Liðið gegn Newcastle

Byrjunarlið dagsins er komið og er það sem hér segir:

Mignolet

Touré – Skrtel – Sakho
Johnson – Gerrard – Henderson – Cissokho
Moses
Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Agger, Kelly, Flanagan, Allen, Alberto, Sterling.

Sem sagt, sterkt lið og lítið óbreytt frá síðasta leik. Lucas var þá fjarri vegna leikbanns en er nú enn fjarri þar sem kona hans er að fæða. Óskum þeim góðs gengis með það. Glen Johnson kemur á ný inn í liðið fyrir Raheem Sterling og meiðsli Jose Enrique þýða að Aly Cissokho spilar sinn fyrsta deildarleik fyrir Liverpool. Annað er óbreytt.

Koma svo, áfram Liverpool!

74 Comments

  1. Nokkuð klárt eftir að Lucas datt út að uppleggið yrði svona.

    Hélt kannski að Agger fengi séns í sweepernum í stað Skrtel en það virðist fjara hratt undan varafyrirliðanum okkar.

    Held mig við spána, 2-3 en þetta mun þýða að Newcastle fær meira af boltanum…

  2. Hlakka mikið til að sjá þá Johnson og Cissohko spila þessa stöðu og Henderson í sinni bestu stöðu.
    Bring it on.

  3. Mjög sáttur vid byrjunarlidid og uppstillinguna en svekktur ad Ibe sé ekki á bekknum. Skil ekki af hverju vid erum ekki med soknarmann a bekknum i stad Flanagan

  4. Fín lið. Leiðinlegt að Enrique sé meiddur og spurning hvenær eða hvort við getum einhverntíman spilað okkar sterkasta liði á tímabilinu(Mignolet, Toure, Skrtel, Sakho, Glen, Enrique, Lucas, Gerrard, Coutinho, Suarez og Sturridge).

    Annars finnst mér skrítið að lesa hérna að ofan að einhvern nefnir að Skrtel hefði kannski átt að fá hvíld fyrir Agger.Skrtel að mínu mati hefur verið okkar besti varnamaður á tímabilinu með hvern stórleikinn og Agger hefur litið skelfilega út það sem af er.

  5. Merkilegt að vera með 5 varnarmenn í liðinu og svo 3(helming af bekknum) varnarmenn á bekknum. Hvað er Flanagan að gera þarna???, er ekki nóg að hafa Agger og Kelly á bekk?

  6. Lucas vard fadir í annad sinn í gær, Thers vegna er hann ekki í lidinu.
    En annars mjøg spennandi ad sjá Cissokho í lidinu, og ekki gleyma Johnson.
    Vildi samt sjá Allen í holuni í stad Moses. mjøg spenntur ad sjá hann, og vonandi finnur hann formin aftur. Vid vitum allir hvad thessi drengur gétur.

    En vid vinnum leikin 1-2. Hendo og Suarez setja eitt á man, og Sissoko skorar fyrir the Magpies.
    GET IN!

    YNWA

  7. Skelfing að sjá þennan varamannabekk hjá okkur.
    Hann er flottur varnarlega en liðið veikist um leið og einhver dettur út í sókninni.

    Vinnum samt 1-4 í dag og SS sjá um öll mörkin. 🙂

  8. Sælir félagar

    Líst í sjálfu sér ágætlega á þetta lið og það á allann tímann að vinna í þessum leik. Ég er sammála Ísloga hér á undan að það virðist vera mikil varnarþanki í BR fyrir leikinn og líklegt að ekki verði skorað mikið fyrir vikið. Þetta veldur mér vissum áhyggjum ef stjórann okkar vantar pung í svona leik.

    En samt. Ég treysti BR fyrir þessu og tel hann vita hvað hann er að gera. Áðurnefnt mun þó koma niður á markaskorun svo mín sígilda spá LFC 3 og andstæðingurinn 1 gildir ekki í dag. Niðurstaða 1 – 2 og SoS skipta því bróðurlega á milli sín. Þó gæti Glen Johnson sett eitt til viðbótar svon í tilefni þess að vera kominn til baka, já eða fyrirliðinn klessir einu okkur til skemmtunar og þá er þessi spá mín fokin út í veður og vind. En ef þannig fer verð ég samt helsáttur með niðurstöðuna.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Þetta er flott lið. Vantar bara litla kút í stað Moses og þá erum við að tala saman.

    Þetta er eina vitið hjá BR. Sterk vörn er lykilatriði hérna, ekki fá á okkur mark í dag og þá erum við í góðum málum. S&S munu alltaf setja mörk, það er bara þannig.

  10. Lið með Moses, Sturridge, Suarez og Gerrard í liðinu er ekki bara varnarlið eins og talað er um hér að ofan.

    Svo má ekki gleym því að Glen Johnson og Cissokho munu koma upp kanntana og Henderson mun líka taka einn og einn sprett.

    Þetta er eiginlega engin varnaruppstilling því að það er engin Lucas í liðinu(vegna barneignar) og því eiginlega engin alvöru djúpur miðjumaður.

    Maður hlakkar mikið til að sjá Coutinho spila með SAS en þetta verður að duga í bili.

    P.s þetta verður mjög erfiður leikur og myndi ég sætta mig við 1 stig en vonast eftir 3.

  11. Líst mjög vel á þetta lið, það virkar ógnarsterkt (enda á toppnum) og þessi leikur er úrslitaleikur um hvort við verðum á toppnum áfram eður ei. Þannig á þetta að vera, rétt eins og í gamla daga!

    Hlakka mikið til að sjá vængina okkar í þessum leik. Bind miklar vonir við Cissokho og allir vita hvað Glen er góður.

    Mér finnst þetta eðlilegt með Agger, hann hefur verið að gera töluvert mikið af feilum, sérstaklega á síðasta tímabili og allir hafa gott af því að berjast fyrir sæti sínu.

    1-2, lendum trúlega undir en klárum þetta með mörkum frá THE S.A.S. kompany!

    KOMA SVO!

    það er nú þannig

  12. Skrítin stemning í þessum leik. Ekkert tempó, boltinn mikið úr leik og einhvernveginn eins og menn séu ekki alveg að nenna þessu.

  13. Alls ekki sammála ykkur hér að ofan. Leikurinn búinn að vera fjörugur. Við erum nú þegar búnir að fá 9 hornspyrnur og nokkur hálf til góð færi. Klassa leikur hjá báðum liðum. Býst við 3-4 mörkum í viðbót í þessum leik. YNWA

  14. Þessi 3 manna vörn með ekki betri varnamiðju fyrir framan sig virkar ekki. Allt of mikið opið pláss á miðjunni til að hlaupa upp með boltann. Gerrard er ekki með staðsetningar varnarlega til að miðjan haldi ef boltanum er spilað hratt á milli kanta hjá andstæðingum Liverpool.

    Þessi leikur mun ná einhverjum niður á jörðina.

  15. Verðum að fara að mæta í þennan leik. Vonandi er þetta ekki góði hálfleikurinn hjá okkur :-/

  16. Guð minn góður hvað okkur vantar Lucas í þennan leik. Það væri gaman að sjá hvað margir leikmenn newcastle voru með landsliðum. Sturridge , Gerrard og Suarez eru greinilega bara þreyttir eftir landsleiki.

    Annars verðum við að fara að nýta þessi horn sem við fáum. Okkar menn fá að skalla á markið óáreyttir en hitta bara ekki markið.

  17. Moses er ekki að standa sig, ekki kannski bara hægt að benda á hann en hann er svo ekki í takt. Síðan meðan ég skrifa þetta fáum við víti, glæsilegt.. vona bara að við skorum úr því.

  18. Skelfileg spilamennska okkar manna en eru lukkudisirnar með okkur…

    Einum fleiri og bunir að jafna, koma svo klara þetta

  19. Um hvað eru menn að tala hérna. Skelfileg spilamennska hvað? Á útivelli á móti Newcastle, 51% með boltann, 8 skot að marki í fyrri hálfleik, 8 hornspyrnur. Fínasti leikur hjá okkur og algjörlega sanngjörn staða 1-1.

  20. Búnir að vera heppnir… Miðjan ekki búin að eiga séns þessvegna fær Newcastle öll þessi skot fyrir utan teig og með Cabaye þarna inná getum við ekki leyft það. Enn erum einum fleirri í seinni vill sjá Rodgers taka einn miðvörð útaf í hálfleik og setji Allen eða Alberto inn. Þurfum ekki að spila þrem miðvörðum þegar við erum einum fleirri.

  21. Það væri fínt að ná að kreista 3 stig út úr þessu úr því sem komið er. Mignolet átti auðvitað að verja þetta skot frá Cabaye en hann varði síðan vel seinna í hálfleiknum. Mér finnst spilið ganga almennt illa, lítill hreyfanleiki, of mikið af löngum kick-and-hope-sendingum. Sem betur fer eigum við einn snilling frammi sem getur breytt leikjum og það hefur hann gert þrátt fyrir að virðast aðeins vera á hálfum hraða. Ætli hann hafi ekki komið á miðvikudagskvöld heim eftir 11 tíma flug og þess vegna er ekkert skrýtið að hann sé ekki á fullri ferð. Sturridge, Moses og Henderson þurfa að stíga upp núna í seinni hálfleiknum, spurning hvort Rodgers ætti að kippa einum varnarmanninum út fyrir Sterling eða Allen og fara í 4-3-3?

  22. Væri nú til að sjá Alberto koma inn á fyrir Moses, finnst hann ekki vera að standa sig, missir boltan of mikið.

  23. Annars er við hæfi að óska Stevie innilega til hamingju með mark nr. 100 í úrvalsdeildinni! Þvílíkur höfðingi!

  24. Þetta kemur i seinni hálfleik. Við jöfnuðum og erum einum fleiri. Við ættum að nýtja að vera einum fleiri i seinni hálfleik. Við vorum að spilla ágætlega i fyrri hálfleik. Sama má segja með Newcastle. Þeir pressuðuð vel miðju spill okkar manna og frábært mark hjá Caybaye.Óverjandi fyrir Mignolet.
    Ég vill klára leikinn í byrjun seinni hálfleik. Pressa og vera sókndjarfir. Spurning setja Allen inná þegar liður á leikinn fyrir Moses. Langar sjá Allen í holunni. Koma nú.

  25. Þetta er alveg svakalega lélegt. Menn greinilega drullu þreyttir. Önnur hver sending ratar á mótherja og liðið hefur aldrei komist í neinn takt við þennan leik.

    En við vinnum þetta vegna þess að við erum með tvo snillinga frammi.

  26. Afh er Rodgers ekki löngu búin að gera breytingu? breytir engum þótt Newcastle séu einum færri ef við séum með þrjá miðverði útaf newcastle tók einn úr sóknini og þurfum ekki að hafa þrjá fjandas miðverðir á móti einum striker… Rodgers á aldrei plan B óþolandi

  27. þurfum kaupa vinstri bakvörð eða wingback i janúar glugganum asap

  28. Hvað er með þetta lið og að verjast í föstum leik atriðum? Vandræðalega slakt!

  29. Þetta er virkilega dapur frammistaða menn eru engan vegin stemmdir í þennan leik

  30. Okkar menn að spila eins og eg veit ekki hvað.
    Og afram drullum við a okkur i föstum leikatriðum.
    Miðað við spilamennsku verð eg mjög sattur með stig ur þessari hörmung.
    Koma svo, rifa sig upp og jafna þetta!

  31. Alltaf þessi fjandans beisik leikskólaatriði sem eru að kosta… Finnst að Rodgers og hlutaðeigandi varnarmenn ættu að taka á sig launatengda refsingu þegar svona bull á sér stað…

  32. Þvílíkt andskotans væl í ykkur ykkur hérna fyrir ofan. Það mætti halda að Liverpool hefði hvorki tapað né fengið á sig mark síðustu 20 árin miðað við neikvæðnina hérna.

  33. Greinilegt að menn hafa enga löngun til að vera á toppnum. Allavega er voðalegt áhugaleysi fyrir því að klára þennan leik.

  34. Við vinnum þetta. Engar áhyggjur. Tíminn er nægur og nú þarf bara að fara að koma tannhjólunum í gang.

  35. Siffi, tjaðu þig um leikinn eða vertu uti, vinsamlegast.
    Þetta væl a fullan rett a ser i dag.

  36. Þvílíkt mark og þvílíkt spil hjá Moses, Suarez, Sturridge. Já og drengir, hættið þessu andskotans nöldri! Flottur leikur í gangi, fullt af mörkum og þið vælið eins og smábörn. Við erum efstir fjandinn hafi það og eigum allan séns á að vinna þennan leik. Glasið er hálffullt! YNWA

  37. Allt annað eftir að BR breytti um kerfi og fór aftur í 442. Þetta er málið, klára þetta hérna !!!!

  38. Alberto og Gerrard góðir inn á miðjunni. Framherjarnir okkar duglegir að brenna af þessa stundina.

  39. það er ekki hægt annað en að drulla yfir þennan aumingjaskap.

  40. Slök frammistaða liðsins. Menn virkuðu máttlausir fram á við. En það versta er að lið Newcastle sem reyndi ekki að sækja allan leikinn skoraði tvö mörk. Bæði mörkin skelfileg að fá á sig og sérstaklega þetta seinna mark. Það er vandræðalegt hvað liðið fær á sig mörg mörk úr föstum leikatriðum á sama tíma og þeir eru aldrei líklegir sjálfir til að nýta þau. 3-15 horn t.d. í dag og aldrei hætta. Svekkjandi…

Newcastle eftir landsleikjahlé

Newcastle 2 Liverpool 2