolet hefðum við einfaldlega skíttapað þessum leik. Það er engan veginn ásættanlegt að fá á sig einhver 7 dauðafæri í einum leik. Menn voru seinir, lengi að átta sig (t.d. eftir aukaspyrnu Lukaku) og náðu ekki að loka svæðum nógu vel til að Everton gæti ekki athafnað sig. Og þá er ég að tala um allt liðið, ekki bara öftustu 4-5.

  78. Hjartanlega sammála Babu og Magga hér að ofan.

    Menn vilja bara selja Allen á 1.000 pund og vilja setja Glen á bekkinn “svo hann læri og fari að spila betur”. Ekki er öll vitleysan eins. Ætliði þá að fara í útileik gegn Hull með Flanno & Cissokho í bakvarðarstöðunum ? Glen er einn af fyrstu mönnum á blað, ef menn vissu það ekki fyrir þá hefði ég haldið að þeir hefðu áttað sig á því síðustu vikurnar þegar hann var frá. Við söknuðum hans ekkert lítið.

    Sæll Finnur, þakka bæði hrósið í síðasta þræði og vil hrósa þér fyrir fín skrif og fyrir að vera hérna yfir höfuð. Alltaf gaman að ræða hlutina við stuðningsmenn annarra liða. Við skulum samt forðast það að bera saman atvik á milli leikja, og þá sérstaklega á milli leiktíða þegar kemur að því að réttlæta brot, mark, rétta eða ranga dóma. Ég var (og er) sammála þér með ofangreint atvik þegar Suarez steig á Distan, það leit virkilega illa út þegar maður sá það live og ekki skánaði það í endursýningunni. En þetta á nú að jafnast út yfir leiktíðina þannig að það er kannski tilgangslaust að velta sér uppúr ef og hefði. Og það fegrar tæklinguna hjá Mirallas lítið. En ég sé hvert þú ert að fara.

    Annars voru báðir markmenn frábærir í þessum leik, og hefði ekkert verið við þá að sakast þó að leikurinn hefði farið 5-5. Ef að Allen og Suarez hefði nýtt sín dauðafæri og svo Deulofeu og Lukaku ykkar megin (amk 1 hvor). Annars er frekar merkilegt að hugsa til þess að öll mörkin í þessum leik komu eftir föst leikatriði, því ekki vantaði að menn sóttu til sigurs og leikurinn var virkilega opinn, hraður og skemmtilegur.

  79. Flott skýrsla Einar Örn, hefðum getum stolið þessu í lokin en sætti mig við eitt sitg

    KOMA SVO!

  80. Óháð leiknum, ef síðan er skoðuð á iphone, þá kemst maður ekki í nýjustu ummæli án þess að fara langa leið (sérstaklega ef mörg ummæli komin eins og nú) – í stað áður þar sem hægt var að hoppa í nýjustu ummælin hægra megin og hægt er á vefsíðunni í tölvu.

    Er hægt að hafa þetta líka svo á farsímaútgáfu ?, en annars er þessi vefur bara snilld og skemmtilegir pennar hér á ferð :).

  81. Suárez má samt ekkert vera svona reiður yfir þessu, þar sem að hann stendur í rangstæðu að mestu. Hann er skrefi fyrir framan Allen þegar hann biður um boltann.

    Það var pirrandi að Allen skoraði ekki, en enginn heimsendir.

  82. Eyþór, takk fyrir það. Það þarf samt að vera morgunljóst að ég er ekki að reyna að fegra tæklinguna hjá Mirallas (eins og þú gefur í skyn) enda hef ég fordæmt hana opinberlega bæði hér og á Everton.is. Ég var að svara t.d. Svavari Station hér að ofan, sem spurði — nákvæmlega eins og Brendan Rodgers gerði eftir leik:

    “Hvað hefði dómarinn gert ef Suarez hefði tekið svona tæklingu?”

    Brendan Rodgers á að vita svarið — það er að finna í síðasta leik sem Suarez spilaði á Goodison Park: Suarez slapp við gult í fyrri ljótri tæklingu og slapp við straight rautt í þeirri seinni (sem var verri tækling en hjá Mirallas). Þið fyrirgefið því kannski þegar ég fæ æluna alltaf upp í kok þegar ég heyri Liverpool mann kvarta yfir því að aðrar og strangari reglur gildi um Liverpool þegar kemur að dómgæslu.

    Það stendur skýrum stöfum á everton.is (bæði leikskýrslum og tekið undir kommentakerfi) að tækling Mirallas á Suarez á ekki að sjást í fótbolta. Til samanburðar bendi ég á að það var ekki minnst á það *einu orði* í leikskýrslu Einars Arnar á kop.is að Suarez hefði tekið tvær mjög ljótar tæklingar (á Distin og Mirallas) í síðasta leik á Goodison og var stálheppinn að fá að klára leikinn. Krafðist Einar Már (kommentari hér að ofan) þess þá að Suarez fengi 5-6 leikja bann líkt og hann gerir nú með Mirallas? Nei. Það voru hins vegar allir brjálaðir þar sem ranglega var tekið mark af greyið manninum í lokin — sem átti að vera löngu kominn í sturtu og leikbann.

    Kannski er þetta spurning um að vera pínu meðvitaður um bjálkann í eigin auga áður en maður kvartar yfir því hvað dómarar eru alltaf vondir við mann…

  83. Frábær fótboltahelgi að baki. SVAKAlegur derbyleikur hjá okkar mönnum og ekki skemmdi fyrir að spurs eru í skítnum OG hversu gaman var að sjá Cardiff jafna í lokin í gær?!

    Og svo er það Podcast í kvöld, vonandi! 🙂

  84. Finnur, við kvörtum ekki yfir meðferð okkar. Bara yfir sérmeðferðinni sem United menn hafa fengið í gegnum áratugina 😉

    En að öllu gríni slepptu. Ég held að við séum ekki svo slæmir, flestir hverjir allavega, þegar kemur að því að kvarta yfir dómgæslu. Það er bara eðlilegt að þetta atriði sé til umfjöllunar nú, eins og hefði e.t.v. verið eðlilegt að Distan atvikið hefði verið til umræðu eftir þann leik. Ef það var ekki tekið fyrir í skýrslunni þá er það eflaust til umræðu í commentum. Annars sé ég ekki eitt comment hér að ofan á þá leið að dómarar séu “alltaf vondir við okkur”, en það er annað mál. Tel okkur hafa fengið ágæta dómgæslu heilt yfir það sem af er tímabili, amk ekki mikið af atriðum sem fjallað hefur verið um sérstaklega, fyrr en nú. Hvorki með né á móti.

    Menn eru ekkert að gleyma því sem fór fram í leiknum í fyrra, menn eru bara að kvarta yfir þessu tiltekna atviki. Annars gætum við þessvegna farið í þennan leik,

    http://www.youtube.com/watch?v=4XjPy8FxCzE

    Og rætt þau amk 3-4 rauðu spjöld sem áttu að fara á loft þar. Ég sé bara ekki tilganginn í því, enda kemur það málinu ekkert við, og minnist ég þessa leiks frekar fyrir skemmtanagildi en fyrir tæklinguna margumræddu.

    En það er ekki þar með sagt að menn megi ekki ræða það að Mirallas hafi átt að fjúka útaf án þess að þurfa að rifja upp það sem gerðist í fyrra eða hittifyrra (án þess að teljast hræsnarar). Því það á jú ekki að hafa nein áhrif á það sem gerðist á laugardaginn, í gær eða á morgun. Ekki frekar en að þetta atviki eigi að hafa eitthvað með það að gera hvernig verður horf á atvik úr Anfield leiknum eftir áramót.

    Held ég hafi ekki séð neinn heimta langt bann á Mirallas fyrir utan þetta eina comment sem þú bendir á. Eigum við ekki að horfa á þá skoðun sem minnihlutaálit, þar sem að ummæli eru að nálgast 100, og verður því varla talið lýsandi.

    En þessi atvik sem þú nefnir, sannar það ekki bara að þessir hlutir núllast út heilt yfir. Suarez heppinn í fyrra, Mirallas þetta árið. End of., you win some you lose some.

  85. Það eina sem bjargar því hvað við erum lélegir að verjast föstum leikatriðum er það að Everton eru álíka lélegir í því.

  86. Hvað er málið með það að leikmaðurinn sem gengur undir nafninu Kolo Toure hafi ekki verið í byrjunarliðinu?
    Hann var með Benteke í vasanum á Villa Park, leikmann sem er ekkert svo ósvipaður og Lukaku sjálfur. Skil þetta hreinlega bara ekki.

  87. @Steinar Freyr 26.11.2013 18:59

    Já, það er nokkuð furðulegt að Toure hafi ekki verið í byrjunarliðinu.

    Enn furðulegra þykir mér þó að í tveggja miðvarða leikkerfi, þar sem spilað er gegn líkamlega sterkum framherja eins og Benteke er, skuli Skrtel og Agger byrja saman í hjarta varnar.

    Trekk í trekk hafa líkamlega sterkir framherjar eins og Benteke rústað þeim og í þessum leik var lítil sem engin breyting þar á.

    Kannski voru Toure og Sakho tæpir vegna meiðsla eða þreyttir eftir landsleiki, ég skal ekki segja.

    Í það minnsta vona ég að Skrtel og Agger spili aldrei aftur sem tveir miðverðir gegn líkamlega sterkum framherja.

Liðið gegn Everton

Kop.is Podcast #47