Áfram Ísland!

island

Kristján Atli: Dagurinn í dag er stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu. Þar sem þetta er fótboltasíða, skrifuð á íslensku, myndi það jaðra við landráð að minnast ekki sérstaklega á þennan einstaka viðburð í íslenskri íþróttamenningu. Afrek Strákanna Okkar verður nefnilega seint ofmetið.

Í dag er það staðreynd að fámennasta þjóð sem hefur nokkru sinni átt fulltrúa á lokamóti HM í knattspyrnu er Trínídad og Tóbagó. Þar búa 1.300.000 manns. Ein milljón og þrjú hundruð þúsund. Með sigri í einvíginu gegn Króötum yrði Ísland ekki aðeins fyrsta þjóðin með íbúatölu undir milljón til að komast á lokamót HM heldur myndu Strákarnir Okkar setja viðmið sem yrði seint eða aldrei slegið. Ekki nema af Íslendingum, aftur.

Það er á brattann að sækja. Við vitum vel hvað býr í þessu króatíska liði og stjörnur þeirra eru okkur að góðu kunnar. En það eru líka frábærir leikmenn í íslenska landsliðinu og í fyrsta sinn í ansi mörg ár er maður að rifna úr stolti þegar maður segir: við eigum Kolbein! Við eigum Gylfa! Við eigum Alfreð! Við eigum Eið Smára! Við eigum Birki! Við eigum Aron! Og svo mætti lengi telja.

Strákarnir Okkar óttast ekkert. Þeir vita hvert verkefnið er og þeir hlakka til að takast á við það. Ég hlakka líka til og er, eins og þeir, sannfærður um að þetta er hægt. Erfitt, en mögulegt. Fyrir hönd Kop.is óska ég Strákunum góðs gengis í kvöld. Áfram Ísland!

Babú:
Áður en menn byrja að röfla yfir því að þessi leikur tengist Liverpool ekki neitt þá gerðum við óformlega skoðanakönnun þar sem kom í ljós að 100% lesenda síðunnar eru íslenskir og að öllum líkindum spenntir yfir ”Interlull” í fyrsta skipti.

Ísland
Ef við skoðum líkleg byrjunarlið þá velur Íslenska liðið sig nokkuð sjálft fyrir utan stöðu hægra bakvarðar, Birkir Már er í banni í fyrri leiknum. Svíinn er ekkert að fara hrófla mikið við sínu liði, svo mikið er víst. Svona tippa ég á byrjunarlið Íslands:
4-2-3-1 / 4-5-1

Hannes

Birkir Bjarna – Kári – Ragnar – Ari
Gylfi – Aron
Rúrik – Eiður Smári – Jói Berg
Kolbeinn

Alfreð áfram á bekknum og ég tippa á að Birkir og Rúrik fái að sjá saman um hægri vænginn, þeir gætu myndað mjög öflugt par þar og skilað sínu bæði í vörn og sókn. Aldrei þessu vant held ég að tækifæri íslands byggist frekar í því að nýta sína styrkleika og spila áfram til sóknar frekar en að pakka í vörn. Vörnin er þeirra veikari hlekkur á meðan þeir geta galopnað hvaða vörn sem er.

Lið Króata
Persónulega held ég að fókusinn hefi verið full mikið á Modric fyrir þennan leik. Mandzukic er sá sem ég hef haft langmestar áhyggjur af og hvað þá eftir að Ragnar Sig sagðist ekki vita hver sá leikmaður væri. Rakitic fyrir aftan hann er líka mjög öflugur en þó eru það vængirnir sem gætu opinberað okkar veikleika. Hef ég þar mestar áhyggjur af Dario Srna, hvort sem hann verður bakvörður eða á kantinum. Svona held ég að liðið verði, unnið út frá fotbolta.net:

4-2-3-1

Stipe Pletikosa

Srna – Corluka – Lovren – Simuni
Kovacic – Modric
Olic – Rakitic – Perisic
Mandzukic

Ég er auðvitað enginn sérfræðingur um Króata en ef ég skoða okkar veikleika þá tippa á á að þeir verði með fljóta kantmenn. Ég trúi ekki að menn séu meiddir fyrir svona leiki og því er Olic pottþétt klár þrátt fyrir að vera sagður tæpur. Eins set ég Perisic á vinstri kantinn frekar en Eduardo.Stöðurnar tvær í miðju og sókn velja sig sjálfar.

Ef að Corluka er annar miðvarða Króata myndi ég segja að það væri tækifæri fyrir Ísland enda þekkjum við hann líklega bara sem hægri bakvörð. Simunic er líka sagður mögulegur miðvörður og það er svipað mikið tækifæri.

Spá:
Þeirra lið er ógnvekjandi á pappír en okkar lið er það einnig. Ég er skíthræddur samt um að þetta verði svona Eurovision stemming og fari ekki vel. Þori varla að segja þetta en ég held að Króatar vinni þennan leik 0-3. Ég ætla samt að leggja mitt af mörkum og setja 2 á þennan leik á Lengjunni. Það eykur möguleika Íslands til muna enda giska ég nánast aldrei á rétt úrslit þar.

Koma svo, áfram Ísland!

21 Comments

  1. Vona það besta en bý mig undir það versta, mun öskra úr mér lungun á leiknum.

  2. Besta landsleikja hle sem eg hef upplifad… en verdur ekki ørugglega leikskyrsla eftir leik ?

    Afram Ísland!

  3. Eru ekki um 1500 manns sem skoða síðuna reglulega? Eða vitið þið það? 1/1500 = 0,0007%. Semsagt, það eru 99,9993% síðunnar sem hafa áhuga á þessum leik. Ssteinn hefur margoft líst því yfir að hann hafi ekki nokkurn áhuga á landsleikjahléum og það fer nú varla að breytast núna 🙂

    En að öllu gamni slepptu þá verður maður blár í dag, þetta verður svakalegt. Ég er á svipaðri skoðun og Babú, aðallega til að jinxa þessu ekki (ef Raggi Sig skyldi lesa síðuna). Spá 1-2 tapi heima. En að auki er ég skíthræddur við föst leikatriði og kantspil Króata. Hef ekki mikla trú á því að Ari Freyr ráði mikið við Srna og Olic/Modric sem ég hef trú á að dragi sig nokkuð út í kanta í opin svæði.

  4. Sammála, held því miður að þetta endi með tapi. Líklega 0-2. Menn hafa talað svo fjálglega um það að íslenska liðið skori í hverjum einasta leik, að þá getur það ekki annað en klikkað í þessum leik.

    Verð nú samt manna glaðastur ef ég hef rangt fyrir mér.

  5. Arnar

    Nei ég efa að við gerum mikið meira um þetta einvígi nema þá kannski uppfæra þessa færslu eftir leik (mögulega skoðum leikinn á þriðjudaginn). Þetta er meira one off dæmi enda lítið rætt annað en þennan leik í dag og langt í næsta Liverpool leik.

    Liverpool umræða er þó að sjálfsögðu ennþá opin hér í öllum öðrum færslum.
    .

    Ívar Örn
    Fjandinn það kom bara fram á samskiptum okkar (á tölvupósti) en meira að segja SSteinn hefur verið að mæta á landsleiki og þó hann tuði allann sólarhringinn þá er hann líka að fara horfa á þennan leik.

    Það var engu að síður alls ekki einfalt að fá þessa færslu í gegn hjá Steina. Hann er ennþá alveg hoppandi brjálaður yfir þessu.

  6. Áður en menn byrja að röfla yfir því að þessi leikur tengist Liverpool ekki neitt þá gerðum við óformlega skoðanakönnun þar sem kom í ljós að 100% lesenda síðunnar eru íslenskir og að öllum líkindum spenntir yfir “Interlull“ í fyrsta skipti.

    priceless 🙂

  7. það er bara flott að ræða þennan leik
    þetta er stórleikur fyrir okkur öllum 🙂

  8. Að lesa upphitun fyrir landsleikinn á Kop.is gerir þetta bara meira skemmtilegt 🙂
    Annars er ég nokkuð viss um að þetta fari því miður ekki vel, og er meira að segja búinn að setja pening undir.

    Tak það fram að ef mér yrði boðið að fórna þessum 10 evrum sem ég setti undir og Ísland ynni sigur í staðinn tæki ég því alltaf : )

    Áfram Ísland!

  9. Piff og pjúff, fer ekki ofan af þessu, ákveðið lag með hinum miklu snillingum í Sólstrandargæjunum kom strax upp í hugann, “…í vitlausu húsi…”. Ef ég hefði ekki tekið þátt í þessum feykilega glóðasteiktu email samskiptum á milli okkar pennanna, þá hefði ég haldið að ég hefði bara villst þegar hingað inn væri komið. Annars hef ég jú farið á nokkuð marga landsleiki með guttann minn, yfirleitt mæti ég á þá tilgangslausustu 🙂 Vandræðalega fámenna æfingaleiki vs. Fjarskanistan, það er mitt thingy. Svo þegar kemur að “stórleikjunum”, þá held ég mig til hlés, finnst miða betur varið í einhvern sem hefur meira hjarta fyrir þessu landsliði.

    Þetta er nefninlega ekkert meðvituð ákvörðun hjá mér, staðreyndin er einfaldlega sú að Liverpool FC stendur svona þúsund sinnum nær hjarta mínu en Íslenska Landsliðið í knattspyrnu. Það eru engan veginn sömu viðbrögð hjá mér við einstaka hlutum og atburðarásum hjá þessum tveimur liðum þegar kemur að mér. En ég skil samt alveg fullkomlega allt þetta rúnk sem er í gangi fyrir þennan leik, þótt sjálfur sé ég kominn með velgju yfir þessu öllu. Verst finnst mér þó að musterið sé dregið inn líka, maður er hvergi óhultur. Best að slökkva bara á Internetinu núna og skella einhverjum innantómum raunveruleikaþætti fyrir heiladauða í imbann og kveikja svo á Roof um klukkan 19.

    Bara átta dagar í næsta leik.

  10. Eins og með Liverpool í sumum leikjum þá vona ég hið besta, en bý mig undir það versta. Ég spái þessum leik 1-3 fyrir Króata. Drauma úrslit væru 3-0 fyrir Ísland, króatar verði pirraðir eftir að staðan er 0-0 eftir 60 mín og missa tvo leikmenn af leikvelli með rauð spjöld og Ísland gengur á lagið og skorar þrjú mörk. 🙂 Góður draumur maður 🙂

    ÁFRAM ÍSLAND ! !

  11. Sveppi er farinn að tilkynna byrjunarliðið löngu fyrir leik og Lalli ætlar að henda í 4-4-2.

    Það sem mér lýst illa á það, úff.
    http://www.fotbolti.net/news/15-11-2013/byrjunarlid-islands-olafur-ingi-og-alfred-byrja

    Trúi varla að hann ætli að fara með 4-4-2 gegn
    Kovacic – Modric – Rakitic miðju Króata. Finnst það vægast sagt galið, sérstaklega m.v. hvernig Eiður hefur verið að spila.

    Vonandi verður þetta rekið ofan í mig á eftir.

  12. Er búið að taka út “nýjustu athugasemdir” þarna hægra megin á síðunni?
    Ég notaði það alltaf til að finna hvar ég var staddur síðast, veit ekki með aðra, en ég hvet ykkur til að bæta því aftur við.

    Leikurinn í kvöld fer 5-0 fyrir Ísland, ekkert kjaftæði, Alfreð með fimmu…

  13. Síða til að horfa á leikinn ??

    er í usa og get ekki horft á ruv, einhver með hugmyndir ?

  14. Þetta var nú bara frábær leikur og hálfgerð synd að það skuli ekki koma leikskýrsla eftir leikinn. Strákarnir börðust eins og ljón og voru bara óheppnir að setja ekki mark í upphafi leiks. Nú er bara að standa þétt að baki strákunum í seinni leiknum og vonast eftir útivallarmarki sem þeir eru meira en fullfærir um að setja á króatana.
    Hef oft gert lítið úr landsliðinu en þeir eru svo sannarlega búnir að láta mig éta það allt ofan í mig og gott betur og matarlistinn er ekkert að minnka eftir þennan leik.

    KOMA SVO
    ÁFRAM ÍSLAND

  15. Er einhver búinn að finna upptöku af leiknum. Langar að horfa á hann aftur.

  16. gunni

    Strákarnir eru að reyna koma athugasemdakerfinu aftur í lag, þ.á.m þessu.
    .
    Annars flott úrslit í gær m.v. stöðuna sem liðið var komið í eftir 50 mínútur. Eigum ennþá bullandi séns.

Auglýsing: Jólaveisla í ReAct!

Opinn þráður – Henderson og 2013/14 vs 2012/13