Liverpool 0 Southampton 1

Okkar menn tóku í dag á móti Southampton og urðu lokatölur 0-1 tap í alveg skelfilega lélegum leik okkar manna.

Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Mignolet

Touré – Skrtel – Agger – Sakho
Lucas – Gerrard
Henderson – Aspas – Moses
Sturridge

Bekkur: Jones, Kelly, Wisdom, Enrique (inn f. Agger), Alberto (inn f. Skrtel), Sterling (inn f. Aspas), Ibe.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Jafnræði ríkti með liðunum og okkar mönnum gekk illa að finna taktinn. Vörnin bauð ekki upp á mikið spil fram á við enda ekki við of miklu að búast þar með fjóra miðverði í liðinu. Það er talsverður munur fram á við að hafa Johnson og Enrique sem sókndjarfa bakverði eða að hafa Touré og Sakho þar. Á miðjunni gekk Hendenderson og Gerrard illa að stimpla sig inn í leikinn og fyrir framan þá voru Aspas og Sturridge frekar lítið ógnandi. Einna helst var það Victor Moses sem var ógnandi og hann átti besta færi fyrri hálfleiks eftir að hafa sólað sig í gegn en Boruc varði skot hans. Sturridge átti reyndar að fá víti um miðjan hálfleikinn en dómari leiksins er greinilega enn að reyna að öðlast virðingu Alex Ferguson og gaf okkur ekki neitt í dag.

Rodgers beið ekki boðanna og tók slakan Aspas út fyrir Raheem Sterling í leikhléi. Hafi sú breyting átt að skila uppgangi í spilamennskunni gerðist hið andstæða: liðið var á eyrunum í upphafi seinni hálfleiks og komið undir eftir 55 mínútur. Það var Dejan Lovren sem skoraði markið og það kom bara samkvæmt gangi leiksins, verður að segjast.

Við markið vöknuðu okkar menn aðeins, Enrique kom inná fyrir dauðslakan (og líklega enn meiddan) Agger og fjör færðist í leikinn. Southampton fengu þó betri færin áfram og hefðu hæglega í tví- eða þrígang getað aukið forskotið. Rodgers tók Skrtel út fyrir Luis Alberto þegar tuttugu mínútur voru eftir og bætti í sóknina en allt kom fyrir ekki og Southampton sigldu á endanum nokkuð þægilegum sigri í höfn án mikilla vandræða.

Hvað getur maður sagt um svona leik? Þetta var einfaldlega grútlélegt hjá okkar mönnum. Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í þrjár vikur bjuggust flestir við að það myndi halda áfram enda fyllilega vinnanlegur leikur á pappírnum í dag, og það á Anfield. Að mínu mati gerði Brendan Rodgers stór mistök með liðsuppstillingunni í dag. Andre Wisdom var slakur gegn Swansea og því vildi hann frekar nota Kolo Touré í hægri bakverði í dag. Vandamálið var að Daniel Agger var orðinn heill og hann varð að koma honum einhvers staðar fyrir án þess þó að fórna Sakho og Skrtel.

Hann tók því þá ákvörðun að fórna Enrique og byrja með fjóra miðverði í vörninni okkar í dag og með því fórnaði hann allri breidd og öllum sóknartilburðum varnarlínunnar. Þetta var einfaldlega allt of varnarsinnað lið, lið sem náði aldrei takti og byrjaði leikinn á varkáru nótunum og Southampton einfaldlega gengu á lagið. Hann gerði hárréttar skiptingar til að reyna að lífga upp á þetta í seinni hálfleik en það var of seint, skaðinn var skeður, tóninn hafði verið gefinn í upphafi leiks og Liverpool náðu aldrei að hætta að hiksta í dag.

Í stað þess að fjalla um einstaka leikmenn og velja úr hverjir voru góðir og hverjir voru slæmir ætla ég því bara að segja: Brendan, Liverpool á að spila til sigurs á Anfield. Farðu og sittu út í horni!

Djöfulsins svekkelsi og klúður. Ég er ekki viss um að við sjáum Liverpool aftur á toppi deildarinnar í langan tíma. Það var gaman á meðan það entist en því átti ekki að ljúka í dag. Alls ekki. Hér hentu menn þremur stigum í ruslið og hræktu á eftir. Óþarfa djöfulsins tap, fyrirgefið orðbragðið.

Næsti leikur er gegn United í deildarbikarnum á miðvikudag og svo heimsækir liðið Sunderland um næstu helgi. Við fáum liðsstyrk fyrir þann leik í formi Luis nokkurs Suarez. Það er vel þegin innkoma eftir daginn í dag.

117 Comments

 1. Algjör hörmung. Allt liðið var ömurlegt í þessu leik. Fokk.

 2. Bless Liverpool.. hef staðið við bakið a ykkur nogu lengi.. þetta er komið gott.. eruð eitt stort djok..

 3. Ég ætla að fá að kenna Moses um tapið í dag einfaldlega vegna þessara ummæla fyrr í dag.

  Djöfull hata ég svona bjartsýnisraul og það er löngu orðið ljóst að ef leikmenn/þjálfarar fara að spá þessu og hinu að allt fari til fjandans!

 4. Fokking aumingjar. Á fjandans anfield… skíta fokking miður og ræfilstuskuþjálfari. Meðalmennskan blasir við… vonbrigði ALLTAF: (

 5. Sælir félagar

  Frammistaða sem er stjóranum og liðinu til skammar. Liverpool leikmenn virkuðu þungir og áhugalausir sem má að líkindum skrifa á lélega mótiveringu og sigurvissu sem varð mönnum að falli. Þasð þarf að hafa fyrir sigrum og ef leikmenn leggja sig ekki fram þá fer sem fór.

  Eins og venjulega var seinni hálfleikurinn enn ömurlegri en sá fyrri sem þó var ekki merkilegur. Eins og ég benti á eftir síðasta leik þá fara lið bara að halda í fyrri hálfleik og klára svo Liverpool í þeim seinni. Þetta er fjallgrimm vissa og eru allir búnir að sjá þetta nema BR. Mignolet bjargaði því að tapið var ekki stærra en raun bar vitni. Sem sagt alger skita og eins og áður sagði öllum sem hlut eiga að máli til skammar.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. 1-0 tap eftir mark úr horni. Það er mjög lélegt. Ókei að fá á sig mark en að skora ekki á heimavelli er stærra klúður. Fannst þetta full einhæft hjá Liverpool og þeir verða að taka sig á í næsta leik.

 7. Slökum aðeins á, þetta er fyrsti tapleikur liðsins í hálft ár og liðið hefur spilað mjög vel hingað til.
  Það er búið að taka ansi mikið úr sóknarleik liðsins að missa Johnson, Suarez og Coutinho úr liðinu. Liðið spilaði illa í dag og vonandi munu þeir rífa sig upp í næsta leik og þá verðum við komnir með Suarez aftur og það er gleðiefni að fá lang lang besta mann liðsins aftur til starfa.

 8. Ömurlegur leikur fyrstu 90 mín.

  Mignolet 5 – skelfilegur með boltan á fótunum en frábær í að verja boltan

  Sakho 6 – var ágætur í dag

  Agger 1 – þvílíkt og annað rusl. Er búinn að vera skelfilegur á þessari leiktíð og toppar það svo í dag.

  Skrtel 8 – okkar lang besti maður í dag

  Toure 7 – fín leikur hjá þeim gamla

  Lucas 4 – gerði ekkert í 90 mín

  Gerrard 4 – lélegasti leikur sem ég hef séð með Gerrard lengi.

  Henderson 4 – hans lélegasti leikur á tímabilinu

  Moses 6 – ógnandi í fyrirhálfleik en er ekki í leikformi.

  Aspas 4 – lélegur og tekinn útaf í hálfleik

  Sturridge 3 – alveg skelfilegur í dag. Tapaði boltanum, nennti ekki að hreyfa sig og stopaði nokkrar sóknir með því að hanga alltof lengi á boltanum

  Sterling 4 -jafn lélegur og Aspas

  Jose 4 – lélegur en það er betra en Agger í dag

  L.Alberto 4- kom með ekkert inní leikinn nema lélega vinnslu.

  B.Rodgers – skaut sig í fótinn í dag með þessu 4 miðherja bulli. Liðið virkaði andlaust og hugmyndasnautt. Það var tækifæri í dag til þess að koma sér í fína stöðu en við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Þetta var eins og tveir síðarihálfleikar.

  Ef við förum yfir tímabilið þá vorum við heppnir á móti Stoke(víti á 90 mín), Aston Villa( stórkostleg markvarsla), Man utd skoruðum við og pökkuðum í vörn(flott hjá okkur), Swansea (fínir í 30 mín skelfilegir í 60) og í dag vorum við skelfilegir í 80 mín.

 9. Ef það væri til tímavél eins og í Back to the future, þá værum við mögulega góðir, einhverntíma löngu síðar. Við erum jú alltaf að versla til framtíðar. Núna hins vegar er staðan þessi, Aspas getur ekkert, Alberto getur ekkert, Allen getur ekki rassgat, Sterling getur bara stundum og Borrini er farinn til Sunderland þar sem hann getur sennilega ekkert heldur. Við létum Southamton valta yfir okkur á öllum sviðum knattspyrnunnar á Anfield í dag vegna þessa, og mér þykir það leiðinlegt.

 10. hrikalega slöpp frammistaða hjá flestum í rauðum búning í dag, mignolet sennilega skársti leikmaðurinn í dag en hann bjargaði ágætlega nokkrum sinnum, söknuðum coutinho hrikalega og svo var þetta alltof varnar sinnuð varnarlína í dag, enrique og toure áttu að byrja með agger og skrtel í miðvörðunum. er farinn að hafa áhyggjur af gerrard, hann virðist heillum horfinn eftir þessa landsleiki og miðjan nær engu floti hjá okkur.

 11. Frábært, helgin ónýt.

  Hef ekki séð eitt lið tapa svona mörgum boltum eða klúðra svona mörgum sendingum í einum leik síðan ég veit ekki hvenær.

 12. Frá fyrstu mínútu pressa South. mjög ofarlega og Liverpool komast aldrei inn í leikinn. Það sama gerðist síðast þegar þeir töpuðu síðasta leik í deildinni (geng South.) og áttu alveg von á þessu í dag. Því skil ég ekki af hverju var ekki hægt að leysa þetta. Allir leikmenn nema Mignolet áttu mjööööööög dapran dag og verstur var fyrirliðinn. Það er bara að girða sig í brók og koma brjálaðir í næsta leik. Eftir svona leik er ekkert annað í boði en að spila af áhuga.

 13. Nú hafa margir talað um að Liverpool sakni Coutinho (ekkert endilega á þessum þræði), og vissulega hefði sóknarleikurinn mátt vera beittari í dag. En þegar maður skoðar hvernig mörk liðið hefur verið að skora á tímabilinu, þá er eiginlega bara hægt að segja að Coutinho hafi komið að einu markanna – á móti Villa, og þá með því að sleppa því að koma við boltann þannig að hann fór til Sturridge. Í engu hinna markanna hefur hann átt beinan þátt.

  Það má svo deila um það hversu mikil óbein áhrif hann hefur haft, en ég held að menn hafi nú almennt verið sammála um að hann hafi ekki verið að spila neitt brilliant í þessum leikjum.

  Svo spurningin er hvort það að missa Coutinho hafi haft sálfræðileg áhrif á aðra leikmenn, og þau áhrif séu kannski að spila stærri rullu en þau þyrftu að gera?

  Þess má svo geta að það að fá Suarez til baka er engin töfralausn í sjálfu sér, maður man nú eftir nokkrum leikjum í fyrra þar sem hann var með, en liðið virkaði samt andlaust og tapaði. Held þetta snúist fyrst og fremst um trú leikmanna á að þeir geti skorað.

 14. Það hlýtur að vera einhverskonar met að vera með fjóra miðverði og fá samt á sig skallamark.

 15. Ég sagði fyrir þennan leik hér í upphitun að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það fékkst staðfest með þessari verstu frammistöðu Liverpool í LANGAN tíma. Meiðsli Coutiniho setja stórt strik í ógn okkar í sókn. Aspas greyjið sem er látin í stöðu AM, ekki hans staða og hann fær mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína, ósanngjarnt.
  Ég hlakka til að fá SUAREZ tilbaka. 🙂 Sem betur fer er hann að koma til baka 🙂 Getur ekki versnað.

 16. @ 17
  Coutinho er storhættulegur og dregur alltaf ad ser 2 til 3 varnarmenn…Eg segi ei meir…

 17. Annars sýnir þessi leikur hversu ótrúlega mikilvægir Suarez og Coutinho eru. Það vantaði allt creativity frammi. Þetta var líka svona leikur sem Suarez hefði verið einstaklega mikilvægur í, hann hefði getað skapað eitthvað upp úr engu.

  Djöfull hlakkar mig til að fá Suarez til baka, og seinna meir Coutinho líka. Það er alveg greinilegt að liðið er alveg bitlaust án þessara tveggja.

  Vona að Brendan hafi lært af þessu og kemur aldrei með svona tilraunastarfsemi aftur.

 18. Það munar greinilega ansi mikið um það að vera án tveggja bestu leikmanna liðsins fram á við.

 19. Jæja, þar kom skellurinn sem ég hef verið að bíða eftir. Ákveðnir aðilar hafa auðvitað verið að missa sig í ofurmennsku brjálæði vegna þess að við erum búnir að sitja á toppnum undanfarið. Staðreyndin er hinsvegar sú að það hefur að miklu leyti verið vegna mistaka andstæðinga okkar eða heppni okkar manna. Það er búið að skína í gegn í öllum leikjum tímabilsins að liðið er ekki næginlega vel slípað saman og sást það bersýnilega hér í þessum leik.

  Það eru ákveðnir punktar sem ég er búinn að sjá í flestum ef ekki öllum leikjum okkar á þessu tímabili.

  Allir hafa séð það að liðið hefur bókstaflega verið sér til skammar í flestum seinni hálfleikjum tímabilsins. Ekki veit ég afhverju en það þarf virkilega að laga.
  Hvar er fyrirliðinn okkar? Hvar er baráttan og sigurviljinn? Hver ef ekki hann á að hafa trú á verkefnunum og öskra og berja okkar menn áfram í 90min (ekki 45min)!
  Mignolet er búinn að vera mjög góður á milli stangana þó hann sé tæpur í spili inn á milli. Ég vil meina að flest þau stig sem við höfum eru honum að þakka.
  Brendan Rodgers. Ég hef tröllatrú á þessum manni, en ég hafði fyrir leikinn í dag efasemdir um þessa upstillingu hjá honum. Einnig hafa sumar skiptingar á tímabilinu verið frekar slakar (Aspas inná gegn Swansea?)
  Aspas og Sterling? Aspas er alls ekki búin að vera að gera gott mót framan af, auðvitað er hann kannski ekki að spila „sína“ stöðu en það breytir engu. Sterling þarf að fara á lán og spila, ég efa það að margir haldi því fram að hann sé næginlega góður á þessum tímapunkti til þess að spila hlutverk í liði sem stefnir á topp4 í þessari erfiðu deild.

  Ég var og veit að þið flestir eru óánægðir með liðið í dag. Spilið var ekki að ganga upp og ekkert að gerast í 90min. Þetta gerist auðvitað hjá góðum liðum líka, en það sem hin góðu liðin virðast hafa fram yfir okkur er það að þau halda áfram og hafa fulla trú á sér og sinni getu í 90min sama þótt ekki sé vel að ganga. Horfum á Man U. Undir stjórn Ferguson, þeir voru oft slakir og lélegir í leikjum en þeir unni marga leiki á því að þeir trúðu bara ekki öðru en að þeir vinni, hafa fullt sjálfstraust og einfaldlega klára leiki þar sem þeir eru ekki endilega að spila vel.

  Ég er því langt frá því að vera sáttur með hugarfar manna í dag en vona að minn maður BR taki á þessum vanda og ræði aðeins við Gerrard í leiðinni því það er kominn tími til þess að vakna!

 20. Þetta var algjör skita frá A-Ö. Leikmenn liðsins koma í fjölmiðla og blaðra um að liðið geti verið í titilbaráttu. Þeir eru einfaldlega ekki tilbúnir í þá baráttu og voru skotnir niður á jörðina í dag.

  Við eigum næsta deildarleik og það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi tapast. Hann er einmitt gegn Sunderland en þeir eru eina liðið sem hefur ekki unnið leik í vetur. Er það ekki alveg eftir bókinni að fyrsti sigurleikurinn komi gegn Liverpool?

 21. Þetta kom eitthvað asnalega út, þetta átti að vera upptalning þarna en eitthvað fór úrskeiðis 🙂
  -Áfram Liverpool

 22. 3-1-1 record í fjarveru Suarez hlýtur samt að vera gott. Höfum haft heppnina með okkur hingað til en núna kom rigning. Johnson, Suarez, Coutinho eru með betri leikmönnum í liðinu þegar kemur að því að búa eitthvað til og liðið má illa við að missa þá. Aspas er enn að fóta sig, Moses er í engri samhæfingu en maður sér að hann er góður leikmaður. Sakho beint í liðið, Toure í bakverði. Sterling er varla leikmaður í topp 4 klassa ennþá. Þetta er allt voða brothætt allt saman og flest allir leikir verða óttalegt böðl held ég. Tippa samt að við tórum áfram í toppbaráttunni.

 23. Bara algjört steypa hjá okkur. Algjört getuleysi. Viðvörunarbjöllurnar eftir Swansea leikinn þar sem við voru heppnir ná jafntefli.
  Það er augljóst að ef Johnson og Enrique eru meiddir þá höfum við ekki sókndjarfa bakverði til að stja sinn fyrir þá.
  Sem þessi 4-3-3 eða 4-2-3-1 leikaðferð byggir uppá því. Það var augljóst að BR skeit á sig með gera ekki breytingu á leikskipulagi. Stilla upp 3-5-2. Setja Aspas i sina stöðu sem er framherji. Henderson i miðjuna með Gerrard og Lucas. Moses og Sterling á vængnum.
  Guð sé lof við fáum Suraez baka fyrir næsta deildarleik.

 24. Slakaðu aðeins á dramatíkinni Sindri Rafn!

  Fyrsta tapið í 6 mánuði í alveg hreint skelfilegum leik. Ég mun ekki dæma menn af þessum leik heldur því hvernig þeir bregðast við í næsta leik. Þetta verður að laga

 25. Þetta var ööööömurlegur leikur hjá okkur, eini maðurinn sem gat eitthvað var markvörðurinn. Vörnin varskelfileg og þessi Sakho var verri en enginn. Hverjum datt í hug að kaupa þetta dót?

 26. Hversu mörg mörk á Agger að fá að gefa áður en hann dettur úr liðinu? Hann er hörmulegur að verjast föstum leikatriðum og á nær undantekningarlaust manninn sem skorar gegn okkur. Hann átti markið í dag og var heppinn þegar Mignolet bjargaði honum gegn Stoke í fyrsta leik. Væri gaman ef einhver hefði tölu á því hversu mörg mörk hann kostaði okkur á síðustu leiktíð úr föstum leikatriðum!

 27. Ég var búinn að skrifa þvílíkan reiðilestur en sem betur fer sá ég að mér og senti það ekki frá mér.Ætla í staðinn að horfa á björtu hliðarnar.Nú get ég loksins keypt mér flatskjá þar sem ég braut gamla túpusjónvarpið þegar markið kom með einhverju dóti sem var við hendina,góðar stundir.

 28. Svona ummæli eins og hjá 5# Sindri Rafn dæma sig sjálf! Frábær stuðningsmaður eða hitt þó heldur! Og ansi mörg ummæli á þessari síðu eru til skammar.

 29. áfram Fulham 🙂

  Væri ekki verra ef þessi toplið síðustu ára myndu skíta á sig líka…eina sem maður getur vonast til eftir þessa hörmung

 30. Hvad er ad sja sum kommentin herna?? Hljota ad vera bitrir manju einstaklingar ad hafa gaman ad fyrsta tapinu okkar i halft ar 🙂

  Thetta helvitis tap er enginn heimsendir en thetta er hrikalega svekkjandi og eg er i fotboltafylu! Algjørri skitafylu!

  Vid virdumst eiga einstaklega erfitt med southampton og sem betur fer spilum vid trulega bara tvisar vid tha a ari.

  Framundan er aframhaldandi TOPPbaratta okkar manna plus bikarslagur a old toilette. Suraez er ad koma til baka og tho svo ad thad se engin avisun a eintoma sigra ad tha er hann einn af thessum leikmønnum sem getur klarad leiki upp a sitt einsdæmi.

  Skil bara ekkert i Glen, Coutinho og Sissoko ad meidast svona. Algjør vitleysa hja theim og vonandi gera their thetta aldrei aftur.

 31. Þetta var bara drulluskita liðið gat ekki blautan og hefur ekki getað blautan,þetta er bara búinn að vera einskær heppni að vinna þessa þrjá leiki,liðið getur ekki spilað vel í 90 mín það er áhyggjuefni.

 32. Þegar eg sá þessa uppstillingu hugsadi ég á hvaða lyfjum er Rodgers í dag.En hugsaði svo ok fjórir hafsentar við fáum ekki á okkur mark úr föstu leikatriði í dag en komum til með að skora eitt kannski tvö ,en mér skjátlaðist hrapalega .Félagar þetta veit á gott fyrir okkar menn vitiði til rífa sig upp eftir þessa útreið og enda í topp fjórum höfum alveg mannskap til þess.

 33. Elska menn sem telja sumarfríið í boltanum með sem tíma án taps…
  Lýsir því hvernig púllarar (er sjálfur púllari) hugsa nú til dags. Fuckin sad! Eins og þetta fjandans lið sem maður heldur með.

 34. Missti af leiknum.

  Erum við í alvöru að tala um að við stilltum upp 4 miðvörðum á heimavelli á móti Southampton?

  Ég bara næ þessu ekki.

  Bíð eftir afsökunarbeiðni frá Rodgers.

  Áfram Liverpool!

 35. Líka hvernig þessi hornspyrna var til skertel með eitthvað rugl og hann toure sparkar honum bara í horn og auðvita var mark úr því mig grunaði þessi úrslit því miður.Þetta er svona alltaf hjá liverpool hver mann ekki eftir leiknum sem við unnum real madrid á útilvelli og síðan í næsta leik töpum við 3-0 fyrir middlesbrough sama shit í gangi hjá liverpool í dag og var þá

 36. Þar kom að því sem búist var við. Það er ekki hægt að ætlast til að við sleppum endalaust með sigur/stig úr “ljòtum” leikjum en þessi 10 stig sem við höfum fengið eru öll eftir leiki sem við hefðum hæglega geta tapað.

  Stoke, Villa, ónefnt lið og Swansea eru allt leikir sem allir hefðu geta tapast og okkar menn spiluðu aðeins annan hàlfleikinn í öllum þeim leikjum. Èg fann það à mèr í dag að jafntefli gæti orðið en tap var ekki það sem èg sà fyrir.

  Èg er ekki sú týpa sem útúðar nýjum leikmönnum og vil gefa þeim sèns en þann tíma sem tók í að næla í Aspas og “hinn spànverjann” var mikill svo ekki sè minnst à peninginn – uþb £15-16m. Þetta er minni upphæð en td Christian Eriksen kostaði Spurs og hefur hann gert meira í tveimur fyrstu leikjum sínum en okkar magnaða tvíeyki. Hann er leikmaður sem opnar varnir og er playmaker sem okkur vantar sàrlega. Coutinho er ekki bara lausnin en hann er byrjunin. Þetta sem fólk varð vitni af í dag er enn ein áminningin um hversu langt við eigum í land þràtt fyrir 3 heppnissigra sem komið er. Óàsættanlegt finnst mér en við gerum ekki betur en það sem við höfum af leikmönnum.

 37. Vil òska svartsýnisrausurum innilega til hamingju með tapið ì dag. Hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þà að horfa upp à þessa sigra ì upphafi tìmabils….en nù er loksins allt komið à rétt ròl. Til hamingju!

 38. Ég hef hugsað í svona hálftíma hvað ég ætti að skrifa inn á þessa síðu og mér eiginlega dettur ekkert jákvætt í hug því miður. Jú allt gott og blessað með að liðið hafi ekki tapað X marga mánuði og hafa verið á uppleið. Það er bara ekki boðlegt að spila svona fáránlegan fótbolta eins og í dag. Taktískur sigur hjá þjálfara Southamton sem lét Rodgers líta ansi illa út í dag. Hvaða RUGL er það að stilla upp 4 miðvörðum í vörnina okkar? Þegar að Sterling var kominn inn í vítateig í seinni hálfleik eftir stungusendingu þá var Henderson eini maðurinn sem var teignum en umkringdur 50 S’ton mönnum. Það fylgdi enginn annar með hlaupinu sem þýðir að liðið var að sækja á alltof fáum mönnum. Að spila svona á heimavelli (með 4 miðverði) er til skammar. Gerrard, Henderson, Agger og fleiri verða að girða sig í brók. Lucas, Mignolet og Skrtel þeir einu sem voru með lífsmarki. Vá hvað ég hlakka til að fá Suarez aftur inn í liðið.

 39. Þetta var brotlending, en vonandi tekst að berja mannskapinn saman fyrir næsta leik. Ætala ekki að vera með svartsýnisraus en eitthvað sagði mer að þegar lið væru búin að kortleggja Liverpool það er að mæta þeim með há pressu þá gegni ekki þessi semi sambabolti. Það er einfaldlega ekki n´g g´ði í þessu liði til þess.
  Mér finnst t.d varamannabekkurinn vera einhvernveginn þannig að þaðan sé ekki von á neinu. Er farinn að óttast að Sterling sé ekki með þetta, finnst að ákvarðanir hans séu stundum svolítið undarlegar. Alvegsammála nr 43 það hefði að mínu mati verið gæfulegra aðvera með Ericsen eð þessa tvo Span´nverja sem eru að mínu mati hvorki fugl né fiskur.

 40. Dapurt, mjög dapurt! Ef menn er farnir að tala um topp fjögur eða meistaratitil þá eiga heimaleikir eins og á móti Saint´s að vinnast, ekkert flókið! Aspas greyið ekki í sinni stöðu, hvar verður hann á vellinum þegar Suarez kemur inn? Sterling á langt í land og breytir engu þegar hann kemur inná. Alberto virkar seinn og bætir engu við. Henderson mistækur, vantar mikið uppá tækni á þeim bænum……… gæti haldi áfram en mér finnst búið að vera heppnisstimpill í þessum þremur sigrum. En það þarf víst líka að fylgja. Mignolet búinn að standa uppúr að mínu mati og með flotta markvörslu.

  Jæja, gleyma þessu í dag og taka MU í bakaríið í næstu viku, ekkert minna!!

 41. 45: Gunnar Àgúst –

  “Vil òska svartsýnisrausurum innilega til hamingju með tapið ì dag. Hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þà að horfa upp à þessa sigra ì upphafi tìmabils….en nù er loksins allt komið à rétt ròl. Til hamingju!”

  Þú ert furðulegur.

 42. Skelfilegur leikur í dag, liðið fann aldrei taktinn og var hugmyndasnautt og andlaust í dag.

  eg hef einna mestu ahyggjurnar af því að leikmenn liðsins virðast ekki i formi, þeir virðast ekki meika að hreyfa sig meira en i 45 minutur max i leik.

  En Rodgers verður bara að taka þetta tap á sig, þessi varnarlína í dag var gersamlega fáránleg og eyðilagði leikinn.

  Miðjan hja okkur virðist heldur einhverra hluta vegna ekki vera að virka nógu vel með Lucas, Gerrard og Henderson, þeir eru ekki að na að taka yfir miðjuna nema max halfan leikinn alltaf…

  Þetta er engin heimsendir í dag þó það se óþolandi að tapa heimaleik sem aldrei þurfti að tapa, hefði strax verið skarra að kreista ut jafntefli….

  Góðu frettirnar eru þær að meistarinn Suarez er buin i banni sem hann er buin að vera i nuna i halft ár GUÐI SE LOF. En i hvaða stöðu setjum við drenginn ? er malið að setja hann i holuna eða setjum við hann i frjalsa rullu út á væng bara ? maðurinn skoraði ein 30 mörk í fyrra og eg vil helst hafa hann þar sem hann getur haldið áfarm að skora mörkin sín…

  skulum vona að þessi urslit i dag komi mönnum niðrá jörðina og menn drattist á lappir aftur og geri betur strax i næsta leik og næstu leikjum

 43. Það má pottþétt skrifa þetta tap aðallega á Brendan Rodgers. Hann er af taktíska spænska skólanum og lét Pochettino þjálfara Southampton taka sig algerlega í bakaríið í dag. Fullkomlega fyrirsjáanlegt hvernig Liverpool myndi spila í dag en við gerðum það bara alls ekki með rétta leikmenn í nær hverri einustu stöðu.

  Við skíttöpuðum miðjunni í þessum leik á Anfield. Gerrard hefur mikið verið í umræðunni hérna síðustu viku. Frammistaða hans í þessum leik og þessi algeri doði yfir Liverpool eftir að við lentum undir finnst sýna að hann veldur því ekki að vera aðalmaðurinn á miðju í topp 4 liði á Englandi. Hann er og verður aldrei neinn Xabi Alonso og Lucas er of óstöðugur. Geta báðir verið frábærir en daginn einn alveg andlausir þann næsta. Ef við mætum hröðum og mjög líkamlega sterkum miðjumönnum eins og Wanyama þá koðna þeir alltof oft.

  Alltaf auðvelt að vera gáfulegur eftirá en í stað þess að troða 4 miðvörðum í liðið í þessum leik og hefði verið öllu betra að fara í 3-5-2 með Henderson/Wisdom í hægri wing-back, gefa miðjunni meiri stuðning og hafa mann frammi með Sturridge svo hann einangraðist ekki alveg eins og gerðist í dag. Við vorum að spila móti liði í dag sem hefur verið í mjög miklum vandræðum með að skora og við sýnum þeim alltof mikla virðingu. Hversvegna ekki að sýna breiddina í liðinu og koma aðeins á óvart? Hvar var Joe Allen og hversvegna er endalaust verið að reyna Iago Aspas útúr stöðu sem AMC? Hvaða rugl er það?

  Í viðtölum eftir leik kennir Rodgers vörninni um tapið. Það er hann sjálfur sem er að reyna troða Sokho strax inní liðið á kostnað liðsheildar til að koma honum í leikæfingu. Fyrst Toure (maðurinn sem hefur stjórnað varnarleik Liverpool stórglæsilega á tímabilinu) var vel leikhæfur þá á hann auðvitað að vera áfram burðarásinn og stjórnandinn í miðri vörninni og Sakho að koma inní þetta hægt og rólega. Bakverðir eru rosalega mikilvægir í 4-3-3 leikkerfinu og þeir þurfa að kunna þessa stöðu uppá 10, hvenær eigi að taka hlaup án bolta til að styðja miðjuna og hvenær að halda línu. Þetta fór allt í handaskol í dag.
  Það er eins og hinn íhaldssami Rodgers finnist hann verða að láta Sakho spila loksins þegar FSG fengust til að eyða alvöru fjárhæð í varnarmann. Við komumst á toppinn eftir 4 umferðir með frábærri liðsheild og hún var ekki sjáanleg í dag. Vorum óöruggir og spiluðum eins og 11 einstaklingar.

  Að þessu sögðu eru næstu 2 leikir í deildinni mjög vinnanlegir (Sunderland úti og Crystal Palace heima) og við verðum líklega komnir á toppinn aftur ef sigrar nást þar. Það eru öll toppliðin að tapa stigum og við náðum mjög mikilvægum sigri gegn Man Utd. Þrátt fyrir tapið í dag sé kjaftshögg þá er þetta samt mjög góð byrjun á tímabilinu og Suarez núna að koma úr banni. Hans endurkoma ætti að gefa okkur rosalegt búst, sérstaklega þegar Coutinho er meiddur. Ég hefði pottþétt tekið því að verða með 10 stig eftir 5 leiki án Suarez fegins hendi fyrir tímabilið.

  Alveg óþarfi að sjá skyndilega algert svartmætti og að það sé allt að liðinu okkar. Rodgers eigi að segja af sér o.s.frv. Við erum með þónokkuð af mjög góðum leikmönnum, nokkra meðalskussa eins og öll hin toppliðin en sjóðheita framherja sem skila reglulega mörkum, erum með flottan Viktor Moses á kantinum og góða liðsheild og baráttu þegar vel gengur. Miðjan og vörnin eru aðal vandamálið. Þurfum að vera dýnamískari og sveigjanlegri. Okkur sárvantar ennþá alvöru leikstjórnanda á miðjuna. Einhver líkamlega sterkan sem getur haldið henni og stjórnað tempói leikja. Það vantar meiri stöðugleika í okkar leik og laga allann hægri kantinn.

  Metum stöðuna betur eftir næstu 3-4 leiki. Við eigum útileik gegn Arsenal 2.nóvember. Væri algjör snilld að mæta þeim í efsta sæti.
  Hættum þessu volæði og styðjum okkar lið fram í rauðan dauðann. Áfram Liverpool.

 44. Liverpool miðjan heldur ekki eins og sést hefur í öllum leikjum tímabilsins – það vantar þyngd á miðjuna. Gerrard er bara Gerrard, leiðtogi liðsins, jafnvel þó hann spili einn og einn leik undir getu eins og í dag. Maður fyrirgefur honum það.

  Lucas getur seint talist vera þugavigtarleikmaður. Hann læðist í vinnu sinni, er sópari sem hann er mjög góður í og er nokkuð árangursríkt…enn! Hann er ekki leikmaðurinn sem tæklar hart, skallar bolta í burtu og vinnur mentality baráttuna yfir sóknarmiðjumönnum andstæðingana. Hann er hreinlega of einhæfur leikmaður til að vera í toppliði (ef það er markmiðið hjá Liverpool). Ég hef fylgst náið með Lucas og í gegnum tíðina og verið mikill stuðningsmaður hans. En því miður hefur hann ekki haldið dampi og bætt sig.
  – Skallamaður: slakur
  – Hraði: hægur
  – Líkamsbygging: veik
  – Sóknarþungi: engin
  – Sprengikraftur: lítill
  – Langar sendingar: engar
  – Sópari: góður
  – Stuttar sendingar: góður

 45. Jæja alir brjálaðir en samt erum við í 2 sæti slökkum aðeins á og gleðjumst yfir því að vera ekki í miðju deildar moði og höfum trú á BR er alveg viss um að hann snúi þessu við enda magnaður þjálfari 🙂 YNWA

 46. Ég vissi að þetta færi út svona bull!!!Þetta fer nú að verða spurning hvort BR er rétti maðurinn til að stýra þessu liði.Mín skoðun er að hann er það ekki.Sorry.

 47. Brendan Rodgers á þetta tap alveg skuldlaust, 4 miðverðir í vörninni og lítil ógnun frá bakvörðunum. Aspas að spila í 10unni og getur ekkert frekar enn í síðustu leikjum enda tekin út af í hálfleik. Vörnin gaf auðvitað þetta mark í dag en stærsta vandamál dagsins var geldur sóknarleikur. Sóknarleikur liðsins var átakanlega fyrirsjáanlegur. Það var vitað eftir síðasta tímabil að Liverpool vantaði meiri gæði framar á vellinum. Til að leysa það voru Aspas og Alberto keyptir fyrir allt of mikinn pening miðað við gæði. Síðan var Moses fengin að láni á síðustu dögum leikmannagluggans til að þykjast redda klúðri sumarsins í kaupum á alvöru leikmanni í 10una.

  Það er partur að fótboltanum að leikmenn meiðist þó að Liverpool hafi sloppið ótrúlega vel við meiðsli eftir áramót í fyrra. Brendan nefndi það aftur og aftur í viðtölum að það vantaði meiri gæði í liðið, gæði sem myndu skila sér í betri leikmannahóp. Miðvarðarstaðan er kominn með gæðinn sem hann kallaði eftir en sóknarlega erum við langt frá því að hafa breidd til að takast á við meiðsli eða leikbönn byrjunarliðsmanna.

  Eftir að hafa horft á fyrstu leiki Liverpool spyr maður sig að því afhverju var verið að eyða 8 milljónum punda í Aspas með 10 milljón punda leikmann fyrir að nafni Borini. Ég get ekki séð að Aspas sé betri leikmaður en Borini og því erfitt að átta sig á þessum kaupum. Síðan er Shelvey seldur og Suso lánaður til að hægt sé að kaupa Alberto (á 7m. punda) sem er langtum verri leikmaður en þeir félagar. Þarna eru farnar 15 milljónir punda í leikmenn sem bæta engu við það sem fyrir var. Þegar þessir tveir snillingar voru keyptir talaði Brendan um hversu gott hugafar þeirra væri, hvað með gæði? Ég myndi spila alla daga með réttu hugafari og gefa 110% í alla leiki, eina vandamálið er að geta mín er lítil á þessu leveli. Þannig að gott hugafar skilar liðinu ekki endilega þeim gæðum sem vantar svo sárlega í dag. Mikið rosalega hefði verði gott að eiga eitt stykki Christian Eriksen í dag í stað Aspas og Alberto.

  Ljósið í myrkrinu er innkoma Suarez í næsta leik, hann mun halda uppi sóknarleik liðsins þangað til Couthino kemur aftur úr meiðslum. Vonandi fáum við svo að sjá Gerrard framar á vellinum þar sem fleiri en Suarez og Sturridge þurfa að skora mörkin í vetur.

 48. Sælir þið hinir áhagendur hins ástækæra félags Liverpool.

  það sem gengur hér á að menn eru reiðir og vilja fá stjórann í burtu, það er óboðlegt akkúrat núna á þessari stundu. ( þröstur #59 þú ert bara e-h sem ég má ekki segja hérna á þessari síðu ) síðan eru margir farnir að segja að við verðum bara að drulla á okkur á þessu tímabili. (sé það ekki fyrir mig, þar sem við erum í 2 sæti núna ) þegar maður les aðeins inn á þessa síðu sum af þessum commentum þá eru engin orð til að útskýra þau. Ég skil alveg afhverju menn eru reiðir en þetta er of langt gengið. ( sum comment en ekki öll ) að tapa fyrir southamton er óboðlegt og þessi leikur var ömurlegur en þetta er bara einn leikur en sumir halda að tímabilið sé bara “OFF” ekki sé ég það, það sem er og var markmiðið hjá LFC á þessu tímabili var, að ég held að komast inn í Meistaradeildina og það sem ég sé, þá erum við þar akkurat núna.
  “Sindri Rafn segir:
  21.09.2013 kl. 15:54
  Bless Liverpool.. hef staðið við bakið a ykkur nogu lengi.. þetta er komið gott.. eruð eitt stort djok..” það sem er þá ert þú bara eins og þessi þröstur #59 e-h sem ekki á segja á þessari síðu. (en”Fowler” ég vildi að hægt væri að segja það) Steini Þorra#33 vá er svo sammála. margir eða bara svona 80 %ummæla eru neikvæð sem er drep leiðinlegt að lesa.

  Mér Langaði bara að koma þessu að framfæri YNWA

 49. Hefðum betur haldið Suso og sleppt því að kaupa Alberto og aspas, var efnilegur í fyrra og virðist bara vera fullmótaður í àr! Annað en þessir tveir og vinur þeirra sterling sem btw hefur ekkert bætt sig og jafnvel farið aftur frà því à síðasta tímabili.
  Fàranlegt til þess að hugsa eins og einhver benti à að við hefðum sennilegast fengið Eriksen fyrir upphæðina sem þessir tveir spànverjar voru keyptir fyrir, en nei við skulum fà okkur b-liðs barca mann og vona að hann verði bara allt í einu úrvaldsdeildar kandidat!

 50. Mér finnst margir hérna full dramatískir jújú þetta var skelfilegur leikur og liðið átti ekkert skilið út úr þessum leik southampton komu bara betur stemmdir fyrir þennan leik og spiluðu frábærlega, ég er að verða rosalega skotinn í þessu southampton liði, en aftur að Liverpool það er greinilegt að það vantar eitthvað og ég væri mest til í einhvern sem heldur miðjunni okkar betur saman t.d bara xabi alonso og helst bara kaupa hann i januar. Samt kommon 1 tap í deildinni og sumir láta bara eins og það sé allt búið ekki héldu menn að við værum að fara taplausir í gegnum deildina og enska deildin er það sterk að það geta allir unnið alla núna er bara að halda hausnum uppi og það er engin betri leið með að sýna fólki að við ætlum okkur að gera risa hluti í ár með því að vinna fíflin frá machester á miðvikudaginn

 51. 10 stig eftir 5 leiki. Ég tek því fagnandi. Einn skítaleikur eftir frábært form að undanförnu. Come on. Þetta er enginn heimsendir. Klúbburinn er klárlega á uppleið. YNWA.

 52. Gerrard á að spila framar á vellinum…………………….!!!!!!!!!!!!!!

 53. Andri #69
  Ég er bara að segja mína skoðun á BR og mér finnst hann ekki vera neitt sannfærandi stjóri.Því miður!Ég þarf ekki vera e-h ruglaður eða hvað sem þú ætlar að koma á framfæri.Þetta er bara mín skoðun.Það er búið að hamra á því að liðið þurfi meiri stöðugleika! Ég sé ekki það gerast af hverju er það?Mannskapnum gengur hörmulega að skora mörk af hverju er það?Mannskapurinn leggur sig fram gegn Scumm en tapa fyrir lakari liðum af hverju er það?Það er bara svo margt sem mér finnst ekki vera í lagi og BR ja á í einhverjum vandræður að laga þetta.Að vísu er ekki búið að spila nema 5 leiki en mér finnst þetta bara ekki sannfærandi.Þetta er LIVERPOOL og aðdáendur eiga meira skilið fyrir stuðninginn og þolinmæðina ekki satt?

 54. Voru 4 óárennilegir miðverðir nokkuð það sem Rodgers meinti með “Death by Football” ?

 55. þvílíkur kjánahrollur sem ég fæ þegar ég les hérna komment um að við vorum ósigraðir í hálft ár ! HALLÓ eru þið heimskir ? 3 mánuðir af þessum 6 var sumarfrí og ekkert spilað. Ef þetta væri frá október – mars þá væri þetta allt annað dæmi, en fra mars – september er allt annað , ætliði að telja sumarfríið með ??

  En að leiknum… 4 miðverðir ! ? . Erum við Stoke City ?
  0-1 tap í dag á heimavelli, þarna þekkti ég gamla Liverpool liðið okkar. ósigraðir í fyrstu 4 leikjum, þetta var of gott til að trúa þessu og í rauninni er ég hræddur um að baráttan um 7 sætið við WBA og Everton verði okkar hlutskipti í vetur.

 56. “Dómari leiksins er greinilega enn að reyna að öðlast virðingu Alex Ferguson og gaf okkur ekki neitt í dag.”

  -Er þetta ekki óþarfi?

 57. ég vil bara benda mönnum á sem mest væla að hringja í þetta númer 655 (vælubíllinn).

 58. Liverpool kaupir Aspas Tottenham kaupir Ericsen, Arsenal kaupir Özill
  Það þarf ekki að segja meira…

 59. mig langar ekki að lifa í heimi þar sem Liverpool spilar einsog þeir gerðu í gær…

 60. Hefði viljað Henderson í holuna, en málið var á meðan hann var á kantinum var hann ömurlegur, þegar hann fór svo í holuna batnaði hann ekkert, hann er búinn að vera góður á þessu tímabili, en dagurinn í gær var bara ekki hanns dagur

 61. Ég beið reyndar eftir því að Maggi,og þið hinir mynduð gefa eitthvað út eftir að glugganum lokaði? Voru menn mjög sáttir við þau kaup sem gerð voru? Fár mínum bæjardyrum séð þá erum við að kaupa leikmenn sem ýmist eru B liðsmenn hjá stórum klubbum ( L. Alberto) eða leiksmenn sem eru varla í hóp hjá þeim liðum sem við viljum keppa við ( V. Moses) En vonandi eru þetta allt saman demantar sem á bara eftir að slípa.
  Það er reyndar eitthvða hype í gangi hér á síðunni, ef maður gangrýnir liðið, stjórnann, eigendurnar þá er maður svartsýnis og bölssýnis bulla. Það er hinsvegar þannig að þeir sem geta ekki tekið gangrýni á liðið eru hreinlega að vaða villu vegar.
  Ég ætla að hlada mig við mína spá sem segir að liðið fái 55-59 stig á þessu seasoni.

 62. Það var hrikalega mikið einstalingsframtak í okkar liði. Sturridge, Moses og fleiri annaðhvort höfðu engan að gefa á eða höfðu ekki áhuga á því. Bakverðirnir áttu erfitt með að losa boltann inn á miðjuna þar sem við vorum fáliðaðir og ekki nógu hreyfanlegir.

  Það er eins og nýjir menn, meiðsli og þessar venjulegu afsakanir hafi riðlað okkar leikskipulagi sem virðist núna ganga út á að hafa helminginn í vörn og helminginn í sókn og sleppa bara miðjunni.

 63. Ég beið reyndar eftir því að Maggi,og þið hinir mynduð gefa eitthvað
  út eftir að glugganum lokaði?

  Eitthvað eins og klukkutíma útvarpsþátt (podcast) ?

  Það er reyndar eitthvða hype í gangi hér á síðunni, ef maður gangrýnir
  liðið, stjórnann, eigendurnar þá er maður svartsýnis og bölssýnis
  bulla. Það er hinsvegar þannig að þeir sem geta ekki tekið gangrýni á
  liðið eru hreinlega að vaða villu vegar.

  Algerlega ósammála. Umræður hér á síðunni hafa sjaldan, ef nokkurn tímann, verið betri en síðustu mánuði. Þar sem menn hafa tekist á og rökstutt mál sitt mjög vel, og oftar en ekki fengið hrós fyrir.

  “Hype-ið” er frekar á þann veg, réttilega, að menn eru á móti “ÉG ER HÆTTUR AÐ HALDA MEÐ ÞESSU GLATAÐA LIÐI !!!!!” þegar fyrsta tapið í 6 mánuði er staðreynd. Já eða segja …. “rólegir, þetta var nú bara Stoke / Aston Villa” án þess að fara frekar ofaní það hvað nákvæmlega er að angra þá annað en að Liverpool er ekki áskrifandi að titlinum og það er erfiðara að verða það aftur en það er í football manager, ef menn svo mikið sem leyfa sér að brosa í kjölfar sigurleikja.

  Talandi um gagnrýni. Ég væri nú frekar flokkaður sem já maður frekar en hitt. Hef lítið, sem ekkert, gagnrýnt (harðlega) stjóra liðsins síðan undir lok GH og ég skrifaði á Liverpool.is (RH telst ekki með, hann náði að sameina Liverpool undir einn hatt, merkilegt nokk). En það er fullt af hlutum í kringum félagið sem má setja út á, en það er líka mjög margt sem er jákvætt sem má ekki gleymast.

  Viðbrögðin við þessu tapi eru frekar ofsafengin, sérstaklega m.t.t. að við höfum ekki tapað leik síðan í mars. Inní þessu “rönni” eru 10 leikir án Luis Suarez.

  En að leiknum í gær. Þetta var einn af lélegri leikjum sem ég hef séð með Liverpool á síðustu árum. Og er úr nógu að velja. Engin pressa, engin ákafi, engin barátta, ekkert spil, engin gæði. Andleysið var á við lið á 10 leikja rönni án sigurs, í stað toppliðs með 3-1-0 record það sem af er tímabili.

  En ef það er eitthvað sem “sömmerar” þetta blessaða lið okkar upp þá er það ákkúrat þetta. Að vinna ríkjandi meistara í heimaleik #2 á tímabilinu, en tapa svo sannfærandi í næsta heimaleik þar á eftir gegn liði sem verður líklega um miðja deild.

  Ákvörðun Brendan að velja tæpan Dagger í liðið í stað Enrique er skrítinn. Reyndar er hann sjálfur að glíma við einhver hnémeiðsli en mér er alveg sama. Hættu að hringla svona í miðvarðarstöðunni. Ef þú ætlar að koma Sakho inn, spilaðu honum þá með okkar besta miðverði það sem af er tímabils….. Toure.

  Hann talar um að menn verða valdi í liðið út frá orðspori eða verðmiða. Hvað með Daniel Agger ? Ég veit að hann er með YNWA tattú á hnúunum. Það er alveg rosalega töff og hægt að búa til mörg plakköt og myndir á twitter af honum sveittum og glitta í þessa hnúa. En er það allt sem þarf til ? Skoðið spilamennsku hans undir stjórn Rodgers. Hún er á pari við, kannski aðeins skárri, Skrtel.

  Brendan sagði svo að:

  “þessi mistök í markinu hefðu komið á óvart”

  ….. Er það, í alvöru ?

  Fyrir utan þá staðreynd að við vorum búnir að hóta þessu allan leikinn með fáránlegu spili í öftustu línu þar sem að Daniel Agger reyndi að gefa þeim mark amk tvisvar sinnum með sendingu beint á mótherja. Og öll aftasta línann taldi Mignolet vera prímusmótorinn í liðinu og að hann ætti að dreifa spilinu (auðvitað á miðjan sína sök á þessu líka).

  Þeir sem hafa svo horft á Skrtel spila eitthvað af viti ættu ekki að verða mjög hissa á svona mistökum frá honum. Fyrir utan að vera besti maður liðsins í verstu leiktíð LFC frá stofnun PL þá hefur hann blessaður ekki heillað mig. Hann kæmist ekki í liðið hjá topp 7 í þessari deild. Alveg sama hve ógnvænlegur mönnum þykir hann vera. Miðvarðastaðan er eins og markvarðastaðan, þú verður dæmdur út frá stöðugleika en ekki einstaka leik. Spyrjið bara Titus Bramble.

  Æji ég veit það ekki. Ég vil bara halda mínum miðvörðum og í hallæri spila þeim sem komast ekki í liðið í bakverðinum (ef ekkert annað betra er í boði).

  Er Aspas svo ekki fullreyndur í tíunni ? Er verið að gera honum einhverja greiða með að spila honum þar ? Svona eins og Henderson á kanntinum. Við eigum einn leikmann í liðinu sem var einn af allra bestu leikmönnum í heimi þegar hann spilaði þar. Þurfum við frekar að spila tveimur mönnum úr stöðu í stað þess að setja eina manninn okkar sem veldur þessari stöðu (af þeim sem voru leikfærir) í hana ? Já eða breyta skipulaginu, kannski 3-5-2 þar sem að bakverðir okkar voru ekki nægilega heilir ? Var ekki hægt að spila Enrique í gær og hvíla hann svo frekar í worthless cup ?

  Það er margt sem er að pirra mann eftir leikinn í gær. Aðalega af því að þetta var verðskuldaður sigur og við vorum svo hrikalega lélegir að meira segja bjórinn smakkaðist illa yfir leiknum.

  En það felur samt sem áður ekki þá staðreynd að það er ekki allt ömurlegt hjá okkur. Og kannski þarf að horfa á heildarmyndina áður en menn æla á lyklaborðið 5 mínútum eftir leik.

  En guð minn góður hvað Luis Suarez gæti ekki komið til baka á betri tímapunkti. Við hefðum ekki skorað í gær þó að leikurinn hefði staðið í 5 klst.

 64. Ég tel okkur ennþá sjötta besta lið deildarinnar, með ágætis stjóra í Rodgers, hann hefur innleitt skemmtilegan bolta en hefur farið illa með peningana, stór ástæða þess held ég megi rekja til eiganda og stefnuleysi þeirra í leikmannakaupum. Ég gaf minnir mig þessum sumarglugga 6 í einkunn hér á kop.is meðan aðrir voru að gefa 8 og 9. Við vorum með alveg nóg af Aspasum og Albertoum fyrir, okkur vantaði alvöru “proven” menn í liðið að mínu mati.

  Rodgers hefur að minu mati náð hámarks árangri með þennan mannskap og því dettur mér ekki í hug að kenna honum alfarið um tapið. Meistaradeildarsæti fyrir mér væri enn kraftaverk. En við höfum lítið að gera í meistaradeildina á næsta ári ef við ættlum að halda áfram að “selja fyrst svo kannski kaupa” og koma út á sléttu.

  Þetta enska deild er bara það sterk að það þarf að kaupa stórt á hverju ári til að halda sér í topp baráttu.

 65. Þessi leikur sýndi hversu mikilvægt er hversu mikilvægt er að staðan fyrir aftan framherjan er mikilvæg. Ef þú ætlar að vera með tvo varnarsinnaða miðjumenn þá er must að tían geti tekið við boltanum og haldið honum og tengt miðju við sókn. Aspas getur ekki haldið boltanum í 3 sek og þar held ég að leikurinn hafi tapast.

  Ef Coutinho eða Suarez hefu verið í staðin fyrir Aspas hefi Gerrard, Lucas og Henderson fengið meira pláss og þar með ekki verið svona skelfilega lélegir.

  Ok það var skrítin ákvörðun að hafa 4 miðverði en leikurinn tapaðist ekki þar. Kolo var að spila vel fannst mér en Sakho er enginn bakvörður. Virkaði meðalmaður í besta falli en um leið og hann var settur í miðvörðinn þá sá maður að hann var kominn í stöðu sem hann kann að spila.

  Ég ætla ekki að fara að segja að liðið sé miðlungslið eða vonbrigði eða eitthvað í þá áttina því að í raunveruleikanum þá vantaði þrjá að bestu mönnum liðsins í dag sóknarlega og það skiptir ekki máli hvaða lið það er ef þrír af kannski 5 bestu mönnum hvaða liðs sem er vantar þá er alltaf hætta á að liðið spili ekki eins vel og það getur.

  Það verður gaman að sjá hvernig Rogers stillir upp liðinu á móti Man Utd en það er alveg á hreinu að það verður allt annað lið þegar Suarez er kominn fyrir aftan Sturrigde hvort sem við verðum með 2 eða 4 miðverði í vörninni.

  Sá leikur fer 1-2 fyrir Liverpool og allir fá smá gleði í hjartað á ný.

 66. Það sást augljóslega hvað Coutinho er orðinn mikilvægur fyrir sóknarleik liðsins.
  Ef hann, Suarez og Sturridge haldast heilir, er ekki lið í deildinni sem er með betri sóknarlínu. Hins vegar er ekki hægt að treysta á það, LFC þarf annan playmaker, Rodgers vissi þetta og því var reynt að fá Mkhitaryian og Willian. Nú þegar Coutinho er meiddur er enginn annar í liðinu sem getur leyst þetta hlutverk.

 67. Napoli á toppnum á Italiu og vann Dortmund i vikunni og Rafa vann líka evrópudeildina létt og trygggði þriðja sætið auðveldlega fyrir Chelsea í vor.
  Er einhver hérna sem heldur enþá að Rodgers hafi verið betri kostur fyrir Liverpool heldur en Rafael Benitez?
  Liverpool situr því miður fast í drullupolli og mun ekki komast upp úr honum fyrr en FSG munu selja klúbbinn sem þeir hafa ekki vit til að reka á þann hátt sem þetta stóra lið á skilið..

 68. Rosalega eru dapurleg mörg commentin hérna. Er nokkuð viss um að hér leynast víða andstæðingar okkar sem leiðist ekki að villa á sér heimildir og hrauna yfir liðið okkar.

  Við töpuðum, simple as that. Búið. Næsti leikur takk. 10 stig eftir 5 leiki er ekkert hræðilegt sko. Við eigum eftir að tapa fleiri leikjum, höfum það alveg á hreinu.

  Er sannfærður um að BR hafi lært heilmikið á þessum leik. Fjórir hafsentar í byrjunarliði, þetta eigum við ekki eftir að sjá aftur. Það verður gaman að sjá hvernig liðið bregst við í næsta leik.

  Hvað sem því líður, í guðanna bænum hættum þessu væli og verum jákvæðir. Margt búið að vera gott hjá liðinu og ekki gleyma því að við unnum Manjú. Eru kannski allir hérna búnir að gleyma því? Spennandi tímar framundan og ég hlakka mikið til næsta leiks, ekki síst vegna þessu að við erum að endurheimta Suarez.

  Áfram Liverpol!!

 69. Við erum allavega ekki eina liðið í ruglinu hehe. United kjöldregnir gerir gærdaginn bara ekki svo slæman.

 70. Spurs að klára sinn leik á 90 mínútu. Þer hafa hörkulið og mikla breidd. Það verður erfitt að ná þessa 4. sæti.

 71. Ákvað að kíkja ekki beint eftir leik á kop og lesa alla drulluna sem hér birtist stundum eftir tapleiki. Fór bara á fótbolti.net og heimasíðu LFC og sá bara tap, BR: þetta var lélegt, en við reynum að rífa okkur upp. Síðan notaði ég toppstykkið og pældi bara aðeins í þessu, gerði tilraunir til að halda mér geðheilbrigðum og glöðum með þankagangi eins og “fyrsta tap. Suarez að koma til baka. Öll lið eru að tapa stigum. Vonandi girða þeir sig í brók. Allir litir heimsins á málverki lífsins”. Ekkert niðurrif. Aldrei liðið eins ágætlega eftir tapleik. Róum okkur aðeins í drullunni hérna. Seasonið er rétt að byrja.

  Kv. Slökum aðeins á

 72. Er bara drullu ánægður með M C sem tóku mu alveg útúr kortinu, en held að BR sé búinn að prufa þennan leikstíl og gerir þetta vonandi ekki aftur og nú er SuareZ komin og þá verða 2 frammi.

 73. Sælir félagar

  Áhyggjur mínar hafa ekkert minnkað eftir daginn í dag þar sem maður horfir á töfluna og við komnir í 5. sæti eftir brokkgenga byrjun. Liðið hefur halað inn þessi stig þar sem eini leikurinn sem ég hefi verið sáttur við er leikurinn á móti MU. Þar vannst sigur á ruggri stjórnun, öflugri liðsheild, krafti og karakter. Þetta fernt vantaði í leikinn í gær og hefur vantað í alla seinni hálfleiki liðsins á þessu tímabili nema á móti MU.

  Ef ekki verður breyting á því hvernig liðið hefur spilað seinni hálfleik í haust þá mun illa fara. Þá breytir “6” mánaða rönn!? engu. Hugarfar stjórnun og ef til vill líkamlegt ástand (sem mér finnst ótrúlegt) hefur verið með þeim hætti að það veldur áhyggjum. Um stjórnun nefni ég sem dæmi að Aspas er ítrekað settur í holuna þó allir sjái (nema BR sem er áhyggjuefni) að það er staða sem hann ræður ekki við, fjórir miðverðir og varnarsinnuð uppstilling á heimavelli þar sem alltaf á að spila til sigurs,að stilla mönnum ekki ístöður sem láta þeim best og sjálfsagt er hægt að telja fleira til.

  Auðvitað er einn leikur tapaður ekki endalok veraldarinnar og er ekki það sem veldur viðbrögðum mínum við tapinu í gær. Heldur hitt að ég hefi ekki séð BR og liðið bregðast við þeim hættumerkjum sem hafa blikkað í kringum liðið. Verði það ekki gert þá verður þetta ekki bara einn leikur heldur einn af mörgum. Því miður.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 74. Það sem skilur okkur frá Man city, Man utd, Chelsea, Arsenal og Tottenham er einfaldlega breyddinn.

  Við erum með byrjunarlið sem getur unnið öll þessi lið en á heilu tímabili þá lenda lið í meiðslum og leikbönum og okkur vantar valkosti.

  Glen Johnson hefur verið frábær á tímabilinu. Hann meiðist og hver á að fylla hans skarð. Toure? Fín miðvörður en hægur bakkvörður sem vantar hraða Wisdom? Einfaldlega langt frá því að vera tilbúinn Kelly? alltaf meiddur og veit maður ekkert hverning hann er því að ….. ja hann er búinn að vera meiddur

  Coutinho meiðist en hann hefur verið að opna varnir andstæðingana. Hver á að leysa hann af? Aspas? Ekki góður í þessari stöðu. Gerrard? Já ég vill að hann gerir það en hann er samt allt öðruvísi leikmaður en Coutinho Henderson? Er með dugnaðinn en getur ekki opnað varnir.

  Suarez er að koma og verður fróðlegt að sjá hvort að hann og Sturridge geta spilað saman. Ég efast um það því að báðir vilja alltaf vera með boltan og leita af möguleika fyrir sjálfan sig númer 1,2 og 3.

  Eins og staðan er í dag þá erum við 5 besta lið á Englandi á pappírnum en ef við náum svo að halda okkur heilum(s.s þegar Coutinho og Glen koma tilbaka). Þá getur allt gerst og ég tala nú ekki um ef við náum í 1-2 demanta í janúarglugganum.

  P.s lífið er samt ekki skelfilegt með Everton og Man utd enþá fyrir neðan okkur

 75. Hæ öll sömul!

  Liverpool tapaði í gær!

  Kom flestum geðveikt á óvart – ef miða má við umræðuna hér eftir leik.

  Enda voru allir klárir á því að Liverpool færi taplaust í gegnum tímabilið.

  Tímabilið er því greinilega búið, kominn tími á að reka Rodgers, og plana næsta tímabil.

  Homer

  PS. Hvað er eiginlega að frétta með þetta drama hérna?!

 76. @91

  Hvernig færðu það út við séum með “eins og staðan er í dag, 5 besta lið á Englandi á pappírnum” Erum við með betra lið en Arsenal? Tottenham? Lið sem voru langt á undan okkur á síðasta tímabili og eru í fyrsta og öðru í dag.

 77. Reina að verja víti frá Ballotelli. Milan að tapa á heimavelli 0-2 gegn Benitez og hans lærisveinum hjá Napoli.
  Stærstu mistök hjá Liverpool að láta Benitez fara á sínum tíma.

 78. Haaahahahaha beið eftir að einhver byrjaði á RB söknuði hahaha það liggur við að maður þurfi ekki að koma inn á þessa síðu til að vita hvað er verið að tala um 🙂 ennn maður lærir hverja maður á að skrolla yfir og hverja ekki .

 79. Kristján
  Ef þú ert að halda fram að Benitez hafi verið lélegur stjóri þá þarft þú að fara í skoðun

 80. Jæja……. fyrsti stjórinn rekinn í deildinni, Di Canio. Og næsti deildarleikur úti á móti Sunderland. Gott eða slæmt??

 81. Það verður markasúpa í næsta deildarleik þegar Hannbal the Cannibal snýr aftur!

 82. Er Rafael Benitez ekki med betra record en Brendan. Her tarf nu ekki ad deila um tad. En nu er Brendan okkar manager, en mer fannst hann eiga storan hlut I tessu tapi:( Tvi midur!

 83. How the mighty have fallen. Úr fyrsta sætinu niður í það fimmta. Úúfff.

 84. Jó Dick…. BR er okkar stjóri ekki RB ok það er bara það sem ég er að meina , og nei ég fílaði RB og finnst hann flottur stjóri . Ég er bara ekki einn af þeim sem dvelja í fortíðini 🙂 Er ekki að svekkja mig á hlutum úr fortîðini heldur lifi í núinu með smá dass af framtíðardraumum …

 85. Ég hef ekki orðið svona pirraður yfir byrjunarliði síðan Dalglish fór til Stoke og sýndi þeim hvað hann væri hræddur við þá, rétt eins og Rodgers gerði fyrir þennan leik gegn Southamton. Hann þarf að fá skýr skilaboð um að svona aumingjaskapur er ekki boðlegur á Anfield gegn ekki voldugri andstæðingum en Southamton.

  Staðan er alveg ágæt hjá okkur og allt það en eitt stig úr leikjum gegn Swansea og Southamton er sama far og vanalega hjá Liverpool og bara hreint ekki bógu gott. Það kom ekkert á óvart að Liverpool næði ekki að skora í þessum leik og því miður hefðum við líklega þurft einn miðvörð í viðbót til að ráða við þá í föstum leikatriðum.

  Það er síðan kjaftæði að gefast upp á leikmönnum eins og Aspas eftir svona leik, hvað átti hann að gera? Hann hefur aldrei spilað í holunni að því er ég best veit og á núna að tengja miðju og sókn án þess að hafa bakvörð í byrjunarliðinu á hvorugum kantinum.

  Hroðalegt sjálfsmark hjá Rodgers. Þurfum að fara sjá miklu meiri stöðugleika í varnarlínunni hjá okkur. Það væri tilvalið að hrista af sér slenið í næsta leik og vinna hann. Spilamennskan hefur alls ekki verið sannfærandi í upphafi móts þó liðið hafi verið að safna stigum og því vonar maður heitt og innilega að Suarez komi með mikinn kraft í sóknarleikinn…já og að hann sé hættur að bíta fólk.

  Tony Barrett neglir þetta annars vel hérna

 86. Eitt stig á móti Swansea sem er að spila mjög vel þessa dagana er ekki slæmt.

  Leikstíll Southampton er að pressa andstæðinga og þeir gera það líklega betur enn við. Til þess að losa okkur út úr þeirri pressu höfðum við Lucas, Gerrard og Henderson. Ekki þeir bestu í því og við söknuðum Coutinho og eins og TB segir í greininni Johnson og LE. Þetta tap skrifast því alfarið á BR.

 87. Brendan Rogers orð. “We were on the lookout for a No 10 but were unable to get one.”
  ég segi aftur hvað með ERIKSEN, var reynt að fá hann? 11,5 er ekki rassgat fyrir þennann mann, plús við keyptum aspas á 8, Llori líka um 8 osfrv. Fyrirgefið ég bara skil þetta ekki, ekki nema þeir hafi reynt og hann hafi sagt nei.

 88. Það er kannski komið að því sem ég er búinn að tala um í 2-3 ár, það þarf að skipta um fyrirliða og koma Steve á bekkinn. Þar byrja og enda okkar vandræði í dag.

 89. Öndum rólega. Við töpuðum. Það er ekki eins og við séum ekki vanir því. Liðið er við toppinn, eftir fimm leiki án Suarez. Það er ekki slæm byrjun. Liðið spilar í grunninn betri bolta en það hefur gert í mörg ár, þótt vissulega sé enn langt í land. Við erum ekki með jafn marga sterka leikmenn og við erum kannski vanir. Það verður erfitt að ná í toppleikmenn meðan við erum ekki í CL. Þetta vitum við allir, ekki satt? Og í guðanna bænum finnið ykkur annan stað fyrir Benitez blætið. Rafa er fínn kall, en hann er ekki stjóri Liverpool lengur. Sættið ykkur við það og standið við bakið á liðinu. Ekkert helvítis væl. YNWA!

 90. Hvað ætli sterkasta liðið okkar sé ef allir eru heilir?
  Mitt lið væri
  Suarez – Sturridge – Moses – Coutinho – Gerrard – Lucas – Cissokho – Sakho – Toure – Johnson – Mignolet

  Aspas, Sterling, Henderson, Allen, Enrique, Agger, Jones á bekknum

  Skrtel, Illori, Wisdom, Kelly, Ibe, Alberto, Flanagan í varaliðinu

 91. Stutt á milli hláturs og gráturs í þessum blessaða fótbolta. Kjarkaður dómari hefði dæmt víti (réttilega) þegar Sturridge var sparkaður niður á 32.mínútu leiksins. Þá hefði verið uppi allt annar leikur. Hins vegar er greinilegt að við söknum Glen´s EN BR og co munu finna lausnir á þeim tímabundna vanda.

  Stóra spurningin núna er, mun Suarez byrja inná á móti manjú eftir tvo daga?

  Þvílík skemmtun að sjá einbeitingarskert lið manjú kjöldregið á móti city en ég er pínu hræddur um að manjú munu mæta trylltir í leikinn á miðd. á móti okkar mönnum.

  Hérna er fínasta grein um stöðuna okkar í dag:
  http://www.thisisanfield.com/2013/09/end-liverpools-unbeaten-start-counts-squat/

 92. Guð minn fokking Jesús almáttugur, nennið þið að hætta þessu helvítis Benitez röfli? Hans tími hjá Liverpool er búinn. Þið talið um hann eins og að maðurinn sé andskotans Messíah. Benitez þurfti að fara og það sáu það allir sem vildu sjá. Vandamálið var hinsvegar á þeim tíma ráðning Roy Hodgson, þar liggja ein stærstu mistök í sögu klúbbsins að mínu mati. Klúbburinn hefði aldrei farið svona mikið í skítinn ef að við hefðum fundið almennilegan eftirmann ekki einhvern sem að er þekktur fyrir 6-3-1 Kick & Hope byltingu sína í Svíþjóð ffs. Brottrekstur Benitez átti fullan rétt á sér annað en ráðning Hodgson.

 93. Algjör mistök hjá Liverpool að leyfa Bob Paisley hætta á sínum tíma. Hefðum klárað Southampton í fyrri hálfleik ef hann væri enn við stjórn.

 94. Það sem eiginlega merkilegast eftir þennan leik er ekki spilamennskan í sjálfu sér hjá liðinu, það einfaldlega hlaut að koma að því að liðið ætti afspyrnu slakan leik og myndi tapa (höfum átt slaka leiki en náð stigum sbr. Swansea).

  Nei, það sem kemur mér einna helst á óvart eru stuðningsmenn Liverpool… mikið helvíti eru menn snöggir að sjá allt það slæma og lélega um leið og liðið tapar einum leik. Já Liverpool tapaði leik og bíddu við sínum fyrsta leik í ansi langan tíma. Ég veit ekki hvort langtímaminnið sé algjörlega farið hjá sumum en fyrir einu til tveimur árum máttum við þakka fyrir að fá stig í tveimur leikjum í röð hvað þá í 10-15 leikjum í röð. En um leið og Liverpool tapar sínum fyrsta leik á tímabilinu eru menn snöggir að gefa frat í bæði stjórann og vissa leikmenn. Gleymum því ekki að allir geta á slakan dag og leikir geta tapast, efast um að við getum leyft okkur (ennþá) að vera svo hrokafullir að halda að Liverpool geti ekki lengur tapað hvort sem það er á Anfield eða ekki.

  Nú halda eflaust margir að ég hafi verið sáttur við leik okkar mann um helgina… þvert á móti var ég hundfúll. Grátlega lélegt og andlaust að því er virtist en svo er spurningin hvað gerist í framhaldinu. Alveg eins og einn aðili sagði, ,,Það sést loks hvað er spunnið í menn þegar þeir tapa” þ.e. hvernig bregðast þeir við í næsta og næstu leikjum. Þess vegna bíð ég rólegur, hef fulla trú á að leikmenn og þjálfari komi til baka í næstu leikjum og sanni það fyrir okkur stuðningsmönnunum að leikurinn nú um helgina hafi verið þeirra down leikur og leiðin liggur bara beint áfram og upp töfluna.

 95. Við erum svo miklu lélegri en Tottenham og Arsenal (og auðvitað hin 3 topppliðin).

  Við höldum alltaf að við séum betri en Tottenham og spá Kop penna hér á síðunni vanmetur alltaf Tottenham og hér spá menn alltaf Liverpool fyrir ofan Spurs.

  Við erum 6-7 besta liðið í deildinni, höfum verið það undanfarin ár og munum halda áfram að vera það ef ekkert breytist.

 96. Svona til að tala um eitthvað annað en þennan grútleiðinlega Southampton leik þá var Adam Morgan að skora frá miðju með U21 liðinu á móti Man City.

 97. Andiði nú aðeins með nefinu. Áttuð þið von á því að fara taplausir í gegnum tímabilið ?? Við fáum alltaf reglulega skit og ein slík var í gær og það kemur önnur von bráðar. Vanmat, andleysi er bara hluti af þessu. Þessi er búinn og við tökum svo utd á miðvikudaginn 🙂
  YNWA

 98. 111 GRS
  Ég alveg hjartanlega sammála þér eða næstum því. En Liverpool átti arfaslakan seinni hálfleik á móti Swansea og hefði maður haldið að það hefði gefið spark í afturendan. En nei, þeir ákváðu að spila sama leik áfram og leyfðu Southamton að líta út eins og Barca í 90 mín eins og Swansea í leiknum á undan.

  Það er einhvernveginn engin pressa þegar andstæðingurinn er með boltann og þegar við fáum tuðruna það eru LFC pressaðir út í horn og boltinn hirtur af leikmönnum 🙁 .

 99. Vandinn með þennann leik var að Aspas var að spila mikilvægustu stöðuna á vellinum, algjörlega óreyndir bæði að spila holuna og að spila á englandi, það hefði verið eðlilegra að láta Heldersson spila þessa stöðu, en hann átti sinn versta leik á tímabilinu lika, þannig að það hefði ekki breytt úrslitunum.

  við söknuðuðm bara Cutiniho og Johnson, spiluðum með óreyndann í holunni með fjóra miðverði. þetta hefði getað farið betur en það mátti alveg búsast við þessu

Liðið gegn Southampton

Kop.is Podcast #44