Liðið gegn WBA

Þá er liðið komið sem spilar gegn WBA og það er svona

Mignolet

Touré – Skrtel – Sakho
Johnson – Gerrard – Lucas – Cissokho
Henderson
Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Kelly, Agger, Allen, Sterling, Moses, Alberto

Kristján Atli var með þetta rétt nema Sakho fer ekki út á kostnað Agger. Þar sem við ætlum að spila 3-5-2 / 3-4-1-2 þá líður mér ca. helmingi betur með Henderson í svæðinu milli SAS og Lucas og Gerrard.

Varnarlínan fær einn leik enn til að halda hreinu, efa að Agger verði mikið lengur á bekknum í þriggja manna vörn takist það ekki.

Mjög spenntur að sjá hvernig Henderson kemur út í þessum leik og bara miðjan í heild, virkar mikið sterkari svona en með Moses úr stöðu.

Koma svo, 1-0 fyrir Liverpool og ég er sáttur.

42 Comments

 1. Já ég held að þetta geti alveg virkað. Það eru þá allavega þrír alvöru miðjumenn inná sem geta náð tökum á miðjunni.

 2. 2-0, kominn tími til að halda hreinu. Er aldrei þessu vant bjartur á þetta og held við fáum að sjá alvöru framistöðu okkar manna í dag. Svo má deila um liðsvalið sem er bara merki um það að loksins er kominn einhver breidd í hópinn sem er af hinu góða.

 3. Fyrst þetta kerfi varð fyrir valinu þá er þetta besta uppstillingin…

  Koma svo!!!

 4. Finn ekkert gott stream. ekkert bloodzeeed og bara einnhverjir flash stream sem frjósa

 5. Hvar mun madur getad sed leikinn eftir ad hann er buinn? Eg mun missa af honum:-\ Tannig ad eg mun reyna ad halda mer fra urslitunum og horfa a hann tegar eg get 😉

 6. finn ekkert gott stream á wizwig eða firstrow ! Hvað er í gangi ? Vinsamlega deilið link ef þið finnið e-h þokkalegt

 7. Í dag er góður dagur, í dag sigrum við WBA, koma svo!

  YNWA

  p.s. drengir, reynum að vera jákvæðir hérna í dag og fyllast ekki endalausum bölmóði þó svo að við skorum ekki fjögur mörk í fyrri hálfleik 🙂

 8. eitt með suarez.. hann er aumingi (þetta með að hann var að reyna að fiska peysutog víti)

 9. Við erum að tala um það að Suarez skoraði skallamark fyrir utan teig. Whaaaat

 10. Skalli..í samskeytin…frá vítateigslínu! Bara einn maður í heiminum. Louuuuis Suarez!

 11. OMG, þvílíkur leikmaður! Það eru forréttindi að fá að horfa á aðra eins snilld!

 12. Hvaða dýrategund er þessi Henderson! Hann er eins og geitungur, lætur þessa bláröndóttu andskota ekki í friði í hálfa sekúndu….frábær leikur hingað til… (já og Skrtel er víst ekki striker)

 13. Henderson að eiga frábæran leik, aftur. Suarez, það þarf ekkert að ræða hvað þessi gaur er góður…. og btw Red Nose Fo….. Ferguson getur mokað æviágripinu upp í rassgatið á sér. Jú stórbrotinn manager en alger fáviti heilt yfir annars…

 14. Vel spilaður fyrri hálfleikur maður. Ryðið farið af Suarez…ryðgaður Cadillac er samt góður….góðar fyrirgjafir hjá Cissokho…og allir að taka þátt í spilinu….so far so good!

 15. Það skal viðurkennast að liðið er að leika vel í dag. Áberandi bestir eru Súri og Henderson. Auk þess hefur Lucas verið akkeri í dag sem og að kapteinninn hefur verið að dæla góðum boltum. Vörnin alltaf sheikí en Skittles skeinir þeim sem drulla eilítið =)

  Djöfulsins mannæta er Hendo að verða. Minnir mig dulítið á Gennaro Ivan Gattuso þegar hann var sem bestur með Milan og Ítalska landsliðinu (2006 ca.) Fyrir utan að Henderson er með fúnkerandi heilasellur öfugt við Gattuso. Tæklar eins og mammaknullare og gefst ALDREI upp.

  Johnson virkar þreyttur en kemst vonandi inn í leikin þegar líður á. Hann fær breik þar sem hann er að koma úr meiðslum.

  Gaman að eiga menn eins og Agger og Sterling uppá að hlaupa ef á þarf að halda… Og svo auðvitað Coutinho þegar hann verður klár. Svona á þetta að vera og það er vert að hafa í huga hvursu sterkt þetta WBA lið er í raun.

  Gaman að þessu! =P

  Áfram Liverpool =)

 16. WBA eru ekki hættir og eru enþá hættulegir. Núna þarf að klára þetta.

 17. Sturridge bætir við og fær Suares skiptingu í lokin og Moses bætir 5 við 🙂

 18. Óþolandi hvað liðið fær mikið af mörkum á sig úr föstumleikatriðum 🙂

 19. Andskotans, hvern fjandann gekk að mér að gera Özil að fyrirliða í Fantasy?

West Bromwich Albion á morgun

Liverpool – WBA 4-1