Liðið gegn Palace

…er ekki komið, en það eru fáir á vaktinni og ég verð ekki fyrir framan tölvu næstu tímana (og símanum mínum var stolið) þannig að ég set hér inn færslu og menn geta svo rætt byrjunarlið í kommentum þegar að það kemur.

Skýrslan verður á sínum stað að leik loknum. Maggi og Babú og fleiri verða svo á Anfield og hvetja okkar menn til dáða.

66 Comments

  1. Önnur liðsuppstilling hjá félaginu hefur breyst þar sem King Kenny Dalglish er kominn í stjórn félagsins. Mikil gleðitíðindi þar!

  2. En eru samt ekki fastir liðir að allt fari á verst veg þegar KOP liðar mæta sjálfir á þessa leiki ? Á maður ekki bara að spá þessu 0-1 með 8 skotum í tréverkið, meiðslum á einhverjum lykilmanni og rauðu á Suarez ?

  3. Palace hefur unnið einn leik og tapað restinni, sigurinn kom gegn Paolo Di Canio og Sunderland í lok ágúst. Síðan þá hefur liðið ekki skorað mark. Þetta eiga að vera örugg 3 stig.

    Skal sætta mig við 1-0 samt. Áfram Liverpool !!!

  4. Liðið gegn C. Palace

    [img]http://this11.com/boards/abFClZqanU.jpg[/img]

  5. Byrjunarliðið komið inn: Mignolet, Sakho, Toure, Skrtel, Enrique, Henderson, Gerrard, Sterling, Moses, Sturridge, Suarez.

    Subs: Jones, Ibe, Wisdom, Agger, Aspas, Ilori, Alberto.

  6. Eitthvað hlýtur Sterling að vera að sýna á æfingum fyrst hann er alltaf fyrsti maður af bekk. Gæti liðsuppstillingin hugsanlega verið öðruvísi?

  7. Svona er liðið:
    Mignolet, Toure, Skrtel, Sakho, Henderson, Enrique, Gerrard, Sterling, Moses, Sturridge, Suarez.

    Subs: Jones, Ibe, Wisdom, Agger, Aspas, Ilori, Alberto.

  8. Joi spoi 3

    Einar er held eg Ekkert i liverpool borg, bara maggi og babu

    Vel sokndjarft lið, ekki viss að sterling meiki allann vænginn en kemur i ljós. ..

    Fer fram a þrenni fra suarez i dag og tvo fra sturridge, henderson og gerrard lika með eitt. Þetta smellur i dag og vinnum 7-0 🙂

  9. Ian Holloway syngur með You’ll Never Walk Alone, Þvílíkur Maður.

  10. Jæja, hélt kannski að einhver úr hópferð kop.is væri að missa sig í spennunni :p

  11. Hahah, þessi maður er ekki hægt! Ótrúleg seigla að koma þessu inn!

  12. Stefnir allt í meiriháttar veislu, Crystal Palace er að eiga skelfingar leik í hjarta varnarinnar, Vona hinsvegar að Sturridge sé ekki alvarlega meiddur.

  13. Tengingin milli varnar og miðju hjá Palace er ekki til staðar og við verðum að nýta okkur það, 2 Stykki so far en ef að Crystal Palace-Menn ætla að halda áfram að sýna svona varnarvinnu þá getum við búist við 2-3 mörkum í viðbót.

    Skil ekki afhverju O’Keefe fór ekki útaf fyrir tæklinguna á Sakho snemma leiks, Hann var með sólann hátt á lofti og átti að fjúka.

  14. Komnir í 2-0 og tilvalið að fínpússa sendingarnar sem eru frekar lélegar í augnablikinu.

  15. Finnst eins og menn séu að verða eitthvað kærulausir.
    Langar að sjá þriðja markið og ganga frá þeim endanlega.

  16. Hahaha, 0-0 og ég fór að laga kaffi , kem síðan aftur með heitann kaffibolla og …………. staðan er 2-0 🙂 Spurning um að fara að laga kaffi aftur 🙂

  17. Suarez og Sturridge eru tvíburar aðskildir í fornöld þarna frammi. Þvílík samvinna!

  18. 3-0 !! Glæsi!!

    Einhver ástæða hvers vegna Gerrard fagnaði ekki markinu….???

  19. Sterling gerir vel og við fáum vítaspyrnu, Captain Fantastic fer á punktinn og að sjálfsögðu smellir hann honum í netið, 3-0 Takk fyrir!

  20. Notts County eru með mun sterkara lið en þetta CP lið. Hrein og klár skelfing.

  21. Henderson > Lucas

    Ánægður með liðið núna, komið eitthvað jafnvægi í liðið sem hefur vantað, vonandi er þetta komið núna. Og Gerrard er að klára þetta úr víti – 3 : 0 🙂

  22. Liðið lítur allþokkalega út (mögulega understatement) og markaskorararnir flottir! Það sem mér finnst samt vera það jákvæðasta í dag (enn sem komið er) er framistaða Jordans nokkurs Hendersons! Hann er hreinlega búinn að bera höfuð og herðar yfir alla menn viðstadda á miðjunni í dag!

    Sem púllari verð ég samt að enda þetta á röfli og hér kemur það: sajitt hvað sterling er ryðgaður… Mögulega skiljanlegt þar sem hann hefur ekki spilað neitt mikið en þetta eru samt vonbrigði. Ágætur sprettur þegar hann vann “vítið” en annars verið mistækur og slakur. En hann á seinni hálfleikinn eftir. Vonandi steppar hann upp sitt game!

    Áfram Pool =P =) =D

  23. Flott staða í hálfleik EN leikurinn er bara hálfnaður. Nú er mikilvægt að slátra þessu islogi #38 segir. Laga markatöluna því hún mun skipta máli líka.

    Mér finnst Sterling hræðilegur varnarlega þarna á kantinum en hann er baneitraður sóknarlega og þetta var víti, einfaldlega lélegur varnarleikur hjá CP.

  24. Flottur leikur. Henderson góður. Sterling ekki Liverpool material enn sem komið er. Er að klikka of mikið á einföldum hlutum.

  25. Hvað sem má um aðra leikmenn segja, eru þó allir góðir, þá er Henderson búinn að vera ómetanlegur á miðjunni. er alltaf mættur í við boxin í sókn og vörn og sópar sinn varnarhelming og fínar sendingar. Sem sagt búinn að vera frábær. Sóknardúettinn Súarez/Sturridge er líklega sá hættulegasti í deildinni. Frábær hálfleikur og vonandi bæta okkar menn við nokkrum mörkum í seinni til að eiga í sarpinum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  26. Er ekki Sterling stræker? Hann er að spila sem kantmaður þannig að sendingar eru ekki hans sterka hlið.

  27. Gerrard kominn með 99mörk.
    Hann verður í öllum sóknum liðsins í seinni til að ná þessu eina í viðbót 🙂

  28. Eg spaði 7-0 fyrir leik herna ofar i þræðinum

    Suarez 3
    Sturridge 2
    Gerrard 1
    Henderson 1

    Gæti vel gengið eftir 🙂

    Frábærir sóknarlega i þessum leik en vörnin ekki traustvekjandi …

    En koma svo setjum 4-5 mörk i viðbot, halda bara afram að keyra a þa…

  29. Mig langar að gefa Ian Holloway stórt knús.
    Held að honum veitir ekki af því.

  30. Hvað á wing-back eins og Enrique að halda þegar hann er með boltann og miðvörðurinn biður um boltann í over-lappi….. Þvílík snilld sem Sakho er!!!

  31. Spá mín (#3 í síðustu færslu) var nú ekki alröng. 3-0 og innáskiptingar. Nú vantar bara Aspas til þess að hrista af sér slyðruorðið.

  32. Jordan Henderson maður leiksins, frábær í þessari stöðu. Stopper, góðar sendingar og ógnandi fram á við. Lucas kemst ekkert aftur í liðið!

  33. Flottur leikur. Nú má hvíla Sturridge og gefa Aspas sénsinn í strækernum!

  34. Úff, 3-1, af hverju er engin á stönginni í svona aukaspyrnu ? 3-0 í hálfleik og við viljum fleiri mörk, en menn virðast bara vera saddir :-/

  35. BR verður að fara að taka á þessu með föst leikatriði á móti okkur!

  36. Henderson er búinn að vera stórkostlegur. Ekki amalegt að sjá toppklassa miðjumann bruggast hjá okkur, veitir sannarlega ekki af eins og hópurinn lítur út og m.t.t. aldurs fyrirliðans.

    Ps. ætlar fyrirliðinn ekki að skila hundraðasta markinu fyrir framan kop.is gestina? 🙂

  37. Þar fóru 12 stig hjá mér Fantasy. Hvernig er hægt að láta 160 cm smástrák skora gegn sér úr föstu leikatriði? Er með Sturridge sem captain og því eins gott að hann skori annað mark til að bæta þessa drullu Enrique upp. Afhverju var hann ekki bara á vinstri stönginni í stað þess að standa eins og álfur á miðjum markteignum gerandi ekki neitt?

  38. Þrátt fyrir að þetta sé solid sigur þá er alveg virkilega stórfurðulegt að liðið geti bara spilað 45 mínútur á góðu tempói og fari svo bara í park.

  39. Voðalega er erfitt að losna við þetta seinni háfleiks syndrome 🙁 anægður með stiginn 3 mörkin 3…. Föst leikatriði er þetta eitthvað djók? svona blendnar tilfinningar með liðið Margt sem er gott enn margt sem má laga…..

  40. Hálf súralískt að vera á toppi deildarinnar og vera svo hálf fúll með spilamennsku sinna manna!! Crystal Palace áttu seinni hálfleikinn og okkar menn féllu enn eina ferðina í gryfju kæruleysis. Miðað við leikjaálagið hjá Liverpool þessa leiktíðina þá vill maður bara sjá menn í klikkuðu overdrive allar 90 mínúturnar… og ekkert hörmungans kjaftæði… Þetta veldur mér aðeins áhyggjum uppá framhaldið að gera!! En sól í heiði og brosá vör…. Liverpool vann í dag. 🙂
    YNWA

  41. við erum með einfaldlega besta lið engalnds.
    Það er hvergi veikann blett á okkur að finna.
    Suarez er klárlega besti, nei sorry, langbesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi !
    Ég er svooo bjartsýnn á að stóri gripurinn komi heim að það er ekki fyndið !

  42. Suarez og Sturridge voru einu númeri of stórir fyrir Palace. Bara þeir 2 einir eiga eftir að tryggja helvíti mörg stig í vetur.

  43. Maður er auðvita búinn að fylgja þessu liði í mörg ár(1981 model) og verð ég að segja að alltaf er hægt að gagnrýna eitthvað. Oftar en ekki þegar liðið var að spila glimrandi flottan fótbolta en stigin skiluðu sér ekki þá var verið að gagnrýna það og menn tala um að stigin eru það eina sem skiptir máli. Núna eru þau að detta inn en vantar dálítið uppá spilamenskuna og þá er hægt að gagnrýna það.

    Að halda með Liverpool er rúsíbanaferðalag og ætla ég einfaldlega að njóta þess að sjá liðið á toppnum þótt að það sé bara í smá stund.

    Mignolet 6 – lítið að gera en var solid

    Sakho – 8 frábær leikur og fannst mér skrítið að sjá hann fara útaf

    Skrtel 7 – en einn góði leikurinn

    Toure 7 – kaup ársins ef kaup skildi kalla.

    Sterling 4 – Lélegar sendingar, getur varla varist og er ekki að komast framhjá leikmönum. Þetta er ekki góð staða fyrir hann þar sem það eru gerðar kröfur um varnarleik en hann er skári framarlega á vellinum en hefur ekki náð sér á strik það sem af er tímabilinu(verður samt rosalega góður held ég og framtíðar Liverpool legend). Get ekki beðið eftir Glen sem mun elska þessa stöðu

    Jose 6 – var solid og var gaman að sjá hann keyra upp völlinn en en og aftur ein fáranleg misstök sem hefðu getað kostað mark. Ég er samt á því að Jose er mikilvægur fyrir okkur.

    Henderson 6 – fann sig vel á miðjuni og vann vel fyrir liðið.

    Gerrard 6 – rólegur leikur hjá fyrirliðanum en var solid

    Moses 6 – Hefur verið inn og út úr leikjum og var þetta en ein svoleiðis framistaða en hann á eftir að nýtast okkur vel.

    Suarez 8 – algjör snillingur og lét varnamenn Palace hafa fyrir því í dag

    Sturridge 7 – flottur leikur og en eitt markið. Á það til að hanga of lengi á boltanum en hann og Suarez virðast samt ná vel saman.

    Agger 6 – gerði lítið í þessum leik og fannst mér þetta skrítin skipting þar sem Sakho var búinn að vera frábær

    Luis Alberto 6 – solid eftir að hann kom inná

    Aspas – fékk lítin tíma en ég hef trölla trú á þessum leikmanni og á hann eftir að nýtast okkur vel

    3-1 sigur = 3 stig og var þetta eiginlega aldrei í hættu, þrátt fyrir að í stöðuni 2-0 þá hefði Palace getað skorað og menn voru kærulausir

  44. Henderson var mun meira en sexa í þessum leik, var alveg fáránlega góður þarna á miðjunni.

Crystal Palace á morgun

Liverpool 3 – Crystal Palace 1