Opin umræða: Suarez og Meistaradeildin

Það er leikur gegn Fulham um helgina og hópur Íslendinga á leið á þann leik. Ég hef tekið eftir smá panikki í sambandi við þennan leik af því að heyrst hefur að úrúgvæska knattspyrnusambandið geti meinað Luis Suarez frá því að spila þennan leik þar sem hann á að vera mættur til æfinga hjá Úrúgvæ fyrir HM-umspilið í næstu viku.
.
Það er skiljanlegt að menn hafi áhyggjur af þessu en miðað við nýjustu tíðindi af Twitter er Úrúgvæ búið að gefa grænt ljós á að hann leiki gegn Fulham, þrátt fyrir að eiga rétt á honum. Oft snýst þetta um hvað leikmaðurinn vill og ef Suarez vill ólmur spila gegn Fulham áður en hann ferðast til Úrúgvæ efast ég um að knattspyrnusambandið myndi standa í vegi fyrir því.

Engu að síður þá hef ég ekkert séð staðfest um þessi mál. Sú staðfesting hlýtur að berast fljótlega, ekki síst þar sem Brendan Rodgers á blaðamannafund á morgun held ég. Ef einhver sér staðfestar fregnir má viðkomandi endilega deila þeim með okkur hinum í ummælunum.


Munið þið annars eftir Meistaradeildinni? Ég fór á Spot í kvöld með góðum vinum sem styðja lið Arsenal og Napoli ákaft. Þar horfðum við á leiki þessara beggja liða innan um svona 30-40 Arsenal-menn sem eyddu kvöldinu með hjartað í buxunum, ekki síst eftir að þeir komust óvænt yfir á útivelli gegn Dortmund. Svo fór að bæði lið unnu sína leiki og eru í góðri stöðu á að komast upp úr riðli sínum. Eins og Chelsea, Manchester United og Manchester City.

Sitjandi þarna gat ég ekki annað en saknað Meistaradeildarinnar. Það er alveg skelfilega langt á milli Liverpool-leikja og þökk sé drættinum í Deildarbikar er nákvæmlega ekkert annað á döfinni hjá okkar mönnum út árið nema að spila leik á viku eða tveggja vikna fresti. Það er ekki bara ömurlega leiðinlegt og langdregið á milli leikja heldur minntist ég þess vel í kvöld hversu mikið ævintýri það getur verið að taka þátt í Meistaradeildinni.

Ég sakna þessarar keppni alveg ferlega mikið. Það verður bara að viðurkennast. Nú í desemberbyrjun eru liðin FJÖGUR ÁR síðan okkar menn léku síðast Meistaradeildarleik. Þegar þeim leik lauk og ljóst var að Rafa og Liverpool höfðu fallið úr Meistaradeildinni tímabilið 2009/10 grunaði engan að það ætti eftir að líða hálfur áratugur, hið minnsta, þar til liðið myndi snúa aftur á meðal þeirra bestu.

Þetta er bara dapurlegt. Mér er sama um allt annað í vetur en þetta lið okkar bara veeeeeeerður að ná einu af fjórum efstu sætunum. Mér drepleiðist á virkum dögum.

Þetta er opin umræða – ræðið það sem þið viljið.

20 Comments

 1. Það væri fínt ef að Liverpool myndi nú taka sér Arsenal til fyrimyndar.
  Þeir sýna ótrúlegustu mönnum tryggð eins og t.d Ramsey, Gibbs og
  Szczesny. Mörg önnur félög væru búin að selja þessa menn. Ramsey buin að vera mikið meiddur og Gibbs líka, Pólverjinn búin að vera mistækur undanfarin ár. Þessir menn eru núna byrjunarliðsmenn í þessu liði og eru að standa sig þrusu vel. Ég hefði vilja halda mönnum eins og Shelvey,Carrol og semi Downing 2 ungir sem eiga alveg helling inni og eiga eflaust eftir að verða miklu betri með tímanum (nema kannski Downing). Að lána Shelvey hefði verið sterkur leikur og að hafa Carrol á bekknum og til þess að leysa sturridge af. Er samt kannski of dýr sub en það er skárra en að tapa C.a 3 milljörðum. Og eitt að lokum ef að Liverpool selur ekki sína bestu menn eins og þeir hafa gefið til kynna þá er framtíðin björt á Anfield, bæta við einu miðjumanni og kanntara þá er meistaradeildarsætið tryggt!

 2. Skil ekki þetta #1 comment, Ekkert vit í þessu, leikmenn þurfa ekki bara að vera góðir heldur þurfa þeir að geta spilað fótboltann sem þjálfarinn vill spila, það átti ekki við Shelvey og þess vegna fór hann, og ekkert að því þegar við fáum mann eins og Luis Alberto til að taka stöðu shelvey á bekknum, hann spilar líkari bolta og Rodgers vill sjá.

  Nákvæmlega það sama má segja með Carroll og Downing, nenni ekki einu sinni að fara út í það, Vitlaus bolti, frekar fagna ég Aspas í stað Downing og ég var eiginlega búinn að gleyma Carroll þegar við höfum þessa frábæru sóknarlínu.

  Ég hefði kvartað ef Dalglish væri enn stjóri en á meðan Rodgers ræður held ég að hann hefði frekar leyst Carroll frá samning heldur en að hafa hann þarna nálægt liðinu.

 3. Eg er nú fatta hvað comment 1 er að fara enn bottom line þeir voru bara ekki nógu góðir fyrir Liverpool. Það á nú við lika marga leikmenn sem Rodgers hefur keypt til að fylla stöðu þeirra. Þurfum kaupa meira gæði i janúar glugganum og næsta sumar.

 4. Ef Rodgers nær meistaradeildarsæti með þetta lið, þýðir það að við þurfum að enda ofar en 100 milljón pundaglugga Tottenham og ríkasta liði heims, Man Utd. Eins gott að FSG geirnegli BR með langtímasamning ef það stefnir í það upp úr áramótum.

  Fulham leikurinn verður væntanlega síðasti leikur Jol og ætti að kveðja hann með virktum. Þetta væri fullkominn kveðjuleikur 3-5-2 kerfisins, sem Arsenal niðurlægði síðustu helgi. Sturridge fær allaveganna bandið í Fantasy um helgina.

 5. Nr.2

  Ég tek svosem undir þetta hjá þér að hluta. Það er ekki gott fyrr neinn að hafa menn endalaust á launaskrá sem passa ekki inn í hugmyndafræði þjálfarans, Andy Carroll þar mjög gott dæmi.

  En eins og þetta mót hefur spilast skil ég þetta enganvegin

  frekar fagna ég Aspas í stað Downing

  Afhverju?

  Þegar liðið var að spila 4-2-3-1 vorum við að nota Henderson í stöðu Downing á hægri kantinum, það er enginn annar augljós kostur í hlutverk varnarsinnaðari vængmannsins. Þegar liðið spilar 3-4-1-2 eru a.m.k. þrjú hlutverk sem Downing myndi nýtast vel í öfugt við Aspas sem fær ekkert að spila.

  Downing væri mjög góður kostur í væng bakvörð hægra megin og jafnvel betri vinstramegin. Hann gæti líka spilað í holunni. Það gengur ekki upp að bera hann saman við Aspas sem er pjúra striker og vikar úr stöðu ef hann spilar annarsstaðar. (öfugt við það sem maður hélt í fyrstu).

  Frekar sé ég Moses og Cissokho sem arftaka Downing og hvorugur hefur staðið sig betur en hann var að gera eftir áramót og báðir komu bara sem lánsmenn. Skarðið sem Downing skilur eftir sig er kannski ekki svo ýkja mikið en m.v. fyrstu 10 leiki þessa árs höfum við virkilega saknað hans. Ég er sannfærður að hann hefði spilað nánast alla leiki (gefið að hann væri heill heilsu).

  Alberto passar betur í hugmyndafræði Rodgers svona á pappír en öfugt við Shelvey og Suso fær hann engin tækifæri, jafnvel þrátt fyrir meiðsli leikmanna í hans stöðu. Á sama tíma eru Suso og Shelvey lykilmenn í liðum sem spila í EPL og La Liga og foru báðir að fá mikinn séns á síðasta tímabili. Enn sem komið er vorum við að veikja hópinn með þessum skiptum. (Suso þarf samt að spila alla leiki núna og því er ég ekki á móti þeim lánsdíl, salan á Shelvey fyrir Alberto er hinsvegar ekki á líta vel út núna).

 6. Ég fylgdist einnig með meistaradeildinni í gær … í fyrsta skiptið í langan tíma. Gef mér einfaldlega ekki tíma til að fylgjast með öðrum liðum en Liverpool … nenni því heldur ekki.

  Það er nákvæmlega ekkert nema skelfilegt að Liverpool sé ekki að spila þar. Lið sem er eitt af sigursælustu liðum heims og lengi vel á topp 10 yfir þau sem raka saman mestu tekjunum.

  Ég veit að margir bíða eftir kraftaverki. Að lið sem einfaldlega er ekki með nógu marga góða leikmenn slái í gegn og berjist annað hvort um toppsætið eða nái a.m.k. meistaradeildarsæti. Að þjálfari sem hefur engum árangri náð springi út og reynist frábær. Að eigendur sem marg ítrekað hafi sýnt að þeir ætli ekki að leggja peninga í liðið fjármagni kaup á sterkum leikmönnum.

  Það þarf margt að breytast því miður en sjáum samt til. Liðið er á réttri leið í augnablikinu og gæti náð meistaradeildarsæti. Ef ekki þarf að breyta miklu.

  Áfram Liverpool!

 7. Ég var einn af þeim sem var ekki fullkomlega sáttur við söluna á Downing, skildi hana en var kannski ekki alveg sáttur, vegna akkúrat sömu ástæðu og Babu nefnir hér að framan. Þetta er leikmaður sem hefði getað leyst þau vandamál, sérstaklega hægra megin, sem við erum að glíma við. Að hafa sent Suso að láni gæti hafa verið gríðarlega sterkur leikur en ólíkt mörgum öðrum að þá sakna ég Shelvey ekki það mikið, hef ekki það mikla trú á að hann fari úr því að vera mjög efnilegur í það að vera topp miðjumaður, því miður.

  Meistaradeildin er greinilega markmiðið í ár, til þess að LFC nái einu af þessum fjórum efstu sætum held ég að við þurfum að fá einn til tvo sterka leikmenn í janúarglugganum. Síðastliðið sumar keyptum við 2 sóknarþenkjandi leikmenn og svo einn að láni. Við þurfum nauðsynlega að styrkja okkur, bæði á miðju og framar á vellinum. Fer ekkert leynt með það að ég myndi vilja sjá Pastore í rauðu treyjunni.

  Í upphafi tímabils spáði ég Liverpool 3. sætið í deildinni og þar með meistaradeildarsæti. Ég hef enn fulla trú á því en myndi vilja fá 1-2 STERKA leikmenn í janúar til að gulltryggja þetta.

  Svo má nátturlega ekki gleyma ungu leikmönnunum okkar, langt síðan ég hef orðið var við jafn mikla bjartsýni með framtíðina hjá okkar ungu leikmönnum. Nokkrir leikmenn þarna sem virðast vera gríðarleg efni, bara vona að á næstu árum stigi þessir leikmenn skrefin til fulls og við fáum nýja uppalda drengi í liðið.

 8. Ein sönn saga um kraft meistaradeildarinnar.

  Við erum þó nokkrir bræðurnir, tveir höfðu villst af leið og farið að halda með Man Utd í stað Liverpool. Þessu fylgir auðvitað rifrildi og skot. Svei mér þá ef maður hefur ekki hugsað sig tvisvar um að svara símanum á þessum síðustu og verstu þegar “vitlaus” bróðir hringdi og helgin hafði farið illa.

  Desemberkvöld 2004 voru tveir bræður einir heima að horfa á mikilvægan leik í meistaradeildinni. Þetta var leikur á Anfield á milli Liverpool og Olympiakos. Púllarinn (ég) og litli bróðirinn sem hélt með Man Utd.

  Stóri bróðir lét ljót orð falla fyrsta klukkutímann. Sérstaklega eftir að gamla hetjan Rivaldo skoraði og Kirkland var, eins og svo oft áður, frosinn á línunni. Sá yngri, þó ekki minni, hafði vit á því að stríða ekki þeim eldri, slíkt var skapið.

  Pongolle skoraði fljótlega eftir hálfleik við mikinn fögnuð. Mellor bætti svo við marki, 2-1 við enn meiri fögnuð. Húsið virkaði hálf-fullt þrátt fyrir að einungis tvær manneskjur væru í því. Púllarinn var hættur að sitja í sófanum og stóð fyrir framan sjónvarpið, sveittur í lófunum og gargandi.

  Tíminn var að renna út. Þar til að kanntmaðurinn Carra kom upp vinstri vænginn. Gerrard kallar á boltann fyrir utan teig. Gefða´nnnnnn! Nei, það kom kross inní teig. Mellor leggur hann út með flottum skalla, Gerrard kemur á ferðinni….

  http://www.youtube.com/watch?v=veKx_gJavuw

  Allt tryllist (vægt til orða tekið). Litli bróðir verður næstum hræddur við þann eldri sem faðmar hann og hleypur um stofuna eins og óður væri, öskrandi, kyssandi, frussandi. Eflaust meiri læti þar en voru á fullum Players á sama tíma.

  Daginn eftir kom sá yngri yfir og spurði mig hvort ég ætti ekki Liverpool plakköt fyrir hann. Það væri mikið skemmtilegra að halda með Liverpool en Manchester United. Hann er púllari í dag og verið síðan 2004. Nú bíð ég eftir öðru svona kvöldi til að leiðrétta þann síðasta í fjölskyldunni.

 9. Geta stjórnendur kippt í lag þessu með bilin á milli setninga ? Það hefur eitthvað breyst í þessu commentakerfi virðist vera.

 10. Lucas Leiva til Napolí….væri snilld, mættum líka selja Henderson, Kelly,Wisdom Borini og Flanagan á meðan eitthvað fæst fyrir þá…. og skila Cissokho á meðan einhver vill taka við honum…. þurfum 2 klassa FÓTBOLTAMENN á miðjuna í janúar og backup fyrir vinstri og hægri bakvörð…… ef þið viljið endilega halda í Henderson,, þá ætti að vera með hann í back uppi fyrir Johnson, hæri bakvörður er eina staðan hans

 11. babu, ég meinti ekki að Aspas sé betri að leysa af downing, heldur var ég að höfða í peninginn sem við fengum fyrir downing og það sem við keyptum aspas á, Downing er fyrirsjáanlegur leikmaður með einn fót, það er alltaf hægt að vita hvað hann gerir og það bitnar virkilega á Liverpool, Við höfum henderson að sinna vinnu downings mun betur en hann sjálfur gerði en það þarf nú samt mann í hanns stöðu ennþá.

 12. Ég myndi fórna Lucas fyrir Coutinho í næsta leik. Halda frekar Henderson inni.

 13. Það er skelfilegt að vera svona lengi fjarri Meistaradeildinni. Til að ná þangað aftur þarf mjög margt að ganga upp. Það er engin trygging að kaupa 2 eða 3 góða í næsta glugga. Og reyndar þá virðast bara lítill hluti af kaupum Liverpool síðustu ár ganga almennilega upp, sbr. Suarez, Coutinho og Sturridge. Þessir sem voru keyptir í sumar hafa enn í raun ekki bætt liðið. Verð þó að segja að mér líst vel á Sakho og langar til að sjá Moses spila “sína stöðu”.
  Öll toppliðin virðast hafa sæg af peningum og því er lykilatriði að leikmannakaup okkar lukkist betur.

  Svo er annað. Foringinn er kominn í passívt hlutverk aftarlega á miðjunni og er engu líkara en Brendan hafi sett hann í göngugrind til að framlengja feril hans. Þetta finnst mér ekki gott. Vil frekar fá Gerrard á fullu næstu 2 ár en að setja hann í þessa rullu.

  Leikmannahópurinn. Það er alveg ljóst að við þurfum meiri gæði og t.a.m. þá eru nokkrir leikmenn sem kæmust ekki í byrjunarlið hinna toppliðanna. Það hefur verið t.d. verið alda mikilla lofræðna um Henderson undanfarið hér inni en ég segi að ef hann bætir ekki m.a. ákvarðanir sínar og sendingar í sókninni þá fer fyrir honum eins og Shelvey sem var refsað fyrir að spila illa síðasta vetur. Heilt yfir er Henderson búinn að standa sig ágætlega og bara reyndar vel þegar kemur að dugnaði og að leysa varnarhlutverk sitt, en óskaplega er hann slakur fram á við. Við megum ekki við að hafa þannig mann sprangandi um í sókninni. Vonandi nær hann að bæta sig því ég fíla karakter Henderson vel og vil ekki sjá hann fara annað. En ég fílaði líka vel karakter og dugnað Eric Mayer en það dugði ekki…

  Fleiri leikmenn sem kæmust ekki í lið toppliðanna eru menn eins og Aspas, Alberto, Flanagan, Kelly, Cissokho, Enrique, Ibe, Allen, Sterling (er því miður í lægð). Ég er ekki að segja að allir þessi séu ómögulegir eða við þurfum að afskrifa þá en…þeir þurfa að bæta sig til að geta hjálpað Liverpool í Meistaradeildina. Ég er mjög smeykur um að við þurfum sterkari hóp til að eiga raunhæfa möguleika á að halda út veturinn og enda inn á top 4.

 14. Liverpool þarf einfaldlega að styrkja sig betur í janúar. Þetta virðist allt vera í rétta átt, en ég veit að celski,manutta og man $hitty eiga öll eftir að versla leikmenn í janúar. Við getum ekki farið að dragast aftur úr þeim.

  Það er auðvitað bara rugl að $elski ætli að versla framherja í janúar ef maður lítur á hvaða leikmönnum þeir hafa úr að velja í þá stöðu hjá sér, torres, Etoo, Ba, Hazard og Schurrle, svo vilja þeir kaupa einn enn ? Við ættum kannski að leita aftur í kistuna hjá Roman, fá einhvern sem er ekki nógu góður fyrir þá og gera annan díl eins og við gerðum með Sturridge.

  Maður er að reyna að vera þolinmóður og ef svo “illa” fer í vor að við náum ekki topp þá VERÐUR það að verða árið eftir, allt annað er FAILURE ! !

  Meðan leikmenn Liverpool eru bara að spila einn leik á viku þá hljótum við að gera þá kröfu að þeir mæti allavega ferskir og óþreyttir í leiki á móti liðum eins og arsenal í síðustu viku. Þar var ekki hægt að sjá hvort liðið væri að spila einn leik í viku.

  Vonum það besta ! leikurinn við Fulham er MUST win leikur.

 15. Ég sagði það hér fyrir tímabilið að salan á Downing væri mistök. Frekar hefði átt að lána Sterling og Ibe.

  Burtséð frá því og að efni greinarinnar, þá er alveg klárt mál að 4. sætið er markmið vetrarins og ef það næst ekki þá er tímabilið einfaldlega ekki nógu gott. Sumarkaupin eru svona upp og ofan, Mignolet, Sakho og Toure hafa út af fyrir sig staðið sig nokkuð vel þrátt fyrir einstaka mistök. Aðrir hafa ekki sett mark sitt á liðið enda spilað út úr stöðum (Moses, Aspas) eða að ekki var gert ráð fyrir að þeir myndu setja mark sitt á aðalliðið.

  Ég vonast eins og aðrir eftir sterkum kaupum í janúarglugganum. Ég held að einn öflugur miðjumaður og hugsanlega hægri sóknarmaður, jafnvel örvfættur sem leysir inn, sé það sem þarf núna. Þá held ég að Brendan Rodgers megi alveg fækka um einn í vörninni fyrir leikinn gegn Fulham. Ég er orðinn hrikalega skotinn í hugmynd Babú (og kannski fleiri) um demantamiðju þar sem Lucas er aftastur, Henderson og Gerrard þar fyrir framan (Allen núna vegna fjarveru fyrirliðans) og svo Coutinho fyrir aftan SAS.

  Ég er líka sammála Hödda B. um Henderson. Hann er öflugur að sínu leyti en sóknarlega er hann hálfgerður dragbítur. Hann á jú ágætar sendingar öðru hvoru en skotin hans og ákvarðanir eru ekki góðar. Það er annað sem Rodgers þarf að gera upp við sig, vill hann halda tryggð við Henderson og gefa sér þá þolinmæði sem þarf til að bíða eftir að þessir þættir lagist hjá honum. Hann ætti að vera búinn að skora 4-5 mörk miðað við færin sem hann hefur fengið. En hann skýtur alltaf yfir kallgreyið. Að því sögðu þá er ég tilbúinn til að sjá hann þróast í nýja Gerrard, gæinn sem dúndrar þessum boltum í netið.

  En bring on Fulham, ég vil sjá veislu í þeim leik!!

 16. Henderson er dæmigerður leikmaður sem Ferguson var alltaf með í sínu liði. Fletcher, Ji sun Park. Hann er svona svipaður og Birkir Bjarnason hjá okkur Íslendingum. Það er bara ótrúlega mikilvægt að vera með hlaupagikki í liðinu sínu. Sérstaklega þar sem yfirferðin hjá Gerrard er aðeins að minnka þá þarf partnerinn hans að vera þeim mun betri. Ég sé ekki að Liverpool verði gott lið með Henderson, Lucas og Gerrard alla inná í einu. Það koma einfaldlega engin mörk frá þeim. Nú þegar liðið okkar er að batna og kominn smá strúktur á það þá ætti að vera hægt að auka sóknarþungann með öðrum Coutinho inn á vellinum. Það væri draumaliðið að vera með 2 sóknartengiliði sem búa til spilið fyrir aftan Suarez og Sturridge og Henderson/Lucas og Gerrard passa miðjuna. Ég held að við verðum með 3-5-2 kerfi þangað til í janúar þegar hægt verður að kaupa slíkan leikmann.

 17. Ég eins og margir hér hlusta regluega á The Anfield Wrap og finnst mér þeir oft hafa mikið til síns mál. Til að mynda verð ég að vera sammála umræðu þeirra um þetta ágæta leikkerfi okkar 5-3-2 / 3-5-2 gegn Arsenal! Arsenal spilaði 4-5-1 þar sem þeir höfðu alla sína léttleikandi miðjumenn kringum gamlan Gerrard og að mér finnst, þreyttan Lucas. Henderson reyndi að vinna eins og hann gat en án árangurs. Ég verð að lýsa undrun minni á þessu leikkerfi gegn liði sem einungis hefur einn framherja. Við vorum með þrjá miðverði og einn djúpan miðjumann til þess að verjast Giroud og svo Rosicky eða Ramsey, eftir hvor þeir fór í holuna? Ef við erum að spila með þrjá miðverði gegnum einum framherja, þurfum við virklega varnarsinnaðan miðjumann? Hefði virkilega verið betra að reyna fá meiri vinnslu á miðjuna með manni eins og Allen? Persónulega fannst mér Rodgers of varkár þarna og hefði ég viljað sjá breyta aðeins til.

  Í leiknum á móti Fulham vil ég sjá liðið breytast. Ég er mikill aðdáandi bæði Lucas og Gerrard en ég held að við verðum að fara rótera aðeins meira á miðjunni. Ég væri til í að sjá bæði Allen og jafnvel Alberto fá meiri séns á miðjunni á kostnað Lucas eða Gerrard í einstaka leikjum. Ef horft er á næsta leik þá spila þeir með Berbatov á toppnum sem nennir ekki að hreyfa sig. Til hvers að vera með þrjá miðverði og einn djúpan miðjumann gegn manni eins og Berbatov? Ég vil því miðjumann sem getur komið með meiri kraft og jafnvel gert meira fram á við í stað Lucas.

  Mér finnst einnig að það megi skoða að taka Gerrard úr byrjunarliði í einstaka leikjum. Eins mikið og maður vill ekki missa Gerrard þá sást það gegn Arsenal að aldurinn er farinn að segja til sín og held ég að það mætti fá meiri út úr Gerrard ef hann yrði notaður annað hvort af bekknum eða þá að hann fengi að hvíla meira og yrði tekinn fyrr útaf. Vissulega er hann captain fantastic en það breytir því ekki að hann verður eldri með hverjum deginum sem líður.

  Ég er mjög smeikur við næsta mánuð. Við eigum einungis eftir að spila við Fulham heima og Everton úti það sem af er nóvember mánaðar. Svo tekur við pakkaður desember mánuður með mjög erfiðum leikjum. Það væri mjög sterkt að vera í eitt af þremur efstu sætunum í des en ég er ekkert alltof bjartsýnn. Þetta Everton lið lýtur mjög vel út og ég býst ekki endilega við sigri þar. Ég er mjög svartsýnn að eftir desember mánuð þá séum við komnir úr fyrstu fjórum sætunum og farnir að reyna klífa sömu brekkuna og svo oft áður. Ef það á ekki að gerast verðum við að fá meiri úr miðjunni okkar. Við erum með tvo frábæra framherja en það sást gegn Arsenal og Southampton að ef miðjan er kæfð þá er þjónustan til SAS mjög lítil hættan voðalega takmörkuð.

 18. Eg vil sja liðið svona a morgun.

  Sturridge

  Suarez Coutinho Moses
  Allen Hendo
  Enrique Agger Skrtel Johnson
  Mignolet

  Lata Sturridge, Suarez, Moses og Coutinho sja um soknarleikinn og fa inn ferkskan Allen til þess að spila með Henderson a miðjunni.
  Svo a Aggerinn að koma inn aftur við hliðana a Skrtelnum með þa Enruque og Johnson sitthvorum meginn við þa.

Er Liverpool að standast væntingar?

Fulham á morgun