Opinn þráður – FSG á réttri leið?

Líklega er það ansi langsótt að bera saman árangur í Bandarískum hafnarbolta og árangur í ensku knattspyrnunni enda um gjörólíkar íþróttir að ræða. Engu að síður er spurning hvort maður eigi að lesa eitthvað í frábæran og í raun ótrúlegan árangur Red Sox á þessu ári? Það eru a.m.k. nokkrir hlutir sem þeir hafa gert þar sem hljóma kunnuglega.

Tekið bara random af twitter:

Red Sox brought in a hungry coach, got rid of overpaid underperformers & had a team mentality to win the World Series. Sound familiar? #LFC

Red Sox náði á síðasta tímabili sínum versta árangri síðan 1965, voru neðstir í deildinni og komust ekki í úrslitakeppnina. Þeir ráku stjórann og skiptu út dýrum leikmönnum á háum launum sem ekki höfðu spilað í takti við kostnað og fengu í staðin fyrir þá aðra leikmenn sem annað hvort voru ungrir og hungraðir eða leikmenn sem höfðu einhverra hluta vegna lækkað í áliti. Gleymst eða fallið í ónáð hjá sínum liðum og voru því auðfáanlegir og höfðu eitthvað að sanna.

Hvort sem það virkar eða ekki þá hafa þeir klárlega gert marga hluti undanfarið hjá Liverpool sem hljóma kunnuglega m.v. þessa lýsingu. Stjórinn er ungur og mjög hungraður í að sanna sig, slæmur árangur var tæklaður með því að selja eða losa sig við dýra leikmenn sem voru ekki að standa undir verðmiðanum og í staðin fengið inn yngri og hungraðari leikmenn sem hafa eitthvað að sanna. Leikmannasölur og leikmannakaup sem hljómuðu kannski illa í fyrstu, bæði fyrir stuðningsmenn Red Sox sem og stuðningsmenn Liverpool.

Dæmi um þetta hjá Liverpool væru t.d. Carroll, Downing og Reina, leikmenn sem hafa farið (hægt að telja mun fleiri upp) á meðan menn eins og Toure, Sakho og Sturridge væru leikmenn sem myndu falla ákaflega vel inn í módel Red Sox væri það knattspyrnulið. Coutinho væri annað svona dæmi sem sprungið hefur út hjá Liverpool. FSG hefur í raun verið að losa sig við hálaunaða leikmenn sem litlu skila síðan þeir eignuðust félagið.

FSG átti sumargluggann 2011, hann var dýr og mjög lélegur. Ég gef þeim þó það að þeir hafa skoðað vel þau mistök sem voru gerð þá og losað sig við það sem var ekki að virka, bæði þá sem báru ábyrgð á þeim kaupum sem og leikmenn sem ekki hafa staðið sig. Eftir á að hyggja er ekki svo óeðlilegt að sú hreinsun hafi tekið allt að 2 ár í dýrustu tilvikunum sem sýnir hvað það er mikilvægt að vanda valið þegar kaupa á leikmenn fyrir þessar Andy Carroll upphæðir.

Það er ekki hægt að einfalda þetta svona mikið auðvitað kemur heilmargt annað til þegar við berum saman árangur Liverpool núna vs síðasta tímabil, en Liverpool er a.m.k. að byrja mikið betur á þessu tímabil. Liðið er í toppbaráttu og hefur spilað mjög vel ef árið er skoðað í heild. Mikið betur en liðið var að gera árið 2012.

Við erum ekkert að biðja um titilinn á þessu tímabili, ég veit ekki hversu mikið afrek þetta er hjá Red Sox í ár enda ekki með skilning á því hversu erfitt það er að fara frá versta árangri í tæpa fimm áratugi í það að vinna titilinn. Þetta er a.m.k. nánast vonlaust i enska boltanum. En það er kannski hægt að stökkva úr 7. sæti í það 4. á einu tímabili! Eins og er biðjum við ekki um meira.

FSG veit kannski eitthvað hvað þeir eru að gera?

19 Comments

 1. Under promise over deliver.

  Sumir vilja fá olíufursta til þess að kaupa allt og alla, það sé eina leiðin til þess að keppa í EPL. Það er ekki að fara gerast. Liverpool var til sölu í meira en eitt og hálft ár. Ef það væri olíufursti þarna úti sem vildi fara í real-life football manager þá hefði hann keypt félagið á síðustu 5 árum.

  Félag með bestu stuðningsmenn í heimi, en ekki árangur til að bakka það upp síðustu áratugina eða svo. Brandið er samt svo sannarlega til staðar.

  Við erum ekki með svona eigendur, og persónulega vil ég þá ekki heldur. Ég vil að klúbburinn sé rekinn “rétt” og að við vinnum þannig. Það eru kannski draumórar, ég veit það ekki. Tíminn mun leiða það í ljós.

  Þegar Liverpool var selt H&G og síðar FSG (þá NESV) þá voru ekki beint spennandi aðilar sem voru í viðræðum (já eða í blöðunum) um kaup á félaginu. Það voru þessir frá Dubai, korteri áður en þeir fóru nánast á hliðna (Abu Dhabi kom og reddaði málunum). Svo var þessi sem kallaði Rafa harðstjóra og var líka svona spenntur fyrir Roy Hodgson, ég lagði ekki á mig að muna nafnið á honum. Það var svo þessi Thaksin Shinawatra. Í alvöru talað.

  Það er nákvæmlega ekkert sem gefur til kynna að nýr eigandi myndi færa klúbbnum gæfu eins og hefur verið raunin hjá City og Chelsea. Það gæti alveg eins farið eins og hjá Blackburn. Farið að leika í kjúklingaauglýsingum eða fengið annan Hicks eða Gillett. Jafnvel báða. Hvað er annars að frétta af þessum æfingatækjum sem áttu að bæta núverandi leikmenn í stað þess að fá pening til að eyða ? Ég bíð spenntur.

  Vallarmálin:

  FSG hefur tekið sér tíma, en vallarmálin virðast vera að komast á hreint (loksins). Þetta veltur á örfáum húsum sem ekki vilja selja. Mun eflaust fara fyrir dómstóla en ætti ekki að taka langan tíma.

  Vissulega höfum við heyrt þetta allt saman áður, “Spade in the ground” og allt það. En miðað við þær upplýsingar sem klúbburinn hefur getið út, sem m.a sýnir tekjur per sæti, tekjur á leikdegi o.s.frv. þá virðist þetta vera besta lausnin, að stækka Anfield.

  Viðskiptamódelið:

  Rýnið í buisness hliðina á rekstri LFC. Skoðið framförina sem félagið hefur tekið síðan FSG tók við.

  1) Liverpool FC er eini klúbburinn í top 10 skv Deloitte Money League sem ekki er í Champions League…. þeir eru ekki einu sinni í evrópukeppni.

  2) Tekjur hafa aukist um 5mp á milli ára þrátt fyrir þennan slaka árangur innan vallar.

  3) Tekjur á leikdegi hafa aukist um 11% þrátt fyrir að ekkert “konkrít” hafi gerast í vallarmálunum.

  4) Auglýsingatekjur hafa aukist um ~ 3mp á milli ára. Þetta þrátt fyrir að LFC hafi endað í 8 sæti þegar það samdi við stóra aðila eins og Warrior Sports. Liverpool var t.a.m. með talsvert hærri commercial tekjur en bæði Chelsea & Arsenal. En langt á eftir þeim hvað varðar sjónvarpstekjur (CL) og matchday revenue.

  5) Launakostnaður og meðalaldur Liverpool fyrir þremur árum samanborið við hópinn í dag. Himinn og haf. Svart og hvítt. Of gamall, lítið potential, stöðnun, stripped vs mikið potential, ungur leikmannahópur, mun mun lægri laun og það sem skiptir talsverðu máli, skemmtilegri fóbolti.

  Leikmannahópurinn:

  Ef fólk sér ekki framför á leikmannahóp okkar frá því fyrir 3 árum og í dag þá er ekki hægt að rökræða þessa hluti og við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.

  En við kaupum of unga leikmenn !!!?!? Okkur vantar stjörnu!

  Skoðum bestu leikmenn okkar síðan eftir stjórnartíð Houllier. Það er hryggjarsúlan í liðinu sem endaði í 2 sæti og var með í þremur undanúrslitum í CL á fjórum árum. (Suarez & Sturr ekki með í Rafa tímabilinu, en þið sjáið hvert ég er að fara).

  Suarez (24), Sturridge (23), Coutinho (20), Torres (23), Alonso (22), Agger (21), Skrtel (23), Lucas (20), Mascherano (22), Reina (22) og Kuyt (26).

  Það er erfitt fyrir liðið að kaupa “stjörnu” í dag. Sjáið bara þá sem við reyndum við í sumar, það veitir á gott.

  Costa – þessar 20 eða 24mp sem við reyndum að fá hann á (borga upp samninginn) væri svipaður stuldur, ef ekki meiri, og Coutinho/Sturridge í janúar 2013. Hann fékk á endanum launahækkun og varð áfram hjá CL klúbbi sem er að gera virkilega flotta hluti á Spáni.

  Willian – Chelsea henti klinki í hann svo að Tottenham myndi ekki fá hann. Ekki bara er hann hjá CL klúbbi í dag heldur er hann eflaust með 50% hærri laun en hann hefði fengið hjá LFC. Dramað í kringum kaupin á honum sýna okkur það að hann hefði aldrei valið LFC framyfir Chelsea. Aldrei.

  Mkhitaryan – Kom það einhverjum á óvart að hann hafi valið Dortmund framyfir Liverpool í dag ? Þeir eru með hóp sem ætti amk að ná í undanúrslit í CL. Fyrir utan að vera ótrúlega spennandi klúbbur sem fór alla leið í úrslit CL á árinu.

  Okkur skorti allavega ekki metnaðinn. Kannski of mikill metnaður að eyða tíma í að eltast við þessi target sem öll eru í dag hjá CL klúbbum. Samt ekki. Þetta veit á gott og gefur mér von um að þessi transfer committe sem við erum með sé að virka. Allir þessir leikmenn, þá sérstaklega Costa og Mkhitaryan sem voru klárlega okkar helstu target (Sé Willian meira svona sem möguleika sem kom upp eftir að Anzhi ævintýrið kláraðist), hefðu heldur betur styrkt okkar lið.

  Liðið er að bæta sig innan vallar og klúbburinn að bæta sig utan vallar. Það er orðið gaman að horfa á liðið spila, það var ekki alltaf svo í lok stjórnartíð H&G. Það er jákvæðni í kringum klúbbinn aftur, eitthvað sem var ekki lengi vel.

  Þetta tekur tíma. Við eigum ekki peningana til þess að fara styttri leiðina að toppnum. Og þó svo að við ættum þá þá er ekkert gefið í þeim efnum. Það eru nú þegar klúbbar þarna sem henda pening í vandamálin eins og enginn sé morgundagurinn og ekki sé kreppa í veröldinni utan leikvanganna.

  Ég skil vel að menn hafi vantreyst nýjum eigendum, brennt barn forðast jú eldinn. En það er engin ástæða til þess að vantreysta þeim vegna þess í hvaða landi þeir fæddust. En ég sé enga ástæðu til þess að vera neikvæður í þeirra garð í dag. Allt módelið, sem er Liverpool FC, er mikið heilsteyptara í dag en það hefur verið í langan tíma.

  Undir stjórn Hodgson og á köflum líka Kenny þá var engin stefna. Hvert var klúbburinn að fara ? Hver var kaupstefnan ? Hvernig vildi klúbburinn spila ? Þessu er hægt að svara í dag, með nokkurri vissu. En var öllu erfiðara fyrir 2-4 árum.

  Það er ekki allt fullkomið og allir prumpandi glimmeri á Merseyside. Það er margt sem má laga og mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en við erum komnir aftur þar sem við viljum vera. En það getur engin sagt að klúbburinn sé í verri málum nú en í október 2010. Hópurinn, þjálfarinn, reksturinn, árangurinn… allt. Í dag myndi ég segja að við værum með 3 leikmenn sem myndu seljast á meira en 30/40mp, sumir jafnvel talsvert meira. Torres fór korteri eftir að FSG keypti klúbbinn, eftir það var enginn slíkur leikmaður til staðar (Gerrard telst ekki með, hann er Liverpool og ekki söluvara).

 2. Top work Eyþór. Liggur við að maður snúi þessu við, þitt comment verði færslan og færslan sjálf bara partur af ummælum.

 3. …Við erum ekkert að biðja um titilinn á þessu tímabili,,,

  Ég sem stuðningsmaður Liverpool síðustu 36 ár bið ekki um minna en titillinn í vor og tel að við eigum jafna möguleika og önnur lið.

 4. Persónulega finnst mér ekki það sama að biðja um titil og vonast eftir því. Við getum allir vonast eftir því og vonað að gengið haldi áfram á sömu braut.

  Hvað varðar FSG þá hefur mér ávalt fundist business modelið þeirra spennandi frá því að Brendan tók við og jafnvel fyrir það. Þeir láta Hodgson fara stuttu eftir að þeir taka við og þá blasti við erfið ákvörðun fyrir þá sem þeir þurftu að taka. Þekkjandi enskan fótbolta lítið þá er ekki hægt að búast við öðru en að ákvörðunin hafi ekki verið auðvelt. Jafnframt væri slæmt að byrja eigendatíð þeirra á því að velja þjálfara sem myndi vera annar Hodgson. Þeir tóku því upp á því frábæra move-i að velja Dalglish. Vitandi að allir elska Dalglish gátu alveg búist við að hann fengi miklu meiri þolinmæði heldur en random þjálfari og á sama tíma fengju þeir vinnufrið til að læra mun betur á enskan fótbolta og Liverpool FC.

  Þegar þeir höfðu svo talið sig vera búnir að læra nægilega mikið á enska boltann og Liverpool ákveða þeir að láta Dalglish fara sem og að ráða þennan hungraða stjóra inn. Frá því að Brendan tók við hefur maður séð að hann er tilbúinn að leggja allt í sölurnar til þess að koma Liverpool á þann stað sem liðið á að vera. Svo lengi sem FSG bakkar hann skynsamlega upp er ég viss um að við verðum allavega farnir að spila CL bolta fljótlega og farnir að berjast á flestum vígstöðum á næstu árum.

 5. Nr. 3

  Æhh

  Auðvitað værum við öll meira en til í titilinn en ertu að segja að þú myndir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með þetta tímabil og jafnvel vilja losna með FSG og Rodgers ef liðið nær ekki að landa titlinum í ár?

  Punkturinn hjá mér átti að vera sá að flestir gera sér ekki væntingar um að liðið fari frá því að lenda í 7. sæti í það að vinna titilinn á einu tímabili. Rænhæfar kröfur hafa ekki hljómað þannig frá neinum stuðningsmanni Liverpool sem ég hef talað við. Þó maður vonist auðvitað eftir hinu óvænta.

 6. Eg finnst við erum a réttri leið enn eigum samt langt i land. Varðandi leikmannakaupinn þá finnst mér þetta verið upp og niður. Sum kaup hafa gengið upp önnur ekki. Persónuleg fannst mér hvernig þeir komu fram við Carrolll lélegt. Hann fekk aldrei alvöru tækifæri að sanna sig. Eg myndi frekar viljað halda honum og sleppt að kaupa menn eins og Borini og Aspas.. Varðandi síðasta gluggi þá var hann miðlungs og fannst mér ekki sýna nógu mikill metnað.
  Varðandi völlinn þá. Er eg þeirri skoðun við þurftum nýjan völl a Stanley Park. Anfield er kominn til ara sinna. Og nýr völlurinn þarf ekki kosta 400 milljón punda eins og H&G völlurinn sem var úti kortinu varðandi hönnuð og kostnað. Mig minnir að Everton hannaði 50 þús völl sem atti kosta 150 milljónir punda ..
  Selja nafn réttindi fyrir 100 milljóna punda lágmarki og byggja nýjan völl fyrir kringum 250 millljonir þá ætti kostnaðurinn vera svipaðiur og þessi endurbætur og stækkun a Anfield.

 7. Það má gagnrýna FSG fyrir ýnislegt en þeir régðu Brendan Rodgers, og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Svo bara get ég ekki beðið eftir að mæta Arsenal. KOMIÐI MEÐ ÞÁ…JÁ ÉG SAGÐI KOMIÐI MEÐ ÞÁ.

 8. @Bjarni1975: Er það ekki alveg ljóst að það var besta mögulega lausnin að losa sig við Andy Carroll? Hann ætti ekkert erindi í þetta lið okkar, hann hefur nú skorað 7 mörk og leikið 24 leiki á rúmlega einni leiktíð með West Ham. Það að losna við hann losaði um peninga til að borga einhverjum betri laun. Ég get ekki séð annað en að það sé frábær ákvörðun hjá Rodgers og FSG, þrátt fyrir að hafa verið umdeild á sínum tíma.

 9. Nei Babu, BR væri sennilega síðasti maðurinn sem ég mundi vilja láta láta fara, hvað varðar eignarhaldið hef ég verið sáttur með þá frá því FSG keyptu LFC þó megi gagnrýna ýmislegt.

  Punkturinn er að Liverpool hefur alla burði á að vinna deildina. Auðvita stefnir LFC á 1 sæti eins og sönnum sigurvegara sæmir, efast ekki eina sekúndu að ALLIR leikmenn og þeir sem koma að liðinu séu ekki að stefna á Englandsmeistaratitilinn 2014.

  P.s flott samantekt og frábær og málefnaleg umræða hjá ykkur Babú.

 10. Við skulum alveg átta okkur á veruleikanum þrátt fyrir gott gengi í byrjun. Leikmanna hópur Liverpool er ekki nálagt því eins sterkur og hjá Man City og Chelsea og við erum ekki að fara að verða meistara í ár.

  Maður er búinn að fylgjast með þessu liði lengi og náði að upplifa Englandsmeistaratitil sem stuðningsmaður liðsins og geta ekki allir sagt það.

  Ég er ekki fúll Liverpool aðdáandi eða svartsýnis kall. Mér finnst liverpool vera að gera allt rétt þessa dagana. Eru með flottan stjóra, eru að henda inn fullt af ungum skemmtilegum leikmönum inn í liðið, eru búnir að kaupa nokkra sterka leikmenn og liðið hefur sýnt það að þeir geta spilað flottan fótbolta. Þetta held ég að verði mjög góð leiktíð hjá liverpool og ef við náum top 4 sem verður virkilega erfitt þá verð ég alveg í skýunum með árangur liðsins því það þíðir að 2 af Man city, Arsenal, Man utd, Tottenham og Chelsea eru fyrir neðan okkur og væri það mikið afrek.

 11. Coutinho er klár. Langar samt að sjá Toure skora sigurmarkið gegn Arse!

  Annars sýnir þessi færsla – og ekki síst Eyþór #1 – af hverju þetta er besta blogg á Íslandi og jafnframt ein albesta íþróttasíðan. Lemúrinn er það eina sem nær að narta í hælana á ykkur í bloggdeildinni, en hvergi er að finna annan eins fjölda af vel ígrunduðum og almennilega skrifuðum athugasemdum.

  Takk fyrir mig, enn og aftur!

  Ps. vonandi má skýra gæði umræðunnar með fleiri þáttum en tiltölulega háum aldri Liverpool aðdaénda! 😀

 12. Sammála andanum í umræðunni hér, þ.e. að liðið er á réttri leið. Svolítið sérstakt að vera í toppbaráttunni í nóvember mánuði eftir gengi fyrri ára en vissulega eru sterkir mótherjar eftir. Ég vona að BR fari óhræddur eftir þremur stigum í leiknum á morgun því ég óttast að bæði Chelsea og City verði erfiðari er líða tekur á veturinn. Þau eru einfaldlega með lang sterkustu hópana þegar bekkurinn er talinn með.

  Kannski má segja að það sé til marks um það hvað Liverpool liðið er sterkt í ár, eða lítur a.m.k. vel út um þessar mundir, hvað margir mótherjar eru að tjá sig um það m.a. Yaya Touré og Ferdinand. Svo má ekki gleyma tilraunum Fegusons til að trufla einbeitingu Liverpool manna með skrifum sínum og commentum. Með því ætlar hann væntanlega einnig að taka pressuna af sínu liði. Mér finnst Liverpool menn hafa svarað kallinum af æðruleysi og virðingu sem er frábært í stað þess að missa sig í þann pirring og ergelsi sem sá gamli vonaðist eftir. Tel þetta vera til marks um gæðastjórnunarhætti hjá okkar lið.

  Missum okkur samt ekki í of miklar titilvonir. Meistaradeildarsæti í ár væri frábær árangur sem hægt væri að byggja á til framtíðar.

 13. Til gamans kemur hér lauflétt þraut. Hvaða heimsþekkti knattspyrnustjóri svarar hér eftirfarandi spurningu?

  Who is the most important player for England as we head toward next summer’s
  World Cup finals in Brazil?

  Apart from Rooney, who will be outstanding if he can keep at this level, Steven Gerrard has the elite quality that very, very few players possess and it will be especially important because of the way England play. Playing a little bit deeper for England, he will be able dictate the tempo of games. Another of the qualities we can talk about is his ability to play the long balls to perfection, again and again. He can play short and long balls, over and over. That is important for any team but with England, who possess quick players up front, it can be especially useful.

 14. Sælir félagar

  Flott umræða og upplýsandi. Það er líka kristaltært að mínu viti að enginn LFC stuðningsmaður telur líklegt að við vinnum deildina í ár – og enginn í heiminum nema hreindýrið Rauðnefur.

  Hvað spurninguna varðar sem er í #14 þá koma allir til greina nema hreindýrið Rauðnefur sem vel að merkja er fyrrverandi stjóri svo það þarf ekki að ræða hann lengur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 15. Til gamans kemur hér lauflétt þraut. Hvaða heimsþekkti
  knattspyrnustjóri svarar hér eftirfarandi spurningu?

  Who is the most important player for England as we head toward next
  summer’s World Cup finals in Brazil?

  Rafael “Rafa” Benítez Maudes, sá mikli meistari.

 16. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt væri að loka þræði hér á kop.is strax eftir fyrsta komment!

Kop.is Podcast #46

Arsenal í toppslagnum!