Kop.is Podcast #46

Hér er þáttur númer fjörutíu og sex af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 46. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Maggi, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Newcastle og West Brom, stöðu hinna liðanna í deildinni og hituðum vel upp fyrir stórleikinn gegn Arsenal.

26 Comments

 1. Ekki má gleyma að í þættinum er gerð merk uppgötvun varðandi það hvernig úrslit leikja í íþróttinni sem við elskum ráðast yfirleitt. Stórmerk!

 2. Hvað er betra en að koma heim eftir drullu erfiðan vinnudag og sjá síðan að það sé nýtt podkast eftir snillingana hérna á kop.is? Hvar værum við öll stödd í okkar lífi ef að þessi síða væri ekki til? Ekki einu sinni David attenborough gæti svarað þessari heimspeki. En ég veit eitt, og það er að Kop.is er besti vettvangur fyrir Liverpool umræðu á þessari jarðkringlu. Þannig að mig langar bara að þakka ykkur drengir fyrir þessa æðislegu síðu, Guð blessi ykkur og Guð blessi Kop.is!!!

 3. Aldrei skyldi það fara svo að þegar maður hefur stór og mikil áformum að læra eitthvert kvöldið að þá komið þið ekki með podcast. Ég hef þá víst engan annan kost en að hlusta núna og læra í nótt.

  Samt ánægður 😀

 4. Ef einhvern tíman verða gerðir Kop.is bolir, vil ég minn “Þetta verður svona leikur þar sem að liðið sem að skorar fleiri mörk vinnur”

  Takk fyrir frábæra skemmtun strákar 🙂

 5. Mætti standa á mínum ” Suarez beit mig ”

  Í podcast umræðuna þá er ég sammála að Coutinho labbar ekki svo glatt inn í þetta lið í næsta leik. En það hlýtur að vera góður kostur við þetta kerfi sem er núna að ef ekkert er að frétta í seinni hálfleik þá er hægt að smella sóknarmanni inn fyrir varnarmann án teljandi vandræða.

 6. Snilldar podcast og takk fyrir mig.
  Er það ekki rétt skilið hjá mér að Arteta verður í banni á móti okkur? Beint rautt þýðir þrír leikir í bann….

 7. eg held að hann hafi ekki fengið beint rautt
  held að hann taki út bannið i kvöld

 8. Það er að ég held strax einn leikur í bann fyrir beint rautt. Ef um var að ræða brot sem fellur undir “violent conduct” þá er hægt að bæta fleiri leikjum við. Oftast er um að ræða þrjá leiki nema auðvitað það sé Suarez sem er brotlegur.

  Svona professional foul eins og Arteta varð sekur um er bara einn leikur og hann tekur þann leik út í kvöld.

 9. Vinsamlegast hafið þetta podcast aðeins aðgengilegt á milli 04 og 07. Það er að trenda núna.

 10. Virkilega skemmtilegur þáttur og ég var sammála mörgu sem kom þar fram, eins og:

  Við eigum að njóta þess að vera í toppbáráttunni og hafa gaman af. Þetta er akkúrat það sem við höfum alltaf viljað, eiga séns á toppsætinu eða sætunum.

  tottenham, manhú, manshitty og chelskí eru öll að ströggla á einhvern hátt en það undirstrikar bara að mínu mati okkar sterku stöðu að við erum í 2-3.sæti, þrátt fyrir ekkert sérstaklega góða spilamennsku í fyrstu 8 leikjum tímabilsins.

  Og jú, það lið sem skorar flest mörkin vinnur oftast, NEMA þú ert Suarez á goodison park og skorar á 93.mín.

  Annars fljúga fiskisögurnar núna um að Alonso fari til chelskí í janúar, væri ekki nær að fá hann til Liverpool!?!

  Oog Suarez-farsinn heldur áfram!
  http://www.mbl.is/sport/enski/2013/10/30/benzema_og_taepir_4_milljardar_fyrir_suarez/

 11. Það er óhugsandi að sleppa takinu af nafna. Ég hef aldrei verið hrifinn af þessum Benzena, vinnuþjarkur sem er mikið með boltann en skilar litlu. Við þurfum ekki enn einn Heskí-inn í liðið.

 12. Ég held að stóra uppgötvunin og breytingin milli Newcastle og WBA leikjanna er að jafnvægið í liðinu gjörbreytist við að a) flippa þríhyrningnum, b) fá Lucas í djúpu miðjustöðuna, c) fá vinnslu Henderson inn á miðsvæðið.

  Að vissu leyti er saga síðasta tímabils að endurtaka sig í því að liðið virðist spila betur með Henduson inni á miðjunni. Þó Henderson sé ekki dæmigerð tía virðist staðreynd málsins einfaldlega vera sú að vinnsla hans, hlaupageta og sívaxandi taktískur skilningur er liðinu mikilvægur, og þó kreatíva elementið hans sé takmarkað þá erum við með svo mikla ógnun í SAS að það meir en dugir. Sérstaklega þegar Gerrard fær að koma aðeins framar.

  Svo má maður ekki gleyma þætti Glen Johnson í þessu kerfi. Án hans í hægri bakverði fer mikill broddur úr spilinu.

  WBA voru því mjög góðar fréttir. Erum búnir að finna liðið í því kerfi OG við höfum marga valkosti. Getum auðveldlega farið aftur í þétta 4-3-3 eða 4-3-1-2.

 13. Ég held að við séum að fara tapa á Emirates. Gengur illa þegar liðin pressa á okkur. WBA var með enga pressu, Anelka var mjög slappur í framlínunni. Þetta er mín tilfinning en vona auðvitað hið gagnstæða.

 14. Á laugardagskvöldið erum við komnir í efsta sætið eftir 2-4 sigur þar sem bitvargurinn skorar aftur þrennnnuuuuuu veiiiiiiiiii

 15. Eitt sem ég vil koma inná í varðandi alla þessa leikkerfisumræðu. Verð að hrósa BR fyrir pung… að fórna bikarleiknum gegn United til að prófa taktík.
  Ef maður horfir á síðasta tímabil og skoðar færslur á leikmönnum þá getur maður séð að þegar BR var að færa menn til í stöðum þá var hann ekki bara að horfa í “núið” heldur framtíðina. Ég er á því að Hendo hafi grætt helling á þeim leikjum sem hann spilaði sem bakvörður. Menn voru misánægðir með að sjá hann í bakverðinum en ég held að við séum að sjá afraksturinn á því núna því ég tel að Henderson sé mikið betri varnarlega en hann var þegar hann gekk til liðs við LFC.
  Held að BR hafi líka tekið síðasta tímabil og borið saman Shelvey og Hendo og ákveðið að henda Shelvey þegar hann sá að Hendo reyndist betur.
  Eitt sem ég held að BR þyrfti að skoða alvarlega er að reyna að koma Martin Kelly á lánssamning hjá liði í PL eða Championship þar sem hann fær að sýna sig og sanna sem hafsent en ekki bakvörður… held að hann hefði rosalega gott af því að fá að spila reglulega sem hafsent í alvöru fótbolta.
  YNWA

 16. Eitt sem vinnur með Liverpool í næsta leik. Það er enginn búinn að koma með topp 4 yfirlýsingar fyrir leikinn. Ég ætla breyta minni spá og segja að við tökum þetta 3-1 á hógværðinni.

Liverpool – WBA 4-1

Opinn þráður – FSG á réttri leið?