Liverpool 4 Fulham 0

Ellefta umferð Úrvalsdeildarinnar fór af stað í dag og á meðan Chelsea og Everton misstigu sig unnu okkar menn sannfærandi 4-0 sigur á Anfield gegn arfaslöku Fulham-liði.

Brendan Rodgers gerði nokkrar breytingar á liðinu fyrir þennan leik. Kolo Touré var fjarri góðu gamni en í staðinn komu Glen Johnson, Daniel Agger og Philippe Coutinho á ný inn í liðið. José Enrique er orðinn heill á ný og var á bekknum sem og Mamadou Sakho:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Agger – Cissokho

Henderson – Gerrard – Lucas
Coutinho

Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Sakho, Enrique (inn f. Cissokho), Alberto, Allen (inn f. Gerrard), Sterling, Moses (inn f. Sturridge).

Þessi leikur var einfaldlega aldrei í hættu. Okkar menn byrjuðu á mjög háu tempói, pressuðu framarlega og hefðu átt að vera búnir að skora löngu áður en fyrsta markið kom. Á 23. mínútu átti Steven Gerrard flotta aukaspyrnu inn á teiginn utan af hægri kanti. Luis Suarez sneiddi boltann að marki en hann hrökk í Amorebieta, bakvörð Fulham, og þaðan í markhornið. 1-0 og sennilega er þetta skráð sem sjálfsmark þó Suarez hafi ólmur viljað eigna sér þetta.

Nokkrum mínútum síðar voru okkar menn búnir að tvöfalda forskotið þegar Martin Skrtel stangaði hornspyrnu Gerrard í markhornið nær, óverjandi fyrir Stekelenburg í marki Fulham. Luis Suarez jók svo enn á forskotið fyrir hlé með góðu marki eftir frábært spil Liverpool og frábæra stungusendingu frá Jordan Henderson.

skrtel_fulham

Í seinni hálfleik voru okkar menn kraftmiklir út leikinn og þetta hefði hæglega getað orðið miklu stærri sigur en liðið varð að láta sér fjórða markið að nægju verða. Það kom á 60. mínútu og var Suarez aftur að verki eftir að Henderson hafði unnið boltann á vallarhelmingi Fulham og Gerrard stungið inn fyrir á þann úrúgvæska.

Lokatölur voru því 4-0 í sigri sem var síst of stór. Klassamunurinn á liðunum var algjör í dag og maður spyr sig hvort þetta hafi verið svanasöngur Martin Jol með þetta Fulham-lið. Það er allavega farið að hitna vel undir þeim hollenska.

Maður leiksins: Ég gæti tínt til hálft liðið hér án þess að það væri umdeilt. Glen Johnson var frábær í endurkomu sinni og sýndi okkur hvers við söknuðum gegn Arsenal. Jordan Henderson var algjörlega frábær á miðjunni, lagði upp eitt mark og átti þátt í tveimur öðrum með vinnslu sinni. Philippe Coutinho var einnig kærkominn í liðinu á nýjan leik og minnti á hvað hann er frábær, á meðan Luis Suarez skoraði tvö og átti stærstan hlut í því þriðja, sjálfsmarkinu. Miðverðirnir okkar voru einnig frábærir og héldu hreinu auk þess sem Skrtel skoraði gott mark og virðist vera algerlega á flugi um þessar mundir. Það voru einna helst Aly Cissokho og Daniel Sturridge sem skinu ekki jafn skært og aðrir á vellinum en voru þó báðir fínir.

Minn maður leiksins í dag er hins vegar Steven Gerrard. Ég gagnrýndi hann aðeins, sem og Rodgers fyrir að ofnota hann, eftir Arsenal-leikinn en í dag sáum við hina hliðina á honum. Ég sagði fyrir viku að Gerrard væri leikmaður sem gæti enn stjórnað öllu í leikjum gegn minni spámönnum, sérstaklega á Anfield, en ætti erfitt orðið með bestu miðjur Englands og Evrópu. Það sannaðist aftur í dag, hann var gjörsamlega allt í öllu hjá okkar mönnum, lagði upp þrjú mörk fyrir félaga sína og stýrði miðjuspilinu. Það jákvæðasta var síðan að í stöðunni 4-0, með hálftíma eftir óleikinn, tók Rodgers fyrirliðann út og gaf Joe Allen dýrmætan hálftíma til að auka leikform sitt enn frekar.

Þannig á að nota Steven Gerrard. Og ég treysti því að Rodgers muni nota hann þannig framvegis.

Nú er framundan enn eitt landsleikjahléð, það síðasta í nokkra mánuði, og svo stórleikur á Goodison gegn nágrönnunum bláklæddu. Eftir sigurinn í dag og jafntefli Chelsea er ljóst að okkar menn eru í öðru sætinu eftir þessa umferð, ekki nema Tottenham vinni átta marka sigur á Newcastle á morgun. Svo er auðvitað stórleikurinn á morgun þar sem Manchester United ætlar vonandi að vinna Arsenal og hjálpa okkur þar með í toppbaráttunni. En við öndum allavega létt og brosum inn í landsleikjahléð.

Ellefu umferðir búnar og okkar menn í öðru sæti með 23 stig af 33 mögulegum. Ég get ekki annað en verið sáttur við þá stöðu.

57 Comments

 1. Hrikalega skemmtilegt að horfa í Liverpool í þessum ham.
  70% með boltan og Mignolet kom við hann kannski fimm sinnum í öllum leiknum.
  Kop náði ekki einu sinn að syngja YNWA í restina því Suarez var alltaf að trufla þá með skotum á markið. Sá vildi þrennuna í dag.
  Það var bara allt gott við þennan leik.

 2. Eins og ég kommentaði við upphitunina hér. Afhverju í ósköpunum ætti Skrtel að vera tekinn úr liðinu, GRJÓTHARÐUR!!

 3. Það verða eitthvað færri komment við þennan leik heldur en tapleik, því það er engu við þetta að bæta: 4:0. Enough said 🙂

 4. Frábær leikur enn tók eftir varðandi leikinn þá sóttum við 47% hægri kantinn enn bara 23% vinstra. Þetta ætti lagast þegar Enqriue spillar sér i form. Annars erum við komnir í annað sæti. Chelsea náðu bara jafntefli með að skora úr vitspyrnu á lokaminútu. Algjört aulaháttur hjá West Brom leikmanni sem endaði með Chelsea skoraði i næstu sókn.

 5. Þetta leikkerfi bíður uppá svo miklu miklu miklu meiri pressu heldur en 3-5-2 kerfið! Þvílikir yfirburðir!

 6. Er hrikalega sáttur með Leik okkar manna í dag, Suarez er í ótrúlegu formi þessa daganna, Ég skil ekki ennþá hvernig hann gat bara skorað 2 mörk í þessum leik. Coutinh var mjög ferskur og líflegur í þessum leik, Allt liðið spilaði vel og því ber að hrósa 😀

  Til gamans má geta að þetta var 6 heimaleikurinn okkar í deildinni í ár og 5 sigrarar og 1 tap og síðustu 3 heimaleikir 11 mörk Takk fyrir. Anfield er að verða völlur sem önnur lið eru farin að hræðast að koma í heimsókn, Maður er farin að hlakka meira til heimaleikjanna enn undanfarin ár 😀

 7. hmmmmm er ég sá eini sem sýndist Sturri vera með smá móral gagnvart Súarez?
  hann fagnaði ekki með honum (allavega ekki seinna markið) og svo gaf hann honum ekki five þegar hann fór útaf
  kannski er maður að lesa of mikið ofan í þetta
  Annars frábær sigur og Súi er einfaldlega í klassa fyrir ofan alla strikerana í þessari deild

 8. Frábær leikur frá a-z. fyrirliðinn stimplaði sig heldur betur inn með þremur stoðsendingum.

  Annað sætið er okkar yfir landsleikjahléið en Chelsea fengu gefins víti á lokamínútu viðbótartíma.

  Vil að þetta verði byrjunarliðið gegn Everton og þá erum við að dansa.

 9. Okkar besti leikur á tímabilinu án efa en við verðum samt að átta okkur á því að þetta Fulham lið er gjörsamlega andlaust þessa dagana og var eins og þeir voru ekki að nenna þessu og eru bara að býða eftir að Jol verður látinn fara.

  Mignolet fær enga einkun enda var hann áhorfandi og þurfti að borga inn á leikinn.

  Cissokho 6 – var sá leikmaður sem var minnst í leiknum. Vara bara þarna í vinstbakkverði og sótti eiginlega ekkert og þurfti eiginlega ekkert að verjast.

  Skrtel 9 – frábær eins og alltaf í þessu tímabili og skoraði flott mark

  Agger 8 – nýtti tækifæri vel í dag og átti góðan leik

  Glen jonhnson 9 – stórkoslegur og sönknuðu við hans mikið gegn Arsenal. Við þurftum ekki að spila með hægrikannt því að Glen átti alla línuna.

  Lucas 7 – flottur leikur og skilaði sínu vel.

  Gerrard 9 – stórkoslegur leikur hjá fyrirliðanum. Lagði upp mörk átti margar glæsilega sendingar og var á fullu.

  Henderson 8 – flottur leikur og var að taka góð hlaup, vann vel og skilaði boltanum vel frá sér. Lagði upp mark fyrir Suarez.

  Coutinho 8 – alveg frábær leikmaður og breytist leikur liðsins til góðs þegar hann er með. Er alltaf að leita að því að koma samherjum í færi.

  Sturridge 7 – óheppinn að skora ekki í dag en var að reyna og reyna.

  Suarez 9 – frábær leikur hjá honum en eina ferðina.

  Enrique 7 – fín innákoma
  Allen 7 – átti flottan leik, kom inná og lét boltan ganga vel og held ég að hann eigi eftir að nýtast okkur vel í vetur.
  Moses 6 – gerði lítið eftir að hann kom inná.

  Rodgers 10 – kom á óvart með því að breytta leikerfinu og liðinu.
  Held að það sé erfitt fyrir lið að undirbúa sig gegn liverpool því að við getum spilað tvö kerfi mjög vel.

 10. Er einhver snillingur þarna sem veit um link af leiknum , missti af honum en langar að sjá hann ?

  Kv

  Bjöggi

 11. Jæja 🙂 spáði 6-0 en tek 4-0 allan daginn. Elska Suarez bara 🙂 þvílikur leikmaður 🙂 eina sem vantaði var að Sturridge skoraði ekki , annars fullkominn dagur 🙂

  YNWA !

 12. VEISLA Á ANFIELD 3 STIG Á VIRKILEGA STERKT FULHAM LIÐ, ANFIELD VER AÐ VERÐA VÖLLUR SEM ÖNNUR LIÐ HRÆÐAST YNWA!!!!! 2ND OF THE LEAGUE !!!!

 13. Bara rosalegt og ekki segja að mótherjar hafi verið eitthvað slappir eeða þannig en svona er þetta bara.

 14. Að chelsea hafi bara réttsvo náð jafntefli á heimavelli gegn liði sem við rúlluðum yfir segir nokkuð um hve Liverpool er orðið gott lið

 15. Algerlega frábær leikur hjá okkar mönnum. Tökum ekkert af þeim. Við létum þetta Fulham lið líta illa út og þeir eru alls ekki lélegir. Ekki frekar en WBA sem við rasskeltum fyrir tveimur vikum síðan. Þeir voru óheppnir að vinna ekki Chelsea fyrr í dag. Við erum einfaldlega með helvíti gott fótboltalið. Tek undir með einum hérna sem gagnrýndi marga stuðningsmenn, á meðan leikur stóð yfir, að tala um hvað andstæðingarnir væru lélegir (fallbyssufóður) í staðinn fyrir að hrósa okkar mönnum. Það var ekki málið að Fulham væru svo rosalega lélegir, það vorum við sem vorum bara svo rosalega góðir og létum þá líta illa út. Vissulega áttu samt Fulham ekki sinn besta dag, en það spilar enginn betur en andstæðingurinn leyfir.

  Auðvitað getum við enn bætt okkur, engin spurning og við eigum eftir að styrkja okkur enn meira í janúar (einn fljótan miðjumann og einn öflugan vinstri bakvörð) en liðið er heldur betur á réttri leið og já, LIVERPOOL ER AÐ STANDAST VÆNTINGAR!

  Nú tekur við lengsta landsleikjahlé ever, en rosalega hlakka ég til nágrannaslagsins eftir tvær vikur. Skál félagar, fögnum í kvöld!

 16. Suarez er í ronaldo klassa. Held að við skulum njóta hans vel meðan við getum, þvílíkur yfirburðaleikmaður. Allt liðið stóð sig vel í dag og Fulham átti ekki breik. Glæsilegt!

 17. Alger snilld og unun á að horfa.

  Vil ekki sjá svona óskir til scummara, mér er slétt sama þó nallarnir flengi þá á morgun og haldi fimm stiga forustu. Second choise er jafntefli.

  En þvílíkur djókur þetta víti hjá $helski.

  Langt í næsta leik en ég hlakka til
  YNWA

 18. Afar hressandi að sjá sama Liverpool lið taka veikari andstæðing jafn sannfærandi og liðið var að gera í upphafi þessa árs. Þetta Fulham lið er átakanlega lélegt og innkaup þeirra í sumar voru í besta falli stórfurðuleg og styrktu liðið lítið. Það þarf samt að klára þessi lið og Liverpool hefur oft fallið á svona prófum.

  Gaman líka að horfa á leikinn á Spot, fórum þangað nokkrir af pennum síðunnar, þ.á,m Kristján Atli sem var búinn að bulla tóma steypu fyrir leik og var allann leikinn að röfla yfir því að það vantaði klárlega fleiri miðverði inná.

  Mjög ánægjulegt að sjá kunnuglegra leikkerfi sem hentar liðinu mikið betur, það sást augljóslega og yfirburðirnir voru nær algjörir. Fáránlegt í raun að liðið hafi ekki skorað meira.

  Varðandi tölfræði þess efnis að liðið hafi sótt meira upp hægra megin heldur en vinstra megin þá er það vel skiljanlegt þar sem Johnson var með Henderson á hægri vængnum meðan Coutinho var nánast bara inni á miðju og lét Cissokho vinstri vænginn alveg eftir. M.ö.o. lagt upp með að sækja upp á Johnson, eðlilega enda mjög góður bakvörður og algjör lykilmaður í þessu Liverpool liði.

  Suarez er síðan í rosalegu formi, hann er á besta aldri og líklega á hátindi ferilsins núna (og vonandi næstu ár). Hann virðist bara verða betri og betri. Hann gengur frá svona liðum trekk í trekk og er mínu mati besti leikmaður deildarinnar. Engu að síður er það er mjög jákvætt að ef hann er ekki í stuði eigum við Coutinho og Sturridge líka sem geta ráðið úrslitum í leikjum (Gerrard einnig með í þessum flokki). Ofan á það er klárlega stefna að bæta enn við svona mönnum framarlega á vellinum. Mikhitaryan, Costa og Willian gefa fyrirheit um að það sé stefnan.

  Flott úrslit líka í öðrum dögum. WBA ótrúlega óheppnir að missa af því að verða fyrsta liðið til að vinna Mourinho á Stamford (var það ekki þannig?) og líka bölvaðir aular. Þeir voru í sókn með 30 sek eftir og í stað þess að halda boltanum og tefja reyna þeir vitavonlaust skot sem fer beint á Chelsea menn, þeir í sókn og fá ævintýralega ódýrt víti.

  High five líka á Crystal Palace.

 19. Flottur sigur og minn maður leiksins er Suarez var hreint út sagt frábær eins og svo oft áður en margir fleiri áttu mjög góðan leik eins og gerrard, hendersson og coutinho. En eitt sem ég ósammála er að chissoko hafi verið rólegur sem samt fín hann átti að mínu mati annan mjög slæman leik. Það reyndi ekkert á hann varnlega og skil ekki af hverju hann fór ekki meira fram á völlin og reyndi að hjálpa coutinho eins og johnsson gerði mjög oft í leiknum. Einu skiptin sem hann kom eitthvað upp kantinn var eftir að rodgers tók hann á eintali og sagði honum að drulla sér upp völlinn.

 20. Cissokho ekkert sérstakur í dag. Samt fáránlegt að meta hans frammistöðu út frá því að það var sótt meira upp hægra meginn. Henderson var hægra megin. Coutinho vinstra megin. Nokkuð ljóst að planið var að cissokho myndi halda meira en johnson. Það var nákvæmlega ekkert út á frammistöðu cissokho að setja þótt ég sé ekki enn alveg keyptur á að hann sé framtíðin okkar þarna. Það er samt algjör veisla að hafa hann þarna miðað við Enrique. Maður þarf þó ekki að horfa upp á glæfralegan varnarleik og endalaust af skotum á markið frá vinstri bakverði. Cissokho allavega að vinna á mig og vona að við munum aldrei þurfa að nota Enrique aftur sem fyrsta kost í vinstri bakvörðinn.

  Kv. Einn sá minnsit aðdáandi Jose Enrique í heiminum.

 21. Ég er reyndar ekki sammála því að ég óski eftir því að United vinni á morgun. Fyrir mér væri jafntefli alltaf óskaúrslit í innbyrðis leikjum helstu andstæðinga Liverpool, því þannig tapa bæði lið tveim stigum.

  Og já, ég lít ennþá á United sem einn af helstu andstæðingum okkar.

  Ennþá.

 22. Kristján Atli: “Svo er auðvitað stórleikurinn á morgun þar sem Manchester United ætlar vonandi að vinna Arsenal og hjálpa okkur þar með í toppbaráttunni.”

  Hef meiri trú á Arsenal í vetur og vona .því að Arsenal vinni á morgun til að hjálpa okkur í baráttunni um fjórða sætið.

 23. Þess má geta að Suarez og Sturridge hafa skorað meira samanlagt heldur en 15 af 20 liðum deildarinnar og Suarez er nú orðinn jafn markahæstu mönnum deildarinnar þrátt fyrir að hafa misst af 5 fyrstu leikjunum 🙂

 24. Þvílíkur leikur og rosaleg hápressa í c.a. 60 mínútur.
  Vona að Rodgers segi skilið við þriggja miðvarða leikkerfið og hafi liðið óbreytt gegn Everton. Þvílík gargandi snilld sem þetta var í dag!

 25. Frábær leikur í alla staði. Að eiga 32 skottilraunir í leik, um 65% með boltann, skora 4 mörk og andstæðingurinn á eitt skot á markið (þurfti að fletta því upp því ég mundi bara ekki eftir skoti hjá þeim).

  .

  Ég er jákvæðari gagnvart miðju okkar í dag en ég var fyrir viku síðan. Auðvitað var andstæðingurinn lakari, en það þarf að klára þá líka og sigur í þessum leik gaf okkur jafnmörg stig og Arsenal tók í viðureign okkar um síðustu helgi.

  .

  Glen Johnson var frábær í dag. Allur leikur liðsins breytist til hins betra þegar hann er í liðinu. Jafnvel þegar hann er ekki að brillera, þá er hættan sem hann skapar, hlaupagetan og styrkur eitthvað sem við söknum gríðarlega þegar hann er frá.

  .

  Sammála KAR með Henderson, hann var frábær. Lagði upp fyrsta mark LS með frábærri sendingu. Átti svo stóran part í öðru með flottri pressu, eins og svo oft í leiknum.

  .

  Luis Suarez. Er ekki bara betra að skrifa um hann þegar hann er ekki besti maður vallarins, spara okkur öllum tíma þannig held ég. Þetta er orðið vandræðilegt. Gagnvart öðrum í deildinni þ.e.a.s. Þeir byrja með 5 leikja forskot, en Luis er nú kominn með 8 mörk eins og Sturridge & Aguero. Í sumar sagði ég að ég myndi sætta mig við 40mp ef hann færi frá Englandi. Ég veit ekki hvað ég var að reykja, maðurinn er ómetanlegur. Sérstaklega fyrir lið utan CL. Nennir einhver að koma með statistik yfir leiki með og án Suarez og reyna að færa rök fyrir því að við séum betri án hans … Nei, skulum sleppa því 🙂

  .

  Ekki til betri leið til þess að gleyma Arsenal leiknum.

  .

  Enda þetta á einum góðum, þar sem það er laugardagur. Móra fannst þetta vera klárt vít, góðar stundir: http://d3j5vwomefv46c.cloudfront.net/photos/large/820696015.gif?1384016264

 26. Godur leikur hja okkar monnum. Gerrad og Suarez bestir hja mer.
  Vona ad Scum vinni ekki a morgun. Synist Nallarnir Verda of sterkir fyrir okkur i vetur.
  Held ad vid keppum vid Scum, Chelski og Spurs um 4. Jafntefli er like i lagi hja mer. Allt nema Scums. Stevie G. Forever!

 27. Sælir félagar

  Ég þakka liðinum mínu fyrir að standa sig frábærlega þó ég hafi því miður misst af þessari frammistöðu. Sé leikinn bara seinna.

  En að öðru. Ekkert gleður mig meira næst á eftir því að sjá liðið mitt vinna MU en sigur míns liðs. Það sem kemur næst á eftir því er að sjá MU tapa fyrir einhverju öðru liði. Mér sama hvaða lið það er og hver staðan er bara ef MU tapar.

  MU er búið að vera höfuðandstæðingur okkar í áratugi og ekkert fær því breytt. Þórðargleði mín yfir tapi þeirra er því sem næst ómælanleg. Hún mælist á stjarnfræðilegum skala. Því mun ég óska Arsenal sigurs á morgun hvað sem líður stöðunni í deildinni. Þannig er það og verður alltaf. Ég er búinn að halda með Liverpool í 45 – 50 ár og þannig er þetta og verður alltaf meðan öndin þöktir í vitum mér.

  En því miður missi ég af þeim leik líka því er nú ver og miður. Ég er nánast viss um að Arsenal vinnur þann leik (líklega 3 -1) með yfirburðum enda MU liðið sem Moyes er með í höndunum líklega það lakasta í mörg, mörg ár.

  Það er nú þannig

  YNWA

 28. Glæsilegur sigur í dag og sérstaklega gaman að sjá liðið dominera svona á heimavelli, það er ekki langt síðan manni fannst þessir leikir spilast svipað nema mörkin vantaði og svo kom skyndisókn og staðan 0-1. En ég var aðeins að spá í Rodgers og kaup hans í sumar, hann keypti Iago Aspas og Alberto og annar þeirra ekki í hóp (held hann sé ekki meiddur og hinn á bekknum) og svo skiptir hann leikmanni út og Moses kemur inn í leik sem er unninn. Ég hefði viljað sjá Alberto fá sénsinn þarna í dag.

 29. Já er bara nokkuð sáttur við úrslitin og auðvita er þetta bara frábært að vera áfram ofarlega á töfluni eða nánast bara í fyrsta sæti en bara óheppni að Coutinho hafi ekki skorað en hvað um það getur varla orðið betra. 🙂

 30. Skertl er svo harður að hann fer á Burger King og pantar Bic Mac, og fær hann. Hrikalega er gaman að fá þennan meistara aftur af fullum krafti inní liðið,

  Glæsilegur sigur, hefði mátt vera stærri, en ég kvarta ekki, YNWA

 31. Svo er auðvitað stórleikurinn á morgun þar sem Manchester United ætlar vonandi að vinna Arsenal og hjálpa okkur þar með í toppbaráttunni.

  JÁ NEI TAKK … eg vil frekar að Arsenal dóli 5 stigum ofar en við og man utd se þarna um miðja deild heldur en að Man Utd se að detta i girinn og nalgist okkur ….

  Arsenal ma vinna a morgun, i versta falli jafntefli en eg get ekki haldið með Man Utd i leik, ALDREI ALDREI ALDREI

 32. Gummi on 08.11.2013 at 16:23 said:
  Afh er Skrtel á bekknum hjá þér hann lék betur en hinir varnarmennirnir á móti arsenal og búinn að vera góður í þeim leikjum sem hann hefur spilað.
  Þannig ég hafði rétt fyrir mér

 33. Þetta var algjörlega frábær sigur, virkilega fagmannaleg aftaka í beinni útsendingu og tómatsósuáhrifin komu berlega í ljós. Þegar fyrsta markið kom að þá brast stíflan og mörkin röðuðust inn. Er svakalega ánægður með Gerrard í þessum leik og auðvitað Suarez. Hversu heitur getur gaurinn verið? Missir af fyrstu fimm leikjunum í deildinni en er samt orðinn markahæstur!

  Og NEI, ég mun ekki vona að manhjú vinni á morgun. Vona innilega að þeim verði slátrað. Svo er bara að vona að wenger haldi áfram sínu titlalausa rönni sem spannar næstum því áratug.

  Ef þetta var víti á WBA að þá heiti ég Boris Jeltsín og ég drekk vodka í morgunmat… Þvílík vitleysa!!

  Er búinn að glápa á stigatöfluna núna í 14 mínútur án þess að blikka augunum.

 34. Náði að klára síðustu mínúturnar í morgun, án vafa besta frammistaða tímabilsins.

  Eins og áður les maður á mörgum stöðum að lítið hafi verið marka þetta því Fulham séu “arfaslakir”. Þeir sem vilja mega bara trúa því, heyrði það líka eftir WBA að þeir hafi átt “sinn slakasta leik á Anfield”…en áttu svo að vinna Plastarana í gær.

  Þessi leikur Liverpool gegn Fulham var “death by football”. Pressan fyrstu 35 mínúturnar var svo gígantísk að maður sá á andlitum þeirra hvítu hvað þetta var þeim erfitt. Vissulega var aðeins slegið af eftir það en reglulega í leiknum öllum var sett upp pressa sem maður sér að liðið er fært um núna.

  Stærsta breytingin milli leikja var breytingin á leikkerfinu, einmitt í þágu pressunnar. Það er ekki eins gott að pressa hátt með þrjá hafsenta og vængbakka eins og er í þessu leikkerfi, þarna erum við alltaf jafn margir eða fleiri ofarlega á vellinum og boltinn unninn það framarlega að færin skapast hratt.

  Að því sögðu fannst mér allt liðið leika vel. Uppsetningin er greinilega að vera mað “rigid” bakvörð og annan sókndjarfan. Couthinho fær frítt spil með varnarbakvörð en Johnson með áætlunarferðir upp kantinn. Virkaði algerlega, mér fannst gott að sjá ögun Cissokho, sem ásamt Lucas, Agger og Skrtel voru varnartýpurnar í leiknum. Gott að sjá Aggerinn aftur í treyjunni…það einhvern veginn passar svo vel.

  Miðjan hjá okkur var frábær! Lucas, Gerrard, Hendo og Coutinho eru alltaf að stilla sig betur saman og nú voru þeir auðvitað að vinna gegn miðju sem liggur aftan en Arsenal. Það hefur stundum verið erfitt en er stöðugt að verða betra. Gerrard var náttúrulega umferðarstjórinn og er sammála leikskýrslunni um að þar fari maður leiksins. En það sést líka mjög vel að hlutverkin eru að verða skýrari. Hendo er með Gerrard í frábærri pressu, Lucas situr en Coutinho fær að “fljóta” (roam) víða og valda usla. Suarez er svo að mínu mati að verða betri í link-upinu og því erum við að verða líklegri til að geta spilað “sviss” af 4-4-2 og 4-2-3-1 í vetur, sem mun alveg steinliggja gegn minni liðunum.

  Svo var ansi gott að fá inn gæðaleikmenn af bekknum, sérlega var ég glaður að sjá Joe Allen, sem maður hefur eiginlega gleymt að sé í liðinu okkar, en Enrique og Moses eru sterkari bekkjarmenn en við höfum átt að venjast.

  Enn eitt landsleikjahlé (manni finnst þetta vera nr. 17 í vetur) en við getum brosað inn í það enn einn ganginn.

  Nú er að vona að menn skili sér heilir til baka úr því og tilbúnir til að gleypa nágrannana okkar sem voru víst skítheppnir að fá stig gegn Palace.

 35. Amen Maggi!

  Þetta var death by football A LA Brendan Rodgers style! Ekki reyna að draga úr þessum sigri með bla bla bla að fulham séu slappir núna og allt það. Erum komnir í þennan slátrunargír sem við vorum komnir í eftir síðustu áramót þar sem neðri liðinum var slátrað ítrekað.

  Henderson og Glen voru einnig frábærir í þessum leik. Mikið rosalega er mikilvægt að hafa þá þarna á sínum stað og já það er eitthvað svo eðlilegt að sjá Agger í Liverpool-treyjunni.

  BR talar mjög ákveðið um að styrking muni eiga sér stað fljótlega, það hljómar eins og sinfónía í mínum eyrum. Nú er bara að halda áfram og byggja ofan á núverandi stöðu. Eins og sést í deildinni að þá eru fá topplið með stöðugleika, á meðan það varir er okkar tækifæri stórt til að festa okkur uppi í topp fjögur slagnum.

  Hversu ljúft verður það að horfa á manwho-arsanal á eftir á meðan við erum fastir í öðru sæti í amk tvær vikur í viðbót. Mín tilfinning fyrir þessari stöðu er sú að ég vona að arseanl vinni en það væri spennandi fyrir okkur ef þeir myndu misstíga sig.

  Hvað er að frétta með spurs?
  Þeir eru með 6-2-2 eftir tíu leiki og markatöluna 9-5. Hljómar afar ótraust og ég held mig við þá skoðun mína að þeir muni ekki standast væntingar í vetur og þeir ná bara jafntefli gegn frönsku nýlendunni í dag.

 36. Þeir sem töluðu um að Kóngurinn á Anfield væri búin á því geta étið alla sokkana í skúffunni hjá sér!

  Frábært leikur hjá okkar mönnum og Stevie G fremstur í flokki.

  Frábært að sjá aftur 4 aftast enda gengur uppspilið mun betur þannig, eins og sást á móti Arsenal eftir að Rodgers breytti.

 37. Góðan og gleðilegan sunnudag gott fólk. Átta menn sig ekki alveg örugglega á að ég var að skjóta á United frekar en að óska þeim í alvöru sigri? Gleymdi ég að setja kaldhæðnis-gæsalappir utan un þetta hjá mér?

 38. Og svo eru tottararnir undir á heimavelli gegn Newcastle þegar 57 mín eru búnar, bara gaman 🙂

 39. Nú syngjum við öll í rigningunni með bros á vörum 🙂

  Frábær sigur þarna, og það eru einmitt þessir leikir sem skilja á milli feigs og ófeigs. Það er eitt einkenni á þeim liðum sem byggja á veikum grunni og sjálfstraustið er ekki eins og á að vera – þegar stóru liðin eru lögð að velli en svo slappast allt niður í áhugaleysi á móti minni spámönnum. Þetta höfum við séð alltof oft í gegnum tíðina en nú er öldin önnur. Einbeitingin og spólandi greddan eru til staðar allan tímann jafnvel þótt mörg mörk skilji að og úrslitin séu jafn spennandi og kosningar í Norður Kóreu. Þetta viljum við sjá.

  Samt, sóknin olli mér vonbrigðum. Skrýtið miðað við makrasúpuna.

  Gerrard, Henderson og Kútinjó mennirnir að mínu mati. Miðjan var í öruggum höndum og sendi boltana inn í teig, hvern af öðrum. Sóknin var mjög mistæk og tók illa á móti gullsendingum sem komu á færibandi. Sorglegt að horfa á Sturrige taka aukasnertingar trekk í trekk og enda svo með hálfa vörnina í kringum sig. Kantarnir virkuðu ekki heldur nógu vel. Johnson nýtti ekki tækifærin sem skyldi að mínu mati, leiðinlegar fyrstu snertingar og þetta endaði oftast í horni.

  Enda komu mörkin eftir föst leikatriði og mistök hjá andstæðingnum. Öflugri mótherji sem passar sig að þessu tvennu er því ekki líklegur til þess að láta nappa sig á þessu.

  Þetta þarf að laga fyrir Everton. Nægur er tíminn til töflufunda og ítrekaðra æfinga! Svo þarf að taka óttaslenið af Henderson og þjálfa pilt í að punda á markið þegar hann fær tækifæri til. Ef hann fer að ógna markinu þá halda honum engin bönd.

  En nú kemur landsleikjahlé. Við syngjum í regninu og brosum breitt.

 40. Alltaf gaman að halda með Liverpool. Sérstaklega gaman að halda með þeim í dag.
  Sæll í sigurvímu, vonum að velgengi Liverpool haldi áfram.

  Ég vona að Arsenal vinni á eftir. Þeir spila miklu skemmtilegri bolta en M.u.

 41. Tottenham tapar heima fyrir Newcastle. 2 -2 á móti Newcastle og spiluðum ekkert of vel fer að líta vel út!

 42. Maggi ef það er rétt hjá þér að Cissokho átti að vera mjög agaður en johnson hafði miklu meira frelsi til að sækja upp vænginn af hverju var rodgers þá að taka Cissokho á eintal og skipa honum að fara upp. Í fyrsti skipti í leiknum fór Cissokho upp völlinn beint eftir ræðu rodgers og við sáum líka þegar enrique kom inná þá sótti hann töluvert meira. Ég se heldur ekki hvað hann ætlar bjóða uppá ef hann ætlar ekki sækja upp kantinn enda sáum við í arsenal leiknum að varnlega er hann ekki merkilegur

 43. Helgin verður bara betri og betri. Spurs voru að tapa á heimavelli á móti Newcastle, sem by the way er liðið sem margir hér voru mjög ósáttir við að hafa gert jafntefli við á útivelli. Newcastle skellti líka Chelsea líka um síðustu helgi.

  Þetta fær mann til að velta því fyrir sér hvort við kunnum nægjanlega að meta árangur okkar manna það sem af er liðið af tímabilinu? Er það kannski þannig að sökum dapurs árangurs okkar liðs síðustu ár að við einhvern veginn trúum þessu ekki eða föttum ekki þegar vel gengur og bara njótum þess? Við erum ákaflega skeptískir og bíðum eftir að þetta klúðrist enn eina ferðina? Hver kannast ekki við neðangreinda frasa: “Erum heppnir með leikjaprógramm” “Þetta Fulham lið er algert fallbyssufóður” o.s.frv. Með öðrum orðum, erum við svo brenndir að við kunnum ekki almennilega að njóta þegar vel gengur og bíðum bara eftir stóra skellinum? Það er kannski mjög skiljanlegt þegar horft er til þess að við höfum ekki unnið titilinn í tæpan aldafjórðung. Gott dæmi um þetta er viðbrögð manna eftir tapleikinn á móti Arsenal um síðustu helgi, en þá voru himnarnir að hrynja hjá mörgum hérna og maður las frasa eins og “þarna hafi afhjúpast hversu langt við eigum í land með að nálgast top-liðin”. Í alvöru? Tapleikur á Emirates. Kom það í alvöru á óvart?

  Ég fyrir mitt leyti ætla bara að njóta þess að horfa á liðið mitt spila enda hefur ekki verið jafn gaman að horfa á Liverpool spila í mjög mörg ár. Ég ætla allavega ekki að vera með kvíðahnút í maganum og bíða eftir stóra skellinum. Tökum bara einn leik fyrir í einu og njótum. Við erum með frábært lið og með 3-4 leikmenn sem myndu ganga inn í byrjunarliðið hjá öllum liðunum í deildinni og allir öfunda okkur af. Þetta er skrýtið mót so far og svokölluð “top-lið” að tapa mörgum stigum. Deildin er mun jafnari en oft áður og allt getur gerst.

 44. Kristján Atli lúkkar betur með kaldhæðnisglott 😉
  Chelskí slefa í stig, Tottarar tapa, sjittí undir, annað hvort scums eða nallar tapa stigum, nema hvort tveggja sé, þetta er að verða með betri helgum.
  YNWA

 45. Sammála þér Eisi…..myndi ekki skipta á Suarez og Ronaldo. Liðið er nánast fullkomið eins og það er núna og einn maður til viðbótar í janúar til að rótera með Coutinho og Henderson í attacking midfielderinn og þá verður liðið varla mikið sterkara. Það er algjört dauðafæri að gera einhverjar rósir á þessu tímabili meðan Suarez er í liðinu. Er sammála Gerrard að Suarez er í topp 3 og ekkert langt á eftir Messi ef út í það er farið.

 46. Okkur gengur vel þessa dagana, gæti gengið betur en hey, ekki ætla ég að kvarta þegar liðið vinnur sannfærandi sigur eftir tap á móti toppliðinu.

  Varðandi kaup í janúar sem Rodgers er farinn að lofa okkur, þá finnst mér að það þurfi nauðsynlega high qualiti dekkun fyrir Glen í hægri bakvörðinn. Chissoko er ekki að gera neinar rósir fyrir mig, jafnvel heldur verri en spánverjinn okkar, sem ég hef nú yfirleytt verið sáttur við. Ég myndi því frekar vilja skila Chissoko ef það fæst einhver betri í þá stöðu. Við erum með flotta sókn í SAS en mjög þunnir þess utan og það þarf að styrkja. Einn topp striker á diskinn minn í viðbót við hægri bakvörð og ég verð rosalega sáttur. Sérstaklega ef þetta næsta janúardúó verður í sama gæðaflokki og síðustu janúarkaup

 47. Tott að tapa, City að tapa, Chelsea með naumt jafntefli…

  Hvað verður næst?
  Breska knattspyrnusambandið ákveður að fella út Utd vs. Ars leikinn og hvorugir fá stig? 🙂 🙂 🙂

 48. Þessi leikur var bara frábær í alla staði. Flæðið í liðinu og hápressan skilaði því að trekk í trekk fundu Fulham menn engan til að gefa á og sendingarnar fóru annað hvort beint í fæturna á okkar mönnum eða í svæði þar sem enginn var. Um daginn fannst mér tempóið á okkar liði ekki vera í sama klassa og hjá Chelsea og Tottenham en ef Arsenal-leikurinn er tekinn út þá hefur stígandinn í liðinu verið mikill síðasta mánuðinn eða svo. Og þá skiptir kerfið ekki höfuðmáli heldur mannskapurinn og hvernig menn eru að spila.

  Auðvitað hefur tilkoma Luis Suarez haft ofboðslega mikið með þetta að gera. Liðið gjörbreytist með hann í liðinu og maður sá t.d. oft í gær að Fulham menn þorðu aldrei að fara í hann til að reyna að ná boltanum heldur bökkuðu þeir, og það jafnvel þótt hann væri með 2-3 varnarmenn á sér. Þetta skapar auðvitað þvílíkt pláss í og við vítateig andstæðinganna.

  Ég skil samt alveg það að menn fari varlega í að vera með yfirlýsingar um meistaratitil og að liðið sé orðið eitthvað óendanlega frábært. Í 20 ár höfum við horft upp á að liðið hafi tekið sínar dýfur og misst keppinautana fram úr sér. Létt leikjaprógramm eða slakir mótherjar, hér að ofan hefur verið talað um WBA og Newcastle og núna Sunderland sem eru að stríða stóru liðunum, Liverpool slátraði bæði WBA og Sunderland. Aðalatriðið er að liðið tekur stöðugum framförum.

  Mönnum er tíðrætt um erfitt desemberprógramm og það verður nánast útilokað að ná sömu stigasöfnun í því prógrammi og hefur verið hingað til. En ef fram heldur sem horfir verðum við inni í topp-4 pakkanum í lok tímabils, en þá má ekkert verða nein veruleg dýfa á neinum tímapunkti. Því mið megum heldur ekki gleyma því að það verður annað svona “desember” prógramm í seinni umferðinni.

  Helgin hefur verið okkur í meira lagi góð. Allir keppinautarnir okkar hafa tapað 2-3 stigum (kemur í ljós hvað gerist á Old Trafford). Ég man ekki hversu langt það er síðan svoleiðis helgi hefur verið spiluð. Tek líka undir með LFCforever að það er líka langt síðan maður hefur leik eftir leik virkilega notið þess að horfa á frábæra spilamennsku og algjöra yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar.

 49. verðum að bjóða Mike Myers oftar á Anfield þvílíkt lukkutröll

 50. Það er greinilegt að liðin sem voru að keppa í evrópukeppnunum í vikunni voru að sröggla í þessari umferð chelsea rétt nær jafntefli á heimavelli, city og tottenham tapa 🙂 arsenal virkuðu mjög þreyttir á móti scum eftir erfiðan leik gegn dortmund.
  Þetta þurfa liverpoolmenn að nýta sér, eins og þeir gerðu svo vel þessa helgi, þeir voru algjörlega frábærir í þessum leik og spiluðu sem ein heild.
  Það er bara vonandi að þetta haldi áfram þegar álagið er sem mest á liðin sem keppa í evrópu 😉

Liðið gegn Fulham

Nýr penni: Eyþór!