Liðið gegn United

Byrjunarliðið gegn United er sem hér segir:

Mignolet

Touré – Skrtel – Sakho – Enrique
Gerrard – Lucas
Henderson – Suarez – Moses
Sturridge

Bekkur: Jones, Kelly, Wisdom, Alberto, Ibe, Sterling, Aspas.

Nokkuð sterkt lið í dag. Agger og Allen missa af en annars er þetta sennilega sterkasta lið sem við gætum stillt upp í dag.

Koma svo, áfram Liverpool!

58 Comments

  1. Djofull lyst mer vel a þetta 🙂

    Klarum þetta 1-2 . Suarez og sturridge skora

  2. Hefði alveg viljað sjá Kelly eða Wisdom í bakverðinum í stað Toure en ætli það sé ekki ástæða fyrir því að ég horfi á leikinn í sjónvarpinu en ekki af bekknum 🙂

  3. Hel sáttur 🙂 Væri gott að hafa G J en maður fær ekki allt … Hlakka til að fá hann inn aftur 🙂

  4. Klikkaði á Skrtel væri inni og Wisdom úti. Þetta er bara eins sterkt og er í boði held ég. Nú er bara að leggjast á bæn og vona að það verði engin meiðsli í þessum leik. Misstum þrjá ef ég man rétt í síðasta deildarbikarleik.

  5. Flott lið. Frábært að sjá Suarez og Sturridge báða inná.

  6. Vona að menn verði fljótir að aðlagast að því að Suarez sé kominn í liðið. Það þýðir að hann verður fljótandi út um allt í sóknarleiknum og Henderson, Sturridge og Moses þurfa að finna sér pláss annars staðar. Þetta þýðir líka að Henderson þarf að vera duglegur að bakka bæði niður á miðju og að höndla vinstri bakvörðinn hjá Man U. Ég á ekki von á því að sjá Suarez og Sturridge mikið á okkar vallarhelmingi. Segi 1-1, Liverpool vinnur eftir vítakeppni. Bara alla leið með þetta. Game on!

  7. Buttnes, Evans, Smalling og Rafael Öftustu 4 hjá Utd. Giggs og Jones á miðjunni. Hef reyndar áhyggjur af framlínunni þeirra. Nani, Kagawa, Rooney og Hernandez.

  8. De Gea, Rafael, Evans, Smalling, Buttner, Nani, Jones, Giggs, Kagawa, Rooney, Hernandez

    Held að við séum sterkari alls staðar á vellinum í kvöld, amk. á pappírnum.

  9. er að vona að Gerrard sé í AMC og Suarez úti á kant að rotera við Sturridge, Hendy og Lucas á miðjunni.

  10. Frábær leikur í alla staði. Suarez ekki alveg komin í leikform ennþá, vantar enn soldið upp á augað fyrir spilinu. Finnst við vera beittara liðið það sem af er leiks.
    Nú er bara að sjá hvort að seinni hálfleiks draugurinn láti á sér kræla.

  11. Þetta er búinn að vera rosalega tens leikur. Liðin að skiptast á að vera 70% með boltann og sækja svipað mikið. Getur fallið á hvorn veginn sem er. Sakho að koma til og alles. Gerrard ljósárum betri en í síðasta leik.

  12. Athyglisvert upplegg hjá BR í dag.

    Magnaðir þessir boltar hjá Gerrard hátt upp á vinstri á Enrique, sem er búinn að vera öskuduglegur en þó klaufskur á köflum. Góð vinnsla á Moses á köflum líka, en vantar svolítið upp á (hjá öllum) þegar á síðasta þriðjunginn er komið. Gott spil þarf að enda með marktilraun, annars er það lítils virði. Suárez þarf að spila sig aðeins í gang, sýnist mér! Sakho virkar yfirvegaðri en til þessa, er vonandi farinn að venjast EPL.

    Verður fróðlegt að sjá hvort miðjan heldur áfram að virka í síðari hálfleik, því við erum að líta mun betur út en man utd, fyrir utan upphafsmínúturnar og einstaka skyndisóknir. Megum þó alls ekki við doðanum sem við höfum verið að sjá í seinni hálfleik, þar sem okkur tókst ekki að skora í fyrri.

    Það verður seint sagt að Klattinn sé að gefa okkur neitt, en menn eru samt stundum að pirra sig aðeins of mikið á því.

  13. Heimta leikann fyrir að klúðra svona dauðafæri eins og Moses klúðraði!!!

  14. Að lesa sum kommentin hérna er í besta falli hlægilegt. Það er eins og sumir telja að þess leikur sé skyldusigur við erum að spila við utd á old trafford

  15. góður leikur að mestu hjá okkar mönnum en hörmungar skiptingar hjá Rodgers. Kelly er engu að skila fram á við.

  16. Ivar #23
    Hvern annan átti hann að sitja inn? Lucas var búinn að eiga skelfilegan dag og henderson eini sem getur spilað stöðuna hans

  17. Jákvæða við að tapa á móti utd núna er að moyes verður ekki rekinn 😉

  18. Brendan Rodgers skítféll á managerprófinu annan leikinn í röð.

    Hvað verður það næst? Moses í markið og Mignolet á kantinn?

  19. Þegar Kútinjó kemur aftur verður þetta Liverpool lið killer. Hvað er það annars með hornin í þessum leikjum?

  20. Er ekki hægt að selja þetta Rodgers drasl í janúar. Ekki mikil löngun að vinna þennan leik hjá honum.

  21. Eru menn kannski að átta sig á hvað Lucas er mikið til trafala í þessu liði

  22. þú sem kallar þig deus.æ greyið mitt farðu eh annað, please.bara svona fyrir okkur hin.

  23. Rólegan æsing Kiefer ! já sælir félagar..við vorum á trafford og united töpuðu seinast..united tapa ekki 2 í röð. Menn vilja bara hálshöggva Rodgers og hvaðeina þvílíka vælið þetta var eitthver mikkamús cup. það verður allavega ekki hvílt menn fyrir mikið núna þannig við getum einbeitt okkur að því sem skiptir máli að ná meistaradeilda sæti takk fyrir.
    ps hættið þessu væli.

  24. Jæja, vorum óheppnir í dag. Fínn leikur og hefði getað dottið með okkur líka. En stórkostleg komment hjá sumum hérna inni að venju og maður spyr sig stundum, hverslags stuðningsmenn eru þetta? Það eru engin rök bara drullað yfir liðið.

  25. Það er ekkert meira pirrandi en að tapa fyrir man. utd, en að tapa með sterku liði
    okkar gegn B-liði þeirra, og verst er það að sjá smettið á moyes fagna eins og snaran
    væri farin af hálsi hans.
    Þarna hafði Liverpool möguleika að jarða þetta lið og koma moyes og þessu
    helvítis united liði í mikla sálræna kreppu.

  26. Fínasti leikur, gott spil, sköpuðum bunka af sénsum og hálfsénsum. Suarez kominn aftur og virðist bara í fínu formi. Gat alveg fallið okkar meginn…. og hey þetta er f….. framrúðubikarinn, hverjum er ekki sama um þá dollu!

  27. þetta var leikur sem hefði getað dottið hvorum megin sem var en datt því miður þeirra megin í dag. Ef þetta lið hefði getað spilað sig betur saman með Suarez innanborðs að þá hefðum við skorað í fyrri hálfleik. En í heildina litið er ég ekkert svo svekktur.
    Henderson heldur áfram að heilla mig og er að verða betri með hverjum leiknum.

    Þá er bara að mæta Sunderland í næsta leik.

  28. veit ekki með ykkur, en mér er nokkuð sama um að detta út úr þessari keppni, ég held nefnilega að þetta auki lýkunar á því að ná 4 sætinu.

  29. Virkilega flottur Liverpool leikur á erfiðum útivelli. Við vorum betri í þessum leik en það skiptir engu máli á meðan að við klárum ekki færinn og fáum á okkur aulamörk.

    Mér finnst Rodgers eiga hrós skilið fyrir að spila 3-5-2 og kom það Man utd á óvart og sá maður oft liverpool sundurspila Man utd trekk í trekk og fengu fullt af plássi fyrir framan vörnina og munaði oft litlu að við værum komnir í algjör dauðafæri.

    Mignolet 7 – fín leikur hjá honum

    Toure – 7 – stóð fyrir sínu

    Skrtel 8 – frábært en eina ferðina

    Sakho 8 – loksins sá maður fyrir hvað liverpool var að borga

    Jose 6 – átti markið en fyrir utan það var hann frábær( hefði fengið 8 hjá mér ef hann hefði dekkað í þessari hornspyrnu)

    Henderson 5 – hefur oft leikið betur en leit betur út eftir að hann fór á miðjuna

    Lucas 6 – frábær fyrirhálfleikur þar sem hann var að vinna boltan trekk í trekk en átti lélegan síðari hálfleik og tapaði boltanum trekk í trekk og var ekkert annað í stöðuni en að taka hann útaf

    Gerrard 8 – vinnslan, sendingarnar og baráttan var kominn í gang eftir skelfilegan Southampton leik

    Moses 6 – er ekki kominn í form. Var flottur í fyrihálfleik en virkaði þreyttur í þeim síðari

    Kelly 5 – kom með lítið inní þetta
    Sterling 5 – snillingur í að koma sér í vandræði og tapa boltanum.

    Rodgers 8 – Mér fannst hann stilla upp réttu liði, liðið var betri en Man utd og leikerfið gekk upp. Mér finnst hálf lélegt að skamma hann fyrir það að menn dekka ekki sinn mann í hornspyrnu. Mér fannst rétt að taka Lucas útaf og láta Henderson inn á miðjuna. Kelly var settur inn því að hann nennir að spila vörn og er hávaxinn og lætur finna fyrir sér. Moses var sprungin og hefði ég sett Aspas inná í staðinn en Sterling varð fyrir valinnu og stóð sig ekki en maður skilur alveg að henda inn smá hraða.

    Fyrir mér þá eru úrslitinn skelfileg en spilamennska liðsins var heilt yfir betri en ég hef séð í nokkrum leik í vetur. Við spiluðum flottari leik núna heldur en þegar við unnum Aston Villa, Stoke og Man utd. Ég veit að þetta snýst allt um úrslit en ég vill líka sjá menn leggja sig fram og spila fótbolta og það sá sé í dag í 90 mín en það hefur ekki gerst nema í fyrri leiknum gegn Man utd.

    P.s get ekki beðið eftir því að sjá Moses fara á kanntinn fyrir Henderson og Coutinho fyrir aftan Sturridge og Suarez

    Sturridge 6 – ógnandi og áttu nokkra fína spretti en stopaði boltan of oft.

    Suarez 8 – vantar aðeins uppá snertinguna en VELKOMINN AFTUR, þvílíkur snillingur þessi maður.

  30. Verð að segja að mér finnst leiðinlegt að detta úr þessum bikar því að mér fannst helvíti gaman að sjá Liverpool vinna þessa dolli 1995, 2001, 2003 og 2012.

  31. Get bara ekki skilið þessi komment “fínt að detta út úr þessum bikar” eða “hverjum er ekki sama að tapa þessum leik”!!!

  32. Jæja þá er að setjast niður og skrifa smá pælingar um þennan leik… skrítið að sitja og horfa á þetta og þó að við höfum verið að tapa fyrir Manjú þá gat maður klárað að horfa á allan leikinn en ekki eins og á móti Southampton þar sem ég gafst upp og fór inní herbergi að brjóta saman þvottinn síðustu 10 mínúturnar… Liðið var heilt yfir að mér fannst mjög gott en ég er með nokkrar pælingar..

    Hvers vegna skýtur Sturridge ekki í fínum færum inní teig eins og hann er búinn að vera að gera í allan vetur… fannst hann alltaf vera að leita að sendingunni á Suarez þegar hann hefði átt að skjóta… Spurning um smá “pung”

    Eins hefur mér fundist eins og ábyggilega mörgum hérna að Lucas Leiva hafi verið mjög slappur ef ekki bara lélegur í síðustu leikjum eftir að Coutinho meiddist… Maður sér ekki sömu yfirferðina og að hann sé að hægja á upphlaupum liða eins og hann er svo öflugur í.

    Eins verð ég að segja að mér fannst Sakho algjör skepna í leiknum… þvílíkur leikmaður… hann er ófeiminn við að henda sér í hraustlegar tæklingar og er með einhverja mögnðustu tímasetningar í tæklingum sem ég hef séð síðan Gerrard var uppá sitt besta… Held líka að hann hafi ekki átt feilsendingu fyrr en 91,24 mínútur voru búnar af leiknum. Held strákar mínir og stelpur að við höfum gert fantakaup í þessum leikmanni og spurning ef varnarmenn væru metnir til jafns við miðju/sóknar-menn að Liverpool FC yrði kært fyrir þjófnað/nytjastuld á manninum.

    Vonandi að við náum að vinna beygt en þó ekki brotið lið Sunderland á sunnudaginn og að liðið nái að girða sig í brók.

    En ljós að við söknum mikið Glen Johnsons og Coutinhos í liðinu.

    En ég ætla að halda áfram að brosa allan hringinn eins og ég er búinn að gera í allan vetur þar sem við erum í 5.sæti og Manjú númer átta… YNWA

  33. Ég hef virkilegar áhyggjur af hversu slakan karakter sumir leikmenn hafa að geyma þegar eitthvað bjátar á. Enrique var góður í fyrri en átti hernandes i markinu og missir bara haus eftir það. Sumir segja að sturridge sé lélegur með suarez frammi en það er bara eingöngu sturridge að kenna. Hann fékk fullt af sénsum að koma sér i alvöru færi en ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum í byrjun þá nær hann hausnum á sér ekkert aftur til baka. Vorum samt nokkuð góðir í dag og með betri einbeitningu,áræðni og stundum betri ákvarðanatökum í sóknum okkar þá hefðum við allan daginn átt að vinna united úti sannfærandi

  34. Menn tala um B-lið Man utd. Það finnst mér eiginlega vanvirðing því að ég held að þetta svokalla B-lið sé nánast sterkara en A-liðið. Tökum út Hernandes, Giggs, Buttner og Smalling og hendum inn Carrick, RVP og Evra. Valencia og Young eru búnir að vera skelfilegir og tæki ég Nani og Kagawa fram yfir þá alltaf.

    Hjá okkur vantaði Glen Johnson og Coutinho sem eru algjörir lykilmenn hjá okkur.

  35. Þetta var góður fótboltaleikur.
    En Liverpool tapaði og það er alltaf leiðinlegt.

    liðið spilaði þó báða hálfleikana vel og það eru batamerki.

  36. Sverrir Björn 47# Það vantaði líka “litla Brassan”! Djöfulsins væll alltaf hreint.

  37. Samt annar 1-0 leikurinn í röð sem tapast á hornspyrnu. Ekki mikill meistarabragur yfir því. Hvernig er það eru æfingasvæðin tóm þegar Gerrard er að æfa hornspyrnur?

  38. Áttum engu að síður vinna þennan leik án Coutinho þar sem Suarez kom inn. Skil bara ekki af hverju við vorum að kaupa Alberto og lána Suso þegar Suso er mun betri leikmaður. Ég hélt að við hefðum keypt hann og Aspas til að auka breidd, það hefði verið kostulegra að nota þá í þessari keppni. Steven Gerrard er enganveginn að finna sig í þessari stöðu og hlakka ég mikið til að fá Allen til baka og færa SG upp. Enrique virðist oft vera heilalaus á köflum, hann og Gerrard áttu auðveldlega geta komið í veg fyrir þetta mark.

    Ljósu punktarnir voru Toure, Skrtel, Sakho og Moses sem spiluðu allir mjög vel.

  39. Mjög flottur leikur vantaði kanski úrslitasendinguna,en þegar Sturridge og Suarez eru komnir í fullt leikform þá verður bara gaman!

  40. Fínir í dag

    mér er skítsama um að vera dottinn út * sniff sniff * :,(

    Finnst samt ekki nógu gott að besta leikplanið á móti okkur er í raun:

    “Við með boltann: Fáum hornspyrnu”

    “Liverpool með boltann: Gefum hornspyrnu”

  41. ég verð að segja að við United félagarnir sátum á pöbbnum og töluðum um að þetta Liverpool lið væri á réttri leið í fyrsta skipti í nokkur ár.

    Hér inni sé ég menn sem halda allt í einu að það að vinna United (Englandsmeistarana) á OT sé bara formsatriði, Liverpool sé orðið svo gott lið.

    Sömu menn sé ég samt vera að drulla yfir Brendan Rodgers. Það er mér gersamlega óskiljanlegt vanþakklæti, er það ekki hann sem þjálfar, kaupir og stillir upp þessu liði sem er búið að vera að stíga þvílíkt upp síðustu mánuði?

    Ég sem United maður segi bara endilega rekið Rodgers. Mér þætti það geggjað. Og ótrúlega “Liverpool-legt” sé miðað við síðustu ár allavega.

  42. Yesterday, while I was at work, my sister stole my apple
    ipad and tested to see if it can survive a 25 foot
    drop, just so she can be a youtube sensation. My apple
    ipad is now broken and she has 83 views. I know this is entirely off topic
    but I had to share it with someone!

United á morgun

Man Utd 1 Liverpool 0