Er Liverpool að standast væntingar?

Fyrir tímabilið setti ég inn færslu þar sem við fórum yfir hvað Liverpool fékk mörg stig úr hverri viðureign á síðasta tímabili. Út frá því óskaði ég eftir spá frá hverjum og einum, hversu mörg stig hver og einn teldi raunhæft úr hverjum leik fyrir sig.

Núna eru tíu leikir búnir og því kannski ágætt að taka aðeins stöðuna og skoða hvernig árangur Liverpool hefur verið m.v. væntingar fyrir mót. Ég er með þetta á excel yfir þá 26 sem tóku þátt en miða þessa færslu við sjálfan mig. (Hver og einn getur farið yfir þetta hjá sér með auðveldum hætti).

Ég taldi mig sæmilega bjartsýnan fyrir mót og spáði að við myndum aftur bæta okkur um níu stig líkt og liðið gerði á síðasta tímabili. Þá náðum við 61 stigi eftir að hafa aðeins afrekað 52 stig tímabilið á undan. Mín spá því 70 stig núna.

EIns og stigasöfnunin er núna gætum við vonast eftir 76 stigum þegar upp er staðið en á móti þarf að taka með í reikninginn að við eigum þyngri hlutann eftir af fyrri umferðinni.

Svona er staðan hjá okkur m.v. síðasta tímabil og væntingar mínar til þessara fyrstu tíu leikja

Staða - væntingar Babu 10 umferðir

Sömu leikir á síðasta tímabili gáfu okkur 16 sig. Ég spáði því að við næðum 18 stigum en raunin er að við erum með 20 stig núna eftir fyrstu tíu leikina, Tvö stig af hverjum þremur mögulegum.

Þetta er 8 stigum meira en sá svartsýnasti af okkur (Deus) þorði að vona en sex stigum minna en þeir bjartsýnustu voru að vonast eftir. Þeir enduðu reyndar með spá upp á 88-89 stig í það heila.

Úrslitin úr United leiknum voru frábær, ekki bara vegna þess að við unnum United heldur fór það fram úr væntingum margra. Southamton var á móti eitt af þessum óþarfa töpum sem “enginn” spáði til um fyrir mót. Hvorugt óeðlilegt í þessari sterku deild.

Ég hitti svo fyrir tilviljun á Sunderland og Newcastle úrslitin en hefði m.v. gang þessara leikja líklega sætt mig betur við að sjá þessu öfugt farið. Það var mjög lélegt að vinna ekki Newcastle einum manni fleiri en á móti áttum við varla öll stigin skilið gegn Sunderland.

Allt í allt get ég ekki annað en verið nokkuð sáttur við stigasöfnun Liverpool það sem af er móti. Liðið er að halda uppteknum hætti frá því eftir áramót á síðasta tímabili. Liðið er með fjórum stigum meira en gegn sömu liðum í fyrra og tveimur sigum meira en nokkuð bjartsýn spá mín hljóðaði uppá.

Það er allt of villandi að horfa á fyrstu tíu leiki síðasta tímabils vs þessa fyrstu leiki núna enda allt aðrir andstæðingar en það er þó gott að við við erum með 9 stigum meira en á sama stigi tímabilið 2012/2013. Bara upp á sjálfstraust og móral er mikið betra að vera með 20 stig eftir tíu leiki en 11 stig, sama þó að móterjarnir hafi verið veikari núna.

Haldi liðið áfram að bæta sig um 4 stig eftir hverja tíu leiki m.v. síðasta ár erum við á mjög góðri leið.

Spilamennskan 

Það er kannski alveg eins jákvætt eins og það er neikvætt að þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið ásættanleg og betri en á síðasta tímabili þá hefur spilamennskan lengst af alls ekki verið sannfærandi.

Liverpool hefur ekki misst neinn lykilpóst úr því liði sem endaði síðasta tímabil frábærlega og maður myndi ætla að þetta lið eigi mikið meira inni en það hefur verið að sýna. Sigurinn á W.B.A var það næsta sem við höfum komist að sjá það Liverpool lið sem endaði síðasta tímabil.

Mignolet hefur verið bæting á Reina það sem af er þessu ári og líklega staðið sig langbest af nýjum leikmönnum Liverpool. Toure og Sakho hafa jafnað út það að missa Carragher og þó ég viðurkenni fúslega að sakna Downing smá þá er brottför hans ekki svo mikið áfall að maður sjái það skarð ekki fyllt. Því ættum við alveg að geta gert okkur vonir um að Liverpool finni aftur þann gír sem liðið var í síðasta tímabil.

Breyting á leikkerfi er það sem fer mest í taugarnar á mér frá síðasta tímabili og það er mikið áhyggjuefni að við erum bara með 4 markaskorara það sem af er þessu tímabili. Suarez og Sturridge hafa reyndar skorað á við mörg lið einir og sér en takist að loka á þá er búið að loka á Liverpool.

Varnarmenn Liverpool þurfa að skora meira í mark andstæðinganna heldur en eigið mark og við þurfum að fá mikið meira frá miðjunni. Henderson var reyndar rændur marki um helgina.

Það að kaupa 3 miðverði í sumar til viðbótar við Agger, Skrtel og Coates (Kelly og Wisdom) er eitthvað sem ég skil ekki alveg, því síður þegar við erum svo að breyta um kerfi til að koma þeim öllum inn í liðið. Það má vera að Rodgers hafi verið með þetta leikkerfi í huga fyrir tímabilið og sé partur af hugsuninni á bak við leikmannakaupin. Ég vona að svo sé ekki og við fáum að sjá aftur svipað kerfi og reyndist okkur svo vel í byrjun þessa árs. Nú höfum við mun sterkari leikmenn til að spila það.

Reyndar er nokkuð áhugavert að skoða liðið í síðasta leik gegn Arsenal m.v. lið Liverpool sem spilaði á heimavelli gegn þeim í september 2012 eða fyrr rétt rúmlega ári. Sjö af þrettán leikmönnum Liverpool í leiknum á laugardaginn voru ekki á mála hjá Liverpool í september 2012 og þá er John Flanagan ekki með talinn.

Liverpool liðið er mjög mikið work in progress og allir þessara sjö nýliða eru frekar ungir leikmenn fyrir utan Kolo Toure. Á bekknum voru einnig ungir leikmenn eins og t.d. Kelly, Sterling og Allen sem er tiltöluleg nýkominn (og við eigum Suso og Borini inni).

Meðalaldur Liverpool í þessum leik var 26 ára á meðan hann var 27,3 ára hjá Arsenal. Munurinn er ennþá meiri (1,5 ár) ef við skoðum bara útileikmenn. Þeir hafa verið að bæta liðið með góðum leikmönnum á góðum aldri á sama tíma og ungu leikmennirnir þeirra hafa verið að stíga upp. Gibbs, Ramsey og Sczxc$%#ðy eru dæmi um það í leiknum á laugardaginn á meðan þeir eiga svo t.d. Wilshere, Walcott og Chamberlain inni. Þetta er ekki lið fullt af krökkum lengur og kannski er hægt að horfa á þetta sem svo að þeirra prógramm sé bara komið lengra en okkar.

Það má heldur ekki vanmeta áhrif þess hjá Arsenal að halda loksins sínum bestu mönnum og hrófla lítið við hópnum. Þeir fá þrjá menn inn, einn þeirra smellur beint í liðið og lyftir meðspilurum sínum á hærra plan. Hinir tveir hafa áður spilað hjá félaginu, fyrir mér er Flamini reyndar litlu minna mikilvægur en Özil svo mikið hefur þeim vantað DMC. Vonandi getur Liverpool bráðum gert fáar breytingar milli ára og meira í Özil gæðum heldur en “margir leikmenn út fyrir marga leikmenn inn”.

Það er fullkomlega eðlilegt að lið sem hefur endurnýjast eins mikið og Liverpool hefur gert sé ekki það stöðugasta í deildinni, hvað þá þegar aðallega er bætt inn ungum leikmönnum á lægri fjárhæðir en keppinautarnir eru að versla fyrir.

Liverpool er ekki að fara frá því að lenda í 8. og 7.sæti yfir í það að vinna titilinn árið eftir. Sérstaklega ekki á meðan hópurinn er ekki styrktur meira milli ára. En við getum sannarlega gert okkur vonir um að liðið bæti sig milli ára og það jafnvel töluvert.

Hingað til hafa ungir leikmenn sem hafa allt að sanna ekki staðið sig neitt verr en margir af þeim reyndu leikmönnum sem voru hjá Liverpool þegar FSG tók við. Flestir af þeim voru búnir að toppa á sínum ferli og það jafnvel fyrir þó nokkru síðan, flestir af þeim sem keyptir hafa verið í tíð FSG eiga það líklega eftir. Jafnvel líka þeir sem hafa verið keyptir og seldir aftur.

Margir af þeim leikmönnum sem Benitez keypti og reyndust félaginu best komu frekar óþekktir og á svipuðum aldri og FSG er að versla leikmenn nú.

Þannig að ég get ekki verið annað en sáttur eftir þessar fyrstu tíu umferðir, liðið er með meira að stigum en ég þorði að vona. Það er þó ekki þar með sagt að glasið sé eitthvað meira en hálf fult. Það eru bara þrjú stig í liðið í 8.sæti og Liverpool má ekki við því að taka sinn klassíska vonda kafla, samkeppnin er of hörð fyrir slíkt. Það eru sjö önnur lið með mjög svipaða byrjun og við eftir 10 leiki sem setur þetta aðeins í samhengi líka.

Hóflega bjartsýnn væri líklega besta lýsingin á næstu 10 umferðir. Mér finnst Liverpool eiga töluvert inni og mögulega fer það eitthvað að telja með okkur að geta bara hugsað um deildina næstu mánuði.

Næstu fimm umferðir gáfu okkur 9 stig á síðsta tímabili m.v. sömu leiki, ég er mögulega smá bjartsýnn en ég tippa á að við bætum okkur um tvö stig núna. Einn leikur utan Liverpool borgar, gegn nýliðum Hull.

Næstu 5 umferðirÞar á eftir eru það útileikir við Spurs, City og Chelsea milli þess sem við spilum við nýliða Hull (aftur) og Cardiff. Ég gef okkur sex stig frá þeim leikjum og þar með 17 af næstu 30 mögulegum. Það er kannski svartsýni því við fengum stig í öllum þessum leikjum síðast nema Spurs úti.

Hvað með þig, hvernig er staðan m.v. væntingar og hvernig lýst þér á framhaldið?

 

39 Comments

 1. Þetta fer dálítið eftir því hvernig á er litið, liðið er í 3.sæti þegar að rúmlega 1/4 af mótinu er liðið. Það er svo mikil bæting frá síðustu 4 árum að manni líður hálf illa yfir því að vera að gráta töpuð stig, sbr. newcastle úti og s´hampton heima. Sem að maður gerir samt því að liðið hefði átt að vera grimmara í báðum þeim leikjum og sækja allavega þrjú auka stig. Þessar frammistöður þykja mér sýna að liðið er ekki tilbúið í að berjast um sigur í deildinni á þessu ári, sem er svo sem eitthvað sem að maður var aldrei að biðja um en þó vonast maður alltaf eftir kraftaverki. Eins og þú segir er liðið ekki búið að spila eins vel og á stórum hluta síðasta tímabils, eftir áramót þ.a.s. Og þykir manni því að menn eigi nóg inni, og ef horft er á næstu fimm leiki ætti það bara að vera nokkuð raunhæft að Liverpool sitji enn þá í 3. jafnvel 2.sæti að 15 umferðum loknum sem að væri auðvitað frábært. Það eina sem að manni finnst raunhæft að biðja um á þessu tímabili er að liðið verði í baráttu um 4.sætið allt til loka og væri auðvitað frábær bónus að ná góðu runni í Fa cup og fá einn úrslitaleik á Wembley í maí, maður biður nú ekki um mikið!

 2. Þegar Sakho lærir tungumálið, Cissokho missir nokkur kíló og Henderson fer að hitta á markið þá ætti að fara ganga betur. Liðið er búið að vera týpískt Liverpool eftir frábæra byrjun. Þrír 1-0 sigrar er búið að fylgja eftir með jójó leikjum. Sérstaklega hefur vörnin verið léleg.

  Ég sé þetta kerfi sem við erum með núna ekki ganga upp nema vængbakverðirnir séu í góðu standi. Cissokho er vafasamur í vörn en fínn í sókn og Flanagan er óreyndur þótt að ég hef trú á honum.

  Liðið stendur og fellur með SAS í augnablikinu og svo kemur Coutinho væntanlega með að næla í nokkur stig. Þetta er svosem fínt skipulag og á eftir að halda okkur í topp 4 ef vörnin fer í lok lok og læs.

 3. Ég segi kannski ekki að staðan sé kraftaverk miðað við spilamennsku liðsins, en eitthvað í þá átt. Og að sjálfsögðu í boði Surridge, Suarez og Mignolet. Hef áhyggjur af því hversu lítill taktur er í spilamennskunni, hversu lítil festa er í taktík og í raun hversu tilviljanakennd liðsuppstillingin virkar. Þegar summerað er yfir þessa 10 leiki + Notts County og Man U í deildabikarnum eru þarna nokkrir góðir hálfleikir og svo rétt rúmlega það á móti WBA.

  Veit ekki af hverju þetta er svona. Meðal skýringa kann að vera að Coutinho fann sig ekki í fyrstu umferðunum og kannski vanmat Rodgers hnignun á vinnslu Gerrard milli ára. Kannski bjóst Rodgers ekki við því að fá Sakho (+Ilori) og halda Skrtel og er því ofmannaður í vörninni, kannski átti Rodgers von á meira framlagi frá Sterling, Alberto, Moses og Aspas (þeim tveimur síðarnefndu gerði hann reyndar vondan grikk með því að spila þeim ítrekað úr stöðu), kannski bjóst hann við Kelly sterkari frá upphafi og vanmat mikilvægi Johnson. Kannski bjóst hann ekki við að þurfa alltaf að hafa Henderson í að hlaupa fyrir hina.

  Og kannski, kannski er Rodgers einhverra hluta vegna of mikið að stilla upp liði fyrir skammtímaúrslit og árangur NÚNA frekar en að þróa sitt fótboltalið með langtímaárangur í huga eins og hann sá það fyrir sér þegar hann tók við djobbinu. Kannski skýrir það þetta hringl allt saman.

  Það er sem sagt fullt af kannski í þessu.

  En já, áhyggjurnar mínar snúa að því að liðið er komið langt inn í mót og maður hefur ekki hugmynd um hvernig á að stilla upp liði sem hefur burði til að stjórna heilum leik á móti betri liðum deildarinnar. Við kannski komumst að því í næstu 5 leikjum.

  Þ.a. hvað mig varðar er staðan í eða yfir væntingum, en spilamennskan talsvert undir væntingum. Tek þó að sjálfsögðu fram að ég vil frekar hafa það þannig en í hina áttina.

 4. Þetta er frekar furðulegt, stigasöfnunin er nokkurn veginn í samræmi við væntingar en spilamennskan talsvert fyrir neðan þær væntingar sem maður hafði, sérstaklega eftir spilamennskuna eftir áramót 2012/12.

  Að vera með 2 stig að meðaltali úr leik, eftir 10 leiki, er nokkuð gott. Eitthvað sem myndi skila okkur í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti ef við myndum halda því hlutfalli áfram. En þegar maður horfir á þessa 12 leiki sem búnir eru þá er það eiginlega bara WBA leikurinn sem spilaðist vel heilt yfir (10 EPL, 2 í deildarbikar).

  Það er jákvætt og neikvætt, eftir því hvort þú ert þessi týpa sem ákveður að vakna í fýlu á morgnanna eða sá sem brosir framan í heiminn. Annar segir að þetta komi bara til með að batna þar sem að við eigum mikið inni. Hinn bendir á þá staðreynd að við erum nokkuð heppnir að vera með 20 stig á þessum tímapunkti og það sé nákvæmlega ekkert sem gefur tilefni til þess að halda að við séum að spila undir væntingum. Vorum við ekki bara að spila umfram væntingar, pressulausir eftir áramót á þessu ári ? Maður spyr sig. Að spila vel og standa sig vel í stigasöfnun þegar pressan er engin er talsvert einfaldara heldur en þegar pressan og væntingarnar eru til staðar.

  Ég er ennþá að reyna að ákveða mig. Er það kerfið sem er að fá mig til að efast um þessa blessuðu miðju okkar eða er það getuleysið hjá þeim. Svona sé ég þetta , kalt mat:

  Lucas: Var okkar besti maður fyrir hnémeiðslin. Var afsakaður í fyrra. Verður það ekki í ár. Hann þarf að gera betur, annars þarf að taka erfiða ákvörðun í vor. “En hann var góður gegn WBA!” Hann var lélegur gegn Newcastle og Arsenal einnig. Stöðugleika takk.

  Gerrard: Hann er ennþá okkar besti miðjumaður, sem er áhyggjuefni. Hann er að spila aftar en ég vil sjá hann spila, skilar því engum mörkum (nema í vítum) en hann er svo sannarlega að leggja þau upp. Nema það verði bylting í læknisfræðinni á næstu misserum þá er hann ekkert að yngjast og það verður að fara að huga að því að menn beri hann, ekki öfugt.

  Henderson: Einn daginn elska ég hann, þann næsta langar mig að henda í hann hamborgara (tilfinningin sem ég fékk þegar hann fékk víðáttubrjálaði í fyrri hálfleik gegn Arsenal og slice-aði boltann). Hann er ungur, er alltaf að bæta sig og er virkilega duglegur á velli. En ef maður horfir á keppinautanna þá kæmist hann ekki í byrjunarliðið hjá City, Arsenal, Spurs, Utd, Chelsea …. jafnvel spurning um Southampton svei mér þá. Þetta er samt samkeppninn, hvort sem mönnum líkar það eður ei. Ég er, nota bene, ekki að afskrifa hann. Alls ekki. Fyrir mér er þetta staðan í dag, framtíðin getur brugðið til beggja átta.

  Allen: Jury is still out. Hann verður að fá að spila meira en 5 min til að maður geti myndað sér skoðun. Eftir svona útreið eins og í síðasta leik þá væri ég alveg til í að fá að sjá hann fá sénsinn í næsta leik.

  En ég er algjörlega sammála Babu með 3-5-2 kerfið. Ef það er eitthvað sem pirrar mig meira en þetta kerfi, þá er það að reyna að spila þetta kerfi með enga almennilega bakverði. Það er ekkert útá Flannó að setja þannig lagað séð í leiknum gegn Arsenal. En til að þetta kerfi virki verður þú að vera með bakverði sem geta stutt við vörn, sókn og miðju. Annars verðuru undir á ansi mörgum svæðum eins og við fengum að kynnast.

  Menn gáfu glugganum einkunn hér í lok september. Ég held að menn geti alveg farið að endurskoða þá einkunn sem menn hentu fram. Mig minnir að meðaleinkunin hafi verið á milli 7 og 8. Sem er brjálæði.

  Fyrir tímabilið vildi ég bæta við:

  Varnarmanni í kjölfar brotthvarfs Carra: Check, gekk eftir. Jafnvel um of.

  Bakverði: Við erum með tvo. Sumir vilja meina að Enrique sé veikur liður í okkar liði, á móti spyr ég. Bendið mér á einn, raunhæfan, kost sem myndi skila okkur einhverju betra en það sem hann gerir. Ég held að innkoma Cissokho sýni okkur að það er lítið gefið í þessum efnum. Og brotthvarf Glen sýnir okkur að við erum með ekkert almennilegt bakup. Ekkert.

  Miðjumanni: Spurs, City, Arsenal og Chelsea eru öll með talsvert betri miðju en við.

  Sóknarsinnaður maður með mörk í sér: Við erum með tvo skorara. Thats it. Gerrard er of aftarlega. Fyrir utan þá erum við með einn leikmann sem hefur skorað 5 mörk eða fleiri í EPL yfir heilt tímabil. Það er Moses, náði því eitt tímabil með Wigan.

  Við keyptum Aspas sem við spilum út úr stöðu.

  Við keyptum Alberto. Hann er að gera flotta hluti….. með U21 liðinu og í lokuðum æfingarleikjum.

  Við keyptum Moses. En spilum ekki með kanntmanni. Prufum hann í tíunni!

  Við keyptum markmann. Okkar bestu kaup.

  Við keyptum fjórtán miðverði og breytum kerfinu til að koma þeim öllum inn. Prufuðum meira að segja einn leik með 5 inná í einu leik.

  Þetta kemur kannski svolítið út eins og rant. Er ekki meint þannig. En eins og ég sagði í einhverjum skrifum mínum hér um daginn, það er ekki allt jákvætt í kringum Liverpool í dag, þó það sé vissulega heilmargt. Þetta er kannski samantekt á því neikvæða – ég verð kannski já maður aftur eftir sigur gegn Fulham um næstu helgi. Stay tuned!

 5. Árangurinn í fyrstu 10 er framar vonum. Ég vona samt að Rodgers nái inn góðum miðjumanni, sem eru að toppa núna, í janúarglugganum.

  Einhver klók kaup svipuð og Coutinho, nema hvað að sá leikmaður verður að vera meiri Schweinsteiger, Yaya týpa. Miðjumaður sem getur gert meira en bara varist eða bara sótt. Gerrard er þannig maður en hann er því miður kominn yfir hæðina. Það vantar næsta Gerrard, hver sem það verður.

  Ég vonaði alltaf að Shelvey yrði sá maður sem myndi stíga upp en svo varð ekki. Ég sé hvorki Allen né Suso sem þann mann og Coutinho gegnir allt öðru hlutverki. Henderson gæti hinsvegar orðið sá maður, en hann á mikið eftir og óvíst hvort hann komist nálægt þeim standard sem Gerrard hefur sett. Mér finnst þetta aðal atriðið í næsta janúarglugga. Vörn og sókn er mjög vel mönnuð, takist þeim að halda sér heilum, sem virðist oft vera mjög erfitt, sérstaklega bakverðir.

  4-3-2-1 eða 4-3-3 finnst mér eina kerfið sem kemur til greina. Suarez er vanur að spila við hliðiná fremsta manni (AML) og ég sé ekki afhverju það ætti ekki að vera hægt áfram. Það vantar hinsvegar manninn hinum megin við Sturridge, Sterling og Ibe eru mjög efnilegir, en eiga nokkur ár í full potential. Þetta er næsta staða á eftir kraftmiklum miðjumanni sem ég vil sjá styrkta (AMR). Coutinho kæmi svo í holuna.

  Önnur pæling sem mig langar að velta upp hérna. Væri ekki hægt að spila Gerrard hægrameginn við Sturridge og færa Hendo á miðja miðjuna. Gerrard fengi minni varnarskyldu, og það vita allir hvað hann getur skapað. Hann er með gott auga fyrir spili og góðar sendingar og skot. Hann gæti aftur linkað við framherjann einsog hann gerði hjá Benitez. Henderson gæti svo gert það sem hann gerir best, að hlaupa, vinna bolta og koma honum á næstu menn fram á við.

 6. Taflan á þessum tímapunkti lítur betur út en ég bjóst við fyrir tímabilið, svo mikið er víst.

  Ég hef alveg trú á 3-5-2/3-4-1-2 með Johnson og Enrique inni á móti öllum liðum í deildinni nema kannski 3-4 með bestu miðjurnar. Arsenal var klárlega eitt af þeim. Er alls enginn sérstakur Enrique aðdáandi, en margir stuðningsmenn eru að vanmeta hann. Það er vart til sá leikmaður í EPL sem hann getur ekki bæði hlaupið uppi og kjötað af boltanum. Sakho var ítrekað að hreinsa til eftir Cissokho í Arse leiknum. Enrique á ennfremur stórgóð overlaps og endalínuhlaup og skilar boltanum margoft frábærlega inn í teiginn. Hann býr til helling af færum og eykur breiddina í sóknarleiknum til mikilla muna.

  Við eigum líka marga 4-2-3-1 möguleika. Ég treysti BR til að vega þetta og meta. SAS þarf ekki að vera upphaf og endir alls og þótt Sakho hafi verið dýr, á ekki að vera neins konar skylda að tefla fram þremur miðvörðum. Sakho er samt svakalegur og líklega efni í frábæran miðvörð út áratuginn hið minnsta. Þá leikmenn sem við höfum mestmegnis verið að spila úr stöðu (Aspas, Alberto o.s.frV) vil ég ekki dæma að svo stöddu. Sem leiðir mig að næsta punkti…

  Best væri ef við gætum „drepið“ nokkra komandi leiki í fyrri hálfleik, eða fyrir svona 60. mín, til að geta séð hvað býr í m.a. Allen. Annars þurfum við að gera eitthvað róttækt í miðjumálunum í janúar, þá helst að kaupa alvöru miðjumann – jafnvel menn – beint í byrjunarliðið og engar refjar. Ástandið er ekki eins og best verður á kosið þegar maður er farinn að sakna Downing!

  Til að enda ofarlega í EPL þarf umfram allt stöðugleika. Tvö stig per leik ættu alltaf að duga (nema að deildin verði ójafnari en nokkru sinni fyrr) til að ná topp 4, en fram að áramótum eru margir erfiðir útileikir í vændum. Það þarf „bara“ að halda haus í þeim og vinna sem flesta skyldusigra á milli.

  Hér er samanburður á PPG (stig per leik) trendlínum almanaksáranna 2012 og 2013:

  2013 gögnin enda fyrr í haust, eða eftir sigurinn á ManUre (halelúja!). Athyglisvert er að línurnar skarast hvergi. Til að undirbyggja punktinn frekar hefur liðið náð í 53 stig í fyrstu 28 deildarleikjum þessa árs (með markatöluna 57:27), en náði einungis 46 stigum allt árið 2012. Framreiknað eru þetta 71.9 stig í 38 leikjum. Það eru aukinheldur NÍU deildarleikir eftir fram að áramótum, þar á meðal gegn Fulham, Hull, Norwich og Cardiff.

  Fróðlegur puntur að lokum. Til að enda með sama stigafjölda og í vor þyrftu Manchester United að fá 2.57 stig per leik það sem eftir lifir tímabils meðan Liverpool þyrftu 1.46 per leik til að jafna fyrri árangur. Það þarf ansi mikið að ganga á til að þetta LFC lið geri ekki mun betur en það!

  Með þessu halla ég höfði að kvöldi ágæts afmælisdags og vona að ég hafi ekki gert neinar augljósar villur í gagnaöflun eða útreikningum. YNWA!

 7. Þetta er flott byrjun, einu stigi betra en ég spáði fyrir mót, fengum 2 stigum meira gegn Villa og Man U en ég reiknaði með sigri gegn S’ton.

  Í næstu tíu leikjum væri flott að fá 19 stig, þá reikna ég með sigrum gegn Fulham (h), Hull (ú), Norwich (h), West Ham (h), Cardiff (h) og Hull (h); jafntefli gegn Everton (ú); tap gegn Spurs (ú), City (ú) og Chelsea (ú).

  Ef það gengur eftir erum við enn á góðu run-rate með að ná 70+ stigum og blanda okkur í CL baráttuna. Til að ná 4. sætinu síðustu fimm árin hafa lið þurft að ná 73, 69, 68, 70, og 72 stigum (avg 70.4).

 8. Hann var lélegur gegn Newcastle og Arsenal einnig. Stöðugleika takk.

  Sunderland átti þetta að vera.

  áramót 2012/12.

  Þó að áramótin 2012 / 2012 hafi verið rosaleg þá átti við um 2012/13, þið náið þessu 😉

 9. Að mínu mati er ekki hægt að réttlæta 3-5-2 kerfið nema að þú sért með algjöra heimsklassa bakverði (Alba, Marcelo, Lahm, Alves). Aukamaðurinn í vörninni finnst mér ekki skila neinu varnarlega. Það er mun erfiðara að halda skipulagi á vörninni. Það verður samt að taka það fram að hún var ekki í öfundsverðu hlutverki gegn Arsenal þar sem Gerrard og Lucas voru skildir eftir í flórnum, trekk í rekk.

  Ég vona að Rodgers skipti núna aftur yfir í 4-2-3-1 og fórni Suarez á annan hvort kantinn. Samt sem áður eru 20 stig eftir 10 leiki framar vonum, en eftir á að hyggja er ég samt ósáttur við að þau skuli ekki vera fleiri.

 10. Á meðan miðjan okkar er ekki að skila meiru en þetta skil ég bara ekki að menn séu að úthúða þessu 3-5-2 kerfi.

  Gerrard er kominn á eldri árin, Lucas er búinn að vera upp og niður og satt að segja mikið niður þetta tímabilið en það er kannski útaf því að við erum með 3 miðverði á vellinum og því þarf hann að sækja meira! Hans hlutverk finnst mér vera mikilvægara þegar það eru 2 miðverðir og hann að sópa.

  Sóknin er fín og ekkert út á hana að setja, eigum meiraðsegja Coutinho inni.

  Bakverðirnir eru vandræðastaða og satt best að segja væri ég til í nýja bakverði báðum megin, Glen er alltof mikill meiðslaseggur, Cissocko finnst mér bara hræðilegur leikmaður og býð ég spánverjann okkar hjartanlega velkominn þegar hann kemur aftur en hann er samt ekki nógu góður.

  En bottom lineið hjá mér er að ég yrði sáttur með að spila með 3 miðverði á móti meira en helmingi liðanna í deildinni, en á heimavelli á móti “smærri” liðum vill ég sjá 4-2-3-1 kerfi þar sem við keyrum yfir liðin.

 11. Þetta kerfi sem Rodgers er að fara að spila mun ekki virka nema við fáum alvöru bakverði og heimsklassa miðjumann.

  Eitt stærsta vandamálið hjá Liverpool í dag er Steven Gerrard. Það hefur enginn þjálfari haft púng í að henda honum á bekkinn í deildarleikjum. Ég einfaldlega man ekki eftir því að hann hafi byrjað á bekknum í deildarleik, heill heilsu.
  Einfaldlega kominn tími á að hann fái smá hvíld. Allir leikmenn þurfa á þessu að halda. Höfum séð Lampard, Terry, Rooney og fleiri menn kippta út úr sínum liðum. Finnst Gerrard engin undantekning þar á.

 12. Góður jarðbundinn pistil og fínar umræður.

  Ég hef nú ekki verið helsti aðdáandi Rodgers, þótt hann meðal knattspyrnustjóri, en eitt má hann eiga. Hann spilar á bestu 11 leikmönnunum í hvert skipti og spilar leikkerfi í samræmi við það. Í raun er erfitt að sjá hver ætti skilið sæti í liðinu f.u. þá 11 sem hafa byrjað síðustu leiki.

  Kaupin í sumar voru þegar allt kemur til alls skrítin. Bestu bitarnir voru leikmenn sem ekki var þörf fyrir í liðinu. Mignolet er góður en það er Reina líka. Það sýnir frammistaða hans í ítölsku deildinni. Okkur vantaði einhvern fyrir Carragher og fengum Toure en þurftum alls ekki Sakho. Hann var hins vegar á lausu og stokkið var á hann þótt hann væri fáránlega dýr. Erfitt að gagnrýna það en eina leiðin til að spila þessum leikmönnum er að spila 3-5-2 kerfið.

  Ég er ekki óánægður með kerfið. Tel það skipta litlu og útilokað að breyta því án þess að setja einhvern af 11 bestu leikmönnunum á bekkinn. Og þar liggur hundurinn grafinn. Breiddin er lítil. Í raun enginn sem getur komið inn á og breytt leikjum. Kannski leikmenn sem veikja liðið ekki um of en við megum ekki við miklum vandræðum.

  Ég held að það sé samt engin ástæða önnur en að vera bjartsýnn. Arsenal leikurinn skiptir engu. Þeir on við off. Það eru næstu 5 leikir sem skipta öllu. Frekar létt program f.u. Everton leikinn, og nánast allt í Liverpool. Prófið er núna ekki í leikjunum sem koma þar á eftir. Það eru leikir sem geta endað hvernig sem er. En á meðan maður hefur á tilfinningunni að við getum unnið öll lið á góðum degi er ég vongóður.

  Það er góð tilfinning að hlakka til hvers leiks með Liverpool.

  Áfram Liverpool!

 13. Upphaf þessa tímabils er spegilmynd hins síðasta. Sloppí spil og tilviljanakennd uppskipun en furðugóður árangur. Upphaflega planið skilaði litlu sem engu – en ég er viss um að með annan markmann og beittari sókn hefði staðan verið gerólík í fyrra.

  Nú er bara að vona að okkur takist að sameina þetta tvennt – framúrskarndi spil, boltaeign, þolinmæði, þrýstingur og þrenging og svo fantagóður árangur. Ástæðulaust annað en að ætla að það gangi.

  Svo þarf smá hjartatransplant á þessum óttaslegnum miðjumönnum okkar. Ég vil sjá alvöru götts í Henderson og Allen – ekki þessa skelfingu alltaf hreint.

  Þá verður framtíðin björt.

 14. Fyrstu tíu leikir tímabilsins eiga klárlega að gefa vísbendingu um framhaldið.

  Stundum er fótboltastatistík handvalin til að láta ástandið líta verr/betur út en raunin er. Til dæmis er stundum talað um að lið hafi aðeins tapað einum leik af síðustu nítján. Talan nítján er greinilega valin af því að liðið tapaði leiknum á undan. Svona villandi framsetning er ekki til eftirbreytni.

  Þess vegna er ég hjartanlega sammála Babu um að núna, þegar Liverpool tapaði síðasta leik og er þannig ekki á neinni siglingu, þegar fjórðungur mótsins (eins nálægt því og við komumst) er búinn, er lag að skoða frammistöðuna. Byrjum á byrjun mótsins (eðlilegur tímapunktur) og endum á síðasta leik (annar eðlilegur tímapunktur).

  Við erum því ekkert að teygja okkur í bjartsýninni þegar við setjum upp tvö eðlileg reikningsdæmi sem byggjast á þessum tíu leikjum:

  Liverpool hefur unnið sér inn 20 stig í 10 leikjum. Ef sama hlutfall heldur áfram fram á vorið endar liðið með 76 stig. Það hefði dugað í 3. sæti 2010, 2. sæti 2011, 3. sæti 2012 og 3. sæti 2013. Jákvætt? Já.

  Liverpool hefur bætt sig um 25% í stigasöfnun miðað við leiki við sömu lið í fyrra. Ef það mynstur heldur áfram endar liðið með 25% fleiri stig en 61 sem það fékk í vor. Það eru 76 stig (reyndar 76,25 stig) sem, einmitt, ætti að fleyta mönnum í 3. sætið eða svo í vor.

  Sú staðreynd að svarið við báðum reikningsdæmunum er það sama bendir til þess að, miðað við síðasta vetur, hefur leikjaprógrammið hingað til verið frekar venjulegt: ekkert sérstaklega erfitt og ekkert sérstaklega auðvelt heldur.

  Auðvitað má hafa sífelldar áhyggjur af því að fáir skori mörkin eða að vörnin sé ósannfærandi en ef við horfum blákalt á tölurnar er ekkert því til fyrirstöðu að vonast eftir 3. sætinu í vor. Og það væri FRÁBÆRT!

 15. Ég setti aldrei inn spánna mína, en er búinn að halda henni uppi á Excel. Held ég setji hana bara hérna inn líka, til að vera með.

  Fixture 2012-13 Predicted 2013-14 Difference
  Liverpool Stoke City 1 3 3 0
  Aston Villa Liverpool 3 3 3 0
  Liverpool Man Utd 0 0 3 3
  Swansea Liverpool 1 1 1 0
  Liverpool Southampton 3 3 0 -3
  Sunderland Liverpool 1 3 3 0

  (QPR) Liverpool Crystal Palace 3 3 3 0
  Newcastle Liverpool 3 3 1 -2
  Liverpool West Brom 0 1 3 2
  Arsenal Liverpool 1 1 0 -1
  Liverpool Fulham 3 3
  Everton Liverpool 1 1
  (Wigan) Hull City Liverpool 3 3
  Liverpool Norwich 3 3
  Liverpool West Ham 1 3
  Tottenham Liverpool 0 0
  (Reading) Liverpool Cardiff 3 3
  Man City Liverpool 1 1
  Chelsea Liverpool 1 0
  (Wigan) Liverpool Hull City 3 3
  Stoke City Liverpool 0 1
  Liverpool Aston Villa 0 3
  Liverpool Everton 1 3
  West Brom Liverpool 0 3
  Liverpool Arsenal 0 1
  Fulham Liverpool 3 3
  Liverpool Swansea 3 1
  Southampton Liverpool 0 1
  Liverpool Sunderland 3 3
  Man Utd Liverpool 0 0
  (Reading) Cardiff Liverpool 1 3
  Liverpool Tottenham 3 1
  West Ham Liverpool 3 3
  Liverpool Man City 1 1
  Norwich Liverpool 3 3
  Liverpool Chelsea 1 1
  (QPR) Crystal Palace Liverpool 3 3
  Liverpool Newcastle 1 3
  Total: 32 38 20 -1

 16. Já sæll, þetta var ekki fallegt.
  Tótalið er líka eitthvað bilað, það ætti að vera: 61 / 78 / 20 / -1

 17. Að fá 2 stig úr leik er vel þekktur mælikvarði á góða frammistöðu…höldum því áfram sem viðmiði og það er aldrei að vita hvar við lendum í topp 4!

 18. Roslaega eru menn geðklofa hérna inni!

  Einn tapleikur, by the way á útivelli á móti heitasta liði deildarinnar þar sem árangurinn er 1 sigur í síðustu 10 leikjum, þá eru menn að komnir aftur í þá umræðu hvort liðið sé á réttri leið. Kræst! Sigasöfnun okkar so far, svarar spurningu ykkar. Punktur.

  FACT: Við munum halda áfram að tapa eða gera jafntefli á útivelli á móti liðum sem eru í eru í efri hluta deildarinnar. Öll hin toppliðin munu auðvitað lenda í því nákvæmlega sama á erfiðum útivöllum.

  FACT: Lykill okkar að árangri er að klára heimaleikina okkar og það höfum við svo sannarlega verið að gera, fyrir utan slys á móti spútnikliði Southampton. Einnig er mikilvægt að halda töpum á móti liðum fyrir neðan miðja deild í lágmarki á útivelli. Það hefur okkur tekist mjög vel. Eru kannski allir búnir að gleyma því, að þrátt fyrir hörmulega frammistöðu (að mati margra mati hérna inni, ekki undirritaðs) á móti Newcastle á útivell, þá náðum við þar einu stigi. Hvernig gekk aftur Chelsea þar um síðustu helgi?

  Ekki gleyma því heldur að við vorum frekar óheppnir á móti Arsenal. Fram að seinna markinu vorum við svo sannarlega inni í leiknum. Persónulega fannst mér sá leikur alls ekki jafn slæmur og margir hér vilja meina. Sá leikur hefði hæglega getað farið öðruvísi hefðum við haft smá heppni með okkur og dómarinn ekki gert ótrúleg mistök.

  Er hins vegar sammála því að við þurfum að hvíla Gerrard meira og versla hraðan og öflugan miðjumann. Því verður reddað í janúar.

 19. Roslaega eru menn geðklofa hérna inni!

  Afsakið en var þessi umræða ekki bara á mjög fínum nótum þar til þú ferð með hana á þetta plan?

 20. Afsakaðu Babú, en við erum allir ákaflega “skitsó” þegar kemur að okkar ágætu liði. En ef þú telur að ég hafi í alvörunn fært umræðuna á lægra plan með þessu orðfari mínu þá biðst ég ykkur KOP-snillingana að sjálfsögðu afsökunar 🙂

 21. Smá pæling, svona bara að því að það er ekki mánudagur lengur. Ef við erum að meta stöðuna í dag, ekki litað af Arsenal leiknum, heldur stöðuna heilt yfir. Þá er kannski við hæfi að horfa til baka, mikið vatn hefur runnið til sjávar s.l. 18 mánuði og hefur hópurinn tekið miklum breytingum. Hann er talsvert sterkari en fyrir 18-24 mánuðum síðan, er það vegna þess að leikmenn sem Brendan fékk í arf eru betri fótboltamenn í dag en fyrir 18 mánuðum síðan eða höfum við verið svona öflugir og klókir á leikmannamarkaðnum ?

  Menn gefa mínum skrifum eflaust lítinn gaum en skrif mín hafa verið talsvert lituð af minni skoðun á Brendan Rodgers. Ég er mjög ánægðir með hans störf,svona heilt yfir. Það er heilmikið í hann spunnið og ég sé hann eiga virkilega bjarta framtíð í þessari skemmtilegustu íþrótt í heimi. En hann er auðvitað ekki undanskilinn uppbyggilegri gagnrýni, frekar en aðrir.

  Eins og ég var spenntur fyrir “kaupunum sem aldrei urðu” í sumar. Þá sérstaklega Costa, Willian & Mkhytarian. Þetta eru, sérstaklega þó þeir feitletruðu, leikmenn sem hefðu líklega orðið burðarstólpar í okkar liði um ókominn ár. Hefðu er auðvitað lykilorð þarna. Skoðum þessa þrjá glugga sem við höfum farið í gegnum síðan við síðustu stjóraskipti – bara þá leikmenn sem hafa komið inn um dyrnar, sumir jafnvel farnir aftur:

  Sumarið 2012:

  Fabio Borini: Skoraði að mig minnir eitt EPL mark hjá Liverpool (var óheppinn með meiðsli, en hann sló nú ekki beint í gegn samt áður en hann fótbrotnaði). Er nú á láni hjá Sunderland þar sem hann hefur verið varamaður hingað til. Spurning hvort glæsimark hans gegn Newcastle breyti því eitthvað. Tel Borini ekki eiga framtíð hjá LFC. Hann er vissulega bara 22 ára. En Sturridge er nýorðinn 24 ára. Það er ekki nema 1,5 ár á milli þeirra í aldri, en ljósár í spilamennsku.

  Joe Allen: Hann hefur ekki byrjað leik í EPL síðan um mitt síðasta tímabil, eða svo. Hefur í raun engu skilað til liðsins, hingað til. Tel að hann eigi framtíð hjá LFC. Heillaði mig mikið hjá Swansea og fyrst eftir kaupin, átti svo erfitt uppdráttar.

  Assaidi: Er nú á láni hjá Stoke, fær lítið að spila nema í deildarbikarnum. Á ekki framtíð hjá LFC, þarf ekkert að rökstyðja það neitt nánar.

  Sahin: Er að gera flotta hluti …. í Þýskalandi.

  Yesil: Efnilegur, lenti í erfiðum meiðslum. Er að koma til baka. Einn fyrir framtíðina. En ef við skoðum hlutfallið, [efnilegir leikmenn sem hafa komið til Liverpool vs þá sem hafa meikað það]. Þá er það ekki honum í hag. Tíminn leiðir það í ljós.

  Einkunn: 0/10. Engin byrjunarliðsmaður. Þrír af fimm ekki hjá klúbbnum lengur. Hinir tveir eru ekki að spila, annar gerir það kannski aldrei, skiptar skoðanir með hinn.

  Janúar 2013:

  Daniel Sturridge & Coutinho. Samtals á s.a. 20mp. Færu í dag eflaust ekki undir 70-80 mp, samanlagt m.v. það verð sem gengur og gerist. Frábær kaup og frábærir leikmenn. Sýnir að þarf ekki alltaf að eyða böns af monní til að fá gæði.

  Einkunn: 10/10.

  Sumarið 2013:

  Luis Alberto: Skrítin kaup. Fær ekkert að spila þrátt fyrir að okkur vantaði “tíu” lengi vel. Kannt- og lánsmaðurinn Moses fékk stöðuna frekar. Fengið mínútur hér og þar. “En hann er ungur og fyrir framtíðina”. Hann er 21 árs, eins og Coutinho. Sterling hefur spilað mikið mun meira en hann, verandi 18 ára.

  Aspas: Flottur á undirbúningstímabilinu. Spilað út úr stöðu í nánast öllum leikjum nema gegn Stoke. Honum ekki gerður neinn greiði með því … en samt. Spilamennskan var virkilega slök. Virkilega. Tel hann ekki eiga framtíð hjá LFC. Bæði vegna þeirra sem eru að berjast um stöðu við hann. Og ég held að hann sé týpa sem vill spila, umfram allt.

  Mignolet: Frábær kaup, so far. Markmenn verða alltaf dæmdir af stöðugleika. Ekki eftir frammistöðu í einum leik eða á einu seasoni. Tíminn mun leiða það í ljós en hann lofar virkilega góðu. Upgrade.

  Touré: Frábær kaup.

  Cissokho: Ég veit það ekki. Ég ætla ekki að dæma hann eftir 2-3 leiki. En hann byrjar allavega ekki vel. Fall er fararheill, ekki satt ? Þetta er þó lánsdíll, sjáum hvað setur í vor.

  Sakho: Ég veit ekki alveg með Sakho. Kannski af því að ég er alltaf að rugla honum, Touré og Cissokho saman á velli. Hann lofar góðu, hefur átt misjafna leiki hingað til. Gæti orðið frábær.

  illori: Ég skyldi ekki alveg þessi kaup. Við þá þegar með nóg af miðvörðum Hann er tvítugur. Kostaði frekar mikið m.v. reynslu. Tíminn mun leiða það í ljós.

  Moses: Skal dæma hann þegar við förum aftur í 4-3-2-1. Hann hefur lítið spilað í “sinni stöðu”.

  Einkunn: Við keyptum sex leikmenn, þrír af þeim myndu flokkast sem byrjunarliðsmenn eins og staðan er í dag. Mignolet, Sakho & Touré. Við fengum tvo að láni sem ég myndi segja að væru ekki byrjunarliðsmenn ef að allir eru heilir. Þessi gluggi er ákveðin vonbrigði, en kannski í takt við það sem gengur og gerist. Er ekki talað um að helmingur leikmannakaupa gangi upp, svona sirka. Nema þegar Roy Hodgson á í hlut auðvitað.

  Myndi skella fimmu á hann, 5/10. Tveir af þessum þremur eru ekki að styrkja liðið okkar mikið frá því í fyrra ( [Carra & Agger] vs [Sakho & Toure] ). En þeir voru auðvitað keyptir vegna þess að Carra var að hætta. Mignolet hefur bjargað fleiri stigum fyrir Liverpool í sínu fyrstu 10 leikjum en Reina gerði allt síðasta tímabil, ef ekki meira.

  Niðurstaða

  Þetta eru þá þrír gluggar. Meðaleinkunn 5/10. Betur má ef duga skal. Ef við ætlum að blanda okkur af alvöru í einhverja titilbaráttu þá þurfum við að kaupa gæði og auka breiddina á þann mátann. Hætta að kaupa “lala” leikmenn uppá breiddina að gera og kaupa byrjunarliðsmenn sem auka breiddina á bekknum með því að ýta núverandi byrjunarliðsmönnum á tréverkið.

  Hvað er þá málið, afhverju gera þeir það ekki bara ?!?!????!!

  Það er bara aaaaaskoti erfitt, sérstaklega með enga gulrót eins og evrópukeppni eða launatjékka sem er stærri en aðrir bjóða. Við þurfum að fá annan góðan leikmannaglugga nú í janúar. Ef hann verður slakur þá eru þeir orðnir 3/4 sem fá falleinkunn (hjá mér), sem er áhyggjuefni.

  Við þurfum samt sem áður ekki að örvænta. Við erum með amk 3-4 leikmenn sem myndu ganga inn í flest lið í deildinni, og standast allan samanburð við helstu keppinauta okkar. Coutinho, Suarez & Sturridge…. og jafnvel Glen Johnson. Maður áttar sig ekki á því maður hefur fyrr en hann er ekki með.

  Við erum vel settir hvað varðar markmannsstöðina & miðverði. Það sem okkur vantar, og það sárlega, eru meiri gæði á miðjuna og á kanntana.

  Við erum á eftir keppinautum okkar, en ekkert alltof langt á eftir samt sem áður. Ég myndi segja að við værum tveimur gæðaleikmönnum frá því að geta gert kröfu um amk fjórða sætið (kröfu, ekki eiga séns), að því gefnu að við missum engan. Ekki vinnuhesta eða backup leikmönnum, heldur gæðaleikmönnum. Við þurfum að fá klassa miðjumann inn, við þurfum að fá Allen til að spila eins og “hinn velski Xavi” (Deja vu! Ég fæ enn martraðir um hinn nýja Zidane, Bruno Cheyrou) og við þurfum að fá mann á kanntinn / í tíuna sem er að skila 10 mörkum+ á tímabili (eftir því hvar hann ætlar sér að spila Coutinho).

  Gallinn er bara sá að það er auðvelt að vera sófakartafla heima og segja að “liðið vanti bara 2-3 gæðaleikmenn” og “kaupið gæði ekki magn!!!” heldur en að þurfa að finna og ganga frá kaupunum á slíkum leikmönnum, og vinna eftir budgeti um leið. Þeir meika það jú ekki allir, spyrjið bara Torres, þeir þurfa bæði að passa inn í liðið, menninguna o.s.frv. Einhvertímann hefði ég líka sagt að þeir þyrftu að hafa kollinn í lagi, en eftir að hafa séð Suarez og Costa inná vellinum síðustu mánuði þá stroka ég þá “kríteríu” út.

 22. Mætti líka skella Gerrard í sweeperinn. Taka the German á þetta bara, Lothar Mattheus style.

 23. Ég hef á tilfinningunni að næstu 5 leikir séu svona leikir, þar sem það lið sem skorar fleiri mörk, vinni leikina.

  Homer

 24. Sturridge og coutinho faeru aldrei a 70-80 mills, hef meyri tru a coutinho, tratt fyrir ad sturridge hafi skorad nokkur mork ta er hann storlega ofmetinn og ta eingongu af teim sem halda med pool, egfullyrdi ad ekkert af storu evropulidunum er med hann a shortlist. Mer og fleirum finnst hann reyndar vera med “attitude proplem”, jafnvel meyra en hinn frabaeri suarez, tegar hann skorar hagar hann ser alltaf einsog tad hafi aldrei verid skorad mark adur i fotboltaleik, svo virdist hann alltaf vera i fylu jafnvel to ad vel gangi. Eg vill sja meira af coutinho adur en eg skrifa pistil um hann, atti gott halft season a sidustu leiktid fra tvi ad hann kom, ekkert gert fyrstu 10 leikina enda buinn ad vera slatta meiddur. 70 mills, 35 a haus, eg fullyrdi ad ekkert lid borgar tann penning fyrir ta.

 25. 35 a haus, eg fullyrdi ad ekkert lid borgar tann penning fyrir ta.

  Hvað fór Bale aftur á ? Og hve mörg góð tímabil var hann með á ferilskránni ?

  egfullyrdi ad ekkert af storu evropulidunum er med hann a shortlist.

  Ég fullyrði líka að þetta er ekki football manager.

  En allt í góðu, þá erum við bara ósammála. Ekkert að því.

 26. Eytor gudj,,,eg held ad allir, ta mei a eg allir, segja ad peningurinn fyrir bale se rugl. Eg veit alveg ad tid koparar elskid sturridge, megid lika alveg gera tad og halda ad hann gangi inn i hvada lid sem er. En mundi oliver giroud fara ta lika a 35 mills??? Hann er kominn med 8 mork a tessu seasoni og 5 stodsendingar, held ad koparar seu ekki a tvi ad giroud mundi fara a 35 mills. Oll lid eru med “shortlist” af leikmonnu sem tau hafa ahuga a, sama hvort ter finnist tad football managerlegt eda ekki, en svona fyrir tig, ta hef eg ekki spilad tann leik arum saman. P.S. ekki taka tessu personulega, tetta er bara mitt alit( veit reyndar um marga sem eru sammala mer) sem fotboltaahugamanns. P.P.S. eg er anaegdur med ad hafa fundid BESTU islensku fotboltasiduna, og spurning hvort siduhaldarar taki ad ser fotboltasidu um allan fotbolta, ekki bara malefni liverpool, med leikskyrslum og pistlum.

 27. Súarez mun sennilega missa af Fulham leiknum. Einhver bull Fifa regla sem segir ad meira en fimm dagar verda ad lída à milli leikja med fèlagslidi og landslidi.

 28. En er hann ekki leikmaður Liverpool og þeir eru að borga honum laun
  eg hélt að liðin sem leikmenn spila fyrir gangi fyrir ??

 29. Við erum að stand okkur helvitis vel miðað við fyrra og hvernig staðan var. Enn ég tel við áttum gera miklu betur i sumar gluganum eins og Eyþór tók saman þá hefur Liverpool verið upp og niður.
  Ég átti ekki orð þegar FSG seldu Jojo og Downing og fengu enga i staðinn til að bæta upp breiddinni i miðjunni nema unglinginn Alberto og einhverjir plástrar á láni eins og Moses og Ally. Ég fannst nú Jojo ekki spés ennþá enn Downing sakna ég i dag því hann væri frábær prufa sem wingback eða jafnvel i holuna meðan Glen og brassinn hafa verð meiddir.
  Þurfum að styrkja okkur i janúar.

 30. Ég er ánægður með stigafjöldan og spilið líka, finnst nokkuð gaman að horfa á leiki með Liverpool. Það var ekki alltaf þannig. Sammála samantekt Eyþórs á leikmannagluggum, þar hef ég verið ósáttur. Nema hvað ég er mjög sáttur með að Liverpool tókst að halda Suarez. Það var fyrir mér eins og um árið þegar Gerrard var að spá í að fara, mikilvægustu “kaupin”. Að halda bestu leikmönnunum er nauðsinlegt.

  Svo er ég sammála Bergi Thor varðandi Sturridge, hann hefur staðið sig mjög vel en ég var eimmit að segja við vin minn um daginn að það mundu ábyggilega ekki margir Arsenal menn vilja skipta á Giroud og Sturridge. Hann á að mínu viti langt með að vera orðinn einhver súperstjarna utan Englands. Hype-ið er alltaf svo mikið í kringum landsliðsmennina.

  Coutinho lítur mjög vel út, en á eftir að sýna stöðuleika, sem ég er fullviss hann mun gera, en ef mið er tekið af spilamennsku hans á þessu tímabili þá er lið ekki að fara að bjóða 35millz.

 31. Sammála þessu, að vera kominn í wingbackkerfi hefði verið fullkomið fyrir Downing. Ótrúleg tímaskekkja að selja hann. Annars trúi ég ekki að þetta kerfi sem hefur verið í notkun sé hugsað til langs tíma. Þetta kerfi gerir ráð fyrir 3 góðum leikmönnum og aðrir eru á hlaupum. Líst ekkert á þetta, manni grunar að hvorki Suarez né Sturridge séu að sætta sig við að fara á kantinn og ólíkt stærstu leikmannahópunum sem smella stjörnum á bekkinn þá reynum við að aðlaga liðinu að stjörnunum. En maður kvartar samt ekkert meðan að liðinu gengur vel.

 32. Mer og fleirum finnst hann reyndar vera med „attitude proplem“, jafnvel meyra en hinn frabaeri suarez, tegar hann skorar hagar hann ser alltaf einsog tad hafi aldrei verid skorad mark adur i fotboltaleik, svo virdist hann alltaf vera i fylu jafnvel to ad vel gangi.

  Henchoz leit líka alltaf út fyrir að vera drepast úr þreytu eftir 5 mínutur en hann var frábær varnarmaður á sínum tíma. Sturridge er bara með sjálfstraustið í lagi og að mínu mati virðist hann bara frekar glaður á vellinum þegar hann skorar og dansar dansin sinn.

 33. Sem er reyndar jafn þreytt fagn og ömurlega fagnið hja robbie keane…en meðan gaurinn skorar ma hann gera hvað sem er fyrir mer.

 34. Ef ykkur finnst Sturridge vera fýldur þegar hann skorar hvað er þá hægt að segja um Gerrard. Hann hefur bara sleppt því að fagna þessum mörkum sem hann hefur sett af punktinum og ekki skipt svip heldur. Maður hefði haldið að kapteinninn sjálfur myndi nú allavaga fagna sínu 100 marki í deildinni.

 35. Já þetta er rétt við ættum að losa okkur við sóknarmanninn sem fagnar ekki alveg eins og maður hefði viljað, rétt eins og þegar “við” losnuðum við stjórann sem fagnaði aldrei mörkum, vá hvað það fór vel.

  Það er mjög fínt að ganga að því sem nokkuð vísu að það ert þú sem þarft að skoða þinn gang (ekki Sturridge) þegar það hvernig hann fagnar (ítrekað) mörkum fer í taugarnar á þér. Á móti er mjög jákvætt ef grafa þarf svona djúpt til að finna eitthvað til að tuða yfir.

  Cheerios-ly !

 36. Það væri fínt ef að Liverpool myndi nú taka sér Arsenal til fyrimyndar.
  Þeir sýna ótrúlegustu mönnum tryggð eins og t.d Ramsey, Gibbs og
  Szczesny. Mörg önnur félög væru búin að selja þessa menn. Ramsey buin að vera mikið meiddur og Gibbs líka, Pólverjinn búin að vera mistækur undanfarin ár. Þessir menn eru núna byrjunarliðsmenn í þessu liði og eru að standa sig þrusu vel. Ég hefði vilja halda mönnum eins og Shelvey,Carrol og semi Downing 2 ungir sem eiga alveg helling inni og eiga eflaust eftir að verða miklu betri með tímanum (nema kannski Downing). Að lána Shelvey hefði verið sterkur leikur og að hafa Carrol á bekknum og til þess að leysa sturridge af. Er samt kannski of dýr sub en það er skárra en að tapa C.a 3 milljörðum. Og eitt að lokum ef að Liverpool selur ekki sína bestu menn eins og þeir hafa gefið til kynna þá er framtíðin björt á Anfield, bæta við einu miðjumanni og kanntara þá er meistaradeildarsætið tryggt!

 37. Babu: ef tu lest pistilinn minn aftur serdu ad eg er ekkert ad setja uta fagnid hans eda ad hvetja til tess ad hann verdi seldur, tu serd ta einnig ad eg skrifa ekki stafkrok um ad sturridge fari i taugarnar a mer. Pistlarnir 2 snuast um sturridge og tad ad hann se ofmetinn. Eg vill meina ad sturridge se fljotur i fylupokann ef tad gengur ekki nogu vel hja lidinu og ad hann turfi meiri leikgledi, framherjar geta alveg spilad vel to ad teir skori ekki i hverjum leik. Svo er tad ekki tud ad segja mina skodun to ad tu sert ekki sammala minni skodun. P.S. eg held ekki med liverpool

Arsenal 2 Liverpool 0

Opin umræða: Suarez og Meistaradeildin