Everton á laugardag

Mér finnst vera mánuðir og ár síðan Liverpool spilaði síðast leik.

Ég er kominn með fráhvörf..

Þetta helvítis landsleikjahlé…

Það gat ekki einu sinni farið vel….

Eiður fór að gráta og hálf þjóðin táraðist…..

En nóttin er alltaf dimmust rétt fyrir dögun, það er Merseyside Derby helgi!

Gareth-Merseyside-derby-pic- Hiti í mönnum

Okkar menn mæta á Goodison Park í hádeginu á laugardag og hefjast herlegheitin kl. 12:45.

Ég er týpan sem verð alltaf stressaður fyrir Liverpool leiki eins fáránlegt og það nú er. Þetta er blanda af spenningi og stressi og byggist upp þegar leikurinn færist nær. Yfir hverju er ég stressaður samt? Ég er að fara sitja á rassinum í 90 mínútur og garga á imbann/tjaldið. Þetta er líklega eins og að horfa á barnið þitt spila fótbolta, þú sparkar með, lifir þig inní þetta, styður hann/hana áfram, í blíðu og stríðu, gegnum súrt og sætt.

Spennan er alltaf mest þegar við erum að fara mæta Everton eða Man Utd. Þetta eru leikirnir sem er skemmtilegast að vinna og alveg hreint ömurlegt að tapa. Þetta eru aldrei auðveldir leikir, það þarf að vinna fyrir hverjum einasta bolta á vellinum, þessi leikur verður engin undantekning.

Staðan í deildinni

Í þessum leikjum skiptir hún ekki máli. Hlutir eins og tölfræði, form og hvað það nú heitir er hent út um gluggann þegar þessi lið leiða saman hesta sína. En í þetta sinn kryddar hún einvígið örlítið, eins og það hafi þurft á því að halda!

Liverpool í öðru sæti með 23 stig og getur tekið toppsætið, amk tímabundið, með sigri.
Everton í sjötta sæti með 20 stig og getur komist upp í þriðja sæti, við hlið Liverpool, með sigri.

Staðan

Á ferð og flugi – Landsleikjahlé

Okkar menn hafa verið á ferð og flugi, eins og svo oft áður í landsleikjahléum. Það sama á reyndar við um Everton liðið.

Það versta við þetta blessaða hlé er að Suarez er ekki enn kominn heim þegar þetta er skrifað og kemur að öllum líkindum ekki fyrr en á fimmtudagskvöld eða fyrri part föstudags.

Til að toppa þetta þá er Roy Hodgson ennþá að gera mig gráhærðan, tæpum þremur árum eftir að ég fagnaði brottrekstri hans. Telur sig þurfa að sprauta 33 ára gamlan Steven Gerrard og láta hann spila tæpan í 55 mínútur og Sturridge tæpan í 90 mínútur. Þetta allt saman í vináttuleik gegn varaliði Þýskalands.

Árangurinn? Tap á Wembley og ekki skot á markið. Frábært. Takk Roy!
(Jájá, ég veit að Gerrard réði þessu líklega sjálfur. En það er bara mun skemmtilegra að pirrast út í Woy en okkar leikmenn. Þjálfarinn á samt að taka tillit til þess ef menn eru að ströggla með meiðsli. Það er nú ekkert lítið sem var drullað yfir Sturridge eftir að hann dróg sig úr landsliðinu eftir leikinn gegn Man Utd en var svo leikfær, rétt svo, vikuna eftir. Yrði eflaust lítið skárra ef þeir myndu segja sig frá liðinu sökum meiðsla á þriðjudegi og spila svo í nágrannaslag fyrir hádegi á laugardegi. Ég sé bara ekki afhverju að taka sénsinn. Þjóðverjar stilltu upp varaliði að mestu).

Öllu jákvæðari fréttir eru af Sakho & Allen, en báðir voru frábærir með liðum sínum í vikunni og hafa eflaust báðir haft gott af því að spila. Svei mér þá ef þeir hafa ekki pressað aðeins á Rodgers þegar kemur að liðsvali um helgina.

Liverpool

Ég held að liðið stilli sér nokkurn veginn sjálft upp. Ef að Rodgers væri ekki svona íhaldssamur í liðsvali þá myndi ég velta fyrir mér hvort að annaðhvort Suarez eða Gerrard yrðu ekki á bekknum um helgina. “Suarez eða Gerrard á bekknum… gegn Everton, ertu geðveikur?!” Gerrard spilaði 55 mínútur í vikunni, var sprautaður og tók víst ekki þátt í öllum æfingum liðsins, þetta er ekki það sem ég myndi gera en það er spurning hvernig fæturnir (og mjöðmin) á honum eru. Suarez var að spila 90 mínútur með Úrúgvæ á miðvikudagskvöldið, útileikurinn fór 0-5 fyrir þá en samt vildi Suarez spila. Á svo eftir að ferðast einhverjar 7000 mílur til Liverpoolborgar. Spurning hvort hann komi ekki beint á völlinn bara.

Eina hugsanlega mögulega breytingin sem ég gæti séð hann gera er að breyta um leikkerfi, fara úr 4-3-3/4-3-1-2 í hið umdeilda 3-5-2 þar sem að Henderson eða Coutinho yrði fórnað á kostnað þriðja miðvarðarins, Sakho eða Toure.

Ég er ekkert alltof hrifin af 3-5-2 og hef ekkert farið leynt með það. En ef Liverpool ætlar að spila það á annað borð þá er það algjör krafa að Enrique og Glen Johnson séu leikfærir.

Ég ætla samt að tippa á fyrra kerfið. Að liðið og taktíkin verði óbreytt frá því gegn Fulham, nema að Enrique leysi Cissokho af í vinstri bakverði. UPPFÆRT: Enrique er víst á leið í aðgerð og missir af leiknum. Cissokho verður því áfram í vinstri bak.

Liðið

Brendan Rodgers breytir helst ekki sigurliði. Hvað þá liðinu sem spilaði líka svona vel gegn Fulham í síðustu umferð. En ég veit það ekki, mér myndi líða aðeins betur á leikdegi ef ég væri með Toure í miðri vörninni til þess að kljást við Lukaku, honum gekk nú ágætlega með annað tröll fyrr á tímabilinu þegar við mættum Aston Villa með Benteke sem fremsta mann. Sá hafði farið ansi illa með miðverði okkar á síðasta tímabili, svipað og Lukaku. En þeir bræður, Dagger og Skrtel, virðast oft lenda í vandræðum með líkamlega sterka miðverði.

Ég er ekki aðdáandi þess að hringla mikið í miðvörðum á milli leikja. En það er a.m.k alveg pæling sem á rétt á sér hvort að það væri sterkt múv að taka upp frönsku þarna í öftustu varnarlínu. Stilla upp Toure og Sakho saman. Er Glen ekki annars flúent á fjögur eða fimm tungumál ?

Everton

Það er svipað hjá Everton. Ég held að það verði ein, hugsanlega tvær breytingar frá því í jafnteflisleiknum gegn Palace. Martinez sagði í viðtali fyrir einhverjum misserum síðan að hann væri hrifinn af því að henda ungum leikmönnum inn í stóru leikina. Þeir hafa ekki tíma til að vera velta sér uppúr því hver andstæðingurinn er, þeir vilja bara sanna sig.

Ég sé Barkley koma inn í stað Osman og hugsanlega Deulofeu í stað Pienaar.

Howard
Coleman – Jagielka – Distin – Baines

McCarthy – Barry

Mirallas – Barkley – Pienaar

Lukaku

Aðeins að Everton liðinu svona almennt. Það er eflaust ekki vinsælt á Liverpool bloggi en það verður samt að viðurkennast að þeir eru komnir með fínasta lið. Það er af sem áður var þegar þarna voru aðalega tæklarar og baráttuhundar, svona Tony Hibbert-ar. Í dag eru þeir með nokkuð vel spilandi leikmenn í flestum stöðum. Með besta (top 2) vinstri bakvörðin í deildinni, Flotta miðju, tekníska og fljóta kanntmenn og virkilega öflugan og spennandi framherja. Þeir eru vissulega lið sem getur challengað í top 6, Martinez faktorinn mun svo líklega ráða því þegar líður á tímabilið hvort þeir verði með í CL eða EL baráttunni.

Sumarglugginn var frábær hjá þeim. Þeir höfðu fyrrum stjóra sinn að fífli þegar hann borgaði alltof mikið fyrir Fellaini. Ef hann (klúbburinn) hefði ekki tekið Dr. Evil á þetta og borgað klásúluna þegar hún var virk hefðu þeir getað fengið hann talsvert ódýrari. Þeir héldu svo Baines ofan á þetta og fengu Barry, Lukaku og Deulofeu að láni og fjárfestu í McCarthy sem er flottur leikmaður.

Spá og pælingar

Þetta verður erfiður leikur. Ég var nokkuð bjartsýnn í byrjun vikunnar, en er orðin aðeins svartsýnni nú örfáum dögum síðar. Sérstaklega vegna þess hvernig þetta landsleikjahlé hefur spilast. Langt ferðalag hjá Lucas og Suarez. Gerrard og Sturridge að glíma við einhver meiðsli. Það er samt sem áður engin afsökun, en Brendan verður að taka erfiðar ákvarðanir ef Lucas, Gerrard, Sturridge eða Suarez eru ekki í topp standi. Efast ekki um að Moses eða Allen séu hungraðir og tilbúnir til leiks.

Ég á erfitt að sjá fyrir mér leik gegn Everton nema að Carra bregði fyrir, öskrandi, másandi og blásandi. Hvað þá án bæði Gerrard og Carra. Gerrard spilar alltaf þennan leik, hann myndi eflaust gera það í spelku ef hann þyrfti. Ó Fowler hvað ég væri til í að sjá hann bera þetta sama barn undir belti n.k. laugardag.

Væri alveg til í að sjá hann bera sama barn undir belti á laugardaginn

Við vorum auðvitað ekki eina liðið í þessu einvígi sem missti menn vegna landsleikja, það virðist oft gleymast. Lukaku og Mirallas spiluðu með Belgíu á þriðjudaginn og Baines, Barkley og Jagielka voru með Englandi á sama tíma.

Ég verð að viðurkenna að ég er mikill aðdáandi Ross Barkley. Hann hefur allt og hann er bara nítján. Hann er sterkari en allir aðrir nítján ára krakkar, utan kannski Lukaku og Obafemi Martins (er hann ekki annars ennþá 19 ára?). Hann hefur hraða, sendingargetu og alvöru skotfót (meira að segja tvo). Hann minnir mig á Gerrard, þetta væri leikmaður sem ég væri til í að henda Carroll pening í. Hann verður sko leikmaður! Ég var að gera eitthvað allt allt annað þegar ég var nítján en þetta. Líklega fyrir utan Heiðrúnu að reyna að fá einhvern til að kaupa fyrir mig bjór, en það er önnur saga.

Ég er búinn að heyra það svo oft undanfarnar vikur, að varnarmenn andstæðingana séu eflaust með martraðir í aðdraganda Liverpool leiksins því þeir mæta SAS. Ef einhver á að vera með martröð fyrir leik þá er það Agger. Ég fæ ennþá hrylling við að hugsa til þess þegar Agger sýndi Lukaku á vinstri fótinn, seint í leiknum á Anfield í fyrra og Belginn skyldi hann eftir og skoraði. Hann er einfaldlega frábær leikmaður, besti sóknarmaður Everton og Chelsea, by far! Spurning hvert hann verður lánaður á næsta ári..

En eins og ég kom inná áðan, þá lendum við oft í vandræðum með stóra og sterka framherja. A.m.k. hafa Agger og Skrtel gert það. Við réðum ekkert við þennan 2. eða 3 deildarstriker í bikarnum í fyrra. Benteke snýtti vörninni eins og hún leggur sig á síðasta tímabili og Lukaku gerði það sama, skoruðu báðir úti og heima. Mér finnst því ekkert ólíklegt að Brendan sé að velta fyrir sér miðvarðaparinu í þessum töluðu (skrifuðu) orðum.

Þá að úrslitunum. Ég ætla að spá okkur sigri í erfiðum leik, endar að lokum 1-2 eftir að við komumst í 0-2 með mörkum frá Suarez og Gerrard. Eigum við ekki að vera villtir og segja að Lukaku skori fyrir þá bláklæddu.

KOMA SVO!

YNWA

55 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir frábæra upphitun Eyþór. Þetta verður drulluerfitt og mikil barátta með tæklingum hægri vinstri. Það er bara þannig þegar þessi lið mætast og eins og Eyþór segir þá skiptir staða í deild engu máli. Öll tölfræði og allt sem áður hefur gerst skiptir engu máli. Þetta er einfaldlega stríð upp á líf eða dauða með gífurlega háu spennustigi og allt getur gerst bæði gott og slæmt.

  Að venju þetta sísonið ætla ég að spá okkar mönnum sigri. það verða hin sígildu úrslit leiktíðarinnar hjá mér 1 – 3 þó sú spá hafi ekki ræst nema einu sinni held ég. En það hafa samt oftar en ekki verið sigrar eftir þessa spá mína svo ég held mig við hana.

  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Frábær upphitun Eyþór, nú er heldur betur farið að styttast í leikinn.

  Jose Enrique er reyndar meiddur á hné og líklega á leið í aðgerð (ekki stóra).

  Ég óttast mikið að Rodgers fari aftur í 3-5-2 / 5-3-2 kerfið sitt og geri með því sömu arfa vitlausu mistökin og hann gerði gegn Arsenal. Everton er fullkomlega mannað til að mæta liði sem spilar 3-5-2 kerfið. Miðjan hjá þeim er mjög þétt og frammi er skrímsli sem getur skorað og haldið boltanum eins lengi og þarf til að færa liðið framar.

  Barry er að spila eins og herforingi og er ekki upptekinn af landsleikjum lengur. McCarthy er einnig að spila mjög vel og nýtur þess líklega að vera í betra liði en þekkja hugmyndafræði þjálfarans. Ég er svo sammála með Barkley verðandi leikmann United, hann er leiðinlega efnilegur og kemur ferskur til leiks eftir bekkjarsetu í þessari viku. Hefði ekki verið nær að gefa þessum strák séns í vináttuleik og hvíla Gerrard?

  Ég óttast að miðjan hjá okkur verði undir í þessum leik eins og í allt of mörgum leikjum á þessu ári. Fer auðvitað töluvert eftir leikkerfi samt. Rodgers hefur talað um að hann þurfi að nota hópinn í næstu leikjum en ég bara get ekki séð fyrir mér róttækar breytingar fyrir þennan leik. Gerrard er t.d. alltaf að fara spila þó hann hafi ekki æft á fullum krafti og Joe Allen hefði getað skorað þrennu og samt verið á bekknum.

  Martin Skrtel er búinn að vera í beast mode undanfarið og vonandi getur hann pakkað Lukaku saman, Þetta tröllabarn hefur farið afar illa með okkur undanfarið rétt eins og aðrir leikmenn í hans stærðarflokki. Vona innilega að lausnin verði ekki að hrúga miðvörðum inna til að flækjast fyrir hvor öðrum, frekar að finna par sem ræður við hann.

  Lendi Liverpool ekki fullkomlega undir á miðjunni er lítið því til fyrirstöðu að skora mörk á þá. Suarez og Sturridge ættu alveg að hafa Distin á sprettinum þó þeir hafi spilað mun meira en hann í þessari viku.

  Spái þessum leik 2-2 rétt eins og hinum útileikjunum eftir landsleikjahlé. Það væri sömu úrslit og í fyrra. Suarez skoraði reyndar þrennu í þeim leik og fagnaði einu markana með því að dýfa sér fyrir framan Moyes.

  Meira þannig takk.

 3. Eru ekki einhverjir snillingar hér sem vita ástæðuna fyrir nýjustu uppsögnum hjá LFC??? Það er ekki hægt að reka menn með þetta orðspor og sem hafa verið að gera fína hluti undanfarin ár og bara segja af því bara…..

 4. Slúðrið segir að Borrell og McParland hafi verið reknir þar sem þeir voru í samningaviðræðum við Man City um að taka við akademíunni þar. Að ræða við önnur félög á meðan þeir eru samningsbundnir LFC er brot á samningi og því voru þeir reknir.

  Þetta er þó bara orðrómur. Sjá hér: https://twitter.com/Karlton81/status/403480929592934400

  Annars að leiknum. Frábær upphitun hjá Eyþóri og nú er maður óðum að komast í gírinn fyrir þennan leik. Það er gríðarlega mikilvægt hjá okkur að ná a.m.k. jafntefli en sigur gæti reynst ansi dýrmætur. Sem fyrr mun það lið sigra sem skorar fleiri mörk. 🙂

  Slæmt að missa Enrique í langan tíma en Cissokho fær stóran séns í staðinn. Ég vona að þeir fari ekki að reyna að nota Agger eða Sakho í bakverði, sjáum til. Annars er ég að reyna að af-pirra mig á því að Gerrard og Sturridge hafi spilað of mikið gegn Þýskalandi en sem betur fer eru þeir heilir heilsu.

  Þetta leggst vel í mig. Smá þreyta eftir landsleikjaferðalög væri viðbúin en ég ætla að vera brattur og spá okkur sigri. Suarez, Sturridge og Lukaku skora allir eitt hver.

 5. Sælir félagar
  ég er að velta því fyrir mér ef maður er staðsettur á Akureyri hvar koma menn saman til þess að horfa á boltann ?

 6. Teddi, við komum saman á Sportvitanum sem er niðri við Eimskip (Strandgata).

 7. Sem Everton maður verð ég að taka ofan fyrir Eyþóri fyrir flotta og málefnalega upphitunargrein. Vona bara að allir leikmenn komi heilir úr þessum leik, sýni drengskap í leiknum og að dómarinn fari ekki á taugum heldur sýni að hann ráði við svona stóran leik. Og fyrir okkur stuðningsmenn, beggja vegna borðs, er líka gott að hafa í huga að þetta er jú bara fótbolti. 🙂

 8. Enrique er ekki að fara að spila næstu vikurnar svo að við fáum frönsku keiluna inná( Keila= eitthvað sem er þarna, þarf að vera þarna en gerir eiginlega ekkert).

  Þetta verður mjög erfiður leikur gegn erfiðu liði.

  Spái 1-1 Gerrard með markið okkar úr víti eftir að við lendum undir eftir misstök frá keiluni.

 9. Svona í alvöru eigum við ekki að slappa aðeins af með að afskrifa Cissokho alveg strax? Jafnvel þó að hann hafi ekki skilað sínu hlutverki vel og/eða skilið það í leiknum gegn Arsenal?

  Arsenal eru mjög vel mannaðir og voru iðulega tveir á móti honum einum í þeim leik. Hann var alls ekki sé eini sem spilaði mjög illa þann daginn og Rodgers á líklega töluverða sök á því hversu illa hann leit út í þeim leik.

  Talað strax um manninn eins og hann sé Riise á lokastigi.

 10. Sammála Finni hér að ofan og flott grein hjá Eyþóri. Ég Púllarinn, fer ásamt góðum dreng, Everton manni, að horfa á leikinn á einhverjum sportbarnum. Kneifum jólaölið og skemmtum okkur yfir vonandi frábærum leik! YNWA!

 11. Flott debut Eyþór, mjög gott.

  Það er ekki laust við það að það sé kominn smá fiðringur í mann fyrir leikinn. Var á vellinum fyrir um ári síðan þar sem við vorum rændir stigum af huglausum línuverði sem ég er ekki viss um að hafi verið með augun opin á þessum tímapunkti. Ég var beint fyrir aftan þann sauð og það var greinilegt að það var ekki fyrr en hann sá hver kom hlaupandi út úr pakkanum, fagnandi, að hann reisti upp flaggið, nokkrum áratugum of seint. Við eigum sem sagt inni alveg 2 stig frá því síðast og því legg ég til að undantekning verði gerð á í þetta skiptið og að við fáum 5 stig fyrir sigurinn á laugardaginn, bara sanngjarnt.

  Annars er ég ánægður með Babú hér að ofan, búinn að búa til sjúkdóm að nafni Riise, var ekki búinn að átt mig á þessu áður.

 12. Og svo fordæmi ég síðustu orðin hjá Finni Everton manni hér að ofan, þetta er ekkert BARA fótbolti 🙂

 13. SSteinn: Liverpool er nú ekki eina liðið sem hallar á í dómgæslu öðru hverju. Við gætum farið út í það af hverju Suarez hefði átt að vera kominn með rautt í sama leik löngu áður en mark hans var dæmt af. En látum það liggja milli hluta — Everton menn hljóta þó að verða að gera kröfu á móti um 5 stig úr þessum leik eftir sigurmark Everton sem dæmt var ranglega af á Anfield síðast (þegar Distin skallaði í markið) sökum þess að Reina hrasaði þegar hann hljóp á Anichebe (sem var ýtt af varnarmanni Liverpool). 🙂

  Hvorugur okkar hefur líklega erindi sem erfiði þar — en við getum séð hvort það gengur eftir um helgina. 🙂

  Gaman að þessu. 🙂

 14. ekki heldur gleyma því að jöfnunarmark Everton á Goodison á síðasta tímabili átti aldrei að standa þar sem þeir tóku innkast sem Liverpool átti.

 15. úff ég er orðin spenntur.. vonandi spilum við bara þetta kerfi hér fyrir ofan en setjum Allen inní liðið í stað Henderson sem getur ekki blautan og þá bara Gerrad a kantinn og Allen með lucasi á miðjunni.. en já þetta kemur allt saman í ljós.. við tökum þetta 3-0 það er bara svoleiðis 😀

 16. Nokkuð ljòst hvar hugur suarez liggur, flygur halfan heiminn i tilgangslausan leik áður en spilaður derbyleikur um toppsætið

 17. Ég held að þetta verði MJÖG erfiður leikur fyrir everton. Lukaku getur víst ekki spilað því hann er með vaxtarverki. Suarez rétt nær að skipta um búning áður en honum er hent út í fallhlíf yfir goodison.

  Hlakka bara til 🙂

 18. Andskotinn… Búinn að lesa þráðinn og kominn í gírinn fyrir morgundaginn að ég hélt en fatta þá að það er fimmtudagur ennþá.
  Ég er reyndar frekar svartsýnn aldrei þessu vant. Þetta verður skelfilega erfitt.

  Hræddur um að lykilmenn verði þungir. Erfitt að segja það en kannski á bara að skella gamla á bekkinn og láta Allen inn í staðinn.
  Sakho inn fyrir Agger. Hita gamla upp á bekknum og skutla honum inná síðasta hálftímann. Það gerist aldrei reyndar.
  YNWA

 19. Eru menn enn að tala um að Henderson geti ekki blautan, hvað er að frétta drengur

 20. Helginn mer personulega finnst ekkert ad tvi ad fara og spila med landslidi sinu sem var ad komast a HM og fagna med teim og sidan hefur honum örugglega verid skipad af Urugvæska sambandinu ad spila leikinn tannig ad hann hafdi örugglega ekki mikid um tad ad segja.

  Annars hef eg um leikinn ad segja ad eg get ekki bedid eftir honum eftir 2 vikna hle. Tetta verdur erfidur leikur en eg vona svo innilega ad menn syni ad tetta landsleikjahle hafi ekkert ad segja og menn spili a fullum krafti allan timann:-) eg spai tvi ad vid vinnum 3-1 tar sem Sturridge skorar 2 og Coutinho skori hitt en Baines skorar ur auka/vitaspyrnu.

 21. Nú er mómentið fyrir Allen að stíga upp og sýna hvað í honum býr. Rétt að taka Gerrard út af í byrjun seinni hálfleiks og leyfa Henderson að spila þá stöðu. Hann hlýtur að vera farinn að fá legusár á bakhlutanum af allri sálfræðimeðferðinni, drengurinn, og vonandi fer þetta að skila sér í lappirnar. [img]http://www.qtrax.net.au/wp-content/uploads/2010/07/worst-album-cover-ken.jpg[/img]

 22. Jebb, það er líklega rétt Simmi. Hef svosem engar áhyggjur af Suarez, Cissokho er kannski helst að láta mann svitna. Sturridge eitthvað mjög tæpur þannig að spurning með Aspas, anyone?

 23. Flott upphitun! Það er kominn mikill spenningur í mann en samt er líka einhver ónotatilfinning til staðar, held að þetta verði mjög erfiður leikur ( eins og við er að búast ) en hugsanlega of erfiður. Það læðist að mér sá grunur að Brendan falli í þá gryfju að nota 3-5-2 kerfið sitt, það held ég að muni koma honum í koll líkt og í arsenal leiknum. Ég vil sjá hann stilla þessu upp 4-3-1-2 sækja bara á þá, Sylvain Distin er annálaður trúður og ef SAS verða leikfærir og í stuði ættum við alltaf að setja 2-3 mörk á þá, spurningin er bara með vörnina og miðjuna hjá okkur, í hvernig standi koma menn úr þessu bölvaða landsleikjahléi! Nú hugsar maður Woy Hodgson þeigjandi þörfina, reyndar ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta heldur! Miðað við það sem á undan er gengið væri þetta hér draumaliðsuppstilling :

  Mignolet
  Johnson – Skrtel – Sakho – Cissokho
  Gerrard – Lucas – Henderson
  Coutinho
  Sturridge – Suarez

  Vil sjá Sakho koma inn í miðvörðinn við hlið Skrtel, þeir eru báðir rosalega aggresívir leikmenn og þar að auki átti Sakho flottan leik fyrir Frakka sem var líkt og þessi leikur upp á líf og dauða og kemur hann því vel mótiveraður í þennan mikilvæga leik. Síðan verður miðjan þétt þriggja manna, Henderson hefur stigið vel upp á síðkastið og vill maður því sjá hann með sinn kraft og sigurvilja á miðjunni ásamt Gerrard og Lucas, það þarf ekki frekari orð um mikilvægi þeirra í þessum leik. Sóknarlínan er síðan þriggja manna fljótandi með Coutinho og SAS! Þetta lið er töluvert betra en everton og ef að menn eru með hausinn á réttum stað og í góðu standi á Liverpool að vinna þennan leik og skella sér á toppinn í nokkra tíma hið minnsta! Maður gerir sér nú samt grein fyrir því að þetta verður erfitt og mun dagsform manna ráða úrslitum eins og svo oft áður í þessum viðureignum, burt með allar svartsýnis hugsanir við tökum þetta 1-3! Suarez 2x og Martin Skrtel fær drauminn sinn uppfylltann og settur eitt í andlitið á þeim eftir sendingu frá fyrirliðanum.

  Áfram Liverpool!

 24. Mögulega var John W. Henry að sækja 2 stig fyrir okkur með því að splæsa einkaþotunni. Þá ætti Luis okkar Suarez að geta lagt sig í vélinni og getur þá væntanlega mætt ferskur á æfingu í dag. En það er sama, hann missir tvo sólarhringa út úr æfingum miðað við flesta aðra. Og það mun taka sinn toll. Ég sé ekki fram á að hann eigi stórleik á laugardagsmorgun. Aðrir ættu að vera nokkuð frískir þótt helvítið hann Roy Hodgson hafi reynt af mætti að skemma það sem hann gat.

  Ég held að liðið velji sig nokkurn veginn sjálft, bara spurning um haffsentaparið. Sakho er á high þannig að hann er góður kostur og svo virðist Skrtel vera fyrsti kostur. Liðið fær þó á sig færri mörk með Agger í liðinu þannig að ég hallast að því að Skrtel og Agger byrji leikinn.

  Leikurinn verður auðvitað bölvaður barningur. Bæði lið eru þó farin að spila meiri og léttari fótbolta en oft áður þannig að þetta verður kannski ekki mikill slagsmálaleikur en miðjubaráttan og pressan verður mikil og spennan ekki síðri. Ég reikna með jafntefli á morgun og verð nokkuð sáttur við það. 2-2 eru mín 5 cent.

 25. Er ekki í góðu lagi að þessir kallar missi úr æfingu rétt fyrir leik? Þeir eru nýbúnir að spila heilan leik, það ætti að vera ígildi góðrar æfingar.BR hvíldi Sturridge og lét hann ekki æfa í gær svo þetta er nú virðist vera normið, þ.e. að vera ekki að ofkeyra leikmönnum rétt fyrir leik, sérstaklega ef þeir eru eitthvað tæpir fyrir. Vonast eftir sigri, en er hræddur um að margir leikmenn séu þreyttir og það gæti haft áhrif.

 26. Afsakið; en er ekki leikurinn kl 11.45?

  Annars mjög góð upphitun og velkominn til starfa.

 27. Riise á loka stigi…hahaha… Hversu sorglegt er það samt að það hafa ekki komið betri vinstri bakverðir síðan Riise var og hét. Aurilo var miklu betri að vísu en náði ekki owna þessa stöðu út af meiðslum.

  Ég er alveg á því að báðar bakvarðastöðurnar þarf að styrkja verulega. Flanagan og Kelly eru einfaldlega ekki nógu góðir til að spila fyrir Liverpool (annar þeirra reyndar ekki nógu góðir fyrir úrvalsdeildina) Það þarf að henda pening í þessar stöður í sumar. Jonhson og einn sterkan í viðbót og sama með vinstri bak, Enrique og jafnvel
  Felipe Luis hjá Atletico .

  Er ansi hræddur um það leki eitthvað inn hjá okkur í gegnum bakvarðastöðurnar á morgun og því spá ég jafntefli 2-2.

 28. Ég sé Rodgers ekki henda Flanno inn, og það í vinstri bak. Og hvað þá að fórna Glen í vinstri svo að Flanno sé í hægri. Fyrir mér þá er þetta ekki að fara gerast nema að Cissokho sé meiddur.

  Ef hann er ekki meiddur og Flanno slær hann út sem réttfættur vinstri bakvörður þá má reka njósnarann sem mældi með Cissokho bara strax.

  Ég ætla að halda mig við mína spá hvað varðar byrjunarliðið. Gefa þeim félögum, Agger og Skrtel, áfram sénsinn. Ef þeir klikka þá má skoða það hvort að Toure og/eða Sakho komi ekki inn í næsta leik. En það hlýtur að vera planið hjá okkur að stöðva þá sem að koma boltanum á Lukaku frekar en að vera setja okkar leikplan upp út frá þeirri hættu sem stafar af honum.

  Sólahringur í leik…. össss!

 29. Takk fyrir það Kristján Atli.

  Ég virðist ALDREI geta náð þessu rétt 🙂 – Þetta er mitt Cryptonite…að vita tíma mismuninn 🙂

 30. Ekkert mál Guðni. Þetta hefði samt getað verið verra. Þú hefðir getað sest niður klukkutíma of seint til að horfa á leikinn. Klukkutími of snemma er ekki svo slæmt. 🙂

 31. Flanagan var efnilegasti leikmaðurinn undir stjórn Dalglish að mínu mati svo hvarf hann bara. Flott að Brendan virðist vera að koma guttanum í gang aftur.

 32. Erfiður leikur á morgun enda er everton klárlega með eitt besta heimaliðið á goodison, spái samt 0-2 sigri þar sem Gerrard og Suarez skora í seinni hálfleik.

 33. Já veit ekki með ykkur en er spenntur fyrir nýjustu fréttum með að kaupa Bentdner. Það er leikmaður sem hefur mikið potential en hefur kannski ekki lifað upp í það. Ekta Moneyball move hjá þeim félögum sem stjórna.

 34. Ætla rétt að vona að þú sért að tala um Bender hjá Leverkusen en ekki Bendtner hjá Arsenal.

 35. bara af því suarez a ad vera þreyttur þá verður hann með storleik a morgun og setur 2 eða 3 mörk, vinnum 1-2 eda 1-3 fer eftir hvort hann setur 2 eda 3 gulldrengurinn okkar.

  verður alltaf griðarlega erfiður leikur og eg er skithræddur við hann en við eigilega verðum að taka öll stigin þótt maður eigi alveg að geta sætt sig við jafntefli þarna….

 36. Góður Steven ! myndi giska að þú værir manure maður frekar en nallari .. Fagna því að fá svona húmorista inn.

 37. Smá þráðrán en allavegana Tony pulis er tekinn við Palace…ANDSKOTINN!!!!

 38. Nú er nýr stjóri hjá Everton þannig að ekki spilast þessi leikur eins og hefur verið undanfarin ár, Tökum þetta 1-3 og Sturridge band sjóðandi sólginn í að skora og hann mun gera það, hann og Suarez verða marka hæstir um jólin.

 39. SAS verða rólegir. Það verða Hendo og Agger/Skrölti sem sjá um mörkin í dag og eitt sjálfsmark.
  YNWA

 40. Það væri óvænt ef Flanno myndi byrja leikinn.

  Þá færi Glen nokkuð örugglega í vinstri og Sakho í miðvörðinn.
  Hef enga trú á að Agger/Glen kombó yrði vinstra megin.

  En það væru heldur betur skilaboð til Cissokho.

  Ég gæti alveg kvittað undir þetta byrjunarlið þar sem Enrique er meiddur. Flanno og Glen munu gefa þokkalegan hraða upp báða vængina og hraðar fyrirgjafir af vængjunum gætu komið báðum megin.

  Mér fannst Flanno standa sig vel í Arsenal leiknum og líta mun betur út en Cissokho. BR er með þetta og velur bestu 11 á hverjum tíma.

  YNWA

 41. Spurning um að hvíla Sturridge fram í seinni hálfleik. Nota Gerrard, Lucas, Henderson og Moses á miðjunni, Coutinho fyrir framan þá og svo Suarez einan uppi á toppi.

 42. sælir/ar,

  hvar er gott að fara með 12 ára í Rvk og nágreni að horfa Liverpool leiki ?

 43. Mignolet, Johnson, Flanagan, Agger, Skrtel, Lucas, Gerrard, Allen, Henderson, Coutinho, Suarez

 44. Catalina í Hamraborg er þægilegur staður, fínn matur og ekkert of mikið ónæði.

 45. Liverpool subs: Jones, Toure, Alberto, Moses, Sturridge, Sakho, Sterling

  Sturridge á bekk. Agger og Srtel sjá um Lukaku.

 46. Þetta verður hörkuleikur og gæti alveg dottið í markasúpu í dag, Martinez er hörku stjóri og everton eru með skemmtilegt lið en ég spái þessu 1-2 coutinho og allen með mörkin 😉 og lukaku skorar fyrir everton …….

Opinn þráður – end of interlull

Liðið gegn Everton