Opinn þráður

Afsakið frekar rólega viku hérna á síðunni, flest allt sem við erum að brasa við tengt kop.is fer núna fram bak við tjöldin enda fer fyrsta hópferð kop.is í loftið kl: 8:00 í fyrramálið. Kristján Atli  skellti sér reyndar til Þýskalands þar sem hann er líklega að vinna að upphitun fyrir Evrópuleiki næsta tímabils.

Það er annars ansi lítið bitastætt að frétta af okkar mönnum, veröldin er alltaf betri vikuna eftir sigurleik og núna er sigurinn gegn Sunderland það eina sem maður spáir í úr þeim leik, ekki spilamennskan.

Svavar Station bendir á merkilega frétt úr Echo í síðasta þræði sem ég mæli með að menn skoði.  Þarna er einn af virtari dómurum Englands undanfarin ár að drulla yfir enska knattspyrnusambandið og hentistefnu dómstól þess furðulega apparats. Hugsið út í það, hefði Suarez sloppið og umfjöllunin verið svona lítil?

En þetta er opinn þráður, upphitun kemur svo inn á morgun.

27 Comments

 1. Fitness update á meiðslapésana:

  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/aly-cissokho-return-liverpool-fc-6133026

  Cissokho gæti dottið inn í liðið um helgina og Glenda og Allen klárir í þarnæsta leik. Coutinho byrjar að æfa létt í næstu viku og væntanlega klár í þar-þarnæsta leik. Afskaplega jákvætt og væri gaman ef Enrique gæti bara notað helgina í að leika sjálfan sig í FIFA 14 frekar en að byrja gegn Palace.

 2. þar sem þetta er opinn þráður þá vil ég spurja útí eitt: Menn hafa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar talað hér um hvort glasið sé hálffullt eða hálftómt. Getur einhver sýnt mér þetta myndrænt? Er ég kannski einn um að skilja aldrei þessa umræðu?

 3. það verður gott að fá þessa menn aftur
  hópurinn er ekki það stór 🙂

 4. Páló Hér er glasið hálf fullt

  Hér er það svo hálf tómt.

  Fer eftir því hvernig þú horfir á þetta.

 5. Glasið á myndunum er auðvitað alveg fullt.

  Helmingurinn af vökva (líklega vatn) og hinn helmingurinn af andrúmslofti.

  En til að svara spurningunni þinni Páló, þá er bara verið að meina hvort þú horfir á hlutina með jákvæðum eða neikvæðum augum.

 6. Smá yfirlit yfir stöðuna.

  Maður gerir kannski of lítið af því að horfa á önnur lið nema í stuttum útgáfum en ég horfði með fullri athygli á megnið af Tottenham – Chelsea um helgina. Miðað við alla okkar leiki þá eru þessi bæði lið komin töluvert lengra en við, sérstaklega í sóknarleiknum. Bæði lið á miklu tempói í ca. 75 mínútur og mjög vel flæðandi sóknarleikur, og það gegn vel spilandi og sterkum vörnum. Þá hafa bæði þessi lið sterkan bekk sem við höfum ekki. Ég geri mér grein fyrir því að við höfum ekki náð að stilla upp okkar sterkasta liði en ef þetta eru liðin sem við eigum að berjast við um 3-4 sætið þá held ég að við eigum varla séns. Fjarvera Coutinho og Johnson hafa svakaleg áhrif á liðið því þetta eru stöður sem við eigum ekki nógu gott back-up í.

  Hvað hópinn okkar varðar þá lýsti ég þeirri skoðun minni í sumar að salan á Downing væri til þess fallin að veikja hópinn. Það hefur nú komið á daginn. Ég vildi frekar lána Sterling þannig að hann fengi nógan spilatíma og gæti unnið stöðugt í því að efla sig, stöðugleikann og spilamennskuna. Við búumst við ansi miklu af þeim gutta og hann virðist vera á einhverjum þröskuldi núna sem hann á erfitt með að komast yfir. Ég hef líka mínar efasemdir um að hann falli sérstaklega vel inn í það kerfi sem Rodgers vill nota. Mér sýnist sem hann sé meira out-and-out-winger meðan Rodgers vill frekar nota miðjusæknari leikmenn í sóknarstöðurnar. Og það á kannski líka við um Moses. Ekkert sérstaklega skapandi leikmaður en getur tekið menn á og er ágætlega hættulegur nálægt boxinu. Bíðum og sjáum.

  Af toppliðunum þá sýnist manni Man U vera með slakasta liðið (ennþá) og Arsenal og Tottenham eru slatta sterkari en maður átti von á. Sama má kannski segja um Man C. Það er því brekka framundan hjá okkar mönnum og fyrir desember þurfum við að vera komnir í ansi vænlega stöðu ef við ætlum okkur í topp 4 baráttuna. Það er samt auðvitað mjög jákvætt að vera komnir með 13 stig eftir ekki svo sérstaka spilamennsku.

 7. Er ég einn um það að sjá engan mun á glösunum á myndinni eða er ég að verða geðveikur?

 8. Nr. 9

  Haha fer eftir því hvort þú ert að horfa á þessar myndir með mismunandi hugarfari 🙂

 9. Krummi: prófaðu að afrita urlið á myndirnar og skoða muninn á þeim…

 10. Vondandi að meiðslapésarnir verði komnir í gírinn í lok mánaðarins, enda hrikalega erfitt prógram í nóvember og desember – fimm útileikir gegn liðunum sem eru að berjast um þetta “svokallaða” 4. sæti (Arsenal (2/11), Everton (23/11), Tottenham (15/12), Man City (26/12) og Chelsea (28/12)). ManU virðist búnir að gefast upp. Þýðir bara léttur seinni hluti tímabilsins!

 11. Bæði glösin eru klárlega helmingi stærri en þau þurfa að vera. Svona eins og hvatvísin hjá suarez, titlafjöldi Man ud, peningaeyðslan hjá Chelski, city og tottenham.

 12. Er að horfa á Swansea í evrópudeildinni, mikið rosalega er þetta skemmtilegt lið. Samstilltir og hugrakkir í leik sínum og þetta er fjandi góður leikur með allskonar látum líka. Hvet ykkur að kíkja á hann á Bloodzeed ef þið hafið ekki neitt betra að gera

 13. Sælir félagar

  Mér finnst vera miklu minna í hálftóma glasinu en í því hálf-fulla. Ég tek það fram að mér er farin að daprast sjón svo ef til vill er þetta öfugt.

  Það er nú þannig

  YNWA

 14. Það verður ekkert leiðinlegt að klára Palace og vera þá 9 stigum á undan litla liðinu í manchester og á toppnum í þokkabót, fínt að leggjast á koddann með þessar hugsanir í kvöld!

 15. Liverpool í öðru sæti og að fara mæta C.Palace sem lítur út fyrir að vera með slakasta liðið í deildinni. Aldrei hægt að bóka sigur en tippa samt á 4-0

  Topp 3 leikmenn Liverpool á þessu tímabili:
  1. Sturridge
  2. Mignolet
  3. Toure

  Botn 3 leikmenn Liverpool:
  1.Sterling
  2. Aspas
  3. Agger

 16. Góða ferð út

  Þetta er leikur sem á alltaf að vinnast, man ekki eftir lélegra liði síðan Derby var og hét í EPL.

  Að vita af Suarez og Sturridge að fara eiga við Mariappa og Gabbidon, er eins og að vita af Obama á leiðinni í debate við Söru Palin.

  Ábyrgðin er öll ykkar að hér verði ekki stórslys, með því fylgir skylda um að sannfæra Rodgers af pöllunum um að halda Aspas á bekknum út 90 mínúturnar

 17. Pre match fjölmiðlafundurinn hjá BR var góður í gær.
  Hann er að venju hógvær, metnaðarfullur og jarðbundinn þjálfari.

  Það kemur mér ekkert á óvart að sögusagnir um það að menn séu spenntir að fá hann sem næsta þjálfara Englands sem og að man sjitty horfi hýrum augum á þennan unga hæfileikaríka þjálfara, enda er Pellegrini gamall kall og tímabilið hjá honum stefnir í eitt stórt svekkelsi, þrátt fyrir milljarðakrónuhóp dauðans. Bayern Munchen léku sér að þeim á þeirra eigin heimavelli. Þeir létu þá ljósbláu líta út eins og þetta væri annar flokkur kvenna.

  Málið er að mínu mati að LFC eiga að negla BR til framtíðar. Hann á tvö ár eftir að samningi sínum og við púllarar þekkjum það hvað það tekur langan tíma að byggja upp á nýtt öflugt veldi. Við erum klárlega skrefi á undan mörgum öðrum liðum hvað varðar að hafa svona ungan og hæfileikaríkan þjálfara ásamt stefnu þeirra sem reka félagið. Auk þess er félagið með þá tilhneigingu að vera sigursælt. Liverpool er komið í þá merkilega stöðu að eiga góðan séns á miklum sigrum á næstunni þrátt fyrir gjaldþrot fyrir örfáum árum síðan. Hvar eru Leeds núna?

  Á fjölmiðlafundinum í gær hrósaði BR Henderson mikið fyrir vinnuframlagið. Ég er algjörlega sammála og ég virkilega vona að hann fái að spila á miðjunni þar sem hann mun þeysast um eins og Ajax stormsveipur en á meðan okkur vantar Glen þá er það ólíklegt.

  Eins nefndi hann Joe Allen í stöðuna hans Lucas.

  Brendan sagði að þeir (við) værum að njóta augnabliksins á meðan það gengur vel að innbyrða þrjú stig og ítrekaði það að deildin er töff. Man city, chelskí og man jú hafa misstigið sig hingað til í deildinni. Southampton-leikurinn voru mikil vonbrigði og hann ítrekaði það að heimavallarformið væri mjög mikilvægt til að byggja upp góðan árangur og stöðugleika. Ef tap á móti Southampton er nóg til að vera með bullandi rönn allt árið þá tek ég því fagnandi. Ég hef fulla trú á öðru mjög góðu skriði núna.

  Hann hrósaði Crystal Palace og þjálfara þeirra, Halloway. Einnig benti hann á að þeir stóðu vel í manjú og Stoke þrátt fyrir töp.

  Með sigri (skyldusigri í rauninni) verðum við á toppnum enn á ný a.m.k. fram á næsta dag þar til spurs spila sinn leik á móti West Ham. Í versta falli með sigri verðum við í öðru sæti inn í landsleikjahlé og menn fá tíma til að jafna sig á meiðslum.

  Tíminn vinnur með okkar liði.

 18. Leikmannakaupin flest öll þessa dagana hjá félaginu eru að takast mjög vel. Sturridge, Coutinho, Mignolet, Toure, Sakho, Moses…o.s.frv. Það sýnir manni bara að það er verið að halda vel á spöðunum. Liðið er farið að keppa aftur af alvöru krafti um að komast í meistaradeildina. Ég var frekar bjartsýnn fyrir tímabilið og nokkuð viss um að liðið yrði í baráttunni svo hafa væntingarnar dalað talsvert þegar maður hefur séð spilamennskuna.

  Stigin hafa hinsvegar rúllað inn og þakkar maður Mignolet og Sturridge fyrir að loka markinu og nýta færin. Þetta eru einfaldlega betri menn heldur en við vorum með í fyrra á sama tíma.

  Tilfinningin hjá manni er að þetta verður ströggl og óstöðugleikinn haldi áfram. En ef nýju mennirnir aðlagast hratt þá gæti liðið auðvitað farið á run. Maður hefur auðvitað áhyggjur af miðjunni. Þar vantar betri menn og við fengum ekki manninn inn sem virðist vera gapandi þörf á. Gerrard, Henderson, Lucas og Allen er varla mikil meistaramiðja og vonandi tekst að uppfæra hana í janúar.

  Allavega ánægður með að það eru ekki keyptir einhverjir njólar til að fylla upp í skörðin eins og oft hefur verið gert áður (Aspas mun verða góður).

Sunderland – Liverpool 1-3

Crystal Palace á morgun