Opinn þráður – Henderson og 2013/14 vs 2012/13

Eins gaman og þetta ævintýri landsliðsins er þá gerir þetta helgarnar ekkert styttri, djöfull sem það er langt að bíða í tvær vikur eftir Liverpool leik. Viðurkenni þó að þetta hefur verið vel þolanlegast landsleikjahlé til þessa.

Gengi m.v. síðasta tímabil

Öfugt við t.d. sama tíma í fyrra þegar við vildum fá landsleikjahlé bara til þess að fá smá pásu frá Liverpool og herfilegu gengi í deildinni er liðið á góðu róli núna. Það er t.d. mjög áhugavert að skoða hvernig liðunum í efstu fjórum sætunum er að ganga núna m.v. hvernig sömu leikir fóru á síðasta tímabili.

Staðan í deildinni m.v. sömu leiki í fyrra
*Last season dálkurinn sýnir +/- stigafjöldan m.v. sömu leiki tímabilið 2012/13 Nýliðar koma í stað liðanna sem féllu: Wigan = Cardiff, Reading = Hull og QPR = Crystal Palace.

Eins vel og Arsenal hefur byrjað þá eru þeir að taka færri stig frá þessum fyrstu 11 leikjum m.v. sömu viðureignir í fyrra. Chelsea fékk fimm stigum meira úr sömu viðureignum og United sem hefur verið á góðu róli undanfarið er engu að síður að ná mun færri stigum núna en í sömu leikjum á síðasta tímabili. Eðlilegt líklega að þeir dali aðeins milli ára enda með mjög góðan árangur í fyrra.

Eins kemur það smá á óvart að eins og Liverpool þá eru Everton, Tottenham og Man City að bæta sig milli tímabila. Bjóst sérstaklega ekki við því í tilviki Man City.

Ég spáði Liverpool 70 stigum fyrir mót, það gera 1,84 stig í leik að meðaltali. Liðið er búið að ná 2,09 stigum í leik það sem af er eða 23 stigum.

Liverpool er með 2 stig af 3 mögulegum eftir síðustu fimm leiki líka. Vonum að þetta haldi áfram á sömu braut eftir landsleikjahlé.


Jordan Henderson

Það er óhætt að segja að fyrstu viðbrögð þess að sjá nafn Brendan Rodgers orðað við Liverpool hafi ekki verið of jákvæð. Hann var a.m.k. ekki fyrsti kostur hjá manni þó mér hafi aldrei litist neitt illa á hann, ég hafði einfaldlega ekki talið hann með þegar hugsanlegir valkostir voru skoðaðir. Eftir að ég fór að lesa mig til um hann varð ég mun meira fylgjandi þessari ráðningu eins og lesa má í pistli mínum um hann frá maí 2012.

Síðan þá hef ég verið á hans bandi og mér finnst hann vera bæta Liverpool liðið smátt og smátt, svipað eins og mér fannst Benitez gera þegar hann tók við Liverpool. Spánverjinn hefði einmitt verið fyrsti kostur hjá mér í starfið þegar Rodgers var ráðinn.

Það er þó ekki þar með sagt að maður sé sammála öllu sem Rodgers hefur gert (ekki frekar en aðrir stjórar). Eitt er það þó sérstaklega sem stendur upp úr sem ég er hjartanlega ósammála Rodgers með og það er eitthvað sem hann gerði næstum því.

Ég trúði því ekki þegar slúður um þetta fóru að berast í fyrra og trúði því jafnvel ennþá verr að hann hafi sagt frá þessu opinberlega núna í aðdraganda Fulham leiksins. Livverpool var bara í alvörunni tilbúið að láta Fulham fá Jordan Henderson undir lok leikmannagluggans fyrir síðasta tímabil í örvæntingafullri tilraun sinni við að ná til sín Clint Dempsey!

Þetta finnst mér þeir hafa sloppið heldur betur vel með og þá er ég að taka mjög vægt til orða. Þetta hljómaði ótrúlega heimskulega þá en jaðrar við glæp í dag. Svona hljómuðu ummæli mín um þessi viðskipti 31.ágúst í fyrra:

Fyrir það fyrsta trúi ég ekki í eina sekúndu fréttinni sem segir að Liverpool hafi boðið hinn 22 ára gamla enska landsliðsmann sem kostaði félagið 12-16mp fyrir ári síðan í skiptum ásamt pening fyrir hinn 29 ára Clint Dempsey sem öfugt við Henderson á bara ár eftir af samningi.

Þú þarft ekki að hafa farið í meira en grunnskólaviðskiptafræði til að sjá hversu enganvegin þetta gengur upp. Sama hvaða blaðamenn eru með þessa frétt og hvað þeir eiga að vera áreiðanlegir. Ég skal trúa þessu þegar Ian Ayre segir okkur frá þessu… sem verður líklega á sama tíma og hann fær uppsagnarbréfið.

Ég er nokkuð viss um að flest allir sem komu að síðasta (og þarsíðasta) díl milli Fulham og Liverpool hafi verið reknir en þá sælla minninga fengum við Paul Koncesky í staðin fyrir 3,5 mp og tvo betri leikmenn.

Eini sem ég man eftir sem gat mögulega komið nálægt þeim viðskiptum er Ian Ayre og…..oh shit!

Þarsíðasti díll við Fulham var þegar við rákum Benitez og borguðum honum fyrir það og keyptum Hodgson og borguðum Fulham fyrir það.

Lærdómur = EKKI VERSLA VIÐ FULHAM.

Eftir ótrúlega dýran leikmannaglugga 2011 var ljóst að FSG var að fara kyngja ákaflega miklu stolti þegar þeir samþykktu að ráða Rodgers. Hann virðist hafa verið á móti öllum leikmönnunum sem Commolli og Dalglish keyptu nema Luis Suarez, kaupin á honum voru að mestu frágengin áður en Dalglish tók við.

Leikmannaglugginn 2011 verður alltaf minnst sem hörmungar en ég held að Rodgers eigi sinn þátt í því líka og sú stefnubreyting sem FSG tók með því að ráða hann.

  • Andy Carroll var svo rosalega fyrir hugmyndafræði Rodgers að það var betra að lána hann og fá bara engan sóknarmann í staðin, nógu heimskulegt var það nú. Það er ekki hægt að segja að Carroll hafi fengið mjög mikinn séns til að sanna sig hjá Liverpool. Sérstaklega ekki þar sem hann spilaði vel undir lok tímabilsins og um sumarið áður en hann var svo lánaður.

  • Charlie Adam náði aldrei að stíga upp sem leikmaður til að komast í Liverpool klassa og var seldur um leið. Eins og maður bjóst nú við í upphafi sumars að Rodgers gæti unnið með þannig leikmanni og það var vel skiljanlegt að stökkið frá Blackpool upp í Liverpool myndi ekki gerast á einu tímabili.

  • Downing var ekki seldur enda of dýr leikmaður en fram að jólum var frekar notað tvo 17 ára unglinga heldur en Downing, hvernig hann fékk það út hef ég ekki ennþá alveg skilið, Downing varð lykilmaður eftir áramót og liðið fór að spila mikið betur og á því varð allt önnur og betri holning. Hann var samt seldur við fyrsta tækifæri, núna í sumar og við söknum hans aðeins úr hópnum.

Nú kemur það svo á daginn að Jordan Henderson var ekki bara í þessum hópi heldur á tilboðsverði, svo ég noti orð John W Henry, hvað voru menn að reykja á Anfield í fyrrasumar? Þetta er menn sem stæra sig af því að sjá svo vel inn í framtíðina og kaupa leikmenn með möguleika frekar en þá sem eru fullmótaðir. Menn sem hafa ekki toppað ennþá. Hvernig í fjandanum var Henderson ekki á þeim lista og hvað átti Clint Dempsey, nú leikmaður Seattle Saunders í Bandaríkjunum að bjóða okkur til framtíðar umfram Henederson?

Rodgers notaði sumarið í að styrkja þá stöðu sem Henderson spilar með 15m punda leikmanni og notaði frekar Jonjo Shelvey í upphafi mótsins frekar en Henderson sem þurfti að hafa mjög mikið fyrir því að vinna sig inn í plön Rodgers. Ég var spenntur fyrir komu Joe Allen og er ennþá með miklar væntingar til hans en eins og við sögðum í fyrrasumar þá var þetta ekki sú staða sem þurfti helst að styrkja og þessi kaup á Borini og Allen fyrir 26m punda hefðu sannarlega geta nýst okkur betur. Allen er nú fullfrískur en kemst ekki í liðið því Henderson er að spila svo vel.

Sumarglugginn var nægjanlega mikil hörmung fyrir síðasta tímabil, þetta hefði gjörsamlega toppað hann. Hjálpi mér hvað þetta var nærri því að gerast. Þetta sagði Rodgers um samtal sitt við Henderson í fyrra.

“We were at the hotel and it was towards the end of the window.
“I pulled him in and I told him: ‘Listen, I am not pushing you out but this offer has come in’.
“But I got the response I wanted. He told me that he wanted to stay here and fight.
“I told him I would help him improve as a player and improve his game because he has got all the tools.
“At 23 years of age, he has got his whole career in front of him. It is thanks to his quality and professionalism that he is making marked improvements.”

Næst kæri Rodgers þá segir þú þvert NEI eins og skot. Raunar vill ég að Liverpool eigi ekki aftur viðskipti við Fulham eftir að við borguðum þeim fyrir Hodgson.

Henderson er búinn að byrja inná í öllum leikjum Liverpool á þessu tímabili. Hann er með sendingahlutfall í kringum 90% og það hefur enginn leikmaður Liverpool hlaupið eins mikið á þessu tímabili. Hann er lykilmaður í miðju tríói með Lucas og Gerrard og getur einnig spilað á kantinum. Ofan á það er hann farinn að banka fast á landsliðsdyrnar. Er t.a.m. í hóp núna.

Það að hann valdi að fara til Liverpool þegar fleiri lið eins og United voru á eftir honum fóru það mikið í taugarnar á fyrrum stjóra þeirra að hann skrifaði sérstaklega um Henderson í skosku skáldsögunni sinni. Svipað heimskuleg ummæli og þegar hann talaði um fyrirliða Liverpool.

Henderson neitaði greinilega að fara til Fulham þegar honum bauðst það þó að framtíð hans hjá Liverpool hafi klárlega ekki litið glæsilega út með stjóra sem hafði greinilega ekki mjög mikla trú á honum. Hann hefur núna náð að snúa þjálfaranum gjörsamlega og ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé ennþá einn og einn stuðningsmann Liverpool sem kann ekki að meta framlag Henderson, sjá bara mistökin sem hann gerir.

Eins og Steven Gerrard hafi t.d. aldrei gert mistök þegar hann var 22/23 ára. Hjálpi mér, eða Jamie Carragher.

13 Comments

  1. Ég hef verið gríðarlega ánægður með framlag Henderson hingað til og er alltaf mjög sáttur þegar hann er í byrjunarliðinu. Leggur allt í leikina og er klárlega framtíðarmaður á miðjunni.
    Ég gekk meira að segja svo langt að skella nafni hans á treyjuna þegar ég fór á leik Liverpool-Fulham þann 9. nóv. Þegar ég bað strákana í búðinni um þetta þá var eins og þeir hefðu verið slegnir í framan. Greinilega óvanir því að vera ekki beðnir um Suarez eða Gerrard. Síðan fóru þeir í verkið og voru hálfflissandi meðan nafnið fór á treyjuna. Voru alveg gáttaðir á þessari ákvörðun.
    Þar að auki voru mörg spurningamerki á The Park fyrir leikinn þar sem ég var oft spurður af hverju ég hefði valið Henderson. Einn þeirra sagði meðal annars að þetta væri “mad choice” hjá mér. Ekki mikil trú á kappa í Liverpool borg.
    Ég vona bara að þessir sömu menn hafi horft á leikinn sem fylgdi því að Henderson tróð sokkum, húfum og vettlingum upp í kjaftinn á þeim með topp frammistöðu.

  2. Mér finnst henderson verði mjög mikilvægur partur af miðjunni hja liverpool, hann er góður bæði varnarlega og sóknarlega eins hann hefur sýnt það sem er af þessu tímabili og ég held að hann eigi bara eftir að verða betri, en vissulega á hann eftir að eiga lélega leiki inná milli…
    Y.N.W.A

  3. Ég held að Rodgers var að rétt með því að spjalla við Henderson um sölu frá félaginu.
    Ef Henderson hefði sagt ” jæja þá held ég bara mína leið og takk fyrir allt og ekkert” þá ætti hann ekkert heima í þessu liði.
    En hann vildi ekki fara og taldi sig nógu góðan og viti menn þetta virkaði hjá Rodgers. Henderson hefur stórbæt sinn leik en hann var oftar en ekki á síðasta tímabili alveg skelfilegur í sumum leikjum.

    Henderson þarf samt að bæta margt í sýnum leik en ég er virkilega sáttur við hans framlag til liðsins og minnir hann mig á Lucas þegar hann var að stíga sín fyrstu skref. Allir vildu losna við hann og hann var ömurlegur og allt það kjaftæði en viti menn hann bæti sig og er kominn í þá stöðu að við söknum hans þegar hann er ekki til staðar.
    Ef Henderson kemst á þennan stað að vera saknað þá hefur hann gert vel og ég hef fulla trú á að hann komist á þennan stað.
    en ef menn halda að hann eigi að taka við af Steven Gerrard þá held ég að menn séu á villugötum(þá er ég að tala um að taka við leiðtoga hlutverkinu á miðjuni og stjórna leik liðsins og vera leikmaður sem aðrir líta upp til, það verður aldrei annar Gerrard en það þarf samt að fylla hlutverkið). Því Henderson er ekki þessi týpa en hann getur verið sá sem spilar með næsta Liverpool legend á miðjuni hjá okkur.

  4. Borguðum við Fulham virkilega fyrir Hodgson!?!?!?

    Það hljóta að vera heimskulegustu viðskipti síðan innfæddir seldu Hollendingum Manhattan eyju fyrir $30.

  5. Annars kann maður að meta framlag Hendersons eins langt og það nær. Finn samt aldrei neina hættu skapast þegar hann er með knöttinn nálægt marki andstæðinganna. Þó stoðsending hans á Suarez síðustu helgi gæti verið vísir að einhverju betra.

    Auðvitað er hann ennþá ungur og getur náð langt, en ég tel hann þurfi að bæta sig verulega í að vera meiri factor í sókn okkar.

  6. Alveg ótrúlegt að vera í þessari stöðu, þ.e. við erum búnir að vera í toppbaráttunni síðan í ágúst og desember er á næsta leyti. Það hlýtur eitthvað sérstakt að vera í gangi…njótum þess og vonandi verðum við áfram á svipuðum slóðum. Ég hef fulla trú á á því að það takist.

    Varðandi Henderson þá finnst mér málið einfalt: Ef hann bætir ekki ákvarðanir sínar og sendingar í sókninni þá fer fyrir honum eins og Shelvey sem var refsað fyrir að spila illa síðasta vetur. Heilt yfir er Henderson búinn að standa sig mjög vel þegar kemur að dugnaði og að leysa varnarhlutverk sitt, en óskaplega er hann oft slakur fram á við. Það er ekki nóg að hafa þetta háa sendingarhlutfall og stoðstendinguna frá síðasta leik þegar flest allt rennur út í sandinn þegar kemur nær vítateig andstæðinga og öll skot fara víðs fjarri rammanum. Og Guð minn almáttugur að sjá hann falla eins og hríslu þegar hann komst inn í teig Arsenal um daginn. Þetta er bara mitt blákalda mat. Ég vil nefnilega að miðjumenn sem fá að sækja séu effectívari en Henderson hefur verið. Vonandi nær hann að bæta sig því ég fíla karakter hans vel og vil ekki sjá hann fara annað. Hann er duglegur, flottur karakter og fighter. En…ég man vel eftir Gerrard á þessum árum og hann var mun beyttari fram á við og mun meiri kraftur í honum í sókninni. Ég vona innilega að Henderson bæti við sig sóknarlega…ef ekki get ég lofað ykkur því að hann verður ekki í svona stóru hlutverki næsta vetur…allavega ekki hjá okkar liði.

  7. Úff,mér líður vel. Bæði sem Íslendingur og það sem er hugsanlega mikilvægara líka sem LIverpoolari. Það er ekki oft sem þessi blanda kemur heim og saman í þessu hanastéli. Njótum lífsins og njótum þess að okkar menn eru flottastir og vonandi sé ég ykkur flesta á Balkanskaganum á næstu dögum.
    p.s. nú er kominn tímí á sugustund með frúnni

  8. Menn eru eitthvað að tala um að Henderson sé ekki nógu beittur framá við. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sé hann ekki fyrir mér í því hlutverki að vera framliggjandi miðjumaður heldur þvert á móti. Kæmi mér ekki á óvart að hann ætti eftir að taka við hlutverki Lucas-ar ( sem er nú heldur ekki sá beittasti framávið heldur). Mér finnst Lucas ekki vera sannfærandi lengur, bara einhvernveginn treysti honum ekki alveg. Ef nýr miðjumaður kæmi inní liðið þá gæti það alveg eins verið á kostnað Lucasar.
    Þetta þarf þó ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.

  9. Já það er vonandi að Rodgers og Henderson láti verkin tala þetta byrjar vel.En svona er fótboltinn. Joe Allen er ekki ekki að fara að ýta Lucas Leiva út úr byrjunarliði Liverpool,ég hélt að það væri búið að fara yfir það rækilega á þessari síðu.Þannig að hann (Allen) verður að ýta Henderson eða Captain Fantastic út úr liðinu,sé það ekki gerast.Svo er klárt að það verður keyptur miðjumaður í janúar miðað við það sem maður er búinn að lesa.En þannig eru gæðalið,gæðaleikmenn á bekknum.Y.N.W.A

  10. Henderson er fínn en á heimavelli gegn miðlungsliður á ekki að spila bæði Henderson og Lucasi.

  11. Verður upphitun fyrir landsleikinn á mrg ? þetta var nefnilega helvíti skemmtileg lesning fyrir fyrri leikinn.

  12. Flottur pistill Babu, mjög áhugavert að sjá stigatöfluna m.v. sömu leiki í fyrra.

    En að Henderson…..ég var mjög spenntur fyrir komu hans á sínum tíma og eins og flestir varð ég jafnframt fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hans framlag á sínu fyrsta tímabili en honum til varnaðar þá var leikur liðsins alls ekki góður það tímabil. Þessi mögulega sala til Fulham var með því sturlaðra sem ég hef heyrt, guð sé lof að það gekk ekki eftir. Kappinn spilaði ágætlega eftir að hann fékk að fá spretti í fyrra og er mér minnisstæður seinni hálfleikur á móti West Ham á upton park þar sem hann kemur inná í seinni hálfleik og gjörbreytti gangi leiksins sem endaði með sigri Liv.

    Í vetur hefur hann átt nokkra mjög góða leiki þar sem hans barátta á vellinum er virkilega aðdáunarverð, vissulega hefur hann líka átt dapra leiki en heilt yfir tel ég spilamennskuna hans réttlæta fyllilega að hann sé í byrjunarliðinu og það að hann sé búinn að spila hverja einustu mínútu (að ég held) sýnir glöggt hversu mikið álit menn á Anfield hafa á honum í dag. En ef hann vill spila á miðri miðjunni eða framarlega á henni þá er mikilvægt að hann bæti sóknartilburði sína eins og skot og jafnvel síðustu sendingar. Vonandi er stoðsendingin hans á Suarez á móti fulham það sem koma skal, hún var yndi. Mér finnst það jákvætt að hann er duglegur að koma sér í færi og vonandi verður hann banvænni upp við mark andstæðinganna því annars gæti orðið dýrt að hafa bæði hann og Lucas inni á sama tíma á miðjunni.

    Í mínum huga er hann mikilvægur hluti af hópnum (eitthvað sem hann hefur algerlega náð að vinna sér inn á síðustu misserum) . Hvort hann spili alla leiki eða ekki er matsatriði en orkan sem hann gefur frá sér í hverjum leik er svo mikilvæg að ég held að þjálfarar vilji ávallt finna slíkum karakterum einhverja stöðu í hverjum leik. Houllier gerði það með Carra þó svo að hann hafi spilað honum nánast hverja einustu stöðu á vellinum.

Áfram Ísland!

Nýtt útlit á kop.is