Opinn þráður – Pub Quiz í Liverpool

Dagókar færslan úr kop.is ferðinni er ennþá alveg fersk hér að neðan en opnum á opinn þráð líka.

Landsleikjahlé hafa oft verið erfiðari heldur en það sem af er þessu tímabili þó maður telji auðvitað niður mínúturnar þar til þetta tekur enda. Hjálpar helling reyndar fyrir mig persónulega að hafa drukkið Liverpool í mig fyrir viku og að Ísland er að gera frábæra hluti.

Gerrard og Sturridge spiluðu nánast allann leikinn fyrir England (Gerrard útaf á 86.mín) sem er einum sigurleik frá því að tryggja sér sæti á HM. Agger spilaði allann leikinn fyrir dani og Mignolet var á bekknum hjá Belgum sem eru komnir á HM. Annars nenni ég ekki að skoða hvað var að gerast í fleiri landsleikjum.

En svona til gaman og þar sem það er nákvæmlega ekkert í gangi ætla ég að henda inn Pub Quiz spurningunum sem við vorum með um síðustu helgi í Liverpool. Endilega hendið inn svörum í ummælum og ekki svindla (hægt að gera copy/paste bara og svör fyrir neðan). Þessar spurningar verða líka nýjar fréttir fyrir nokkra af þeim sem þó tóku þátt á föstudaginn 🙂

Pub Quiz – Kop.is 04.10.13

A – Enska úrvalsdeildin / Liverpool

1. Hverjir eru þrír markahæstu leikmenn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni? Úrvalsdeildin var stofnuð 1992.

2. Hverjir eru þrír lang leikjahæstu leikmenn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni?

3. Einn leikmaður Liverpool hefur verið valinn knattspyrnumaður Evrópu frá því úrvalsdeildin var stofnuð. Hver var það?

4. Þegar Liverpool keypti Ian Rush aftur frá Juventus var enska metið slegið yfir hæsta verð greitt fyrir fyrir leikmann. Síðan þá hefur þetta met margoft verið slegið en bara einu sinni af Liverpool. Hvaða leikmaður Liverpool var það sem varð síðast dýrasti leikmaður landsins

B – Markmenn

1.  Liverpool hefur átt nokkra enska landsliðsmarkmenn.  Hver þeirra hefur leikið flesta landsleiki í heild, bæði á meðan, fyrir og eftir þeir léku með liðinu?

2. Pepe Reina fór í haust til endurfunda við Rafael Benitez hjá Napoli.  Pepe var aðalmarkmaður frá hausti 2006 og allt þar til Rafa fór sumarið 2010.  Hann var þó ekki fyrsti markmaðurinn sem Rafa keypti til liðsins, hver var það?

3. Bruce Grobbelaar varði mark Liverpool frá árinu 1981 til 1994.  Hversu marga deildartitla vann hann á þessu tímabili?

4. Varamarkvörður Liverpool þessa stundina er Ástralinn Brad nokkur Jones.  Hann lék sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið gegn Blackburn Rovers en fyrsta opinbera leikinn þann vetur lék hann í deildarbikarnum.  Gegn hverjum var það?

C – Erlent vinnuafl

1. Rafa Benitez leitaði mjög mikið til Spánar strax eftir að hann tók við árið 2005. Hans fyrstu kaup voru þó ekki frá Spáni heldur spennandi leikmaður sem hann fékk í arf frá forvera sínum í starfi sem var búinn að ganga frá kaupum á þeim leikmanni og voru það raunar dýrustu kaup ársins. Hvaða leikmaður var það?

2. Hvaða viðkunalega norðmann keypti Greame Souness tvisvar sinnum sem stjóri? Fyrst til Liverpool árið 1992 og svo aftur til Blackburn árið 2000. Hann var fyrsti norðmaðurinn til að spila fyrir Liverpool.

3. Við syngjum um Steve Heighway fyrir hvern leik og hversu gott var að hafa hann á kantinum þó líklega muni fæstir eftir honum sem leikmanni. En spurt er frá hvaða landi kemur þessi fyrrum yfirmaður Akademíu Liverpool?

4. Liverpool hefur haft á mála hjá sér tvo leikmenn sem fæddir eru í Kingston á Jamaica. Báðir fluttu ungir með foreldrum sínum til London, og eru því enskir ríkisborgarar. Þeir eiga báðir landsleik eða landsleiki fyrir England. Hvaða menn eru þetta?

D – Squad number

1. Steven Gerrard, Captain Fantastic, leikur þessi árin í treyju númer 8.  hann hefur hins vegar leikið í tveimur öðrum treyjunúmerum á ferli sínum með Liverpool, hver eru þau?

2.  Númerin á bökum leikmanna breytast ansi oft þegar ferill þeirra hefur náð flugi, eins og t.d. þegar Owen tók númerið í 10 í stað 18 auk þess sem við ræddum um Gerrard.  Einn lykilleikmanna félagsins á tíma Evans og sérstaklega Houllier lék þó allan sinn feril hjá félaginu í treyju númer 13 en síðan hann fór frá Liverpool hefur þetta númer ekki verið í notkun.  Hver er það?

3. Reglan um föst leiknúmer var tekin upp í ensku Úrvalsdeildinni haustið 1993 og á því nú 20 ára afmæli.  Á fyrsta fastnúmeralista Liverpool má sjá marga snillinga.  Jan Mölby í númer 14, Ronnie Whelan í númer 12 og auðvitað Ian Rush í númer 9.  En hver var það sem fékk úthlutað fastnúmerinu 10 á þessum fyrsta lista?

4.  Föst númer Liverpool í dag liggja á milli númersins 1 og upp í 52.  Á báðum endum eru markmenn og sá númer 52, Darren Ward, á ekki opinberan leik með Liverpool.  Hvað er hæsta númer á núverandi lista leikmanna á samningi hjá LFC sem hefur sést inni á leikvelli í opinberum leik.

E – Bland í poka

1. Hvaða leikmaður Liverpool var síðast í byrjunarliði í úrslitaleik á HM? Dugar ekki að nefna leikmenn sem voru í hóp eða varamenn.

2. Jamie Carragher fékk heldur óvenjulegt rautt spjald í bikarleik í janúar 2002 og í kjölfarið aðvörun frá lögregluyfirvöldum. Afhverju?

3. Hvað heitir verslun Everton hérna í miðbæ Liverpool?

4. Líklega myndi Brendan Rodgers gefa mikið fyrir að eiga sóknarbakvörð eins og Steve Nicol í sínum röðum í dag. Kappinn sá hefur þó ekki bara skapað sér nafn í Englandi með Liverpool heldur varð hann líka farsæll knattspyrnustjóri í öðru landi, engin þjálfari hefur stýrt einu liði lengur þar í landi en Steve Nicol. Hvaða land er það?

5. Tímabilið 1991/92 fóru tveir leikmenn með samþykki Souness frá Liverpool til Everton. Annar þeirrra var Gary Ablett en hin salan var öllu erfiðara að skilja, hvaða leikmaður var það?

6.  Hvaða leikmaður hefur oftast komið inná sem varamaður í sögu Liverpool FC?

7. Hvaða framkvæmdastjórar Liverpool eiga það á ferilskránni að hafa unnið þessa fimm evróputitla Liverpool í æðstu keppni félagsliða í Evrópu?

8. Hver er maðurinn? Ég er fæddur í Birkenhead á Merseyside. Ég fékk samning hjá 3.deildarliði Bolton og fór með þeim upp í efstu deild áður en ég gekk til liðs við Liverpool, uppáhaldsliðið mitt frá því í æsku. Þar spilaði ég 139 leik og náði að festa mig í sessi í landsliðinu. Frá Liverpool gekk ég til liðs við Blackburn. Þaðan fór ég til Sunderland en endaði ferilinn heima í Liverpool borg hjá Tranmere.

9. Liverpool hefur auglýst fimm styrktaraðila framan á búningum sínum í gegnum tíðina, nefnið þrjá þeirra

10. Liverpool vann meistaradeildina árið 2005 eftir úrslitaleik gegn AC Milan. En spurt er, hvernig var byrjunarliðið hjá Liverpool?

11 Comments

 1. A)
  1. Gerrard, Fowler og Owen.
  2. Pass
  3. Owen
  4. Collymore

  B)
  1. David James
  2. Pass
  3. Pass
  4. Pass

  C)
  1. Cisse
  2. Pass
  3. Pass
  4. Sterling og Barnes

  D)
  1. 28 og 17
  2. Patrick Berger
  3. John Barnes
  4. Wisdom, númer 47

  E)
  1. Dirk Kuyt
  9. Crown paints, Carlsberg, og Standard Chartered.
  10. Dudek, Finnan, Carragher, Hyypia, Traore, Luis Garcia, Gerrard, Alonso, Riise, Kewell, Baros.

  YNWA

 2. A

  Fowler, Owen, Gerrard
  Carragher, Gerrard, Hyypia
  Michael Owen
  Andy Carroll

  B

  Ray Clemence
  Scott Carson
  6 titla
  Northampton

  C

  Djibril Cisse
  Stig Inge Björnebye
  Wales
  John Barnes, Raheem Sterling

  D

  23, 17
  Danny Murphy
  John Barnes
  49

  E

  Dirk Kuyt
  Peningakast
  Blue moon
  Bandaríkin
  Peter Beardsley
  David Fairclough
  Bob Paisley, Joe Fagan, Rafa Benitez
  Jason McAteer
  Candy, Crown Paints, Carlsberg
  Dudek, Finnan, Hyypia, Carragher, Traore, Luis Garcia, Xabi Alonso, Gerrard, Riise, Kewell, Baros.

  Hvað er í verðlaun?

 3. A.
  1. Gerrard, Owen, Fowler
  2. Carragher, Gerrard, Hyypia
  3. Owen
  4. Collymore
  B.
  1. James
  2. Carson
  3. 8
  4. Pass
  C.
  1. Cisse
  2. Bjornebye
  3. Írlandi
  4. Barnes og Sterling
  D
  1. 17 og 28
  2. Berger
  3. Pass
  4. Wisdom nr 47.
  E.
  1. Xabi Alonso
  2. Pass
  3. Pass
  4. Pass
  5. Pass
  6. Pass
  7. Paisley, Dalglish, Benitez
  8. McAteer
  9. Crown Paints, Carlsberg, Standard Chantered
  10. Dudek, Traore, Hyypia, Carragher, Finnan, Riise, Alonso, Gerrard, Garcia, Kewell, Baros.

  Snilldar afþreying. Endilega komið með quiz í landsleikjahléum framvegis 🙂

 4. A – Enska úrvalsdeildin / Liverpool

  Hverjir eru þrír markahæstu leikmenn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni? Úrvalsdeildin var stofnuð 1992.
  Fowler, Owen og Gerrard.
  Hverjir eru þrír lang leikjahæstu leikmenn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni?
  Carragher, Gerrard og Hyypia.
  Einn leikmaður Liverpool hefur verið valinn knattspyrnumaður Evrópu frá því úrvalsdeildin var stofnuð. Hver var það?
  Owen.
  Þegar Liverpool keypti Ian Rush aftur frá Juventus var enska metið slegið yfir hæsta verð greitt fyrir fyrir leikmann. Síðan þá hefur þetta met margoft verið slegið en bara einu sinni af Liverpool. Hvaða leikmaður Liverpool var það sem varð síðast dýrasti leikmaður landsins
  Carroll.
  B – Markmenn
  Liverpool hefur átt nokkra enska landsliðsmarkmenn. Hver þeirra hefur leikið flesta landsleiki í heild, bæði á meðan, fyrir og eftir þeir léku með liðinu?
  Shilton.
  Pepe Reina fór í haust til endurfunda við Rafael Benitez hjá Napoli. Pepe var aðalmarkmaður frá hausti 2006 og allt þar til Rafa fór sumarið 2010. Hann var þó ekki fyrsti markmaðurinn sem Rafa keypti til liðsins, hver var það?
  ? brassinn.
  Bruce Grobbelaar varði mark Liverpool frá árinu 1981 til 1994. Hversu marga deildartitla vann hann á þessu tímabili?

  Varamarkvörður Liverpool þessa stundina er Ástralinn Brad nokkur Jones. Hann lék sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið gegn Blackburn Rovers en fyrsta opinbera leikinn þann vetur lék hann í deildarbikarnum. Gegn hverjum var það?
  pass.
  C – Erlent vinnuafl

  Rafa Benitez leitaði mjög mikið til Spánar strax eftir að hann tók við árið 2005. Hans fyrstu kaup voru þó ekki frá Spáni heldur spennandi leikmaður sem hann fékk í arf frá forvera sínum í starfi sem var búinn að ganga frá kaupum á þeim leikmanni og voru það raunar dýrustu kaup ársins. Hvaða leikmaður var það?
  Babbel.
  Hvaða viðkunalega norðmann keypti Greame Souness tvisvar sinnum sem stjóri? Fyrst til Liverpool árið 1992 og svo aftur til Blackburn árið 2000. Hann var fyrsti norðmaðurinn til að spila fyrir Liverpool.
  Heggem.
  Við syngjum um Steve Heighway fyrir hvern leik og hversu gott var að hafa hann á kantinum þó líklega muni fæstir eftir honum sem leikmanni. En spurt er frá hvaða landi kemur þessi fyrrum yfirmaður Akademíu Liverpool?
  ? Írlandi.
  Liverpool hefur haft á mála hjá sér tvo leikmenn sem fæddir eru í Kingston á Jamaica. Báðir fluttu ungir með foreldrum sínum til London, og eru því enskir ríkisborgarar. Þeir eiga báðir landsleik eða landsleiki fyrir England. Hvaða menn eru þetta?
  Sterling og pass
  D – Squad number
  Steven Gerrard, Captain Fantastic, leikur þessi árin í treyju númer 8. hann hefur hins vegar leikið í tveimur öðrum treyjunúmerum á ferli sínum með Liverpool, hver eru þau?
  17 og pass
  Númerin á bökum leikmanna breytast ansi oft þegar ferill þeirra hefur náð flugi, eins og t.d. þegar Owen tók númerið í 10 í stað 18 auk þess sem við ræddum um Gerrard. Einn lykilleikmanna félagsins á tíma Evans og sérstaklega Houllier lék þó allan sinn feril hjá félaginu í treyju númer 13 en síðan hann fór frá Liverpool hefur þetta númer ekki verið í notkun. Hver er það?
  🙂 super Danny Murphy.
  Reglan um föst leiknúmer var tekin upp í ensku Úrvalsdeildinni haustið 1993 og á því nú 20 ára afmæli. Á fyrsta fastnúmeralista Liverpool má sjá marga snillinga. Jan Mölby í númer 14, Ronnie Whelan í númer 12 og auðvitað Ian Rush í númer 9. En hver var það sem fékk úthlutað fastnúmerinu 10 á þessum fyrsta lista?
  Barnes.
  Föst númer Liverpool í dag liggja á milli númersins 1 og upp í 52. Á báðum endum eru markmenn og sá númer 52, Darren Ward, á ekki opinberan leik með Liverpool. Hvað er hæsta númer á núverandi lista leikmanna á samningi hjá LFC sem hefur sést inni á leikvelli í opinberum leik.
  47 Wisdom. (ahaa eða er Robinson nr 49)
  E – Bland í poka
  Hvaða leikmaður Liverpool var síðast í byrjunarliði í úrslitaleik á HM? Dugar ekki að nefna leikmenn sem voru í hóp eða varamenn.
  Keisarinn Didi Hamann.
  Jamie Carragher fékk heldur óvenjulegt rautt spjald í bikarleik í janúar 2002 og í kjölfarið aðvörun frá lögregluyfirvöldum. Afhverju?
  hefði áhuga á að vita það 🙂
  Hvað heitir verslun Everton hérna í miðbæ Liverpool?
  Það er engin :p
  Líklega myndi Brendan Rodgers gefa mikið fyrir að eiga sóknarbakvörð eins og Steve Nicol í sínum röðum í dag. Kappinn sá hefur þó ekki bara skapað sér nafn í Englandi með Liverpool heldur varð hann líka farsæll knattspyrnustjóri í öðru landi, engin þjálfari hefur stýrt einu liði lengur þar í landi en Steve Nicol. Hvaða land er það?
  Ástralía.

  Tímabilið 1991/92 fóru tveir leikmenn með samþykki Souness frá Liverpool til Everton. Annar þeirrra var Gary Ablett en hin salan var öllu erfiðara að skilja, hvaða leikmaður var það?
  pass.
  Hvaða leikmaður hefur oftast komið inná sem varamaður í sögu Liverpool FC?
  Ferclouth (stafs.)
  Hvaða framkvæmdastjórar Liverpool eiga það á ferilskránni að hafa unnið þessa fimm evróputitla Liverpool í æðstu keppni félagsliða í Evrópu?
  Peisley, Faga og Benites.
  Hver er maðurinn? Ég er fæddur í Birkenhead á Merseyside. Ég fékk samning hjá 3.deildarliði Bolton og fór með þeim upp í efstu deild áður en ég gekk til liðs við Liverpool, uppáhaldsliðið mitt frá því í æsku. Þar spilaði ég 139 leik og náði að festa mig í sessi í landsliðinu. Frá Liverpool gekk ég til liðs við Blackburn. Þaðan fór ég til Sunderland en endaði ferilinn heima í Liverpool borg hjá Tranmere.
  pass.
  Liverpool hefur auglýst fimm styrktaraðila framan á búningum sínum í gegnum tíðina, nefnið þrjá þeirra
  Candy, Carlsberg, Standard Charter.
  Liverpool vann meistaradeildina árið 2005 eftir úrslitaleik gegn AC Milan. En spurt er, hvernig var byrjunarliðið hjá Liverpool?
  Dudek, Sissoco-Carra-Hyypia- Riise, Smicer- Gerrard- Alanso- Kewell, Garsia- Baros.

 5. Kóperaði þetta í notepad og skellti mínum svörum inn, ekkert svindl í gangi !

  A – Enska úrvalsdeildin / Liverpool

  Hverjir eru þrír markahæstu leikmenn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni? Úrvalsdeildin var stofnuð 1992.

  1. Robbie Fowler
  2. Michael Owen
  3. Fernando Torres

  Hverjir eru þrír lang leikjahæstu leikmenn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni?

  1. Jamie Carragher
  2. Steven Gerrard
  3. David James

  Einn leikmaður Liverpool hefur verið valinn knattspyrnumaður Evrópu frá því úrvalsdeildin var stofnuð. Hver var það?

  Michael Owen

  Þegar Liverpool keypti Ian Rush aftur frá Juventus var enska metið slegið yfir hæsta verð greitt fyrir fyrir leikmann. Síðan þá hefur þetta met margoft verið slegið en bara einu sinni af Liverpool. Hvaða leikmaður Liverpool var það sem varð síðast dýrasti leikmaður landsins

  Andy Carroll

  B – Markmenn

  Liverpool hefur átt nokkra enska landsliðsmarkmenn. Hver þeirra hefur leikið flesta landsleiki í heild, bæði á meðan, fyrir og eftir þeir léku með liðinu?

  David James

  Pepe Reina fór í haust til endurfunda við Rafael Benitez hjá Napoli. Pepe var aðalmarkmaður frá hausti 2006 og allt þar til Rafa fór sumarið 2010. Hann var þó ekki fyrsti markmaðurinn sem Rafa keypti til liðsins, hver var það?

  Daniele Padelli

  Bruce Grobbelaar varði mark Liverpool frá árinu 1981 til 1994. Hversu marga deildartitla vann hann á þessu tímabili?

  6 deildartitla

  Varamarkvörður Liverpool þessa stundina er Ástralinn Brad nokkur Jones. Hann lék sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið gegn Blackburn Rovers en fyrsta opinbera leikinn þann vetur lék hann í deildarbikarnum. Gegn hverjum var það?

  Northampton Town

  C – Erlent vinnuafl

  Rafa Benitez leitaði mjög mikið til Spánar strax eftir að hann tók við árið 2005. Hans fyrstu kaup voru þó ekki frá Spáni heldur spennandi leikmaður sem hann fékk í arf frá forvera sínum í starfi sem var búinn að ganga frá kaupum á þeim leikmanni og voru það raunar dýrustu kaup ársins. Hvaða leikmaður var það?

  Djibril Cisse

  Hvaða viðkunalega norðmann keypti Greame Souness tvisvar sinnum sem stjóri? Fyrst til Liverpool árið 1992 og svo aftur til Blackburn árið 2000. Hann var fyrsti norðmaðurinn til að spila fyrir Liverpool.

  Stig Inge Bjornebye

  Við syngjum um Steve Heighway fyrir hvern leik og hversu gott var að hafa hann á kantinum þó líklega muni fæstir eftir honum sem leikmanni. En spurt er frá hvaða landi kemur þessi fyrrum yfirmaður Akademíu Liverpool?

  Skotland

  Liverpool hefur haft á mála hjá sér tvo leikmenn sem fæddir eru í Kingston á Jamaica. Báðir fluttu ungir með foreldrum sínum til London, og eru því enskir ríkisborgarar. Þeir eiga báðir landsleik eða landsleiki fyrir England. Hvaða menn eru þetta?

  Raheem Sterling og David James

  D – Squad number

  Steven Gerrard, Captain Fantastic, leikur þessi árin í treyju númer 8. hann hefur hins vegar leikið í tveimur öðrum treyjunúmerum á ferli sínum með Liverpool, hver eru þau?

  17 og 28

  Númerin á bökum leikmanna breytast ansi oft þegar ferill þeirra hefur náð flugi, eins og t.d. þegar Owen tók númerið í 10 í stað 18 auk þess sem við ræddum um Gerrard. Einn lykilleikmanna félagsins á tíma Evans og sérstaklega Houllier lék þó allan sinn feril hjá félaginu í treyju númer 13 en síðan hann fór frá Liverpool hefur þetta númer ekki verið í notkun. Hver er það?

  Danny Murhpy

  Reglan um föst leiknúmer var tekin upp í ensku Úrvalsdeildinni haustið 1993 og á því nú 20 ára afmæli. Á fyrsta fastnúmeralista Liverpool má sjá marga snillinga. Jan Mölby í númer 14, Ronnie Whelan í númer 12 og auðvitað Ian Rush í númer 9. En hver var það sem fékk úthlutað fastnúmerinu 10 á þessum fyrsta lista?

  Ronnie Rosenthal

  Föst númer Liverpool í dag liggja á milli númersins 1 og upp í 52. Á báðum endum eru markmenn og sá númer 52, Darren Ward, á ekki opinberan leik með Liverpool. Hvað er hæsta númer á núverandi lista leikmanna á samningi hjá LFC sem hefur sést inni á leikvelli í opinberum leik.

  Wisdom, 41

  E – Bland í poka

  Hvaða leikmaður Liverpool var síðast í byrjunarliði í úrslitaleik á HM? Dugar ekki að nefna leikmenn sem voru í hóp eða varamenn.

  Dirk Kuyt (væntanlega er hér átt við fyrrum leikmaður Liverpool ?)

  Jamie Carragher fékk heldur óvenjulegt rautt spjald í bikarleik í janúar 2002 og í kjölfarið aðvörun frá lögregluyfirvöldum. Afhverju?

  Hann kastaði smápening sem kastað var inná völlinn aftur upp í stúku.

  Hvað heitir verslun Everton hérna í miðbæ Liverpool?

  Everton Two

  Líklega myndi Brendan Rodgers gefa mikið fyrir að eiga sóknarbakvörð eins og Steve Nicol í sínum röðum í dag. Kappinn sá hefur þó ekki bara skapað sér nafn í Englandi með Liverpool heldur varð hann líka farsæll knattspyrnustjóri í öðru landi, engin þjálfari hefur stýrt einu liði lengur þar í landi en Steve Nicol. Hvaða land er það?

  Bandaríkin.

  Tímabilið 1991/92 fóru tveir leikmenn með samþykki Souness frá Liverpool til Everton. Annar þeirrra var Gary Ablett en hin salan var öllu erfiðara að skilja, hvaða leikmaður var það?

  Peter Beardsley.

  Hvaða leikmaður hefur oftast komið inná sem varamaður í sögu Liverpool FC?

  David Fairclough

  Hvaða framkvæmdastjórar Liverpool eiga það á ferilskránni að hafa unnið þessa fimm evróputitla Liverpool í æðstu keppni félagsliða í Evrópu?

  Bob Paisley, Joe Fagan, Rafa Benítez.

  Hver er maðurinn? Ég er fæddur í Birkenhead á Merseyside. Ég fékk samning hjá 3.deildarliði Bolton og fór með þeim upp í efstu deild áður en ég gekk til liðs við Liverpool, uppáhaldsliðið mitt frá því í æsku. Þar spilaði ég 139 leik og náði að festa mig í sessi í landsliðinu. Frá Liverpool gekk ég til liðs við Blackburn. Þaðan fór ég til Sunderland en endaði ferilinn heima í Liverpool borg hjá Tranmere.

  Jason McAteer

  Liverpool hefur auglýst fimm styrktaraðila framan á búningum sínum í gegnum tíðina, nefnið þrjá þeirra

  Candy, Standard Chartered og Carlsberg

  Liverpool vann meistaradeildina árið 2005 eftir úrslitaleik gegn AC Milan. En spurt er, hvernig var byrjunarliðið hjá Liverpool?

  Dudek, Finnan, Hyypia, Carragher, Traore, Riise, Kewell, Luis Garcia, Gerrard, Alonso, Baros.

 6. Hér eru mín svör. Hvenær setjið þið inn réttu svörin?

  A

  Torres, fowler, gerrard
  Carragher, gerrard, hyypia
  Owen
  Carroll

  B

  James
  Carson
  5
  Northampon

  C

  Cisse
  McAteer?
  Ástralía
  Barnes og Heskey?

  D

  16 og 26
  Murhpy
  Keegan
  Ibe 33

  E

  Alonso
  Henti pening í áhorfanda
  X
  Noregur
  Collymore
  Fairclough
  Benitez, Fagan, Paisley
  X
  Carlsberg, Candy, Standard chartered
  Dudek, finnan, hyypia, carra, traore, kewell, gerrard, Alonso, baros, Garcia og Riise

 7. A – Enska úrvalsdeildin/Liverpool
  1. Gerrard, Fowler, Owen
  2. Carragher, Gerrard, Hyypia
  3. Owen
  4. El „dirtbag“ Diouf
  B – Markmenn
  1. Ray Clemence
  2. Jerzy Dudek
  3. Fimm
  4. Manstueftir Utd.
  C – Erlent vinnuafl
  1. Didi Hamann
  2. Stig Inge Björneby
  3. Írlandi
  4. Michael Thomas og Emile Heskey
  D – Squad Number
  1. 17 og 4
  2. Steve McManaman
  3. John Barnes
  4. 32
  E – Bland í poka
  1. Fernando Torres
  2. Kastaði pening í átt að stuðningsmönnum Arsenal.
  3. My Blue Heaven…… ??
  4. Portúgal
  5. Peter Beardsley
  6. Fairclough (super sub)
  7. Shankley, Paisley, Fagan, Benitez
  8. Robbie Fowler
  9. Candy, Carlsberg, Standard Chartered
  10. Dudek, Carra, Henchoz, Hyypia, Riise, Alonso, Gerrard, Hamann, Kewell, Garcia, Heskey

 8. Pub Quiz – Kop.is 04.10.13

  A – Enska úrvalsdeildin / Liverpool

  1. Hverjir eru þrír markahæstu leikmenn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni? Úrvalsdeildin var stofnuð 1992.
   Svar: 1. Fower 128 – 2. Owen 118 – 3. Gerrard 98

  2. Hverjir eru þrír lang leikjahæstu leikmenn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni?
   Svar:: 1. Carragher 422 – 2. Gerrard – 3. Hyypia

  3. Einn leikmaður Liverpool hefur verið valinn knattspyrnumaður Evrópu frá því úrvalsdeildin var stofnuð. Hver var það?
   Svar: Michael Owen

  4. Þegar Liverpool keypti Ian Rush aftur frá Juventus var enska metið slegið yfir hæsta verð fyrir greitt fyrir leikmann. Síðan þá hefur þetta met margoft verið slegið en bara einu sinni af Liverpool. Hvaða leikmaður Liverpool var það sem varð síðast dýrasti leikmaður landsins
   Svar: Stan Collymore. Hann kom fyrir 8,5m 1995 (Alan Shearer til Newcastle ári seinna stórbætti þetta met svo)

  B – Markmenn

  1. Liverpool hefur átt nokkra enska landsliðsmarkmenn. Hver þeirra hefur leikið flesta landsleiki í heild, bæði á meðan, fyrir og eftir þeir léku með liðinu?
   Svar: Ray Clemence 61 – David James spilaði 53

  2. Pepe Reina fór í haust til endurfunda við Rafael Benitez hjá Napoli. Pepe var aðalmarkmaður frá hausti 2006 og allt þar til Rafa fór sumarið 2010. Hann var þó ekki fyrsti markmaðurinn sem Rafa keypti til liðsins, hver var það?
   Svar: Scott Carson (kom frá Leeds í janúar 2005)

  3. Bruce Grobbelaar varði mark Liverpool frá árinu 1981 til 1994. Hversu marga deildartitla vann hann á þessu tímabili?
   Svar: Sex (1982, 1983, 1984, 1986, 1988, 1990)

  4. Varamarkvörður Liverpool þessa stundina er Ástralinn Brad nokkur Jones. Hann lék sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið gegn Blackburn Rovers en fyrsta opinbera leikinn þann vetur lék hann í deildarbikarnum. Gegn hverjum var það?
   Svar: Northampton í vítakeppnitapinu góða.

  C – Erlent vinnuafl

  1. Rafa Benitez leitaði mjög mikið til Spánar strax eftir að hann tók við árið 2005. Hans fyrstu kaup voru þó ekki frá Spáni heldur spennandi leikmaður sem hann fékk í arf frá forvera sínum í starfi sem var búinn að ganga frá kaupum á þeim leikmanni og voru það raunar dýrustu kaup ársins. Hvaða leikmaður var það?
   Svar: Djibril Cisse

  2. Hvaða viðkunalega norðmann keypti Greame Souness tvisvar sinnum sem stjóri? Fyrst til Liverpool árið 1992 og svo aftur til Blackburn árið 2000. Hann var fyrsti norðmaðurinn til að spila fyrir Liverpool.
   Svar: Stig Inge Bjornebye

  3. Við syngjum um Steve Heighway fyrir hvern leik og hversu gott var að hafa hann á kantinum þó líklega muni fæstir eftir honum sem leikmanni. En spurt er frá hvaða landi kemur þessi fyrrum yfirmaður Akademíu Liverpool?
   Svar: Hann kemur frá Írlandi, Dublin

  4. Liverpool hefur haft á mála hjá sér tvo leikmenn sem fæddir eru í Kingston á Jamaica. Báðir fluttu ungir með foreldrum sínum til London, og eru því enskir ríkisborgarar. Þeir eiga báðir landsleik eða landsleiki fyrir England. Hvaða menn eru þetta?
   Svar: Raheem Sterling og John Barnes

  D – Squad number

  1. Steven Gerrard, Captain Fantastic, leikur þessi árin í treyju númer 8. hann hefur hins vegar leikið í tveimur öðrum treyjunúmerum á ferli sínum með Liverpool, hver eru þau?
   Svar: 28 og 17

  2. Númerin á bökum leikmanna breytast ansi oft þegar ferill þeirra hefur náð flugi, eins og t.d. þegar Owen tók númerið í 10 í stað 18 auk þess sem við ræddum um Gerrard. Einn lykilleikmanna félagsins á tíma Evans og sérstaklega Houllier lék þó allan sinn feril hjá félaginu í treyju númer 13 en síðan hann fór frá Liverpool hefur þetta númer ekki verið í notkun. Hver er það?
   Svar: Danny Murphy

  3. Reglan um föst leiknúmer var tekin upp í ensku Úrvalsdeildinni haustið 1993 og á því nú 20 ára afmæli. Á fyrsta fastnúmeralista Liverpool má sjá marga snillinga. Jan Mölby í númer 14, Ronnie Whelan í númer 12 og auðvitað Ian Rush í númer 9. En hver var það sem fékk úthlutað fastnúmerinu 10 á þessum fyrsta lista?
   Svar: John Barnes (Paul Stewart var númer 8 og Nigel Clough númer 7)

  4. Föst númer Liverpool í dag liggja á milli númersins 1 og upp í 52. Á báðum endum eru markmenn og sá númer 52, Darren Ward, á ekki opinberan leik með Liverpool. Hvað er hæsta númer á núverandi lista leikmanna á samningi hjá LFC sem hefur sést inni á leikvelli í opinberum leik.
   Svar: 50 A. Morgan

  E – Bland í poka

  1. Hvaða leikmaður Liverpool var síðast í byrjunarliði í úrslitaleik á HM? Dugar ekki að nefna leikmenn sem voru í hóp eða varamenn.
   Svar: Dirk Kuyt 2010. Torres kom af bekknum í sama leik.

  2. Jamie Carragher fékk heldur óvenjulegt rautt spjald í bikarleik í janúar 2002 og í kjölfarið aðvörun frá lögregluyfirvöldum. Afhverju?
   Svar: Hann skilaði stuðningsmönnum Arsenal klinki sem einhver hafði “misst” úr stúkunni.

  3. Hvað heitir verslun Everton hérna í miðbæ Liverpool?
   Svar: Everton 2

  4. Líklega myndi Brendan Rodgers gefa mikið fyrir að eiga sóknarbakvörð eins og Steve Nicol í sínum röðum í dag. Kappinn sá hefur þó ekki bara skapað sér nafn í Englandi með Liverpool heldur varð hann líka farsæll knattspyrnustjóri í öðru landi, engin þjálfari hefur stýrt einu liði lengur þar í landi en Steve Nicol. Hvaða land er það?
   Svar: Bandaríkjunum

  5. Tímabilið 1991/92 fóru tveir leikmenn með samþykki Souness frá Liverpool til Everton. Annar þeirrra var Gary Ablett en hin salan var öllu erfiðara að skilja, hvaða leikmaður var það?
   Svar: Peter Beardsley

  6. Hvaða leikmaður hefur oftast komið inná sem varamaður í sögu Liverpool FC?
   Svar: Ryan Babel (81 sinni) Smicer var með 74, Murphy 71 og Fairclough 64

  7. Hvaða framkvæmdastjórar Liverpool eiga það á ferilskránni að hafa unnið þessa fimm evróputitla Liverpool í æðstu keppni félagsliða í Evrópu?
   Svar: Bob Paisley (3), Joe Fagan, Rafa Benitez

  8. Hver er maðurinn? Ég er fæddur í Birkenhead á Merseyside. Ég fékk samning hjá 3.deildarliði Bolton og fór með þeim upp í efstu deild áður en ég gekk til liðs við Liverpool, uppáhaldsliðið mitt frá því í æsku. Þar spilaði ég 139 leik og náði að festa mig í sessi í landsliðinu. Frá Liverpool gekk ég til liðs við Blackburn. Þaðan fór ég til Sunderland en endaði ferilinn heima í Liverpool borg hjá Tranmere.
   Svar: Jason McAteer

  9. Liverpool hefur auglýst fimm styrktaraðila framan á búningum sínum í gegnum tíðina, nefnið þrjá þeirra
   Svar: Hitachi – Crown Paints – Candy – Carsberg – Standard Chartered

  10. Liverpool vann meistaradeildina árið 2005 eftir úrslitaleik gegn AC Milan. En spurt er, hvernig var byrjunarliðið hjá Liverpool?
   Svar: Dudek – Finnan – Hyypia – Carragher – Traore / Garcia – Alonso – Gerrard – Riise / Kewell – Baros.

 9. Svarið við spurningu D í lið A er rangt. Andy Carrol var dýrasti leikmaður landsins í korter þegar Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda áður en Torres bætti svo það met.

 10. Nei, það var búið að ganga frá Torres sölunni áður en Carroll skiptin gengu í gegn.

Ferðasaga – Hópferð Kop.is

You´ll Never Walk Alone